Dagur - 29.05.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 29.05.1974, Blaðsíða 5
Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÖHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Tvennar kosningar BÆJAR- og sveitarstjómarkosning- ar fóru fram á sunnudaginn. Alþing- iskosningar fara fram 30. júní. I’essi mikla kosningahryna eykur umræð- ur um stjórnmálin, kemur nokkm róti á hugi manna og á að skýra kjósendum hin ýmsu þjóðfélagsmál, sem nú eru á baugi. Bæjarstjórnarkosningarnar færðu Sjálfstæðisflokknum verulegan sigur í heild, Framsóknarflokkurinn hélt sínu fylgi nokkurn veginn, einnig Alþýðubandalagið og vel það, en Al- þýðuflokkurinn og Samtök frjáls- lyndra töpuðu verulega og er ljóst, að það fylgi hefur að verulegu leyti aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins. í Reykjavík kom þetta glöggt í ljós og þar jók Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt vemlega. Markmið vinstri fíokkanna, að fella íhaldsmeirihlut- ann, mistókst. Virðist þetta meðal annars svar borgarbúa við nýjum flokksbrotum og valdabrölti hinna ýmsu, er telja sig öðrum betur til foringja fallna og freista þess að safna um sig fylgi í nýjum flokkum eða samtökum. Þessum foringjum er trúlofunarhætt fyrir kosningár og sumir visna með flokksbrotum sín- um að þeim loknum. Hér á Akureyri hefur komið upp sama staða í bæjarstjórn, sem vinstri flokkarnir í borgarstjórn Reykjavík- ur hafa lengi þráð og kej)j)t að, þ. e. vinstri flokkarnir hafa meirihlutann í bæjarstjóm, hver sem framvinda málanna verður. Framundan eru svo alþingiskosn- ingamar. Sigur Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum var ekki eigin verðleikum að þakka og er frá- leitt að taka of mikið mið af þeim við alþingiskosningar. Jafn stefnu- laus hentistefnuflokkur og íslenski Sjálfstæðisflokkurinn er, er ekki vax- andi trausts verður, enda mun það sýna sig í kosningum 30. júní, að úr- slit verða á arinan veg. Um það er að sjálfsögðu kosið hvort vinstri öflin í landinu eigi að fara áfram með völd, til þess að tryggja byggðastefnuna í verki á næstu árum. Til þess einnig að fylgja landhelgismálinu eftir og tryggja farsæla lausn varnarmálanna, en ekkert þessara mála má þjóðin lcggja í hendur SjálfstæðLsflokksins. Síðast en ekki síst verður svo að fást við vanda efnahagsmálanna, sem er verkefni allra ríkisstjórna í landinu. Valið verður landsbyggðarfólki auðveldara nú en fyrr, svo mjög sem hagur þess hefur batnað síðan geng- isfellingum, atvinnuleysi og land- flótta gömlu viðreisnarstjórnarinnar linnti og ný og djörf framfarastefna var ujjp tekin. □ Landgræðsluáætlnn 1974 •'■?**'* VIÐTAL VIÐ JONAS JONSSON, AÐSTOÐARRAÐHERRA FRÁ því var skýrt fyrir nokkru hér í blaðinu að svonefnd Land- nýtingar- og landgræðslunefnd hefði skilað áliti — þar sem er „Landgræðsluáætlun 1974— 1978“. Skýrt var frá nokkrum helstu atriðum áætlunarinnar, en hún hefur vakið verðskuldaða athygli. Blaðinu þótti því ástæða til að kynna áætlunina nokkru nánar og fékk því Jónas Jónsson aðstoðarráðherra til að svara nokkrum spurningum um áætlunina og störf nefndarinn- ar. Jónas var ritari nefndarinn- ar en.formaður hennar var sem kunnugt er Eysteinn Jónsson alþingisforseti, auk þeirra voru í nefndinni Haukur Ragnarsson skógfræðingur, Ingvi Þorsteins- son magister, Pálmi Jónsson bóndi og alþingismaður, Sigurð- ur Blöndal skógarvörður og Þor valdur Jónsson bóndi á Guð- rúnarstöðum. Viltu skýra frá því fyrst hvert var lilutverk Landnýtingar- og landgræðslunefndar? Nefndin var skipuð af land- búnaðarráðherra 30. nóvember 1971. Verkefnið var að vinna að því atriði stjórnarsáttmálans, þar sem segir að gera skuli „heildaráætlun um alhliða land- græðslu og skipulega nýtingu landsgæða.“ Nefndinni var falið að miða tillögur sínar við það að hægt yrði að minnast ellefu alda byggðar í landinu með verðugu heildarátaki í landgræðslu og gróðurvernd svo og alhliða skipulagningu á notkun lands- gæða. Nefndin gerði sér strax grein fyrir að verkefnið var ákaflega yfirgripsmikið og ekkert áhlaupaverk að gera því nokkur viðhlítandi skil. Það var í eðli sínu tvíþætt: Að gera tillögur um landgræðsluáætlun sem væri byggð á þeirri þekkingu sem fyrir hendi var og kostur var að afla og í öðru lagi að gera tillögur um það hvernig unnið yrði að nauðsynlegri "skiþulagningu á landnýtingu í ’ vlðfækustu merkingu þess orðs. Ég hygg að öllum hafi strax verið ljóst að á síðara sviðinu yrði vart um annað að ræða frá nefndarinnar hálfu en ábend- ingar til að vekja umræður og umhugsun um þetta umfangs- mikla mál og að gera tillögur um það hvernig að því verði unnið í framtíðinni, og það tel ég að nefndin hafi vissulega gert. Meginstarf nefndarinnar beindist vissulega að fyrri þætt- inum, landgræðsluáætluninni, en hinum var þó verulegur gaumur gefinn. Nefndin stóð að ráðstefnu um landnýtingu, sem haldin var á vegum Landvernd- ar og fleiri aðila í Reykjavík 6. og 7. apríl 1973. Erindi sem þar voru flutt voru gefin út í bók, er nefnist „Landnýting“ og er 3ja rit Landverndar. Landnýt- ingarnefnd studdi útgáfu þeirr- ar bókar og má líta á hana sem fylgirit með nefndarálitinu. Auk þess var leitað til Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga um tillögur í þessum efnum. í nefndarálitinu eru svo ákveðnar tillögur um það hvern ig að þessum málum skuji unnið í framtíðinni. Lagt er til að mál- in verði í höndum sveitar- og sýslufélaga, en landshlutasam- tökum þeirra verði veittur fjár- stuðningur til að aðstoða þau og undirbúa áætlanir um landnýt- ingarskipulag. Hvað svp nieð aðal þátt nefnd arálitsins, landgræðsluáætlun- ina? Nefndin ákvað strax í upphafi starfsins að leita samstarfs við heimaaðila í hverju héraði landsins, þannig að áætlunin kæmi eftir því sem tök væru á frá þeim. Því var leitað til stjórna allra búnaðarsambanda og gróðurverndarnefnda í hverju héraðp og þær beðnar um sameiginlegt álit á ástandi og nýtingu gróðurs í viðkom- andi héraði og yfirlit yfir hvers- konar landskemmdir sem þar kynnu að eiga sér stað svo og um tillögur til úrbóta. Farið var fram á þetta fyrst með bréfum en síðan voru haldnir furtdir með stjórnum búnaðarsam- banda og gróðurverndarnefnd- um, og oft einnig öllum oddvit- um af viðkomandi svæðum, og málin rædd með þeim. Skýrslur og álit bárust síðan úr öllum héruðum landsins. Þær eru birtar, sem fylgiskjöl með nefndarálitinu. Þar er að finna mjög mikinn fróðleik um þessi efni, því að mörg búnaðar sambönd og gróðurverndar- nefndir lögðu í þetta mikla vinnu. Oruggt er að þessum mál um er nú verulega mikill gaum- ur gefinn hvarvetna um landið og menn gera sér ljóst að fara verður með landið af skynsemi og með fullri aðgát þannig að það haldi gæðum sínum en gangi ekki úr sér fyrir ranga meðferð. Auk þessa leitaði nefndin til fjölmargra aðila, félaga og stofn ana, sem gáfu álitsgerðir, veittu aðstoð og góð ráð. Nefndin naut fullrar aðstoðar Landgræðslu ríkisins og þar með allrar þeirr- ar reynslu og þekkingar á þess- um málum sem þar var fyrir hendi. Við Landgræðsluna var besta samstarf bæði á meðan Páls heitins Sveinssonar naut við, og síðan við þá Svein Run- ólfsson og Stefán H. Sigfússon, eftir að Sveinn varð land- græðslustjóri en Stefán land- græðslufulltrúi. Þeir hafa báðir unnið mjög mikið fyrir nefnd- jna og með henni, og eiga stóran hlut að verkinu. Mikilvægar upplýsingar fékk nefndin af gróðurkortum og úr niðurstöðum af beitar- og gróð- urrannsóknum Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins, en einn nefndarmanna, Ingvi Þor- steinsson, hefur veitt þeim rann sóknum forstöðu svo sem kunn- ugt er. Ingvi stóð fyrir því á vegum nefndarinnar að mæling ar voru gerðar á gróðurlendi eftir kortum í öllum þeim hér- uðum, þar sem talið er að um ofbeit kunni að vera að ræða. Einn meginkafli nefndarálits- ins, III. kafli, fjallar um gróður og gróðurnýtingu í sýslum lands ins. Þar er fjallað um hverja sýslu fyrir sig, land flokkað með tilliti til ástands gróðurs og jarð vegs og þarfar fyrir landgræðslu og gróðurvernd. Þar er lýst og lagt mat á eftir því sem tölu- legar upplýsingar eða aðrar lágu fyrir. 1. Gróður- og jarð- vegseyðingu. 2. Gróðurlendum og nýtingu þeirra. 3. Jafnvægi á milli eyðingar og græðslu. 4. Möguleika til hagsbóta. 5. Stærð óróins lands. Svo eru birtar tillögur heimamanna til úrbóta. Þessi kafli er unninn með því að draga saman þá þekkingu sem ég nefndi að framan: Úr skýrslum heimamanna, nirður- stöðum gróðurrannsókna og gróðurkorta, en þau hafa nú verið gerð af öllu miðhálendinu og meira til), skýrslum Land- græðslu ríkisins og svo þeim mælingum sem nefndin lét gera. Varðandi skógræktarþáttinn þá nutum við reynslu og þekk- ingar skógræktarstjóra og starfs manna hans, auk þess sem tveir af nefndarmönnunum eru sér- fræðingar í skógræktarmálum. Jónas Jónsson. Nú er þetta alhliða land- græðsluáætlun. Hvernig var samstarfið í nefndinni, þar sem saman unnu menn Landgræðsl- unnar, Skógræktarinnar og svo sauðfjárræktarbændur? Það var mjög gott. Allir voru sammála um að við leituðumst við að gera áætlun fyrir landið, sem að fólkið allt sem í landinu býr gæti staðið að. Áætlunin á að miða að því að bæta landið — ekki aðeins frá búskaparsjónarmiði — ekki að- eins fyrir bændur heldur fyrir alla landsmenn. Bæjarbúarnir taki þannig þátt í því að við stöndum í skilum við landið og þeir njóta þess einnig á marg- víslegan hátt. Það komu vissulega fram mis- munandi sjónarmið á því í nefndinni á hvað ætti að leggja mesta áherslu í áætluninni. En það réði að allir vildu sameinast um áætlun, sem væri fyrir land ið allt og fólkið allt í landinu. Við nefnum þetta tillögur um endurgjald þjóðarinnar til lands ins. Viss er ég um að við allir, sem störfuðum í nefndinni með Ey- steini Jónssyni og undir hans forystu, erum þakklátir fyrir þá reynslu að starfa með honum. Það er hollur lærdómur yngri mönnum að kynnast eldlegum áhuga og hugsjónum sér eldri manns eins og Eysteins. Svo að við víkjum að áætlun- inni sjálfri, getur þú sagt frá aðalþáttum hennar? í inngangi að sjálfri áætlun- inni segir um markmiðið: „Nefndin Icggur áherslu á, að takmarkið hlýtur að vera: a) að stöðva uppblástur, sand fok og aðrar jarðvegseyðingu, b) koma í veg fyrir hvers- konar gróðurskemmdir og gróð- urrýrnun, c) koma gróðurnýtingu og beit í það horf að gróðri fari fram, d) að friða þau skóglendi, sem þess eru verð og tryggja, að þau gangi hvergi úr sér, e) leggja grundvöll að nýjum skógum til fegrunar, nytja, skjóls og útivistar, þar sem það lientar, f) stuðla að endurgræðslu ör- foka og ógróinna landa, scm æskilegt er að breytist í gróður- lendi, g) efla rannsóknir á þessum sviðum, þannig að sem traust- astur grundvöllur sé undir öllu, sem gert er til að ná þessum markmiðum:“ Áætlunin skiptist annars í fjóra þætti. I. Almenna gróðurvernd og Iandgræðslu, það er þann hluta málanna, sem er á vegum Land græðslu ríkisins. Þar er lögð mesta áhersla á stöðvun gróð- urs- og jarðvegseyðingar og stöðvun sandfoks. Til þess ætti samkvæmt áætluninni að fara 505 milljónir eða helmingur alls áætlunarfjárins. En eitt hundr- að milljónir eru ætlaðar sem mótframlög til einstaklinga og. félaga sem leggja fé til land- græðslu og gróðurverndar. Svo sem upprekstrarfélaga, hrepps- félaga eða annarra. Til land- græðsluáveitna eru ætlaðar 45 millj. kr. og til ýmissa annarra hluta 55 millj. kr. II. Skógræktarþátturinn er samanlagt upp á 165 milljónir, þar vegur mest að ætlað er að verja 100 milljónum til nýrra svæða til skógræktar og skóg- verndar, og sem jafnframt gætu verið útivistarsvæði. Endur- skipulagning plöntuframleiðsl- unnar er næst stærsti liðurinn með 32.5 milljónir. Er þar við það miðað að teknar verði upp nýjar aðferðir og meiri tækni við framleiðslu skógarplantna, sem gerði þær verulega ódýr- ari, að mati kunnugra manna. III. Þá er þriðji þáttur áætlun- arinnar, sem fjallar um rann- sóknir á sviði landgræðslu, gróðurverndar og gróðurnýting ar. Þar er gerð jarða- og gróður- korta, með 20 millj. kr. í undir- búningi hefur verið að taka upp nýja tækni við gerð korta í stór- um mælikvarða og er ætlunin að gera gróður- og jarðakort af öllum byggðum landsins með þeirri aðferð. Tilraunir með nýtingu og aukningu beitargróðurs eru gildur liður með 40 millj. kr. Gerð hefur verið með aðstoð sérfræðinga frá FAO víðtæk áætlun um beitarrannsóknir á afréttum, úthaga og ræktuðu- landi. Þar verður kannað hvað hagabætur — svo sem fram- ræsla, áburðargjöf og græðsla við mismunandi aðstæður gefa af sér mælt í auknum afurðum búfjárins — og hvaða áhrif mis- munandi beitarálag hefur á gæði og afrakstur gróðurlendis- ins. Til þessara víðtæku tilrauna fæst stuðningur frá tækniaðstoð Sameinuðu þjóðanna UNDP), bæði í formi tækja, efnis og sér- fræðilegrar aðstoðar. Það sem hér er lagt til er hugsað sem mótframlag íslands. Þá er hugsað að verja nokkr- um fjármunum til vistfræði- legra rannsókna svo sem til at- hugana á vistfræðilegum áhrif- um áburðargjafar og framræslu á úthaga o. s. frv. Einnig er ætlað fé til að standa straum að söfnun og prófun innlends og erlends fræs til landgræðslu. IV. í fjórða kafla áætlunar- innar eru talin ýmis verkefni, sem miða að því að bæta með- ferð landsins, og að auðvelda fólki að njóta þess og auka þekk ingu þess á landniu og því hvemig eigi að umgangast það Kristján Ármannsson, Kópaskeri. Grírnur Jónsson, Ærlækjarseli. Nú hefur þessi áætlun enn enga staðfestingu hlotið. Hvað telur þú að um hana verði? Henni hefur eftir því sem ég best veit verið hvarvetna vel tekið — og ekkert komið fram sem bendir til annars en að um hana geti orðið fullkomin ein- ing. Það ætti að verða yfir öll dægurmál hafið að þjóðin gerði slíkt átak til að standa í skilum við landið. Ég vona að sú ákvörðun verði tekin á þjóð- hátíðarfundi, segir Jónas Jóns- son að lokum, og þakkar Dagur hinar ágætu upplýsingar. Ingi Tryggvason, Kárhóli. Grein þessi átti að birtast fyrr en varð að bíða. Greinar- höfundur mun leggja sitt lið fram í núverandi kosninga- baráttu og rita um stjórnmál. Ritstjóri. Hilmar Daníelsson, Dalvík. Heimir Hannesson, Reykjavík. Aðalfundir tryggingafélaganna Valgerður Sverrisdóttir, Lómatjöm. Guðmundur Bjarnason, Húsavík. Jónas Jónsson, Reykjavík. Ingvar Gíslason, Akureyri. AÐALFUNDIR Samvinnutrygg inga, Líftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga h.f. voru haldnir að Hótel Sögu 10. maí. Meðal fundarmanna voru að þessu sinni í fyrsta skipti tveir fulltrúar starfsmanna félaganna, en tryggingafélög samvinnu- manna munu vera þau einu hér á landi, sem hafa á aðalfundum sínum sérstaka fulltrúa úr hópi starfsmanna. Iðgjaldatekjur. í skýrslu stjórnarformanns, Erlendar Einarssonar forstjóra, og framkvæmdastjóra, Ásgeirs Magnússonar, kom m. a. fram, að heildariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginga sl. ár námu 661,8 millj. kr. Höfðu þær auk- ist um 58,7 millj. kr. eða tæp 10% frá fyrra ári, en þá ber þess að gæta, að vegna breyttra gjalddaga ábyrgðartrygginga bifreiða voru bókfærð iðgjöld þessara trygginga á árinu 1973 aðeins fyrir 10 mánuði á móti 16 mánaða iðgjöldum, sem bók- færð voru árið 1972. Heildargjaldatekjur Líftrygg- ingafélagsins Andvöku námu 15,6 millj. kr. og höfðu aukist um 3,9 millj. eða 32,8% frá fyrra ári. Bókfærðar iðgjaldatekjur Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga h.f. námu 217,5 millj. og höfðu aukist um 118,1 millj. eða 118,9%. Námu því iðgjaldatekjur allra félaganna samtals á árinu 1973 894,9 millj. kr. á móti 714,2 millj. 1972 og jukust um 180,7 millj. eða rösk 25%. Tjón og endurgreiðslur. Heildartjón Samvinnutrygg- inga, greidd og áætluð ógreidd, námu 506,5 millj. kr., og varð tjónaprósentan 76,54 á móti 63,63 1972. Verulegur halli varð á bifreiðatryggingum áttunda árið í röð, og óvenjulega slæm útkoma og tap varð á fiskiskipa- tryggingum og slysatryggingum bátasjómanna vegna mikilla skipstapa og fjölda sjóslysa. Þrátt fyrir aukin tjón í þessum greinum og hækkandi reksturs- kostnað • varð hagnaður af rekstri Samvinnutrygginga, sem að vísu nam ekki nema rúmlega 1% af heildariðgjaldatekjunum, og verður endurgreiddur tekju- Þorsteinn Björnsson, Ólafsfirði. Björn Hólmsteinsson, Raufarhöfn. Stefán Valgeirsson, Auðbrckku. afgangur til tryggingartaka 6,4 millj. kr. Stjórn og framkvæmdastjóra- skipti. í stjórn félaganna voru endur kjörnir þeir Erlendur Einarsson forstjóri, formaður, Ingólfur Olafsson kaupfélagsstjóri og Ragnar Guðleifsson kennari. Aðrir í stjórn eru Jakob Frí- mannsson fyrrv. kaupfélags- stjóri og Karvel Ogmundsson útgerðarmaður. Þá urðu framkvæmdastjóra- skipti hjá félögunum hinn 15. þ. m., eins og SF hafa áður skýrt frá. Ásgeir Magnússon lét af því starfi, og á fundinum og í hófi, sem stjórn félaganna hélt fulltrúaráðsmönnum og nokkr- um gestum að honum loknum, flutti stjórnarformaður félag- anna, Erlendur Einarsson, hon- um sérstakar þakkir fyrir góð störf í þágu félaganna og óskaði honum allra heilla í nýju starfi. Jafnframt óskaði hann hinum nýju framkvæmdastjórum félag anna, þeim Hallgrími Sigurðs- syni og Jóni Rafni Guðmunds- syni, farsældar í störfum. (Úr Sambandsfréttum) •1978 Framboðslisti Fra og hvað beri að varast í því efni: Hér kemur ýmislegt til. Stuðn ingur við gerð afréttarvega um landið, sem jafnframt yrðu úti- vistarvegri. Þeir mundu auð- velda rétta nýtingu afréttar- landa og einnig gera fólki kleift að komast víðar um óbyggðir og njóta þeirra á friðsamlegan hátt. Þá er ætlað. -fé til að launa beitarráðunaut og til að styrkja fraeðslu- og upplýsingastarfsemi Landverndar. Áæthmin er miðuð við fimm ár og er fénu ekki skipt niður á árin Nei, en það er ætlast til að í reynd verði peningarnir látnir halda verðgildi sínu. Nefndin leggur síðan til að komið verði á fót samstarfsnefnd þeirra stofnana, sem vinna að þessum málum, ög mundu eiga hlut að 'framkvæmd landgræðsluáætlun arinnar. Ráðherra skipi for- mann þessarar nefndar en í henni yrðu: landgræðslustjóri, skógræktarstjóri og forstjóri Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins. Ætlað er að samstarf þessarra aðila að landgræðslu- áætluninni gæti orðið upphaf að varanlegra og víðtækara sam starfi þessarra aðila. í Norðuriandskjördæmi evstra FRAMBOÐSLISTI Framsóknar flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra var ákveðinn á aukakjördæmisþingi í Félags- heimili Glæsibæjarhrepps 19. maí. Kosningaundirbúningur fyrir þessar alþingiskosningar er skammur að þessu sinni. Því veldur brotthlaup Samtaka f. og v. manna úr ríkisstjórn- inni, sem leiddi til þingrofs og nýrra kosninga, sem fram fara 30. júní næstkomandi. Núver- andi ríkisstjórn hefur setið að völdum í tæp þrjú ár. Dagur hefur áður sagt frá framboðslistanum en birtir nú myndir af frambjóðendum flokksins í þesu kjördæmi. Þar sem bæjarstjórnarkosningum er lokið hefst undirbúningur al- þingiskosninganna af fullum krafti, væntanlega með funda- höldum, svo sem venja er, en eflaust einnig með málflutningi frambjóðenda hér í blaðinu. Listann skipa: 1. Ingvar Gíslason, Akureyri. 2. Stefán Valgeirsson, Auðbrekku. 3. Ingi Tryggvason, Kárhóli. 4. Kristján Ármannssqn, Kópaskeri. " . ™ 5. Hilmar Daníelsson, Dalvík. 6. Heimir Hannesson, Reykjavík. 7. Grímur Jónsson, "t Ærlækjarseli. |1 8. Valgerður Sverrisdóttir, ‘ Lómatjörn. '| 9. Þorsteinn Björnsson, v Ólaísfirði. j 10. Guðmundur Bjarnason, | Húsavík. 'I 11. Björn Hólmsteinsson, i' Raufarhöfn. ' 12. Jónas Jónsson, Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.