Dagur - 08.11.1972, Blaðsíða 7

Dagur - 08.11.1972, Blaðsíða 7
7 Akureyringar koma að marki - eftir tufiugu þúsund km sprett! Sömuleiðis eru fjölskyldur þær, (faðir, móðir og börn) sem til samans hafa synt 200 metr- ana oftar en 500 sinnum, beðn- ar að skila sínum miðum til sama manns og fyrir sama tíma, svo að hægt sé að fá ákveðið um verðlaun og viðurkenningu. Við fslendingar höfum lengi óskað eftir lengri tíma til sund- keppninnar; það voru 4 mánuð- ir (15. maí til 15. sept.). Nú voru það 7 mánuðir, og það er aftur of langur tími. Fimm mán uðir, maí—ept., væri sennilega ágætt fyrir alla keppendur. Fyrirkomulag keppninnar í ár var mjög erfitt í framkvæmd og hvergi nærri nógu öruggt um afrek einstaklinga í lauginni, og mun svo hafa reynzt hvarvetna, þar sem keppt var. Við svo viða mikla keppni verður að fjölga verulega starfsliði sundstað- anna. Það ætti líka að vera mögulegt, því að slík keppni eykur aðsóknina stórlega, og þá tekjurnar jafnframt. Akureyringar! Keppninni er lokið, en aðstaða okkar til sunds er áfram ágæt. Það meta margir, en mættu vera enn fleiri. Komið við í lauginni og sjáið, hvað hún er falleg í Ijósa- dýrð skammdegis, og finnið, hvað hún er hlý og góð, jafnvel á köldum vetri. Þann 7. nóv. 1972. Sundnefndin. - Landsmálaályktuii (Framhald af blaðsíðu 4) þess, er þeir færast milli at- vinnngreina, að flytja með sér áunnin lífeyrisréttindi. Þingið lítur svo á að stuðla beri að því að stjórn- arskrárnefnd sú, sem kjörin var á síðasta Alþingi ljúki störfum sem fyrst með því að semja frumvarp til nýrrar lýðveldisstjórnarskrár, þar sem meðal annars verði tek- ið fullt tillit til samþykkta fyrri kjördæmisþinga um breytingu kjördæmisskipun- arinnar og skiptingu lands- ins í stór umdæmi eða fylki með sjálfstæði í sérmálum. Bókama rkaðtirinn HEFST FIMMTUDAGINN 9. NÓVEMBER. Mikið af ódýrum og góðum bókum til sölu frá stóru útgáfufyrirtæki, auk margs annars. Áskrifendur að ritinu „Edda“ fá bækurnar með sérstökum kostakjörum. — Kynnið ykkur þessa skilmála. Ókeypis skrá yfir bækurnar geta þeir fengið sem óska eftir. Mörg úrvalsrit seld með góðum greiðsluskilmál- um. TAKIÐ EFTIR: Ný og falleg útgáfa af „Brazilíuförunum“ eftir Jóhann Magnús Bjarnason kemur út um næstu helgi. VERIÐ VELKOMIN. BÓKAVERZLUNíN EDDA HAFNARSTRÆTI 100, Akureyri. SÍMI 1-13-34. NÚ ER loksins lokið Norrænu sundkeppninni að þessu sinni. Frammistaða Akureyringa virð ist hafa verið með ágætum, eins og vænta mátti. Nákvæmum samanburði við aðra er ekki lokið, en nokkrar lokatölur eru fyrir hendi. í Sundlaug Akureyrar syntu alls 3407 bæjarbúar og um 600 utanbæjarmenn. Síðast, þegar keppt var, 1969, syntu hér 2483 Akureyringar, og um 500 aðrir. Nú var þessi 200 metra sprett ur syntur í S. A. 100733svar sinnum, og það verður um 9.2 sinnum á hvern íbúa í bænum. Samanlögð vegalengd yrði eftir því 20146.6 km, eða þó nokkrar ferðir umhverfis allt ísland! Nokkrir syntu 200 m sprett- inn oftar en 200 sinnum, og eru þeir beðnir að raða og skila sundmiðum sínum til sundlaug- arstjóra fyrir 12. þ. m. GÓÐAR VÖRUR GOTT VERÐ S AFARI SKÓR N Ý J A R G E R Ð I R . SÍMI 21400 SKÓDEILD Frá Bæjarsfjórn Akureyrar (Framhald af blaðsíðu 8) t. d. í formi húsnæðis og skrif- stofuaðstoðar. Þegar hafa valizt til þátttöku borgirnar Esberg, Tammerfors, Stavanger og Öre- bro. Bæjarráð leggur til, að Akur- eyrarbær þiggi boð um þátt- töku í rannsókn þessari. Umferðarnefnd. Gunnar H. Jóhannesson, verk fræðingur umferðarnefndar, gerði grein fyrir umferðartaln- ingu, er gerð var í september ALLIR VEGIR FÆRIR Á Völ ohi i na SNJÓBÖRÐUM VÉLADEILD KEA sl. á ýmsum gatnamótum í bæn um. Meðalumferð frá hádegi til kvölds á einstökum götum er sem hér segir: 1. Skipagötu/ Kaupvangsstr. 650 pr. klst. 2. Glerárgötu/ Strandgötu 680 pr. klst. 3. Glerárgötu/ Þórunnarstr. 750 pr. klst. 4. Glerárgötu/ Tryggvabraut 725 pr. klst. 5. Þórunnarstr./ Þingvallastr. 425 pr. klst. Umferð sagði verkfræðingur- inn vera jafnasta á gatnamótum 1 og 2 og einnig að gatnamót 3 og' 4 þyldu meiri umferð en hin gatnamótin. Með hliðsjón af umsögn verk- fræðingsins, samþykkir nefnd- in að umferðarljós þau, sem bæjarstjórnin samþykkti að koma upp, verði sett upp á gatnamótum Glerárgötu/Strand götu og Skipagötu/Kaupvangs- stræti. □ Nýir ávexfir EPLI ungversk EPLI frönsk APPELSÍNUR KLEMENTÍNUR SATSUMAT MELÓNUR VÍNBER BANANAR KJÖRBÚÐIR TILKYNNING Að gefnu tilefni er tilgangslaust að hringja heim til mín vegna viðskipta við Sparisjóð Glæsibæjarhrepps. INGÓLFUR GUNNARSSON. Sfarfssfúfka óskasf Stórutjarnarskóli óskar að ráða stúlku til ræst- inga og húshjálpar. Nánari upplýsingar gefur Viktor A. Guðlaugs- son, skólastjóri. — Sími um Fosshól. Almennur stj órnmálafundur verður haldinn í félagsheimilinu Húsavík, föstudaginn 10. nóv. kl. 9 e h. Einar Ágústsson Ingvar Gíslason Stefán Valgeirsson RÆÐUMENN: EINAR ÁGÚSTSSON utanríkisráðherra INGVAR GÍSLASON alþingismaður Stefán Valgeirsson alþingismaður FRAMSÓKNARFLOKKURINN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.