Dagur - 06.10.1973, Síða 4

Dagur - 06.10.1973, Síða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Blðfjöll og Hlíðarfjall FYRIR mörgum árum var Akureyri kjörin vetraríþróttamiðstöð lands- Lns, einkum vegna framúrskarandi góðrar aðstöðu, er sköpuð liafði ver- ið í hinu mikla, fjölbreytta og snjóa- sæla Hlíðarfjalli, og má þar nefna Skíðahótel og stólalyftu. Akureyrarkaupstaður lagði á ár- unum 1970—1971 ágætan veg upp að Skíðahótelinu og kostar hann rúinar átta milljónir króna og er þó ekki fullgerður. Fjallvegasjóður hef- ur greitt rúmar tvær millj. kr. a£ þessum kostnaði. Vegur að skíðalandi Reykvíkinga, Bláfjallavegur, kostar milljónatugi. Talið er, að ríkið greiði hann að fullu. Til þess verður að ætlast, að Reykjavík og Akureyri sitji hér við sama borð. □ Búsfofnsaukalán ÞEGAR Búnaðarbanki íslands var stofnaður og hóf starfsemi sína 1. júlí 1930, var meðal annars ákveðið í lögum um þessa stofnun, að bank- inn mætti lána bændum fé út á bú- stofnsauka eða bústofnskaup. Síðan eru nú liðin 43 ár og lieimildin var ekki notuð. Þegar bankinn átti 40 ára afmæli flutti Stefán Valgeirsson, sem nú er formaður bankaráðs, ske- legga ræðu um nauðsyn þess að taka upp bústofnsaukalán, samkvæmt nefndri heimild, og var sú ræða birt á sínum tíma hér í blaðinu. Síðan hóf Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands baiáttu fyrir því, að útlán gætu liafizt í þess- um lánaflokki. Nú í ár var það svo samþykkt í stjórn Lífeyrissjóðs bænda, að bjóða Stofnlánadeildinni 15 millj. króna lán í þessu augna- miði. Bankaráð hefur nú ákveðið að taka boðinu, og hafa tilkynningar um hin nýju útlán birzt í blöðunum. í fyrsta lagi er ákveðið að lána að- eins til kaupa á sauðfé og nautgrip- um. f öðru lagi, að viðmiðunarverð sé allt að skattmati hverju sinni. Lánstíminn er sex ár og vextir eins og almennir útlánsvextir deildar- innar, eða 8.5%. Lánað er gegn veði í fasteign eða hinum keypta bú- peningi, ásamt ábyrgð sveitarfélags. Nú eru aðeins 15 milljónir lausar í þessum nýja útlánaflokki og fer það eftir lánsumsóknum, hvort féð endist eða að hve miklu leyti. Láns- umsóknir eru þegar byrjaðar að koma inn, og er stefnt að því að afgreiða lánin í nóvembermánuði. Eflaust þarf aukið fjármagn í þenn- an lánaflokk. □ Nokkur orð um Vegmálin RÆTT VÍÐ YFIRVERKFRÆÐING 0G LÖGFRÆÐING VEGAGERÐARINNAR VEGIRNIR við Eyjafjörð hafa verið vega verstir í sumar og umferðin um þá kölluð torfæru akstur, þar sem'þeir eru verst- ir. Brotnir bílar og sárreitt fólk hefur mörgum sinnum kvartað yfir þessu, en án árangurs. Hinu óánægða fólki hefur þótt hart að þurfa að fara í aðrar sýslur til að geta ekið á sæmilegum vegum. Hið hörmulega óstand veganna hér við fjörðinn, í allar áttir út frá Akureyri, er jafnan borið saman við það, sem betra er. Vegamál Þingeyinga eru t. d. miklu lengra á veg komin, bæði nýbyggingar og viðhald, og í Skagafjarðársýslu eru marg ir vegir eins og hefluð fjöl, og þakka margir það snjöllum og árvökrum vegagerðarmönnum. Blaðið ræddi vegamálin lítil- lega við Snæbjörn Jónasson, yf irverkfræðing hjá Vegagerð- inni, og spurðist fyrst fyrir um rykbindiefnin. Um þau sagði hann meðal annars: Á frekar fjölförnum vegum, svo sem í líkingu við ýmsa aðal- .vegi úti á landi, svo sem Sauð- érkróksbraut til Varmahlíðar, vegi. í Hörgárdal, Dalvíkurvegi o. s. frv. má búast við, ef ryk- bundið er með klórkalsíum, muni það kosta 50—70 þús. kr. kílómetrinn, efni og vinna sam- anlagt. Hinsvegar kostar ryk- biridlng eins og gerð var á Sauð árkróksbrautinni um 35 þús. kr. kílómetrinn. En þar var olíuað- ferðin notuð. Tíu sentimetra malarslitlag er í flestum tilvikum mjög mik- ið dýrara, jafnvel mörgum sinn um, svo að ekki er sambærilegt. Þriðja og fjórða aðferðin við rykbindingu er sjór og ferskt vatn. Sjórinn myndar bindiefni þegar til lengdar lætur. En vatn úr lækjum og vötnum rykbind- ur aðeins á meðan það er að gufa upp. Klórkalsíum er þekktasta ryk bindiefnið á Norðurlöndum, og ef það er sett á vegina á réttum tíma og þurrkar koma á eftir, reynist það mjög vel og getur enzt lengi. En þetta efni endist aldrei lengur en yfir sumarið. Olíuaðferðin er ennþá á til- raunastigi og höfum við gert með hana tilraunir víða um land, meðal annars á Sauðár- króksbrautinni, á Eyjafjarðar- braut og miklu víðar. Olíuað- ferðin byggist á asfaltupplausn, sem blandað er vatni og dreift yfir vegina. Efnið sjálft er ódýr- ara en klórkalsíum. Þessar til- raunir hafa gefið ákaflega mis- munandi árangur. Á sumum stöðum hefur það enzt vikuna, en á öðrum stöðum mánuð og meira. Virðist það fara eftir efni í vegunum. Þetta entist t. d. mjög stutt á Kísilveginum í S,- Þing. og í Borgarfirðinum, við Hreðavatn, einnig á nýbyggðri hraðbraut í Ölfusinu, þar sem það mistókst alveg. Langbezt tókst það á Eyjafjarðarbraut og Sauðárkróksbraut. Nú standa fyrir dyrum rannsóknir á jarð- efninu, eða mölinni, sem notuð er í vegina. Aðspurður um Leiruveg og Víkurskarðsveg sagði yfirverk- fræðingurinn, að Víkurskarðs- leiðin væri ákveðin, en vist- fræðileg rannsókn á Leiruveg- inuiri hefði ekki enn farið fram og væri það vegarstæði ekki ákveðið. En nauðsyn er talin á því, að sú rannsókn sé undan- fari ákvörðunar um vegarstæði austur frá Akureyri. Um Dalvíkurveginn og Norð- urverk sagði Snæbjörn meðal annars: Norðurverk átti að Ijúka Dal- víkurveginum, nýbyggingu sam kvæmt útboði, í fyrrahaust. Vegna breyttra aðstæðna var verktakanum gefinn nokkur frestur. En breyttar aðstæður voru t. d. lengri malarflutning- ur en reiknað var upphaflega með. Hinn 22. ágúst var haldinn endanlegur verkfundur og geng ið endanlega frá þessu máli. Verktakinn lauk sínu verki nú um miðjan ágúst. Síðan hefur Vegagerðin unnið við veginn, yfirkeyrt hann með harpaðri möl og er hluta vegarins lokið, en að hluta að ljúka. En í sam- bandi við málefni Vegagerðar- innar á Norðurlandi hefur nú verið ráðinn fulltrúi fyrir Norð- urland allt, Guðmundur Svav- arsson umdæmisverkfræðingur, og kann hann að geta gefið nán- ari svör um þetta atriði. Spurningum um lögfræðilegt efni, varðandi efnistöku til vega, vísaði Snæbjörn Jónasson yfirverkfræðingur til Gunnars Gunnarssonar, lögfræðings Vegagerðarinnar. En spurt var, hvers vegna malað eða harpað efni í malarnámum í Djúpár- bakkalandi væri ekki notað. Þetta bar þannig til, sagði lög- fræðingurinn m. a., að Vega- gerðin fékk í upphafi leyfi til athafna á malartökustað, en ekki var samið um greiðslur. Siðar, þegar til átti að taka, samdist ekki um greiðslur til bóndans. Skipaði þá sýslumað- ur matsnefnd, sem aldrei lauk starfi og skilaði aðeins greinar- gerð um að' samkomulag hefði ekki náðst. Þannig stendur mál- ið nú, og allmikið magn af harp- aðri eða malaðri möl stendur þarna ónotuð vegna þessa ágreinings og er þetta efni orð- ið Vegagerðinni mjög dýrt. Vegagerðin lítur svo á, sam- kvæmt vegalögum, að ekki eigi að bæta landeigendum, nema þeir verði fyrir tjóni á sjálfri jörðinni, og fyrir það höfum við greitt eina til tvær krónur fyrir hvern fermetra lands. Hinsveg- ar hefur Vegagerðin greitt gjald fyrir hvern rúmmetra efnis, þar sem viðurkennt er, að um mark- aðssvæði sé að ræða. En nú er fyrir dómi Hæstaréttar mál, sem reis út af efnistöku til vega gerðar og er úrskurðar að vænta strax að réttarhléi loknu. Þar er sú spurning fyrir hendi, hvort mölin sé í sjálfu sér verð- mæti, sem greiða ber fyrir. Um leið og blaðið þakkar þessar upplýsingar, vill það benda á og undirstrika, að marg ir vegarkaflar á eldri og yngri vegum eru ætíð vondir og aðrir vegarspottar góðir. Á gamla Vaðlaheiðarveginum eru t. d. vegarkaflar eins og steyptir ár eftir ár, þótt þar hafi slitlagið ekki komizt í snertingu við inn- flutt rykbindiefni. Hinir ógætu vegarspottar, sem eru alltof stuttir, bera því vitni, að til séu mjög góð jarðefni í slitlag veg- anna. En því miður virðist til- viljun hafa ráðið miklu um mal- artökustaðina. Þetta er þó að breytast með; rannsóknum Vega gerðarinnar á ‘síðustu árum. Síðan frarpánskráð var ritað hefur matsnefrid eignarnáms- bóta, en forrriaður hennar er Egill Sigurgeirsson, rannsakað rúman tug mála, er annars veg- ar varðar Vegagerðina og land- eigendur hins vegar hér í ná- grenninu og m. a. gefið heimild til malartöku í landi Djúpár- bakka, að sögn Guðmundar Svavarssonar umdæmisverk- fræðings á Akureyri. □ „HREINN BÆR, FALLEGUR BÆR.“ Margir, sem til Akureyrar koma, hafa orð á því, hvað þetta sé fallegur bær. Og það skyldi engan undra. Þegar komið er að austan og séð yfir af Vaðlaheiðarbrún, neðar í hlíðum, eða hér á móti, kemur falleg lega bæjarins og umhverfis vel í ljós. Svo verð- ur einnig, þegar komið er af hafi inn ó Fjörð, og Pollurinn tekur ,á móti, kyrr og friðsælh Og þegar um bæinn sjálfan er ekið eða gengið, vekur margt athygli ferðamannsins. Hver hefur ekki staðið við Kaupangs- torgið og horft upp til kirkjunn- ar, sem ber við heiðbláan him- in, fundið mjúka fegurð stall- anna og blómskrúðsins, og skynjað göfgi og hátign þessa musteris Drottins? (Um tröpp- urnar þyrfti að bæta, umhverf- inu hæfir marmari, lagður gulli!). Trjágróður Akureyrar hrífur marga, og jafnvel nú, eft- ir kalt vor og lágt hitastig lengi sumars virðist hann venju frem ur gróskuríkur, laufmikill og ilmandi. Og í skjóli trjánna, og við fjölda húsa, eru vel hirtir grasfletir með blómskrúð í beð- um og steinhæðum. Opin svæði, eins og Eiðsvöllur og Þingvöll- ur (eða hvað hann nú heitir, þarna á Brekkunni, norðan Þingvallastrætis), og stendur sá þó mikið til bóta. Svo er Sund- laugin, nú í mjög bættu um- hverfi, og Andapollurinn (stund um), allt þetta vekur athygli og oft aðdáun ferðamannsins. Og enn er ónefndur sjálfur Lystigarðurinn, sem býr yfir mikilli fegurð og að auki dægra námi í blóma — og grasa — fræði! Og hvarvetna um bæinn blasa við glæsilegar byggingar, margar fagurlitar (sjáið t. d. Suðurbyggð), og sumar sér- kennilegar mjög. Já, „Akureyri er fallegur bær, og svo hreinlegur líka“, bæta sumir við í mín eyru og ann- arra, en við eigum tal við marga hérna við tjaldstæði bæjarins. Þessi umsögn gleður nú Akurr eyringinn, og ætti að auka hon- um metnað og vilja til þess að gera sitt til fegrunar sínum góða bæ. Ég hef farið um bæinn snemma á morgni og seint að kvöldi, og útlitið breytist (á vissu sviði) alltof mikið. Sóða- skapur og skeytingarleysi er áberandi. Göturnar eru þaktar Frá Bridgefélagi Akoreyrar AÐALFUNDUR Bridgefélags Akureyrar var haldinn 25. sept. Ur stjórn félagsins gengu Magn- út Aðalbjörnsson og Gunnlaug- ur Guðmundsson, og lá fyrir fundinum að kjósa tvo menn í stað þeirra til næstu tveggja ára. Kosningu hlutu Alfreð Páls son og Páll Jónsson. Stjórn fé- lagsins skipti með sér verkum og er þannig skipuð: Alfreð Pálsson, formaður, sími 11045, Guðjón Jónsson, gjaldkeri, sími 12842, Páll Jónsson, ritari, sími 21695, Ragnar Steinbergsson, mótsritari, sími 11459, og Júlíus Thorarensen, sími 12286. Ákveðið er að fyrsta keppni félagsins verði tvímennings- keppni og hefst hún þriðjudag- inn 9. október. Spilaðar verða fjórar umferðir. Spilað verður á Hótel KEA í vetur. hvers kyns rusli eftir daginn: umbúðum, ávaxtahýði, vindl- ingaendum o. fl. Ég hef átt tal við unga fólkið — og eldra —, sem kemur til vinnu sinnar kl. 5.45 að morgni, með sóp, skóflu og plastpoka. Það er e. t. v. í fyrstu ekki allt glaðvaknað, en tekur þó glaðlega undir, er ég gef mig á tal við það. Meðan flestir bæjarbúar sofa tekur mikill hluti bæjarins stakka- skiptum undir starfsliprum höndum þessara þörfu borgara, ruslið hverfur, en malbikaðar götur og gangstéttir verða hrein ar sem stofugólf. Ég var að dást að þessu; svarið var, að það næði skammt, þótt þau, 16—18 talsins, gerðu sitt, allir bæjar- búar þyrftu að hjálpast að. Ég var á sama máli. Það vantar á, að okkur — eldri og yngri — sé það í blóð borið, að engu rusli, smáu né stóru, á að lienda frá sér á götur, torg eða víða- vang! Þarna er stór þáttur van- ræktur í uppeldinu — víða. Orðin „Hreint land, fagurt land“, eða „Hreinn bær, falleg- ur bær“, taka of margir sem marklaust glamur, því er nú verr. En þetta er alvarlegt mál, sem sjálfsagt er að gefa gaum, m. a. við æ vaxandi ferðamanna straum, innlendra og erlendra. Mér þótti góð frétt í „sunnan- blöðum“ nýlega: Unglingar voru að skemmta sér við að brjóta flöskur á alfaraleið í borginni. Lögregla var látin vita, hún, „snögg upp á lagið“, kom á staðinn og drengir fengu að tína saman öll brotin sín! Gott — og til fyrirmyndar í stéttinni, jafnvel þótt um hættu minna rusl en glerbrot væri að ræða. Hérna í bænum þyrftu „rusla kisturnar11 að vera fleiri og miklu víðar, og þannig úr garði gerðar, að sá, sem drukkið hef- ur frá sér vitið sitt — takmark- aða, en ekki viljann til þess að sýna, livað hann er sterkur, geti beyglað ílátið eða lagt það saman! Þeir, sem fara um bæinn og losa ruslatunnur okkar, hafa miklu hlutverki að gegna og rækja það yfirleitt vel, ætla ég sé. Þó sá ég nýlega á götu minni, þar sem þeir voru á ferð inni með bíl sinn, ílát undan mjólk og rjóma og plastflösku undan einhverjum hreinsilegi. Sannanlega hafði þetta slæðzt á götuna frá þeim, úr pokum eða aftur úr opnum bílnum. Þetta er nú vonandi sérstök undan- DAGANA 11.-13. ágúst sl. kepptu börn frá Akureyri í frjálsum íþróttum og knatt- spyrnu við jafnaldra sína frá vinabæjum Akureyrar. Keppn- in var háð í Randers í Dan- mörku. 1 ferðinni tóku þátt 20 börn á aldrinum 13—14 ára, 16 drengir og 4 stúlkur, auk farar- stjóra. í frjálsíþróttakeppninni var einn keppandi frá hverjum vina bæjanna, sem eru 5 eins og kunnugt er. Árangur Akureyr- arbarnanna var sem hér grein- ir: Guðmundur Skarphéðinsson varð 2. í hástökki, stökk 1.50 m, sem er ágætur árangur. Guð- mundur varð 4. í langstökki með 5.20 m, 4. í 100 m hlaupi á 13.0 sek., og 4. í kúluvarpi, varp aði 9.61 m. — Gunnar Gíslason tekning, e. t. v. óvanir að verki, í afleysingu, enda er þetta nokk uð, seni aldrei má koma fyrir! Aðstaðan er e. t. v. slæm, með opinn vörubíl, við þetta erfiða þrifastarf. Akureyri, „hreinn bær, fall- egur bær“, mætti það haldast og sannast betur og betur. Svo er og um landið allt. Hér þyrfti, eins og víðast „úti“, að sekta fólk fyrir að kasta frá sér rusli á götuna, veginn eða bara á blessaðan „hvippinn og hvapp- inn!“ Betra þó, að eðli okkar breyttist án valdb'oðs til hins betra, vilji okkar beindist sjálf- krafa meira að því, að bæta og fegra umhverfi okkar, hvar sem leiðin liggur. Sjái ég einhverja láta sér annt um bréfpoka, eða aðrar umbúð- ir af sælgæti eða öðru og skila í rusladall, eða hirði jafnvel af gangstétt í sama tilgangi, gleðst ég í hjarta mínu, því að þar sé ég, að sumir, e. t. v. niargir, vilja þó hjálpa til að satt sé, og æ sannara reynist, þegar á Akur- eyri er minnzt: „Hreinn bær, fallegur bær“. Allir með í því. 19. ágúst 1973. Jónas í „Brekknakoti". Minningargjöf um sr. Sveinbjörn Högnason ÞRIÐJUDAGINN 11. sept. var biskupi íslands afhent vegleg minningargjöf um séra Svein- björn Högnason prófast á Breiðabólstað, alls kr. 1 milljón og fimmtíu þúsund. Gefendur eru: Mjólkursamlan í Reykja- vík kr. 500.000; Mjólkurbú Flóamanna kr. 500.000, og Fljóts hlíðarhreppur kr. 50.000. — Var þetta einróma samþykkt á síð- asta aðalfundi þessara stofnana. Formaður og forstjóri Mjólk- ursamsölunnar, Ágúst Þorvalds- son og Stefán Björnsson, form. og forstjóri Mjólkurbúsins, Egg- ert Ólafsson og Grétar Símonar- son, svo og oddviti Fljótshlíðar- hrepps, Sigurður Tómasson, af- hentu gjafirnar. Þessi minningargjöf rennur til lýðskólans í Skálholti og eiga tvö herbergi skólans að bera nafn séra Sveinbjarnar. Liðin eru 75 ár frá fæðingu séra Svein bjarnar Högnaonar, sem var há- lærður skörungsklerkur og mik- ill félagsmálafrömuður á Suður- landi í áratugi. (Fr éttatilkynning ) Bergiind Hólm Leifsdóitir F. 9. sept. 1969 D. 1. sept. 1973 MINNING Hve valt er vorið bjarta með viðkvæm blóm, er skarta um stund á grænni grein. Nú föl er ástin unga, hún afbar reynslu þunga sem vorsins lilja, ljúf og hrein. O, gef oss, Guð, að skilja þiim gæzkuríka vilja, er trú ei takmark sér. í húmi hljóðrar nætur, þá hjartað særða grætur, þín nálægð, Drottinn, dýrmæt er. Nú mælir mildum rómi í myrkum helgidómi þú, geislinn Guði frá: „Sjá, litla Ijúfan bjarta var lögð að mínu hjarta og dvelja mun í dýrð mér hjó.“ Mín sál, ó, syrg því eigi, en sjá, hve rönd af degi fær rofið rökkurtjöld. í helgi himinssala, í húmi jarðardala, má greina Drottins dýrð og völd. J. S. imót í Randers varð 4. í 1000 m hlaupi á 3:27.7 mín. — í 4x100 m. boðhlaupi varð sveit Akureyrardrengj- anna síðust á 57.0 sek. í drengjakeppninni sigraði Vásterás, hlaut 15 stig, Álasund 12 stig, Lathi 9 stig, Akureyri 8 stig og Randers 4 stig. Hugrún Stefánsdóttir varð 4. í hástökki með 1.30 m, 4. í lang- stökki, stökk 4.54 m. — Anna Sæmundsdóttir varð 4. í 800 m hlaupi á 2:50.7 mín. — Guðný Bergvinsdóttir varð 4. í kúlu- varpi með 6.07 m. — í 4x100 m boðhlaupi varð stúlknasveitin nr. 4 á 57.5 sek. Vásterás sigraði í stúlkna- keppnini, hlaup 31 stig, Álasund 24 stig, Lathi 23 stig, Akureyri 10 stig og Randers 7 stig. í knattspyrnukeppninni urðu Akureyrardrengirnir síðastir, töpuðu fyrir Vásterás 0—2, fyr- ir Lathi 0—3, fyrir Randers 2—6, en unnu Álasund 6—2. Randers sigraði í knattspyrnu- keppninni, hlaut 7 stig. í Kaupmannahöfn léku dreng irnir einn leik og sigruðu með 6 mörkum gegn 2. -Fararstjórar barnanna voru Vilhjálmur Ingi Árnason og Þröstur Guðjónsson. □ Stigin milli félaganna skipt- ust þannig: Umf. Reynir.......8 stig Umf. Ársól og Árroðinn .......... 6 stig j Umf.Dagsbrún.......4 stig j Umf. Skriðuhrepps . 1 stig Umf. Framtíð ..... 1 stig Lið Umf. Reynis skoraði 23 mörk, en fékk aðeins 3 mörk á sig. . □ Þrjár bækur ÁB BLAÐINU hafa borizt þrjár nýjar bækur frá Almenna bóka félaginu. Hin fyrsta þeirra er Umrenn- ingar, síðari hluti hins fræga norska skálds, Hamsuns, en fyr- ir ári kom fyrri hlutinn út. En dáðastur er þessi höfundur ef- laust fyrir bók sína, Gróður jarðar, listaverkið, sem tryggði höfundi sínum Nóbelsverðlaun- in á sínum tíma og kom út í íslenzkri þýðingu árið 1960. — Umrenningar er í íslenzkri þýð- ingu Stefáns Bjarmans og er hin skemmtilegasta bók, gædd mikilli frásagnargleði. Atburðirnir á Stapa heitir næsta bókin og er hún eftir hinn kunna og sérstæða rithöf- und Jón Dan, höfund bókanna Kaupverð gæfunnar, Berfætt orð, Sjávarföll, Þytur um nótt og Tvær bandingjasögur. Hér er um skáldsögu að ræða, þótt efniviðurinn sé sóttur í frásögn Sigurðar Karlessonar. Bókin er 240 blaðsíður, prentuð í Prent- smiðjunni Eddu í Reykjavík. Athvarf í himingeimnum nefnist þriðja bókin. Hún er eftir Jóhann Hjálmarsson og er nálega 100 blaðsíðu ljóðabók. Er þetta sjöunda ljóðabók höf- undar, en hann hefur einnig stundað ljóðaþýðingar og ritað um íslenzka nútímaljóðlist. □ FÓSTUREYÐINGAR HÉRAÐSFUNDÚR ísafjarðar- prófastsdæmis haldinn á Suður- eyri 9. sept. 1973, lýsir andstöðu sinni við meginatriði frumvarps þess til laga um fóstureyðingar, sem leggja á fyrir alþingi. Tel- ur fundurinn, að í frumvarpi þessu sé fólgið virðingarleysi fyrir mannslífum, sem fái ekki samrýmst kristinni lífsskoðun. (Fréttatilkynning). , Svavar S. Gunnþórsson F. 8. júní 1958 D. 6. sept. 1973 t Kveðja frá litlu bræðrunum á Gásum. Það féll citt blóm til foldar eins og gengur en fögur minning lifir meðal vor, það blóm var þessi prúði dáða drengur, í dagsins önnum gekk sín liinztu spor. Nú flytur þú á landið ljóssins bjarta, í líknar örmum færð þú öruggt skjól. Þú áttir frændi gott og göfugt hjarta, þér geislar skína af Drottins náðar sól. Elsku frændi kæra kveðju scndum, við kveðjum þig og þökkum fyrir allt. Til himinssala brosandi við bendum, þú bænir okkar Drottinn heyra skalt. Kysstu hann frænda koss frá okkur báðum nú livílir hann við brjóst þitt vært og rótt. Hann frændi á það góða sem við sáðum, við segjmn aðeins hjartans góða nótt. H. J. Krjúptu að fótum friðarboðans fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Hann Svavar er dóinn, þessi góði og duglegi drengur. Þetta eru aðeins örfá kveðju- og þakkarorð til hans, frá mér og mínum, fyrir allt það góða, er hann ætíð sýndi okkur frá fyrstu kynnum. Og einnig bræðrum hans og mákonu í sveitinni, sem hann var búinn að vera hjá í 4 sumur, þakka honum af alhug allt sem hann gerði fyrir þau. Og á veturna, þegar hann átti frí úr skól- anum, var hann alltaf boð- inn og búinn að koma og rétta þeim hjálparhönd. Svo biðjum við guð, sem öllu ræður, að styrkja for- eldra hans, systkini og alla ástvini. Líf hans var bjart og fagurt eins og dagurinn, sem hann kvaddur var hinztu kveðju. i H. B. P Lið Umf. Reynis. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Valvesson, Rafn Gunnarsson, Svavar Guðmundsson, Eiríkur Eiríksson, Björgvin Gunnlaugsson og Magnús Jóhannsson. Aftari röð frá vinstri: Jón Gunnlaugsson, Jens Sigurðsson, Gylfi Baldvinsson, Elvar Jóhann- esson, Jóhann Bjamason, Ragnar Jóhauncsson og formaður Umf. Reynis, Birgir Marinósson. Umf. Reynir varð sigurvegari 1 KNATTSPYRNUMÓT Ums.' Reynir á Árskógsströnd varð Eyjafjarðar er nýlokið. Fimm sigurvegari mótsins, vann alla lið tóku þátt í mótinu. Umf. leiki sína og hlaut alls 8 stig.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.