Dagur - 28.02.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 28.02.1973, Blaðsíða 1
Daguk LVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 28. febrúar 1973 — 9. tölubl. Á ANNAÐ hundrað manns sóttu síðasta. bændaklúbbsfund á Hótel KEA á mánudagskvöld- ið. Þar ræddi Stefán Valgeirs- son alþingismaður og formaður bankaráðs Búnaðarbankans um Eldsvoði á Engimýri í Öxnada! KLUKKAN að ganga tvö á þriðjudagsnóttina 27. febrúar fór slökkvilið Akureyrar fram að Engimýri í Öxnadal, en þar hafði eldur orðið laus í íbúð fjölskyldunnar. Þurfti að rjúfa þakið til að komast fyrir eld- inn, en að öðru leyti gekk slökkvistarf vel, sagði Sveinn Tómasson slökkviliðsstjóri. Bóndinn á Engimýri er Gísli Jónsson og kona hans María Sigtryggsdóttir og eiga þau margt barna, sem sum eru í skóla, en heima um helgar. Að sögn Gísla, er íbúðin ónýt og innbú einnig að mestu leyti. Áföst íbúðinni er hlaða og síðan fjós og náði eldurinn ekki til þeirra húsa. Eitthvað af fólkinu fer nú að Hálsi, næsta bæ, en fæst liggur ljóst fyrir ennþá, sagði bóndi. Gísli Jónsson keypti Engi- mýri árið 1965 og hefur búið þar síðan ásamt fjölskyldu sinni. Hafa þau hjónin orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, því að allt var fremur lágt vátryggt. Þurfa þau eflaust mikla og góða fyrirgreiðslu. Jörðin Engimýri er fremsta byggða býlið í Öxnadal. Hinn 22. febrúar kviknaði í bílskúr á Sílastöðum í Glæsi- bæjarhreppi. Skemmdist þak hans og verulegar skemmdir urðu á bifreið, er þar var inni. Sækja fogara fil Japan Sauðárkróki 26. febrúar. Félags- heimilið Bifröst hélt hér dans- SNJÓFLÓÐ FÉLLU í HÖRGÁRDAL MORGUNINN 14. febrúar urðu menn þess varir, að fallið höfðu þrjú snjóflóð í Hörgárdal.' Afl- mesta flóðið féll á milli Hólkots og Auðbrekku og tók með sér um 200 metra langar girðingar. En hin tvö, er féllu í landi Brak- anda og Bláteigs, tóku með sér um 500 metra langar girðingar. Á veginum þar sem stærsta snjóflóðið féll, var það um 200 metra breitt og á annan meter á þykkt. □ leik til styrktar Vestmannaey- ingum og var allt, er inn kom, gefið. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar tók sitt gjald, en gaf það sérstaklega sömu aðil- um. Verið er að draga Hegranesið suður til viðgerðar. Nýr togari kemur snemma vors frá Japan. Guðmundur Árnason skipstjóri og nokkrir af skipshöfn hans eru þegar farnir til að sækja togarann og sigla honum heim. Hér hafa hross verið tamin af miklu kappi og útreiðar því eklci sjaldgæfar hér um slóðir. Þó hafa frost og raunar illviðri nokkuð tafið tamninguna. Allir vegir í héraðinu eru mjög góðir yfirferðar eins og er. G. Ó. Kirkjuvika hefst á Akureyri 4. marz 5->-#r*<^^©-H^©-í-írr'í-©-vs&'j-©-H7r*©*M*'V©-^íiW-©->-#'^©í-«-'j-©-v#'V©-»--:!w-©'HW-©'S-5lW-©-»-*‘>-©->-#- e> I I I I. I I- ? I & I I i i I é> -t © 1 I , . , , •í Allmikil frost hafa verið á Norðurlandi undanfarið og því vetrarlegt um að litast. (Ljm.: E. D.) y X <3 Fjölmennur bændaklúbbsfundur á KEA ÁTTUNDA kirkjuvika Akur- eyrarkirkju hefst 4. marz og lýkur 11. marz. Á sunnudaginn flytur séra Þorsteinn L. Jónsson, Vest- mannaeyjum, predikun í Akur- eyrarkirkju. Á mánudaginn verður sam- ltoma í kirkjunni, er hefst kl. 9. Þar flytur Björn Þórðarson ávarp en Jón G. Sólnes ræðu. Samleikur verður þar á orgel og blásturshljóðfæri undir stjórn Roars Kvam, en Gígja Kjartansdóttir leikur einleik á orgel í upphafi hvers kirkju- kvölds. Þá verður ljóðalestur og samlestur prests og safnaðar. Á þriðjudaginn verður æsku- lýðskvöld og þar flytur ræðu Edda Eiríksdóttir skólastjóri, auk annarra atriða til skemmt- unar og fróðleiks. Föstumessa verður á miðviku daginn og þar predikar séra Úlfar Guðmundsson, Ólafsfirði. Tryggvi Gíslason er ræðu- maður á fimmtudagskvöldið og þá syngja Sigurður Demetz Franzson og nemendur hans, auk annarra atriða. Á föstudaginn flytur Gauti Arnþórsson yfirlæknir ræðu kvöldsins. Æskulýðsmessa verður svo á sunnudaginn. Hér er á fátt eitt minnt af því sem fram fer á kirkjuvikunni, en ljóst er, að fólk hefur margt þangað að sækja og sækir út um 60 millj. kr. á síðasta ári, en það þarf meira en tvöfalda þá upphæð, ef vel á að vera, og mæta á þeim umsóknum, sem þegar eru komnar, m. a. frá Mjólkursamlagi KEA, sem nú vill halda áfram byggingu nýrr- ar mjólkurvinnslustöðvar. Óskaði ræðumaður eftir því að heyra álit bænda um þau atriði, sem þeir teldu helzt (Framhald á blaðsíðu 5) FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI í FYRRIHLUTA febrúarmánað ar voru árekstrar fáir á Akur- eyri og lítið um slys í umferð- inni. í síðustu viku brá til hins verra í þessu efni. Á miðviku- daginn urðu t. d. sjö umferðar- óhöpp og á laugardaginn sex. Mjög mikið tjón varð á öku- tækjum þessa viku, en ekki urðu teljandi slys á fólki. Ak- færi mátti þó heita gott og var ekki því um að kenna. Síðustu daga hafa þrír menn verið teknir, grunaðir um ölvun við akstur, sagði lögreglan á mánudaginn. Þá hafa allmargir ökumenn brotið af sér í umferð- inni, bæði ökumenn bifreiða og léttra vélhjóla. □ kirkjuvikuna eflaust vel, sem áður. En undanfarnar kirkju- vikur hafa þótt takazt mjög vel, og svo verður eflaust einnig um þessa áttundu, sem hefst á sunnudaginn kemur. „ . / Undirbúningsnefnd kirkju- vikunnar skipa: Jón Kristins- son, Rafn Hjaltalín, Björn Þórð- arson, Gunnlaugur P. Kristins- son og Ólafur Daníelsson, auk sóknarprestanna. □ Frummælandi var Stefán Valgeirsson alþm. lánamál landbúnaðarins. Skýrði hann vel hlutverk og störf Stofn lánadeildar landbúnaðarins og þörf hennar á auknu fjármagni, svo að hún verði þess umkomin að fullnægja brýnustu þörfum bænda, en á það skortir mjög ennþá, sagði ræðumaður. Hafði Stefán á reiðum hönd- um samanburðartölur um lán- veitingar á síðustu árum. Sam- kvæmt þeim lánaumsóknum, sem fyrir liggja nú, þyrfti meira en stórum hærri upphæð en 1972, til þess að niæta þeim lána beiðnum, sem fram hafa komið. Væri nú unnið að því að finna leiðir til fjáröflunar fyrir Stofn- lánadeildina. Árið 1970 var lánuð 141 millj. kr. úr Stofnlánadeild, en 254.7 millj. kr. árið 1971. Árið 1972 nam þessi upphæð aftur á móti nær 370 millj. kr., sagði Stefán. Umsóknir liggja nú fyrir um byggingu helmingi fleiri íbúðar húsa en á síðasta ári, eða um 140 umsóknir. Þá má geta þess, að lítið hefur á undanförnum árum verið lánað til vinnslu- stöðva landbúnaðarins, sem kunnugt er. Nú er að verða á þessu breyting og voru lánaðar Myndarleg aðsfoð við ísland SÁ merki atburður varð á fundi Norðurlandaráðs í Osló 20. febrúar, að sam- þykkt var einróma ályktun til ríkisstjórna Norðurland- anna, að aðstoða ísland með jafnvirði rúmlega 1509 millj. kr. ísl. vegna eldgossins í Vestmannaeyjum. Stóðu all- ir þingfulltrúar upp sem einn maður cr þeir sam- þykktu þessa rausnarlegu fjárveitingu. En Jón Skafta- son, einn af forsetum þings- ins, þakkaði. Þessi atburður tekur af öll tvímæli um það, að norræn samvinna er meiri en í orði, þegar á reynir, og munu allir fslendingar fagna og þakka þessi málalok. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.