Dagur - 27.02.1974, Síða 7

Dagur - 27.02.1974, Síða 7
7 Yaranleg gatnagerð ■ í þétfbýli GATNAGERÐ í þéttbýli er ein hin fjárfrekasta framkvæmd hvers bæjarfélags hér á landi. Og til stórra átaka í því efni þarf meira fjármagn en tekju- stofnar lögheimila. Svo er það a. m. k. hér á Akureyri. Mikið af einbýlishúsum og tiltölulega dreifð byggð, veldur löngu umferðarkerfi og kostn- aðarsömu. Þar við bætist, að gera þarf eldri götur upp að nýjú og reynist sú endurnýjun að jafnáði miklu dýrari en ný- lagning .gatna, vegna holræsa, síma, rafveitu og vatnsveitu- lagna. , ' Bæjarstjórn Akureyrar byrj- aði seint á varanlegri gatna- gerð. Má þar nefna sem dæmi, að árið 1964 eða fyrir tíu árum síðan, voru hinar malbikaðar götur aðeins 4 km af 38 km heildarlengd gatna, og þá voru ennfremur malargötur gerðar af FRÁ SÖGUFÉLAGI EYFIRÐINGA BÓKIN Bæjarlýsingar í Eyja- firði, eftir Jónas Rafnar yfir- lækni, kemur út á þessu ári. I tilefni af því beinir félags- stjórnin því til allra í Önguls- staðahreppi, Saurbæjarhreppi og Hrafnagilshreppi, að þeir láni útgáfunni ljósmyndir af bæjunum frá fyrstu áratugum 20. aldar eða eldri, eða vísi okk- ur á bækur og rit, þar sem slík- ar myndir hafa birzt. Og auð- vitað ná þessi tilmæli einnig til fólks úr áðurnefndum hrepp- um, þótt annars staðar sé búsett og allra, sem eiga slíkar myndir. Þeir, sem geta liðsinnt okkur, snúi sér til Valdimars Gunnars- sonar, Bringu, sími um Munka- þverá, eða undirritaðs. Jóhannes Óli Sæmundsson, sími 12331, Akureyri. slíkum vanefnum, að þær þarfn- ast nær allar endurbyggingar. Er ljóst af þessu, þótt of skammt hafi miðað, hver stefnubreyting hefur orðið í þessum efnum. Nú eru malbikaðar götur bæjarins hins vegar orðnar 18— 19 km og í sumar verður búið að malbika um 40% af götum bæjarins. Nú þegar teygir hið malbikaða gatnakerfi sig um helztu umferðaræðarnar og undirbygging gatna í nýju íbúðahverfunum er þannig, að göturnar eru tilbúnar til mal- bikunar. Hefur gatnagerð því miðað meira en tölur um mal- bikaðar götur gefa til kynna. Það hefur þó síður en svo verið auðveldara en áður að vinna að þessum málum vegna þess hve miklu fjármagni hefur þurft að verja til lagningar nýrra gatna og holræsa í hinum nýju og stóru byggðahverfum bæjarins. Sem dæmi um það, hvernig fjármagni er nú varið til gatna á Akureyri, má nefna, að 15 millj. kr. er varið til venjulegs viðhalds gatna. En 33 millj. kr. fara til lagningar gatna og hol- ræsa í nýjum hverfum. Til und- irbyggingar eldri gatna í bæn- um fara 12.5 millj. kr. og um 19 millj. kr. til malbikunar gatna og gangstétta. Af framansögðu sézt, að það þarf að halda vel á málum ef takast á að vinna upp þann hala, sem bærinn dregur á eftir sér í varanlegri gatnagerð. Sýn- ist næsta eðlilegt, að stöðum eins og Akureyri væri veitt sér- stök fjármagnsfyrirgreiðsla til að hraða þessum framkvæmd- um. í því samþandi er helzt að benda á, að hlutdeild þéttbýlis- staða í vegafé ætti að fara meira eftir þörf staðanna til fjár- magns, vegna gatnagerðar en nú er, þar sem höfðatölureglan ein ræður að mestu útdeilingu fjárins. Útsölunni fer senn að Ijúka STÓR AUKINN AFSLÁTTUR \7erð á kápum frá kr. 1.000.00. Verð á kjólum frá kr. 500,00. VERZLUN BERNHARÐS LAXÐAL AKUREYRI. Á AÐEINS 1.170,00 STÆRÐIR 42-48 Denim-buxur Á AÐEINS 1.280,00 ALLAR STÆRÐIR VEFNABARVÖRUDEILD Elít og aiinað frá bæjarstjórn — Gjöf til Góðtemplarareglunnar. í tilefni af 90 ára afmæli Góð- templarareglunnar á Akureyri samþykkir bæjarráð að veita reglunni fjárstyrk að upphæð kr. 100.000,00 til verndunar og viðhalds Friðbjarnarhúss. Díselvarastöð Laxárvirkjunar. Rætt var um staðsetningu nýrrar díselvarastöðvar í bæjar- landinu. Ákvörðun var frestað og ósk- að frekari upplýsinga um hávaða, titring og mengun. Reglur um hundahald í bænum. í tilefni af bókun heilbrigðis- nefndar dags. 24. janúar sl., 2. liður, gerir bæjarráð eftirfar- andi tillögu til bæjarstjórnar: Þar sem ekki hafa komið fram neinar óskir um breytingu á gildandi reglum um hundahald í bænum, leggur bæjarráð til, að hundahald verði leyft með Kaun Viljum kaupa nokkrar hryssur á aldrinum 3—5 ára. Ragnar Ingólfsson, sími 1-23-54, Arni Magnússon, sími 1-11-98. Sala Vegna flutnings viljum við selja lítið sem ekk- ert notað sjónvarp í fallegum skáp. Sími 1-13-73. ísskápur til sölu. Uppl. eftir kl. 7 í síma 1-13-65. Til sölu díselvél ásamt millikassa og gírkassa úr Austin Gipsy. Verð kr. 50.000,00. Uppl. í síma 95-4132 á kvöldin. Til sölu TAN-SAD bamakerra. Uppl. í síma 1-13-66 eftir kl. 6. Nýlegur barnavagn til sölu, m jög vel með far- inn. Uppl. í síma 2-18-79. Til sölu sófasett (rað- sett). Sími 2-10-28. Til sölu dökkleit föt með vesti á meðalmann. Gott verð. Uppl. í síma 2-22-35 milli kl. 7—8 á kvöldin. Til sölu varahlutir í Moskvits, vinstri fram- hurð og tvær felgjur. Uppl. í sírna 2-27-07. sömu skilyrðum og verið hefir, en felur heilbrigðisnefnd að gera tillögur til breytinga, ef hún telur það nauðsynlegt, til samræmis við nýja heilbrigðis- reglugerð. Framkvæmdaáætlunamefnd. Um nýbyggingar gatna á ár- inu hefur verið gerð mikil áætl- un. Ákveðið er að mæla með, eins og stendur í fundargerð frá 8. febrúar, um nýbyggingar gatna: Skógarlundur tæpar 2.2 millj. kr., Eikarlundur 4.155 millj. kr., götur í iðnaðarhverfi Glerár- hverfis 4.22 millj. kr., Einholt— Hraunholt 2.9 millj. kr., Lyng- holt 1.9 millj. kr., Laufásgata 1.6 millj. kr., Hjallalundur 1.6 millj. kr., Heiðarlundur 1.5 millj. kr. og Safnbraut að Eikar lundi 0.9 millj. kr. En samtals er áætlað að í þessi verkefni fari 21.150 millj. kr. i Atvinna Laghentan mann vantar nú þegar. Létt og þrifa- legt starf. Sími 1-21-39. Kona óskast til að gæta eins árs barns þrjá daga í viku, helzt á eyrinni. Sími 2-15-58. Maður óskast í sveit nú þegar eða síðar. Gott kaup í fooði. Uppl. á Vinnumiðlun- arskrifstofu Akureyrar sími 1-11-69. Ýmisleöt Get tekið nokkra nem- endur í stærðfræði und- ir landspróf eða 3ja bekk M. A. Uppl. í síma 1-24-80. Til holræsa fyrir yfirborðs- vatn í Lundstúni, frá Hjarðar- lundi og stofnlögn að iðnaðar- svæði, er áætlað að verja 7.7 milljónum króna og til malbik- unar gangstétta og gönguleiða 7.5 millj. kr. Er þetta samanlagt um 36 milljónir króna. Til undirbyggingar gatna er áætlað að verja 12.5 millj. kr. Þar eru stærstu verkefnin Gránufélagsgata neðan Laufás- götu 3.3 millj. kr. og Eyrarveg- ur 2.4 millj. kr. Malbikun er áætluð á eftir- farandi hátt, ásamt kantstein- um: Þús. kr. Mýrarvegur ........ 2.690 Einilundur........... 855 Þingvallastræti ofan Hamragerðis .. 2.870 Hamragerði......... 2.460 Stekkjargerði ..... 1.420 | Norðurbyggð....... 955 | Eyrarvegur að Hjalt- eyrargötu.......... 1.740 Hörgárbraut ....... 1.220 Vanabyggð ......... 1.160 i Austurbyggð....... 825 í Alls 16.195 i Framkvæmdaféð alls er kr. 65.000.000,00. | Lundarskóli. Borizt hefir bréf frá mennta- málaráðuneytinu, þar sem fall- ist er á, að staða skólastjóra við Lundarskóla verði auglýst og að sett verði í starfið frá 1. júlí 1974. Fræðsluráð samþykkir að staðan verði auglýst nú þegar með umsóknarfresti til 15. apríl 1974. , | Fræðsluráð leggur til, að hinn nýi barna- og unglingaskóli í „Lundshverfi“ verði nefndur Lundarskóli. Fræðsluráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn, að því verði heimilað að koma á kennslu 6 ára barna við barna- skólana á Akureyri þegar á næsta hausti, ef húsnæði og önnur aðstaða leyfir. Fræðsluráð leggur áherzlu á, að hraðað verði undirbúningi 2. áfanga (íþróttahúss) Glerár- skólans, þannig að útboðslýsing liggi sem allra fyrst fyrir. □ Dralonsængur 3 STÆRÐIR Dralonkoddar 3 STÆRÐIR Sængurveraefni STRAUFRÍ Damask Lakaefni HVÍTT OG MISLITT VEFNAÐARVÖRUDEILD

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.