Dagur - 05.07.1972, Blaðsíða 5

Dagur - 05.07.1972, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. VIKUBLÖÐIN ÞÓTT þeir séu manna leiðigjam- astir, sem mest tala um sjálfan sig, minnist Dagur á sjálfan sig að þessu sinni. Hann hefur komið út íeglu- lega og þjónað því hlutverki sem ætíð áður, að vera norðlenzkt frétta- blað, norðlenzkt málgagn, öllum opið til sóknar og varnar um alinenn mál, og málgagn Framsóknarmanna í pólitískum umræðum. En kvartan- ir liafa borizt um það, að auglýsingar taki of mikið rúm í blaðinu, á kostn- að almennra frétta og greina, og em þessar kvartanir á rökum reistar. En nú er svo komið, hvað snertir útgáfu vikublaða eins og Dags, að útgáfu- kostnaðurinn er svo hár, að þrátt fyrir vaxandi fjölda áskrifenda, eru miklar auglýsingar alger forsenda þess, að unnt sé að halda útgáfunni uppi. Og þetta er ástæðan fyrir því, að auglýsingum og þar með auglýs- ingatekjum er ekki hafnað. Þau viku blöð, sem borgararnir síður vilja aug lýsa í, hafa hvert af öðru komizt í þrot og útgáfa þeirra stöðvazt vegna fjárskorts. Um þetta vitna Akureyrar blöðin hvað gleggst, öll með tölu, og um fjárhagserfiðleika getur Dagur einnig borið vitni, þótt útgefendum hans hafi ekki til hugar komið að gefast upp, í von um betri tíma. Þessa aðstöðu Dags og annarra vikublaða þurfa hinir almennu blaðalesendur að skilja, og því mið- ur er ekki sjáanleg nein breyting á þessari stöðu, nema að til komi opin- berir styrkir, á líkan hátt og dagblöð syðra njóta, eða aðrir frá einstakling- um, félögum eða stofnunum. En blaðalesendur verða einnig að skilja þýðingu og mikilvægt hlutverk blaða útgáfu, utan höfuðborgarinnar og styðja þau blöð sín með ráðum og dáð, sem þjóna margþættu hlutverki fyrir heila landshluta. Áratuga regluleg útgáfa Dags og jafn löng og oft sigursæl barátta fyrir flestum stærri velferðamálum lands- fjórðungsins, hefur fært blaðinu háa kaupendatölu og fjölþætt samskipti við fólk úr öllum stéttum og flokk- um. En þótt kaupendafjöldinn sé mikill, t. d. hér á Akureyri nokkru meiri en samanlögð kaupendatala tveggja stærstu blaða landsins, nægir norðlenzkur markaður ekki, án hinna miklu auglýsinga. Verður svo að vera þangað til einhver verður þess umkominn að slá með árangri staf sínum á bergið. □ Stjórnarskráin EINS og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu gerðust þau stórtíðindi rétt áður en Alþingi var slitið, að þingið ákvað, að hefja skyldi endurskoðun stjórn arskrárinnar, og kaus til þess sjö manna nefnd, sem nú mun vera í þann veginn að taka til starfa. í ályktun Alþingis um þetta mál, er m. a. mjög athyglis vert ákvæði, sem hljóðar svo: „Með opinberri tilkynningu skal þeim, sem þess kynnu að óska, gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina skrif- legum og skýrlega rökstuddum breytingartillögum við núgild- andi stjórnarskrá fyrir þann tíma, se mnefndin tiltekur." Þannig verða þeir, sem áhuga hafa, hvar sem þeir eru á land- inu, beinlínis minntir á og hvatt ir til að taka þátt í smíði hinnar nýju lýðveldisstjórnarskrár með því að senda nefndinni tillögur og rökstyðja þær. Auðvitað á þetta ekki aðeins við um ein- staklinga, heldur einnig samtök þeirra, t. d. sérstök stjórnar- skrárfélög áhugamanna, sem stofnuð kunna að verða nú, eins og á sínum tíma fyrir 20—25 árum. í ályktun Alþingis er líka beinlínis fram tekið, að endur- skoðunarnefndin skuli leita álita sýslunefnda og bæjastjórna og landssambanda stéttarfélaga. Má telja líklegt, að t. d. á sýslu- fundum í ár, verði einhver und- irbúningur hafinn að því, að láta slík álit í té. í þessu sam- bandi þykir blaðinu rétt að rifja upp þau 20 efnisatriði, sem Gísli Guðmundsson lagði til, að tekin yrðu til sérstakrar endur- skoðunar stjórnarskrárinnar, en þau eru þessi: 1. Forsetaembættið. Hvort fyrirkomulag æðstu stjórnar íslands sé svo heppilegt sem það gæti verið, og hvaða skipan hennar mundi vera bezt við hæfi þjóðarinnar. 2. Skipting Alþingis í deildir. Hvort hún sé úrelt orðin og ein málstofa hagfelldari. 3. Aðgreining löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dóms- valds. Hvort þörf sé skýrari ákvæða um þessa greiningu. 4. Samskipti við önnur ríki. Nauðsyn ákvæða, er marki rétt ríkisstjórnar og Alþingis til samninga við aðrar þjóðir. 5. Þjóðaratkvæði. Ákvæði um, hvenær rétt sé eða skylt að láta fram fara þjóð- aratkvæðagreiðslu — og hvað hún gildi. 6. Kjörgengi. Hvort ástæða sé til að tak- marka kjörgengi meir en nú er gert í 34. gr. stjórnarskrárinnar. 7. Kjördæmaskipun. Hvort rétt sé að breyta kjör- dæmaskipuninni á þá leið, að landinu öllu verði skipt í ein- menningskjördæmi, þar sem aðalmenn og varamenn verði kosnir saman óhlutbundnum kosningum, en uppbótarþing- menn engir. 8. Þingflokkar. Hvort þörf sé lagasetningar um skyldur og réttindi þing- flokka. 9. Ný skipting landsins í sam- takaheildir. Hvort æskilegt sé að taka inn í stjórnarskrána ákvæði um skiptingu landsins í fylki eða aðrar nýjar samtakaheildir, er hafi sjálfstjórn í sérmálum, enda leiti nefndin um þetta álits sýslu nefnda, bæjarstjórna, borgar- stjórnar Reykjavíkur, Sam- bands ísl. sveitarfélaga og sér- sambanda sveitar- eða sýslu- félaga í einstökum landshlutum. 10. Bráðabirgðalög. Hvort ástæða sé til að kveða nánar á en nú er gert um út- gáfu bráðabirgðalaga og gildis- tíma. 11. Eignakaup og cignasala ríkisins. Hvort þörf sé nýrra ákvæða um eignakaup og eignasölu ríkis sjóðs og ríkisstofnana . 12. Óeðlileg verðhækkun lands og fasteigna. Hvort gerlegt sé og nauðsyn- legt, að hindra með stjórnar- skrárákvæði óeðlilega verð- hækkun lands og fasteigna. 13. Réttur og skylda til starfs. Hvort ástæða sé til að kveða á um rétt og skyldu verkfærra þjóðfélagsþegna til starfs. 14. Jöfn menntunaraðstaða. Hvort kveða skuli á um, að þjóðfélaginu sé skylt að sjá svo um, að börnum og ungmennum, hvar sem þau eiga heima á land inu, skuli gert kleift að afla sér almennrar menntunar. 15. Vörn landsins. Hvort ákvæði 75. gr. stjórnar- skrárinnar eigi þar heima á komandi tímum. 16. Þingsetningartími. Hvort rétt sé, að í stað „15. dag febrúarmánaðar" í 35. gr. stjórnarskrárinnar komi annar tími, t. d. 1. október. 17. Hækkun ríkisútgjalda. Hvort rétt sé að kveða nánar á en nú er gert um frumkvæði að hækkun ríkisútgjalda. 18. Mannréttingayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Hvort bæta skuli ákvæðum úr mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna við VII. kafla stjórnarskrárinna rog breyta 70. gr. hennar með hliðsjón af nú- tímalöggjöf. 19. Skyldur við landið. Hvort tilhlýðilegt sé og gagn- legt til leiðbeiningar á komandi tímum, að stjórnarskráin hefjist á yfirlýsingu um skyldur þjóðar innar við landið og um nauðsyn landsbyggðar, enda jafnframt kveðið á um þá almennu reglu, að fasteignir og náttúruauðæfi séu í eigu íslendinga. SKÓLASLIT HÚSMÆÐRASKÓLANUM að Laugalandi í Eyjafirði var slitið 9. júní sl. Luku 35 nemendur prófi að þessu sinni, og hlaut Anna Soffía Þorsteinsdóttir frá Akureyri hæstu einkunn, 9,20. Skólakostnaður nemenda yfir veturinn var að meðaltali 34.725 krónur. Eldri nemendur skólans komu í heimsókn 6. maí sl. og færðu honum veglegar gjafir. Þá gáfu verksmiðjan Glit h.f. og blómabúðin Laufás, Akur- eyri, skólanum höfðinglegar gjafir. Eru það ýmsir munir úr brenndum leir, m. a. ætlaðir til framleiðslu ýmissa rétta. Hafa munir þessir xakið mikla at- hygli og aðdáun. Öllum þessum velunnurum færir skólinn sínar beztu þakk- ir. (Fréttatilkynning) 20. Stjórnlagaþing. Hvort ráðlegt sé, að sérstak- lega kjörið stjórnlagaþing fjalli um stjórnarskrána. Gunnar Thoroddsen flutti, sem kunnugt er, aðra tillögu um endurskoðun stjórnarskrárinn- ar. í greinargerð þeirrar tillögu var drepið á margt af því sama og í tillögu G. G., en einnig vik- ið að öðrum atriðum, t. d. kosn- ingaskyldu, sem sumsstaðar tíðk ast, utanþingsstjórnum, ráðstaf- anir til verndar lýðræðinu, nátt- úruvernd og að almennir dóm- stólar taki við hlutverki lands- dóma, sem á að dæma í kæru- máluni út af embættisrekstri ráðherra, en mun aldrei hafa tekið neitt mál til meðferðar. Þó að margt hafi verið nefnt í tillögum þessum og greinar- gerðum, eru umhugsunarefni um nýja lýðveldisstjórnarskrá sjálfsagt ekki tæmd. En á það þykir að lokum rétt að minna, að það voru fjórð- ungssamböndin á Norður- og Austurlandi, sem á morgni lýð- veldisins fyrir aldarfjórðungi tóku upp minnisverða baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá. Lands- hlutasamtökin hafa nú verið endurskipulögð og eru öflugri en þau þá voru, enda munu þau án efa láta þetta mál til sín . taka. □ Gagnfræðaskólanum á Akureyri slifið Veitingaskálinn Brú, Hrútafirði. Veilingaskálinn Brú í Hrútafirði FYRSTU helgi júnímánaðar opnaði Kaupfélag Hrútfirðinga veitingaskála og verzlun í nýju 200 fermetra húsnæði hjá sím- stöðinni Brú í Hrútafirði. Þar hefur kaupfélagið undanfarin 16 ár rekið ferðamannaverzlun á sumrin, sem borið hefur heitið Verzlunin Brú, en nafninu var nú breytt í Veitingaskálinn Brú. Er þetta smekklegur og þægi- legur staður ferðamönnum. Veitingar eru framreiddar frá kl. 9 til kl. 23.30 aila daga yfir •' sumarið'. Nnkkrar tegundir grill réttá verða á boðstólum, m. a. kjúklihgár, svo og kaffi, te, mjólk, smurbrauð og kökur. Þá verða til sölu margskonar vörur handa ferðafólki, svo sem öl, sælgæti, niðursuðuvörur, filmur, spörtvörur og margt fl. Sala á gasi og áfyllingar á gas- hylki verður fyrir hendi, Esso olíur og benzín. Þvottaplan er í byggingu og verður því hægt að Stundum kemur það fyrir vonsvikna veiðimenn, og er þar átt við laxveiðimenn, að þeir grípa til ýmsra ráða til að bæta sér upp veiðileysi. Fyrir hefur það komið og oftar en ætla mætti, að keyptur hefur verið nýveiddur lax af þeim, sem heppnari hafa verið, og síðan sagðar veiðisögur af viðureign- inni þegar heim er komið, kannski heldur í styttra lagi. Og kunn er sagan af því, er mikill fjáraflamaður fór í verzl- un á heimleiðinni úr misheppn- aðri veiðiferð og bað um lax. Hann mátti ekki til þess hugsa að koma laxlaus heim. Laxinn fékk hann í góðum umbúðum og greiddi það, sem upp var sett. En þegar heim kom og hann ætlaði að sýna konu sinni veiðina, kom í Ijós, að lax sá er keyptur var, var reyktur lax. En hvað áttum við til bragðs að taka, tveir veiðimenn frá Akureyri, sem úr Fnjóská kom- um með öngulinn í rassinum? Hvergi lax að fá. Okkur datt í hug að skreppa niður að sjó og reyna að ná okkur í nokkrar bleikjur heldur en ekki neitt, ef heppnin yrði okkur þar hlið- hollari en í ferskvatninu. Knararnes heitir ofurlítill tangi, er gengur í sjó fram í landi Garðsvíkur á Svalbarðs- strönd. Þar var fyrrum lífhöfn því að góð landtaka er bæði að sunnan og norðan og á annarri hvorri hlið tangans jafnan kyrrt. Þar er enn gamalt bátanaust. Fremst á þessum tanga er mikið stórgrýti og hyldýpi þar fram af. En ofar er tanginn mjórri því að þar hefur sjór og vindur sorfið mýkra land. Þangað var haldið með veiðistengurnar. Norðangola var og sunnanmeg- in hafði æðarfuglinn raðað sér í fjöruna með unga sína, og var einn æðarunginn lang minnstur, h'klega yngstur, eða þá dverg- vaxinn. Fuglinn synti rólegut ; frá landi, sýnilega ekki mjög { illu vanur af heridi ferðamanna og fór svo að úa skammt undan og bíða þess að við færum. En við fórum að kasta og reyna við '■ bleikjuna. Hún var ekki við að þessu sinni. Þá óskuðum við þess eins, að ná í svo sem einn eða tvo þorska, heldur en ekki neitt, en ekki varð okkur held- ur að þeirri óskirini. Feikna stór og reyndar lit- fögur marglytta, mikil géð- . prýðisskepna, synti með fjör- unni. Sannaðist á henni: Kemst ' þótt hægt fari. Félagi minn, fim ari í stórgrýti og eilítið léttari upp á’fótfnn en ég. fór nú alía " leið fram á nesoddann, þar sem stórgrýtið er mest, og kast- aði nýjum og forkunnar falleg- um bleikjuspæni fram í dýpið. En ég stóð litlu ofar. Hvorugur varð var. Allt í einu sá ég hvar félagi minn var kominn í keing og sneri sér nú frá sjónum. Hann bærði ekki á sér góða stund, fremur en hann liefði frosið í þessum stellingum. Kannski var hann bara stjarfur, eða hafði hann tekið eitur? Eða var hann var hann búinn að tapa glór- unni? Allt getur svo sem viljað til. Fábjánar standa stundum . svona og góna út í loftið. And- skotans uppákoma. En ekki var nú hægt að horfa upp á þetta aðgerðarlaus og hraðaði ég mér í áttina til hans, en vildi ekki kalla til hans fyrr en ég hafði áttað mig á, hvað að væri. Og nú átti ég ekki eftir nema fáein skref. Gerðist þá margt með skjót- um hætti. Vinurinn hafði stöng- ina ennþá í höndunum og dró nú línuna örlítið inn á hjólið. Það glampaði á silfraðan bleikju spóninn,. einn af þessum fallegu með blóðrauðum lit á leggnum. Ogá sairirí stund rétti hann sig upp, kiþpti í — og stór, dökkur minkúr tók loftkast í urðinni. Hárbeittur þrikrókur bleikju- spónsins hafði misst marks og straukst þó við varginn um leið. Og nú var félagi minn ekki leng ur frosinn, því að hann tók und- ir sig stökk, að sínu leyti ekki minna ; en minkurinn og áður en auga á festi hafði hann tekið ■stein í aðra hendi en spýtu í hinat 'og hvarf svo í sömu átt og minkurinn. Síðan bar mig að og svona ósjájfrátt var ég þegar sömu vopnuna búinn. Vígamóður og bárdagágleði einkenndi hverja "hreyfittgu 'félaga míns. Klofhá stígvél, nokkrar peysur og fleira, sem forsjálan og vanan veiðimann prýða í kaldsömu veðri við véiðiár, hindruðu ekki leiftur snögg viðbrögð og hinn trillta stríðsdans, sem nú var dansaður upp á líf ög dauða í holurðirini, þar sem grunnurinn var stórgert eggjagrjót en ein- hvér tröllskessa svo dreift frá sér Grettistökum, allt að mann- hæðar háum björgum, ofan á. Hér fór hann, kallaði vinur- inn og benti á gjótu undir einu Grettistákinu. Svo greip hann sjórekna bambusstöng og keyrði liana þar inn. Jú, þar var skratti og þaut nú út undan bjarginu í gagnstæðri átt, félagi minn á eftir, báðir fimir og- fráir, og steinnirin minn skall' með eld- glæringum á nafna sínum en ekki á minknum. Og dýrið var horfið á samri stundu. Löng leit bar ékki árangur. Æðarfuglinn var kominn upp í fjöruna þegar við héldum heim. Hann og minkurinn ráða ríkjum á Knararnesi, þar sem áður var lífhöfn sjómanna við austanverðan Eyjafjörð. Veiðimaður. þvo bíla þar. Þá er til staðar loftdæla fyrir bifreiðastjóra í sambandi við hjólbarða. Um reksturinn sjá Hallfríður Bjarnadóttir húsmæðrakennari og Inga Hansdóttir smurbrauðs- dama. Umferð virðist alltaf vera að vaxa á vegunum, sem eðlilegt er með aukinni bifreiðaeign og lengingu fría hjá öllum megin þorra fólks. Mikil umferð er um Strandaveginn, m. a. af fólki, sem er á leið til eða frá Vest- fjörðum og fer það þá gjajman yfir Laxárdalsheiði eða Trölla- tunguheiði á ferðum sínum. Unnin var nokkur vegabót á Laxárdalsheiði sl. haust, þar sem byggð var brú yfir Laxá í Dalasýslu efst upp í Laxárdal, er þá aðeins ein á, sem er óbrú- uð á heiðinni, en hún er að jafn aði mjög vatnslítil. Q - Frá SUNN (Framhald af blaðsíðu 2). árkróki litskuggamyndir af ýmsu landslagi í Skagafirði. Að lokum fóru fundarmenn í skoð- unarferð inn í Blönduhlíð og skoðuðu m. a. sandsteinsmynd- anir í Bólugili og minjar um fornaldarskóg í Kotagili í Norð- urárdal. Um 25 manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var Haraldur Árna son skólastjóri á Hólum. (Frétt frá SUNN) GAGNFRÆÐASKÓLANUM á Akureyri var slitið 31. maí, og hafði hann þá starfað frá 20. september. Nemendur voru í upphafi skólaárs 838, en nokkrir nemendur komu og aðrir hurfu frá námi á vetrinum. Alls voru innritaðir 846 nemendur, sem skiptust á 5 árdeildir. Bekkjar- deildir voru 32, 2 framhalds- deildir (4 kjörsvið), 17 almenn- ar bóknámsdeildir, 3 landsprófs deildir, 2 verzlunardeildir og 8 verknámsdeildir. Kennarar voru 54, 36 fasta- kennarar og 18 stundakennarar. Þar að auki kenndu 2 kennarar hjálpardeildum hluta úr vetrin- um. Skólinn hafði 4 kennslustofur á leigu utan skólahússins sjálfs, auk skólaeldhúss, se minnréttað var sérstaklega í kjallara Hús- mæðraskólans, en varð ekki til- búið til notkunar fyrr en skömmu fyrir jól. Próf úr 5. bekk þreyttu 27 nemendur. 1 lauk ekki prófi, en 26 stóðust próf nema hvað 2 nemendur þurfa að taka haust- próf vegna ónógrar samtölu tveggja lægstu einkunna. Hæstu einkunn í framhaldsdeild hlaut TÓLVUFORSKRIFT KENNDI í M. A Á STÚDENTSPR ÓFI var nú í fyrsta sinn leyfð notkun tölva. Var það í eðlisfræðideild stærð- fræðideildar í prófum í stærð- fræði, eðlisfræði og stjörnu- fræði, og lagði skólinn til borð- tölvur, sem nemendur gátu skipst á að nota. Þá var í vetur í fyrsta sinn kennd tölvuforskrift, Fortran, sem valfrjáls námsgrein í 4. bekk (þ. e. 2. bekk skólans) og luku 15 nemendur prófi í grein- inni en það telst stúdentspróf. Hér er aðeins um tilraun að ræða, en fullyrða má, að notk- un lítilla tölva muni á næstu árum ryðja sér allsstaðar til rúms og verða m. a. ómissandi hjálpartæki í öllum framhalds- skólum. í náinni framtíð verður og nauðsynlegt, að allstór hópur manna kunni eitthvað til for- skriftagerðar fyrir hinar stærri tölvur, og er því einnig fyrir- sjáanlegt, að menntaskólarnir muni þurfa að taka upp reglu- bundna kennslu á því sviði og það fyrr en varir. Q Þórdís B. Kristinsdóttir, I. 7,9. Gagnfræðapróf stóðust 132, 69 úr bóknámsdeild, 29 úr verzl unardeild og 34 úr verknáms- deild. Hæstu einkunn hlaut Hjördís Finnbogadóttir, I. ág. 9,15. Landspróf miðskóla þreyttu 75 nemendur. 55 stóðust og 39 náðu réttindaeinkunn. Hæstu meðaleinkunn (8,6) hlutu Bjarki Jón Bragason og Helga G. Hilmarsdóttir, sem bæði fengu bókaverðlaun frá bóka- verzluninni Bókval. Hæstu einkunn í skóla hlaut Hildur Gísladóttir, 2. bekk, I. ág. 9,24. H j ö r d í s Finnbogadóttir hreppti íslenzkubikar G. A. fyr- ir hæstu einkunn í íslenzku á gagnfræðaprófi, og auk hennar fékk Ragnheiður Þorsteinsdóttir bókaverðlaun fyrir frábæra kunnáttu í íslenzku. Hjördís Finnbogadóttir, Lára Ólafsdóttir og Ragnheiður Þorsteinsdóttir fengu bókaverðlau nfrá danska kennslumálaráðuneytinu fyrir kunnáttu í dönsku, og þær fengu einnig ásamt Guðrúnu Óðinsdóttur bókaverðlaun frá þýzka sendiráðinu í Reykjavík fyrir þýzkukunnáttu. Allar þess ar stúlkur voru í verzlunardeild 4. bekkjar. Lionsklúbburinn Huginn veitti bókaverðlaun fyr- ir hæstu einkunn pilts og stúlku í skrifstofugreinum, og tij þeirra unnu Lára Ólafsdóttir og Örn Pálsson. S * ? í : IL , ■ 1 ff I ■ f 1 & I •t FIMMTUGUR 2. JÚNÍ1972 Elfur tímans áfram streymir æviþráður sífellt spunninn. Nú í lífi eins af okkur upp er merkisdagur runninn. Fimmtugan ég halinn hylli heilsa kátur gömlum vini. Minningarnar til mín tala tengdar Þóri Valgeirssyni. Hann var strax á unga aldri einarður í leik og starfi, enda geymist enn í minni unglingurinn glaði, djarfi. Man ég líka æskuærslin, oft var leikið dátt og hlegið á vináttu okkar ennþá aldrei hefur fölskva slegið. Ungi sveinninn óx úr grasi ýmsir kannast nú við manninn, fastnaði sér fljóðið góða og flutti það svo heim í ranninn, áföðurgarðinn síðan sat hann sem og hæfði manni slyngum og í þjóðarbúið bráðum bætti tíu íslendingum. Af vinum sínum mikils metinn mannkosti er tel ég sanni og það að eiga geðið glaða er gulli betra hverjum manni. Kvæðin snjöllu, háttum hrönnuð heilla snótir jafnt sem drengi því ljóðagyðjan leikur við hann líkt og dís við hörpustrengi. Heill þér gamli, góði vinur gerast munu ennþá sögur. Ekki túlka ðhug minn hálfan hafa þessar fáu bögur. Hann er ræður öllu yfir anda bæði og fjörsins línu verndi þig og veginn greiði vaki yfir lífi þínu. A. St. Við skólaslit gáfu 40 ára gagn fræðingar skólanum malverk, sem Þorgeir Pálsson listmalar hafði gert af Árna Jónssym amtsbókaverði, en hann vai einn þeirra bekkjarsystkina oj. lengi kennari við G. A. Hanr lézt haustið 1970. 20 ára, 10 ár; og 5 ára gagnfræðingar gáfu fjárhæðir í hljóðfærasjóð tií kaupa á flygli handa skólanurr., (F réttatilkynning) RAÐSTEFNA UM FERÐAMÁL FJÓRÐUNGSSAMBAND Norð- lendinga og ferðamálafelögin á Norðurlandi efna til ráðstefnr um ferðamál, se mhaldin verð • ur laugardaginn 15. júlí ki. 1.3( e. h. í raungreinahúsi Mennta- skólans á Akureyri, Möðru- völlum. Á ráðstefnunni flytja fram- söguerindi: Brynjólfur Ingólfs ■ son, ráðuneytisstjóri, Björn Fric finnsson, framkvæmdastjori, og Jóhann Sigurjónsson, mtnnt; ■ skólakennari. Megin verkefni ráðstetnunr ar verða umræður um eflingt ferðamála á Norðurlanai og ferðamálaáætlun. Ráðstefnan er. opin öllun. áhugamönnum um ferðamal. (Fr éttatilkynning) NOKKUR MINNINGARORÐ UM Þorlák frá Reisíará ÞORLÁKUR HALLGRÍMS- SON fæddist að SyðrÍTReistará i Arnarneshreppi 27. maí 1885 og andaðist að Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar þann 22. júní, réttra 87 ára að aldri. Þorlákur missti föður sinn á unga aldri, en var þó það á legg kominn, að hann tók fljótlega við búsforráðum með móður sinni. Með henni bjó hann, þar til hann kvæntist dugnaðar og myndarkonu, Önnu Jóhanns- dóttur frá Nunnuhóli, árið 1918 og áttu þau hjón 2 börri, Árna og Hólmfríði. Þorlákur bjó aldrei neinu stórbúi að Syðri-Reistará, enda voru bú þá smærri, en nú er orðið. Búskapur hans auðkennd ist af einstakri natni og hirðu- semi, sem varð þess valdandi, að búrekstur hans bar sig betur en margra annarra. Voru honum falin mörg trún- aðarstörf innan sveitarinnar, sem ég ætla ekki að telja upp hér, en þau einkenndust af stakri trúmennsku og skyldu- rækni. Þorlákur brá búi vorið 1948 og fluttist til Akureyrar. Og veit ég að för hans frá Reistará til Akureyrar hefur verið hon- um erfið, þar sem hann var búinn að starfa öll sín mann- dómsár. Á Akureyri keypti hann íbúð í Brekkugötu 21, og bjó þar með konu sinni og mági, Aðal- steini. Nokkrum árum eftir komu sína til Akureyrar missti hann konu sína. Eftir það bjuggu þéir einir í íbúðinni mágarnir, þar til þeir fluttust inn í hina nýju viðbótarbyggingu Elliheimilis- ins. Þar undi Þorlákur vel hag sínum og var þakklátur allri aðhlynningu starfsfólksins. Hann var alla ævi heilsu- hraustur og var fáa daga ævinn ar rúmliggjandi. En snemma á þessu ári varð hann fyrir þvi áfalli að missa Þorgerði, dóttur • dóttur sína, afar efnilega stúlku, af slysförum út í Londcn, þa_* se mhún var við framhaldsnán-, í píanóleik. Mér er vel kunnugt, að hann tók þetta mjög nærr;. sér og bar ekki sitt barr eftiJ það. Fyrir mánuði síðan varð ham, svo að sjá á bak vinar sins Aðal- steins, sem hafði verið honun stoð og stytta við búreksturim áður og vinur og félagi fyrr oj síðar. Að lokum þessum fáu orður/t vil ég hafa yfir fjórar ljóðiínui' sem Bólu-Hjálmar orti urr. falL- inn vin. ,, I' Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köla. Ég kem á eftir, kannske í k /öi<. með klofinn hjálm og rofinn skjölc, Blessuð sé minning þessa mæta manns. Halldór frá Búlandi, u v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.