Dagur - 28.02.1973, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Sirnar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERJLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
ÞJÓÐHÁTlÐ
HINAR stórkostlegu áætlanir um
þjóðliátíð á Þingvöllum á ellefu alda
afmæli íslandsbyggðar, árið 1974,
hafa ekki hlotið það almenna fylgi,
sem ætla mætti hjá veizlukærri þjóð.
Eftirtekt vekur, að á allmörgum
stöðum hafa félög einróma lagt til,
að hátíðahöld þessi verði niður felld.
Ætla mætti því, að fyrirhuguð 60—70
þúsund manna stórhátíð á Þingvöll-
um þurfi endurskoðunar við, og ætti
í því efni að leita álits fólks sem
víðast í byggðum og bæjum.
Eldgosið í Vestmannaeyjum virð-
ist, samkvæmt a. m. k. sumum fund-
arsamþykktum, eiga þátt í því að
mótmæla dýrum hátíðahöldum 1974,
þar sem þjóðin hefur ákveðið að taka
á sig þunga bagga vegna þessara nátt-
úruhamfara. En auðvitað getur þjóð-
in veitt sér þann munað að halda
hátíð, meira að segja dýra hátíð með
prjáli og skrautsýningum, þjóðarbók
hlöðu, sögualdarbæ, víkingaskipi og
60—70 þúsund manna hátíð á Þing-
völlum, hvort sem jarðeldar brenna
enn í Heimaey eður ei, ef hún aðeins
vill svo vera láta.
Þjóð, sem telur sig hafa efni á því
að kaupa áfengi og tapa vinnudögum
af völdum áfengisdrykkju í þeim
mæli, að meta má á einu ári til jafns
við öll íbúðarhús í Vestmannaeyjum,
hefur auðvitað efni á að halda liátíð,
hvenær sem henni þóknast. Hitt er
svo annað mál, hvað skynsamlegt
getur talizt. Hér er fastlega mælt
með hátíðum heima í héruðum, veg-
legum hátíðahöldum, en jafn fast-
lega varað við því, að stefna þriðj-
ungi þjóðarinnar saman á Þingvöll,
því að það er fásinna af mörgum
orsökum: Örtröð Þingvalla, umferð-
aröngþveiti, óheyrilegum kostnaði,
þeirri óskilgreindu hættu, sem öllúm
fjöldasamkomum hér á landi er
búin, en yrði margföld á Þingvöll-
um, og svo óveðursáhættu. Og hvar
ætla menn svo að finna helgi staðar-
ins á sögufornum Þingvöllum í
mannhafinu? Væri ekki nær að íbúar
héraða færu hópferðir til Þingvalla
eftir héraðshátíðahöld, þar sem einn
hópurinn tæki við af öðrum, ef
áhugi væri fyrir því?
Með hægu móti og viðráðanlegum
kostnaði gæti þjóðliátíðanefnd tekið
á móti héraðahópum þótt allstórir
væru og veitt þeim leiðsögn og þjón-
ustu á Þingvöllum, án nokkurrar
áhættu. Er þá líklegt, að ferðafólkið
nyti liins fomhelga staðar og ferðar-
innar heiman og heim, svo sem bezt
má verða. □
Sáttatillögur í Laxárdeilunni
FYRIRVARI LANDEIGENDAFELAGSINS
Fara sáttatillögurnar hér á
eftir og ennfremur fyrirvarar
deiluamila.
Sáttatillögurnar:
1. Laxárvirkjun lýsir yfir, að
hún muni ekki stofna til frekari
virkjana í Laxá, umfram þá 6.5
mv. virkjun, sem nú er unnið
að, nema til komi samþykki
landeigenda.
2. Landeigendafélagið aflétti
lögbanni á vatnstöku fyrir Laxá
III, fyrri áfanga.
3. Um skaðabætur til handa
Gerðardómur skal vera skipað-
ur valinkunnum mönnum. Skal
hvor deiluaðili tilnefna einn
mann í dóminn og Hæstiréttur
oddamann, sem skal vera lög-
fræðingur. Gerðardómur skal
hafa lokið dómuppkvaðningu
um áramót 1973—74. Gera skal
sérstakan gerðardómssamning.
4. Stjórn L.L.M. getur fallizt
á að fella niður öll málaferli á
hendur Laxárvirkjun fyrir dóm
stólum ríkisins, þegar nefndur
lögformlegur samningur hefur
verið undirritaður.
5. Stjórn L.L.M. fellst á 5. tl.
sáttatillagna..
6. Stjórn L.L.M. fellst á 6. tl.
sáttatillagna.
7. Stjórn L.L.M. fellst á 7. tl.
sáttatillagna.
Auk þess sem hér hefur verið
sagt, telur stjórn L.L.M. rétt að
taka ákvæði í nefndan sáttar-
samning um, hvernig fara skuli
með stíflur við Mývatn, og að
landeigendur við Mývatn skuli
ráða vatnshæð Mývatns.
Stjórn L.L.M. skuldbindur
ekki Landeigendafélag Laxár
og Mývatns endanlega með þess
ari yfirlýsingu, heldur þarf að
leggja uppkast að nefndum sátt-
arsamningi fyrir almennan fé-
lagsfund til samþykktar eða
synjunar.
Stjórn L.L.M. telur nauðsyn-
legt, að í samningi verði tekin
skuldbinding Laxárvirkjunar
um að haga rekstri allra virkj-
ana sinna við Brúar á þann hátt,
að sem minnst tjón verði á fisk-
ræktamytjum Laxár og bæti
hugsanlegt tjón.
P. S. Stjórn L.L.M. gerir ráð
fyrir því, að fulltrúi íslenzka
ríkisins undirriti nefndan lög-
formlegan samning til viður-
kenningar á þeim skuldbinding-
um, sem af hoonum leiðir fyrir
íslenzka ríkið gagnvart L.L.M.
Stjórn Landeigendafélags
Laxár og Mývatns.
Hernióður Guðniundsson,
Eysteinn Sigurðsson,
Vigfús B. Jónsson,
Jón Jónasson,
Þorgrímur Starri Björgvinsson.
„Welcome lo lceland"
SMATT & STORT
(Framhald af blaðsíðu 8) HVER BER ABYRGÐINA?
Á BLAÐAMANNAFUNDI Raf-
veitu Akureyrar og Rafveitna
ríkisins á Hótel Varðborg á
mánudaginn upplýstu rafveitu-
stjórarnir ýmislegt um raforku-
málin á orkuveitusvæði Laxár-
virkjunar. Þar upplýsti einnig
formaður Laxárvirkjunarstjórn
ar, Valur Arnþórsson, um leyfi
sáttasemjara í Laxárdeilunni
um birtingu þeirra sáttatillagna,
er samkomulag varð um milli
Laxárvirkjunarstjórnar og
Landeigendafélags Laxár og Mý
vatns, með fyrirvörum.
um ofangreindar sáttatillögur,
lagðar fram í Árnesi 4. janúar
1973:
Stjórn Landeigendafélags
Laxár og Mývatns telur fram-
lagðar sáttatillögur vera jákvæð
an sáttagrundvöll með eftirfar-
andi athugasemdum:
1. Stjórn L.L.M. getur fallizt
á 1. tl. sáttatillagna, enda undir-
riti stjórn Laxárvirkjunar f. h.
Laxárvirkjunar sem fullgilds
lögaðila (juridisk person) lög-
formlegan samning um sáttar-
gerðina í öllum atriðum.
2. Stjórn L.L.M. fellst á að
aflétta lögbanni, þegar nefndur
lögformlegur samningur hefur
verið udirritaður af deiluaðilj-
um, enda verði ekki um vatns-
borðshækkun í Laxá að ræða.
3. Stjórn L.L.M. getur fallizt
á 3. tl. sáttatillagna með eftir-
farandi skilmálum:
a) íslenzka ríkið eða Laxár-
virkjun smíði fullkominn fisk-
veg upp fyrir virkjanir við Brú-
ar og beri óskipta ábyrgð á
smíði hans og óskertum fisk-
ræktarnytjum. Skal hefja fram-
kvæmdir þessar á sumri kom-
anda og þiem lokið árið 1974.
b) Stjórn L.L.M. getur fallizt
á tvær leiðir til lausnar á skaða-
bótamálum, annað hvort um-
samin fjárhæð sem málamiðlun,
t. d. 60 milljónir króna, eða
gerðardómur til úrskurðar á
skaðabótakröfum. Skal nefndur
afsláttur á skaðabótakröfum
ekki á neinn hátt vera skuld-
bindandi gagnvart gerðardómi.
Umhverfisverndar-
sýning á ísafirði
í DAG er opnuð í Menntaskól-
anum á ísafirði umhverfisvernd
arsýning á vegum verkfirzkra
náttúruverndarsamtaka. Sýning
in byggist á spjöldum, sem
minna á ýmsa þætti umhverfis-
verndar í máli og myndum. Sam
tökin hafa notið starfskrafta
menntskælinga sem ekki hafa
legið á liði sínu við gerð og upp-
setningu sýningarinnar, auk
þess er notað efni frá Samtök-
um náttúruverndarfélaga á
Norðurlandi.
Áætlað er að fá Agnar Ingólfs
son dósent til ísafjarðar og mun
hann halda fyrirlestur um um-
hverfisvernd. En eins og mörg-
um er kunnugt eru allar slíkar
áætlanir óöruggar vegna mjög
erfiðra samgangna.
Sýningin verður opin í eina
viku.
ísafirði, 17. febrúar 1973.
F. h. verstfirzkra náttúru-
verndarsamtaka,
Þ. P.
LANDKYNNINGARRIT Flug-
félags íslands „Welcome to Ice-
land by Icelandair“ er nú komið
út í 12. skipti. Útgáfa þess hófst
árið 1962.
Útgefandinn Anders Nyborg
hefur lagt mikla rækt við söfn-
un efnis og ágætra mynda. í
1973 útgáfunni eru m. a. greinar
eftir hinn fræga leikara og
söngvara Bing Crosby, grein
landeigendum gildi annað af
tvennu:
1) Gerðardómur skipaður af
aðilum með oddamanni
skipuðum af Hæstarétti
skeri úr bótakröfum.
2) Landeigendum verði
greiddar bætur að upphæð
50 milljón krónur og er þá
gerð fiskvegar innifalin í
þeirri fjárhæð.
4. Niður verði felld málaferli
þau, sem risið hafa í sambandi
við virkjunarframkvæmdir.
5. Ríkissjóður greiði deiluaðil-
Við lið 1.
Með vísun til þeirrar yfirlýs-
ingar ríkisstjórnarinnar, sem
fram kemur í samþykkt hennar
16. nóv. 1971, að ekki verði stofn
að til frekari virkjunarfram-
kvæmda í Laxá, en nú hafa ver-
ið leyfðar, nema til kæmi sam-
þykki landeigenda, getur stjórn
Laxárvirkjunar samþykkt þenn
an lið á grundvelli þess, að ríkis
stjórn íslands beiti sér fyrir að
Laxárvirkjun fái greiddan þann
umframkostnað, sem stafar af
núverandi virkjunarfram-
kvæmdum og sem tilheyrir
virkjun umfram 6.5 MW, eftir
mati dómbærra og óvilhallra
manna, eða eftir samkomulagi
milli ríkisstjórnarinnar og
stjórnar Laxárvirkjunar, enda
eru núverandi virkjunarfram-
kvæmdir samkv. leyfi ísl. stjórn
valda.
Mat á umframvirkjunarkostn
aði eða samkomulag skal gert
fyrir árslok 1973 ásamt samn-
ingum um greiðslufyrirkomu-
lag.
Við lið 2.
Engin athugasemd.
Við lið 3.
Stjórn Laxárvirkjunar fellst
á, að gerðardómur skeri úr öll-
um skaðabótakröfum landeig-
enda, og að gerðardómur verði
skipaður eins og hér segir, enda
verði oddamaður dómsins óvil-
hollur lögfræðingur.
Hins vegar mun Laxárvirkj-
unarstjórn hafa uppi fyrir gerð-
ardómnum allar sömu mótbárur
og kröfur og hún ber fram fyrir
hinum almennu dómstólum, til
varnar sér í málunum.
Laxárvirkjun taki ekki þátt í
kostnaði við gerð fiskvegar og
beri ekki ábyrgð á honum.
Við lið 4.
Stjórnin er samþykk þessum
lið með svofellldri viðbót:---
— hvort sem til þeirra er stofn-
að af Landeigendafélagi Laxár
og Mývatns eða öðrum félögum
eða einstaklingum.
Við lið 5.
Engin athugasemd.
Við lið 6.
Gerð fiskvegar upp Laxár-
gljúfur og fiskræktarnytjar á
um landhelgismálið eftir Lúðvík
Jósepsson sjávarútvegsráðherra
auk greinar um ferðamál á ís-
landi eftir Þorleif Þórðarson for
stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins
og grein um ísland og íslend-
inga í léttum tón eftir danska
rithöfundinn Willy Breinholst.
Ennfremur ritar Markús Á. Ein-
arsson veðurfræðingur um veð-
ur á íslandi.
—
um hæfilega fjárhæð vegna þess
kostnaðar, sem þeir hafa haft af
málaferlum í sambandi við
þetta deilumál.
6. Ríkisstjórnin beiti áhrifum
sínum til þess að leyfi fyrir fisk-
veg framhjá virkjunum við Brú
ar upp Laxárgljúfur verði veitt
af þar til bærum aðilum enda
verði stusðzt við álit vísinda-
manna um þá framkvæmd.
7. Ríkisstjórnin beiti sér fyrir
að settar verði reglur um vernd-
un Laxár- og Mývatnssvæðisins.
grundvelli hans sé óviðkomandi
Laxárvirkjun, sbr. við lið 3.
Við lið 7. í
Engin athugasemd.
Framanrituð afstaða stjórnar
Laxárvirkjunar er tekin með
fyrirvara um óbreytta afstöðu
og kröfugerð í dómsmálum
þeim, sem Landeigendafélagið
eða önnur félög eða einstakling-
ar hafa höfðað gegn Laxárvirkj-
un, nema tillögurnar leiði til
endanlegs samkomulags.
Stjórn Laxárvirkjunar.
Knútur Otterstedt,
Valur Arnþórsson,
Ingólfur Arnason,
Jón G. Sólnes,
Helgi Guðmundsson,
Olafur Björnsson.
LÍTIÐ BARN OG BOLTI
Ég hefi beðið ritstjóra þessa
blaðs að birta eftirfarandi lýs-
ingu á atviki, sem ég varð vitni
að fimmtudaginn 22. febrúar,
með von um að það geti vakið
mæður smábarna til umhugs-
unar um það, að eitt hættuleg-
asta leikfang, sem þær leyfa litl-
um börnum að leika sér með úti
á umferðargötum er BOLTI.'
Kona kom gangandi austur
Eiðsvallagötu en jeppabifreið
kom vestur götuna. Bifreiðin
fór mjög hægt og sveigði norður
Ránargötu. Sömu leið fór konan
og sá þá þrjá smádrengi, sem
voru að leika sér með bolta á
götunni. Bifreiðin vár komin
skammt norður fyrir drengina
og stöðvaðist þar en var í gangi
og virtist bifreiðastjórinn vera
að gá að húsnúmerum. í sama
mund lenti bolti drengjanna inn
undir bifreiðina án þess að bif-
reiðastjórinn yrði þess var.
Minnsti drengurinn, 2ja til 3ja
ára, hljóp fram með hlið bílsins,
henti sér niður og skreið inn á
milli hjólanna og teygði sig í
boltann. Konunni og drengnum
varð það að láni, að hún hentist
að drengnum og náði í lafandi
úlpuhettu hans og kippti honum
undan bifreiðinni, en svo
skammt var milli lífs og senni-
lega dauða drengsins, að annar
vettlingur hans klemmdist und-
ir afturhjóli bifreiðarinnar, sem
fór af stað í þessari andrá. Óvit-
inn vældi af meðferðinni og hin-
ir tveir óvitarnir báru hönd fyr-
ir höfuð honum og sögðu með
þjósti: „Hann á boItann“.
Á eftir titraði konan af til-
hugsuninni um, hvað þarna gat
skeð. ímyndið ykkur hvernig
þeirri móður líður, sem missir
barn sitt, og alveg sérstaklega,
um á kaupgrciðsluvísitölu, eins
og nú er.
VAR ÞETTA M. A. GILDRA?
Haustið 1970 hækkaði þáver-
andi ríkisstjórn verð á tóbaki og
áfengi. En þá kom þessi verð-
hækkun ekki inn í kaupvísitöl-
una, því að stjórn Jóhanns Haf-
steins og Gylfa komu í veg fyrir
það rheð lagasetningu. Héldu
þeir og flokksmenn þeirra því
fram, að rangt væri að láta
munaðarvörur ráða kaupgjaldi í
landmu. Nú reynir á það, hvort
stjórnarandstæðingar eru sömu
skoðunar, en ýmislegt bendir til
þess, að svo sé ekki, og að marg-
ir þeirra telji sér skyldara að
vera á móti stjórninni, þótt og
vilji það til vinna, að hagræða
sannfæringu sinni frá 1970.
Sumir telja, að stjómin sé með
frumvarpi þessu að leggja
gildru fyrir stjórnarandstöðuna,
og að vel muni í hana veiðast.
GETUR AKUREYRI... ?
Mjög er nú rætt um innflutning
tilbúinna gjafahúsa frá ýmsum
löndum til að bæta húsnæðis-
skort þann, sem af eldgosi
Heimaeyjar stafar. Talsvert er
það rætt hér á Akureyri, hvort
hærinn sé undir það búinn að
taka á móti nokkrum tugum
innfluttra timburliúsa til niður-
setningar, með búsetu Vest-
mannaeyinga í þeim fyrir aug-
um. En líklegt er talið, að eftir
vetrarvertíð muni fólk frá Vest-
mannaeyjum vera fúsara en
áður til að flytja til hinna ýmsu
landshluta, ef svo hcldur sem
horfir í lieimkynnum þess.
ef hún getur ásakað sjálfa sig
fyrir gáleysið. Bifreiðastjóran-
um yrði þó sjálfsagt kennt um
slysið.
Ég vona að mæður minnist
þessa atviks í framtíðinni, áður
en þær rétta litlu börnunum
bolta sinn er þau fara út að
leika sér.
Guðrún Aspar, Ránargötu 9.
STUTTSVAR
Vinur minn Heimir Sigtryggs
son sendir mér og félaginu Iðju,
félagi verksmiðjufólks, tóninn í
síðasta tölublaði Dags, og telur
sig hafa fundið það snöggan
blett á okkur að óhætt væri að
dangla þar kröftuglega á. Lítil
ástæða væri þó að svara þessu
tilskrifi hans, ef ekki kæmi til
rík viðleitni hans í því að halla
réttu máli og dylgja með hluti,
sem eiga sér hvergi stað.
Heimir segir í grein sinni að
rekstrarafgangur félagssjóðs
hafi verið kr. 1.412.303,00. Þetta
er nú ekki sannleikanum sam-
kvæmt, hann var kr. 853.421,00
eins og Heimir veit vel sjálfur,
enda hafði hann reikningana
fjölritaða í höndum. Ennfremur
segir Heimir að fulltrúar Iðju
sem sátu síðasta Alþýðusam-
bandsþing (og ber þá ónafn-
greindan fulltrúa fyrir þeim
upplýsingum), að Iðjufulltrúarn
ir hafi getað fengið peninga að
vild, án þess að sýna nokkra
reikninga. Hér er gefið til
kynna að fulltrúarnir hafi feng-
ið mismunandi mikið í farar-
eyrir og uppihaldskostnað, en
hið rétta er að allir fengu sömu
upphæð í þessu efni og var gef-
inn út reikningur fyrir allri upp
hæðinni og hefur sá háttur ver-
Þannig spyr reisuleg frú við
Hamarsstíg og tilefni spurning-
ar hennar segir hún eftirfar-
andi: Skipt var um jarðveg í
götunni í fyrrasumar og þá fór
vatnsleiðsla að leka þar í
nokkra daga en lekinn hvarf án
aðgerða. Síðan var götunni lok-
að með malbiki, og þá fór aftur
að leka og nú er verið að brjóta
upp götuna til að gera við Iek-
ann. Frúin minntist á Molbúa í
þessu sambandi en hér látum
við staðar numið. En væntan-
lega stendur ekki á svari þeirra
manna, sem ábyrgir eru.
ÞRJÚ FRÉTTABLÖÐ
Hafin er útgáfa þriggja frétta-
blaða fyrirtækja á Akureyri.
Eitt hefur verið nefnt hér áður
og er það KEA-fréttir, sem tvö
tölublöð eru komin af, hið síð-
ara talsvert fréttaríkt og voru
birtar úr því fréttir. Gunnlaug-
ur P. Kristinsson sér um útgáf-
una.
Þá hefur Búnaðarsamband
Eyjafjarðar gefið út sitt fyrsta
fréttablað, sem heitir Fréttir og
fróðleikur og fjallar það um hey
efnagreiningar og fóðrun mjólk-
urkúa. Annað er í prentun og
fjallar um Jarðræktarlögin,
styrkveitingar til jarðræktar og
bygginga. Ráðunautarnir Ævarr
Hjartarson og Olafur Vagnsson
annast útgáfuna.
Þriðja blaðið heitir Starfs-
mannablaðið. Útgefandi er
Slippstöðin en umsjónarmaður
er Ingólfur Sverrisson og eru í
því margskonar upplýsingar
auk mynda. Öll eru blöð þessi
lún þörfustu, livert á sínu sviði.
ið viðhafður yfir kostnað við
þing A.S.Í. og hefur enginn gert
athugasemd við það.
Þá getur Heimir þess í fyrir-
spurn þó, hvort það sé satt að í
leikhúsferðinni í fyrra hafi þátt-
takendum sem voru rúmlega
100 verið boðið til hádegisverðar
í Hressingarskálanum og hafi
menn mátt panta sér mat eftir
vild og geðþótta, og er skyndi-
lega kominn með kostnaðinn í
80 þúsund krónur, og segir „gott
át það“. Ja, fyrr má nú rota en
dauðrota. Ég veit hver tilgang-
urinn hjá Heimi er með þessu,
og hann er sá að vekja tor-
tryggni og úlfúð. Hann hafði
það fyrir framan sig í reikning-
unum hvað umrædd leikhúsferð
kostaði og hann var kr. 16.412,00
eða um kr. 155,00 pr. mann.
Undir lok greinarinnar getur
Heimir um fjórar orlofsferðir á
árinu og kostnað við þær, en
laumar því að, að stjórnin skatt-
leggi félagsfólkið og ekki sízt
þá, sem vinna yfirvinnu til að
greiða slíkan kostnað, en ég vil
í því sambandi benda Heimi á
það að ekki einn eyrir af félags-
gjöldum eða af öðrum tekjum
félagssjóðs er varið til að greiða
kostnað við Iðjuferðalög, heldur
hefur það verið orlofssjóður
sem eins og kunnugt er hefur
sínar tekjur frá vinnuveitend-
um, og er eins og hjá öðrum
verkalýðsfélögum notaður til að
greiða niður orlofsferðir eða
orlofsdvöl verkafólks t. d. að
Illugastöðum og veit ég ekki til
að neinn hafi amazt við því,
heldur þvert á móti.
Ég læt svo þetta nægja, og vil
vona að Heimir vilji frekar hafa
það, sem sannara reynist.
Jón Ingimarsson.
FYRIRVARI LAXARVIRKJUNARSTJORNAR
RAFORKUSKORTUR ER YFIRVOFANDI
Hófleg orkunotkun betri en skömmtunin
Á BLAÐAMANNAFUNDI á
mánudaginn lýsti framkvæmda-
stjóri Laxárvirkjunar, Knútur
Otterstedt, ástandi og horfum í
raforkumálum. Gert hafði verið
ráð fyrir því, að fyrsta virkjun-
arstig Laxár III (6.5 megavött)
gæti hafið starfrækslu í desem-
ber sl. Af því varð ekki vegna
hinnar kunnu Laxárdeilu og lög
banni því, sem enn er í gildi.
Þetta hefur þær afleiðingar, að
Laxárvirkjun verður að tak-
marka raforku til viðskiptavin-
anna, þegar rennslistruflanir
verða í Laxá.
Raforkuframleiðslan, sem
Laxárvirkjun hefur yfir að ráða
er rúm 23.000 kw. Laxá sjálf
framleiðir um 12.000 kw, diesel-
stöðvarnar á Akureyri 7.500
kw og gufustöðin í Bjarnarflagi
í Mývatnssveit 2.800 kw. Þetta
er allt miðað við full afköst og
má því ekkert út af bera.
Raforkunotkunin á Laxár-
veitusvæðinu hefur aukizt hröð
um skrefum á síðustu árum og
er nú svo komið, að öll þessi
raforka er notuð, svo að segja
má, að allt standi í járnum. Þeg-
ar örlítið hefur út af brugðið
með raforkuna, hefur verið
gripið til þess ráðs að taka hita
af íbúðarhúsum, en ekki verður
lengur hafður sá háttur á, enda
felst í því freklegt óréttlæti,
sagði framkvæmdastjórinn, en
þess í stað gripið til skömmt-
unar eftir þörfum, enda ekki
önnur ráð tiltæk.
Þá gerði framkvæmdastjór-
inn grein fyrir síðustu raforku-
truflunum og rafmagnsskömmt-
un hér á Akureyri, en ekki er
þörf á að endurtaka það hér,
enda bæjarbúum því miður vel
kunnugt. Hitt þarf að undir-
strika rækilega, að betri sam-
vinna milli hins almenna raf-
orkunotanda og Rafveitunnar
er nauðsynleg, þegar skömmtun
þarf upp að taka. Um þetta seg-
ir í fréttatilkynningu frá stjórn
Rafveitunnar og Rafmagnsveit-
um ríkisins:
„Er þá komið að megin tilefni
þessarar greinargerðar en það
var hin gífurlega rafmagnsnotk-
un, sem var svo mikil að vara-
stöðin með sín rúm 7 þús. kw
annaði varla V\ hluta svæðisins,
í stað þess að e. t. v. hefði verið
hægt að skipta svæðinu í
tvennt, og draga þannig veru-
lega úr þeim miklu óþægindum,
sem nú fylgdu þessari skömmt-
un.
Rafmagnsnotendur, og þá sér-
staklega húsmæður, ættu að
gera sér grein fyrir því að undir
þessum kringumstæðum er
nauðsynlegt að halda rafmagns-
notkun sinni í algjöru lágniarki,
forðast alla óþarfa matseld og
notkun aflfrekra tækja, svo sem
hraðsuðukatla, þvottavéla o.þ.h.
til þess að geta treyst því að raf-
magnið fáist þann tíma, sem
áætlað er og þá einnig til hús-
hitunar, en því miður þá"var ráf
magnsnotkunin oftast það mikil,
að það tókst ekki fyllilega. Það
hlýtur að vera þýðingarmeira
að fá fullan hita á hús sín þann
tíma, sem rafmagn varir, heldur
en það að geta hitað sér full-
komna máltíð, eða þvegið þvott,
svo eitthvað sé nefnt.“
Ennfremur segir þar:
ÍÞRÓTTABANDALAG Akur-
eyrar hélt ársþing sitt fyrir
skömmu. Mörg mál voru til um-
ræðu og afgreiðslu á þinginu.
Þingforseti var kjörinn Gunnar
Haukur Jóhannesson. Margar
tillögur voru lagðar fram fyrri
þingdaginn og var þeim vísað til
nefnda. Síðari þingdag voru svo
tillögurnar lagðar fyrir þingið
til samþykktar. Ein tillagan var
um ráðningu starfsmanns fyrir
ÍBA og var hún samþykkt.
ísak Guðmann var endurkjör-
inn formaður ÍBA, en ekki er
hægt að skýra frá nöfnum allra
þeirra sem með honum verða í
ísak Guðmann, formaður
fþróttabandalags Akureyrar.
að koma nægilega góðum boð-
um eða skýringum til notenda,
þar sem aðeins var hægt að
koma stuttum fréttum um ríkis-
útvarpið, en vonir standa til að
hægt verði að notfæra sér end-
urvarpsstöðina í Skjaldarvík í
þessu skyni, næst þegar þetta
kemur fyrir, og treystum við
því að rafmagnsnotendur geri
sér á grein fyrir því, að það er
mest undir þeim sjálfum komið,
hvort grípa þarf til óeðlilega
strangrar skömmtunar eða ekki.
Rétt er að minna næturhita-
notendur á Akureyri á að hafa
ætíð kol eða efni til kyndingar
tiltækt í tilvikum sem þessum,
og daghitanotendum er bent á
að með því að fyrirbyggja að
allir ofnar komi inn á fullu afli,
þegar straumur kemur, þá auð-
veldar það innsetningu rofa í
aðalspennistöðinni og spenni-
stöðvum og minnkar því hættan
á truflunum vegna yfirálags."
stjórninni, því tilnefningar vant
ar enn frá einhverjum félögum.
Hér birtast svo tvær tillögur,
sem samþykktar voru á ársþing-
inu.
ÍBA RÆÐUR STARFSMANN.
Ársþing ÍBA 1973 samþykkir
að ráða til reynslu starfsmann
ÍBA yfir sumarmánuðina júní—•
september. Starfi hann allan
daginn.
Stjórn ÍBA skal semja reglur
um strafstilhögun í samráði við
sérráð og aðildarfélög ÍBA. i
Samþykkt samhljóða.
NÝJA ÍÞRÓTTAHÚSIÐ
Á BREKKUNNI.
Ársþing ÍBA haldið 8. febrúar
1973 fagnar því byrjunarfram-
lagi, sem lagt hefur verið fram
til hinnar nýju íþróttahússbygg-
ingar.
Jafnframt leggur þingið
áherzlu á það, að staðsetning
hins nýja húss verði ákveðin
hið allra fyrsta, svo að teikning-
ar og öll hönnun mannvirkisins
geti legið fyrir á þessu ári þann
ig, að við ákvörðun fjárframlags
ársins 1974 verði miðað við, að
framkvæmd hefjist það ár.
Ennfremur skorar þingið á þá
aðila, sem með hönnun íþrótta-
hússins fara, að þeir taki sem
mest tillit til sérþarfa hinna ein-
stöku aðildarfélaga bandalags-
ins.
Samþykkt samhljóða.
„ „Því miður þá tókst ekki
r
IBA ræður íastan siarfsmann
ScuisuL
BYLTING!
• blj ómplötusölu
Viðskiptavinir okkar hafa ellaust tekið eftir þeirri breytingu sem
liefur orðið á verzlun okíkar undanfarið, en við verðum að viður-
kenna að nýjar 45 SN POPP PLÖTUR hafa orðið útundan, en
í vikunni tökutn við upp mikið úrval af vinsælustu plötunum
ásarnt LP plötum frá Ameríku, og munum í framtíðinni leggja
°' áherzlu á að vera ávallt fyrstir nieð nýjustu plöturnar.
VERIÐ VELKOMIN.
ÚTVARPSVTRKJA
MEISTARt
masm VIÐGERÐARSTOFA
STEFÁNS HALLGRÍMSSONAR . Glerárgötu 32 . Sími 11626 . Akureyri