Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Að jólum ÞETTA tölublað Dags er hið síðasta fyrir jól og áramót, og fylgja því beztu hátíðaóskir og þakkir fyrir margháttuð og ánægjuleg viðskipti á árinu. Að jólum loknum og um það leyti, sem nýtt ár gengur í garð, líta menn gjarnan yfir viðburði ársins, hver frá sínum bæjardymm, gera jafnvel sjálfan sig upp á hliðstæðan liátt og hin veraldlegu viðskipti. Árið, sem nú er senn liðið, hefur verið gjöfult á flestum sviðum, at- vinna næg, framkvæmdir miklar og peningaveltan ör. Lífskjörin liafa því verið betri, almennt séð, en oft- ast áður og fólk hefur getað veitt sér marga þá liluti, er það þurfti eða girntist. Enginn önnur kynslóð hér á landi en sú, sem nú er upp vaxin og hefur tekið við því hlutverki að ala upp yngstu borgarana, hefur haft nóg að borða og það er einnig fyrsta kynslóðin, sem ekki þekkir moldar- hús, kulda og myrkur mannabústaða nema af afspurn. Sá hluti þjóðar- innar, sem lifir í strjálbýli sveitanna eða í þorpum, af gæðum lands og sjávar, fer stöðugt minnkandi, og at- vinnuhættir hafa tekið byltingum, svo og þjóðlífið allt. Margt hið eldra, virðist að fullu týnt og tröllum gefið, en í staðinn hafa erlend áhrif af mörgum toga mótað að nokkm menntun og mannlíf. Þessi skipti hafa farið fram smám saman og ekki er síður ástæða til þess að nema stað- ar og líta um öxl á svo sem tíu ára fresti til að glöggva sig á breyting- unum, en fyrir hvern einstakling að virða fyrir sér liðið ár. Úti í hinum stóra heimi, þar sem þjóðir em voldugar en einstakling- arnir smáir, er hreint og hollt drykkjarvatn að ganga til þurrðar. Tært loft og gott vatn er þar mun- aður, smáskikar lands með bjálka- kofa þráður griðastaður, einskonar himnaríki á jörð, sem allir þrá og nokkrir geta veitt sér. Mannmergðin og mengunin í hinum þéttbýlu lönd- um knýja vísindastofnanir og stjóm- völd til einskonar afturhvarfs í gildis mati lífsgæða og til baráttu fyrir endurheimt óspilltrar náttúm. Hin volduga náttúmvemdarhreyfing hef ur náð liingað til lands og opnað augu okkar fyrir því, að við eigum enn margt af því dásamlegasta, sem aðrar þjóðir hafa þegar glatað. Meg- um við njóta þeirra um ókomin ár. Gleðileg jól! ÓLAFUR Þ. KRISTJÁNSSON, flutti 6. nóvember sl. erindi Um daginn og veginn í Ríkisútvarp- inu. Þess hefur verið óskað, að Dagur birti þann hluta erindis- ins, sem fjallar um áfengismál- in og fer hann hér á eftir: í gær var bindindisdagurinn, sem svo er nefndur. Á þeim degi. er reynt að vekja athygli manna á margháttaðri skað- semi ýmissa fíknilyfja og hvetja menn til bindindissemi. Er mest talað um áfengi í þessu sam- bandi, eins og eðlilegt er, en þó ekki gengið fram hjá öðru, eins og til dæmis tóbaksreykingum. Þetta er gert víðs vegar á land- inu og með ýmsu móti. Mér er ekki kunnugt um samkomurnar í gær, nema í minni heima- byggð, Hafnarfirði, þar sem fé- lagsmálaráð bæjarins stóð fyrir samkomu og unglingar lögðu góðan skerf til. Nú er það svo, að á síðustu mánuðum hafa áfengismál all- oft borið á góma, bæði í sér- stökum þáttum í útvarpi og sjónvarpi og eins í greinum og lesendabréfum í blöðum. Hafa þar komið fram fjölbreytt og ólík sjónarmið um ýmsa hluti, og sumt raunar þannig, að frek- ar virðist stafa af brengluðum tilfinningum en rökrænni íhug- un. Um það eru menn samt sam mála, að áfengisneyzla þjóðar- innar sé hættulega mikil, en fara þó um þetta misjafnlega sterkum orðum. Sérstaka at- hygli vekur, hversu alvarleg og hiklaus eru ummæli manna, sem í ábyrgðarstöðum sitja og vel mega vita, um hvað þeir eru að tala. Má minnast þess, sem dómsmálaráðherrann — sem jafnframt er forsætisráðherra — sagði í sjónvarpsþætti fyrir skömmu, að áfengi væri fremsta undirrót afbrota hér á landi, væri aðalbrotavaldurinn. Á aðalfundi læknafélagsins í vor sem leið lagði stjórn félags- ins fram ályktun, sem var sam- þykkt, þar sem vakin er athygli á því ósamræmi, sem gæti í afstöðu almennings og yfirvalda til neyzlu fíkniefna, lyfja sem hafi ávanahættu í för með sér, og til neyzlu áfengis, og er þar vitanlega átt við að líta ekki á áfengið eins og hvert annað fíkniefni eða eiturlyf, — og síð- an segir orðrétt um áfengis- neyzluna, að hún sé „langsam- lega mesta vandamálið af fram- angreindum atriðum og rétt- nefnd áfegnisböl“. Og fyrir fáum dögum sagði heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherrann á Alþingi, að drykkjuskapar- vandamálið væri miklu víðtæk- ari og alvarlegri þjóðfélagsmein semd en vandamál vegna ann- arra eiturlyfja, þótt ekki mætti gera lítið úr þeim vanda. Og hann bætti því við, að hættu- legast væri, að menn væru farn ir að taka drykkjuómennskuna eins og sjálfsagðan hlut og hættir að hneykslast á henni. Mig langar til að ræða nokkru nánar um þessi síðustu ummæh ráðherrans um viðhorf almenn- ings við áfengisneyzlu. Ég held nefnilega, að hér sé gripið á kýlinu. Eg held, að viðhorf al- mennings við því, sem kalla mætti drykkjutízku, og fylgi- spekt hans við þá tízku sé áhrifamesta orsök áfengisvanda málsins — áfengisbölsins — hér á landi. Það er löngu vitað og óvéfengjanlega sannað, að því fleiri menn, sem neyta áfengis, — þótt kalla megi í hófi, — því fleiri verða ofdrykkjumennirn- ir og drykkjusjúklingarnir. En þessum mönnum, ofdrykkju- mönnunum og drykkjusjúkling unum, fækkar að sama skapi og bindindismönnum fjölgar. Ungl ingum, sem áfengis neyta, fækk ar einnig eftir því, sem almenn bindindissemi eykst. Af þessum UM AFENGISMALIN ástæðum er hin almenna drykkjutízka svo háskaleg. Ég efast um, að fólk almennt geri sér þetta ljóst, efast um, að það hefi nokkurn tíma hugsað þessi mál til hlítar og dregið réttar ályktanir af daglegum stað- reyndum. Ég læt mér til dæmis að taka ekki detta í hug, að elskuleg húsmóðir, sem finnst hún ekki geta haldið upp á af- mæli í fjölskyldunni eða annað þvíumlíkt án þess að hafa áfengi um hönd, geri sér ljóst, að með því er hún að efla drykkjutízkuna í landinu, auka áfengisbölið. Og þó er hún að gera það. En hún hugsar ein- faldlega ekki út í það. Eða þá að hin almenna drykkjutízka hefur blindað hana svo, að hún sér ekki hlutina í réttu ljósi. Slík blindni getur orðið furðu- lega megn. Ég hef heyrt konu, prýðilega greinda og góðviljaða og áhugasama um velferðarmál og þar að auki bindindissama, tala um það sem hróplegt rang- læti, að ekki sé heimilt sam- kvæmt landslögum að 17 ára brúður skáli í kampavíni á brúð kaupsdaginn eins og þær megi, sem eldri séu. Einhverjir kynnu þó að halda, að ungum brúð- hjónum væri eitthvað annað hollara í upphafi hjónabands en áminning um, að við hátíðleg- ustu tækifæri skyldi áfengi jafn an haft um hönd. En tízkan er voldug, ekki sízt þegar menn halda, að með því að fylgja henni sýni þeir, að þeir séu „fínt“ fólk og kunni sig. Ég hef tekið hér tvö dæmi af konum, af því að lengi voru konur hér á landi miklu styrk- ari og áhrifameiri í bindindis- semi þjóðarinnar en karlar. Á þessu hefur að vísu orðið mikil og uggvænleg breyting. Gæti ekki verið, að hér kæmi fram ranghverfan á kvenréttindabar- áttunni, — að konum hafi í jafnréttisstríðinu farið líkt og unglingum, sem halda það órækt vitni um að þeir séu að verða fullorðnir, ef þeir temja sér áberandi lesti eldri manna, svo sem tóbaksreykingar og áfengisneyzlu? Hér langar mig til að skjóta því inn í, að mér dettur jafnan tvennt í hug, þegar minnzt er á áfengisneyzlu unglinga, en hún er raunar á þann veg, að þeim stafar af bæði skömm og háski. En það gleymist oft, að það er drykkjutízka eldra fólks ins, sem á mesta sök á því, hve áfengisneyzla unglinga er al- menn, því að þrátt fyrir allan uppreisnarhug þeirra gegn venj um og siðum, eru þeir þó alltaf að keppast við að herma eftir fullorðna fólkinu í hegðun og háttum til þess að sýna, að þeir séu jafnokar þess. Og í öðru lagi rifjast upp fyrir mér, þegar fólk er að hneykslast á drykkju skap unglinganna, það sem merkur maður sagði fyrir löngu, þegar tilrætt varð um ljótan munnsöfnuð barna, að hann hefði aldrei heyrt barn bölva meira en meðalmaður fullorðinn gerði. Ég minntist áðan á ályktun læknafundarins í vor, þar sem áfengisneyzlan er talin lang- mesta vandamálið í neyzlu fíkni efna og ávanaefna og réttnefnt áfengisböl. En það er meira í ályktuninni. Þar segir, að sér- stakra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir neyzlu áfengis. Þetta er hiklaust sagt og í sam- ræmi við reynsluna: Það er þörf sérstakra aðgerða til þess að koma í veg fyrir neyzlu áfengis. Og síðan segir í álykt- uninni: „Þar eð ekki hefur tek- izt að skapa sterkt almennings- álit gegn ofneyzlu áfengis, telur fundurinn, að ekki verði kom- izt hjá því, að sala áfengra drykkja verði takmörkuð“. Og ályktuninni lýkur með áskorun á ríkisvaldið að „hefja nú þegar aðgerðir til að draga úr sölu áfengra drykkja“. Ég fæ ekki betur séð en læknafundurinn lýsi ástandinu í áfengismálum alveg rétt og dragi af því rökréttar ályktanir. Og þeir eru sjálfsagt fleiri, sem líta á þetta eins og ég. Og óhætt er að fullyrða, að á læknafund- inum töluðu menn, sem þekkja vandann og voðann betur en allur almenningur. Og þessi fundarályktun þeirra er bæði meíkileg og gleðileg. Hún er vottur þess — eins og ummæli ráðherranna sem fyrr var vitn- að til, — að skilningur forystu- manna í þjóðfélaginu er nú skarpari en nokkru sinni fyrr um langan tíma á því, hvílíkur háski stafar af áfengisneyzl- unni, og einnig á því, að brýn þörf sé sérstakra aðgerða í þessum efnum. Landssambandið gegn áfengis bölinu hélt aðalfund sinn eða ársþing fyrir rúmum hálfum mánuði. Það var fulltrúaþing, því að um 30 félagasamtök eiga aðild að Landssambandinu, og sum stór, svo sem Alþýðusam- band íslands. Flest aðildarfélög in eru ekki félög bindindis- manna einna, þótt þau vilji vinna gegn áfengisböli og velji fulltrúa sína á ársþingið sam- kvæmt því. Á þessum fundi var einróma samþykkt tillaga frá stjórn Landssambandsins, þar sem þeim tilmælum var beint til stjórnarvalda, að „öll sala á áfengi frá Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins verði bundin við nafn og nafnnúmer og per- sónuskilríkja sé krafizt við af- greiðsluna“. Röksemdir fyrir þessum til- mælum voru einfaldlega þær, að með þessu væri hægt að koma algerlega í veg fyrir af- hendingu áfengis til unglinga undir aldursmarki áfengislag- anna, og að þetta gerði mönnum mun erfiðara um vik að kaupa áfengi fyrir unglinga eða til leynivínsölu án þess að upp kæmist og sannað yrði. Sýnt var fram á af mönnum, sem vel þekkja til skipulags afgreiðslustarfa, að ekki þyrfti meiri kostnaðarauki að fylgja þessu en næmi launum eins manns eða tveggja eða mest þriggja, og eru það smámunir fyrir fyrirtæki, sem selur fyrir milljónir króna á hverjum degi. Er ekki að efa, að mikil bót yrði að þessu fyrirkomulagi, ef upp yrði tekið og framkvæmt sómasamlega, þótt það að sjálf- sögðu leysi ekki allan vanda. Fyrir helgina barst mér í hendur bæklingur frá áfengis- verzlun sænska ríkisins. Þegar bæklingnum eða flugblaðinu er flett í sundur, kemur í ljós stór líkamsmynd og fylgir talsvert lesmál. Þar er verið að vara við skaðlegum verkunum, sem áfengið geti haft á líkamann, jafnvel þótt lítið sé drukkið. Þar kemur heilinn við sögu, sjóntaugin, maginn, lifrin og enn fleiri líffæri. Annars staðar í bæklingnum eru áminningar og athugasemdir um skaðann, sem áfengisneyzla getur valdið og iðulega veldur. Þar er á ein- um stað talað um hinar gífur- legu fekjur áfengisverzlunarinn ar af áfengissölu (hún verzlar með fleira, m. a. með óáfeng vín), og síðan er sagt, að það mættí Áú líkjega .halda, að þetta væri hagkvæm verzlun fyrir þjóðfélagið.i En; þá er vitnað í þjóðhagsfræðiþginn Bertil Ohlin pnófessor, sem á sínum tíma reiknaði :út, að tjón þjóð- félagsins vegna áfengisneyzlu (í slysum, félagslegum kostnaði, starfstapi) væri þrefalt á við tekjurnar. Nú mætti vera, að það vekti undrun hjá einhverjum, að áfengisverzlun skuli gefa út svona plagg, og þykja það ekki sýna mikla sölumennsku. En málið er þannig vaxið, að áfeng- isverzluninni sænsku er ætlað að vinna gegn misnotkun áfeng is. Sama máli gegnir um ís- lenzku áfengisverzlunina. í lög- um um hana (nr. 62 frá 1969) stendur orðrétt, að áfengisverzl unin eigi „að vinna gegn of- notkun áfengis á landinu og út- rýma því böli, sem henni er samfara". Væri þá úr vegi að ætlast til þess og fara fram á það, að hún léti frá sér fara fræðslu um hættur af áfengis- neyzlu og viðvaranir, líkt og sú sænska? Það gæti vafalaust gert eitthvert gagn. En meiri aðgerða er þörf. Það verður að ráðast á sjálfa drykkj utízkuna, breyta viðhorfi manna til þess, hvað sé þar til fyrirmyndar og hvað ekki. En hvernig verður slíku viðhorfi breytt? Þar kemur margt til, og mætti um það tala langt; mál, en til þess er ekki tími hér. Ég vil aðeins segja það, að þessu viðhorfi verður hver einstakl- ingur að breyta hjá sér, fyrst með því að breyta sjálfs sín mati á hlutunum og næst með því að láta hið breytta mat sitt í ljós með orðum og gjörðum, eftir því sem við á og við verð- ur komið, svo að það hafi áhrif á mat annarra á sama efni. Áhrif einstaklingsins verða auð- vitað ærið misjöfn. Aðstaða hvers og eins til áhrifa er ekki söm. Tækifærin eru misjöfn, og hæfileikinn til að nota þau er líka misjafn. En flestum býðst eitthvert tækifæri, sem nota má. Það hefði til dæmis að taka alveg efalaust mikla þýðingu í þessa átt, ef nokkur hundruð húsmæður — svo ég ekki segi nokkur þúsund — ásamt eigin- mönnum sínum hættu að hafa vín um hönd á tyllidögum. Ein- hverjum kann að þykja fjar- stæða að nefna þúsundir í þessu sambandi, en ég leyfi mér að fullyrða, að þær konur skipta þúsundum, sem gætu gert þetta án minnstu áreynslu, ef þær gætu sigrazt á hégómaskapnum og hræðslunni við, að þær séu að gera eitthvað, sem ekki sé nógu fínt. Reynið að gera ykkur í hugarlund, hve stórkostleg áhrif þetta myndi hafa. Og þá myndi það líka hafa mikil áhrif,. — þótt ég efist um að þau yrðu meiri en af þessu, sem ég var að tala um, —■ en sjálfsagt vekja meiri eftirtekt, ef hið opinbera, ríki og bæir, hættu með öllu að veita áfenga drykki á sínum vegum, auk þess sem af því yrði drjúgur sparnaður. Ég hef heyrt þetta atriði rætt á fundi, og þá sagði maður, sem haft hefur með gestaboð af hendi hins opinbera að gera, að þetta væri ekki gott viðfangs, því að gestunum, sem boðið væri eða von á, þætti þunnt að fá ekki áfengi að drekka. Sjálfsagt er þetta satt um þá suma, en hvað eru hinir margir, sem finnst bæði skemmtilegra og heppi- legra að áfengir drykkir séu ekki veittir? Það kemur semsé fyrir, að virðuleg samkvæmi, þar sem áfengi er veitt ótak- markað, missa þæði tignarblæ- inn og fínheitin. Og það eru fleiri en bindindismenn einir, sem kunna því illa. Og hversu langt á maður að ganga í því að láta að vilja þeirra, sem ætlast til að hann geri það, sem hann finnur sjálfur að er óviðeigandi eða rangt? Er ekki eitthvað til, sem kallað er siðferðilegt þrek? Hér hef ég nefnt tvennt, sem getur haft geysilega mikil áhrif á drykkjutízkuna og á þann hátt minnkað áfengisneyzlu þjóðarinnar til stórra muna og um leið dregið úr skaðlegum afleiðingum hennar. Margt fleira mætti nefna, en til þess er ekki tími. Þó get ég ekki stillt mig um að víkja að félög- um og samkomum þeirra, og þá fyrst og fremst að þeim félög-> um, sem eru fjölmenn eða njóta sérstakrar virðingar eða hvort tveggja. Mig langar til að ganga beint til verks og spyrja: Halda til dæmis að taka Rotary-félag- ar eða þeir, sem í Lionsklúbb- um eru, að það hafi engin áhrif á viðhorf almennings við áfeng- isneyzlu, engin áhrif á drykkju- tízkuna, hvort virðulegustu sam komur þeirra eins og landsþing séu algerlega laus við áfengi eða hvort það sé haft þar um hönd í ríkum mæli? Halda for- ystumenn íþróttafélaga kannske að það hafi engin áhrif á við- horf unglinga við áfengi og áfengisneyzlu, hvort félagið boðar til mannfagnaðar, þar sem mikill fjöldi gesta eru ungl- ingar, jafnvel á fermingaraldri, og áfengi er veitt ómælt, eða hvort forystumennirnir segja skýrt og skorinort, að á sam- komum íþróttamanna sé áfengi ekki drukkið, og standi við það? Enn vil ég segja eitt að lokum og leggja á það ríka áherzlu: Ekkert jafnast á við fordæmið í því að vísa mönnum þann veg, sem þeir eiga að ganga. Það er gott, að menn skilji, hvílík mein semd áfengisneyzlan er í þjóð- lífinu. Hitt er betra, að þeir geri líka eitthvað til að minnka drykkjuskapinn. En miklu bezt er og áhrifadrýgst, að jafnframt þessu séu þeir sjálfir bindindis- menn. Góðar stundir. □ GREINARGERÐ LEIKVALLANEFNDAR EFTIRFARANDI greinafgerð sendi leikvaílanefnd Akureyrar bæjaryfirvöldum- nú nýlega: í tilefni af því að leikvalla- nefnd fer nú fram á allmikið hærri fjárupphæð en þá, sem nægt hefur undanfarin ár, þá vill hún gera nokkra grein fyrir þeim ástæðum, sem þessu ráða. Það munu nú vera nær þrír áratugir síðan bæjarstjórn Ak- ureyrar lét hefja byggingu leik- valla fyrir börn. Voru þá á fáum árum byggðir þrír mynd- arlegir vellir, sem allir hafa síðan gegnt mikilsverðu upp- eldishlutverki. Fyrir sjö árum hefst svo bygg ing lokaðra smábarnagæzlu- valla. Þeir eru nú orðnir fjórir, með breytingu eins gamla vallarins í slíkan völl á síðasta ári. Sam- hliða þessum framkvæmdum hafa svo verið byggðir opnir vellir og leiksvæði lagfærð á tuttugu stöðum. í þessum efnum hefur verið stuðzt við reynslu annarra staða hérlendis og erlendis, sem fram arlega hafa þótt standa. Þó að Akureyri hafi á ýmsan hátt sérstöðu meðal íslenzkra bæja, þá bendir fátt til þess, að þörf leikvallaþjónustu sé minni hér en annars staðar. í því sam- bandi má minna á hina miklu bílaumferð og slysahættu vegna leikja barna á götum og öðrum hættulegum stöðum. Síðan fyrsti smábarnagæzlu- Áthugasemd við grein Jóns Egilssonar í TILEFNI af grein Jóns Egils- sonar í síðasta tölublaði Dags um ályktun bæjarstjórnar Húsa víjuir, vil ég undirritaður taka eftirfarandi fram: í grein Jóns er það fullyrt, að ég hafi ekki treyst mér til að sækja farþega á móti honum í ákveðnu tilviki. Héf er um vís- vitandi ósannsögli Jóns að ræða eins og hægt er að leiða vitni að. Jón óskaði ekki eftir bíl frá mér til þess að mæta bifreið sinni og finnst mér einkenni- legt, að hann skuli reyna að verja sleifaralag sitt á rekstri sérleyfisferðanna í vetur með slíkri sögu. Hitt get ég upplýst, að þann dag, sem greind ferð var farin, var ekki ófært milli Húsavíkur og Akureyrar og var töluverð umferð milli kaupstað- anna um daginn, enda þótt Jón treystist ekki' til þess að láta bifreið sína fara alla leið. Það er misskilningur, sem fram hefur komið hjá Jóni Egils syni, að ályktanir bæjarstjórnar Húsavíkur um samgöngumál séu undan mínum rifjum runn- ar. Ég á þar engan hlut að máli. Ályktanirnar spegla hins vegar mikla óánægju bæjarbúa og reyndar héraðsbúa allra með þá framkvæmd, sem höfð hefur verið á þessum sérleyfismálum í vetur. Sérleyfið var, að mér hefur skilizt, fengið í hendur Jóns Egilssonar í því skyni að bæta þjónustuna við fólk austan Vaðlaheiðar, sem þarf að sækja viðskipti til Akureyrar. Sú til- raun hefur áreiðanlega mistek- izt til þessa og verður veðrátt- unni einni ekki um kennt. Það segir sitt, að sérleyfishafinn heldur því fram í grein sinni, að aldrei hafi verið þörf áætlunar- Ofsaveður ausfan fjarðar PÉTUR Axelsson á Grenivík sagði í gær: í gærmorgun gekk ofsaveður hér yfir og urðu víða skemmdir. Hluti af járnþaki fauk á Bárðar tjörn, ennfremur Réttarholti og á Grýtubakka varð járni naum- lega bjargað. Þak fauk af skúr á Lómatjörn, lenti á raflínu, svo að þar varð rafmagnslaust um tíma. Á Grenivík var ekki eins hvasst. Aurskriða féll yfir veg- inn utan við Faxafall, en vega- gerðarmenn opnuðu veginn eft- ir skamman tíma. Lionsklúbburinn Þengill gaf björgunarsveitinni, sem stofnuð var í fyrra, burðartalstöð. Þá fóru klúbbfélagar í söluferð um næstu sveitir og seldu kerti og sælgæti. Ágóða sölunnar mun Sólborg á Akureyri njóta. Lions menn biðja fyrir kærar kveðjur og þakklæti til allra, sem þeir heimsóttu og tóku þeim afburða vel. Anfon Sölvason Kveðja frá dóttursyni Vertu sæll, og sól þér skíni í lieiði nú sefur þú lijá guði vært og rótt. Ég vona það að jólabarnið breiði sinn blíða faðm mót afa hverja nótt. Ég þakka fyrir alla umsjón þína afi minn þín braut var dásamleg. Nú lætur Drottinn litlu engla sína leiða þig um blómum stráðan veg. Jesús verður jólaljós þitt afi jólaljós er þér um eilífð skín. Mér er sagt að guð á himnum hafi með hendi sinni leitt þig upp til sín. Nú græt ég yfir gullastokknum mínum og geng um húsið, allt er kyrrt og hljótt. Viltu guð minn kveikja á kertum þínum og kyssa afa frá mér góða nótt. H. J. völlurinn var opnaður, hafa kon ur þeirra barna, sem notið hafa gæzlu á völlunum, verið skráð- ar. Um stöðuga aukningu hefur að sjálfsögðu verið að ræða þessi 6 sumur. Síðastliðið sumar jókst þó aðr sókn meira en nokkru sinni áður, eða um 5%. Skráðar kom- ur voru samtals 42 þúsund. Þessi aukning, ásamt fjölda áskorana frá foreldrum barna í ýmsum bæjarhverfum, varð til þess, að leikvallanefnd lætur starfrækja tvo gæzluvelli í vetur. Fáist góð reynsla af þeirri tilraun, gerir nefndin ráð fyrir slíkri tilhögun framvegis. Svonefndir „starfsleikvellir" (byggelegepladser) hafa náð mikilli útbreiðslu í ýmsum lönd um síðustu tvo áratugi. Þeir þykja nú, t. d. í Dapmörku, vera ómissandi uppeldistséki. ' Góð reynsla hefur fengizt nokkur undanfarin ár af tveim- ur slíkum völlum í Kópavogi og einum í Reykjavík. Leikvallanefnd hefur nú hug á að gera tilraun með rekstur starfsvallar í samvinnu við skólagarða bæjarins. Byggingu og starfrækslu gæzluvalla fylgir þörf mennt- unar gæzlufólks. Á síðasliðnu vori gekkst leikvallanefnd fyrir 20 stunda kvöldnámskeiði fyrir gæzlukonur á leikvöllum og barnaheimilum. Nefndin telur nauðsynlegt að halda áfram á þeirri braut, eða þar til „Fóstrunarskóli íslands“ (væntanlegur) getur tekið að sér að mennta og útskrifa gæzlu fólk. Næstu skref í byggingu gæzluvalla eru breyting hluta gamla Brekkuvallar við Helga- magrastræti í smábarnaígæzlu- völl að vori og bygging nýs gæzluvallar í Fjörunni, sem koma skal í stað Gilsvallar við Lækjargötu, þar sem aðstaða er orðin óviðunandi vegna þrengsla og mikillar umferðar. Sú bygging hefur raunar verið á döfinni síðastliðin tvö ár, en orðið að bíða eftir aðalskipulagi. Þar sem hlutur leikvalla í aðalskipulagi mun koma betur í ljós síðar, þá skal ekki fjölyrt um hana nú. Hins vegar verður það að vera ljóst, hver rekstrar- kostnaður hlýtur að fylgja í kjöl far uppbyggingar fjölbreyttra leikvalla. - TONLEIKAR A AKUREYRI bifreiða með fjórhjóladrifi á þessari leið, fyrr en í vetur. Gagnrýni á sérleyfisþjónust- una verður áreiðanlega ekki þögguð niður með ósönnum ásökunum sérleyfishafans á aðra aðila. Hann verður fyrst og fremst að líta nær sér. Húsavík, 18. desember 1972. Aðalsteinn Guðmundsson. (Framhald af blaðsíðu 8) Á fimmtugsafmæli Geysis á ég þá ósk helzta honum til handa, að kórinn finni eitthvert það innihald sinnar tilveru, sem efli og' glæði víðara • áhuga- svið um tónlist en verið hefur. Skylt er einnig að þakka góðar stundir og það, sem vel hefur verið gert á liðinni tíð. Verði það einungis meira. Þá efndu tveir kórar til sam- söngva í Akureyrarkirkju dag- ana 14., 15. og 17. desember. Var þar komið lið Karlakórs Akur- eyrar og Söngfélagsins Gígjunn ar. Þórunn Ólafsdóttir söng- kona kom fram í fjórum ein- söngslögum prýðilega völdum og einnig í forystu fyrir kerta- liðinu, telpum úr Oddeyrar- skóla. Þá komu fram sem einsöngv- arar þau Anna María Jóhanns- dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir og Guðmundur Stefánsson. Undir- leik á píanó annaðist Dýrleif Bjarnadóttir, og að auki léku Hörður Áskelsson á orgel, Roar Kvam á trompet, Lárus Zophon íasson á cornet, Árni Árnason á trompet, Jóhann Baldvinsson á básúnu og Árni Árnason á básúnu. Þó að blásturinn væri misfallegur var prýði að því að leiða öll þessi hljóðfæri fram með þeim söng, sem þarna var fluttur. Söngst.jórinn Jón Hlöðver Ás- kelsson hefur sett saman vand- aða efnisskrá og víða leitað fanga. Flest þau lög, sem þarna voru flutt, eru hvert öðru betra, sum hreinustu perlur, og ís- lenzkir textar voru margir ágætir. Efnisskráin hófst með skozka þjóðlaginu „Hin gömlu kynni gleymast ei“, en ekki get ég sagt, að mér félli útsetning W. Traders sérlega vel. Það er undarleg árátta hjá mörgum mætum tónlistarmönnum að hlaða margtvinnuðum raddsetn ingum á einföld lög, þar sem þokkafullt látleysi er einmitt megineinkennið. Slíkur skraut- búningur hið ytra rænir slík lög sérkennunum, innsta eðlinu, ef svo mætti segja. Cesar Bresgen (f. 1913) átti næsta lag stórvel gert og fallega flutt. Sama er að segja um negrasálmana, en þetta eru allt lög, sem ekki er sífellt verið að klifa á. Mætti ég einnig þakka söngfólkinu sérstaklega fyrir að hafa tekið kantötu Ingunnar Bjarnadóttur til flutnings. Ljóð ið er Jól eftir Guðmund Guð- mundsson. Þarna hefur verið reynt að bæta nokkuð fyrir ýmsar vanrækslusyndir gagn- vart merkilegu lífsverki þessar- ar konu, sem var svo fágætlega listfeng. Lögin hennar eru oft- ast einföld að gerð, en ekki endi lega auðlærð. Þau bera keim af þjóðlagi og eru ævinlega sönn, því að svik urðu ekki fundin í hennar munni. Fyrir þennan flutning ber kórunum og söng- stjóra heiður og þökk. Þá er ég heldur ekki viss um að margir þekki hið gamla og fornlega íslenzka þjóðlag „Hátíð fer að höndum ein“. Næstu lög báru með sér þýð- an blæ enska þjóðlagsins, form- fegurð Mendelsohns, upplyftan hátíðleika franska jólalagsins Gloria in Excelsis, og síðast en ekki sízt kom svo krónan á þessu öllu saman, Borinn er sveinn eftir Praetorius (1571— 1621). Það gegnir furðu, hve kórar hafa sýnt lítinn áhuga á tónlist hans. Þarna hefði farið vel á því að láta staðar numið, en þá dundi yfir hið árlega „show“, sem verið hefur um árabil einn burðarásinn í starf- semi Karlakórs Akureyrar. í stað þess að fá að ganga út með undursamlegt verk Praetorius- ar í kollinum máttu viðstaddir sitja undir heldur þunnum „slagara". Þessi kertasýning ásamt með téðu lagi getur sómt sér þolanlega, ef hana ber öðru- vísi að, og gildir einu, þótt flutn ingur sé í sjálfu sér smekkvís. Þarna voru hlutirnir einfald- lega ekki í réttu samhengi. Ef mér leyfist ábending, myndi ég leggja til, að Luciu-standið, sem tekið hefur verið til rækilegrar meðferðar á undangengnum ár- um, verði nú lagt til hliðar eða að öðrum kosti fellt inn í ann- ars konar ramma. Þá vil ég enn einu sinni minna á það hver ávinningur er að því að kórarn- ir syngi saman. Það verður allt annað hljóðfæri úr því en karla kór og kvennakór einum sam- an. Það er von mín, að þessu verði fram haldið og söngfólkið haldi áfram að vanda val við- fangsefna. Fyrir þessa kvöldstund er ljúft og skylt að þakka. S. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.