Dagur - 15.12.1973, Blaðsíða 1
Dagub
LVI. árg. — Akureyri, laugardaginn 15. des. 1973 — 59. tölublað
Flestir búa til laufabrauð
Hrísey, 13. desember. Hér er í
heiðri haldinn sá góði siður að
búa til laufabrauð og eru víst
flestir búnir að því nú. Að öðru
leyti búa menn sig undir jóla-
MIKLIR PENINGAR
í UMFERÐ
Sauðárkróki, 14. desember.
Snjór er lítill í héraðinu og
truflar ekki samgöngurnar, en
hríðarhraglandi hefur verið
undanfarna daga. Jólaösin byrj-
aði með fyrsta móti á Sauðár-
króki. Atvinna hefur verið
mikil og er ennþó, og miklir
peningar í umferð.
Hegranesið seldi fyrir
skömmu afla sinn í Grímsby,
67.5 tonn fyrir 3.6 milljónir og
var meðalverðið 58 krónur pr.
kíló. Var þetta sæmileg sala. □
JÓLAKAUPTÍÐIN
í HÁMARKI
Blönduósi, 14. desember. Hér á
Blönduósi er 15 stiga frost, en
bjart veður, en hríðargarg var
hér í gærkveldi.
Verið er að bora eftir heita
vatninu á Reykjum við Reykja-
braut, nálægt Húnavallaskóla.
Mun borinn kominn á 160 metra
dýpi og lítur fremur vel út með
árangur, að því er manni skilst.
Það er Blönduóshreppur, sem
fyrir þessu stendur og hefur
tryggt sér hitaréttindin á Reykj
um.
Síðustu daga er feikna mikil
ös í verzlunum og mikið keypt.
Vegir eru góðir og fært um allt
og fólk kemur langt að til að
verzla í jólakauptíðinni. G. J.
| HAPPDRÆTTI
|FRAMSÓKNAR I
= ÞAÐ eru vinsamleg tilmæli i
i að þeir sem fengið hafa happ |
= drættismiða heimsenda, geri i
i skil sem allra fyrst. Við i
i greiðslu taka umboðsmenn |
1 samtakanna út um byggðir i
i sambandsins og Dagur, Ak- i
i ureyri, og skrifstofan, Hafn- i
| arstræti 90, Akureyri. Skrif- i
i stofan er opin frá kl. 2 til 6 |
E síðdegis. Laugardaga frá kl. i
i 9 til 12 á hádegi. Sími 21180. i
í F.F.N.E. í
hátíðina með ýmsum hætti. Við
erum ekki neitt æstir spilamenn
í Hrísey og stundum lítið spil,
en erum hins vegar áhugasamir
dansmenn og ætlum að halda
fjóra dansleiki, auk barna-
skemmtunar.
Ég borða rjúpur á jólum, aðr-
ir borða hangikjöt, jafnvel svina
kjöt, ásamt mörgu öðru. Heim-
boð eru nokkur að jafnaði og
svo mun enn verða.
Hörkuveður var hér síðdegis
í gær og í nótt, alveg aftaka-
veður, eitt af meiriháttar norð-
an hvassviðrum sem komið
hafa. En það var ekki tiltakan-
lega mikil kvika og við eigum
höfn, sem dugar í svona veðri.
Hér við éyna liggur Brettingur
með 70 tonn af fiski. Hann bíð-
ur þess að veður gangi niður og
fer þá til sinnar heimahafnar,
Vopnafjarðar, með aflann.
Kominn er talsverður snjór
og komnir nokkrir skaflar eftir
hvassviðrið.
Litlu-jólin fyrir skólabörnin
verða á laugardaginn og lýkur
þar með skóla og gefið jólafrí.
Ef flugfreyjur verða ögn samn-
ingaliprari en þær hafa verið,
og flugvélar halda áfram ferð-
um sínum með farþega, fáum
við ungt fólk heim, sem verið
hefur í skóla. Er það ánægjuleg
tilbreyting. S. F.
Mynd þessi átti að koma í síðasta blaði, en barst of seint. Hún er
leið sína að Sandbúðum.
af Húsvíkingunum, sem lögðu
(Ljósm.: J. J.)
Dðlvíkurbátur fékk rækju viS Grímsey
Dalvík, 13. desember. í gær-
kveldi og í nótt var versta veð-
ur hér á Dalvík en var farið að
lægja um fimmleytið í morgun.
Skemmdir urðu ekki svo ég
viti, enda ekki mikið brim. í
gær tepptust bílar eitthvað og
fólk varð að bregða fyrir sig
r
Báfar keypfir á Arskógssfrönd
ÚTGERÐARMENN á Árskógs-
strönd hafa nýlega keypt tvo
fiskibáta.
Guðmundur Benediktsson á
Litla-Árskógssandi og nokkrir
aðrir keyptu 47 tonna stálbát
frá Neskaupstað. Hann heitir
Valur og er fimm ára.
Sigurður og Jóhannes Trausta
synir á Hauganesi og synir
þeirra hafa keypt 50 tonna stál-
bát frá Eskifirði, tveggja ára
gamlan, og heitir hann Víðir
Trausti. — Munu bátar þessir
verða gerðir út frá heimahöfn-
um.
Þá er Konráð Sigurðsson út-
gerðarmaður á Litla-Árskógs-
sandi og synir, ásamt Sveini
Gunnlaugssyni, að láta byggja
25—30 tonna eikarbát hjá Skipa
smíðastöð KEA á Akureyri.
Tveir menn, þeir Gylfi Bald-
vinsson, Engihlíð, og Hjalti Sig-
fússon á Rauðuvík, fóru nýlega
til rjúpna á vélsleða fram í Þor-
valdsdal. í þverdal þar, er Þver-
árdalur heitir, fundu þeir á og
tvö lömb hennar og voru allar
kindurnar aðþrengdar orðnar.
Sóttu skytturnar þá sleða og
. fluttu féð síðan til byggða. Var
þetta útigöngufé frá Björgum í
Arnarneshreppi. Sn. K.
betri fótunum og ganga spöl og
spöl og einhverjir munu hafa
orðið hríðtepptir, svo sem Olafs
firðingar, sem hér voru staddir
en komust ekki Múlaveg. En
hvergi varð það að slysi.
Eftir að dragnótatímabilinu
lauk fékk Snorri Snorrason út-
gerðarmaður sér rækjutroll og
fór einn rækjutúr í fyrradag á
Sæþóri einhvers staðar norð-
austur af Grímsey, þar sem
áður hafði fundizt góð rækja.
í fjórum hollum fékk hann 2100
kg af góðri rækju og hefði feng-
ið mun meira, en varð að hætta
vegna storms. Rækjuna fór
hann með til Akureyrar og er
hún unnin í Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónssonar & Co.
Rækjan veiddist held ég á 270
faðma dýpi, eða a. m. k. á miklu
dýpi.
Toppkyndistöðin fyrir hita-
veituna á Dalvík er komin í
gang og reynist ágætlega. Svo
er verið að kaupa díselvél til
að setja við borholurnar á
Hamri, þar sem heita vatnið er
tekið, og á hún að vera til vara,
ef raforku þrýtur, því að dæla
þarf vatninu upp á yfirborðið.
Þá er fyrirhugað að leita meira
vatns í sumar, fyrst með mjóum
tilraunabor og síðan með öðrum
stærri. Verður fyrst borað nær
veginum en áður, en þar telja
jarðfræðingar líklegan stað til
árangurs.
Vel bílfært hefur ennþá verið
fram í dalina, en í svona tíð
getur það spillzt fljótt. Eins og
vant er, er færið verst hér sunn-
an við Dalvíkina. J. H.
Akureyrartogararnir
KALDBAKUR landar í dag,
laugardag.
Svalbakur landaði 5. desem-
ber 69 tonnum og landar aftur
í síðari hluta næstu viku.
Harðbakur landaði 3. desem-
ber 85 tonnum og landar aftur
eftir helgina.
Sólbakur landaði 12. desem-
ber og fór á veiðar í gær.
Allir Akureyrartogararnir
munu verða á veiðum um jólin.
Mikil velluaukning hjá
Nemendakvöld í
T ónlistarskólanum
í YFIRLITSERINDI Erlendar
Einarssonar forstjóra kom m. a.
fram, að mikil veltuaukning
hefur orðið hjá Sambandinu
Raforkan glæðist heldur
TRUFLANIR hafa orðið á fram nú, er 15700 kw í stað 18500 kw,
leiðslu raforkunnar við Laxá, sem við fáum þegar allt er í lagi.
svo að grípa varð til skömmt- Þessar truflanir byrjuðu í fyrri-
unar á orkuveitusvæðinu. nótt við Mývatn, ennfremur
Rafveitustjórinn sagði blað- urðu talsverðar rennslistruflan-
inu meðal annars eftirfarandi ir í Laxárdal, en við inntakið
eftir hádegi í gær, föstudag: voru ekki neinar truflanir nú,
Raforkuframleiðslan við Laxá því að allt krap, sem ofanað
t........................... kom, stöðvaðist í Laxárdalnum,
........................... en þar fyrir neðan var áin til-
j'ílk &—•« n"r -jr-rv tölulega hrein. Mun naumast
II 3 A \jr U M YórÁ.t s,kömmtfun- f getum
•*"— haldið þeirri framleiðslu, sem
kemur næst út á þriðjudags- nú er, með því að keyra allar
kvöld, næstsíðasta blað fyrir tiltækar díselstöðvar á orku-
jól. veitusvæðinu. □
fyrstu níu mánuði þessa árs frá
sama tímabili sl. ár, og nemur
hún 47 %. Hafa allar deildir auk
ið veltu sína sem hér segir:
Innflutningsdeild 64%, Véla-
deild 53%, Sjávarafurðadeild
53%, Búvörudeild 33%, Skipa-
deild 31% og Iðnaðardeild 34%.
Væri vonazt til, að þessi aukn-
ing myndi ná að vera upp á
móti stórauknum kostnaðar-
hækkunum á flestum sviðum,
sem væru m. a. nær 28% launa-
hækkun á tímabilinu hjá mán-
aðarkaupsfólki í Reykjavík, um
35% vaxtahækkun innanlands,
hækkaðar afskriftir og stór-
hækkaðir erlendir vextir.
Þá kom einnig fram í erindi
forstjóra, að fyrstu níu mánuði
ársins hefur Sambandið fjárfest
fyrir 126.6 millj. kr. Stærsti lið-
urinn er vegna kaupa á Dísar-
fellinu, en auk þess hefur tals-
vert verið fjárfest í verksmiðj-
unum á Akureyri og í nýju
fóðurblöndunarstöðinni.
1 ræðu Erlendar kom einnig
fram, að með vaxandi veltu hef
ur aukizt það fjármagn, sem
Sambandið þarf að lána kaup-
félögunum frá áramótum til
hausts, meðan beðið er eftir inn
leggi vegna sláturafurða. Væri
sveiflan í reikningsstöðu félag-
anna á þessu ári um 400 millj.
kr. og ásamt vaxandi veltu allra
deilda skapaði þetta nú stór-
aukna fjárþörf. Við þetta bætt-
ust nú mjög miklar verðhækk-
anir á mörgum vöruflokkum og
því væri nú brýnna en nokkru
sinni fyrr að efla eigið fjármála
kerfi hreyfingarinnar, og taldi
hann vandann, sem iramundan
væri í þessum málum, vera
slíkan, að e. t. v. væri ástæða
til að kalla saman sérstakan
kaupfélagsstjórafund um þetta
efni í byrjun næsta árs. □
NÆSTA miðvikudag, 19. desem
ber, kl. 20.30, verður nemenda-
kvöld í Tónlistarskóla Akur-
eyrar. Nemendur þeir, sem
lengra eru komnir, leika á
píanó.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir meðan húsrúm leyf-
ir. Tekið verður á móti fram-
lögum í Minningarsjóð Þor-
gerðar Eiríksdóttur. □
FLUGFREYJUR
í VERKFALLI
RÚMLEGA 30 klukkustunda
samningafundi um kaup og kjör
flugfreyja, lauk á fimmtudags-
kvöld án samkomulags og kom
því verkfall til framkvæmda á
miðnætti það sama kvöld. Lauk
þá farþegaflugi F. í. innanlands,
en unnt er að fljúga með fragt
og póst. Flugferðir F. í. og Loft-
leiða landa á milli lögðust niður.