Dagur - 01.06.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 01.06.1974, Blaðsíða 1
FILMUhúsið AKUREYRI Vesfur-lslend- ingar ælla að fjelmenna VESTUR-íslendingar hafa sýnt mikinn áhuga á þjóðhátíðinni hér á landi. Er búist við, að um 500 þeirra heimsæki landið í sumar og dveljist þá um skeið hér á landi, margir allt að ein- um mánuði. Þjóðræknisfélög austan hafs og vestan hafa und- irbúið hópferðirnar og móttök- urnar um aUlangt skeið, og von- andi hafa þessir frændur okkar og vinir ánægju af heimsókn sinni til gamla landsins. En all- ar upplýsingar varðandi Vest- ur-íslendingana gefur Gísli Guð mundsson, Sogavegi 26, Reykja- vík, því að Þjóðhátíðarnefnd kaus hann til að annast hvers- konar fyrirgreiðslu við þessa góðu gesti. Eflaust koma margir hingað norður til að hitta ætt- ingja og vini. □ Tvö skáld og f jórir aðrir. (Ljósmyndir: E. D.) Jakob, Brynjólfur, Ragnar og Þorlákur. Iðnaðarmenn og skólastjórar. AÐALFUNDUR Kaupfélags Ey firðinga hófst á Akureyri á ell- efta tímanum á fimmtudaginn, hinn 30. maí. Var það 88. aðal- fundur félagsins og sem oftar haldinn í Samkomuhúsinu. Þennan dag var veður mjög hlýnandi og glampandi sólskin. Af 204 fulltrúum KEA frá hinum 24 félagsdeildum þess víðsvegar á kaupfélagssvæðinu, voru 193 mættir í upphafi fund- ar, er rannsökuð voru kjörbréf og nöfn fulltrúa lesin upp. Þurfti því ekki, fremur en áður, að kvarta um lélega fundar- sókn, enda er aðalfundur KEA jafnan stórviðburður. Hjörtur E. Þórarinsson, for- maður kaupfélagsstjórnar, setti þennan aðalfund og bauð gesti velkomna, fulltrúa og aðra. Voru því næst kjörnir starfs- menn aðalfundarins. Fundar- stjórar voru þeir Hilmar Daní- elsson og Hjörtur Eiríksson, en fundarritarar Ottar Einarsson og Árni Hermannsson, en á Baldri Halldórssyni, bókara, hvíldu, sem á mörgum fyrri slík um fundum, aðal fundarritara- störfin. '" WR Formaður félagsstjórnar gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og fjárfestingarmálum á liðnu ári. En Valur Arnþórsson kaup- félagsstjóri flutti glögga skýrslu Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. um rekstur og hag stofnunar- innar. í skýrslu kaupfélagsstjórnar og kaupfélagsstjórans kom fram, að árið 1973 var mesta veltu- og framkvæmdaár í sögu félagsins. Verklegar fram- kvæmdir og fjárfestingar voru meiri en nokkru sinni og sala og framleiðsla varð einnig meiri en áður hefur þekkst. Heildarvelta Kaupfélags Ey- firðinga og fyrirtækja þess var á árinu rúmlega 3,6 milljaröar króna, sem er 37,3% aukning frá árinu 1972. Eignir félagsins voru afskrif- aðar í samræmi við heimildir skattalaga, og lagt í varasjóð eftir því sem lög' leyfa. Afskrift- ir, flýtifyrningar og fleira nem- ur rúmum 62 milljónum króna. Til ráðstöfunar voru 14 millj. króna. Er staðan því 24 milljón- um hagstæðari eftir starfsárið 1973 en hún var 1972. Munu félagsmenn að sjálf- sögðu gleðjast yfir þessu hag- stæða starfsári Kaupfélags Ey- Bændur og bæjarbúar blanda geði á leið til fundarins. firðinga. Þessi bætta afkoma stafar af veltuaukningunni, sem leiðir til minni kostnaðar, hlut- fallslega, og einnig af betri rekstrarafkomu frystihúsa fé- lagsins. Félagar í Kaupfélagi Eyfirð- inga eru 6097 talsins í 24 félags- deildum. Fjölmennasta deildin er Akureyrardeild með 2871 fé- lagsmann og höfðu 96 fulltrúa- rétt frá deildinni á aðalfundin- um. Fastráðið starfsfólk hjá KEA er 672 og fjölgaði því um 7,5% á árinu. Launagreiðslur félagsins voru samtals, beinar og óbeinar, 426,2 milljónir króna á síðasta ári. Af stórframkvæmdum Kaup- félags Eyfirðinga á liðnu ári'má nefna tankvæðinguna, sem til framkvæmda er komin í Sval- barðsstrandarhreppi og Önguls- staðahreppi og líkar mjög vel. Gerð hefur verið áætlun um tankvæðingu í Saurbæjar- hreppi, Hrafnagilshreppi og í Höfðahverfi á þessu ári. En næsta ár er ráðgert að tank- væða Akureyri, Glæsibæjar- hrepp, Skriðuhrepp og Öxn- dælahrepp. Nýlega eru komnir tveir nýir mjólkurflutningabíl- ar af MAN-gerð, og verða settir á þá danskir mjólkurflutninga- tankar. Nýja mjólkurstöðin er í bygg- ingu og vonast til, að aðalhæð byggingarinnar, sem á að verða 39.000 rúmmetrar, komist undir (Framhald á blaðsíðu 2) FYRSTA skóflustungan hefur verið tekin að Þörungavinnsl- unni h.f. hjá Reykhólum, og verður hún reist á Karlsey og tekur til starfa á næsta ári. Verksmiðjuhúsið, sem verður stálgrindahús, er tvö þúsund fermetra hús. Kostnaður var á sl. hausti áætlaður 212 milljónir króna, en hefur hækkað síðan. Framkvæmdastjóri er Sigþór Pétursson. Ef vel tekst til með rekstur þessarar verksmiðju er trúlegt að fleiri rísi, því að hráefni er víða mjög mikið hér við land. Mesta framkvæmdaár í sögu GUDMUNDUR Sveinsson, skólastjóri í Bifröst, lætur nú af því starfi og tekur við stjórn hins nýja fjölbrautarskóla í Breiðholti í Reykjavík. Nýr skólastjóri Samvinnu- skólans verður Haukur ingi- bergsson, sem jafnframt mun stjórna framhaldsdeild skólans í Reykjavík. Sigurður A. Magníisson, rit- stjóri Samvinnunnar, lætur af því starfi og verður skólastjóri Bréfaskóla SÍS og ASÍ. Við ritstjórn Samvinnunnar tekur Gylfi Gröndal, en hann var áður ritstjóri Vikunnar. Samvinnan og Hlynur verða sameinuð. Verður nú mest áhersla lögð á samvinnumálin, svo sem áður var. □ Daguk kemur næst út fimmtudaginn 6. júní.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.