Dagur - 22.11.1972, Qupperneq 2
8
Við skákborðin á Hótel KEA.
(Ljósm.: V. St.)
LOKIÐ er sex umferðum í
Haustmóti Skákfélags Akureyr
ar. í meistaraflokki er Júlíus
Bogason efstur meS 51-2 vinn-
ing, í öðru og þriðja sæti eru
þeir Hrafn Arnarson og Guð-
mundur Búason með 414 vinn-
ing.
i í I. flokki er Bjarki Bragason
efstur með 6 vinninga, í öðru
sæti er Jóhann Sigurðsson með
4 vinninga og eina skák óteflda
og í þriðja sæti er Ævar Ragn-
arsson með 314 vinning og eina
skák óteflda.
Keppni er lokið í unglinga-
flokki. Þar sigraði Árni Jósteins
son, hlaut hann 1014 vinning, í
öðru sæti varð Albert Ragnars-
son með 10 vinninga og í þriðja
sæti varð Baldvin Þorláksson
með 9 vinninga.
Skáksveit Utvegsbankans í
Reykjavík kom til Akureyrar
um síðastliðna helgi og keppti
við Skákfélag Akureyrar. Kapp
FENGU HÁLFAN
SKAÐANN
LOKIÐ er nú málaferlum, sem
staðið hafa undanfarin ár vegna
skemmda sem urðu á bryggj-
unni í Hrísey er Goðafoss gróf
undan henni árið 1967, með
þeim afleiðingum, að sandur
rann úr uppfyllingu í bryggju-
haus.
Málinu lyktaði á þá lund, að
tjónið fékkst bætt að hálfu
þannig að Eimskipafélaginu var
gert að greiða Hríseyjarhreppi
rúmar 700 þúsund krónur í
skaðabætur. Hæstiréttur taldi í
dómi sínum, að hafnaryfirvöld
hefðu vanrækt að hafa tiltækar
glöggar skýrslur um dýpi í höfn
inni og sjá um, að skipum, sem
þangað sigldu væri nægilega
leiðbeint um aðstæður. Q
skákir á 10 borðum fóru fram á
laugardaginn og lauk þeim með
sigfi Akú'réýrlriga, 6 vinningum
gegn 4. Á sunnudaginn fór fram
hraðskákkeppni milli sömu
aðila á 10 borð.um: og sigruðu
SAGA og sögusvið frumkristn-
innar hefur fró fornu fari búið
yfir því kyrrláta seiðmagni,
sem naumast á sér nokkra hlið-
stæðu í annálum mannkynsins.
Nöfn og atburðir þessara fjar-
lægu helgislóða hafa svifið yfir
vöggum sextíu kynslóða og orð-
ið þeim í miklu ríkari mæli en
frá verði greint sú staðreynd úr
heimi barnshugans, sem lengst
hefur staðið af sér ævistorma
og efasemdir.
í fylgd með Jesú er nafnið á
nýrri bók, sem kömin er út hjá
Almenna bókafélaginu, en eins
og segir í undirtitli hefur hún
að geyma „leiðsögn um Nýja
testamentið í máli og mynd-
um“. Bókin er í stóru broti, en
myndir eru um það bil 180 tals-
ins, flestar í mörgum litum, og
eru þar á meðal 87 heilsíðulit-
myndir. Hefur brezkur ritstjóri,
David Alexander, valið mynd-
irnar og sett við. þær skýringar,
en sr. Magnús Guðjónsson hef-
ur snúið texta hans á íslenzku.
Þá má sérstaklega geta þess, að
tilvitnanir í þrjú fyrstu guð-
spjöllin og Postulasöguna eru
sóttar í nýja og óprentaða
biblíuþýðingu Hins íslenzka
biblíufélags, og mun mörgum
þykja forvitnilegt að kynnast
þeim.
í inngangsorðum, sem herra
biskupinn, dr. Sigurbjörn Ein-
arsson, hefur skrifað lætur
hann svo um mælt, að hér sé
komin út „fögur bók og hand-
Akureyringar þar einnig, hlutu
12814 vinning gegn 71%. Meðal
liðsmanna Útvegsbankans voru
þeir Björn Þorsteinsson, Gunn-
ar Gunnarsson og Bragi Björns
son. Q
hæg, sem er vel til þess fallin
að örva menn við lestur Nýja
testamentisins. Þær skýringar,
sem myndunum fylgja, og hinar
beinu tilvitnanir, miða að því,
að þau spor á ferli mannkyns,
sem hafa orðið öðrum dýpri og
áhrifameiri, verði skýrari í
huga lesandans, hin helga saga
verði nálægari staðreynd, bæði
sem atburðarás í mannheimi
liðins tíma og sem veruleiki
eilífs uppruna og gildis.“ Mic-
hael Green háskólakennari í
Nottingham, áréttar í öðrum
formála það markmið bókar-
innar „að gæða raunveruleik-
ann lífi“, og kveður myndirnar
valdar með það í huga. „Mynd-
in af gröfinni frá fyrstu öld
ásamt steininum fræðir okkur
og snertir meira en mynd af
kirkjunni, sem samkvæmt erfi-
kenningunni er reist þar, sem
Jesús var grafinn. Mynd róm-
verska steinblaðsins, þar sem
Jesús stóð ákærður frammi fyr-
ir Pílatusi, hefur verið álitin
heppilegri í þessum sérstaka til-
gangi heldur en t. d. mynd, sem
sýnir okkur staði krossgöng-
unnar.“
í fylgd með Jesú er mjög
vönduð bók að öllum frógangi,
enda óvenjufögur eins og efni
hennar hæfir. Prentstofa G.
Benediktssonar hefur sett text-
ann, en að öðru leyti er bókin
gerð í Bretlandi og kemur hún
út á Norðurlöndum öllum og
víðar á þessu hausti. □
I fylgd með Jesú
DYRAVERND
M. Þ. skrifar eftirfarandi:
• Mér hefur verið tjáð, að ýmsu
í sambandi við dýrin, sé ábóta-
vant hér á Akureyri. Kanínur
eru víða og sæta misjafnri að-
búð. Kona á Oddeyri hefur
horft á drengi henda þeim á
milli sín og hrekkja þær á ýmsa
vegu. Og ekki eru þær allar vel
haldnar hvað fóðrun snertir. Á
meðan ég var í sveit átti ég og
börnin mín þessar meinlausu
skepnur, sem voru okkur til
ánægju. En þeim var látið líða
éins vel og hægt var, og voru
ekki lokaðar í kassa. Fullorðið
fólk á ekki að leyfa börnum sín-
,um að eiga dýr nema að fyllstu
tillitssemi sé gætt í meðferð
þeirra. Dýrin hafa sínar tilfinn-
ingar, eins og fólkið. Nú er víst
ekkert dýraverndunarfélag til í
bænum. Þar er þó verkefni, sem
vert væri að sinna. Fyrirgefðu
svo hrafnasparkið. Þakka þér
fyrir Dag. Guð launar fyrir
hrafninn og kannski líka fyrir
mig.
GÓÐAR MJÓLKURUMBÚÐIR
Eiríkur Sveinsson, háls-, nef-
og eyrnalæknir, sem hér er
byrjaður að starfa sem sérfræð-
ingur, leit á mánudaginn inn á
skrifstofur Dags. Hann sagði:
Ég er sérstaklega ánægður
yfir því, að Mjólkursamlag
KEA skipti á mjólkurumbúðum
á þann veg, sem raun ber vitni
og tók þær beztu mjólkurum-
búðir, sem völ er á, Tetrapack,
sem ég er vanur frá Svíþjóð.
Þessar umbúðir eru sérstaklega
snyrtilegar svo að þær sóma sér
vel á borði, í staðinn fyrir
mjólkurkönnur. Þær eru einnig
sterkar og svo þægilegar, að
jafnvel börnin handleika þær
án slysa og þær leka ekki, og
ennfremur rúmast þær mjög
vel í kæliskápnum. Ég hef
hvergi séð, að fólk væri að
þakka þessar ágætu umbúðir,
en grunur minn er sá, að ekki
myndi kyrrt liggja, ef að eitt-
hvað verr hefði til tekizt. □
Grásleppuhrcgnin 9.381 tunna
f ÁR framleiddu 224 saltendur
grásleppuhrogn til útflutnings,
og í ár var flutt út 9.381 tunna
af þessa árs framleiðslu og 332
tunnur af framleiðslu ársins
1971. Á sl. ári reyndust 306 salt-
endur hafa framleitt grásleppu-
hrogn til útflutnings og þá voru
alls fluttar út 11.244 tunnur. Er
nú ljóst að árið 1972 er hið
fjórða í röðinni að því er við-
víkur framleiðslu og útflutningi
saltaðra grásleppuhrogna.
í fréttabréfi Fiskmats ríkisins
skrifar Jón Þ. Ólafsson um grá-
sleppuútflutninginn og segir
þar að telja megi víst að öll
hrogn af framleiðslu ársins 1972
séu nú farin úr landi. Ástæðuna
fyrir minni framleiðslu og út-
flutningi nú en í fyrra segir
hann fyrst og fremst vera þá, að
V.-Þjóðverjar, er hér hafa
keypt um og yfir 50% af heildar
útflutningi landsins, heldu að
sér höndum og keyptu engin
hrogn fyrr en kornið var undir
lok veiðitímabilsins. Þar eð vit-
að var í upphafi veiðanna að
V.-Þjóðverjar væru mjög tregir
til hrognakaupa héðan í ár, að
því er sagt var vegna hækkunar
er nam 15 Bandaríkjadölum á
hverja tunnu, og eins af því að
óvenjulega miklar birgðir voru
í þarlendum verksmiðjum. frá
fyrra ári, varð þetta til þess að
margir lögðu ekki út í hrogn-
kelsaútgerð vegna hins ótrygga
markaðsástands.
Þá kemur fram í gréin Jóns,
að við útflutningsffiát. oj* gerla-
rannsóknir á árinu hafi' 50
tunnur verið dæmdar frá vegna
meintra skemmda. Svo og segir
hann, að til þessa hafi 43 tunn-
um af framleiðslu ársins 1972
verið hafnað af erlendum kaup-
endum vegna meintra
skemmda. Q
Skip Lðndhelgisgæslunnar
í UMRÆÐUM á Alþingi, þegar
Ólafur Jóhannesson forsætisráð
herra flutti tillögu til þings-
ályktunar um eflingu Landhelg-
isgæzlunnar, kom meðal annars
þetta fram um núverandi skipa-
kost hennar:
Yngsta og stærsta skipið er
Ægir, sem byggður er 1968, 927
brúttórúmlestir og með 19
mílna ganghraða. Óðinn, byggð-
ur 1969, 882 brúttórúmlestir og
talinn hafa 18 mílna ganghraða.
í þriðja lagi er svo Þór, byggð-
ur 1951, 693 brúttósmálestir og
með 17 mílna ganghraða, en þar
við er þá þess að geta, að á Þór
hefur farið fram gagngerð við-
gerð á sl. sumri, sem hann er
nýkominn úr, eins og menn
vita. Svo er það fjórða, Árvak-
ur, byggður 1962, 381 brúttó-
rúmlest og ganghraði talinn 13
mílur. Albert, byggður 1957,
201 brúttórúmlest, ganghraði
talinn 12 mílur. Svo er leigu-
skipið Týr, sem keypt er 1952
og er 631 brúttórúmlest og talið
hafa ganghraða 14 sjómílur. □
Iþróttakennarar Akureyri
Munið fræðslufundinn, sem hefst í íþróttahús-
inu við Laugargötu kl. 9 f. h. á föstudaginn, 24.
nóvember.
Á fundinum mæta: Þorsteinn Einarsson íþrótta-
fulltrúi, Guðmundur Harðarson sundþjálfari og
dr. Ingimar Jónsson.
ÍÞRÓTTAFULLTRtJI.
Nú er rétti tíminn til að
sauma
Höfum kjólaefni í tugatali, kápuefni, buxnatere-
line, bómularsatín, nylonvelur, náttfataflónel,
einlitt og smáköflótt tereline dúkadamask 160 cm
br., sængurveradamask hvítt og mislitt, lakaefni
hvítt og litað.
SÍMI 1-28-52.