Dagur - 23.01.1974, Side 4

Dagur - 23.01.1974, Side 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Ný viðhorf ALÞINGI hóf störf að nýju á mánu- daginn, eftir jólaleyfi. Enginn vafi er á því, að þjóðin mun fylgjast með störfum þess af meiri áhuga en oft áður og kemur margt til. í fyrsta lagi virðist Bjarni Guðnason vera kom- inn á hægri kantinn og situr nú á bekk með þeim, sem fella vilja ríkis- stjórnina. Þessi afstaða hans veldur því, að stjómarandstaðan hefur nú á valdi sínu að stöðva þingmál í neðri deild Alþingis með jöfnum atkvæðum. Af þessuin ástæðum ríkir óvissa um stjórnina og hvað við muni taka að hún yrði neydd til að segja af sér, því að framhald yrði þá naumast á hinu mikla uppbyggingar- starfi í landinu. Þessi staða á Alþingi gerir stjóminni örðugt að takast á við hin mörgu og mikilvægu mál þjóðarinnar. En meðal hinna mörgu viðfangs- efna er verðbólguvandinn og það, sem honum fylgir. Verðhækkanir á innfluttum vömm eru svo geigvæn- legar, að erfitt mun vera að benda á hliðstæðu. Til dæmis hefur verð á mörgum byggingarvörum margfald- ast á síðustu tveim árurn, og öllum er kunn olíuhækkunin, sem þegar er orðin og framundan virðist vera. í skýrslu, sem blaðinu hefur borizt frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, kemur það fram, að ef olíuverð hækkar upp í 16 kr. líterinn, eins og spáð er, aukizt enn erfiðleikar vestfirzkra byggða að mun og eftir- farandi útreikningar sýna það bezt. Er m. a. gerður samanburður á hit- unarkostnaði íbúðarhúss á Vestfjörð um og á hitaveitusvæði Reykjavíkur, miðað við 9 þús. lítra árseyðslu af gasolíu og hins vegar lieitu jarðvatni. Mismunur á kostnaði var 31 þúsund krónur, en verður nú 120 þúsund krónur. Láta mun nærri, segir enn- fremur, að fyrirvinna lieimilis, þar sem kynt er með olíu, þurfi að hafa 240—250 þús. króna hærri brúttó- tekjur á ári lieldur en sá, sem býr á hitaveitusvæði. Þessi mikli aðstöðumunur, sem var mikill áður, verður nú svo yfir- þyrmandi, að hann veldur enn nýrri byggðaröskun í náinni framtíð, ef ekkert verður að gert. Sem betur fer, búa margir landsmenn við hag- ræði jarðhitans. Það hlýtur að vera krafa jieirra, sem nú verða harðast úti vegna olíukreppunnar, að ])jóð- félagið leiðrétti á einhvern hátt ])að misrétti, sem heimsmálin hafa búið okkur. ' □ Framsóknarmenn hafa mótafi stefnuna í bæjarstjórn SEGIR SIGURÐUR ÓLI BRYNJÓLFSSON, BÆJARFULLTRÚI í VIÐTALI VIÐ BLAÐIÐ FRAMSÓKNARMENN á Akur eyri birta nú fyrstir manna frambo'ðslista sinn við næstu bæjarstjórnarkosningar, sem fram eiga að fara í vor. Var listinn samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi félaganna á iaugardaginn. Eins og bæjarbúum er kunn- ugt, hófst öflugt framfaraskeið í bænum, þegar Framsóknar- flokkurinn efldist og fulltrúum hans fjölgaði í bæjarstjórninni. Stendur það framfaraskeið enn og munu íbúar Akureyrar vilja, að fram verði haldið á sömu braut. Blaðið leitaði, í tilefni af nýja framboðslistanum, umsagnar Sigurðar Óla Brynjólfssonar, efsta mannsins á lista Fram- sóknarmanna, og spurði um framgang nokkurra mgla, sem loíað var að vinna að fyrir síð- ustu kosningar. Hvemig finnst þér hafa til tekizt að fylgja fram þeirri stefnuyfirlýsingu, sem Fram- sóknarmenn báru fram við síð- ustu kosningar? Því er fljótsvarað, að í stórum dráttum hefur það tekizt mjög vel. Ég vil minna á, að fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, var óttinn við atvinnuleysi alveg yfirþyrmandi. Og eitt megin markmið okkar var því að fyrirbyggja, að atvinnuleysi ríkti á ný. Legg ég áherzlu á, að stefna bæjarstjórnar í at- vinnumálum hefur, með öðru, borið þann árangur, að fremur er talað um skort á vinnuafli en atvinnuleysi. Þetta góða at- vinnuástand hefur svo aftur leitt til þess, að tekjuöflun bæj- arsjóðs hefur orðið svo mikil, að möguleiki hefur skapazt til aukinnar þjónustu og sameigin- legra framkvæmda, svo sem bæjarbúar þekkja. Hverjar eru helztar? í fyrsta lagi var Framkvæmda sjóður bæjarins stórefldur og1 með honum gert kleift að endur nýja togaraflotann, og vonandi verður hann aukinn enn meir. Ennfremur stóð bærinn, með Framkvæmdasjóði sínum, að endurskipulagningu og rekstri Slippstöðvarinnar h.f., þess þjóð þrifafyrirtækis. En í því sam- bandi má þó ekki gleyma mynd arlegri þátttöku ríkissjóðs. Eitt af mörgu, sem við Fram- sóknarmenn vildum beita okk- ur fyrir, var aukið átak í íbúða- byggingum í bænum. Þó að bærinn stæði ekki sjálfur fyrir miklum íbúðabyggingum, hefur hann varið stórkostlegum upp- hæðum til skipulags- og gatna- gerðarmála og með því örvað og greitt fyrir þeim mestu íbúða byggingum, sem átt hafa sér stað á Akureyri. En aðrar byggingafram- kvæmdir? Stefna okk'ar hefur ætíð verið sú, að efla Akureyri sem skóla- bæ. Á þessu kjörtímabili, og samkvæmt stefnuskrá okkar fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn ingar, hefur verið unnið að bættri aðstöðu skólanna og má í því sambandi minna á bygg- ingu Glerárskóla, Lundsskóla og endurbóta annarra skóla, ennfremur stuðning við hin mörgu menningarfélög í bæn- um, svo sem Leikfélagið, sem nú fær hálfa aðra milljón króna fjárveitingu úr bæjarsjóði. Auk inn hefur verið stuðningur við Tónlistarskólann, Námsflokk- ana og Húsmæðraskólann. Ekki hefur miðað sem skyldi með byggingu íþróttahúsa, en vonir standa þó til þess nú, að hafin verði bygging nýs og myndar- legs íþróttahúss við Glerárskóla í sumar og verið er að undirbúa byggingu annarra íþróttahúsa, Sigurður Óli Brynjólfsson. og mun það áreiðanlega verða eitt af stærri verkefnunum á næsta kjörtímabili, að fylgja þeim áætlunum fram. Og enn má á það minna, að áfram hefur verið haldið við að bæta að- stöðuna í Hlíðarfjalli. Var ekki útivistarsvæði bæjar búa eitt af stefnumálunum? Jú, og eitt af því, sem við höf um unnið að, er útivistarsvæði eða „fólkvangur" í Kjarnalándi. í framhaldi af því hefur verið ákveðið að gera sérstakt átak þar, í tilefni af þjóðhátíðar- afmælinu á næsta sumri, svo að bæjarbúar fái betra tæki- færi til að njóta þar hvíldar og hressingar auk þess að halda þar hátíð í tilefni ellefu alda byggðar. Einnig hefur verið unnið að áframhaldandi lagfær- ingu á öðrum útivistarsvæðum og leikvöllum í bænum. Hér má einnig minna á, að Akur- eyrarkaupstaður hefur ætíð staðið öðrum bæjarfélögum framar í því að tryggja sér land til stækkunar og koma því von- andi engin Votmúlamál upp hér. Hverju var lofað um bætta lieilsugæzlu? Okkur var falið að vinna að stækkun Fjórðung'ssjúkrahúss- ins og bættri heilsuvernd, en jafnframt áttum við að vinna að því við yfirvöld landsins, að lög og reglur um heilbrigðis- þjónustuna í landinu yrðu end- urskoðaðar í heild, svo sem skýrt segir í stefnuskrá okkar. Hver sem áhrif bæjarstjórnar eru í sambandi við endurskipu- lagningu laga og reglna, má á það minna, að breyting á þátt- tökuhlutfalli bæjarsjóðs við byggingu, úr 40% í 15%, sparar bænum hundruð milljóna króna, samkvæmt þeim áætlun- um, sem fyrir liggja. Og þó að allir hefðu óskað þess, að fyrr hefði verið hafizt handa um hið nýja sjúkrahús, þá verðum við að telja það hinn ánægjulegasta atburð, er fyrsta skóflustungan að nýbyggingunni var tekin í haust, því að við vitum, að fram kvæmdir njóta nú skilnings og fyrirgreiðslu þings og stjórnar. Þá má geta þess, að bæjar- stjórn hefur haft forgöngu um að koma á fót læknamiðstöð, sem nú þegar hefur sannað gildi sitt og bætt hefur verið aðstaða heilsuverndarstöðvarinnar. Og fram hefur verið haldið á endur bótum og stækkun elliheimil- anna, svo að bærinn stendur sennilega fremst bæja hér á landi með fyrirgreiðslu við aldraða. Hafnarmálin? Eitt af því, sem við lögðum áherzlu á, voru framkvæmdir við hafskipahöfnina nýju. Þar skeðu þeir atburðir, að fram- kvæmdir stöðvuðust, en þörfin hefur enn vaxið og vonandi líð- ur ekki á löngu þar til aðstaða við vöruhöfnina nýju verður bætt svo, að hún geti gengt því hlutverki fyrir Akureyrarbæ og Norðurland allt, sem henni er ætlað. Um heitt og kalt vatn? í stefnuskránni var áherzla lögð á það, að leita að heitu og köldu vatni fyrir bæinn. Mynd- arleg vatnsveita, sem talið er að endast muni um verulega framtíð, hefur þegar verið gerð og virðist það vera hin farsæl- asta lausn og ánægja með gæði vatnsins. Talsverð leit hefur verið gerð að heitu vatni, en hún hefur lítinn árangur borið, miðað við þær vonir, sem sérfræðingar höfðu vakið með mönnum hér um slóðir fyrir fjórum árum síðan. Bæjarstjórn hefur nú skipað nefnd, til að láta kanna þau mál enn betur, enda komin ný viðhorf í orkumálum, og það sem áður var talið óframkvæm- anlegt vegna kostnaðar við öfl- un orku, getur nú komið til álita. I sambandi við allt það, sem hér hefur verið talið, vil ég láta það koma skýrt fram, að ekkert af þessu hefði verið framkvæm- anlegt nema með framtaki og dugnaði óteljandi manna og SVO sem kunnugt er af fréttum stendur nú yfir söfnun undir- skrifta við áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að sam- starfið innan Atlantshafsbanda- lagsins verði treyst og horfið verði frá uppsögn varnarsamn- ingsins við Bandaríkin og brott- vísun varnarliðsins. Sunnudaginn 20. janúar sl. var stofnað til samtaka um undirskriftir við samskonar ályktun hér á Akureyri og hafa undirritaðir bundizt samtökum um að hrinda af stað undir- skriftasöfnun á Akureyri og nærsveitum og samþykkt að opna í því skyni skrifstofu, sem ætlað er að veita upplýsingar og samræma störf áhugamanna fyrir ofangreindum málstað. Skrifstofan verður að Brekku- götu 4, símar skrifstofunnar eru 1-14-25 og 2-23-17, og verður skrifstofan opin frá kl. 16—22 alla daga fram að mánaðamót- um. Framkvæmdastjóri samtak félaga, og meðal þeirra hinna ýmsu nefnda og starfsmanna bæjarins. Áhrif ykkar í bæjarstjórn? Þó að stefnuskrár flokkanna séu um margt líkar, þá held ég því fram, að þótt Framsóknar- menn séu aðeins fjórir af ellefu í bæjarstjóminni, hafa áhrif þeirra á stefnu bæjarins verið blutfallslega mikil og við hljót- um að standa eða falla með þeim dómi, sem kjósendur leggja á störf bæjarstjórnar Akureyrar á síðasta kjörtíma- bili, ekki sízt þegar haft er í huga, að við, þessir fjórir, gef- um kost á okkur að nýju. Eins og áður, munu Fram- sóknarfélögin leggja fram sam- eiginlega stefnuskrá, sem móta mun störf okkar á næsta kjör- tímabili, og ungir félagsmála- menn verða bakhjarlar okkar í þeirri baráttu, sem framundan er. Blaðið þakkar Sigurði Óla Brynjólfssyni bæjarfulltrúa þessi ágætu svör. □ FRÁ BRIDGEFÉLACI AKUREYRAR LOKIÐ er tíu umferðum í sveitakeppni Bridgefélags Akur eyrar. Úrslit í síðustu umferð urðu þessi: Stig Þormóður — Finnur 20—0 Páll — Bjarki 20—0 Alfreð — Tómas 20—0 Guðm. — Sveinbjörn 20—0 Sigurbjörn — Grettir 18—2 Ásgeir — Valdimar 18—2 Stefán — Gunnar 11—9 Röð sveitanna og stig eftir tíu umferðir er þessi: Stig 1. Sv. Þormóðs Einarss. 177 2. — Páls Pálssonar 172 3. — Alfreðs Pálssonar 168 4. — Guðm. Guðlaugss. 128 5. — Sigurbj. Bjarnas. 126 6. — Grettis Frímannss. 112 7. — Sveinbj. Sigurðss. 109 8. — Gunnars Berg 99 9. — Finns Marinóssonar 71 10. — Bjarka Tr. (M.A.) 67 11. — Ásgeirs Valdimarss. 60 12. — Stefáns Jónssonar 45 13. — Valdimars Halldórss. 40 14. — Tómasar Sigurjónss. 26 Aðeins þrjár umferðir eru nú eftir. — Næsta umferð verður spiluð þriðjudaginn 22. janúar að Hótel KEA kl. 8. □ anna verður Árni Bjarnarson, en formaður framkvæmdanefnd arinnar er Bjarni Einarsson. Allir lýðræðissinnar eru hvatt ir til að snúa sér til skrifstof- unnar og taka virkan þátt í söfnun undirskrifta og sýna þannig hug sinn til þessa máls, sem alltof lengi hefur verið einokað af fámennum minni- hlutahópi. Bjarni Einarsson, Ófeigur Eiríksson, Jón Egilsson, Bjarni Rafnar, Jón G. Sólnes, Jakob Frímannsson, Guðmundur Blöndal, Geir S. Björnsson, Steindór Steindórsson, Árni Bjarnarson, Bárður Halldórsson, Valdimar Baldvinsson, Áslaug Einarsdóttir, Bergljót Rafnar, Kjartan Magnússon. (Fréttatilkynning) - YARIÐ LAND - RICHARD BECK: HORFT YFIR FARINN VEG VORFÖGNUÐUR Eflir því, sem árin líða, er mér blessað vorið kærra, yndislegri foldin fríða, fegra morgunljós og skærra. YNGIN G ARLINDIN Þótt með árum fúni fætur, fokið hárið út í vind, halli degi hratt til nætur, hjartans eigi frosin lind. ÞAKKIR UM síðustu jól bárust bókasafni sjúklinga, Kristneshæli, bóka- gjafir frá Lionsklúbbi Akureyr- ar og Lionsklúbbnum Huginn á Akureyri, sem hér með eru fluttar kærar þakkir fyrir, svo og alla veitta vinsemd á liðnum tíma. Góð bók er jafnan hin bezta gjöf, en ekki sízt safni eins og því, sem hér um ræðir, þar sem svo mikilsvert er, að það fái gegnt sem bezt sínu hlutverki sem ánægju- og menn ingarauki og dægradvöl fyrir þá, er þess njóta. Sérhver gjöf, sem berst veitir stuðning að þessu marki, jafnframt því, sem hún er sönnun um það hugar- þel, sem gerir lífið bjartara og betra. Lifið heilir, gefendur. Félagið Sjálfsvörn, Kristneshæli. Æskuiýðsblaðið DESEMBERHEFTI Æskulýðs- blaðsins, sem kemur út á veg- um ÆSK í Hólastifti, barst ný- lega til Dags. Ritstjóri er séra Bolli Gústafsson, sóknarprestur í Laufási, en afgreiðslumaður er Jón A. Jónsson, Hafnarstræti 107 á Akureyri. Af efni ritsins, sem er yfir 30 síður í allstóru broti, má nefna Ritstjórarabb, Nóttin var svo ágæt ein, Sagan af jólatrénu, Þá þú gengur í guðshús inn, í Drottins hendi, Erum við endur fædd, Tunglfari gerist leik- predikari og Hin ósýnilega ná- vist. Ennfremur er íþróttaþátt- ur, bókaspjall, sagan Heimsókn konungsins og svo greinargerð af vettvangi starfsins. Ritið er mörgum myndum prýtt. □ JÚLÍUS HÁÐI FJÖLTEFLI SL. LAUGARDAG gekkst Umf. Möðruvallasóknar fyrir fjöltefli í Hjalteyrarskóla. Júlíus Boga- son, Akureyri, tefldi við 16 menn úr Arnarneshreppi. Lauk þeirri viðureign þannig, að Júlíus hlaut alls 14 ]/2 vinning. Hann tapaði fyrir Hermanni Ola Finnssyni og gerði jafntefli við Svein Ingimarsson. □ UMSJÓN: EIN'AR KELGflSON Kjartan Óiafsson, læknir Fæddur 27. feb. 1919 Dáinn 13. des. 1973 KVEÐJA FRÁ ÆTTINGJUM OG VINUM. Stórliríðarmótið Á hinminum hækka fcr sólin en húmdökkt er rétt fyrir jólin. Oft skiptist á grátur og gleði því guðssonur lífinu réði. Þú lærðir að líkna þeim þjáðu er lííið og heilsuna þráðu. Því guðssonur var með í verki vinurinn sanni og sterki. Við lífsstarfið ljúft var að hafa lækningamáttinn frá afa. Við himinsins hásætið bjarta þú liallast að föðursins hjarta. Vinirnir kveðja þig kæri nú krýnir þig ljósgeislinn skæri. Hann vísar þér veginn til liæða þar vcrður ei sorg eða mæða. Svo þakka þér ástvinir árin og aðrir er græddir þú sárin. Margs er nú vinur að minnast við munum í guðsríki finnast. Svona er nú saga þín Kjartan þú sérð yfir lífsveginn bjartan. Vertu svo friði guðs falinn fólkið þú kveður og dalinn. H. J. UM sl. helgi var keppt í svigi í öllum flokkum á Stórhríðar- mótinu svokallaða. Skíðafæri og veður var sæmilegt. Urslit urðu sem hér greinir: Karlaflokkur. 1. Ásgeir Sven-isson, KA, 46.5 — 47,5 — 94,0 sek. 2. Jónas Sigurbjörnsson, Þór, 46,8 — 47,8 — 94,7 sek. 3. Tómas Leifsson, KA, 47,7 — 47,6 — 95,3 sek. Kvennaflokkur. 1. Margrét Baldvinsdóttir, KA, 50,0 — 51,4 — 101,4 sek. 2. Margrét Þorvaldsdóttir, KA,- 53,6 — 57,7 — 111,3 sek. 3. Margrét Vilhelmsdóttir, KA, 57.5 — 60,5 — 118,0 sek. Drengir 15—16 ára. 1. Sigurður Gestsson, Þór, 47.5 — 49,5 — 97,0 sek. 2. Snæbjörn Þorvaldsson, KA, 49.6 — 51,2 — 100,8 sek. 3. Guðm. Sigtryggsson, KA, 51,8 — 50,0 — 101,0 sek. Islandsmótið 1. deild ÞOR tapaði leik sínum við Vík- ing, sem leikinn var í Reykja- vík í síðustu viku. Úrslit leiks- ins urðu 27 mörk gegn 22 fyrir Víking. Þór átti að leika við Ármann sl. sunnudag, síðari leik sinn. Fresta varð leiknum vegna sam gönguerfiðleika. Á undan leikjunum, sem fram fóru í 2. deild um helgina, lék 3. flokkur Þróttar við jafnaldra sína úr KA og Þór. Þróttur vann báða þessa leiki. □ —Listi Framsóknarmamia Drengir 13—14 ára. 1. Karl Frímannsson, KA, 40.7 — 41,6 — 82,3 sek. 2. Björn Víkingsson, Þór, 48.8 — 41,4 — 90,2 sek. 3. Guðbergur Ellertsson, KA, 46,3 — 45,0 — 91,3 sek. Stúlkur 13—15 ára. 1. Ásthildur Magnúsdóttir, KA,. 47.5 — 48,0 — 95,5 sek., 2. Katrín Frímannsdóttir, KA, 50.2 — 46,3 — 96,5 sek. 3. Aldís Arnardóttir, Þór, 48.5 — 48,4 — 96,9 sek. Stúlkur 11—12 ára. 1. Guðrún Leifsdóttir, KA, 37.9 — 37,0 — 74,9 sek. 2. Nanna Leifsdóttir, KA, 45,8 — 45,9 — 100,7 sek. 3. Sólveig Skjaldardóttir, KA, 60,6 — 43,2 — 103,8 sek. Drengir 11—12 ára. 1. Finnbogi Baldursson, KA, 30.3 — 30,4 — 60,7 sek. 2. Gunnar Gíslason, KA, 32.3 — 32,3 — 64,6 sek. 3. Ólafur Grétarsson, Þór, 35.4 — 32,0 — 67,4 sek. Bifreióir Kolbeinn Sigurbjörnsson. Kolbrún Guðveigsdóttir. Sólveig Gunnarsdóttir. Til sölu Chevrolet Malibu ár. 1970. Glæsilegur bíll. Góðir greiðsl uskilmálar. Uppl. í síma 1-20-88 milli kl. 7—9 á kvöldin. Til sölu rússajeppi árg. 1963 með nýlegri Volgu vél og góðu stálhúsi. Uppl. í síma 2-10-48 eða hjá Bílasölu Norður- lands. Til sölu er Willys jeppi árg. ’47 og Opel Record árg. ’62. Tveir gírkassar úr Benz 180 og dísel vél úr Benz 180, einnig tveir millikassar úr Rússajeppa, framhás- ing vir Rússajeppa og bensínvél úr Riissa- jeppa. Uppl. í síma 1-17-04 á daginn og 2-23-35 eftir kl. 7 á kvöldin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.