Dagur - 06.12.1972, Síða 1
Nú harðnar í ári í
UPPLYSINGAR Björns Brynj-
ólfssonar hjá Vegagerðinni í
gær voru svohljóðandi:
Ástandið er bölvað, snjór og
meiri snjór, hríð og á sumum
stöðum stórhríð, svo að erfitt er
að halda vegum opnum fyrir
bifreiðaumferð.
Við opnuðum leiðina til Húsa
víkur í gærkveldi, en sú leið
var orðin mjög erfið, einkum
vegna mikilla snjóa í Dals-
mynni, Ljósavatnsskarði og
Kinn, og sjálfsagt er allt orðið
ófært í dag. Þá var í gær opn-
aður Dalvíkurvegur og var það
auðvelt. Sá vegur er enn fær í
dag, enda tveir heflar væntan-
legir þaðan í dag og munu þeir
lagfæra eftir þörfum. Ætlunin
var að hreinsa Múlaveginn í
dag, en hætt var við það vegna
óveðurs.
í dag er verið að hiálpa bílum
yfir Oxnadalsheiði, en yfir hana
fóru síðast bílar á laugardaginn.
Sitja fyrir svörum
BÆJARFULLTRÚAR Fram-
sóknar sitja fyrir svörum í fé-
lagsheimilinu, Hafnarstræti 90,
klukkan 5—7 í dag, miðviku-
dag. □
Við byrjuðum að moka með ýtu
í gær og opnuðum veginn að
Bakkaseli, en ýtumenn héldu
svo til baka niður að Engimýri.
í morgun var svo sendur hefill
vestur. Eru nú þessi tæki notuð
til að komast vestur yfir heið-
ina, en fyrir heiðina, en fyrir
hádegi kom hefill að vestan, að
Sesseljubúð. Reynt var að safna
bílum saman til þess að þeir
yrðu sem mest samferða. Síðan
munu snjómoksturstækin bíða
vestur á heiði eitthvað fram-
eftir deginum og aðstoða eftir
þörfum bíla, sem að vestan
koma og eru á leið hingað. Q
Hrafnagilsskóli á Reykáreyrum.
(Ljósm.: E. D.)
Nýtt menntasetur á Hrafnagili
ÞRJÚ menntasetur, hin fyrstu,
sem byggð eru samkvæmt nýj-
um skólakostnaðarlögum, eru í
byggingu og þegar tekin í notk-
un. Þau eru á Hrafnagili í Eyja-
firði, Stórutjörnum í Ljósavatns
skarði og Hafralæk í Aðaldal,
S.-Þing.
Á sunnudaginn fór fram
vígsla fyrsta áfanga Hrafnagils-
skólans að viðstöddu fjölmenni.
FRA LÖGREGLUNNIÁ AIÍUREYRI
NÚ MUN jólabaksturinn fram-
undan, og einhverjir óþekktir
fóru í eggjatínslu um helgina.
Komu þeir í Grænhól og
Blómsturvelli, þar sem hænur
verpa, brutust inn og stálu eggj
um, m. a. tíu kílóum í Grænhól.
Þá stal einhver eða einhverjix
1,5x4 tommu plönkum frá Kon-
ráði Árnasyni á Oseyri, og er
timbur þetta allmikils virði.
Þjófarnir hafa ekki enn náðzt,
hvorki eggja- eða timburþjófar.
Um síðustu helgi gistu 16 í
húsakynnum lögreglunnar, og
er af sem áður var þegar fanga-
geymslur stóðu mannlausar
mánuðum saman að kalla mátti
og þeirra virtist lítil þörf. □
Byggingaframkvæmdir við
skólann hófust í júní 1969 og
hefur verið unnið látlaust síðan,
undir stjórn Sveins Jónssonar
byggingameistara frá Kálfs-
skinni. Fyrsta áfanga fram-
kvæmda er lokið, og er í honum
heimavist fyrir 80 nemendur og
mötuneytisaðstaða fyrir allt að
200 nemendur, tvær kénnara-
íbúðir, ein einstaklingsíbúð,
ráðskonuíbúð og íbúð fyrir
starfsstúlkur og er þetta allt
undir sama þaki. Þá hafa í sér-
stöku húsi verið byggðar 5
kennslustofur fyrir 130 nemend
ur, en að auki er þar vinnu-
aðstaða og rannsóknarstofa fyr-
ir eðlisfræðikennslu.
Stærð heimavistarhússins er
920 fermetrar eða 6670 rúm-
metrar, en stærð kennsluhús-
næðisins er 631 ferm. eða 2335
rúmmetrar. Samtals eru þetta
9005 rúmmetrar.
Tvær bækur effir Erling Davíðsscn rifstjóra
SVOHLJÓÐANDI fréttatil-
kynning hefur blaðinu borizt
frá bókaútgáfunni Skjaldborg
s.f. á Akureyri:
JÓI NORSKI.
„Þessa dagana eru að koma í
bókabúðir tvær bækur eítir
Erling Davíðsson ritstjóra Dags
á Akureyri. Heita þær Jói
norski — á selveiðum með Norð
mönnum, og Aldnir hafa orðið.
Það er bókaútgáfan Fagra-
hlíð (Jóhannes Óli Sæmunds-
son), sem gefur út bókina Jóa
norska, en þar er um að ræða
frásagnir Jóhanns Daníels Bald
vinssonar vélstjóra á Skaga-
strönd, en hann fór sextán sel-
veiðiferðir á norskum selföng-
urum víða um norðlæg höf og
lenti þar í mörgum ævintýrum,
en einnig í landi. Frásagnir Jó-
hanns eru tæpitungulausar og
meðferð höfundar á þann veg,
að bókin er í senn skemmtileg
og fróðleg.
ALDNIR HAFA ORÐÍÐ.
Síðari bókin heitir Aldnir
hafa orðið og er fyrsta bók
Skjaldborgar í nýjum bókar-
flokki. Mestan hluta bókarinn-
ar hefur Erlingur Davíðsson
skráð, samkvæmt viðtölum við
sjö kunna Akureyringa. En þeir
eru: Sesselja Eldjárn, Kristján
Nói Kristjánsson bátasmiður,
Jón Rögnvaldsson frá Fífilgerði,
Sæmundur G. Jóhannesson rit-
stjóri, Ólafur Tryggvason frá
Hamraborgum, Guðmundur
Blöndal fulltrúi skattstjóra og
Ragnheiður O. Björnsson kaup-
kona. Segir í bókinni frá ævi-
atriðum viðmælenda, umhverfi,
störfum og hugarheimi á fyrri
skeiðum ævi þeirra. Hefur mjög
verið spurt um þessa bók, eftir
að það v'arð kunnugt, að hennar
væri von og einnig um Jóa
norska, sem kaflar voru lesnir
úr í útvarpi í sumar.
í bókinni Aldnir hafa orðið,
fer saman frásagnagleði viðmæl
endanna, sem allir hafa frá
mörgu og mjög ólíku að segja,
og landskunn efnismeðferð höf-
undar í viðtölum við fólk úr
öllum stéttum þjóðfélagsins.“
HAFA
A AfXVBW M m»
Myndin e>r af bókarkápum þessara bóka.
Kostnaður við þessar bygg-
ingar er, ásamt vatnsveitu, hita-
veitu og lóðarframkvæmdum,
78 milljónir króna. Þar af greið-
ir ríkið 65%.
Að skólabyggingunni standa
fjórir hreppar: Hrafnagilshrepp
ur, Saurbæjarhreppur, Önguls-
staðahreppur og Svalbarðs-
strandarhreppur. Skólinn er hit
aður með laugarvatni, sem þó
er naumast nægilega heitt í
miklum frostum og var kyndi-
stöð byggð til að skerpa hitann
þegar kaldast er. Borað var eft-
ir heitu vatni án árangurs, en
laugar voru þar áður;
Hrafnagilsskóli tók til starfa
20. október 1971. Nemendur
skólans eru 90 talsins, 52 piltar
og 38 stúlkur, allir í heimavist
en fara heim um helgar og
dvelja þar þrjár nætur. Skólinn
er þriggja vetra skóli eftir
barnapróf. Skólastjóri er Sig-
urður Aðalgeirsson. Með hon-
um starfa bessir kennarar:
Stefán Aðalsteinsson, Angantýr
Hjálmarsson, Gunnar Jónsson,
Emelía Baldursdóttir og Hanna
Salómonsdóttir. auk tveggja
stundakennara. Ráðskona er
Svandís Hannesdóttir.
Vígsluathöfn skólans hófst á
þriðja tímanum á sunnudaginn.
Jón Hjálmarsson ritari bygg-
inganefndar bauð gesti vel-
komna og stjórnaði samkom-
unni, séra Bjartmar Kristjáns-
son flutti hugvekju, telpnakor
söng undir stjórn frú Sigríðar
Schiöth og stjórnaði hún einnig
almennum söng. Þá flutti Krist-
inn Sigmundsson, sem er for-
maður bygginganefndar, ræðu,
Magnús Torfi Olafsson mennta-
málaráðherra flutti ávarp, enn-
fremur Jón Heiðar Kristinsson
formaður skólanefndar og að
lokum Sigurður Aðalgeirsson
skólastjóri,
Eftir þetta skoðuðu gestir
skólahúsin en síðan var öllum
boðið til kaffidrykkju í Laugar-
borg. Þar lýsti Sveinn Jónsson
byggingum' en Hreinn Ketils-
son gjaldkeri bygginganefndar
fjármálum stofnunarinnar. Aðr-
ir, sem þarna tóku til máls,
voru alþingismennirnar Stefán
Valgeirsson og Magnús Jóns-
son, Edda Eiríksdúttir, Laufey
Sigurðardóttir, Guðmundur Þór
Pálsson, Helgi Elíasson, Sigríð-
ur Einarsdóttir, sem tilkynnti
gjöf f-rá Kvenfélagasambandinu,
Angantýr Hjálmarsson, er fyrir
hönd kennara færði skólanum
Gullna hliðið og íslandsklukk-
una á segulböndum, Sigurður
Jósefsson og að síðustu Sigurð-
ur Aðalgeirsson skólastjóri.
Hrafnagilsskóli á Reykár-
grundum er að verða myndar-
legt skólasetur. Hús öll virðast
vönduð, björt, rúmgóð og hlý.
Þar vantar sundlaug og fim-
leikasal og sitthvað fleira, en
þar er nú þegar sú aðstaða kom
in, er veitt getur dreifbýlisfólki
á nokkru svæði hina dýrmætu
fræðslu og hamlað á móti því
misrétti til menntunar, sem enn
ríkir í landinu.
Til hamingju með myndarleg-
an áfanga af menntasetrinu
nýja á Hrafnagili. □
Sigurður Aðalgeirsson,
skólastjóri.
Kristinn Sigmundsson,
Coruiaóur bygginganefndar.