Dagur - 13.12.1972, Blaðsíða 5
4
5
Éty:' 1 1 .......... —
FERÐIN FRÁ BREKKU ÞRIÐJA BINDI
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERUNGUR DAVÉÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prcntverk Odds Björnssonar hi.
Að velja og hafna
í efnahagsmálum
EFNAHAGSMÁLIN eru tíðasta um
ræðuefnið í sunnanblöðum. Ríkis-
stjórnin hefur aldrei dregið dul á
vanda efnahagsmála. Verðbólguþró-
unin er of mikil þótt hún sé helm-
ingi minni en undir viðreisn. Þorsk-
aflinn mun minni en reiknað var
með, og í kaupgjaldsmálum var farið
á fremstu nöf. Svonefnd valkosta-
nefnd, þ. e. nefnd manna til að
kanna til hlýtar efnahagsmálin, eins
og þau nú eru og gera tillögur um
leiðir, hefur fyrir skömmu skilað
áliti. Samkvæmt frásögn Tímans á
sunnudaginn hefur nefndin gert
þrjár megin tillögur.
í fyrsta lagi: Millifærsla fjár til at-
vinnuveganna með óbeinum skött-
um.
í öðru lagi: Niðurfærsla kaup-
gjalds og verðlags.
í þriðja lagi: Gengislækkun.
Valkostanefndin gengur út frá því
í öllum þessum tillögum, að verð-
hækkunaráhrif efnahagsaðgerðanna
komi ekki til framkvæmda í kaup-
greiðsluvísitölu.
Ríkisstjómin mun nú athuga til-
lögugerð valkostanefndar og taka
sínar ákvarðanir. Stjómarandstæð-
ingar munu hins vegar eftir megni
sverta hverja þá leið fyrirfram og
eftirá, sem farin verður.
Þeir menn, sem mesta ábyrgð bám
á hinni hörmulegu viðreisnarstjóm,
tala nú eins og þeir hafi hvítþvegnar
hendur í íslenzkum stjómmálum,
eða hafi þar eitthvað til bmnns að
bera. Sjálfir stjómuðu }>eir landinu
á þann veg, að hér var mestur verk-
fallatími sem þekktist í heiminum,
fólk flutti þúsundum saman til út-
landa í atvinnuleit vegna atvinnu-
skorts og vonleysis á úrræði íslenzkra
stjómvalda. Helzta úrræði þeirra
voru fjórar gengisfellingar og óða-
verðbólga. Þeir höfðust ekki að í
vamarmálunum, stungu öllum til-
lögum til útfærslu landhelginnar
undir stól í tólf ár, togaraflotinn var
látinn grotna niður og engin ríkis-
stjóm hefur skilið eftir sig fleiri eða
stærri vanskilavíxla en viðreisnar-
stjórnin sáluga.
Nú er þess að vænta, að stjómar-
flokkamir á Álþingi finni sanngjam
ar og færar leiðir til að ná því nauð-
synlega jafnvægi, sem beðið er eftir.
Að sjálfsögðu verður reynt að skerða
sem minnst þau góðu lífskjör
almennings, sem nú eru, og er til
þess ætlast af þessari ríkisstjóm. □
3. bindi, niinningar eftir
Snorra Sigfússon, 208 bls.
Útgefandi Iðunn.
ÚT ER komið þriðja og síðasta
bindi af minningum Snorra Sig-
fússonar. Fjallar þetta bindi
mest um skólastjórn Snorra á
Akuréyri og námsstjórn hans
norðanlands.
Ég var einn í kennarahópn-
Um, sem starfaði með Snorra
við Barnaskóla Akureyrar.
Snorri er einstakur maður ekki
aðeins fyrir eldheitan áhuga á
góðum málefnum, heldur einn-
ig’ í',því að sameina menn til
átaka. Og engum öðrum manni
• hef ég lært mikið af í kennslu-
starfi.*
Það er efalaust rétt, sem
Snorri segir í bókinni, að kenn-
arafundirnir í barnaskólanum
áttu sinn mikla þátt í því að
sameina kennaraliðið og eggja
það til starfa. Á þann hátt tókst
honUm að lyfta skólanum og
taka upp margar nýjungar.
Ekki verða þær nýjungar
nefndar hér í þessari umgetn-
ingu, þótt af nógu sé að taka.
Þó má rétt geta um bætta að-
stöðu við lestrarkennslu, bóka-
söfnin, ljóslækningarnar, mjólk
ur- og lýsisgjafir o. fl.
í öðrum kafla bókarinnar
segir Snorri frá síldarmatsstörf-
um, sem hann stundaði í mörg
ár á sumrin, fyrst á ísafirði og
síðar á Siglufirði. Og í því starfi
ávann hann sér mikið traust
eins og í skólastörfunum.
í þriðja þættinum eru kaflar
úr bæjarlífinu. Er þar skýrt frá
mörgum Akureyringum og
ýmsum málefnum, sem Snorri
tók þátt í. Má af því nefna
byggingu Skíðastaða og Sund-
laugar bæjarins. Er þar bráð-
skemmtilegur þáttur um boð-
sund, sem haldið var til að afla
fjár til sundlaugarinnar. Við
sama tækifæri fór fram reiptog
yfir sundlaugina, sem lauk á
skemmtilegan hátt. Ég vil ekki
uppljóstra meiru um þessi
atriði, svo að það dragi úr
ánægjunni af að lesa bókina. í
- Bækur frá B. 0. B.
(Framhald af blaðsíðu 1)
unga lesendur, þótt fyrirferðin
sé ekki mikil.
Og í þessum skrifuðum orð-
um kemur bókarpakki inn á
skrifborðið og eru þar enn bæk-
ur frá Bókaforlagi Odds Björns-
sonar.
Fyrsta bókin, sem augum
leit úr þeim pakka er eftir
Frank G. Slaughter og heitir
Síðasta augnablikið. Þar er enn
á ferðinni þekktur og mjög les-
inn höfundur og er þetta, eins
og stendur á kápusíðu: Ný,
spennandi skáldsaga eftir höf-
und bókanna Eiginkonur lækn-
anna og Hættuleg aðgerð. En
bókin er hátt í 300 blaðsíður og
verður eflaust mörgum dægra-
dvöl um jólin.
Næsta bók, Ört rennur æsku-
blóð, er eftir Guðjón Sveinsson,
en eftir hann hafa áður komið
bækurnar Njósnir að næturþeli,
Ógnir Einidals, Leyndardómur
Lundeyja og Svarti skugginn.
Bókin er ætluð unglingum og
æskufólki.
Þá er hér enn bók eftir
Magneu frá Kleifum og heitir
hún Hanna María og pabbi, rúm
ar 120 síður. Höfundurinn er
löngu kunnur og á stóran les-
endahóp.
Sumar í sveit heitir nýútkom-
in saga eftir Jennu og Hreiðar
Stefánsson, endurprentuð, og
þarf hvorki að kynna nánar
bókina eða höfunda hennar. Q
þessum kafla er einnig sagt frá
sönglífinu í bænum.
Þá er skýrt frá þátttöku
Snorra í ýmsum félagsmálum,
einkum í sambandi við skóla-
og uppeldismál. Þar er sagt frá
Kennarafélagi Eyjafjarðar, sem
hann stofnaði og var hann for-
maður þess, meðan hann átti
heima á Akureyri. Þar er einn-
ig sagt frá Sambandi norð-
lenzkra kennara og kennara-
námskeiðum, sem þessi samtök
gengust fyrir. Þessi námskeið
voru örugglega mikilvæg og
hjálpuðu kennurum í starfi.
Síðasti kafli bókarinnar heitir
„Á faraldsfæti“. Segir Snorri
þar frá ferðalögum sínum um
landið, þegar hann var náms-
stjóri. Er þar skýrt frá nokkr-
um svaðilförum í norðlenzkri
vetrarveðráttu og ýmsum
spaugilegum viðburðum á þess-
um ferðum.
Þessi minningabók segir frá
merkilegum manni og miklu
ævistarfi.
í Ferðinni frá Brekku eru
margar myndir, sem prýða
hana og auka gildi hennar.
Kápumyjid er af Akureyri, út-
sýn yfir bæinn frá barnaskól-
anum með Eyjafjörðinn og
Kaldbak í baksýn. Útgáfa bók-
arinnar er vönduð.
Aðfararorð ritar Andrés
Kristjánsson, en Snorri tileink-
ar bókina skólabörnunum á
Akureyri 1930—1947.
Hefur Snorri Sigfússon hér
með lokið því afreksverki að
rita minningar sínar í þremur
bindum á níræðisaldri.
. ‘Eiríkur Sigurðsson.
Eitt og annað frá bæjarstjórn —
SAMBANDSFRÉTTIR
Kaupfélagsstjórafundurinn 1972
Hinn árlegi kaupfélagsstjóra-
fundur var að þessu sinni hald-
inn að Hótel Sögu í Reykjavík
24. og 25. nóv. sl. Sóttu hann
kaupfélagsstjórar flestra Sam-
bandsfélaganna, svo og fram-
kvæmdastjórn og allmargir
starfsmehn Sambandsins.
Fyrri fundardaginn flutti Er-
lendur Einarsson forstjóri yfir-
litserindi um rekstur og hag
Sambandsins. Einnig ávarpaði
Halldór E. Sigurðsson fjármála-
ráðherra fundinn og svaraði
mörgum fyrirspurnum fundar-
manna. Loks flutti Sigurður
Markússon framkvæmdastjóri
erindi um mánaðarleg uppgjör
fyrir kaupfélögin.
Síðari fundardaginn flutti Vil
hjálmur Jónsson framkvæmda-
stjóri erindi um olíuverzlun
samvinnumanna, og Kristleifur
Jónsson bankastjóri ræddi um
Samvinnubankann, starfsemi
hans og þróun. Þá voru einnig
á dagskrá mál frá landsfjórð-
ungafundum kaupfélagsstjóra
og skýrsla frá Markaðsráði, auk
þess sem fjöldamargar fyrir-
spurnir bárust og umræður
urðu um ýmsa þætti í rekstri
Sambandsins og kaupfélaganna.
í yfirlitserindi Erlendar Ein-
arssonar kom það m. a. fram,
að fjárfestingar Sambandsins
fyrstu níu mánuði þessa árs
nema 94.7 millj. kr. Stærstu lið-
irnir eru fjárfestingar í Ullar-
verksmiðjunni Gefjun 38.5
millj., í Fataverksmiðjunni
Heklu 15.2 millj. og í Kjötiðn-
aðarstöðinni 22.2 millj. í nýju
fóðurblöndunarstöðinni við
Sundahöfn hefur á þessu tíma-
bili verið fjárfest fyrir 3.7 millj.
Það kom eínnig fram í erindi
forstjóra, að afkomuhorfur Sam
badsins eru lakari á þessu ári
en hinu síðasta. Að vísu nemur
meðaltals veltuaukning í öllum
deildum 12%, en kostnaðar-
aukning er stórum meiri, sér-
staklega í launum. Nefndi hann
sem dæmi, að meðaltalshækkun
á .starfsmann úr hópi mánaðar-
kaupsfólks væri 27.6%.
Fundur um búvélasölu.
Hinn 23. nóv. var haldinn í
Reykjavík fundur um búvéla-
sölu með fulltrúum kaupfélag-
anna og starfsmönnum Véla-
deildar. Tókst fundurinn vel, en
hann sóttu um 30 manns.
Á fundinum gaf Jón Þór Jó-
hannsson framkvæmdastjóri m.
a. þær upplýsingar, að sala Bú-
véladeildar það sem af væri ár-
inu hefði aukizt um 25% frá
sama tímabili sl. ár, og í lok
september hefði salan alls verið
orðin 215 millj. kr. Einnig gat
hann þess, að af þessari sölu
hefði um 65% farið í gegnum
kaupfélögin.
Þá kynnti Gunnar Gunnars-
son deildarstjóri Búvéladeildar
þau landbúnaðartæki, sem
deildin hefur á boðstólum. M. a.
kom þar fram, að hún getur nú
boðið mjög góða heimilisdrátt-
arvél á hagstæðu verði, þar sem
er International 354, sem nú
kostar 315 þús. kr. Minnti Gunn
ar sérstaklega á í því sambandi,
að umsóknarfrestur um lán úr
Stofnlánadeild landbúnaðarins
til tækjakaupa rynni nú út hinn
31. des. n. k.
Af öðrum nýjungum má
nefna International möndul-
dreifara fyrir tilbúinn áburð,
nýja múgavél, svokallaða Kuhn
stjörnumúgavél, sem er ódýrari
en hjólamúgavélin, en hefur
fengið mjög góða dóma, og
sömuleiðis ýmsar tækninýjung-
ar fyrir baggahirðingu, svo sem
baggasleða, baggafæriband og
baggahleðslutæki.
í þessu sambandi minnti
Gunnar einnig á, að nauðsyn
bæri til að efla sem mest þá
þjónustu, sem kaupfélagaverk-
stæðin og önnur verkstæði út
um land veita, og bað hann
fundarmenn um að hvetja
bændur til að nota þessa fyrir-
greiðslu og skapa verkstæðun-
um nauðsynleg viðskipti.
Þá kom einnig fram á fund-
inum óánægja með þau sölu-
laun, sem kaupfélögin fá af
tækjasölu, enda eru það mál,
sem þurfa endurskoðunar við.
SÍÐASTI fundur í bæjarstjórn
Akureyrar var þriðjudaginn 5.
desember. Meðal mála, sem þar
voru rædd, má nefna, að Raf-
magnsveitum ríkisins var út-
hlutað lóð á Óseyri 9. Þar á að
verða miðstöð Rafmagnsveitna
ríkisins. Urðu alimiklar umræð-
ur um þessa lóðarúthlutun, þar
sem iðnaðarmenn höfðu einnig
augastað á lóðinni. En þar sem
Rafmagnsveitunum hafði verið
neitað að byggja á eignarlóð
sinni, eins og stofnunin þó hafði
ráðgert, þótti bæjarstjórn ekki
annað fært en að samþykkja
þessa lóðarúthlutun.
Fyrir tveim árum var Vil-
hjálmi Knutsen kvikmynda-
gerðramanni falið að búa til
heimildarkvikmynd af Akur-
eyri. Var um það gerður samn-
ingur. Síðan hefur það komið í
ljós, að kostnaður við mynda-
gerðina reynist miklu mun
hærri, en áætlað var, og enn-
fremur hefur ekki tekizt að
Ijúka þessari mynd á áætluðum
tíma. Liggur því fyrir, að gera
á ný endanlegan samning um
kvikmyndina, og er þess vænst,
að hún verði tilbúin síðari hluta
vetrar. Sýningartími myndar-
innar verður 60—70 mínútur,
en upphaflega var gert ráð fyr-
ir 30 mínútna mynd.
Af fundargerð bæjarráðs sézt,
að Laxármálið hafi verið til um-
ræðu og orkumál á Norðurlandi
almennt. En ekki er unnt að
sjá, að um neinar niðurstöður
sé enn að ræða. En hins vegar
hefur blaðið frétt, að sáttamenn
Safn Ijóða Guðfinnu frá Hömrum
UM þessar mundir sendir AI-
menna bókafélagið frá sér
Ljóðabók — safn — eftir Guð-
finnu Jónsdóttur frá Hömrum.
Kristján Karlsson bókmennta-
fræðingur hefur valið ljóðin í
bókina og ritar að henni ítar-
legan formála um Ijóðagerð
Guðfinnu.
Guðfinna Jónsdóttir var fædd
27. febrúar 1899 að Arnarvatni
í Mývatnssveit. Um sjö ára ald-
ur fluttist hún með foreldrum
sínum að Hömrum í Reykjadal
í Þingeyjarsýslu, þar sem hún
átti heima, með nokkrum frá-
vistum, aðallega við tónlistar-
nám, til 1937 að hún fluttist til
Húsavíkur. Þegar heilsa hennar
EINN SANNLEIKUR
Jslendingum var af miskunn-
sömum guði scndur einn
sannleikur og það var brenni-
vin.“ — Islandsklukkan.
Þessi ívitnun var notuð af
konu nokkurri, sem flutti
snjalla ræðu á Alþýðusambands
þingi, þar sem hún andmælti
bónusnum og taldi hann nú
eiga að verða nokkurs konar
brennivínssannleik fyrir illa
rekin frystihús landsmanna. En
kannski henni hafi líka verið
ofarlega í huga sá blessaði sann
leikur, sem að því fólki var hald
ið, sem kom til Reykjavíkur að
sitja stórt þýðingaimikið þing
íslenzkrar verkalýðshreyfingar.
Á Hótel Sögu var þingið hald
ið, eina staðnum líklega á land-
inu, sem hefur salarkynni svo
stór, að það rúmi í sæti við borð
yfir 350 fulltrúa ásamt starfsliði
svo fjölmenns þings.
Allan tímann var í hliðarsal
opinn bar, þar sem hægt var að
velja sér sterkar veigar. Allan
miðvikudaginn, sem þingið sat,
var þar veitt áfengi, þó sam-
kvæmt þeim reglum, sem vín-
veitingastaðir hafa, sé þetta vín
laus dagur. Þingið stóð stund-
um fram á nótt og síðustu nótt-
ina var fundur alla nóttina og
langt fram á dag og alltaf var
opinn bar í salnum og engar
veitingar aðrar hægt að fá.
Hverjar eru reglur vínveit-
ingastaða? Mega þeir hafa opna
bari nótt og dag, ef þeim býður
svo við að horfa? Er uppgjöf
okkar í áfengismálum svo al-
gjör, að engum lögum og reglu-
gerðum sé reynt að hlýða? Er
yfirleitt bjóðandi uppá það að
halda slíka fjöldafundi dag og
nótt með opinn bar í hliðarsal
og aðra 5 bari í húsinu sem
hægt er að grípa til ef á liggur?
Hvar erum við staddir íslend-
ingar? Nú vil ég ekki halda því
fram, að það fólk sem situr Al-
þýðusambandsþing sé drykk-
felldara en annað fólk nema
miklu síður sé. Ég þori að full-
yrða að enginn svona stór hóp-
ur fólks nú í dag sæti erfitt þing
nótt og dag með öllum þeim vín
austri sem þarna á sér stað
mundi hafa lokið þingstörfum
jafn vandræðalaust og með
sóma og háttvísi eins og þarna
var þó gert.
En er hvergi friður fyrir þess-
um ófögnuði? Er ekki lengur
hægt að halda vínveitingalaust
þing eða fund?
Og að endingu krefst ég þess
að fá svar við þeirri spurningu
minni: Á hvers ábyrgð er slík
vínsala sem hér hefur verið sagt
frá, alla daga, þurra daga sem
aðra, heilar nætur sem hálfar?
Er þetta kannski sá sannleik-
ur sem var af miskunnsömum
guði sendur oss íslendingum og
er brennivín.
Hcrdís Ólafsdóttir.
í umræddri deilu hafi nýlega
verið hér á ferðinni, og þá hef-
ur eflaust enn verið ræddur sá
sáttagrundvöllur, sem fram að
þessu hefur verið fremur
ótraustur.
Eitt af því, sem samþykkt var
í bæjarstjórn -var teikning að
íbúðarhúsi einu, sem á að rísa
í nýju íbúðahverfi bæjarins. En
teikningu þessa gerði arkitekt í
Reykjavík, og hafði hún, eins
og fleiri teikningar þaðan, ýmsa
þá galla eða kosti, sem vafizt
hefur fyrir yfirvöldum bæjarins
að samþykkja. Er þetta einn af
mörgum árekstrum út af teikn-
ingum arkitekta að sunnan.
Fyrir bæjarstjórn liggur ný
hafnarreglugerð, en nú á að
samræma hafnarreglugerðir og
gjaldskrár þeirra yfir land allt,
að tilhlutan Hafnarmálasam-
bandsins. □
Ingibjörg Eiríksdóttir
kennslukona
Frá Samb. Dýraverndunarfélaga
INGIBJORG - EIRÍKSDOTTIR
kennslukona lézt í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á. Akureyri 3. des.
sl. eftir langa sjúkdómslegu á
áttugasta og fyrsta aldursári.
Hún var fædd ,23. febrúar
1892 að Efri-Þverá í Vesturhóim
en ólst að mestu leyti upp' á
Svaðastöðum í Miðfirði í stór-
um systkinahópi, en nú eru þau-
flest látin. Hún lauk kennara-
prófi 1917. Stundaði ném á
er nú búsett í
leyfði stundaði Guðfinna söng-
kennslu og kórstjórn. Hún var
organisti við Húsavíkurkirkju í
nokkur ár,- Guðfirina frá Hömr-
um lézt úr berklaveiki að Krist-
nesi 28. marz 1946.
Guðfinna frá Hömrum birti
fyrstu ljóð sín rúmlega fertug
að aldri í safni, sem heitir Þing-
eysk ljóð, og séra Friðrik A.
Friðriksson og Karl Kristjáns-
son gáfu út 1940. Hún mun hafa
byrjað ung að yrkja, en lang-
flest ljóða hennar eru ort fáein-
um árum eftir fertugt, þegar
hún átti við þung veikindi að
etja, og líkamlegt þrek hennar
fór sífellt þverrandi. Fyrsta
ljóðabók Guðfinnu frá Hömr-
um, Ljóð, kom út 1941, og önn-
ur bókin, Ný ljóð, kom 1945.
Að síðustu lét hún eftir sig í
handriti milli sjötíu og áttatíu
ljóð, þegar hún dó. Handrit að
óprentuðum ljóðum Guðfinnu
frá Hömrum eru í vörzlu Sör-
ens Árnasonar á Húsavík. Neð-
anmáls í formála kemur fram,
að Kristján Karlsson hefur við
útgáfu bókarinnar farið eftir
uppskrift, sem Arnór Sigurjóns-
son hefur gert að óprentuðu
ljóðunum.
í formála sínum lýsir Krist-
ján Karlsson kveðskap Guð-
finnu frá Hömrum m. a. á þenn-
an hátt:
„Ljóðagerð Guðfinnu frá
Hömrum er runnin upp úr
náttúruskáldskap nítjándu ald-
ar í tveimur farvegum, sem
tóku að myndast á síðustu ára-
tugum aldarinnar. I raun og
veru væri skáldskapur hennar
bæði fullgildur og ákjósanlegur
texti til þess að íhuga út frá
honum eðli þeirrar þróunar ....
Beztu ljóð hennar munu vara
í gildi, löngu eftir að það verð-
ur flestum gleymt, hvaða hefð
eða skóli eða tízka réð hér ríkj-
um á öndverðri þessari öld. Þau
verða hér enn eins og þau eru
nú, til þess að lesast fyrirhyggju
laust.“ Q
AÐALFUNDUR Sambands
Dýraverndunarfélaga íslands
var haldinn í Hafnarfirði 3.
desember sl.
Á fundinum var samþykkt
eftirfarandi ályktunartillaga
með nálega helmingi meirihluta
atkvæða fulltrúanna (34:18):
„Þær staðhæfingar fyrrver-
andi stjórnar Sambands Dýra-
verndunarfélaga íslands, sem
bomar voru fram í greinargerð
hennar til borgarráðs Reykja-
víkur í desember 1970, varðandi
hundahald í borginni, að hunda
hald í þéttbýli sé: 1. andstætt
dýravernd, 2. þjáning fyrir dýr-
in og 3. hættulegt heilsu manna
og dýra, brjóta algerlega í bága
við yfirlýsta stefnu WFPA (Al-
þ j óðadýraverndunarsamband-
ið) og ISPA (Alþjóðadýra-
verndunarfélagið) og skoðanir
heimsþekktra vísindamanna á
hættu fyrir heilbrigði manna og
dýra af hundahaldi í þéttbýli,
undir opinberu eftirliti.
Ennfremur fela þessa stað-
hæfingar í sér órökstuddar og
ósæmandi aðdróttanir um dýra-
níðslu í garð milljóna hunda-
eigenda í erlendum borgum,
stjórnvalda þessara borga og
fjölda þjóðhöfðingja heims.
Hafa þær því stuðlað að kyn-
legum hugmyndum um fsland
og orðið íslenzkri dýravernd til
álitshnekkis á erlendum vett-
vangi.
Fundurinn hafnar þessum
staðhæfingum sem órökstudd-
um hleypidómum og telur þær
ósamrýmanlegar hefðbundnum
mannréttindum borgarbúa til
þess að fá að halda hunda á
heimilum sínum.
Fundurinn skorar því á borg-
arstjórn Reykjavíkur að endur-
skoða afstöðu sína í þessu máli,
þar sem Reykjavík er eina borg
in í heiminum, sem bannar
hundahald, samkvæmt upplýs-
irigum WFPA, og leyfa hunda-
hald í borginni á grundvelli
þeirra reglna, sem WFPA hefir
boðizt til að láta í té og nauðsyn
legar eru til verndar dýrum og
mönnum.“
Á fundinum voru einnig sam-
þykktar tillögur um skýrslu-
söfnun vegna olíumengunar við
strendur landsins, og skorað á
stjórnvöld að gera allar hugsan-
legar ráðstafanir til að fyrir-
byggja fugladauða af völdum
olíu, tillaga um upplýsingaöflun
erlendis frá um eyðingu flæk-
ingsdýra á mannúðlegan hátt,
útbreiðslu Dýraverndarans, fast
an tekjustofn fyrir Sambandið
o. fl.
í stjórn Sambandsins voru
kjörnir: Formaður: Ásgeir
Hannes Eiríksson, Reykjavík,
varáformaður: Jórunn Sören-
sen, Hafnarfirði, ritari: Jón
Kristinn Gunnarsson, Hafnar-
firði, gjaldkeri: Hilmar Norð-
fjörð, Reykjavík, meðstjórnend
ur: Gauti Hannesson, Geir
Waage og Ólafur Thoroddsen,
allir úr Reykjavík.
(Fréttatilkynning)
kennaraháskólanum; að Hlöðum
í Þrándheimi 19?6—1927 og
kennaraskólanum i. Stábekk í
matreiðslu og annarri hús-
mæðrafræði árið eftir. Áúk *
þess tók hún þátt í ýmsum nám
skeiðum á Norðurlöndum síðar.
Ingibjörg var því vel undir
kennslustarfið búin, þegar hún
gerðist kennari við, Barnaskóla
Akureyrar 1928, en við þann
skóla var hún kennari uær
þriðjung aldar. Hún var braut-
ryðjandi í matreiðslukennslu,
sem hófst í skólanum 1931, og
kenndi þá námsgrein meðan
hún var kennd í barnaskólan-
um ásamt öðrum greinum,
Ingibjörg tók mikinn þátt í
félagsmálum, því að áhugamál-
in voru mörg, og þó einkum að
starfa í kvenfélögunum Hlíð og
Einingu, og hjálpa þeim, sem
stóðu höllum fæti í líísbarátt-
unni. Hún var formaður norð-
lenzkra kvenna 1932—1936 og
formaður mæðrastyrksnefndar
á Akureyri frá 1939 meðan heils
an entist. Þá tók hún mikinn
þátt í verkalýðsbaráttunni hér
í bænum.
Ingibjörg giftist 1932 Stein-
grími Aðalsteinssyni, alþingis-
manni, en þau skildu. Hún á
eina kjördóttur, sem hún ól
upp, Guðlaugu Björku Þorláks-
ByggSir Eyjafjarðar
BÚNAÐARSAMBAND EYJA-
FJARÐAR hefur undanfarin ár
unnið að undirbúningi á útgáfu
byggðasögu Eyjafjarðarsýslu.
Var stefnt að því, að rit þetta
kæmi út fyrir næstu áramót í
tilefni af fertugsafmæli sam-
bandsins.
Af óviðráðanlegum orsökum
verður ritið ekki tilbúið fyrr en
eftir áramót, en stjórn sam-
SíSusfu dagar Hiflers
ALMENNA bókafélagið hefur
sent frá sér bókina Síðustu dag-
ar Hitlers eftir brezka sagn-
fræðinginn H. R. Trevor-Roper.
Á stríðsárunum starfaði höfund
urinn í brezku leyniþjónust-
unni og í september 1945 var
honum falið að rannsaka dular-
full endalok Hitlers til hlítar.
Hann átti að komast að því í
eitt skipti fyrir öll, hvað gerðist
síðustu ógnardagana fyrir fall
Berlínar.
Árangur rannsóknarinnar er
þessi spennandi bók, sem á
frummálinu heitir The Last
Days of Hitler og kom fyrst út
hjá Macmillan í London 1947.
Síðan hefur hún komið út í fjöl-
mörgum útgáfum og flestum
löndum heims nema kommún-
istalöndunum, þar sem sovézkir
ráðamenn hafa löngum haft sér-
skoðanir á endalokum Hitlers.
Rannsóknir H. R. Trevor-
Ropers eru alltaf í fullu gildi.
Við þær fregnir, sem nú berast
um, að Martin Bormann sé á
lífi, vaknar enn á ný áhugi á
endalokum nazistaforingjanna.
í bókinni Síðustu dagar Hitlers
er ekki tekið af skarið um það,
hvað varð um Bormann, eftir
að hann sást síðast á flótta um
götur Berlínar. Segja sumir, að
Bormann hafi verið drepinn í
skriðdrekasprengingu, aðrir
telja líklegt, að hann hafi slopp-
ið. Niðurstaða Trevor-Ropers í
formála að útgáfunni 1971 er
þessi: „Sá leyndardómur, sem
enn er óráðinn, snertir örlög
Martins Bormanns. Þótt nokkr-
ar allöruggar upplýsingar um
þetta efni hafi birzt í blöðum á
síðari árum, hygg ég, að
vitneskja okkar hafi ekki auk-
izt mikið, og fyrir mitt leyti lít
ég enn á það mál, sem óráðna
gátu.“
Jón R. Hjálmarsson sagn-
fræðingur og skólastjóri að
Skógum íslenzkaði Síðustu
daga Hitlers. Bókin er sett og
prentuð í Víkingsprenti, Bók-
fell h.f. batt hana inn en Torfi
Jónsson teiknaði kápu. Síðustu
dagar Hitlers er 329 bls., bók-
inni fylgir nafnaskrá og í henni
eru nokkrar myndir. Q
bandsins vill þó gefa þeim, sem
kynnu að hafa ætlað að til jóla-
gjafa, kost á að fá gjafakort,
sem ávísun á ritið.
Blaðið hefur fengið þær upp-
lýsingar hjá formanni sambands
ins, Ármanni Dalmannssyni, að
rit þetta verði í tveimur bind-
um og eru um 20 höfundar að
fyrra bindinu. f því verður
ágrip af héraðslýsingu og sam-
eiginlegu félagsmálastarfi. Lýs-
ing verður á hverjum hreppi í
sýslunni og frásögn af félags-
málastarfsemi þar.
Hitt bindið inniheldur mynd-
ir af sveitabæjum í sýslunni og
ábúendum 1970. Ennfremur er
þar ábúendaskrá hvers ijýlis
frá síðustu aldamótum tij 1970.
dó-ttur, sem
Reykjavík.
Ingibjörg Eiríksdóttir var
hjartahlý kona og vinmörg.
Hún mátti hvergi aumt sjá, án
þess að reyna að bæta úr því.
Mörgum fátæklingi rétti hún
hjálparhönd á ýmsan hátt.
Þessa mannkosta hennar er gptt
að minnast nú að leiðarlokum.
Þór sigraði Þrótt 14:12
SL. LAUGARDAG fór fram
leikur í íslandsmótinu í hand-
knattleik, 2. deild, og mættust
Þróttur og Þór í íþróttaskemm-
unni. í leikhléi var staðan
þannig, að Þór hafði skorað 7
mörk en Þróttur 5. Úrslit urðu
þau, að Þór sigraði með 14
mörkum gegn- 12. Vegna rúm-
leysis í blaðinu verður að
sleppa lýsingu á leiknum.
Um næstu helgi fer 2. deildar
lið KA suður og leikur við
Gróttu og Fylki. Q
- Kirkjuvígsla j
(Framhald af blaðsíðu 1)
ljósa og upphitunar, og þeir
kunnu bræður frá Litla-Ár-
skógi, Kristján og Hannes Vig-
fússynir, máluðu hana innan.
Klukkan tvö á sunnudaginn,
10. desember, var þessi kirkja
svo endurvígð, sem fyrr segir
og gerði það séra Pétur Sigur-
geirsson vígslubiskup. Séra
Birgir Snæbjörnsson predikaði,
en séra Stefán Snævarr prófast-
ur þjónaði fyrir altari. Vígslu-
vottar voru séra Þórhallui;
Höskuldsson, séra Bolli Gústafs
son, séra Bjartmar Kristjánsson
og séra Stefán Snævarr. Séra
Rögnvaldur Finnbogason las
bæn. Meðhjálpari var Björn
Þórðarson og hringjari Þórður
Friðbjarnarson. Félagar úr
Kirkjukór Akureyrar sungu
undir stjórn Jakobs Tryggva-
sonar. Ma. a. var sálmur eftir
Kristján frá Djúpalæk sunginn
við lag eftir Sverri Pálsson.
Sæti eru fyrir 100 manns og
var hvert þeirra skipað.
Öllum kirkjugestum var, að
lokinni vígsluathöfn, boðið til
kaffisamsætis á Hótel KEA. Þar
sagði Sverrir Pálsson sögu
kirkjunnar en aðrir, sem til
máls tóku voru séra Bolli
Gústafsson og Jónas Kristjáns-
son, sem var veizlustjóri.
Hin endurvígða kirkja á
Akureyri þjónar nú tveim hlut-
verkum: Hún er tilbúin til
hverskonar kirkjulegra athafna
og auk þess er hún minjagripur.
Flug fil Gðufaborgar hefsf 1973
ALLAR þotur og skrúfuþotur
Flugfélags íslands munu bera
þjóðhátíðarmerkið í tilefni 1100
ára búsetu á íslandi,-þjóðhátíð-
arárið. — Flug til Svíþjóðar
hefst í júní næsta ár. Þetta,
ásamt fleiri atriðum var ákveð-
ið á haustfundi Flugfélags ís-
lands, sem haldinn var í Reykja
vík nýlega. Fundinh sátu for-
stjóri félagsins, yfirmenn frá
stöðvum félagsins innanlands
og erlendis og fulltrúar.
Á þessum árlega haustfundi
voru að vanda rædd ýmis
vandamál, sem steðja að rekstri
félagsins, tillögur til stjórnar
félagsins og forstjóra ræddar og
samþykktar. Eins og oft áður
eru ýmsar blikur á lofti, enda
þótt flutningar með flugvélum
félagsins hafi aukizt eðlilega
það sem af er þessu ári. Aukn-
ing í áætlunarfluginu 1. jan. —>
30. sept. varð 7.7% milli landa
og 15.1% innanlands. Sumar-
áætlun Flugfélagsins 1973 verð-
ur stærri í sniðum en áður.
Lagt var til að flug yrði hafið
til Svíþjóðar, og er ákveðið að
þotur félagsins fljúgi til Gauta-
borgar. Flug þangað mun hefj-
ast í júní 1973.
Meðal annars sem tekið var
fyrir á fundinum voru mögu-
leikar á að fá erlenda ferða-
menn til íslands að vetri til, og
þar með betri nýtingu flugvéla-
Jcosts félagsins, svo og gistihúsa,
langferðabíla o. fl. Aðgerðir í
því augnamiði að lengja ferða-
mannatímabilið voru ákveðnar.