Dagur - 15.12.1973, Qupperneq 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
OLIAN
VEÐURFRÆÐINGAR og sjómenn
segja okkur, að ísinn sé nú skammt
undan Norðurlandi og Vestfjörðum.
Sá veðurfræðingurinn, sem mest hef-
ur spáð í ísinn á undanförnum ár-
um, telur líklegt, að ís verði nálægt
landi 2—4 mánuði síðari liluta vetr-
ar, en stormar og straumar ráði svo
úrslitum um það, hvort eða hve lengi
ísinn verði landfastur. Fyrrum voru
harðindin og hungurdauði fólks og
fénaðar hin trúfasta fylgikona haf-
íssins, og víst getur sú fylgikona
minnt á sig á ný, þótt það verði með
öðrum hætti en áður.
Níu þjóðir í Vestur-Evrópu hafa
ýmist tekið upp skömmtun á olíum
og benzíni eða ætla að gera það.
Allar hafa þær livatt almenning til
sparnaðar í notkun þessara vara.
Ástæðan er sú að hinar olíuauðugu
Arabaþjóðir ákváðu fyrirvaralaust
að draga úr framleiðslu og sölu olíu
til þessara og fleiri þjóða og hafa
boðað meiri samdrátt þeirra við-
skipta með nýju ári. Þessar olíu-
auðugu þjóðir beita sínu olíuvopni
í baráttunni við ísrael og þær þjóðir,
sem þær telja sér ekki nægilega vin-
veittar í þeirri baráttu.
Vestur-Evrópuríkin eru svo mjög
háð olíuverzluninni, að olíubannið
svokallaða kom sem reiðarslag yfir
þær og er enn óséð hvaða afleiðingar
það hefur. Bann við sunnudags-
akstri og ljósaskreytingum, sem mest
hefur verið frá sagt í fréttum, eru
smávægileg atriði, en sýnir þó svo
glöggt sem verða má, livernig ástatt
er um raforkuna, þar sem hún er
framleidd með hinni arabisku olíu.
Er þá einnig ljóst hversu fer um
hinn margþætta iðnað, liáðan raf-
orku, hinna ýmsu landa, á meðan
Arabaríkin nota liið bitra olíuvopn
sitt á eins óvægilegan hátt, sem raun
ber vitni. Atvinnuleysi, samdráttur í
framleiðslu og minnkandi kaup-
máttur almennings eru þættir nýrrar
efnahagskreppu, sem allt í einu ógn-
ar fjölmörgum þjóðum, sem um of
hafa verið háðar olíuviðskiptum við
Afríkuþjóðir.
Islendingar kvíða ekki olíuskorti
næsta ár, samkvæmt samningi við
Sovétlýðveldin, og búa því vel í þessu
efni. En þeir, sem hita hús sín með
olíu, mega þó búast við að þurfa að
greiða einn milljarð króna í verð-
hækkuninni einni saman næsta ár.
Er því þörf á skjótri nýtingu fall-
vatna og jarðhita hér á landi. Á þann
eina hátt geta íslendingar svarað
olíukreppunni. □
HINN HVÍTI GALDUR
ÞAÐ verður ekki annað sagt
um bókaútgáfu þessa hausts, en
að hún hefur á sér dálítið
óvenjulegt yfirbragð, og vekur
óvenjumiklar umræður og um-
hugsun um málefni, sem mörg-
um virðist eðlilegt að væru liðin
undir lok með aukinni þekk-
ingu, og betur upplýstu fólki
heldur en áður var, þegar menn
trúðu á álfa og drauga, bæði til
gagns og ógagns. Oft var grátt
með álfum og mönnum segja
þjóðsögur, en eins oft var hitt,
að yvinsamleg samskipti tókust
og blessun fylgdi sambúð þess-
ari, eins og þegar vinátta ríkir
með mennskum grönnum.
í hinni nýju bók Ólafs
Tryggvasonar, Hinn hvíti gald-
ur, reynir höfundur að gera
lesendum ljós þau sannindi, að
dularöfl, máttur þeirra og feg-
urð, sé alls ekki eins fjarrænt
eða fjarstætt venjulegu mann-
legu lífi eins og margir halda,
sem aldrei hafa kynnt sér þessi
málefni. Undirrituðum virðist
að mörgum hætti til, af tak-
mörkuðum skilningi og lítilli
hógværð, ýmist að óvirða þessi
mál og þá sem að þeim standa,
með ofstæki án þess að kynna
sér upptök og eðli málsins og
hvernig er að þeim staðið, —
en aðrir sveipa þau dýrðar-
ljóma, hefja þau upp yfir dag-
legt líf. Þannig verða þau óað-
gengileg fyrir hinn almenna
hlutlausa mann, sem þráir sann
indi, og ekkert annað.
Aldrei hef ég á miðilsfund
komið og ekki haft löngun til
þess, hef hálft í hvoru óttast
slík sambönd, og í öðru lagi
fundist mér ekki koma þessi
mál neitt við. En við lestur bók-
ar Ólafs breyttist þetta viðhorf
mitt. Ég finn betur en áður, að
á bak við gráan hversdagsleik-
ann er fegurð, sem enginn þarf
að óttast og öllum kemur við.
Við lestur góðra bóka öðlast
maður aukinn næmleika fyrir
Endurminningar
Friðriks Guðmundss.
Á síðastliðnu ári kom út hjá
Víkurútgáfunni, endurminn-
ingabók Friðriks Guðmunds-
sonar frá Syðra-Lóni, fyrra
bindi, en þar bjó hann í 22 ár,
en flutti þá vestur um haf.
Hann skrifaði endurminningar
sínar á gamals aldri.
Nú er síðara bindið komið út
og hefur Gils Guðmundsson séð
um útgáfuna. Það er um 300
blaðsíður og skiptist í marga
kafla, marga þeirra bæði
skemmtilega og fróðlega. Nafna
skrá er aftast í bókinni.
í bók þessari er sögulegur
fróðleikur af mörgu tagi. En í
fyrsta kafla segir frá Þingvalla-
fundinum og ferðinni á hestum
þangað norðan úr Norður-Þing-
eyjarsýslu. Og það gerðist 1895.
Blaðinu hafa borizt þrjár
bækur frá Bókamiðstöðinni.
Þær eru þessar: Sumardagar í
Stóradal eftir Hugrúnu, Haust-
blóm, Ijóðmæli, eftir sama höf-
und og Hrundar borgir eftir
Þorstein Matthíasson.
Hugrún, eða Filippía Krist-
jánsdóttir, er löngu þjóðkunn
af sögum sínum og ljóðum.
Þessi nýja Ijóðabók hennar,
Haustblóm, er fimmta ljóðabók
skáldkonunnar. Félagsprent-
smiðjan prentaði.
Hin bókin, Sumardagar í
Stóradal, er ætluð börnum og
unglingum, og var hún lesin í
hinu dulræna. Ólafur Tryggva-
son kallar ekki á hulduverur
eða himnaverur, það eru þær
sem leita á fund hans, því þar
fá þær góðar viðtökur. Skylt er
að hafa það, sem sannara reyn-
ist. Það er rangt að dæma án
þess að kynna sér fyrst mála-
vexti.
Kaflinn Alþýðukonan, þriðji
kafli bókarinnar vakti athygli
mína sérstaklega. Hann vekur
hvern heilbrigðan mann til um-
hugsunar um það, hve margir
skyldu þeir vera „óbrotnu" al-
þýðumennirnir, konur og karl-
ar, sem geyma í einangrun sinni
„alla þá ást, sem aldrei var get-
ið að neinu“ og auk þess speki,
Ólafur Tryggvason.
lífsreynslu og andlegan þroska.
Maður skyldi þó ætla að þenn-
an andlega auð væri fremur að
sækja til hinna skólagengnu
manna, en því miður, þá virð-
ast þeir, sumir hverjir, allt of
oft vera uppfullir af stolti og
hroka fyrir sínum lærdómssjóð-
um, og líta þá með lítilsvirðingu
til þeirra ólærðu, sem hafa til-
tæka andlega fjársjóði í poka-
horninu til að miðla öðrum.
Annars virðist mér af þeim
kynnum, sem ég hef haft af lær
dómsmönnum, þá sé það aðals-
merki hinna sönnu mennta-
manna, að hafa stöðugt opinn
hug fyrir nýjum hugmyndum,
hugdettum og reynslu annarra,
hvort sem í hlut á húsgangur
eða lærdómsmaður. Enda hefði
mannkynið alls ekki verið kom-
ið það áleiðis á þroskabrautinni,
sem raun ber vitni um, ef öll
andleg reynsla hinna mörgu og
smáu hefði verið fótum troðin
eða lokuð úti. Mikið eigum við
þeim hugrökku mönnum að
þakka, sem ekki létu hræða sig
frá því að bera sannleikanum
vitni. Og „hún snýst samt“ hvað
sem hinir þrjósku og þráu
segja.
útvarp fyrir þremur árum. Hún
fjallar m. a. um drenginn Magga
frá Reykjavík, sem lendir í
mörgum ævintýrum í Stóradal,
ásamt bömunum þar á bænum.
Gísli Rúnar Jónsson teiknaði
myndir í bókina, sem er prent-
uð í Prentverki Kópavogs.
Hrundar borgir er 180 blað-
síðna bók og fjallar hún um
Djúpuvík, Ingólfsfjörð og Gjög-
ur. Höfundurinn, Þorsteinn
Matthíasson, rekur sögur þess-
ara staða og ýmiskonar ævin-
týri, sem þar gerðust. í bókinni
eru allmargar myndir, og er
hún bæði læsileg og einkar
fróðleg, svo langt sem hún nær.
Áður voru það ómenntuðu
lærdómsmennimir, sem afneit-
uðu dulspekinni, og þeir gera
það enn í dag, þó að úti í hinum
stóra heimi, bæði í Rússlandi
og Bandaríkjunum, séu fjölda
margar vísindastofnanir, sem
senda frá sér markvisst, hægt
en örugglega upplýsingar um
margvíslega nýja þekkingu og
vísindi, sem miðlar og annað
dulrænt fólk hefur verið búið
að segja okkur fyrir löngu, en
aðeins fáir viljað trúa.
Eins hefur það verið með
ýmsar vísindalegar uppgötvan-
ir aðrar. Sagt er að fyrsta skip-
ið, sem sigldi yfir Atlantshaf og
var knúið gufuafli, hafi haft
innanborðs stórt upplag af riti,
sem hafði að geyma fullkomin
xök fyrir því, að ómögulegt
væri að knýja skip yfir höf með
þessu afli. Þessi saga rifjaðist
upp fyrir mér, er ég var að lesa
þessa ágætu bók Ólafs Tryggva
sonar, og varð hugsað til and-
mælenda þessara bókmennta.
Þetta er fyrsta bókin sem ég
les eftir Ólaf, en hún verður
ekki sú eina, því að svo mikil
verðmæti hefur þessi bók að
gefa. Hún auðveldar manni
vissulega að lifa þessu lífi lif-
andi.
Stíll bókarinnar er þægilega
léttur og málfar mjög gott,
minnir lesendur á að íslenzkan
er auðug af orðum og hugtök-
um til að lýsa því, sem orðum
verður yfir komið. En það veit
ég, að til eru þau verðmæti, og
margvísleg reynsla, sem ekki
verður með orðum túlkuð, þótt
sumum þyki það kannski kyn-
legt. Um þetta ber bók Ólafs
merki, og ef til vill finnst sum-
um orðgnóttin vera um of, en
það finnst mér ekki, því höf-
undur leitast við að lýsa sál-
rænni og dulrænni fegurð, sem
sumir þekkja ekki, og afar erfitt
er að koma orðum að, en þar
falla orðin oft svo þægilega að
því, sem höfundur er að lýsa.
Mér finnst bókin Hinn hvíti
galdur, dulúðug, skemmtileg og
góð bók.
H. Jóhess.
FJÖRAR B.O.
Hljóðin á heiðinni
Bókaforlag Odds Björnssonar
á Akureyri hefur sent frá sér
sjöttu bókina eftir Guðjón
Sveinsson og heitir hún Hljóðin
á heiðinni. Hinar eru: Njósnir
að næturþeli, Ógnir Einidals,
Leyndardómar Lundeyja 1—2,
Svarti skugginn og Ört rennur
æskublóð.
Hin nýja bók er um 190 blað
síður og skiptist í 15 kafla. Á
titilblaði stendur: Með kærri
kveðju til lesenda og þökk fyrir
samfylgdina í þessari sögu og
hinum fyrri: Addi, Bolli, Skúli,
Dísa, Kata og Krummi.
Börn og unglingar, sem lesið
hafa fyrri bækur Guðjóns
Sveinssonar með þessum ágætu
söguhetjum, eiga þess nú kost
að fylgjast með framhaldinu.
Töfrabrosið
Töfrabrosið eftir Guðnýju
Sigurðardóttur er 114 blaðsíðu
bók frá Bókaforlagi Odds
Björnssonar og hefur hún áður
birtzt í Heima er bezt. Þetta er
skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu,
eins og segir á bókarkápu. Hús-
móðir er söguhetjan og hjóna-
band hennar er hætt komið.
Hún ætlar að skilja við eigin-
manninn, og þá gerast þeir
atburðir, sem sköpum skipt’a.
Þrjár bækur frá Bókamiðsföðinni
Stóð ég úti í
tunglsljósi
Um bók sína STÓÐ ÉG ÚTI
f TUNGLSLJÓSI segir Guð-
mundur G. Hagalín:
Á árunum 1951—1955 komu
frá minni hendi 5 bindi, sem
öll hefðu getað komið út undir
titli þess fyrsta: ÉG VEIT EKKI
BETUR. í þremur þeirra er
sagt frá ætt minni og átthögum,
bernsku minni og unglingsár-
um vestra, názni mínu og störf-
um þar á landi og sjó og fólki,
sem ég hafði kynni af. Hin bind
in fjalla um dvöl mína hér í
Reykjavík við nám og ritstörf,
kynni mín af góðskáldum og
öðrum menntamönnum og einn
ig nokkrum af merkustu stjórn-
málagörpum þeirrar tíðar — og
síðast en ekki sízt frá því sam-
félagi ungskálda og verðandi
menntamanna, sem ég lifði og
hrærðist í, en furðu margir
þessara félaga minna hafa mark
að djúp spor í bókmenntum og
menningarlífi þjóðarinnar. Nú
tek ég upp þráðinn aftur. f þess
ari bók kveð ég í bili vini og
velunnara í Reykjavík, skrepp
vestur í Firði til fundar við
ættingja og kunningja og fer í
síðasta sinn í fiskiróður undir
forystu föður míns á heimamið
ættar minnar. □
Þjóðsagnabók Nordals
Þriðja bindið af Þjóðsagna-
bók Nordals er komið út. Þar
með er þessu merka útgáfu-
verki lokið. Að þessu sinni nefn
ir Sigurður Nordal forspjall sitt
Að viðskilnaði, en heita má, að
þessar inngangsritgerðir hans,
sem fylgt hafa bókunum, og
eru að samanlögðu nálægt 100
lesmálssíðum sé í raun sjálf-
stætt bókmenntaverk, sem rek-
ur rætur íslenzkra þjóðsagna
og þjóðsagnasöfnunar af mikilli
þekkingu og þeirri skemmti-
legu hugkvæmni, sem höfund-
inum er lagin. Á það sennilega
B. BÆKUR
Niður um strompinn
Ármann Kr. Einarsson hefur
skrifað bókina Niður tun
strompinn, sögu frá eldgosinu í
Vestmannaeyjum. En Bókafor-
lag Odds Björnssonar á Akur-
eyri gefur út. En sami höfundur
skrifaði einnig bók um Surts-
eyjargosið og eru þetta ungl-
ingabækur.
Hin nýja bók er skáldsaga en
byggist í aðalatriðum á heimild-
um, sem eru nærtækar. Bókin
er um 150 blaðsíður. Baltasar
gerði teikningar.
Læloiaþing
Bókaforlag Odds Björnssonar
hefur enn sent frá sér eina af
bókum Franks G. Slaughters og
nefnist hún Læknaþing og er
þýdd af Hersteini Pálssyni og
er hún 345 blaðsíður.
Bækur Franks G. Slaughters
hafa verið mjög vinsælar „af-
þreyingarbækur“, um líf og
störf lækna og hjúkrunar-
kvenna, ástir, afbríði og glæpi.
Höfundurinn var starfandi
skurðlæknir og öllum hnútum
kunnugur bak við tjöldin í
sjúkrahúsum. En það var þó
ekki skurðhnífurinn, heldur
penninn, sem aflaði honum
frægðar. Bækur hans eru spenn
andi og viðburðaríkar. Q
allverulegan hlut í þeim al-
mennu vinsældum, sem þessu
verki hafa hlotnazt. Að for-
spjallinu frátöldu eru efnis-
flokkar þessa bindis, sem hér
segir: Viðburðasögur, Útilcgu-
mannasögur, og eru þar fyrst á
blaði Hellimannasaga og Syst-
kinin í Ódáðahrauni, en flokkn-
um lýkur með Fjalla-Eyvindi.
Taka þá við Ævintýri. Síðasti
flokkurinn er Gamansögur, og
hafi einhver talið íslenzku þjóð-
ina fyrr á öldum snauða af
kímnigáfu og skopskyni, ættu
þessar rammíslenzku gaman-
sögur að vera vel fallnar til að
leiðrétta þann misskilning.
Þjóðsagnabókin, III. bindi, er
alls 360 bls. að stærð. □
Dómínó (leikrit)
Nú hefur Almenna bókafélag
ið ráðgert að hefja útgáfu á
flokki leikrita, frumsömdum og
þýddum, í smekklegri gerð og
jafnframt eins ódýrri og fram-
ast er fært. Fyrsta bókin í þess-
um flokki er DOMÍNÓ, leikrit
í 3 þáttum eftir Jökul Jakobs-
son. Leikrit þetta var frumsýnt
4. júní 1972 í tilefni Listahátíðar
í Reykjavík, og sýningar á því
teknar upp aftur þá um haust-
ið. Þar sem hvort tveggja er, að
höfundurinn er öllum lesendum
kunnur, og svo margir leikhús-
gestir hafa séð leikritið, ætti að
vera óþarft að kynna efni þess
mörgum orðum. En í fljótu
bragði má segja, að það sé eins
konar þverskurður af mannlegu
hversdagslífi, sem framar öðru
vekur mönnum spurninguna
um það, hvað sé raunveruleiki
og hvað sé sjónhverfing eða
draumur. .• * »•• ■ □
Þrjár nýjar ljóðabæk-
ur frá AB
Almenna bókafélagið hóf árið
1968 að gefa út sérstakan flokk
ljóðabóka í samstæðum bún-
ingi. Hafa nú alls komið 20
bækur í þessum flokki og eru
þá taldar með þær þrjár nýju
Ijóðabækur, sem félagið sendir
frá sér þessa dagana, en þær
eru:
Grænt líf eftir Ragnheiði
Erlu Bjarnadóttur, ungan Reyk
víking (f. 1953).
Leit að tjaldstæði eftir Þóru
Jónsdóttur (f. 1925).
Gerðir eftir Gísla Ágúst
Gunnlaugsson, ungan Hafnfirð-
ing (f. 1953).
Allar eru þessar 3 ljóðabækur
prentaðar í Odda og bundnar í
Sveinabókbandinu. Auglýsinga-
stofa Kristínar Þorkelsdóttur
gerði káputeikningar. □
Fiskvinnsla á íslandi
Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar hefur nýlega sent
frá sér bókina FISTVINNSLA
A ÍSLANDI — sem hefur að'
geyma 7 erindi, er voru flutt í
Ríkisútvarpinu á vegum Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins
í byrjun árs 1973. I bókinni eru
erindin birt í þeirri röð, sem
þau voru flutt. Þórður Þor-
bjarnarson fjallar um fiskiðnað-
inn og rannsóknastofnanir hans,
Geir Arnesen um salt og salt-
fisk, Páll Pétursson um niður-
suðu og niðurlagningu sjávar-
afurða, Björn Dagbjartsson um
frystingu og frystigeymslu, Páll
Olafsson um framleiðslu og
notkun fiskimjöls og lýsis,
Jónas Bjarnason um næringa-
gildi sjávarafurða og Guðlaug-
ur -Hannesson um gerlarann-
sóknir á freðfiski.
í bókinni hefur erindunum
ekkert verið breytt efnislega
frá flutningi þeirra í útvarp,
hins vegar hafa töflur verið
settar, þar sem þær eiga við, og
höíundar hafa tekið saman
skrár yfir heimildir sínar.
Einnig eru nkokrar skýringa-
myndir í bókinni. □
Gestur
Færeyingurinn Jens Pauli
Heinesen rithöfnudur er fædd-
ur 1932 og varð stúdent 1952.
Hann stundaði nám í Dan-
mörku, en hefur lengstum ver-
ið kennari í Þórshöfn. Hann
hóf kornungur að skrifa og gaf
út fyrstu bók sína 21 ára að
aldri. Síðan hafa margar bækur
komið frá hans hendi, bæði
skáldsögur og smásagnasöfn.
Eru sumar þeirra skráðar í trú-
verðugum endurminningastíl og
spegla einkum hina næmu
náttúruskynjun ungs drengs,
sem jafnvel í frumbernsku sér
hin margbreytilegu fyrirbæri
láðs, lofts og lagar, í ljósi mikil-
vægra tákna, svo að atburðir,
sem fyrir venjulegum sjónum
eru ósköp þýðingarlitlir, verða
fyrr en varir uppistaða í harm-
rænum örlögum. Þannig tekur
allt í náttúrunni á sig persónu-
legar myndir og mannlega eigin
leika. Ogleymanleg er sagan
Gestur, sem bókin dregur vís-
ast nafn af og lýsir með átakan-
legum hætti hundstryggð og
mannvonzku. Sama má segja
um Manninn í rauða vestinu,
Samúel, sem getur ekki sætt
sig við hina „ungbornu tíð“,
sem tekur færeyskuna fram
yfir dönsku. Þegar móðir hans
lá fyrir dauðanum hafði hún
yfir ritningastaði og sálma á
dönsku, og þess vegna var það
svo „hátíðlegt, þegar hún tók
síðustu andvörpin“.
Gestur, úrval smásagna Jens
Pauli Heinesen, sem Almenna
bókafélagið gefur út, er í einu
orði sagt bráðskemmtileg.
Vignir Guðmundsson.
MAÐUR, LÍTTU ÞÉR NÆR!
Nokkuð hefur verið ritað um
vegalagningu yfir Pollinn og
eftir endilöngum Vaðlaskógi, út
Svalbarðsströnd og yfir Víkur-
skarð. Því ber að fagna, að auk-
ið fjármagn fáist til vegagerðar,
en þessar framkvæmdir verða
ekki fyrir neðan 300 milljónir.
Á að stefna í hættu áratuga
starfi brautryðjenda í skógrækt
með því að leggja fjölfarinn veg
eftir Vaðlaskógi? Ég er sann-
færður um, að gildi Vaðlaskóg-
ar sem útivistarsvæði fyrir
Akureyringa eykst með hverju
ári, og að margir koma til með
að sigla yfir Pollinn og ganga
á vit náttúrunnar.
Ef að þessi vegur þarf nauð-
synlega að fara yfir Pollinn, er
það lágmarkskrafa náttúru-
unnenda að vegurinn verði
lagður fyrir ofan Vaðlaskóg og
að hann verði malbikaður þar
sem hann fer í gegn um skóg-
inn. Hins vegar vil ég benda á
það, að erlendis yrði örugglega
ekki lagður vegur yfir svipuð
svæði og Pollinn og skóginn.
Hér á Akureyri er algjörlega
óviðunandi ástand í heilbrigðis-
málum og virðist ætla að verða
það á komandi árum. Heima-
menn eiga þakkir skilið fyrir
skelegga baráttu í þessum efn-
um, en því miður virðist fjár-
magn ríkisins ekki beinast í
þessa átt. Mér er spurn, hvort
setur þú heilbrigðisþjónustuna
eða vegaframkvæmdir ofar í
þínum huga?
Svo er það annað mál, sem
flestir eru fullsaddir af, en það
eru raforkumálin. Á því sviði
er svo herfilega gengið fram hjá
heimamönnum, að orð fá ekki
lýst. Það virðist eiga að stinga
upp í okkur snuði með diesel-
vélum á næsta ári og leiða síð-
an hund að sunnan. Ákveðið að
virkja Kröflu, án þess að rann-
sóknum sé lokið og Mývetn-
ingar mótmæla. Það er ákveðin
skoðun mín, að ekki komj.
annað til greina en að ljúka við
Laxárvirkjun og að rafhitun
húsa á Akureyri verði komið á
sem fyrst.
Virðingarfyllst,
Oddgeir Þ. Árnason.
HEITT VATN í BÆINN
ÞAÐ er erfitt með heita vatnið
á Akureyri. Laugin í Glerárgili
dugar ekki einu sinni til að hita
upp okkar góðu sundlaug. En
svo virðist, sem ekki fáist í
grenndinni jarðhiti, svo að
nokkur fengur sé í, til þess, að
hita upp þennan stóra bæ. En
nú, þegar enn er óséð, hvernig
raforkuþörfinni verður full-
nægt, og olían er þá og þegar
komin á tvöfalt háa verðið, þá
verður að leita allra úrræða, til
að fá hitagjafa úr jörðu.
Hvernig er statt með heita
vatnið á Reykjum í Fnjóskadal
(yfir 90 stiga heitt), sem alltaf
streymir þar upp og hverfur?
Húsvíkingar sýndu mikinn dug,
er þeir sóttu sér heitt vatn um
18 km leið og eru nú mjög
ánægðir með árangurinn.
HESTURINN ÞINN
Frá Skjaldborgarútgáfunni á
Akureyri hefur blaðinu borizt
bókin Hesturinn þinn, eftir
Vigni Guðmundsson blaða-
mann. Hún er 180 blaðsíður og
prýdd mörgum myndum. Svo
sem nafnið gefur til kynna,
fjallar bókin um hesta og hesta-
menn. Að meginhluta er hér
um að ræða efni, sem áður hef-
ur birzt í blöðum og tímaritum,
Morgunblaðinu og Hestinum
okkar, en hestamönnum mun
engu að síður þykja nokkur
fengur í því að fá þetta efni í
einni bók. Nýtt er þó viðtal við
Björn Jónsson, en sá þáttur
nefnist Undralækning og hesta-
mennska.
Frá Reykjum, um Bíldsár-
skarð, til Akureyrar mun eitt-
hvað styttri leið en frá Hvera-
völlum til Húsavíkur, en e. t. v.
erfiðari. Bíldsárskarð er senni-
lega um 400 m hátt, en ekki
mun tækni okkar ofviða, að
koma vatninu yfir þann þrösk-
uld. Ekki veit ég. um vatns-
magnið þarna, hve margir
sekúndulítrar vella þar fram,
alveg af sjálfsdáðum; e. t. v. er
auðvelt að auka það mikið. Ef
við athugun reyndist þarna nóg
vatn, og það fáanlegt og við-
ráðanlegt að leiða til Akureyr-
ar, mætti fara um á Illugastöð-
um, og bæta þar svo um, að
sumarhúsin verði jafnhæf til
íbúðar á vetri sem sumri'
Hefur mál þetta verið til um-
ræðu og aðstaðan skoðuð? Spyr
sá, sem ekki veit. "
6. des. ’73.
Jónas í „Brekknakoti“.
VEÐURLÝ SING KL. 7
HVERNIG stendur á þvír að
þar er ekki fylgt fastri reglu?
Það venjulega er, að stokkið er
frá Horni til Mánárbakka á
Tjörnesi, við veðurlýsinguna.
En 1—2 daga í viku er getið um
veður á Sauðárkróki, og þá ætíð
á Akureyri um leið, kl. 6.
Það er reyndar undarlegt, að
getið er verðurs á Galtarvita,
Æðey og Horni, þrem stöðum
svo nálægur hver öðrum, en
svo hvergi á Norðurlandi, allt
til Tjörness. Megum við ekki
biðja um, að í framtíðinni sé
komið við á Akureyri? Jónas.
„LJÓÐ DAGSINS11
Maður kemst ekki hjá því að
heyra „ljóð dagsins“ í hádegis-
útvarpinu, en það gengur oft
alveg fram af mér hvernig þau
eru. Mig minnir það væri á
þriðjudaginn, eftir að „ljóð dags
ins“ var flutt, að ég greip penna
og páraði þetta á blað, og ég
nefni það auðvitað ljóð dagsins,
í framhaldi af því, sem ég var
að hlusta á. En það er svona:
Mannkind reykar í myrkri
að baki glottir draugur.
fortíðarinnar
holdlausum skolti.
Handan við hamravegg
helspr engj unnar
hlær vofa framtíðarinnar
holum hlátri vitfirringsins.
Ó. H.
V ARÐELD ASÖGUR
ÞEIR eru orðnir æði margir
sem hafa fylgt Tryggva Þor-
steinssyni um ævintýraheima
skátastarfsins og setið með hon-
um við snarkapdi varðeld og
hlustað á sögurnar hans. Há-
marki náði varðeldurinn, þegar
Tryggvi Þorsteinsson.
„Gamli“ dró upp banjóið og
seiddi fram gamlar og nýjar
minningar í formi ljóða og lags.
Þá sungu jafnvel þeir sem sízt
skyldu.
Og nú eru sumar af sögunum
hans Tryggva komnar á prent.
Þær eru eflaust fróðlegur og
skemmtilegur lestur fyrir eldri
sem yngri, hvort sem þeir hafa
starfað sem skátar eða ekki.
Fróðlegar eru sögurnar, því að
þær rifja upp atburði frá liðn-
um tíma og varpa ljósi á ýmsa
mikilvæga þætti mannlífs okkar
og samband við náttúruna, sem
víða virðist á undanhaldi.
Skemmtilegar eru sögurnar, því
að þær lýsa tápmiklum piltum,
stundum nokkuð fyrirferðar-
miklum, en ætíð viðbúnum að
takast á við verkefnin.
Ef til vill virðast sumar sög-
urnar nokkuð hrjúfar á yfir-
borðinu, en undirtónarnir eru
greinilega af sama uppruna og
tónar banjósins, tærir og seið-
andi.
Það er trú mín, að „Varðelda-
sögur“ Tryggva verði vinsælt
lesefni hjá unglingum „á öllum
aldri“.
Ingólfur Ármannsson.
LOA LITLA LANDNEMI <
Komin er út barnabókin „Lóa
litla landnemi“ í annarri útgáfu
eftir Þóru Mörtu Stefánsdóttur,
kennara. Bókin er 94 bls. og
prýdd myndum eftir höfundinn,
sem falla vel að efni bókarinnar.
Sagan lýsir fjölskyldu í sveit,
sem svo fer til Ameríku og er
lýst heimilisháttum og fjöl-
skyldulífi beggja megin hafsins.
Og þó að þessi fjölskylda færi
frá kulda og erfiðleikum hér
heima, beið hennar líka marg-
háttað lífsstríð í bjálkakofúnum
í Kanada.
Bókin er rituð á góðu og ljósu
máli og lýsir uppvexti Lóu, þar
sem bömin leggja sig fram til
að hjálpa til á heimilinu og fjöl-
skyldan er tengd föstum bönd-
um. Á kápu er þess getið, að
sagan styðjist við sannsögulega
atburði, enda er hún sennileg
í alla staði.
Þetta er góð bók, sem lýsir
venjulegu fólki, sem oft er í
erfiðum kringumstæðum. En
erfiðleikarnir stækka það. Virð-
ist Lóa síðar á ævinni rifja úpp
þessar minningar æskuáranna,
sem ljúka við fermingaraldur.
Þarna er sagt frá góðum
börnum, sem taka á sig erfið-
leika vegna heimilisins. Þau
kasta ekki eggjum í foreldra
sína eins og gert er í bama-
sögum útvarpsins. Þau elska
foreldrana og eru þeim þakk-
lát fyrir sögurnar, sem þeim
eru sagðar, og kvæði góðskáld-
anna, sem þau hafa lært við
móðurkné.
Þessi bók er hollur föru-
nautur þeirra barna, sem hana
fá til lestrar. jj
Eiríkur Sigurðsson. j]