Dagur - 17.01.1973, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðamiaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Laxárdeilan
HIN landsfræga deila um mann-
virkjagerð til raforkuframleiðslu við
Laxá, er fyrsti liarði áreksturinn
milli opinberra aðila og bænda í
virkjunarmálum, hér á landi. Fram
til þess tíma áttu framkvæmdaaðilar
„allan rétt“ í verki, en að því hlaut
að koma að árekstrar yrðu á milli
aðila stórframkvæmda og landeig-
enda, og hvort sem það var tilviljun
eða ekki, létu þingeyskir landeigend-
ur við Laxá og Mývatn brjóta á sér
í þessu efni. Stjóm Laxárvirkjunar
lét rannsaka virkjunarhagkvæmni
Laxár, sem reyndist mikil, einkum
með breyttum farvegum Svartár og
Suðurár, sem auka áttu vatnsmagn
Laxár og með 57 metra hárri stíflu
í Laxárdal neðanverðum. Og síðan
vom framkvæmdir hannaðar. Þá
risu bændur upp og mótinæltu og
síðan em liðin fjögur ár. Fram-
kvæmdaaðilar máls þessa höfðu ekki
tryggt sinn virkjunarrétt, nema
fyrsta áfanga, og auðveldaði það
landeigendum harða andstöðu. Með-
al minnisverðra atburða er hin fjöl-
menna mótmælaför Þingeyinga til
Akureyrar 1970 og síðar sprenging
Miðkvíslarstíflu, en jafnframt liófust
málaferli, er staðið hafa til þessa og
m. a. leiddu til lögbannsins á Laxá.
Lögbannið er enn í gildi og kemur í
veg fyrir, þar til það verður upp haf-
ið, að Laxá verði hleypt í þau 600
metra jarðgöng og á þær vatnsvélar,
sem framleiða eiga 6.500 kw. og nú
bíða hennar.
Fyrir nokkrum dögum bárust
fregnir af því, að undirritaður hefði
verið af deiluaðilum sáttagmndvöll-
ur í hinni miklu deilu, með fyrir-
vömm þó, er m. a. snerta hlutdeild
ríkissjóðs í lausn deilunnar. Svo virð-
ist, að fullnaðarsættir hafi aldrei
verið nær en nú. Með sáttum verður
lögbanni aflétt, frekari virkjanir
teknar af dagskrá, skaðabætur greidd
ar, laxastigi byggður og innan
skamms tíma yrði raforkuframleiðsl-
an við Laxá 19.000 kw. í stað 12.500
kw. Á það verður ekki lagður dómur
hér, hvort sáttatillögumar leiða til
sanngjarnrar niðurstöðu um sam-
skipti virkjunaraðila og bænda. En
hún er víti til vamaðar og gefur
þjóðinni dýrmæta reynslu um undir-
búning shkra mála í framtíðinni.
Telja má eðlilegt, að Norðlendingar
verði ekki einir látnir greiða þann
kostnað, sem sú reynsla kostar. □
Rannsóknarsíofa Norðurlands
Hverjlr eru aðalþættir rann-
sóknastarfanna?
Stofnunin hefur frá upphafi
unnið fyrir bændur og land-
búnaðinn og gerir það enn.
Fyrstu árin var einkum um
efnagreiningu á jarðvegi úr
ræktuðu landi að ræða. Við
reyndum að gera okkur grein
fyrir því, hve mikið af fosfor
og kalí væri í jarðveginum, og
leiðbeina um áburðarnotkun
samkvæmt því. En 1969 var
starfsemin mjög aukin og til
starfa ráðinn fóðurfræðingur-
inn Þórarinn Lárusson og síðan
fengum við aukið húsnæði. Og
þá var farið inn á þá braut að
efnagreina hey. Við höfum þó
ekki ennþá getað efnagreint
riema steinefni í heyi og eggja-
hvítu. En út frá niðurstöðum
þeirra efnagreininga höfum við
reynt að gefa bændum leiðbein-
ingar um fóðrun, einkum fóðr-
un mjólkurkúa, hvað snertir
steinefna- og eggjahvítufóður.
Ef við víkjum að jarðvegs-
efnagreiningunum sérstaklega?
Ráðunautar búnaðarsamband
anna taka jarðvegssýnin og
senda Rannsóknastofunni. Við
efnagreinum þau síðan að vetr-
inum og skilum niðurstöðum í
aprílmánuði til ráðunautanna,
sem síðan fara með þær til
bænda, með tilheyrandi ábend-
ingum um áburðarnotkun.
Fjörldi jarðvegssýna á ári hef-
ur verið um tvö þúsund að
meðaltali. Nú er búið að taka
sýnishorn úr öllum túnspildum
í Austur-Húnavatnssýslu, Skaga
fjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu
og Suður-Þingeyjarsýslu, og
önnur umferð er hafin í þessum
sýslum. Endasýslurnar, Norður-
Þingeyjarsýsla og Vestur-Húna
vatnssýsla, eru ofurlítið á eftir,
en rannsókn hjá þeim er þó
einnig hafin.
Hafa rannsóknirnar gefið
ákveðnar bendingar?
Efnamagn sýna er mjög
Hve mörg vinnið þið á Rann-
sóknastofu Norðurlands?
Nú erum við fimm, sem þar
vinnum. Við erum þarna tveir
með háskólamenntun og höfum
við verkaskiptingu að nokkru
leyti. Ég stjórna jarðvegsefna-
greiningunum en Þórarinn Lár-
usson fóðurfræðingur annast
stjórn á heyefnagreiningum. í
vetur starfar Englendingur með
háskólamenntun við stofuna, er
starf hans einkum að setja af
stað meltanleikarannsóknir á
fóðri.
Nokkur ný verkefni?
Eins og áður er sagt, eru hey-
efnagreiningarnar aðeins stein-
efna- og eggjahvítuákvarðanir.
En bændur vilja einnig vita um
fóðurgildi heysins, þ. e. hve
mikið þarf af heyi í hverja fóð-
ureiningu, sem þeir hafa handa
á milli. Við erum að fara af stað
með þær rannsóknir nú í vetur.
En þá þarf að rannsaka meltan-
leika heysins og vonandi verður
unnt að rannsaka þetta af full-
um krafti næsta haust. Ný tæki
erum við búnir að fá og smám
saman komast þau í gagnið.
Rannsóknirnar fara þannig
fram, að í raun og veru meltum
við heyið í tilraunaglösum inni
á rannsóknastofu. Það er tekinn
vambarvökvi úr kind og bland-
að saman við heyið og síðan er
þetta látið standa eina viku við
líkamshita. Síðan er rannsakað
hve mikið tapast af heyinu.
Þetta á að sýna, hve mikið melt
ist raunverulega í maga skepn-
unnar.
Hvar fáið þið vambarvökv-
ann?
Við eigum sauð uppi í Lundi.
Hann var nýlega skorinn upp
af Guðmundi Knudsen dýra-
lækni og vambarvökvi tekinn
úr honum. Þetta gekk bæði
fljótt og vel og sýndist sauðn-
um ekki verða meint af. Nú,
en svo á sauður þessi að vera
einskonar forðabúr og þannig
frá skurðinum gengið, að það á
að mega tappa af sauðnum aft-
ur og aftur. Þessar meltinga-
rannsóknir eru ekki nýjar hér
STJÓRNIR Framsóknarfélag-
anna í Norður-Þingeyjarsýslu
beittu sér fyrir skoðanakönnun
í nóvember sl. á uppstillingu
Norður-Þingeyinga á framboðs-
lista Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra
við næstu alþingiskosningar.
Fyrir lá, að þeir Norður-Þing-
eyingar, sem voru á lista flokks
ins við síðustu kosningar, gæfu
ekki kost á sér til framboðs við
næstu kosningar, og samkvæmt
samþykkt kjördæmisþings
skulu gömlu kjördæmin ráða
skipun manna í þau sæti á fram
boðslistanum, sem þeim ber
hverju um sig.
Könnunin var óbundin og án
á landi, en hafa verið fram-
kvæmdar á Keldnaholti undan-
farin ár. j
Fleira nýtt?
Rannsóknastofan er að koma
upp bókasafni, sem Búnaðar-
samband Eyjafjarðar, Ræktun-
arsambandið og Tilraunastöðin
á Akureyri standa einnig að.
Það er uppi á lofti í Glerárgötu
36 og þar eiga að verða fræði-
bækur og fræðslurit, hverskon-
ar uppsláttarrit fyrir okkur,
sem vinnum að rannsóknum, en
einnig fyrir bændur.
Nokkuð að síðustu um rann-
sóknastörf?
Eins og háttað er nú búskap,
framleiðslu, mörkuðum og sam-
keppni, eru margvíslegar rann-
sóknir orðnar lífsnauðsyn fyrir
bændur. Þá má geta þess í lok-
in, að þótt störf okkar á Rann-
sóknastofunni séu rannsóknar-
störf að mestu, vinnum við
einnig að margvíslegum leið-
beiningum fyrir bændur í fjórð
ungnum. Og í framhaldi af því
hafa búnaðarsamböndin sótt um
það til Búnaðarfélags íslands,
að við Þórarinn Lárusson verð-
um báðir ráðunautar búnaðar-
sambandanna allra á svæðinu,
titlaðir sem ráðunautar og á
launum sem slíkir. Búnaðar-
félagið hefur samþykkt þetta,
en staðfesting ráðherra liggur
enn ekki fyrir.
Blaðið þakkar svör Jóhannes-
ar Sigvaldasonar. □
ábendinga. Þátttakendur voru
279 og ritaði hver þrjú nöfn á
þar til gerðan kjörseðil. Hlaut
fyrsta nafnið þrjú stig, annað
nafnið tvö stig og þriðja nafnið
eitt stig. Við talningu komu
fram sjötíu og þrjú nöfn, en
tólf stiga- og atkvæðahæstu ein-
staklingar voru (tölurnar innan
sviga er atkvæðafjöldinn):
1. Óli Halldórsson,
Gunnarsstöðum 202 (88)
2. Jóhann Helgason,
Leirhöfn 154 (71)
3. Grímur B. Jónsson,
Ærlækjarseli 129 (61)
4. Sigtryggur Þorláksson,
Svalbarði 117 (62)
5. Sigurður Jónsson,
Efra-Lóni 115 (55)
6. Kristján Ármannsson,
Kópaskeri 91 (42)
7. Stefán Jónsson,
Ærlækjarseli 78 (36)
8. Árni Sigurðsson,
Hjarðarási 66 (38)
9. Bjarni Aðalgeirsson,
Þórshöfn 61 (32)
10. Þórhallur Björnsson,
Kópavogi 57 (22)
11. Eggert Ólafsson,
Laxárdal 56 (37)
12. Björn Hólmsteinsson,
Raufarhöfn 37 (18)
Efnt verður til prófkjörs,
væntanlega í ágúst n. k., milli
nokkurra þeirra manna, sem
flest stig fengu í skoðanakönn-
uninni og gefa kost á sér til
framboðs. Þá verður og öðrum,
sem vilja verða fulltrúar Norð-
ur-Þingeyinga á framboðslistan-
um, gefinn kostur á framboði í
prófkjörinu leggi þeir fram
skriflega umsókn þar um ásamt
lista með fimmtán kjörgengum
meðmælendum, sem undirbún-
ingsnefnd prófkjörsins tekur
gilda. (Fréttatilkynning)
HÉR birtist skrá yfir leiki KA
og Þórs, sem ólokið er í 2. deild.
Laugardaginn 20. janúar: Þór
—Breiðablik í íþróttaskemm-
unni á Akureyri.
Sunnudaginn 21. janúar: KA
—Breiðablik í íþróttaskemm-
unni á Akureyri.
Laugardaginn 27. janúar: KA
—ÍBK í íþróttaskemmunni á
Akureyri.
Sunnudaginn 28. janúar: Þór
—ÍBK í íþróttaskemmunni á
Akureyri.
Laugardaginn 10. febrúar:
Grótta—Þór í íþróttahúsinu á
Seltjarnarnesi. — ÍBK—KA í
íþróttahúsinu í Hafnarfirði.
Sunnudaginn 11. febrúar:
Stjarnan—Þór í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði. — Fylkir—KA í
Laugardalshöllinni.
Laugardaginn 17. febrúar:
Þór—Stjarnan í íþróttaskemm-
unni á Akuryeri.
Sunnudaginn 18. febrúar: KA
—Stjarnan í íþróttaskemmunni
á Akureyri.
Laugardaginn 24. febrúar:
Breiðablik—KA í íþróttahúsinu
á Seltjarnarnesi.
Sunnudaginn 25. febrúar:
Þróttur—KA í Laugardalshöll-
inni.
Fimmtudgainn 1. marz: KA—
Þór í íþróttaskemmunni á Akur
eyri.
Laugardaginn 3. marz: Þór—
Grótta í íþróttaskemmunni á
Akureyri.
Sunnudaginn 4. marz: KA—
Grótta í íþróttaskemmunni á
Akureyri.
Laugardaginn 10. marz:
Breiðablik—Þór í íþróttahúsinu
á Seltjarnarnesi.
Sunnudaginn 11. marz: Fylk-
ir—Þór í Laugardalshöllinni.
Laugardaginn 17. marz: ÍBK
—Þór í íþróttahúsinu í Hafnar-
firði.
Sunnudaginn 18. marz: Þrótt-
ur—Þór í Laugardalshöllinni.
Sunnudaginn 25. marz: KA—
Þróttur í íþróttaskemmunni á
Akureyri. □
RANNSOKNASTOFA Norður-
lands er í Glerárgötu 36, í húsi
Byggingavörudeildar KEA. —
Hún var stofnuð 1964, sam-
kvæmt fundarsamþykkt 1963 á
aðalfundi Ræktunarfélags Norð
urlands. Jóhannes Sigvaldason
var svo ráðinn til að veita rann-
sóknastofunni forstöðu og hef-
ur hann gert það síðan. Rann-
sóknastofan var til húsa í Efna-
verksmiðjunni Sjöfn til 1971, en
fluttist þá í rúm húsakynni við
Glerárgötu.
Blaðið hitti að máli Jóhannes
Sigvaldason fyrir helgina og
bað hann að svara nokkrum
spurningum um rannsóknastof-
una og verkefni hennar.
Ræktunarfélag Norðurlands
stofnaði Rannsóknastofuna og
rekur hana?
Ræktunarfélagið rak tilrauna
stöð hér á Akureyri, i Gróðrar-
stöðinni, en ríkið tók við henni
1946 og leigði Ræktunarfélagið
eignirnar. Varð nú starfsemi
Ræktunarfélagsins lítil um
skeið, en eftir 1960 fóru að heyr
ast raddir um að auka þyrfti
starfið á ný, umfram útgáfu-
starfsemi og kynningu Árið
1963 seldi svo Ræktunarfélagið
eignir sínar, Gróðrarstöðina, og
varði þeim fjármunum til að
stofna Rannsóknastofu Norður-
lands. Það á hana og hefur rek-
ið hana síðan, en að sjálfsögðu
með ríkisstyrk og stuðningi
búnaðarsambandanna í fjórð-
ungnum. Ennfremur greiða
bændur fyrir efnagreiningam-
ar, hver fyrir sig.
JOHANNES SÍGVALDASON TILRAUNASTJORI
SVARAR NOKKRUM SPURNINGUM BLAÐSINS
breytilegt frá einni túnspildu til
annarrar, innan sama túns, en
einnig milli héraða. í ljós hefur
komið, þegar farið var að efna-
greina í annað sinn, á þeim stöð
um sem ráðlagt var að bera
minna á af kalíáburði, hefur
kalímagnið lækkað verulega
síðan, og verður þá á sumum
stöðum að snúa þróuninni við
á ný. Þegar langt líður á milli
Jóhannes Sigvaldason.
þess að sýni eru tekin og rann-
sökuð, geta leiðbeiningar um
kalínotkun, svo dæmi sé tekið,
átt fullan rétt á sér í fá ár, en
hins vegar er ekki víst að svo
verði t. d. í fimm ár.
SKOÐANAKÖNNUN
Framsókiiarmanna í Norður-Þingeyjarsýslttu*
5
og ÞÖR sigruðu Fylki
Sigurvegárar í yngri fl. í Stórhríðarmótinu, sem fram fór um síðustu helgi. Frá vinstri: Karl Frí-
mannsson, Guðmundur Sigtryggsson, Ingvar Þóroddsson, Jóna M. Júlíusdóttir, Katrín Frímanns-
dóttir, Finnbogi Baldvinsson, Ólafur Grétarsson, Júlíus Jónsson.
STÚRHRiÐARMÚT I HLlÐARFJALLI I
UM s.l. helgi fóru fram tveir
leikir í íþróttaskemmunni í 2.
deild í handknattleik. Lið Fylk-
is kom norður og lék við Akur-
eyrarfélögin.
KA-Fylkir 21:16.
Leikur KA og Fylkis fór fram
á laugardag og var hann jafn
og spennandi fyrir áhorfendur.
í leikhléi var staðan 8:7 fyrir
KA. Það var ekki fyrr en í lok
síðari hálfleiks að KA tókst að
Vyggja sér sigur og átti Þorleif-
ur mestan þátt í því. Lið Fylkis
er skipað ungum og lítt leik-
reyndum leikmönnum, en þeir
eru harðir í horn að taka, alltof
harðir að mínum dómi. Dómar-
ar voru Sveinn Kristjánsson og
Árni Sverrisson og var talsvert
misræmi í dómunum, enda eru
þessir menn óvanir að dæma
saman. Ljótasta brot sem sést
hefur hér í íþróttaskemmunni
um árabil fór alveg fram hjá
þeim, þegar einn leikmaður
Fylkis, sem hafði áður í leikn-
um verið vísað út af fyrir gróf-
an leik, gaf Halldóri Rafnssyni
á kjaftinn fyrir augunum á
Sveini, en leikmaðurinn fékk
ekki áminningu hvað þá að hon
um væri vísað af leikvelli. Þetta
er að mínum dómi mjög alvar-
legt, ef svona brot eru leyfð í
íþróttum.
Um leik KA-liðsins er það að
segja, að mér fannst hann slak-
ur, sérstaklega sóknarleikurinn,
og það er sama sagan hjá Þór.
Sóknarleikurinn hjá Akureyr-
arliðunum verður að lagast ef
þessi lið eiga að ná árangri.
Halldór og Hörður áttu slæman
dag í fyrri hálfleik, en bezti
sóknarmaður KA var Þorleifur
og hef ég sjaldan séð hann
betri. Nokkrar mjög fallegar
línusehdingar sáust í leiknum
hjá leikmönnum KA og var það
ánægjulegt. Bjössi var slakur í
vörninni. Þrisvar í röð í fyrri
hálfleik komst Fylkismaður inn
í hornið hjá honum og skoraði.
Þór-Fylkir 23:5.
Fylkir mætti Þór á sunnudag
inn. Og er skemmst frá því að
segja, að Þórsarar höfðu yfir-
burði allan leikinn, nema fyrstu
5 mín., og skoruðu þeir 23 mörk,
en leikmenn Fylkis aðeins 5, og
mun það vera ein lægsta marka
tala, ef ekki sú lægsta, sem lið
hefur skorað í 2. deild. í leikhléi
var staðan 12 mörk gegn 3 Þór í
vil.
Um leik Þórsara vil ég segja
það, að mér finnst það sama að
hjá þeim og KA, sóknarleikur-
inn er ekki nógu góður, og Þor-
björn, sem verið hefur þeirra
beztur, átti slæman dag og einn
Frá fundi Fram-
sóknarfélaga
Á FUNDI Framsóknarfélag-
anna á Akureyri sl föstudags-
kvöld hafði Ingvar Gíslason al-
þingismaður framsögu um
stjórnmálaviðhorf í upphafi árs.
Kom þingmaðurinn víða við í
ræðu sinni, rakti gang helztu
þingmála, greindi ítarlega frá
afgreiðslu fjárlaga og meðferð
efnahagsmálanna.
Að lokinni ræðu Ingvars, sem
var mjög ítarleg og yfirgrips-
mikil, hófust almennar umræð-
ur, og tóku margir fundar-
manna til máls. Frummælandi
svaraði í fundarlok nokkrum
athugasemdum og fyrirspurn-
um, sem til hans hafði verið
beint. Q
ig Sigtryggur í fyrri hálfleik.
Steini átti langbeztan leik og
einnig var Baddi góður og
Tryggvi markvörður varði 5
víti og geri aðrir markmenn
betur.
Um leikmenn Fylkis er það
að segja, að það var eins og
annað lið léki nú. Þeir glopruðu
knettinum hvað eftir annað og
áttu margar feilsendingar, en
slíkt sást varla á laugardaginn.
Þó voru þeir með tilburði að
halda hörkunni og var tveimur
leikmönnum Fylkis vísað af
velli og öðrum þeirra tvívegis
og var Sveinn dómari þar að
verki í síðara sinn alveg að ó-
þörfu, að mínum dómi.
Að lokum ein spurning: Er
það satt, að leikmenn Fylkis
hafi verið að skemmta sér í
Sjálfstæðishúsinu á laugardag-
inn og einhverjir þeirra verið
ölvaðir? Þetta hef ég heyrt úr
fleiri en einni átt, en get ekki
sannað. Ef svo hefur verið, er
hér um mjög= alvarlegt mál að
ræða .í fyrsta lagi hafa þessir
ungu menn svikið sjálfa sig, í
öðru lagi félag sitt, í þriðja lagi
íþrótt sína, í fjórða lagi hafa
þeir móðgað leikmenn Þórs og
í síðasta lagi hafa þeir svikið
íþróttaunnendur á Akureyri,
sem voru margir í íþrótta-
skemmunni á sunnudaginn, og
ég trúi því ekki að nokkur hafi
haft ánægju af að horfa á leik-
inn á sunnudaginn.
Þórsarar hafa leikið 3 leiki í
2. deild og alltaf sigrað, og hafa
þeir möguleika á að hreppa sæt
ið sem losnar í 1. deild. Of
snemmt er þó að spá um slíkt.
Þeir eiga 11 leiki eftir. Sv. O.
Staðan er nú þessi í 2. deild:
Félög LUJT M S
Þór 3 3 0 0 52-29 6
ÍBK 3 3 0 0 60-53 6
Grótta 4 3 0 1 85-73 6
Breiðablik 4 3 0 1 89-80 6
KA 4 2 0 2 93-69 4
Þróttur 4 1 0 3 67-58 2
Stjarnan 3 0 0 3 47-80 0
Fylkir 5005 69-120 0
Fyrir þá, sem ekki kunna á
þessa töflu skal þess getið, að
fyrsta röðin táknar leikjafjölda,
önnur unna leiki, þriðja jafn-
teflisleiki, fjórða tapaða, síðan
mörk og stig.
STÓRHRÍÐARMÓTIÐ fór
fram um síðustu helgi. Keppt
var í svigi í ágætu veðri en færi
var fremur hart.
Þetta var fyrsta alvöru skíða-
mótið á þessu ári og setti það
að vonum svip á keppnina.
Áberandi er, hvað skíðafólk er
í góðri þjálfun og er það vafa-
laust að þakka góðri þátttöku í
haustæfingum.
Það skíðafólk, sem dvaldi er-
lendis við æfingar í desember,
sker sig að vonum nokkuð úr.
Ekki er nokkur vafi á því, að ef
þeir sem heima voru, hefðu not-
að jafnmikinn tíma til æfinga
hér heima eins og hinir, sem ut-
an fóru gerðu erlendis, þá er
ekki víst að munurinn væri svo
mikill. Það er ekki allt fengið
með utanferðum.
Haukur Jóhannsson hafði af-
gerandi yfirburði í karlaflokki,
en Árni Óðinsson var heldur
óheppinn í fyrri ferð. Veturinn
kemur til með að vera einvígi
milli þeirra. Gömlu mennirnir,
Viðar og Reynir, stóðu vel fyrir
sínu, en eru greinilega í öðrum
gæðaflokki.
B-flokks liðið var heldur
þunnskipað að þessu sinni og
gefur vart tilefni til frekari um-
mæla.
Kvennaflokkurinn hefur ekki
verið fjölmennari hér í þæ í
mörg ár. Þar sigraði Margrét
Baldvinsdóttir nokkuð örugg-
lega eins og vænta mátti. Mest
kom á óvart frammistaða Guð-
rúnar Frímannsdóttur óg hefur
hún tekið geysilegUm framför-
um frá í fyrra. Íslandsmeistar-
inn í svigi, Svandís Hauksdótt-
ir, mætti ekki, en gerir það
áreiðanlega næst, þar sem hún
er í ágætri æfingu.
Um unglingaflokkana er
margt að segja. Þar er stór hóp-
ur af mjög efnilegu fólki. Ásgeir
Sverrisson vann mjög sannfær-
andi sigur í sínum flokki og þar
virðist fátt geta stöðvað hann í
vetur nema Tómas Leifsson, en
honum hlekktist illa á að þessu
sinni.
í stúlknaflokki 13—15 ára
þarf að fjölga að mun. Það
hljóta að vera fleiri stúlkur á
þessum aldri, sem vilja keppa
á skíðum og þær eru velkomn-
ar. Katrín Frímannsdóttir vann
þennan flokk örugglega.
í drengjaflokki 13—14 ára eru
nokkrir hörku menn, sem örugg
lega eiga eftir að gera garðinn
frægann. Nægir þar að nefna
Ingvar Þóroddsson, Guðmund
Sigtryggsson, Karl Frímanns-
son, Ottó Leifsson og Björn Vík
ingsson. Allt eru þetta bráðefni-
legir drengir, sem eiga eftir að
ná langt, ef þeir leggja rækt
við íþróttina.
í flokki stúlkna 11—12 ára
vantar endilega fleiri keppend-
Kvennaflokkur: sek.
Margrét Baldvinsd. KA 92,8
Guðrún Frímannsd. KA 100,1
Margrét Þorvaldsd. KA 103,3
Karlaflokkur (46 hlið): sek.
Haukur Jóhannsson KA 88,1
Árni Óðinsson KA 92,2
Reynir Brynjólfsson Þór 99,6
B-flokkur: sek.
Viðar Þorleifsson 127,4
Drengir 15—16 ára: sek.
Ásgeir Sverrisson KA 84,9
Albert Jensen KA 88,0
Sigurður Sigurðsson KA 90,4
Stúlkur 13—15 ára: sek.
Katrín Frímannsd. KA 104,3
Jóna M. Júlíusd. Þór 111,6
Sóley Árnadóttir KA 113,6
Drengir 13—14 ára: sek.
Ingvar Þóroddsson KA 79,2
Guðmundur Sigtr.son KA 79,5
Karl Frímannsson KA 83,4
ur. Þar sigraði Aldís Arnardótt-
ir mjög örugglega. Aldís er
áreiðanlega eitt mesta skíða-
konuefni, sem komið hefur
fram nú í nokkur ár.
Við drengina í 11—12 ára
flokki er líklega bezt að segja
„flýtið ykkur hægar næst,
drengir!“ Annars eru þarna
nokkrir bráðefnilegir strákar
eins og Jón, Finnbogi og Ólafur
Valsson, en þarna vantar fleiri.
Áhorfendur voru nokkrir og
þá einkum foreldrar, sem voru
að liorfa á börn sín keppa.
Æskilegt væri, að fleiri for-
eldrar legðu leið sína í Hlíðar-
fjall um helgar og fylgdust með
börnum sínum. Það örvar áreið
anlega áhugann hjá börnunum,
auk þess sem skíðaráðið hefir
alltaf not fyrir fleiri hendur, er
vilja starfa að þessum málum.
Aukið framlag til L. A.
SAMKVÆMT tillögu fjárveit-
inganefndar Alþingis hefur ver-
ið ákveðið að hækka árlegt ríkis
framlag til Leikfélags Akureyr-
ar í 1.5 millj. kr. Er hér um
verulega hækkun að ræða mið-
að við árið í fyrra, en þá var
endanlegt ríkisframlag ákveðið
750 þús. kr. Þess skal getið, að
ríkisframlagið fyrir árið 1971
var aðeins 300 þús. kr. Má af
þessu sjá, að sl. tvö ár hefur
ríkisframlag til Leikfélagsins
fimmfaldazt. Q
Stúlkur 11—12 ára: sek.
Aldís Arnardóttir Þór 73,9
Sigurlaug Vilhelmsd. KA 159,4
Halla Gunnarsdóttir KA 180,7
Drengir 11—12 ára: sek.
Júlíus Jónsson KA 97,9
Finnbogi Baldvinsson KA 101,5
BYSSULEIKIR
í FRAMHALDI af ógnvekjandi
fregnum að sunnan um hnífa-
og byssumenn, er ástæða til að
líta sér nær. Síðast í fyrrakvöld
voru lögregluþjónar hér á Ak-
ureyri að eltast við byssuung-
ling hér ofan við bæinn. Skot-
vopn og skot eru víða í ótryggri
geymslu og býður það óhöppum
heim. Ættu nú byssueigendur
að láta sér vítin að varnaði
verða. □
YIÐGERÐARÞJONUSTA
á sjónvarpstækjum — útvarps-
tækjum — plötuspilurum — seg-
ulbandstækjum.
STUTTUR BIÐTÍMI.
Vorum að taka upp:
HLJÓMPLÖTUR - KASS-
ETTUR - 8 RÁSA SPÓLUR.
Otvarpsvirkja
MEISTARI
Slade — Jolm Mayall
— Taste — Hendrix
— Rod Stewart — San-
tana o. m. £1.
MtSBM,
VIÐGERÐARSTOFA
STEFÁNS HALLGRfMSSONAR . Glerárgötu 32 . Sími 11626 . Akureyri
Örslif i SforhrsSarmófinu: