Dagur - 15.05.1974, Side 4

Dagur - 15.05.1974, Side 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÉBSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Málin skýrast ÓLAFUR Jóhannesson, forsætisráð- herra, rauf þing og boðaði alþingis- kosningar 30. júní. Ástæðan var sú, að þingmenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Alþingi, þeiij Björn Jónsson, Hannibal Valdimars- son og Karvel Pálmason, rufu stjórnarsamstarfið. Áður hafði Bjarni Guðnason, sem á þing var kosinn af sömu samtökum, skorist úr leik. Stjómarflokkarnir höfðu því glatað naumum meirihluta sín- um á Alþingi og forsætisráðherra hlaut að taka ákvörðun um afsögn eða þingrof og valdi síðara kostinn eftir skamma umhugsun. Aðdragandi þessara tíðinda var stjórnarfmmvarp um efnahagsmál, sem lagt hafði verið fram á Alþingi og forsætisráðheiTa mælti síðan fyr- ir í neðri deild. Þá gerðist það, að Björn Jónsson sagði af sér og fyrr- greindir flokksmenn hans slitu stjórnarsamstarfið, og urðu þar með viðskila við flokksbróður sinn, Magn ús Torfa Ólafsson, menntamálaráð- herra, sem þá sagði sig úr þingflokki Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Vegna staðfestu mennta- málaráðherra varð að engu sú draumsýn Hannibals og Gylfa, að mynda nýja ríkisstjórn með stuðn- ingi Sjálfstæðisflokksins. Þeirri hug- mynd forsætisráðherra að mynduð yrði þjóðstjórn allra flokka, er sæti að völdum fram að haustkosningurti, og leysti sameiginlega aðsteðjandi efnahagsvanda og flokkadeilum linnti um skeið á þessu þjóðhátíðar-, sumri var hafnað. Enginn mögúleiki var heldur til myndunar meirihluta- stjórnar og því einsýnt, að skjóta yrði málum undir úrskurð þjóðan innar með nýjum kosningum. Þegar forsætisráðlierra hafði rofið' þing og kosningar ákveðnar, ætlaði allt um koll að keyra í herbúðum stjórnarandstæðinga. Þeir sömu stjórnmálaflokkar, sem ekki fengust til að ræða efnislega frumvarp stjóm arinnar um efnahagsmálin og neit- uðu þinglegri meðferð þess, efndu fyrst til málþófs á Alþingi, en hófu síðan æðisgengna herferð gegn for- sætisráðherra út af þingrofinu. For- sætisráðherra kom þá fram fyrir þjóðina, sem þjóðskörungur, hiklaus og drengilegur í senn og sneri vöm í sókn. Hann hefur lýst því yfir, að hann og stjóm hans muni ekki beitai valdi, svo sem með útgáfu bráða- birgðalaga, nema í ítrastu neyð til að verja þjóðina verstu áföllum dýr- tíðaröldunnar, fram yfir kosningar, og um nauðsyn þess era allir stjóm- málaflokkar sammála. □ Litið f krinn um vkkur Kosningaskriísfoía á Húsavík KRISTÍNARKVÖLD SIGURÐUR ÓLI BRYNJÓLFS- SON kennari skipar efsta sæti B-listans við bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Akureyri, er fram fara 26. maí n.k. og skipaði það , ejpnig v.ið síðustu bæjarstjómar kosningar. Sigurður Óli er upp runninn í Glerárhverfi, sonur Brynjólfs Sigtryggssonar og konu hans, Guðrúnar Rósinkarsdóttur, er síðar bjuggu lengi í Ytra-Krossa nesi, þar ólst Sigurður upp í stórum systkinahópi, og þar átti 'uháfcih‘ heima til 1965 að hann flúl'tr í bæinn. ' Sigurður Óli varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri " vorið 1950 og BA-prófi í eðlis- fræði og stærðfræði lauk hann við Háskóla íslands árið 1954. Hann hefur verið kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri síðan hann lauk háskólaprófi sínu, og einnig hefur hann kennt við Iðnskólann. Samhliða námi og síðan kennslu, hjálpaði hann foreldrum sínum og síðan móður sinni, eftir að hún varð ekkja, við bústörfin í Ytra- Krossanesi og gerir raunar enn. í bæjarstjórn var Sigurður Óli Brynjólfsson fyrst kosinn 1962 og svo ætíð síðan. Sem að líkum lætur um svo starfhæfan og traustan mann, hefur hann verið kjörinn til hinna ýmsu trúnaðarstarfa innan bæjar- stjórnar og utan. Hann er t. d. formaður fræðsluráðs Akureyr- ar, skólamálum aldrei fleygt svo fram, sem þau nú gera. Bæjar- ráðsmaður hefur hann verið mörg undanfarin ár. Margþætt- um trúnaðarstörfum utan bæjar stjórnar hefur hanh einnig gegntgsvo sem fyrir Framsókn- arflokkinn og samvinnufélögin. Sigurður Óli Brynjólfsson er 44 ára, kvæntur Hólmfríði Krist- jánsdóttur frá Holti í Þistilfirði og eiga þau soá og fjórar dætur. Sigurður ÓIi Brynjólfsson segir: Hið sérstæða ástand, sem ríkti meðan prentaraverkfallið stóð yfir hefur gert okkur erfitt fyr- ir að koma á framfæri nauðsyn- legum upplýsingum til Akureyr inga um bæjarmálin og vekja athygli þeirra á mikilvægi þess, að fram verði haldið þeirri fram kvæmdastefnu sem upp var tek- in hér í bænum undir forystu Framsóknarmanna. Þess gerist þó líklega ekki þörf, vegna þess að fólk þarf ekki annað en að líta í kringum sig á ferð sinni um bæinn, til Mótmæli gegn veiðibanni í 58. TÖLUBLAÐI DAGS á Ak- ureyri, segir ritstjórinn frá er- indi formanna 6 veiðifélaga við Eyjafjörð, til bæjarstjórnar Ak- ureyrar, þar sem þeir óska eftir meðmælum hennar til landbún- aðarráðherra, þar sem hann er beðinn að setja bann á veiðar göngusilungs í Eyjafirði innan línu þvert yfir fjörð um nyrstu odda Hríseyjar. Við undirritaðir eigendur og ábúendur jarða á Svalbarðs- strönd erum algerlega andvígir slíku veiðibanni, sem og hvers konar árásum á eignarrétt okk- ar Meirihluta jarða hér fylgja hefðbundin réttindi bænda til silungsveiða í lagnet og ádrátt- arveiði. Þessi hefðbundnu rétt- indi verða eigi frá jörðum skilin meðan eignarrétturinn er frið- helgur. | Svalbarðsströnd, 31. desember 1973, Eiríkur Geirsson, Veigastöðum, Guðmundur G. Haraldsson, Halllandi, Pálmi Valdimarss., Meyjarhóli, Sigfús Árelíusson, Geldingsá, Friðrik Leósson, Höfn, Ari Jónsson, Sólbergi, Stefán Júlíusson, Breiðabóli, Einar J. Grant, Litlahvammi, Valdimar Kristjánss., Sigluvík, Steingr. Valdimarsson, Heiðar- holti, Jónas Björnsson, Meðalheimi, Bjarni Hólmgrímss., Svalbarði, Kjartan Magnússon, Mógili, Jóhannes Halldórss., Vaðlafelli, , Hreinn Ketilsson, Sunnuhlíð, . Jónas Halldórsson, Sveinbjam- argerði, Jón Ó. Jensson, Garðsvík, Kristján Benediktsson, Efri- Dálksstöðum, Ingi Þór Ingimarsson, Neðri- Dálksstöðum, Helgi Sigurðsson, Brautarhóli, Jóhannes Laxdal, Tungu, Sveínberg Laxdal, Túnsbergi, Árni Sigurjónsson, Leifshúsum, Grímur Jóhannesson, Þóris- stöðum, Friðrik Friðbjarnarson, Gauts- stöðum, Haukur Halldórsson, Svein- bjarnargerði, Karl Gunnlaugsson, Svalbarðs- eyri, Þórhallur Geirfinnsson, Halldór Jóhanness., Þórsmörk, Haukur Laxdal, Tungu. □ Sigurður Óli Brynjólfsson. að sjá þá miklu breytingu, sem orðið hefur á bænum og bæjar- lífinu hin síðustu ár. Þá mun einnig staðan í lands- málapólitíkinni núna verða til þess að menn tengja bæjarmál- in meira við heildarstefnuna og þann árangur sem hún leiðir til, heldur en annars hefði verið. Akureyringar vita, að fram- kvæmdastefnan hér tók fjörkipp með þessari ríkisstjórn, svo sem Slippstöðin, Útgerðarfélagið og sjúkrahúsið eru góð dæmi um. Atvinnuleysið og flótti fólks- ins frá Norðurlandi og jafnvel til útlanda á Viðreisnarstjórnar- árunum mun verða rifjað upp og borið saman við endurreisn atvinnulífsins og almennar fram farir, sem orðið hafa í tíð ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Þar kemur enn skarpar fram framkvæmdastefna Framsóknar manna heldur en á einum ákveðnum stað svo sem á Akur- eyri. Þar gætu menn haldið að harmonikuleikari á Ak. , HEIMSÞEKKTUR harmonikku leikari, ítalinn Salvatore di Ge- suajdo, heldur tónleika í Sam- komuhúsinu á Akureyri (leik- húsi) fimmtudaginn 16. maí, og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Gesualdo varð víðfrægur árið 1962, þegar hann varð sigurveg- ari í alþjóðlegri keppni í har- monikkuleik, sem haldin var í Spjzburg, en þá var hann 22 ára gamalL.Eftir þetta hefur Gesu- aldo gert víðreist og aukið hróð ur . sinn á fjölmörgum tónleik- um í vestur- og austur Evrópu, Bandaríkjunum og ísrael. Árið 1970 lauk Gesualdo meistaraprófi í tónsmíðum frá Rossini tónlistarháskólanum í Peafp, en hann hefur einnig lagt stund á kór- og hljómsveitar- stjórn hjá Franco Ferrara. Gesualdo kom hingað til lands árið 1972, og hélt þá tón- leika í Norræna húsinu, auk þess lék hann fyrir hljóðvarp og sjónvarp. Að þessu sinni heldur Gesu- aldo tvenna tónleika í Reykja- vík, en kemur einnig fram á Ak ureyri, Húsavík og Neskaup- stað. Listamaðurinn kemur hingað til lands frá Englandi, þar sem hann hefur leikið og haldið fyr- irlestra í tónlistarháskólum, en héðan heldur Gesualdo til Kaup mannahafnar í boði Konunglega Tónlistarháskólans. Á efnisskrá þeirri, sem Gesu- aldo leikur á Akureyri, eru bæði létt og alvarleg verk, má þar nefna: Malguena eftir Le- cuona, Acquarelli Cubani eftir Fancelli og Toccata og fúga í d-moll eftir Bach. Sjaldgæft er, að harmonikkusnillingar haldi tónleika hér á landi, og er það vonum seinna að hinum fjöl- mörgu áhugamönnum þessa hljóðfæris bjóðist tækifæri sem þetta. Tónlistarfólk kynnist á tón- leikum þessum fjölbreyttum framfarirnar yrðu vegna tilvilj- unarkenndra atvika, þótt um- fang þeirra sé raunar miklu meira en nokkurn tíma gæti orðið, ef ekki væri um mark- vissa stefnu að: ræða. Akureyringsjr: munu áreiðan- lega.vel atvinpuleysið og flótta unga fólksins,: sem leiddi svo gjarnan af sér> löngun foreldra að fylgja í fótsppr þeirra. Akur- eyringar munq líka vel hafa tek ið eftir þeirri breytingu, að unga fólkið af öllum mennta- stigum, bæði heimafólk og að- flutt, óskar nú að dvelja hér og treystir bænum fyrir velferð sinni og afkomenda sinna í stór- urn ríkara mæli en áður. Það sýnir best álit fólksins á stöðu -Akureyrar, hve byggðin hefur þanist út, enda fólksfjölg- un mikil og atvinnulífið fjöl- breytt og tryggt. Hingað er mqrgt að sækja, sem aðrir kaup- staðir hafa ekki upp á að bjóða og fólk gerir sér ljóst að með áframhaldandi stefnu bjartsýn- is og áræðis er hér ekki tjaldað til einnar nætur eins og sumir fengu tilfinningu fyrir undir Viðreisn. Þessi vaxandi bjartsýni fólks- ins á fyrst og fremst rætur að rekja til framkvæmdastefnu þeirrar, sem Framsóknarmenn leiddu í öndvegi í bæjarstjórn um leið og fólkið veitti þeim nauðsynlegt traust til að verða leiðandi afl og forystuflokkur í málefnum bæjarins með ötulan bæjarstjóra í starfi til að fylgja málunum eftir. Enn frekar styrktist þessi bjartsýni manna, þegar áhrifa stefnu Ólafs J6- hannessonar fór að gæta á þessu kjörtímabili. Rétt er að taka það fram, að við höfum aldrei gert tilraun til að dylja neinn þess, að fram- kvæmdirnar kosta fjármuni. Og um leið og við gerum kröfur til þjóðfélagsins gerum við miklar kröfur til okkar sjálfra. Við telj um þó að aðstreymið til bæjar- ins hafi sannað okkur að menn vilja heldur framkvæmdir, þótt Sala Prjónavél til sölu. Sími 2-19-83. möguleikum þessa hljóðfæris í vönduðum flutningi. Aðgöngumiðar fást í bókabúð- inni Huld og einnig við inngang inn. Stjórn Tónlistarfélags Akur- eyrar hefur stuðlað að heim- sókn Gesualdo til Akureyrar. O BRÉFASKÓLI ÆSK ÚT ER KOMIÐ 1. bréf þessa árs frá Bréfaskóla ÆSK, en skólastjóri hans er séra Jón Kr. ísfeld í Búðardal. Prófasturinn í Þingeyjarþingi, séra Sigurður Guðmundsson og vígslubiskup- inn, séra Pétur Sigurgeirsson, rita þar ávarpsorð. En þréfið flytur annars ýmis konar verk- feni fyrir 8—10 ára börn og í öðru lagi verkefni fyrir 11—13 ára börn. Sitthvað fleira er í þessu bréfi og valið við barna hæfi. □ Ung kýr til sölu. Uppl. í síma 2-15-19. Til sölu 3ja tonna trilla. Mjög vel með farín. Uppl. í síma 2-29-89 frá kl. 17-18. KÝR til sölu. Sími 2-26-58, Jóhannes Hjálmarsson, Stíflu. Til sölu kerruvagn og Dual steríó fónn. Uppl. í Akurgerði 1 a. Til sölu húsbóndastóll með skemli og barna- ním. Selst ódýrt. Sími 2-14-69 f. h. Bamakerra til sölu. Uppl. í síma 2-14-56. þær kosti nokkuð, heldur en kyrrstöðu. Því treystum við því, að kjósendur veiti okkur enn vaxandi fylgi, til þess að fram- kvæmdastefnan verði ekki stöðvuð; Sem dæmi um það, hver ár- angur hefúr náðst á þessu kjör- tímabili má nefna: Reistur var fyrsti áfangi nýs skóla í Gler- árhverfi. Þar eru nú við nám 440 nemendur. — í haust verð- ur tekinn í notkun fyrsti áfangi nýs skóla í Lundarhverfi og er áætlað a ðþar verði um 300 nem endur á fyrsta vetri. Þar bíður mikið uppbyggingarstarf og einnig við Glerárskólann. Vegna þessa aukna húsnæðis er fyrst mö.gulegt að taka upp skipulega kennslu sex ára bárna og verð- ur það gert í haust. Skólalóðirn- ar hafa verið stórbættar. Mikl- ar endurbætur hafa verið gerð- ar á Húsmæðraskólahúsinu og starfsemi hans efld' og færð í nýtt horf. Unnið er að því að koma upp verkkennsluaðstöðu í Iðnskólanum. Námsflokkarnir hafa verið efldir. Stuðlað að stofnun Mynd listarskóla og Leikfélaginu gert kleift að reka atvirtnuleikhús. Vélskólinn og fyrsta stig Tækni skólans hér á Akureyri eru á- nægjulegar staðreyndir. Nátt- úrugripasafnið eflt. Enn mætti áfram telja, og svo væri hægt í flestum málaflokk- um. Um þetta efni lesa menn svo í ávarpi Framsóknarfélag- anna, sem ég vona að sem flest- ir hafi fengið og muni kynna sér, segir Sigurður Óli Brynjólfs ' son áð lokumi. □ Húsnæði 3 skólastúlkur óska eftir lítilli þriggja herbergja íbúð, helst með eldunar- aðstöðu, eða þrem her- bergjum frá 20. sept. næsta haust. Uppl. veittar í síma 1-10-55 milli kl. 5 og 7. Tvær ungar stúlkur óska eftir herbergi 1. júní. Helst aðgang að eldhúsi. Uppl. gefur Áskell Jóns- son, sími 1-19-78. íbúð óskast til leigu frá 1. júní til 1. okt. Uppl. gefur Guðmund- ur í síma 1-20-82 til kl. 17. HÚS til sölu. íbúð í raðhúsi við Furulund 15, selst fok- helt. Uppl. veitir Guðm. Jónsson Langholti 22 eftir kl. 7 s. d. næstu daga. Ung barnlaus hjón óska eftir íbúð til leigu sem fyrst. Sími 2-17-43. Herbergi óskast til leigu Uppl. í síma 1-10-79. Á HÚSAVÍK verða í komandi bæjarstjórnarkosningum fjórir listar í framboði: listi Framsókn arflokksins, listi Sjálfstæðis- flokksins, listi Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og listi Alþýðubanda- lags og óháðra kjósenda. Efstu sæti á lista Framsóknar flokksins skipa: Haraldur Gísla- son, mjólkurbússtjóri, Guð- mundur Bjarnason, bankamað- ur, Egill Olgeirsson, raftækni- fræðingur, Jónína Hallgríms- dóttir, húsmæðrakennari, Tryggvi Finnsson, framkvæmda stjóri, Ingimundur Jónsson, kennari, Aðalsteinn Jónasson, húsasmiður, Haukur Haralds- son, mjólkurfræðingur, og Berg- þóra Bjarnadóttir, húsfrú. Kosningaskrifstofa Framsókn armanna er til húsa í Garðars- braut 5, annarri hæð, og verður hún opin kl. 20.30—22.30 virka daga nema laugardaga. En laug- ardaga og sunnudaga er skrif- stofan opin kl. 17.00—19.00. Kjörskrá liggur frammi og er allt stuðningsfólk hvatt til að koma eða hafa samband við skrifstofuna og veita upplýsing- ar, sem að gagni kunna að koma í kosningunum. Símanúmer skrifstofunnar er 4-14-54. (Aðsent). EINS og getið var um hér í blað inu í vetur, var „Kristínar- kvöld“ haldið að Laugarbqrg í Hrafnagilshreppi 28. mars s.L’ Kvöldvakan var sótt af fólki úr héraðinu og frá Akureyri, var hún öll hin ánægjulegasta. Les- ið var úr verkum skáldkonpnn- ar, fluttir leikþættir bæðí úr „Tengdamömmú“ og „Mel- korku“. Lesið Var fagurt Ijóð um líf og störf Kristínar eftir Hjalta Finnsson bónda í Ártúni. Svikinn lilekkiii^ ÞAÐ ER himinbliða og gárar ekki sjó, sagði Sigurður Finn- bogason, fréttamaður Dags í Hrísey á mánudaginn. Allt er orðið fagurgrænt, og ef við ætt- um kýr, myndum við vera bún- ir að hleypa þeim út á gróður- inn. Ég held, að æðarfuglinn sé í þann veginn að býrja að verpa. En rjúpan mun ekki byrjuð að verpa ennþá. Dálítið er af þeim blessaða fugli hér í eynni, og er hér alveg heima við húsin og heilsar upp á okkur. En fiskurinn hefur ekki verið á því að heimsækja okkur og er það heldur lakara. Það kom aldrei nein fiskiganga í vor og aflinn hefur verið lítill. Þeir eru austur við Langanes á Ey- rúnu og hafa orðið aðeins varir þar, eru búnir að landa tvisvar, um 18 til 20 tonnum. Grásleppan hefur verið mjög treg hér við Hrísey, en úthöld héðan, sem veitt hafa við Flat- ey, hafa fiskað vel. Tvö úthöld frá okkur eru komin austur að Langanesi, fengið góða veiði þar og leggja upp á Raufarhöfn, segir fréttaritarinn að lokum. ÞANN 31. marz s.l. varð mjög harður bifreiðaárekstur á „blindri" hæð við bæinn Stóru- Hámundarstaði á Árskógs- strönd. Þennan sunnudagsmorg unn slösuðust 5 manneskjur og 4 bifreiðar stórskemmdust á þessari einu hæð. Það er óhugnanlegt að koma á vettvang eftir alvarleg bif- reiðaslys — og áleitin spurning- in: — Hvers vegna skeður þetta. Mér er ljóst, að sú hlið málsins er snýr að eiginleikum og akstursvenjum einstakra öku manna, verður jafnan háð mann legum mistökum, en seint verðá fyrirbyggð. Hina hliðina — er snýr að ríkisforsjá — vegagerð og frágangi akbrauta, vil ég at- huga nánar. Það mun flestra álit er til þekkja, að á veginum frá Dal- vík til Akureyrar sé meira af hættulegum „blindhæðum“ en yfirleitt þékkist í íslenzka þjóð- vegakerfinu með hliðstæða um- ferð. Þessar slysagildrur fá óá- reittar að „lúra“ fyrir vegfar- endum árum og áratugum sam- an, án þess að trúnaðarmenn ríkisins sjái ástæðu til að bæta úr. Og við hin — horfum bara á, og leyfum þeim að sofa á verð inum. Sú raunalega staðreynd er kunn, að þá fyrst sé að vænta úrbóta — þegar slysin tala sínu máli. Reynsla hefur sýnt, að slysa- hættu á „blindum“ hæðum má að mestu útiloka með því að skipta vegi í tvær akbrautir. Þar sem þessar framkvæmdir „Fjörulíu ara afmæli rr Á SL. HAUSTI voru liðin 40 ár frá stofnun Kvenfélagsins Vor- öld í Öngulsstaðahreppi. Félag- ið var stofnað 29. okt. 1933 og voru stofnfélagar 24. Fyrsti for- maður var Sólveig Kristjáns- dóttir, Munkaþverá. Félagið hefur látið ýmis fram- faramál til sín taka, — þótt ekki hafi fréttablöð séð ástæðu til að kynna sér slíka starfsemi í byggðum fjarðarins. Húsnæði Einbýlishús við Ham- arstíg til sölu. Uppl. gefur Bjarni Bjarnason, Verzlunin Brekka, sími 1-14-00 og heima 2-28-95. Ungur reglusamur mað- ur frá Spáni óskar eftir herbergi. Uppl. gefnar hjá Ferða- skrifstofu Akureyrar í síma 1-14-75 og í síma 1-16-57 á kvöldin. eru í mörgum tilfellum auðveld- ar og án verulegs kqstnaðar, — verður enn erfiðara að skilja hvers vegna það, ,cr . e.kki gcfL Er ekki einhvers staðar svikinn hlekkur í kerfinu? i ' *’ Mj Ég skora á ábyrga aðila, að Hæfá úr þessum hættulegu vankönt- um vegarins án tafar. Framkvæmið áður en fleiri slds- ast. Með þökk fyrir birtinguna. Þorgils 'Sigurðsson. Konur í kvenfélaginu Iðunni sáu um undirbúning- og fram- reiddu myndarlegar veitingar. Allt var þetta unnið í sjálf- boðavinnu og má nærri geta að kvöldvaka sem þessi kostar ærna fyrirhöfn. Peningagjafir komu frá fólki er ekki gat komið á kvöldvök- una. Sýnir þetta allt að mikill áhugi er fyrir því að heiðra og viðhalda minningu Kristínar Sigfúsdóttur skáldkonu á verð- ugan hátt. Kvenfélaginu „Iðunni", frú Sigríði Schjöth og öllum öðrum, er lögðu á sig fyrirhöfn til þess að gera þetta kvöld sem eftir- minnilegast, eins og raun bar vitni, færum við alúðarþakkir. Haldið verður áfram að vinna að framgangi þessa máls, og væntum við hér eftir sem hing- að til styrktar félaga og ein- staklinga til þess að sjóðurinn nái tilgangi sínum og verði orð- inn sá minnisvarði 13. júlí 1976, er hæfir minningu Kristínar Sig fúsdóttur skáldkonu. Hafið öll heila þökk fyrir veitta aðstoð og höfðingleg framlög. Lilja Jónsdóttir. Laufey Sigurðardóttir. SMÁTT & STÓRT Félagið hefur haldið nám- skéið í fatasaumi, prjónaskap, borðskreytingum og ýmsu fleiru. Einnig fékk félagið Guð- ríði Eiríksdóttur skólastjóra til að hafa sýnikennslu í smurðu brauði og smáréttum. Félagið hefur styrkt Hrafna- gilsskóla, Vestmannaeyjasöfnun ina, Kristínarsjóð, N.L.F.A. og fleiri. í tilefni afmælisins stofnaði félagið hljóðfærasjóð við félags- heimilið að Freyvangi með 25 þús. krónu stofnframlagi. Til nýmæla má telja, að fyrir jólin komu félagskonur saman í Freyvangi og bökuðu laufa- brauð, sem þær seldu svo til ágóða fyrir félagssjóð sinn. Þótti konum það ólíkt ánægjulegra starf, heldur en standa fyrir almennum danssamkomum. Ýmislegt fleira hefur félagið látið til sín taka á fjörutíu ára starfsferli, þó ekki verði tíund- að hér, enda störf kvenna oftast unnin í kyrrþey og oft vanmetin af öðrum þjóðfélagsþegnum. Núverandi stjórn félagsins skipa: Vilbrog Þórðardóttir, Ytra-Laugalandi, formaður, Sig- ríður Valdemarsdóttir, Bringu, ritari, og Ólöf Sigtryggsdóttir, Brúnalaug, gjaldkeri. (Fréttatilkynning) (Framhald af blaðsíðu 8) skeiðendur og toppendur, svo ekki sé nú minnst á allt máva- gerið og krumma. Óðinshaninn, einn farfugla, er ókominn. ÆTTI AÐ SKRÚFA FYRIR ÚTVARPIÐ Svo ætti fólk, bamanna vegna, að skrúfa fyrir útvarpstækin í fuglaskoðunarferðum. Þá heyr- ist söngur lóunnar, hnegg hrossagauksins, vell spóans, gjallandi og margbreytilegur söngur stelks, jaðrakana, grá- tittlings, steinklöppu og fleiri fugla, sem börnin hafa gaman af að heyra og greina sundur. Lát- ið ekki bregðast að leiða bömin út í dásemdir vorsins og leyfið þeim að njóta þeirra. BRETUM SNÝST HUGUR Segja má með sanni, að mörgUm Bretanum hafi snúist hugur í landhelgismálum í seinni tíð. í yfirlýsingu sambands breskra togaramanna kemur fram, að þar sem 200 mílna fiskveiðilög-' saga njóti nú svo mikils stuðn- ings, sé það algerlega óraum hæft að gera minni kröfur. 200 milna landhelgi við Bretland muni Iéiða til yfirráða yfir auð- ugustu fiskimiðum heiíns. Nörð- ursjónum. f yfirlýsingu bresku togaramannanna er á það bent, að hægt sé að skipta á veiði- heimldum, t. d. þannig; að ! ís- lendingum verði Ieyft áð veiða síld í Norðursjó gegn heiniild til þorskveiða á islandsmiðum. Má segja, að mörgum Bretanum hafi snúist hugur síðan þeir beittu vopnuðu ofbeldi á íslands miðum. i - ; > i ■ ABURÐARDREIFINGIN Sveinn Runólfsson sandgræðslu stjóri sagði fjölmiðlum á núð- vikudaginn, að áburðardreifing úr lofti væri þegar hafin og gengi mjög vel. Aætlað er,að óburðarflugvél- n dreifi í ár svipuðu magni af sáðvöru og áburði og í fyrrá, eða um 800 lestum. En áburðar- verðið hefur því miður hækkað um þriðjung frá síðasta ári. i NORÐURLANDARAÐ ANDVÍGT ÁFENGIRAUGLÝSINGUM Á síðasta þingi Norðurianda- ráðs var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að leggja það til við ríkisstjórnir Norður- landa, að áfengisauglýsingar verði algerlega bannaðar. Aðal- talsmaður auglýsingabannsins var Guttorm Hansen forseti norska Stórþingsins. GRÆNLENDINGAR FLYTJA BURT í byrjun ársins voru Grænlend- ingar 48.400 talsins og hefur þeim fækkað lítilsháttar. Æ fleiri Grænlendingar flytja úr landi og einnig hefur mjög dreg- ið úr fæðingartölunni, sem var ein hin hæsta í heiminum fyrir fáum árum. AVARP FRAMSÓKNAR- MANNA Framóknarfélögin á Akureyri hafa gefið út prentað kosninga- ávarp og hefur það verið borið í hvert hús í kaupstaðnum. Fólki er bent á að bera saman loforð þau, sem gefin voru í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum og efndir þær, sem við blasa, og ennfremur að lesa þetta nýja ávarp rækilega. Eftir því verð- ur unnið. Framsóknarmenn á Akureyri leggja áherslu á að auka at- kvæðafylki sitt svo tryggt sé, að framkvæmdastefnunni í bæjarmálum verði fram haldið. I TVÆR MEGINÁSTÆÐUR Tvær eru þær meginástæður, sem til þess liggja að gera þurfi efnahagráðstafanir án tafar. — Önnur er verðhækkun inn- fluttra vara og hin nýju kaup- samningarnir, sem auka verð- bólguna mjög ört ef ekkert er að gert og er ýmsum atvinnu- greinum um megn. Til viðnáms verðbólgunni var efnahagsmála- frumvarp ríkisstjórnarinnar flutt, en stjórnarandstæðingar höfnuðu algerlega þingræðis- legri afgreiðslu þess. Þótt stjórnin þurfi nú að stjórna með bráðabirgðalögum fram að þingkosningum, verður nefnt frumvarp ekki gert að lögum, utan þings, en e. t. v. einliver atriði þess. En bráða- birgðalög eru engin nýlunda á Islandi. Á hverju sumri, er þing starfar ekki, hefur þurft að gefa út bráðabirgðalög, og ætti öll- um að vera slíkt í fersku minni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.