Dagur - 29.05.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 29.05.1974, Blaðsíða 1
Sauðárkróki, 28. maí. í sjö manna bæjarstjórn ' okkar á Sauðárkróki eru þrír Fram- sóknarmenn af lista okkar og Alþýðubandalagsins, þrír Sjálf- stæðismenn og einn Alþýðu- flokksmaður og er þetta hlut- fall óbreytt. Okkar menn eru Marteinn Friðriksson, Stefán Guðmundsson og Sæmundur Hermannsson. Guðjón Ingi- mundarson gaf ekki kost á sér ÓLAFUR Jóhannesson forsætis ráðherra sagði m. a. í viðtali við Morgunblaðið í gær: Ætli það sé ekki best að óska Sjálfstæðisflokknum til ham- ingju með sigurinn, þótt ég telji hann nú ekki verðskuldaðan. Við hefðum gjarnan viljað fá betri kosningaútkomu, þegar miðað er við málefnin, sérstak- lega landsmálin. Spurningu um það hvort auk- ið fylgi Sjálfstæðisflokksins væru mótmæli gegn ríkisstjórn- inni eða þingrofinu, svaraði for- sætisráðherra á þessa leið: Varla hafa það nú verið mót- mæli gegn þingrofinu, nú hljóta Sjálfstæðismenn að hlakka til þingkosninganna og hætta að vera á móti þingrofinu. Menn hafa ekki verið að mótmæla ríkisstjórninni, því að það voru fyrst og fremst Alþýðuflokkur og SFV, sem töpuðu. Um það hvort hann áliti, að aðeins þrír flokkar ættu sæti á nsésta Alþingi, sagði forsætis- ráðherra m. a.: Það gæti litið þannig út, mið- að við kosningatölurnar. En ég teldi það nú ekki heppilegt, að Alþýðuflokkurinn hyrfi alveg. í viðtali við Tímann sagði for- sætisráðherra, að Sjálístæðis- flokkurinn færi með stóra vinn- inginn. Of sterkar ályktanir um alþingiskosningarnar, af þessu, væru þó mjög hæpnar, og að hann væri bjartsýnn um íram- tíð Framsóknarflokksins og alþingiskosningarnar. □ að þessu sinnir en hann hefur verið okkar fulltrúi síðan 1950. Fram að helginni var sérstak- lega hlýtt og sprettan ör, enda rigndi þá ofurlítið og örvaði það grasvöxtinn. Skafti og Hegranes eru að landa og komu skipin með 100 tonn hvort. Svo er hér kominn síðasti áburðarfarmurinn og hef ur þurft að smala mönnum út um allar sveitir í uppskipunar- vinnu. Það er mikið að gera á Sauðárkróki. Sauðburðurinn hefur gengið mjög vel og tvær ær af hverjum þrem tvílembdar. Hryssurnar eru sem óðast að kasta og ekk- ert amalegt fyrir þessa nýju borgara að fæðast inn í gróand- ann á þessu góða vori. Hestamenn eru farnir að und- irbúa landsmót hestattiaYina á Vindheimamelum, sem verður haldið þar 10.—14. júlí. Tamn- ingastöðin hér á Sauðárkróki starfar enn og hefur fjöldi hrossa verið tamin í vetur og vör, sum mikil gæðingsefni. Einhverjir hafa þegar farið til eggjatöku í Drangey, sam- kvæmt gömlum vana. En bjarg- sig og eggjataka hefur þar verið stunduð um aldir. Þó mun lítt eða ekki hafa verið farið út í eyna þeirra erinda í fyrra. Þar er björgulegt á þessum tíma. Sennilegt er, að hin mikla at- vinna komi í veg fyrir að fugla- björgin séu nytjuð, svo sem áður var. G. Ó. Hópreið hestamanna á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Kappreiðar og verða annan í hvítasunnu NÚ á annan í hvítasunnu heldur Hestamannafélagið „Léttir" á Akureyri kappreiðar og góð- hestakeppni á skeiðvelli félags- ins og eru skráð um 100 hross til keppni í hlaupum og sýning- um víðsvegar af Norðurlandi. Þess má geta að í skeiði keppa Um 15 hross og er slíkt nýlunda hér fyrir norðan og vonandi vísir að aukinni rækt við skeiðið. Jarðýturnar fundu engan snjó á Axarf j ar ðarheiðinni Gunnarsstöðum, 28. maí. Frost- kali hefur verið hér tvær næt- ur, stillt og öðru hverju hríðar- veður, veður af því tagi, sem margir nefna dauðafjúk. Sauðburður gengur vel það ég veit og hef ég ekki frétt um néin áföll í sambandi við hann. Tvílembur eru margar og sauð- burðurinn er ákaflega mislangt kominn hjá bændum og nýlega byrjaður hjá þeim, sem síðastir eru. Hjá þeim fyrstu er sauð- burðurinn langt kominn. Spaugsamur náungi sagði um daginn: Það var misráðið að leggja niður z-una, því að ég sé ekki betur en að með þessari þróun veiti ekki af öllu staf- Síðustii fréttir BJORN Jónsson, fyrrum félags- og samgönguráðherra, hefur sagt sig úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og gengið í Alþýðuflokkinn. Hann verður í þriðja sæti á lista þess flokks í Reykjavík við næstu alþingiskosningar. Líkur eru á, samkvæmt útvarpsfregnum, að stór hópur í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna segi sig í Reykja- vík úr Samtökunum á næstunni og gangi í Alþýðuflokkinn. Formaður Alþýðuflokksins segir, að í alþingiskosningun- um 30. júní komi ekki annað til mála en að Alþýðuflokkur- inn hafi hrein flokksframboð í öllum kjördæmum, þar sem sú sundrung og upplausn, er skapast hafi undanfarið, hafi bitnað hörmulega á samstarfi Alþýðuflokksins og Samtaka "frjálslyndra og vinstri manna. Q rófinu til að allir flokkar geti fengið sinn listabókstaf. En ný- afstaðnar sveitarstjórnarkosn- ingar ættu að gefa vísbendingu um, að fólkið er almennt and- vígt nýjum flokkum og flokks- brotum. Mun þetta á ný þjappa flokkum saman og fækka fram- boðslistum og væri það vel. Það er óheppileg þróun að vera með tíu flokka í framboði og fáir eru nokkurs megnugir. Flestir hættu á netunum um 10. maí og nú er verið að laga bátana og búa sig undir sumar- vertíðina. Einn bátur hefur róið með línu og hefur hann aflað dável, 6—10 tonn í róðri. Grásleppuveiði var góð. Færri stunduðu þær veiðar en áður og sú vertíð byrjaði seinna en fyrir farandi ár. Einn mann hitti ég fyrir skömmu, er stundaði grá- sleppuveiði einn á báti og hafði þá saltað hrogn í 60 tunnur. Hann fær góðan skilding fyrir sína vinnu yfir þennan tíma. Um Axarfjarðarheiði er það að segja, að snjór er þar ekki til fyrirstöðu. Veit ég það af því, að tvær jarðýtur voru ný- lega sendar á heiðina til snjó- moksturs og lögðu þær upp sín hvoru megin heiðar. En þær fundu engan snjó og fengu ekki verkefni. Það hefði verið skyn- samlegra að senda bíl til að rannsaka snjóalögin. Sjálfkjörið var í hreppsnefnd Þórshafnar, því aðeins einn listi kom fram. í hreppsnefndinni eru: Pálmi Ólafsson, Bjarni Aðalgeirsson, Jóhann Jónasson, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir og Kristján I. Karlsson. Þetta er blandað og ágætt lið. Ætli við eigum ekki meirihlutann? O. H. Veðbanki mun starfa í sam- bandi við kappreiðar, en það eykur spennu og stemningu. Þá munu góðhestar verða dæmdir eftir nýju kerfi, svo- kölluðu spjaldakerfi, en þá er hesturinn dæmdur fyrir framan áhorfendur og geta þeir fylgst nákvæmlega með fyrir hvað verið er að gefa hverju sinni og séð hvernig staðan er eftir hverja umferð. Þéir hestar sem best standa sig munu síðan verða fulltrúar ,,Léttis“ á landsmótinu á Vind- heimamelum í sumar. Glæsileg verðlaun verða veitt að fullyrða að þarna mun verða í öllum greinum og mun óhætt margan fagran gæðing að líta. (Fréttatilkynning) Frá lögreglunni Á LAUGARDAGINN varð harð ur bifreiðaárekstur í Öxnadal klukkan 14.00, skammt sunnan Engimýrar. Mættust þar jeppa- bíll með fjórum mönnum á leið vestur og vörubíll á leið austur og voru tveir menn í honum. Bílarnir köstuðust báðir út af veginum og vörubíllinn valt á hliðina og skemmdust þeir mikið. Okumaður jeppans var lagður í sjúkrahús vegna meiðsla en aðrir slösuðust ekki að heitið gat. Bifreið fór út af veginum sama dag norðan Engimýrar og skemmdist hún, en ökumaður, sem var einn, slapp ómeiddur. Aðiararnótt sunnudags var bifreið stolið frá Holtagötu 9 á Akureyri og fannst hún síðar utan vegar á Vaðlaheiði, að því er virtist eftir veltu. Ekki er upplýst hverjir voru þarna að verki, en það eru tilmæli lög- reglunnar til þeirra, sem gefið geta upplýsingar um mál þetta, að láta um það vita. Bifreiðin er A 3873, hvít að lit af Peugeot- gerð, árgerð 1971. Nokkrir hafa verið kærðir fyrir ölvun við akstur, þrír um helgina og tíu manns voru í fangageymslum lögreglunnar um síðustu helgi. Þá gerðist það aðfararnótt sunnudagsins, að maður einn ók um á ofsahraða og hélt síðan austur í Þingeyjarsýslu. Lög- reglan elti hann bæði hér og fyrir austan en missti af honum. Síðdegis á sunnudag var þessi ökumaður stöðvaður af lögregl- unni á Akureyri, skammt frá bænum, og er mál hans nú í rannsókn. Er maðurinn grunað- ur um ölvun við akstur, en var ódrukkinn er hann náðist síð- degis á sunnudag. (Samkvæmt viðtali við Gísla Ólafsson yfirlögregluþjón). Kartöflugrösin farin að stinga upp kolli ÞRJÁR vikur eru liðnar síðan fyrstu kartöflurnar voru settar niður í garðlönd þau, sem bær- inn leigir bæjarbúum. í fyrstu görðunum voru kartöflugrösin komin upp fyrir kuldakastið. Bærinn leigir út um 3 ha. af garðlöndum og skilar þeim full- unnum til niðursetningar og sáningar matjurta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.