Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 8
8 Karlakórinn Geysir á Akureyri. TÓNLEIKAR A AKUREYRI SMATT & STORT AÐ UNDANFÖRNU hefur ver- ið nokkuð um tónleikahald hér á Akureyri. Tónlistarfélag Akur eyrar efndi til tónleika í Borgar bíói 29. nóv. og kom þar fram listafólk frá Sovétríkjunum. Var það komið hingað til lands á vegum Menningartengsla ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna í tilefni af fimmtíu ára afmæli Sovétríkjanna. Akureyringar nutu góðs af förinni fyrir til- stilli Tónlistarfélagsins, og \'oru þetta aðrir tónleikar T. A. Söngvarinn Pranas Zaremba frá Líthauen hafði fjölbreyti- lega efnisskrá fram að færa, þjóðlög frá ýmsum löndum inn- an Sovétríkjanna, ljóðalög og aríur úr óperum. Fiðluleikarinn Jurí Svjolkovski frá Lettlandi lék verk eftir Shostakovitch, Saint Saens, Brahms og lettnesk tónskáld. Undirleikarinn Lujd- mila Kurtova frá Moskvu lék einnig einleik í verkum eftir Rachmaninov, Debussy og Pro- koviev. Það er alkunna, að sovézkt listafólk hefur löngum verið aufúsugestir í tónlistarlífi hér á landi og sömuleiðis, að sovézkir virðast ekki senda aðra út af örkinni til tónleikahalds en afbragðs listafólk. Sú var einnig raunin á að þessu sinni, og voru undirtektir áheyrenda eftir því góðar. Hlutur píanóleikarans var hvað mestur í undirleikn- um, sem hún innti frábærlega vel af hendi, og ekki varð betur heyrt með fiðluleik Svjolkovski en að þar væri kominn virtuos á meiri háttar mælikvarða. Söngvarinn Zaremba hefur mikið raddsvið og blæbrigða- ríka rödd. í lokin söng hann íslenzkt lag með furðu góðum framburði við mikinn fögnuð áheyrenda. Það var með aðsóknina eins og fyrri daginn, að örðugt reyn- ist að fylla Borgarbíó. Það er ekki uppörvandi fyrir Tónlistar félag Akureyrar að hafa ekki styrkari grundvöll sinnar til- vistar en raun ber vitni. Ég leyfi mér að fullyrða, að félagið leitast ævinlega við að vanda til þeirra tónleika, sem það stendur að svo sem frekast er kostur, en það virðist ekki duga til að vekja neinn teljandi áhuga. Þetta er eins og hver önnur beinhörð staðreynd, sem e. t. v. þýðir ekki að fást um, og orsak- ir þessa eru margþættari en svo, að hér sé einu sinni hægt að taka þær til umræðu. Það yrði langt mál. Það hafa fleiri merkisafmæli verið á döfinni, og nýlega hélt Karlakórinn Geysir hátíðlegt fimmtíu ára afmæli sitt. Kórinn efndi til samsöngva í Akureyrar kirkju 30. nóv. og 1. des. Philip Jenkins kom gagngert frá London, og auk hans stjórnuðu Áskell Jónsson og Árni Ingi- mundarson. Einsöngvarar voru Jóhann Konráðsson, Aðalsteinn Jónsson,. Jóhann Daníelsson og Sigurður Svanbergsson. Undir- leikari á píanó var Anna Áslaug Ragnarsdóttir. ' Efnisskráih samanstóð að lángmestu léýti af lögum, sem fcórinh hefúf áður flutt á fyrri samsöngvum.' Er rétt að taka það strax fram, að mér virtist kóririn ékki vera sérlega vél æfður eða yfirleitt tilbúinn að fara upp á tónleikapall, þótt flutningur á einu og einu lagi væri geðugur og góðum hljómi brygði fyrir. Á stórafmælum leyfist það vitanlega að dvelja ögn við for- tíðina, en samt held ég það væri heillaráð fyrir Geysi að bera sig að horfa dálítið fram á við. Það ber engum skylda til að efna til tónleika, þótt aldrei nema fimmtugur sé. Tímamót eru ekki annað en vægðarlaus áminning um, að tíminn líður, en spurningin er hverju hefur verið áorkað, hvert er inntak starfsins, hefur starfsemi Geysis og annarra sambærilegra kóra náð að örva tónlistaráhuga al- mennt séð? Þegar efnt er til tónleika, vegur það þyngst, hvern músík- alskan boðskap menn hyggjast flytja. Ef hann er enginn sér- stakúr er farin erindisleysa í þeirri skilningi, að samsöngvar og tónleikar yfirleitt séu nokk- uð, sem taka beri alvarlega. Ég held, að Geysir og raunar fleiri kórar verði að gera það LITLI-PÉTUR og Stóri-Pétur heitir nýútkomin barnabók eft- ir Birgi Marinósson og Hallmar Sigurðsson. Textinn er eftir Birgi en teikningar eftir Hall- mar. Hefur samvinna þeirra tek izt vel og á bókin erindi til yngstu lesendanna og stórt let- Dalvík, 21. des. Um klukkan 9 síðdegis í gær var suðvestan rok. Meiri hlutinn af þaki íbúð- arhússins á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal fauk, bæði viðir og járn. í dag er unnið að efna- útvegun til viðgerða. Bóndinn á upp við sig hvern tilgang þeir geti fundið álitlegastan með starfi sínu. Það er vitaskuld fyllilega réttmætt í sjálfu sér að líta á kóra sem eins konar skemmtifélög, og vússulega ger- ir það minnstar kröfur til þeirra, sem hlut eiga að máli. Hins vegar gætu slíkir kórar í vel flestum tilvikum verið kjör- in vettvangur tónlistariðkunar, sem bæði þjálfar meðfædda hæfileika og glæðir löngunina til að læra eitthvað um tónlist innan þeirra marka sem slíku áhugamannastarfi eru sett. Það er þetta viðhorf, sem mér hefur fundizt nokkuð skorta á, að fyrirfyndist. Nú er kór á borð við Geysi vel í stakk búinn að því leyti, að þar eru bæði góðar raddir og ýmsir þeir saman- komnir, sem líklegir eru til þess að geta gert betur, ef sótt væri á brattann. Framh. á bls. 5. ÆSKAN SENN koma jól og áramót fara í hönd. Hátíðardagar sem lands menn hafa haldið upp á í ára- raðir. En allt er breytingum háð og áramótafagnaður fslendinga hef ur á undanförnum árum þróazt í óheillavænlega átt. Hér er átt við hinn mikla drykkjuskap, sem hefur sett mark sitt á þessi tímamót, og sífellt yngra og yngra fólk tekur þátt í. Æskulýðsráð og Barnavernd- arnefnd ásamt fleiri aðilum munu reyna að hamla á móti þessari óheillaþróun, sem átt hefur sér stað að undanförnu, ur við þá miðað. Offsetstofan annaðist prentun en höfundar eru sjálfir útgefendur. Litli-Pétur og Stóri-Pétur er um 80 blaðsíður að stærð, og virðist bókin ýmsum þeim kost- um búin, að skemmta börnum og örva áhuga þeirra á lestri. □ Þorsteinsstöðum er Gunnlaugur Tryggvason. 1 sama óveðrinu urðu talsverðar skemmdir á úti- húsum á Hóli á Upsaströnd. Bóndinn þar er Karl Þorleifs- son. Skemmdir af völdum hvass viðrisins urðu engar hér. J. H. MEÐ KRAFTA f KÖGGLUM Akureyringurinn Reynir Leós- son lyfti fyrir fáum dögum upp 12 tonna vörubíl sínum, annars vegar. Rannsóknarstofnun bygg ingariðnaðarins hefur staðfest, að til þess að lyfta þessum þunga hafi þurft 2650 kg tog- kraft. Þess er þá líka að minn- ast, að járnkeðjur þær, sem Reynir sleit er hann brauzt út úr fangageymslunni í Keflavík í haust, hafa verið prófaðar og reyndist sverasta keðjan, er kraftaniaðurinn sleit í sundur, þola rösklega sex tonna tog- kraft. Kvikmyndin „Hinn ósýni legi kraftur“ verður senn til- búin og verður væntanlega á markaði bæði utanlands og innan. TÓBAK OG ÁFENGI Áfengi hefur hækkað í verði um 30% og tóbak um 25%, og er sú hækkun ákveðin í sam- bandi við gengisbreytinguna og aðrar efnahagsaðgerðir. Ekki eru allir ánægðir með þetta, sízt þeir mörgu, sem háðir eru þess- um vörum. Er víst ekki annað, sem til varnaðar má verða, en að spara þessar vörutegundir, sem hækkuninni nemur. Reyk- ingamenn ættu nú að kaupa sér pípu, ef þeir hafa ekki gert það áður, og brennivínsmenn að taka upp hóflegri drykkju. AURARNIR HVERFA Flestir hafa víst þá reynslu af peningunum nú á tímum, að þeir reynast heldur ódrjúgir. En þótt þúsund króna seðillinn sé ckki ávísun á dýrmæta hluti eða mikil lífsins gæði, sem keypt verða með krónum, mættu margir hugleiða betur notkun hans en gert er almennt. Ekki mun það vel þokkað af verzlunarstéttinni að predika sparnað í innkaupum í jólakaup tíð, enda mála sannast, að þá er margri krónunni betur varið og leitum við hér með aðstoðar bæjarbúa í þessu máli og von- um að þeir liggi ekki á liði sínu, ef á reynir. Bezta aðstoðin er auðvitað sú, að hver og einn leitist við að gera þetta að hátíðahöldum þar sem áfengið skipar ekki æðsta sess. Starfsmenn Æskulýðsráðs og Barnaverndarnefndar munu hafa aðsetur í LÓNI á gamlárs- kvöld, þar sem unglingar eða forráðamenn þeirra geta leitað upplýsinga eða aðstoðar ef þörf krefur. Þar mun verða skotið skjólshúsi yfir þá unglinga sem af ýmsum ástæðum eiga- ekki samleið með fjöldanum þetta kvöld. Símaþjónustan í Lóni verður í númer 11066 og geta þeir sem þurfa, hringt þangað frá kl. 22 og fram á nýársdagsmorgun. Munum við veita þeim alla þá aðstoð, sem tök eru á. Óskað er eftir, að þeir sem vildu aðstoða við þessa starf- semi einhverja stund (1—2 tíma) á gamlárskvöld, láti vita í síma 12722 milli kl. 10 og 12 f. h. 27. og 28. desember n. k. Fullt samráð og samvinna verður höfð við lögregluyfir- völd bæjarins, sem mun þarna sem annars staðar aðstoða ef þess gerist þörf. Við viljum undirstrika það, að af hálfu undirritaðra, er hér fyrst og fremst um að ræða aðstoð við þá sem þess þurfa, en ekki bein löggæzla, sem að sjálfsögðu verður nú sem endranær í hönd um lögreglunnar. en á öðrum árstímum. Þá eru keyptir hlutir, sem gleðja unga og gamla, kannski óþarfir frá hagrænu sjónarmiði, og er þá sérstaklega átt við hverskonar jólagjafir, þarfar og óþarfar, en þeim fylgir sá hlýhugur, sem jólin ein megna að glæða með flestu fólki. RÁÐSETT HJÓN Fyrir skömmu sýndu ráðsett hjón þeim, er þetta ritár, bú- reikninga sína. Þau höfðu orðið ásátt um að skrifa niður smátt og stórt, sem þau keyptu hvern mánuð. Þau ætluðu að athuga á hvern hátt skynsamlegast væri að spara fjármuni, og gerðu það. Sú upphæð, sem hjónin keyptu af „óþarfa“ varð svo stór að þeim blöskraði. Þar með var talið áfengi, tóbak, sæl- gæti og skemmtanir. Ekki eru þessi hjón í neinu peningahraki, fremur en gerist og gengur um ungt fólk. En þau ákváðu að gera tveggja mánaða sparnaðar- tilraun og athuga svo niðurstöð- una, og hún var ótrúleg, sögðu þau, og færðu töluleg rök að. Myndi nú ekki heillaráð, að jólagjöfum keyptum og að há- tíðum loknum, að einhverjir og helzt margir, gerðu álíka hag- fræðilega úttekt á eyðslunni, og létu niðurstöður vísa veginn? NÁMSKEIÐ í skíðagöngu hefst miðvikudaginn 27. desember. Skráning fer fram í íþróttavali- arhúsinu kl. 18 sama dag. Ald- urstakmark e,r 14 ára og eldri. Kennd verður meðíerð skíða- áburðar, þjálffræði, göngutækni og fleira. Leiðbeinandi verður Halldór Matthíasson. □ Við gerum okkur vonir um að forráðamenn barna og unglinga þessa bæjarfélags sjái sér fært að veita okkur alla tiltæka lið- veizlu, sem til þarf, svo að hjálparstarfsemi þessi megi vel ganga. Akureyri í desember 1972. Barnaverndarnefnd Ak. Æskulýðsráð Akureyrar. RICHARD BECH: Smámyndir úr Noregsferð 1966 MORGUNSTUND Á HÁL.OGALANDI Fjarðaland og fjalla, feðra gömul slóð, gyllir græna hjalla geisla morgunflóð. Tindra sundin sumarblá, sindrar tinda mjallarbrá. Brekkur blómum prýddar brosa, fagurskrýddar. ÞOKA Á TINDUM Þungbrýn speglast hamrahöll hafs í lygnu djúpi, blárra f jalla fegurð öll falin þokuhjúpi. Litli Pétur og Stóri Pétur Þak fauk á Þcrsieinssiöðum OG ÁRAMÓTIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.