Dagur - 11.07.1973, Qupperneq 1
TÖLUVERÐAR
UMBÆTUR Á VEGUM
í SUÐUR-ÞING.
Ófeigsstöðuin 9. júlí. Hér vantar
sól og hér vantar hlý veður og
þess vegna vantar líka sprett-
una, enda tún nauðbeitt í vor.
En sem betur fer eru bændur
svo vel búnir tækjum, að unnt
er að ná miklum heyjum á
skömmum tíma, þegar spretta
er orðin sæmileg og tíð leyfir.
Talsvert er um vegagerð í
sýslunni í sumar. Má þar nefna,
að talsvert er unnið í Kinnar-
vegi, og byrjað er á brúargerð
yfir Djúpá. Þá eru verulegar
vegaframkvæmdir í Reykjadal.
Og enn er þess að geta, að nú
hefur leiðin í Náttfaravíkur ver
ið farsællega opnuð með jarð-
göngum, svo að þar er nú greið
leið fyrir fólk og fénað. B. B.
AÐKOMUSTÚLKUR
í SÍLDARVERBÚÐ
Akurcyringar fjölmenntu í Lystigarðinn til að fagna Margréti, drottningu Dana, Henrik prinsi af Danmörku, manni hennar, forseta-
hjónunum íslenzku, dr. Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru Eldjárn, og öðru fríðu föruneyti. Hið næsta á myndinni eru menn úr Lúðra-
sveitinni. Bjarni Einarsson bæjarstjóri flytur ræðu. (Ljósmyndir frá komu Margrétar drottningar tók E. D.).
Raufarliöfn 9. júlí. Hér er kom-
in hlý sunnangola. Rauðinúpur
er að landa á annað hundrað
tonnum fiskjar. Síðan þetta skip
kom, um miðjan apríl, hefur það
komið með yfir 600 tonn í land.
Engar bilanir hafa orðið og
reynist skipið vel í alla staði.
Hér á Raufarhöfn er næg at-
vinna og hefur svo verið síðan
í maí. Og nú hefur það gerzt,
sam fyrrum tíðkaðist en niður
lagðist fyrir löngu, að stúlkur
kæmu hingað í atvinnuleit. En
í vor komu nokkrar stúlkur
þeirra erinda og búa þær í síld-
arverbúð frá gamla tímanum og
hafa nóg að gera. Segja má, að
reytingsafli sé á minni bátana,
en norðanáttin gerir þó hand-
færaveiðarnar dálítið örðugar.
Ögn er einnig fiskað í net. Byrj-
að er að veiða lax. Nokkrir að-
komubátar leggja hér upp og
fer fjölgandi með ári hverju.
H. H.
Grímsey 9. júlí. Afli er ekki rnilc
ill, en lítur út fyrir að hann sé
að glæðast. Nokkrar ógæftir
hafa torveldað sjósóknina und-
anfarna daga.
Nú er unnið að skurðgreftri á
eynni, vegna fyrirhugaðrar
vatnsveitu. Búið var að bora
eftir köldu neyzluvatni með
sæmilega góðum árangri. Dælu-
hús hefur verið byggt og gerðu
Dalvíkingar það, síðan verður
vatninu dælt þar upp og verð-
ur það svo sjálfrennandi í hús-
in. Vatnsveita var ekki áður hér
og hafði hver sinn brunn, sem
vatnið var sótt í, og nú að und-
anförnu var vatnstankur við
hvert hús, sem vatni var ekið í.
Nú á þetta að breytast til betri
áttar og verður það mikið hag-
ræði fyrir eyjarbúa.
Mikið hefur verið um ferða-
fólk í sumar og hefur Drangur
komið ferð eftir ferð með hópa
ferðamanna. Kvenfélagskonur
hafa, eftir samkomulagi, séð um
veitingar handa ferðafólkinu í
félagsheimilinu, en verið er nú
múrhúða það að utan. Utlend-
ingum þykir mjög í það varið
Drottninyunni mjig vel fagnað
bss
fegursta gosi, gestunum til ó-
blandinnar ánægju.
Hádegisverður var snæddur í
Hótel Reynihlíð, þaðan var ekið
í Dimmuborgir, en síðan haldið
til Akureyrar, með stuttri við-
höfn þó á sýslumörkum. En þar
hafði fallegt hlið verið reist og
þar biðu Eyfirðingar drottning-
arinnar og fylgdarliðs hennar,
og tóku nú að sér leiðsögn, með
sýslumanninn, Ofeig Eiríksson,
í broddi fylkingar.
Fegurð Þingeyjarsýslu og
hlýjar móttökur í héraði rösk-
uðu dagskránni dálítið til seink-
unar. Á meðan beið mannfjöld-
inn á Akureyri og rigndi þá um
stund, en birti upp er bílalestin
nálgaðist og varð hið blíðasta
veður.
til veizlu á Hótel KEA um
kvöldið, en síðar um kvöldið
fóru gestirnir með flugvél Land
helgisgæzlunnar til höfuðborg-
arinnar. En hinni opinberu
heimsókn þjóðhöfðingja Dan-
merkur hér á landi lauk á laug-
ardagskvöldið.
Óhætt má fullyrða, að Mar-
grét Danadrottning og maður
hennar, Henrik prins, hafi þótt
góðir gestir á Norðurlandi og
nutu þau að sjálfsögðu gamallar
vináttu þjóðanna, en þó fyrst
og fremst alúðlegrar og fágaðr-
ar framkomu sinnar. □
HEYSKAPUR
HAFINN AF KRAFTI
MIKILL mannfjöldi safnaðist
saman við og í Lystigarði Akur-
eyrar um það leyti, sem von
var heimsóknar drottningar
Dana, Margrétar II., manni
hennar, Henriks prins, íslenzku
forsetahjónanna, dr. Kristjáns
Eldjárns og frú Halldóru Eld-
járn, ásamt öðru föruneyti
danskra og íslenzkra manna og
kvenna.
Veður hafði verið bæði blautt
og kalt um nálega allt land dag
ana áður og ferðalag um Suður-
land því ekki eins ánægjulegt
sem skyldi. En á föstudaginn
komu gestirnir til Norðurlands
í hinu fegursta veðri, í flugvél,
til Aðaldalsflugvallar. Þar var
mikill mannfjöldi saman kom-
ja vatnsveify
að ganga yfir heimskautsbaug-
inn, en allir hafa yndi af því að
kynnast fuglabjörgunum.
Spretta er sæmileg, að vísu
fremur seint á ferðinni, en þetta
lítur þó sæmilega út. S. S.
inn, en sýslunefnd annaðist mót
tökur undir stjórn Jóhanns
Skaptasonar sýslumanns. Var
síðar ekið til Reykjahverfis og
Yztihver örvaður lítilsháttar
með sápu og gaus hann þá hinu
Drottningin flytur ávarp sitt.
Drottningunni var ákaflega
vel fagnað í Lystigarði Akureyr
ar af hinum mikla mannfjölda.
Þar flutti Bjarni Einarsson
ávarp og síðan drottningin, en
Jón Hlöðver Áskelsson stjórn-
aði söng og lúðrablæstri., m. a.
konungssöng Dana og þjóðsöng
íslendinga. Var athöfn þessi
stutt en skemmtileg. Bæjar-
stjórn Akureyrar bauð síðan
HEYSKAPUR er nú hafinn af
fullum krafti í Hrafnagils-
hreppi, samkvæmt heimild góð-
bónda þar í sveit, sem sjálfur er
búinn að slá meira en helming
af stóru túni sínu, mjög vel
sprottnu. Ennfremur sagði hann
sýnilegt, að í Öngulsstaðahreppi
væri slegið af kappi síðustu
daga. Eflaust er heyskapur einn
ig hafinn í Saurbæjarhreppi, ef
að vanda lætur. En þetta eru
þau svæði, ósamt Svalbarðs-
strönd, sem að venju spretta
fyrst. Q
NÓG ATVINNA
Á SKAGASTRÖND
Skagaströnd 9. júlí. Ekki er
hægt að segja, að sláttur sé haf-
inn, en þó hefur ljár aðeins ver-
ið borinn í jörð.
Mikil atvinna er á Skaga-
strönd nú í sumar, bæði í fiski
og við húsabyggingar, sem eru
talsverðar.
Um næstu mánaðamót verður
farið til Japan til að sækja skut
togarann, sem þar hefur verið
í smíðum fyrir Skagstrendinga.
Togarinn heitir Arnar HUl.
Ekki er ákveðið hvaða leið verð
ur valin til heimsiglingar. X.
Siíjandi f. v.: Forsetinn, dr. Kristján Eldjárn, Gísiína G. Friðbjörnsdóttir, bæjarstjói-afrú, Margrét
Danadrottning, Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjórnar, og frú, Henrik prins og frú Halldóra Eldjárn.