Dagur - 06.06.1974, Síða 1

Dagur - 06.06.1974, Síða 1
Maður cg barn vcru hætí komin SNEMMA á hvítasunnudags- morgun var morgunglaður veiði maður að freista gæfunnar með stöng á Oddeyri. Sá hann þá bát á hvolfi skammt austur í álnum og gerði lögreglunni þegar aðvart. Lögreglan brá fljótt við, fór á báti og bjargaði manninum, sem var dasaður orðinn, og flutti hann í sjúkra- hús, þan sem hann hresstist brátt. Það bar við klukkan tæplega átta á mánudagskvöldið, að kallað var í sjúkrabíl og lækni frá Saurbæ í Eyjafirði. Þar hafði sex ára telpa fallið í Eyja- fjarðará. Yngri bróðir hennar kallaði á hjálp og var telpunni bjargað, en hún var þá meðvit- undarlaus. Faðir hennar, Jón Friðriksson, lífgaði hana með blástursaðferðinni, en til vonar og vara var hún flutt í sjúkra- hús og hresstist þar. Um hvítasunnuhátíðina var mikil ölvun á Akureyri og var fangahúsið þá fullskipað. Samkvæmt viðtali við lög- reglu og slökkvilið. □ Hafnargerð lyrir 40 millj. Húsavík, 5. júní. Laxveiði í Laxá í Þingeyjarsýslu hefst 10. júní. Leiguhafi er Laxárfélagið, sem er þrískipt: Húsavíkur- deild, Flúðir, Akureyrardeild, Straumar og Reykjavíkurdeild. Húsvíkingar hefja veiðina og veiða til 15. júní. Næstu fjóra daga veiða stjórnarmenn Laxár félagsins, en hin almenna veiði hefst 20. júní. Rúmlega 1700 lax ar fengust á veiðisvæði Laxár- félagsins í fyrra og hefur félag- ið þó ekki nema hluta af Lax- ánni. Á Húsavík var hrognkelsa- veiði mjög léleg í vor. Aðeins fengust 600 tunnur af grásleppu hrognum á móti 1250 tunnum í fyrra, en mun færri stunduðu veiðarnar nú í vor. Áætlaðar eru 40 milljónir króna til hafnarframkvæmda í Baguk kemur næst út á laugardaginn. Auglýsingar berist snemma. Húsavíkurhöfn í ár og er vinna þegar hafin. Unnið er að gerð garðs, sem á að liggja á ská inní höfnina frá vesturenda suður- garðs, sem er aðal hafnarbryggj an á Húsavík. Gert er ráð fyrir öruggu hafnarlægi í krikanum á milli bryggjunnar og nýja garðsins. Nýi garðurinn verður 18 metra breiður og stefnt er að því, að hann verði 90 metra langur í ár. Þ. J. Laugaskóla í BLAÐIÐ hitti í gær að máli Björn Pálsson skólastjóra á Laugum í Reykjadal og spurði hann frétta, m. a. af skólastarf- inu. Hann sagði þá eftirfarandi: Laugaskóla var slitið 24. maí. Viðstaddir voru meðal annarra 10 og 20 ára nemendur skólans og færðu þeir honum góðar gjafir. Prófum við skólann luku 103 nemendur í fjórum bekkjar- deildum, í öðrum bekk 18, 39 luku miðskólaprófi, 25 luku gagnfræðaprófi og 21 lands- Ólafur V Noregskonungur kemur til Akureyrar síðdegis í dag í opinbera heimsókn. Þessi aldni þjóðhöfðingi vinaþjóðar er öllum kærkominn. Myndin tekin á Ak. 1947 af Eðvarði Sigurgeirssyni. Nemendur frá Blönduósi hér á ferð KVENNASKÓLINN á Blöndu- ósi lauk störfum 30. maí. For- stöðukonan var á ferð hér á Akureyri fyrir skömmu ásamt nokkrum nemendum sínum, og skoðaði þá meðal annars Kjarnaskóg, þar sem meðfylgj- andi mynd var tekin. Um skólann sagði hún m. a. eftirfarandi: Við vorum með Reykjadal nýlega slitið prófi. Skólinn var fullskipaður í haust en nokkrir hættu námi. Árangur á prófum var þokka- legur. Má þar nefna, að af 21 í landsprófsdeild náðu 18 fram- haldseinkunn. Fastráðnir kenn- arar við skólann voru sjö og stundakennarar þrír. í sumar verður sumarhótel starfandi á Laugum, eins og fyrirfarandi ár, í umsjá Oskars Ágústssonar íþróttakennara. Verið er að byggja íþrótta- hús, sem enn er skammt á veg komið vegna skorts á fram- kvæmdafé. Fyrst er stefnt að því að byggja 18x33 metra íþróttasal, ásamt búningsklef- um, gufuböðum og hreinlætis- aðstöðu. í öðrum áfanga verður svo sundlaugarbygging. Veðráttan hefur leikið við Reykdælinga eins og aðra lands menn að undanförnu og gróður er langt á undan því venjulega. En frostnæturnar síðast í maí fóru illa með ung barrtré og menn óttast að berjaspretta verði ekki í haust. Kartöflugrös voru á sumum stöðum komin upp en féllu. Bændur í Reykjadal mála hús sín og snyrta í tilefni þjóð- hátíðar og hefur Lionsklúbbur- inn Náttfari einhverja forgöngu um það. - Segja má, að Reykdælingar búi allvel hvað þingmenn snert- ir, því að þrír úr sveitinni sátu þing í vetur, um lengri eða skemmri tíma. Þykir það gott, miðað við höfðatöluregluna. Tveir Reykdælingar standa nú í kosningaeldinum. Nokkuð mikið er unnið að vegagerð í sumar í Hallbjarnar- staðabrekkum og brýr verða byggðar á Reykjadalsá og ána við Breiðumýri. Q Akureyrartogararnir BLAÐIÐ fékk eftirfarandi upp- lýsingar lijá skrifstofu Útgerðar félags Akureyringa h.f. á þriðju daginn: Svalbakur EA 2 landaði 57 tonnum 29. maí. Harðbakur EA 3 landaði 164 tonnum tveim dögum áður. Sólbakur landaði 22. maí 23 tonnum og er væntanlegur á morgun. Svalbakur EA 302 landaði 230 tonnum 3. júní. Sléttbakur EA 304 landaði 24. maí 163 tonnum. Q sar í AKUREYRARKIRKJU er eitt stærsta og vandaðasta pípu- oregl landsins. — Marteinn Hunger Friðriksson orgelleikari við Háteigskirkjuna í Reykja- vík er nú á tónleikaferðalagi um landið, og leikur á hið stór- fenglega orgel Akureyrarkirkju fimmtudaginn 6. júní kl. 21. Marteinn Hunger er einn af okkar bestu orgelleikurum, og var sá eini úr hópi íslenskra orgelleikara, sem tó k þátt í Samnorrænu samkeppninni í orgelleik í fyrra. Márfeinn er fæddur í Austur-Þýskalandi, og naut hann þar ágætrar kennslu í háborg orgelleiks, Leipzig. Á efnisskrá verða leikin verk eftir J. S. Bach (Toccata adagioog fúga), Jón Leifs, Pál Ísólísson o. fl. Aðgöngumiðar verða seldir við inngang kirkjunnar og kosta þeir 250 kr., en aðeins 100 kr. fyrir skólafólk og aldraða. námskeið í skólanum í vetur, tvö hússtjórnarnámskeið fyrir heimavistarnemendur, fjögur vefnaðarnómskpið, þrjú sauma- og hannyrðanámskeið og eitt sníðanámskeið. Auk þess fengu unglingar úr barna- og miðskól- anum kennslu hjá okkur í mat- reiðslu og handavinnu. Um 180 nemendur stunduðu nám í skól anum í vetur. Við Kvennaskól- ann á Blönduósi starfa þrír fast ir kennarar og stundakennarar. í lok skólans fórum við í skóla- ferðalag til Akureyrar í dásam- legu veðri. Q Ljósmæður þinga LJ ÓSMÆDR AFÉLAG íslands er elsta félagið innan heilbrigðis stéttarinnar og 55 ára. Aðal- fundur þess verður haldinn í Hrafnagilsskóla á laúgardaginn og er það í fyrsta sinn að það er haldið utan Reykjavíkur. Norðurlandsdeild félagsins ann- ast undirbúning, en formaður liennar er Margrét Þórhalls- dóttir, og munu um 70 félags- konur mæta. Bæjarstjórn Akur eyrar býður þeim til kvöldverð- a'r sama dag í Skíðahótelinu. Flestar ljósmæðurnar verða klæddar íslenskum búningum á þessum aðalfundi. Q GÍGJ4N SYNGUR í SKJÓLBREKKU SÖNGFÉLAGID GÍGJAN á Akureyri, sem skipuð er 47 kon um, syngur í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit föstudaginn 7. júní og hefst söngurinn kl. 9 síð- degis. Söngstjóri er Jakob Tryggvason, einsöngvarar eru Helga Alfreðsdóttir og Gunn- fríður Hreiðarsdóttir og undir- leikari Dýrleif Bjarnadóttir. Gígjan hélt þrjá samsöngva á Akureyri í maímánuði og voru þeir mjög vel sóttir og hlaut söngurinn góða dóma almenn- ings. Q

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.