Dagur - 01.06.1974, Blaðsíða 4

Dagur - 01.06.1974, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Farsælt starf í SKÝRSLU stjómar og fram- kvæmdastjóra KEA til aðalfundar félagsins 30. maí, segir m. a. svo: Þrátt fyrir þá miklu veltuaukn- ingu, sem varð á árinu 1973, umfram hækkun launakostnaðar, hefur af- koma félagsins ekki batnað að því marki, sem við hefði mátt búast, þegar mið er tekið af veltuaukning- unni, og stafar þetta fyrst og fremst af í jórum megin ástæðum. f fyrsta lagi var verslunarálagning lægri á árinu 1973 en á árinu 1972. f öðru lagi voru vörubirgðir lækk- aðar um 2% samkvæmt opinberum fyrirmælum frá 1. maí 1973. í þriðja lagi hækkuðu vaxtagjöld mjög mik- ið. Og í fjórða lagi hækkuðu opin- berar álögur mjög verulega, og þá einkum vegna jarðeldanna í Vest- mannaeyjum. Samt sem áður er um nokkuð bætta afkomu að ræða. Sam- kvæmt fjárhagsyfirliti því, sem birt er hér á eftir, eru 14,1 milljónir króna til ráðstöfunar á ágóðareikn- ingi. Um ráðstöfun eftirstöðvanna, vísast til tillagna stjórnar félagsins, sem birtar em á öðmm stað í þessu tölublaði. Eignir félagsins liafa verið afskrifaðar í samræmi við heimild skattalaga, og lagt verður í varasjóð eftir því sem skattalög leyfa. Afskriftir, flýtifymingar og fleira nema kr. 62.182.000,00, og ágóði er, eins og áður sagði, kr. 14.087.000,00, þannig að fjármunamyndunin, eða afköst rekstursins, mæld í hagnaði, afskriftum og flýtifyringum, hefur orðið kr. 76.270.000,00, eða urn 24 milljónum meiri en á árinu 1972. Þessi bætta afkoma stafar af sjálf- sögðu af veltuaukningunni, sem leið- ir til hlutfallslega lægri kostnaðar, en einnig á betri rekstrarafkoma fyrstihúsanna sinn þátt í bteri heild- arafkomu. Lokið er mesta veltu- og umsvifa- ári Kaupfélags Eyfirðinga til þessa. Stjórn félagsins er það rnikil ánægja að geta lagt fyrir aðalfund reikninga, sem sýna bættan hag félagsins þrátt fyrir ýmis konar erfiðleika, er við var að stríða á árinu. Þegar nú er séð, að svo farsællega hefur tekist að stýra framhjá boðum og blindskerjum efnahags- og viðskiptalífsins, þykir stjórn og framkvæmdastjóra sérstök ástæða til að færa strafsfólki félags- ins alúðarþakkir fyrir öll vel unnin störf á árinu. Engu verður á þessu stigi spáð um rekstrarútkomuna á árinu 1974, enda sér illa til átta vegna þeirra skugga efnahagsóvissu, sem grúfa yfir íslensku þjóðlífi. Þjóðin hefur enn einu sinni séð hag sínum inná- (Praimihald á blaðsíðu 6) KRISTJÁN ÁRMANNSSON, KÓPASKERI: Fólkið verður að taka þátt stjórnmálunum KRISTJAN Ármannsson, kaup- félagsstjóri á Kópaskeri síðustu árin, er sonur Ármanns Dal- mannssonar á Akureyri og Jieirra mætu hjóna. Hann skip- ar fjórða sæti á lista Fram- sóknárflokksins í þessu kjör- dæmi, og sendir hér fyrstu grein sína til birtingar í Degi, eftir að framboðslistinn var áfcveðinn. Dagur býður hinn unga félagshyggjumann velkom inn til leikvangs stjórnmálanna og gefur honum orðið. — Ritst. blandað óskhyggju, vonir um að þær gefi til kynna að vopnið sé farið að deigna. Því var hafn- að að lækningin væri fólgin í því að varpa allri sök á aðra og stofna nýjan flokk, samtök eða hreyfingu. Þær gætu því verið vísbending um að menn snúi sér frekar að því að taka virkan þátt í stjórnmálum hver og einn, en með því tel ég best verði komið í veg fyrir vaxandi miðstjórnarafl, óánægju og van- Mjög miklar sviftingar hafa yetijð í íslenskum stjórnmálum áð undanförnu, sem og reyndar annars staðar á vesturlöndum. Menn hafa reynt að gera sér grein fyrir orsökum og afleið- ingum þeirra, og eru þar skipt- ar skoðanir eins og gengur. Óánægja og vantrú á stjórn- málum og stjórnmálamönnum hefur farið vaxandi og komið fram í ýmsum myndum. Stjórn- málamenn hafa fjarlægst kjós- endur sína, og jafnvel einangr- ast innan vaxandi miðstjórnar- afls flokkanna. En hvers vegna er þetta vax- andi miðstjórnarafl, og er það eitthvað sérkenni stjórnmála- flokka? Ef við höldum okkur við heimaslóðir, hvað þá um aðrar íslenskar fjöldahreyfingar eins og verkalýðshreyfinguna, samvinnuhreyfinguna, íþrótta- hreyfinguna og svo má því mið- ur halda áfram. Ég hef áður á prenti lýst stjómarfari okkar vesturlanda- búa þannig, að í stað byssu- stingja væru vopnin blekking. Og hefur þessu vopni ekki ver- ið beitt með undraverðum ár- angri sl. áratugi? Það sem gerir árangurinn svo góðan er að því hefur verið beitt með fullu sam- þykki þegnanna þar sem þeir hafa vegið að sjálfum sér með þessu sama vopni. Einstaklingurinn hefur verið svo önnum kafinn að tryggja stöðu sína í hagvaxtarþjóðfélag inU, að hann hefur lagt til hlið- ar byrðar þeirra hugsjóna, sem vestrænt lýðræðisþjóðfélag byggist á og leggur þegnum sín- um á herðar. • Urslit nýafstaðinna bæjar- og sveitarstjórnarkosninga komu mörgum á óvart, og er ég í þeim hópi. Þau ollu mér sem vinstri manni að nokkru leyti vonbrigð um, en að öðru leyti, og þá e.t.v. Frá umdæmissfúkunni nr. 5 EFTIRFARANDI tillögur voru samþykktar á umdæmisstúku- þingi á Akureyri þann 19. maí síðastliðinn: Umdæmisstúkuþingið skorar á stórstúkuna að leggja allt kapp á að koma á föstum erind- rekstri. Þingið þakkar forustu Krabbameinsfélagsins fyrir ötula baráttu þess gegn tábaks- reykingum og Jóni H. Jónssyni, kennara, fyrir fræðslu hans um þessi efni í vetur. Þingið þakkar umræðuþætti Sveins Skúlasonar í útvarpi. Þingið skorar á heilbrigðis- málaráðherra og stjórnarnefnd Fjórðungssjúkrahússins á Akur eyri að hlutast til um að jafnan sé nokkurt sjúkrarúm ætlað settist að í Norður-Þingeyjar- sýslu varð mér fljótlega ljóst að vandamál og misrétti dreif- býlis var meira og öðruvísi en ég hafði gert mér grein fyrir sem Akureyringur, og þótti mér þó sem slíkur misréttið æði mikið. Það var ekki hægt að segja að bjart væri yfir Norður-Þing- eyingum fyrir fjórum árum. Auk fólks- og fjármagnsflótta voru sárin eftir kalárin svo- nefndu, sem komu hvað harð- ast niður á bændum þar, ekki gróin. Atvinnuleysi í þorpun- um og vantrú á byggðarlögun- um lét á sér bera. Það hefur hins vegar verið mér mikið ánægjuefni að fylgj- ast með þeim breytingum sem hafa verið að eiga sér stað. Þær hafa verið ánægjulegar og næsta undraverðar. Það væri hræsni að þakka þessa þróun eingöngu vinsam- legri ríkisstjórn. Breytt stefna hefur vissulega ýtt undir þessa þróun, svo sem með uppbygg- ingu togaraflotans og jákvæðri stefnu í landbúnaði og fl. og fl. En það sem einnig hefur komið mjög greinilega fram er breytt lífsgæðamat almennings. Þetta breytta lífsgæðamat lýs ir sér best í því að þrátt fyrir að þurfa að greiða 10 kr. meira fyrir hvert kg neyslu- og rekstr arvöru en Reykvíkingar, þrátt fyrir að húseignin hækki ekki í verði um milljón á mánuði eins og Morgunblaðið hvað það gera í Reykjavík, þrátt fyrir að taka þá áhættu að geta ekki leitað læknis, þrátt fyrir það að þurfa að sjá á bak börnum sínum í 2—3 heimavistarskóla til þess að þau geti lokið sklydunámi, svo ekki sé talað um lengra nám, þrátt fyrir þetta og ótal margt þessu líkt, er sótt eftir því að komast frá Reykjavík út í dreifbýlið. Gallar borgarlífsins eru farn- ir að vega meira en kostirnir. Vísitalan okkar fræga er orðin úrelt. Kröfurnar og þarfirnar beinast í þá átt sem erfitt er að koma fyrir í vísitölunni, miðað við núverandi mælikvarða pen- inga í það minnsta. Norður-Þingeyingar, sem og aðrir í hinum dreifðu byggðum landsins, vita að það er engin tilviljun sem ræður því að Framsóknarflokkurinn er þar sterkasta stjórnmálaaflið. Að það er engin tilviljun að Fram- sóknarflokkurinn er íslenskur flokkur, og sækir ekki hug- mndir sínar til erlends isma. Að það er engin tilviljun að hann á fylgi sitt undir íslensk- um félagshyggju- og samvinnu- mönnum. □ Birgðir mjóikurvara alveg Kristján Ármannsson, kaupfélagsstjóri. trú. Menn verða að axla byrð- arnar á ný. Ástæðan fyrir því að ég er nú í framboði fyrir Framsóknar- flokkinn er fyrst og fremst sú, að að mér var lagt af Fram- sóknarmönnum í Norður-Þing- eyjarsýslu. Auk þess sú skoðun mín, að það sé ábyrgðarleysi að taka ekki þátt í stjórnmálum, og að það geti verið okkur hættulegt, vaxi þeirri skoðun enn fylgi að stjórnmál sé eitt- hvað sem best sé að koma sem minnst nálægt. Á síðastliðnu kjörtímabili urðu Norður-Þingeyingar að sjá á bak Gísla heitnum Guðmunds syni, sem verið hafði þingmaður þeirra um langt skeið. En Gísli Guðmundsson var ekki aðeins þingmaður Norður-Þingeyinga. Fyrst og fremst var hann þing- maður fagurra hugsjóna, þing- maður þeirra sem afskiptir voru í þjóðfélaginu. Hann var einn höfunda og aðalbaráttu- maður hinnar títt nefndu byggðastefnu, sem allir vilja eigna sér og allir vilja berjast fyrir. Þegar ég fyrir fjórum árum MARGSKONAR efni beið birt- ingar í sjö vikna prentaraverk- falli. Hér fer á eftir fréttatil- kynning frá Upplýsingaþjón- ustu lándbúnaðarins um starf- semi Osta- og smjörsölunnar á síðasta ári. í skýrslu framkvæmdastjóra, Óskars H. Gunnarssonar, komu fram ýmsar athyglisverðar upp- lýsingar um mjólkurframleiðslu og vinnslu og sölu mjólkurvara á árinu 1973. Innvegin mjólk til mjólkur- samlaganna jókst um rúmlega 2,5% og varð aukningin hlut- fallslega mest á Hornafirði. Af þeim vörum, sem Osta- og smjörsalan verslar með, voru framleidd rúmlega 1.600 tonn af smjöri, 2.100 tonn af osti, 850 tonn af nýmjólkur- og undan- rennudufti, 260 tonn af kaseini og 650 tonn af kálfafóðri. Smjörsala í landinu stóð því nær í stað, en veruleg aukning varð á sölu annarra mjólkur- vara. Munar þar mest um aukna ostasölu, en sala á 45% osti jókst um 10,7%. Ostaneysla er nú um 5,2 kg á hvern íbúa á ári, en þó allmiklu meiri á höf- uðborgarsvæðinu eða kringum 7,5 kg á mann. Ostaneyslan hef- ur aukist stöðugt á undanförn- um árum. Má vafalaust rekja það til aukinnar fræðslustarf- semi og betri og fjölbreyttari framleiðslu en áður. Osta- og smjörsalan hefur um alllangt skeið haldið uppi kynningar- starfsemi um matreiðslu og neyslu ostarétta. Hefur 'þessi starfsemi notið sívaxandi vin- sælda víðsvegar um landið. Út- gáfa fræðslurita var töluverð eins og undanfarin ár. Á árinu 1973 var tekin í notk- un mjög fullkomin ostapökkun- arvél. Sala á pökkuðum osti jókst um 40%. Tilraunasending ar af pökkuðum osti hafa verið sendar til útlanda og allar horf- ur eru á, að útflutningur osts í neytendapakkningum eigi fram tíð fyrir sér, einkum til Banda- ríkjanna. Útflutningur mjólkurvara, annarra en undanrennudufts, Tveir framboðslistar Framsóknarflokksins VEGNA rúmleysis fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í blaðinu hefur ekkert verið rætt um íþróttir að undanförnu, en nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju og Dagur reynir af frenista niegni að ségja frá því helsta, sem gerist í íþróttamál- um í bænurn eins og liann hefur oft áður gert. Knattspýrnan vérður nú á næstunni mjög á dagskrá, enda vinsælasta íþróttagreinin í bæn um og sú íþróttagrein, sem dreg ur að flesta áhorfendur, en hér fyrir nokkrum árum mættu um 3000 manns til að horfa á leik milli ÍBA og KR hér á íþrótta- vellinum. Blaðið snéri sér því til hins danska þjálfara fyrstu Gömul mynd, þar sem Akurcyringar sækja fast. (Ljósm.: E. D.) Sigur og I dróst nokkuð saman á árinu. Mest var flutt til Svíþjóðar og Bandaríkjanna eins og áður. Hæst verð fékkst fyrir svo- nefndan Óðalsost, en fram- leiðsla hans hefur farið vax- andi undanfarandi þrjú ár. Nokkur vandkvæði eru á framleiðslu þessarar osttegund- ar, en með byggingu nýrra mjólkursamlaga og endurbót- um hinna eldri á að vera hægt að auka mikið framleiðslu á Óðalsosti. Birgðir mjólkurvara í árs- byrjun og árslok 1973 voru svip aðar og ekki umfram eðlilegar þarfir. Heildarsala Osta- og smjör- sölunnar árið 1973 nam 1.125 millj. og hafði vaxið um 217 millj. frá árinu á undan. Endur- greidd umboðslaun voru 18,5 millj. og endanleg umboðslaun 3,4% af veltu. Jónas Kristjánsson, fyrrver- andi mjólkursamlagsstjóri, sem verið hefur í stjórn fyrirtækis- ins frá 1961, gekk nú úr stjórn, og voru honum þökkuð giftu- drjúg störf. í hans stað var kjör inn Vernharður Sveinsson, mjólkúrsamlagsstjóri. Aðrir í stjórn Osta- og smjörsölunnar eru Stefán Björnsson, sem nú er formaður, Erlendur Einars- son, Einar Ólafsson, Hjalti Páls- son og Grétar Símonarson. □ deildarliðs Akureyringa í knatt spyrnu og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hvernig líkar þér hér á Akur eyri? Mér líst mjög vel á bæinn og líkar vel við knattspyrnumenn- ina, sem eru fullir af áhuga. En hvað viltu segja um að- stöðuna, sem knattspyrnumenn eiga við að búa? Ég vil segja það, að ég varð fyrir vonbrigðum með aðstöð- una, enda þekkti ég ekkert til mála hér á íslandi í þeim efn- um. Mín skoðun er sú, að að- staðan í vallarmálum sé mjög slæm hér í bæ. Við höfum orðið að æfa á lélegum malarvelli þangað til nú fyrir skömmu, hálfum mánuði, en þá fórum við að æfa fram á Hrafnagili á lélegum grasvelli og mér finnst það „skandal“, sagði Jack, að ekki skuli vera til annar gras- völlur og betri malarvöllur hér í svo fjölmennum bæ, sem Akur eyri er, en íþróttavöllurinn. Það er alveg óviðunandi að 1. deild- arlið hafi engan samastað, klúbbhús, og engan boðlegan völl til að æfa á og undirbúa sig fyrir átökin í 1. deild. Ég hef aldrei kynnst því áður, og hef ég þó ferðast um svo til allan heiminn með knattspyrnulið- um, að 1. deildarlið búi við slíka aðstöðu, sem er hér á Akureyri. Telur þú að íþróttavöllurinn hér í bæ sé nú þannig, að hægt sé að æfa á honum án þess að liann verði fyrir skemmdum? Það er mín skoðun, að íþrótta völlurinn á Akureyri sé í því ástandi nú og hafi verið síðustu 3—4 vikur í því ástandi, að hægt hafi verið að æfa á honum RÆTT VIÐ JACK JOHNSON ÞJÁLFARA 1. DEILDARLIÐS ÍBA í KNATTSPYRNU án þess að völlurinn hefði beðið tjón af. Það kemur mér þannig fyrir sjónir, sem útlendingi í þessum bæ, að ráðamenn í bæn- um hafi ekki mjög mikinn áhuga fyrir því að eiga gott knattspyrnulið, því að fyrst í byrjun maí er hafist handa um að gera eitthvað fyrir íþrótta- völlinn. Jack Johnson, þjálfari. Hvað viltu segja um starf íþróttafélaganna í sambandi við þjálfun yngri flokkanna? Hingað til hef ég ekki orðið var við neitt skipulegt starf í sambandi við þjálfun yngri flokkanna í knattspyrnu á veg- um íþróttafélaganna. KRA hóf að vísu lítilsháttar þjálfun yngri knattspyrnumanna í bæn- um í byrjun apríl eftir að fund- ur hafði verið haldinn með drykkjusjúkum. Fyrirsjáanlegt er, að vandamál drykkjusjúkra muni fara vaxandi, meðal ann- ars vegna þess, að hinu fyrir- byggjandi starfi er ófullnægj- andi sómi sýndur í fjárveiting- um og öðru af þeim stjórnvöld- úm, sem sjá sér hag í því að selja þjóðinni þetta örlagaríka eiturefni. Þingið skorar á alla bindindis sinnaða menn, karla og konur, að láta ekkert tækifæri ónotað til þéss að beita atkvæðisrétti sínum og áhrifavaldi bindindis- málinu til framdráttar á stjórn- málasviðinu og í hverskonar félagasamtökum. Þingið vottar AA-samtökun- um virðingu sína og óskar þeim blessunar í starfi. □ Reykjaneskjördæmi. Framboðslisti Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar 30. júní 1974, sem samþykktur var samhljóða á fjölmennu auka- kjördæmisþingi í Hafnarfirði 27. júní. Listinn er þannig skipaður: 1. Jón Skaftason, fyrrum •alþm., Kópavogi. 2. Gunnar Sveinsson, kaup- I félagsstjóri, Keflavík. 3. Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir, bæjarfulltr., Hafnarf. 4. Haukur Níelsson, bóndi, Mosfellssveit. 5. Friðrik Georgsson, toll- vörður, Keflavík. 6. Hörður Vilhjálmsson, við- skiptafr., Garðahreppi. 7. Jón Grétar Sigurðsson, hdl., Seltjarnarnesi. 8. Halldór Ingvason, kennari, Grindavík. 9. Ingólfur Andrésson, sjó- maður, Sandgerði. 10. HiLmar Pétursson, skrif- stofumaður, Keflavík, |, Austurlandskjördæmi. Á aukakjördæmisþingi Fram- sóknarmanna í Austurlandskjör dæmi, sem haldið var í Hamra- borg á Berufjarðarströnd 27. maí, var gengið frá framboðs- lista flokksins í kjördæminu við alþingiskosningarnar 30. júní. Listinn er þannig skipaður: 1. Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, Brekku. 2. Tómas Árnason, fram- kvæmdastjóri, Kópavogi. 3. Halldór Ásgrímsson, lektor, frá Höfn í Hornafirði. 4. Vilhjálmur Sigurbjörnsson, framkv.stjóri, Egilsstöðum. 5. Þorleifur K. Kristmundsson, sóknarpr., Kolfreyjustað. 6. Helgi Þórðarson, bóndi, Ljósalandi. 7. Aðalsteinn Valdimarsson, skipstjóri, Eskifirði. 8. Sævar Kr. Jónsson, kennari, Rauðabergi. 9. Magnús Þorsteinsson, bóndi, Höfn. 10. Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra í Reykjavík. FRÉTT FRÁ SAMVIKNUBANKANUM AÐALFUNDUR Samvinnu- banka íslands h.f. var haldinn laugardaginn 23. mars sl. að Hótel Sögu. Fundarstjóri var kjörinn Ásgeir Magnússon, framkv.stj., en fundarritari Pt- ur Eirlendsson, skrifstofustjóri. Formaður bankaráðs, Erlend- ur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu um hag og afkomu bankans á árinu 1973. í skýrslu hans kom fram að mikill vöxt- ur er í allri starfsemi hans. Rekstursafkoman batnaði mik- ið frá fyrra ári. Bankinn starf- rækti 10 útibú og 2 umboðsskrif stofur utan Reykjavíkur og eitt ■ útibú í Reykjavík. í byggingu er viðbótarhús- næði við hús bankans í Banka- stræti 7. Kristleifur Jónsson, banka- stjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga bankans og skýrði þá. Heildarinnlán í Samvinnubank- anum í árslok 1973 námu 1972,5 millj. kr. og höfðu aukist um 517,5 millj. kr. á árinu, eða um 35,6%. Spariinnlán jukust um 391,4 millj. kr., eða 33,7%, en veltiinnlán um 126,1 millj. kr., eða 42,9%. Hlutur útibúanna í innlánsaukningunni nam 307,8 millj. kr. Heildarútlán bankans hækk- uðu um 406,5 millj. kr. og námu 1597,6 millj. kr. í árslok. Staðan gagnvart Seðlabank- anum hélst góð mestan hluta ársins og í árslok námu inn- stæður í Seðlabankanum 445,6 millj. kr., þar af í bundnum reikningi 384,4 millj. kr. Heildarvelta, þ. e. fjármagns- streymi gegnum bankann, nam 37 milljörðmn og jókst um 55,8% frá fyrra ári. Tekjuafgangur fyrir afskrift- ir nam 28,3 millj. kr. á móti 13,7 millj. kr. árið 1972. Eigið fé bankans nam í árslok 140,6 millj. kr. Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 9% arð fyrir árið 1973. Endurkjörnir voru í banka- ráð þeir Erlendur Einarsson, forstjóri, formaður, Hjörtur Hjartar, framkv.stjóri, varafor- maður og Vilhjálmur Jónsson, framkv.stjóri, og til var aÁs- geir Magnússon, framkv.stjóri, Hjalti Pálsson, framkv.stjóri og Ingólfur Ólafsson, kaúpfélags- stjóri. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Óskar Jónatansson, aðalbókari, og Magnús Krist- jánsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, en Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri, er skipaður af ráðherra. form. ÍBA og stjórn KRA og fulltrúum frá íþróttafélögunum. inungis tveir þjálfarar frá öðru félaginu mættu á þeim fundi; og kom þar fram ótrúlegt áhuga leysi á málefnum yngri. knatt- spyrnumanna í bænum, en strákarnir sýndu aftur á móti mikinn áhuga strax með því að flykkjast á þessar æfingár: Hvað viltu segja um undir- búninginn hjá Akureyrarliðinu undir keppnina í 1. deild? Ég kom til bæjarins 7. mars og síðan hafa strákarnir æft svo að segja daglega og hafa þeir sýnt mjög mikinn áhuga og mætt vel á æfingarnar, og eru að því leyti vel undir átökin í 1. deild búnir, miðað við þær aðstæður sem eru hér í bæ og ég hef áður getið. En hvað viltu segja um æfingaleikina, sem liðið heíur leikið? Það er mín skoðun, að það sé mjög nauðsynlegt að leika marga æfingaleiki áður en keppni hefst í 1. deild og þá við sterkustu liðin í 2. deild. Ég geri mér grein fyrir því af þefm stuttu kynnum, sem ég hef haft af knattspyrnumálum á íslandi, að Akureyringar eru með al- gjöra sérstöðu af 1. deildarlið- unum hvað þennan þátt undir- búningsins undir baráttuna- í ís- landsmótinu snertir, af því að þeir eru ef svo má segja éinir á báti hér fyrir norðan óg það kostar stórfé, sem er af skorn- um skammti hér eftir því sem ég hef skilið, að fara suður og leika æfingaleiki eða fá lið hingað norður. Æfingaleikir við Völsunga á Húsavík er ekki nægilega góð undirstaða fyrir baráttuna í 1. deild, en ég vil enn undirstrika það, að það er vallarleysið, sem er mesti Þrándur í Götu fyrir því, að ÍBA-liðið sé vel undir átökin í 1. deild búið. Ilvað viltu segja um þá tvo leiki, sem Akureyringar liafa leikið í íslandsmótinu í 1. deild? Leikurinn við KR var skyn- samlega leikinn af hálfu Akur- eyringa og kom mér á óvart, því mér hafði verið sagt þegar ég kom hingað, að Akureyring- ar léku betur á grasi en möl. Og eins og áður segir hafði liðið æft og leikið á möl í allt vor. Leikurinn á Akranesi var allt annar en leikurinn við KR, enda var hann leikinn á grasi og í rigningu, og Akurnesingar sýndu þá bestu knattspyrnu, sem ég hef séð leikna á íslandi hingað til. Enginn af leikmönn- um Akureyringa hafði áður í sumar leikið á grasskóm, enda ekki haft möguleika til að æfa eða leika á grasi fyrr. Viltu einhverju spá um næstu lciki Akureyringa í 1, deild? Ég er enginn spámaður og það er erfitt að spá fram í tím- ann, en ég vona að strákarnir sannfæri mig um það síðar að þeir leiki betur á grasi en möl. Það er von mín, að knattspyrnu unnendur á Akureyri, sem eru margir, eftir því sem mér hefur verið sagt, eigi eftir að sjá strák ana sýna góða knattspyrnu í sumar, bæði hér á íþróttavell- inum og einnig fyrir sunnan. Hvað viltu segja um þá ráð- stöfun mótanefndar KSÍ, að láta Akureyringa leika 3 fyrstu leiki sína í 1. deild á útivöllum? Þetta hefði ekki getað gerst í neinu öðru landi en íslandi. Þar sem ég þekki til erlendis er leikið til skiptis á heimavelli og útivelli, en vegna veðurfars hér á íslandi verður þetta víst svo að vera því mér er sagt að það vori yfirleitt miklu seinna hér fyrir norðan en fyrir sunnan og þetta er víst algjör undantekn- ing nú í vor, en við búum við allt annað veðurfar í Danmörku og öðrum Evrópulöndum. Það hefur víst verið mjög algengt undanfarin ár að ekki hefur verið hægt að leika hér á gras- vellinum fyrr en um miðjan júní. Þannig fórust útlenda þjálf- aranum, sem þjálfar ÍBA-liðið í sumar, orð og þakkar blaðið honum fyrir hreinskilin og greinargóð svör. Ég vil svo bæta við þetta frá eigin brjósti, að þjálfarinn hef- ur örugglega búist við að að- stæður væru aðrar hér á íslandi en þær eru yfirleitt, enda ber öllum saman um, sem kynnst hafa aðstöðu knattspyrnu- manna erlendis, að þær eru allt aðrar en hér á landi, og svo eru auðvitað aðstæður atvinnuknatt spyrnumanna slíkar, að um engan samanburð á þeim og aðstæðum hér í fámenninu er að ræða. Næsti leikur Akureyringa verður við íslandsmeistarana frá í fyrra, Keflvíkinga, og fer hann fram í Keflavík. Fyrsti heimaleikur Akureyr- inga fer fram hér á Akureyrar- velli 8. júní og mæta þeir Vík- ingum, en þeir eru nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar. Knatt- spyrnuáhugamenn í bæ og hér norðanlands bíða óþreyjufullir eftir þeim leik og má búast við því að áhorfendur fjölmenni á völlinn og hvetji sína menn betur en oft áður. Sv. O. : / c

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.