Dagur - 11.07.1973, Síða 5

Dagur - 11.07.1973, Síða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. ÞJÓÐIN ELUR SNÁK VIÐ BRJÓST SÉR ÞEGAR litið er yfir farinn veg og aðeins yfir það tímabil, sem enn er í minni fullorðinna manna, er unnt að fagna velgengni þjóðarinnar heils hugar, Mestar hafa þó framkvæmdir orðið eftir 1944, er þjóðin liafði stofn að lýðveldi, og lífskjör almenning hafa verið að batna fram á þennan dag, og jafnast á við lífskjör nálægra þjóða, sem lengst hafa náð. En í skjóli efnahagslegrar vel- gengni og fegurra mannlífs á mörg- um sviðum, hefur þjóðin alið þann snák við brjóst sér, sem er nú að eyðileggja andlega og líkamlega lieilsu þúsunda manna og leggja heimili þeirra í rúst. Þessi snákur er hin vaxandi áfengisdrykkja lands- manna. Tvö þúsund áfengissjúkling ar eru mestar liornrekur þjóðfélags- ins og er þó naumlega viðurkennt, að þeir séu sjúkir. Aðrir drykkju- menn, fjögur þúsund að tölu, eru meiri og minni vandræðamenn og falla raunar undir heitið áfengis- sjúklingar, eftir skilgreiningu sumra þjóða, og fer þessi hópur sjúkra manna vaxandi með ári hverju og er algengasti og erfiðasti sjúkdómur er hér herjar, veni en krabbamein og lungnasjúkdómar samanlagt. Enn þann dag í dag leyfist fremstu mönnum þjóðfélagsins, embættis- mönnum, kennimönnum og öðrum í miklum trúnaðarstöðum, að drekka frá sér vitið, af því að almennings- álitið gerir vægar kröfur í þessu efni. Fjölmiðlar gera sitt til að viðhalda drykkjutízku með birtingu mynda af fyrirfólki með glös í höndum. Snákur sá, sem þjóðin elur kapp- samlega við brjóst sér í vaxandi mæli, er nokkurt feimnismál. En fyrr eða síðar lilýtur það að renna upp fyrir hverjum fullvaxta manni, að drykkjuskapur þjóðaxinnar verð- ur um leið heldrykkja hennar ef svo heldur sem horfir. Spakur maður bar fram þá tillögu fyrir nokkrum árum, að teknar yrðu kvikmyndir af óhófsdrykkju íslend- inga, þar sem ekki væri farið í mann- greinarálit, og þær síðan sýndar op- inberlega eins fljótt og við yrði kom- ið. Gæti þá hver sjálfan sig séð í því ástandi, og yrðu myndasýningar þess ar öðrum ráðum áhrifaríkari í bar- áttunni við ofdrykkjuna. Sennilega er tími til þess kominn, að grípa til þessa ráðs, þótt ekki þætti það þá, eða annarra jafn róttækra ráða til að breyta almenningsálitinu í umgengn inni við áfengið. Það er ekki sæm- andi, að látast ekki sjá né skilja þann sjúkdóm, sem er meiri skaðvaldur en nokkur annar hér á landi. □ rrr i :i i Um skólann í Varmahlíð og fleiri skagfirzk málefni \ Ánægjulegf samsæfi I Laugaskóla HÉR var nýlega á ferð bóndinn og oddvitinn á Silfrastöðum í Skagafirði, Jóhann Lárus Jó- hannesson, fyrrum kennari við Menntaskólann á Akureyri. Spurði blaðið hann almæltra tíð inda að vestan. Hann sagði þá meðal annars eftirfarandi: Veðrátta var köld í maí og fram í miðjan júní. Gróðurnál kom samt ekki mjög seint, en kuldaköst í maí og júní drógu úr allri sprettu, svo að varla var hægt að tala um almennilegan sauðgróður fyrr en um miðjan júnímánuð. Samt mun sauðburð ur víðast hvar hafa gengið vel. Framkvæmdir í héraðinu munu með meira móti nú í ár, enda má segja, að um hálfgerða stöðnun hafi verið að ræða á harðindaárunum fyrir 1970. Fyrst má nefna þar, að hafin er í Varmahlíð bygging skóla fyrir fimm efstu bekki skyldu- námsins, samkvæmt hinu marg- umtalaða grunnskólafrumvarpi. Hafa tíu hreppar sýslunnar þeg- ar bundizt samtökum um bygg- ingu skólans, og þess er vænzt, að tveir hreppar að auki sjái sér fært að eiga aðild að skóla- byggingunni. Árgangafjöldi í skólanum verður mismunandi eftir hrepp- um, eða frá fimm hjá þeim hreppum, sem næstir eru, og niður í tvo hjá þeim sveitarfé- lögum, sem fjær eru, enda er samtímis byggður skóli á Hofs- ósi fyrir sjö fyrstu árganga skyldunámsins. Stærð skólans í Varmhalíð, samkvæmt teikningu, er 4428 fermetrar, og er ráðgert, að hann rúmi 180—200 nemendur, þar af 60 í heimavist, hinum skal ekið í skólann. Áætlað er, að skólinn kosti um það bil 140 milljónir kr. með núverandi verðlagi (byggingarvísitala í marz—apríl 1973). í fyrrasumar var borað eftir heitu vatni með góðum árangri og fengust nálægt 16 lítrar á sek. af 85 gráðu heitu vatni á 100 metra dýpi. Við þessa bor- un hvarf að mestu heitt vatn úr þeim laugum, sem fyrir voru í Varmahlíð, en það munu hafa verið 5—7 lítrar á sek. Fyrsta áfanga skólans á að ljúka á árunum 1973—1975 og verður hann 60% skólahúsnæð- isins. Er hér um að ræða allt kennsluhúsnæði skólans, tóm- stundaaðstöðu, mötuneyti og heimavistir fyrir 30 nemendur, íbúðir starfsfólks heimavistar o. fl. í síðari áföngum koma svo skólastjóra- og kennaraíbúðir, stjórnunarrými, viðbót við heimavist, íþróttahús o. fl., en fyrir er ágæt sundlaug á staðn- um. Þá er félagsheimilið Miðgarð- ur í námunda við fyrirhugaðan skóla og vonum við, sem að þess um framkvæmdum stöndum, að góð samvinna geti heldizt áfram við félagsheimilið, en þar hefur skóli verið starfræktur nokkur undanfarin ár af fjórum hrepp- um sýslunnar við erfið skilyrði. Varmahlíð, sem ásamt jörð- inni Reykjarhóli, er nokkurs konar sjálfseignarstofnun í eign og umsjá Skagafjarðarsýslu, er nú ört vaxandi verzlunar- og þjónustumiðstöð. En upphaflega var þessi eign keypt með það fyrir augum, að þarna yrði mennta- og menningarsetur, en því miður hafa árin liðið og lít- ið orðið úr framkvæmdum. En loksins erum við Skagfirð- ingar farnir að sjá hilla undir það, að sá draumur rætist, fyrst með byggingu Miðgarðs, en einkum þó með tilkomu hins nýja skóla og vonum við að fleira fylgi í kjölfarið. Annað, sem vert er að nefna, er heykögglaverksmiðja, sem rísa á í Hólminum. Þar hafa ver ið keyptar þrjár jarðir af Land- námi ríkisins, landið þurrkað og jarðvinnsla nokkuð vel á veg komin. Byggingaframkvæmdir koma svo vonandi fljótlega. Utihúsabyggingar eru með meira móti, enda er þeirra brýn þörf á mörgum. jörðum. Þá hefur verið stofnað veiði- félag um allt vatnasvæði Héraðs vatna með því markmiði, að stuðla að aukinni fiskrækt og skynsamlegri nýtingu ánna. Starfar félagið í átta deildum og bíða þar eflaust mörg óleyst verkefni úrlausnar, segir Jó- hann Lárus að lokum og þakkar blaðið greinargóðar upplýsing- ar. □ Þorsteinn Jónsson ásamt börnum, aðstoðarmanni sínum og nokkr- um hcstum. (Ljósm.: M. Gestsson). Reiðskólinn á Akureyri Eitt og annað frá bæjarstjórn — Hús Viðlagasjóðs við Háalund. Byggingarnefnd samþykkir að reist verði 10 einbýlishús úr timbri á vegum Viðlagasjóðs, samkvæmt teikningum frá CONTA-byggeselskab A/S í Danmörku, gerð 124. Húsin verði á lóðunum nr. 3—12 og staðsett þannig, að hægt verði að byggja bílgeymslu ef þess verður óskað. Leyfið er háð gjaldskrá um byggingargjald. Erindi frá Ú.A. h.f. um togarakaup. Á fundinn kom stjórnarformað- ur og framkvæmdastjórar Út- gerðarfélags Akureyringa h.f. og lögðu fyrir bæjarráð svo- hljóðandi bókun, sem gerð var á stjórnarfundi Ú. A. h.f. í dag: SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) Þessar tölur eru hrollvekjandi og gefa til kynna, að hér sé eitt- hvað meira en lítið að. Bæjar- yfirvöld og þeir, sem um um- ferðarmál fjalla í umboði þeirra, virðast mjög mislagðar hendur í þessu efni. Að fengnum hinum tölulegu upplýsingum verður vart hjá því komizt, að endur- skoða umferðarmálin á Akur- eyri í þeirri von, að unnt sé að koma þeim upp úr þeirri lægð, sem þau nú eru í. HÖRÐ GAGNRÝNI Dagur var nýlega beðinn að bira harða gagnrýni á opinber- an stað hér í sýslunni, vegna vöntunar á auglýstri þjónustu. Blaðið óskaði að koma gagnrýn- inni milliliðalaust á framfæri við rétt yfirvöld og var á það fallizt. Þrátt fyrir margkunnan seinagang ýmsra opinberra að- ila, var skjótt við brugðið í þetta sinn. Eftir þrjá klukkutíma höfðu yfirvöld lokið könnun og gefið úrskurð sinn um tafar- lausa lokun eða úrbætur. Má segja, að í þetta sinn hafi allir aðilar brugðizt við á réttan hátt og myndi margur segja, að svo mætti oftar vera. TÝLI Svo nefnist rit um náttúrufræði leg efni, gefið út af Bókaforlagi Odds Björnssonar í samvinnu við náttúrugripasöfnin á Akur- eyri og í Neskaupstað, en rit- stjóri er Helgi Hallgrhnsson. — Út er nú komið vorhefti þriðja árgangs af riti þessu, og er það helgað vatninu og verndun þess. Greinar eiga Ágúst H. Bjama- son, Hjörtur E. Þórarinsson, auk ritstjórans. Ileftið er um 50 blaðsíður og mörgum myndum prýtt. ÓFJARRAÐA UNGMENNI Heimilisfaðir hefur frá því sagt, að nokkur brögð muni vera að því, að verzlanir láni bömum og ófjárráða unglingum vömr, en skuldin síðan innheimt hjá foreldrunum. Segir hann við- skiptagræðgi verzlunarstéttar- innar svo mikla, að þeir örvi til slíkra viðskipta til að koma vörum sínum út. Mun þetta rétt vera, en ekki er blaðinu kunnugt um, í hve ríkum mæli. Hins ber að geta, að viðskipta- hættir sem þessir em mjög óæskilegir og foreldrum eða umsjármönnum barna og ungl- inga mun ekki bera lagaleg skylda til að greiða þannig til- komnar skuldir. KALDUR JÚNfMÁNUÐUR Liðinn júnímánuður var annar sá kaldasti hér á landi á þessari öld, segja veðurmenn. í Reykja- vík var meðalhitinn 1,4 gráðum undir meðallagi, en á Akureyri var hann 2,2 gráðum undir með allagi. Meðalliiti I Reykjavík var 8,1 gráða en á Akureyri 7,1. Það er því engin furða þótt slátt ur hefjist seint í ár. Má segja, að grasvöxtur sé orðinn furðan- lega mikill, miðað við þennan kulda, og eru ástæðumar fyrir því þær helztar, að úrkomusamt hefur verið, a. m. k. hér norðan- lands. En langvarandi þurrkar í júní, svo sem Norðlendingar eru vanastir á undanförnum ár- um, töfðu oft grasvöxtinn. „Stjórn Ú. A. lýsir eindregn- um áhuga sínum að kaupa tvo verksmiðjutogara 4 og 5 ára gamla frá Færeyjum, og óskar eftir ríkisábyrgð í sambandi við þau kaup samkvæmt venjum. Jafnframt lýsir stjórn Ú. A. áhyggjum sínum vegna fyrirhug aðra kaupa á Spánartogurum, þar sem í ljós hafa komið stór- kostlegir smíðagallar á þeim tog urum, sem þaðan eru komnir, og vill fara fram á, að smíða- samningar um tvo togara. sem Ú. A. átti að fá, gangi til baka.“ Erindi Ilestamannafélagsins Léttis. Bæjarráð lýsir sig samþykkt því, að girt verði á ný fjallgirð- ing vestan Kífsár og Hrapp- staðalands og Hestamannafélag- inu Létti leigt hólf það, er þar myndast (hólf 4 á uppdrætti með bréfi Léttis) til beitar fyrir hross félagsmanna. Ennfremur verði Hestamannafélaginu Létti leigt land í Lögmannshlíð aust- an lands Hesjuvalla, norðvestan Kollugerðisvegar, sem S.N.E. hefur haft, enda falli það frá leigu á landinu. Hestamannafé- laginu Létti verði gert að greiða þann kostnað, sem fylgir yfir- töku landsins af S.N.E. Löndin verði leigð bráða- birgðaleigu frá ári til árs. Elliheimili Akureyrar. Með bréfi dags. 28. júní 1973 fer stjórn Elliheimilis Akureyr- ar þess á leit við bæjarráð, að heimilað verði að hefja nú í ár byggingu 3. áfanga Elliheimilis ins og gera hann fokheldan fyr- ir haustið. Bæjarráð leggur til að heim- ilað verði að hefja byggingar- framkvæmdir í umar, enda sjái stjórn Eilliheimilisins um fjár- mögnun byggingarinnar, þar eð engin fjárveiting er á fjárhags- áætlun bæjarsjóðs þetta ár til verksins og ekki getur orðið um frekari rekstrarstyrk til heim- ilisins að ræða á þessu ári. Raforka til húshitunar. Stjórn Rafveitu Akureyrar tók til endurskoðunar þær bókanir sínar frá 9. febrúar og 8. maí s.l. um að heimila ekki raforkusölu til hitunar í nýjum hverfum, a. m. k. í bili. Rafveitustjórn er Ijóst, að þar sem búið er nú þegar að vinna verulegan markað fyrir raforku til hitunar, þá sé það mjög erf- itt að stöðva skyndilega þessa þróun, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, en það má egja, að ný íbúðarhverfi á Akureyri séu nær 100% rafhituð. Upplýst er af byggingameist- urum, að mismunur kostnaðar rafhitaðrar raðhúsaíbúðar og olíukyntrar sé a. m. k. kr. 100. 000,00 rafhituðu íbúðinni í vil, þannig að hér er einnig um verulegt hagsmunamál að ræða fyrir íbúðakaupendur. Þrátt fyrir þá erfiðleika og óvissu, sem nú ríkir í raforku- málum Laxársvæðisins, þá er rafveitustjórn þeirrar skoðun- ar, að leita beri allra ráða til þess, að um áframhaldandi raf- orkusölu til húshitunar geti orð ið að ræða, og í trausti þess að varanleg lausn fáist á þessum málum innan tíðar, þá vill raf- veitustjórn fyrir sitt leyti fallast að veita þeim byggingaraðil- um raðhúsaíbúða á Lundstúni, sem þess óska, leyfi til rafhit- unar, enda munu flestar þessar íbúðir teiknaðar með það fyrir augum. Q HEST AM ANN AFÉLAGIÐ LÉTTIR á Akureyri og æsku- lýðsráð hafa um árabil rekið reiðskóla fyrir byrjendur í hestamennsku. Síðasta nám- skeiði er nú nýlokið og sóttu það 74 börn og komust þó færri að en vildu. Kennari var hinn kunni hestamaður Þorsteinn Jónsson frá Mýrarlóni og hon- um til aðstoðar Jónas Oli Egils- son. Við heimsóttum reiðskólann í lokin og sáum marga broshýra ungknapa kveðja hesta sína með gleði — en eftirsjá. Aðspurður kvaðst Þorsteinn telja að meira þurfi að gera fyr- ir reiðskólaaðstöðuna á Akur- eyri. Vegir í úthverfi bæjarins séu of harðir og væri æskilegra að hafa tún eða mjúka bakka til reiðvega. Börn og unglingar vilja kynn ast hestinum og hestaíþróttum. Bæjaryfirvöld ættu að ljá máli þessu meira lið, með fjárstyrk og annarri fyrirgreiðslu. Það vantar lítinn sýningarvöll inni í bænum, þar sem börn eiga þess kost að fara á hestbak oft í viku. Aðstaða er til alls fyrst. Skipulag Akureyrarbæjar ætti að stefna að því. (Aðsent). Á FÖSTUDAGINN var efnt til samsætis fyrir dr. Leif Ásgeirs- son fyrrum skólastjóra á Laug- um og konu hans, Hrefnu Kol- beinsdóttur. En dr. Leifur var skólastjóri héraðsskólans 1933— 1943 og skólanefndin bauð skóla stjórahjónunum til stuttrar dval ar á skólasetrinu og komu þau norður, ásamt Kristínu, dóttur sinni, í tilefni af 70 ára afmæli Leifs nú í sumar. En í tilefni þessarar heimsókn ar óskuðu gamlir nemendur og samstarfsmenn eftir því, að hafa eins konar nemendamót og varð það fjölmennt. Komu að Laugum af þessu tilefni fólk vestan úr Skagafirði og austan af Langanesi, auk þeirra, sem nær búa. Meðal ræðumanna í hófinu KYNLIF KVENNA BÓK með þessu nafni í ís- lenzkri þýðingu er komin á markaðinn, en Örn og Örlygur gefa út og er hún í flokki hand- bóka þeirrar útgáfu. Á frum- málinu heitir bók þessi THE SENSUOUS WOMAN og var metsölubók í Bandaríkjunum. Þýðandi er Loftur Guðmunds- son. Að lestri loknum á það að vera hverfandi lítið, sem ósagt er um kynlíf kvenna. □ Einn kernur öðrum meiri Gunnarsstöðum í Þistilfirði 5. júlí. Áður sendi ég fréttir af mikilli frjósemi ánna á Bjarma- Jandi, Skeggjastaðahreppi, með dæmum því til sönnunar, en einn kemur öðrum meiri. Vetrarmaður hjá Jóhanni Helgasyni í Leirhöfn var Jó- hann Hjaltason. Hann hafði 27 ær á fóðrum og fékk undan þeim 59 lömb. Voru 23 tví- lembdar, 3 þrílembdar og ein var fjórlembd. Afli á handfæri hefur verið tregur. Á þriðjudaginn komu 20 færabátar og höfðu samtals að- eins tvö tonn af fiski. En sama dag kom Skálanesið að landi með fullfermi, eða 42,5 tonn af ágætum fiski. Hafði báturinn fengið þetta í einu kasti klukk- an þrjú á mánudaginn, en það NOKKUR ORÐ UM GUFUBÖÐ O. FL. Loftur Meldal sendir Fokdreif- um eftirfarandi: Ég fer nokkuð oft í gufubað þegar ég hef tíma til. S.l. vetur var baðinu lokað vegna endurbyggingar og end- urbóta í okt. og nóv. og ekki opnað fyrr en langt var liðið á vetur. Þótti mér það löng bið. Nú hef ég farið nokkrum sinn- um, og því miður líka mér ekki endurbæturnar. Vil ég nú benda á það, sem beiur mætti fara. — Þegar ég kom í fyrsta skipti eftir endurbæturnar, gekk ég hiklaust inn á sokka- leistunum: og brá þá í brún, því ég rennblotnaði í fætur. Gólfið var flóandi í vatni. Terrassó er á því, og er það þannig á litinn, að ómögulegt er að sjá hvort það er þurrt eða blautt. Síðan hef ég farið úr sokkunum fyrir framan dyr og svo fer ég í sokk ana utan dyra, þegar ég fer. Þá finnst mér ekki heppilegt, að gufa á auðvelda leið inn í fataherbergið. Þegar inn í gufu- baðið er komið, sér maður aug- lýsingu þar sem bannað er að bleyta bekki og sæti, og er þar allt glóandi heitt og ógerlegt að setjast niður, nema að hafa plastmottur, en þær eru of fáar þegar baðgestir eru margir. Nú langar mig til að fara þess á leit við þann, sem þarna ræð- ur húsum og framkvæmdum, að hann geri smá lagfæringar (það ætti ekki að verða dýrt). 1. Að smíðaðir verði rimlapall- ar fyrir framan sætin, svo mað- ur þurfi ekki að standa uppi á sætunum þegar maður fer úr og í. 2. Keypt verði 10—12 pör af tré skóm, sem gufubaðsgestir fái lánaða meðan þeir eru í baði. 3. Fjölgað verði plastmottum. í von um skjótar úrbætur. Með beztu kveðju. Viðbót frá: Lofti Meldal: Oddgeir Þór Árnason garð- yrkjustjóri. Ég las í Degi aug- lýsingp frá þér, þar sem þú ósk ar eftir túni tii að rista þökur á (býður 6 kr. fyrir ferm.). Hvað er að manninum, hugsaði ég? Veit hann ekki um Lundstúnið, sem bærinn er búinn að taka allt undir byggingar og götur? Þar hefði verið hægt að rista mörg þúsund fermetra af þök- um, og er sjálfsagt enn hægt að fá þar ristar þökur fyrir lítið verð. Svo er túnið þar sem Jayggð Vestmannaeyinga á að rísa. — Kær kveðja. □ AÐ FORPOKAST I ! Eitt af því, sem ég hefi helzt lagt eyrun að í dagskrá okkar ágæta Ríkisútvarps undanfarna áratugi, er þátturinn Um dag- og veginn. Þar hafa margir á- gætir menn og konur fjallað um hin ýmsu mál sem að efst eru á baugi þá stundina og komið með ágætar athugasemdir og ályktanir um þau mál. Fyrir nokkru heyri ég í dagskrártil- kynningu, að kona nokkur hér frá Akureyri ætli að tala í þess- um þætti. Ég átti ekki hægt um vik, en auðvitað kom ekki ann- að til greina en að hlusta á þessa ágætu konu vegna henn- ar áhugamála og starfa um nokkur undanfarin ár hér í okk ar litla bæjarfélagi, hlaut þetta að verða áhugaverður þáttur. En, viti menn, hvað kemur í Ijós — ég ætla ekki að fara út í einstök atriði hinnar ágætu konu, — því gætu eflaust aðrir svarað betur en ég. — En getur hver sem er hlaupið með sín áhugamál í útvarp án þess að nokkur grundvöllur sé á bak við? Ég get alveg eins fengið nokkur hundruð krónur fyrir að útskýra hvers vegna ég sé ekki sammála skátafélögunum á Akureyri, hvernig þau útfæra sína stefnu. Að lokum tek ég fram, að ég skrifa þetta af eigin hvötum. Mér þykir alltaf leiðinlegt, þeg- ar fólk forpokast í litlu pokun- um. Með beztu kveðju. Dúi Björnsson. > . voru Jón H. Þorbergsson á Laxamýri og Tryggvi Sigtryggs son á Laugabóli, form. skóla- nefndar. En aðalræðuna flutti Finnur Kristjánsson kaupfélags stjóri á Húsavík. Ávörp fluttu Ingi Tryggvason, Kárhóli, og Ketill Þórisson frá Baldurs heimi, en veizlustjóri var Páll H. Jónsson á Laugum. Að síð- ustu flutti svo dr. Leifur Ás- geirsson ljómandi snjalla ræðu, og þótti koma hans og fjöl- skyldu hans hin ágætasta. Dr. Leifur Ásgeirsson er pró- fessor við Háskóla íslands og heimskunnur stærðfræðingur. En nemendur hans hér fyrir norðan og samstarfsmenn á Laugum minnast hans þó fyrst og fremst sem hins mikla og heilsteypta drengskaparmanns, sem með þeim eiginleikum varpaði Ijóma á staðinn. □ SEX LAGA HLJÓMPLATA EFTIR SIGRÚNU JÓNSDÓTTUR Á RANGÁ HÚSFREYJAN og fimm barna móðir á Rangá í Köldukinn, Sigrún Jónsdóttir, ættuð frá Hömrum í Reykjadal, kvaddi sér hljóðs á svo.kallaðri sumar- vöku í útvarpinu 24. júní s.l. með þeim hætti, að eftir var tek ið. Hún söng þar nókkur lög við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar. Tildrög voru þau, að maður hennar, Baldvin Baldursson, tók fimm manna áhöfn bátsins heilan sólarhring að háfa afl- ann og gera að honum. Formað ur er Jón Stefánsson, 21 árs gamall, og hásetarnir eru á svip uðum aldri og yngri, alls fimm. Framangreindur afli er mesta dagveiði landróðrarbáts hér um slóðir. Og þessi afli var vel með farinn í kældri hillulest. Hinn 2. júlí var aðalfundur búnaðarsambandsins haldinn á Kópaskeri. Meðal margs, sem þar gerðist, var sambandinu af- hentur verðlaunagripur, farand gripur, gerður af Ríkharði Jóns syni, til minningar um Þorstein Þórarinsson, mikinn fjárræktar mann, bónda í Holti, sem fyrst- ur ræktaði Þistilfjarðar- eða Holtsféð, sem er landsþekkt. Verða verðlaun þessi veitt fyrir kynbótahrúta. — í stjórn sam- bandsins eru: Þórarinn Haralds son, Laufási, form., Eggert Ól- afsson í Laxárdal og Jóhann Helgason, Leirhöfn. Fulltrúar á Stéttarsambands- þing voru kjörnir Grímur Jóns- son, Ærlækjarseli, og Sigurður Jónsson á Efralóni, en til vara Óli Halldórsson á Gunnarsstöð- um og Jóhann Helgason. Ó. H. Sigrún Jónsdottir. bóndi á Rangá, og fleiri tóku söng frúarinnar á segulband, til þess að hann yrði ekki með öllu horfinn er hún sjálf hætti að syngja. Þegar tónlistarmenn komust á snoðir um þetta og höfðú hlustað á, var mjög til þess hvatt að landsménn fengju að njóta, og ennfremur, að gerð yrði hljómplata með söng Sig- rúnar. Nú hefur þetta verið gert og fæst sex laga plata með söng hennar í verzlunum. Sigrún Jónsdóttir hefur ekki notið menntunar á sviði söngs- ins, eins og það er kallað, en af söngfólki er hún komin og í einni mestu sönglistarsveit er hún upp alin, þar sem Reykja- dalur er, og hún hefur sungið síðan hún var barn að aldri, sér og öðrum til ánægju. Fjölskylda Sigrúnar gefur sönglagaplötu hennar út í 500 eintökum og virðast þau ætla að seljast upp á skömmum tíma. Þess munu áreiðanlega ekki I mörg * dæmi, að miðaldra og § störfum hlaðin húsfreyja í sveit • / hljóti jafn eindregið lof fyrir söng sinn og Sigrún á Rangá hefur nú hlotið. '□ Akureyringar sigruðu KR 2:1 SL. laugardag léku Akureyring ar við KR-inga í 1. deild og fór leikurinn fram á Akureyrar- velli. Veður var gott, 13 stiga hiti og norðangola. Áhorfendúr voru allmargir, og þurftu þeir að bíða nokkuð, því KR-ingar og dómarar mættu ekki til leiks. Skýringin var sú, að flugvél hefði seinkað frá Reykjavík. Það er þó heldur léttváeg afsök- un þegar flogið er fjórum sinn- um á dag milli Akureyrar og Reykjavíkur, og vonandi tefla knattspyrnumenn ekki á svo tæpt vað framvegis, að taka flugvél rétt fyrir leik. Lang- lundargeð áhorfenda hér á Ak- ureyri er ekki ótakmarkað. Það er fljótsagt, að leikur ÍBA Margt um ferðafólk í Mý\ atnssveit Mývatnssveit 10. júlí. Heyskap- ur er hvergi hafinn í Mývatns- sveit, en næstu daga verður ef- laust byrjað að slá, því að nú hefur hlýnað og sprettur þá ört. Merki kuldanna má hvarvetna sjá, því að snjóskaflar eru víða heima undir bæjum. Nýting hótelanna hér í sveit- inni er ágæt í sumar og þegar komnir margir ferðamenn. Minna er þó um Breta og V.- Þjóðverja en oft áður og er það e. t. v. tilviljun. Flestir ferða- mennirnir eru innlendir, það sem af er. Nýlega var opnaður nýr veitingastaður á Skútustöð um og nefnist hann Sel. Þar er seldur morgunverður, smárétt- ir og smurt brauð. Húsakynni eru hin vistlegustu. í sama húsi á að opna verzlun eftir hálfan mánuð eða svo og er eigandinn Kristján Ingvason. Aðstaða fyrir tjaldbúa hefur verið fremur léleg hér, en nú er reynt að bæta úr því í sam- ráði við náttúruverndarráð. Ver ið er að byggja hús með snyrti- aðstöðu fyrir tjaldbúa nálægt Reykjahlíð og verður það mjög til bóta. Einnig er leyft að tjalda á túni hjá Álftagerði. Víða er nú bannað að tjalda, þar sem það var áður látið átölu laust, svo sem við Kálfaströnd, þar sem allt var að fara í flag. I sumar starfar í sveitinni eftir- litsmaður með tjaldstæðum, svo og lögregluþjónn, sem vinnur við ýmis konar eftirlitsstörf. Verið er að smíða fjögur íbúð arhús, ný og viðbætur, ennfrem ur peningshús í sveitinni. J. I. og KR var skemmtilegur fyrir áhorfendur og voru Akureyr- ingar betri aðilinn og áttu mörg hættuleg tækifæri í fyrri hálf- leik, en það voru KR-ingar sem skoruðu mark seint í hálfleikn- um. Ekki er hægt að segja ann- að, en þau úrslit hafi verið ósanngjörn, því Akureyringar áttu miklu meira í leiknum. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í síðari hálfleik, en það stóð ekki nema í 5 mín., þá tóku Akureyringar leikinn í sínar hendur og sóttu látlaust það sem eftir var leiksins. Uppsker- an var tvær vítaspyrnur, sem Sigbjörn skoraði úr, og sigur Akureyringa í leiknum var verð skuldaður. Fyrri umferð íslandsmótsins er nú lokið og hafa Akureyring- ar hlotið 3 stig, en Breiðablik er í neðsta sæti með 2 stig. KR- ingar eru með 5 stig. Keflvíking ar eru efstir með 14 stig, hafa unnið alla sína leiki. Næsti leikur ÍBA verður 22. júlí hér á Akureyri. SV.O. REGINA MARIS ÞÝZKA skemmtiferðaskipið Regina Maris lagðist að bryggju á Akureyri síðdegis í gær. Mun það koma liingað tvær aðrar ferðir í sumar, og er það eina skemmtiferðaskipið, sem von er á til Akureyrar með erlenda ferðamenn á þessu sumri. Regina Maris er skip að góðu kunnugt hér, og það er á orði, að ætíð sé gott veður þegar það sigli inn Eyjafjörð, og það brást heldur ekki að þessu sinni. |

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.