Dagur - 01.06.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 01.06.1974, Blaðsíða 8
Akureyri, laugardaginn 1. júní 1974 Silfurfingur- bjargir. Fermingar- gjafir, mikið úrval. 4 Áhugamenn um landgræðslu munu senn taka sér fræ og áburð í hönd til að græða gróðurlaust <*> land og vel sé öllum, er það gera. Þessi mynd er frá siðasta sumri og þarf ekki skýringar við. ^ (Ljósm.: Fr. V.) í heimsókn ÓLAFUR Noregskonungur kemur til Akureyrar 5. júní með fríðu föruneyti, norsku, ásamt íslensku forsetahjónun- um,^oitanríkisráðherra og ýms- um iiðrum gestum, í opinbera heimsókn. Komið verður á Akureyrar- flugvöll kl. 15.55 og mun þar, ef aö líkum lætur, verða margt um manninn. Um 20 manns verður í föruneyti konungs og fjöldi norskra fréttamanna. Þá verða þarna einnig margir ís- lenskir blaðamenn og verður sérstaklega greitt fyrir starfi þeirra, að því er ráðuneytið tjáði blaðinu. Klukkan 14.30 verður komið að Hótel KEA og hálftíma síðar verður farin skoðunarferð um Alcureyri. Lýkur henni klukk- an fyrir kvöldverð á Hótel KEA, og er hann kl. 19.30, í Koði bæjarstjórnar Akureyrar. Kvöldverði lýkur kl. 22.30 og þá verður ekið til Akureyrar- flugvallar og er heimsókninni þar með lokið. Áætlaður komu- t'ími til Reykjavíkur er klukkan 23.40 eða tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Ymsir fyrirmenn bæjarins, svo sem bæjarstjóri, bæjar- fógeti, bæjarfulltrúar og ýmsir aðrir verðugir, verða í boði bæjarstjórnar og með í för um Akureyri. Frá skrifstofum bæjarins hef- ur eftirfarandi borist: ÍLUGVÉL konungs og forseta íslands kemur kl. 15.45. Aðal móttakan fer fram á Akureyrar flugvelli. Móttökunefnd bæjar- ins: Jón G. Sólnes, Bjarni Ein- arsson, Stefán Reykjalín og Gísli Jónsson. Auk þessara manna og eiginkvenna þeirra r Áfifælt Imb ÁTTFÆTT lamb eða tvö lömb samvaxin, þó með eitt höfuð, fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Það drapst í fæðing- unni. Q taka á móti konungi Ófeigur Eiríksson og frú. Á flugvelli leikur Lúðrasveit Akureyrar og Gígjurnar ásamt félögum úr karlakórum bæjar- Ólafur Norcgskonungur. Ekið frá flugstöð um Eyja- fjarðarbraut að Hótel KEA. Þaðan eftir stutt stopp upp Kaupvangsstræti, Eyrarlands- veg, vestur Hrafnagilsstræti, norður Þórunnarstræti, vestur Þingvallastræti, norður Hamra- gerði, suður Kotárgerði, austur Akurgorði, norður Mýrarveg, austur Hamarsstíg, norður Þór- unnarstræti, norður Glerár- götu, austur Tryggvabraut, suður Hjalteyrargötu, vestur Strandgötu, norður Brekkugötu að Amtsbókasafni. Þaðan að Hótel KEA um Gránufélags- götu, Hólabraut og Hafnar- stræti. Að Hótel KEA verður kvöld- verður til heiðurs Noregskon- ungi og þaðan verður farið um miðnættið aftur að flugvelli, þaðan sem konungur og fylgdar lið flýgur til Reykjavíkur. (F réttatilkynning) FRAMSÓKNARFLOKKUR- INN hefur markað sér skýra stefnu í kjaramáum adraðra og mótað afstöð sína mjög greini- lega í þeim efnum. í því sam- bandi ber fyrst og fremst að nefna hina ýtarlegu ályktun flokksþings Framsóknarmanna 1971 um velferðarmál aldraðra. Þó að ekki hafi tekist á hinum stutta valdarerli ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar að koma á æskilegu íramtíðarskipulagi líf- cyrismála. og annarra velferðar- mála aldraðs fólks, þá er það eigi að síður eitt af afrcksverk- um vinstri stjórnarinnar, hversu miklar réttarbætur hafa náð fram að ganga í þágu aldr- aðra á þriggja ára valdatíma hennar. Þar ber hæst þá ákvörð un ríkisstjórnarinnar að jafna og bæta kjör gamals fólks með svonefndri tekjutryggingu og með því að vísitölutryggja elli- lífeyri. Bæði þessi atriði voru skýr stef nuskrármál F ram- sóknarflokksins, þegar núver- andi ríkisstjórn var mynduð, enda er það kjarninn í stefnu Framsóknarflokksins að því er varðar velferðarmál, að öldruðu fólki séu tryggðar lÍLvænlegar lágmarkstekjur og sæmandi að- búð og aðhlynning. Vegna þess- arar stefnu og ráðstafana ríkis- stjórnarinnar hefur einhleyping ur möguleika á því að fá u. þ. b. 225 þús. kr., en hjón full 400 þús. kr. sem árlegar peninga- tekjur. Tekjutryggingin cr fvrst og fremst því fólki til hagsbóta, sem ekki nýtur réttinda í líf- eyrissjóði. Tekjutryggingar- ákvæðin eru því nauðsynlegt réttlætismál meðan ekki er komin réttlót skipan á lífeyris- kerfið í heild. í þessu sambandi vil ég minna á, að það er gamalt og nýtt stefnuskráratriði Fram- sóknarflokksins að koma upp samræmdu lífeyrissjóðakerfi fyrir alla landsmenn. Núver- SMATT & STORT VORU MEÐ POKA Margt er haft í poka og það sem er í poka þykir stundum grunsamlegt. Fyrir skömmu gerðist það, ekki langt frá bæn- um, að það sást til fólks með poka úti á víðavangi og var þá fylgst með ferðum þes. En það kom þá í Ijós, að þetta var fólk frá Akurcyri, í pokunum snemmslegin lóöataða og þetta fólk fann sér gróðurlausa bletti, losaði þar poka sína og dreifði innihaldinu. Það vildi græða gróðursárin, og þökk sé því. ANNAÐ ERINDI Sama dag og á svipaðar slóðir komu einnig menn úr bænum. Þeir voru með skotvopn og mikið af tómum flöskum. Skot- mennirnir Iétu sér ekki annt um fósturjörðina eins og poka- fólkið, því að glerbrotin, skot- hylkin og raunar fleiri óæskileg ir lilutir báru því vott, er þeir yfirgáfu staðinn. Þessir lilutir vitnuðu um kærulausa sóða. BRETAR IÐNIR VIÐ BJÓRINN Atvinnuleysi, verkföll og orku- skortur virðast síður en svo draga úr bjórþambi Breta. Fyrstu 10 mánuði ársins, sem leið, hafði bjórsalan aukist um 5,8% frá árinu áður. Drykkjuskapur unglinga hef- ur færst í aukana, og afbrotuin fjölgar þá einnig. Slík afbrot unglinga innan 18 ára hafa tvö- faldast á sjö árum. (Heimild: The Journal) Áfengisvarnaráð. GAMLAR VÖRUR Stundum berast kvartanir yfir því að vörur, t. d. niðursoðnar, séu orðnar of gamlar þegar þær eru seldar. Blaðið hefur engin tök á að sannprófa þá hluti. Þar sem öflug neytendasamtök starfa, svo sem í nágrannalönd- unum, þarf fólk almennt minni ^líyffgjur að hafa af þessum hlutum og á auðvelt með að reka réttar síns þegar út af ber. Því iniður virðist það koma fyrir hér á Akureyri, að vörur, sem erlendis liafa gengið úr km aSdrsðra andi skipulag þessara mála er stórgallað Qg fullt af misrétti, sem hingað til hefur verið erfitt að leiðrétta að fullu vegna and- spyrnu forráðamanna lífeyris- sjóða þeirra, sem best kjör geta veitt. Má segja, að þessi and- spyrna sé ágætt dæmi um það „smákóngaveldi“, sem ríkis- stjórn og Alþingi eiga iðulega í höggi við, •— og gildir þá einu hverjir sitja í ríkisstjórn og hafa méirihluta á Alþingi. Ég vil leggja áherslu á það, að endursk ipulagning lífeyrissj óða kerfisins er nauðsynja- og rétt- lætismál. Að því vilja Fram- sóknarmenn vinna. Það ber að steína að sem mestum jöfnuði að því er varðar ellitekjur manna og tryggja öldruðu fólki líívænlegar peningatekjur á grundvelli réttláts lífeyrissjóða kerfis og almannatrygginga. Ingvar Gíslason. gildi fyrir mánuðum, svo sem ujnbúðir greina, séu seldar hér við fullu verði. VERÐMERKIN G AR Verðmerkingum í auglýsinga- gluggum verslana er víða ábóta vant þótt sltyldugar séu. Ilinir ahnennu kaupendur gera eklci kröfur til þessa, og þeir gera of lítið að því að bera saman vöru- verð verslananna. Eflaust á hin mikla og langvinna verðbólga og síbreytilegt verðlag verulega sök á þessu. Hinir almennu neytendur eiga örðugt með að fylgjast nægilega vel með vöru- verðinu, svo sem þó er nauð- synlegt, og haía auk þess mikil áuraráð. En allt þetta slævir til- finninguna fyrir vöruverði og virðingu fyrir peningum. Al- menningur veitir ekki verslun- um nægilegt aðhald hvað snert- ir vörugæði og verðlag. ÁSTIN f AUGLÝSINGUM Ást og kyntöfrár er meðal hins algengasta í auglýsingum margra vara. Falleg stúlka borð ar eitthvað gómsætt á auglýs- ingamyndum eða er látin njóta sín vel við hliðina á þeirri vöru, sem verið er að auglýsa til sölu og á þessu sviði fækkar fötun- um jafnt og þétt, og er það eins- konar áherslumerki á gæðum vörunnar. ÞAÐ NÝJASTA Það nýjasta í þessu efni er loðn- an, sá ágæti nytsemdarfiskur, sem Japanir kaupa við háu verði og borða með góðri lyst. Nýlega var haldin kynning á íslenzkum vörum í Höfn, m. a. niðursoðinni kvenloðnu. Þar var sagt frá hinum sérstæðu áhrifum, sem þeir njóta er neyta, og þar vitnað til karla í Japan, er lengi hefðu neytt þess arar töfrafæðu til að auka kyn- máttinn. Þar í landi væri það auk heldur talin ástarjátning, ef kona gæfi karlmanni fisk þenn- an til átu. SÁRREIÐUR SÍMNOTANDI Húsmóðir í bænum, sárreiður símnotandi, hringdi til blaðsins í gær og kvartaði undan þjón- ustu Landssímans. Hún sagði, að frá því breyting var gerð á símnúmerum í bænum væri hið mesta ólag á þeim símum. Mað- ur kemur inn á samtöl, jafnvel símarifrildi á milli hjóna, þetta er eins og sveitasími þar sem öll sveitin getur hlustað á sam- tölin. Það geta e. t. v. einhverjir haft af því skemmtun að hlusta á hvað aðrir segja í síma, en þá verður maður einnig að hugsa til þess, að segja ekkert það í síma, sem óæskilegt er að fjölcli manns geti hlustað á, sagði konan. LÉLEG ÞJÓNUSTA Nú vil ég leggja fram þá spurn- ingu, hvort mönnum finnist það réttlátt að greiða fullt verð fyr- ir svona þjónustu, sagði konan ennfremur. í verslunum fær maður afslátt á skemmdri eða gallaðri vöru. Eigum við ekki rétt á því einnig, aö fá afslátt á þessari keyptu þjónustu hjá Landssímanum? Blaðið kemur þessari ádrepu sárrciðs símnotanda hér með á framfæri og vísar í því efni til (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.