Dagur - 15.06.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 15.06.1974, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Verður kosið um varnarmálin? UM hvað er kosið nú? Verður fyrst og fremst kosið um vamarmálin í næstu alþingiskosningum? Þannig er spurt og Sjálfstæðisflokkurinn reyn- ir að telja fólki trú um, að svo sé, jafnframt því að rangtúlka stefnu Framsóknarflokksins í því máli. Yfirlýst stefna Framsóknarflokks- ins í varnarmálum felst fyrst og fremst í tveim atriðum: að við verð- um áfram í Nato og höfum nána sam vinnu við vestrænar þjóðir og auð- vitað góð samskipti við allar þjóðir, og hér verði ekki her á friðartímum. Við fylgjum í aðalatriðum sömu stefnu í Iierstöðvarmálum og frænd- ur okkar á Norðurlöndum og svip- aðri stefnu og t. d. Sjálfstæðisflokk- urinn lýsti yfir þegar við gengum í Nato. En auðvitað verður fyrst og fremst kosið um það, hver þróun verður í byggðamálum á næsta kjörtímabili. Núverandi ríkisstjórn hefur aðeins setið að völdum í tæp þrjú ár. Á valdatímum þessarar ríkisstjómar hefur orðið bylting í viðhorfi fólks til búsetuvals. Ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar hefur stöðvað þann straum fólks og fjármuna, sem um langt skeið hefur stefnt til Faxaflóa- svæðisins. Hún hefur raunar gert meira. Hún hefur endurvakið trú fólks á því að byggja beri landið allti Þetta sýna m. a. þær miklu fram- kvæmdir, sem gerðar eru í hverju sjávarplássi á landinu. Þar er hvar- vetna verið að byggja íbúðarhús, endurbyggja hraðfrystihús og önnur atvinnutæki, byggja bryggjur og leggja vegi. Ný lög um stuðning við byggingu leiguhúsnæðis munu valda byltingu í búsetuvali fólks. Auðvit- að sér Sjálfstæðisflokkurinn hvert stefnir í byggðamálum. Hann sér, að aukið vald landsbyggðar, afturhvarf- ið frá Faxaflóastefnunni, er ekki lík- legt til að auka áhrifamátt Sjálf- stæðisflokksins. Þess vegna mun sá flokkur leggja höfuðáherzlu á að vinna þessar kosningar, vinna þær til að geta beint straum fólks og fjár-1 magns þangað á ný, sem áhrifamátt- ur Sjálfstæðisflokksins er sterkastur. Norðurlandskjördæmi eystra er helsta mótvægi gegn Faxaflóaaflinu, og það mótvægi þarf að efla með því að halda áfram uppbyggingu og framfömm í kjördæminu öllu. □ Kosið ; ÓLAFUR Jóhannesson, for- sætisráðherra, kom til Akureyr ar að eindreginni ósk Fram- sóknarmanna, til að flytja ávarp á stjórnmálafundi þeirra á Hótel KEA í gærkveldi. Stjórn hans hefur á tæpum þrem árum unnið þau þrek- virki, sem sagan mun geyma og ■ samtíðin hlýtur að virða að verð leikum. Hún stækkaði ísland rneð’ útfærslu landhelginnar, og þar ber nafn forsætisráðherrans hæst, síðan hann gekk á fund forsætisráðherra Breta, og kom heim sem sigurvegari. Undir for sæti hans gerðist einnig sá ein- stæði atburður. sögunnar, að saman fór eldgos í byggð og eitt mesta góðæri í landinu. Undir stjórnarforystu Ólafs Jó- hannessonar var brugðist svo stórmannlega við hinum válegu tíðindum, að Vestmannaeyjar eru á ný að verða mesta verstöð landsins. Og undir stjórnarforystu sama manns varð framkvæmda- og atvinnubylting í landinu. Atvinnuleysi var þurrkað út þótt mannmargir árgangar kæmu á vinnumarkaðinn, og lífskjör almennings hafa aldrei verið eins góð og þau eru nú. Nýju skuttogararnir, endur- bygging hraðfrystihúsanna og aukinn umráðaréttur á land- grunninu, eru verk, sem tala. Þar er byggðastefna í fram- kvæmd. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, er sá íslenski stjórn- málamaðurinn, er hæst ber um þessar mundir. Hann hefur sýnt bæði þrek og þor á erfiðum úrslitastundum, og varð raunar sjónvarpsstjarna þegar fyrri samstarfsmenn brugðust og stjórnarandstæðingarnir ætluðu að hrifsa til sín völdin. En þá rauf hann þing, sem kunnugt er og stendur nú í kosningabaráttu í nágrannakjördæmi okkar, ásamt því að standa við stjórn- völinn á þjóðarskútunni. Blaðið hitti forsætisráðherr- ann að mæli í gær og bað hann að svara nokkrum spurningum. Um hvað snúast kosningarn- ar, forsætisráðherra? Fyrst og fremst um efnahags- mál og um það, hvort það verð- ur Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn, sem for- ystu hefur í næstu ríkisstjóm. Það er nauðsynlegt að gera viss ar efnahagsráðstafanir og það er ekki sama hvernig þær eru gerðar. Þær verða að hafa það að markmiði, að velmegunin haldist í landinu áfram, að at- vinnuöryggið haldist og að at- vinnuuppbyggingin verði ekki stöðvuð. Tillögur þínar og þinnar rikis stjórnar miðuðu að því? Já, þær tillögur sem ég lagði fram á Alþingi og reyndar Stjórnin öll, þótt fyrirvarar fylgdu frá einstökum ráðherr- um, miðuðu að þessu, þótt þær væru hugsaðar sem fyrsta stig efnahagsráðstafana, eða fyrsti af þrem áföngum. Þessar fyrstu tillögur áttu að veita svigrúm til frekari að- gerðá, svigrúm til haustsins. Þettá frumvarp fengust stjórnar andsiæðingar ekki til að ræða, ekki einu sinni til að vísa því til nefndar, sem mun nær óþekkt afstaða á síðari árum. Þess vegna var gripið til þess ráðs, sem öllum er kunnugt, að rjúfa þingið og skjóta málinu til þjóð- ardóms. Um þetta var mikið fár ast fyrst í stað og var sagt að verour stjórnarstefnuna OLAFUR JOHANNESSON FORSÆTISRAÐHERRA SVARAR FÁEINUM SPURNINGUM BLAÐSINS þetta væri einræði, ólöglegt, óþingræðislegt o. s. frv. En allt þetta hafa stjómarandstæðing- arnir orðið að éta ofan í sig og minnast raunar ekki lengur á það. En það getur aldrei verið óþingræðislegt að skjóta málum til þjóðarinnar. Það er rökrétt þegar hluti stjórnarflokkanna bregst og vill ekki lengur fylgja fram þeim markmiðum, sem sett voru fram í upphafi, að skjóta málum til þjóðarinnar í kosningum. Og ólöglegt er það auðvitað ekki, því að í að minnsta kosti sex skipti hefur þing áður verið rofið með þess- um hætti. Atvinnumálin og lífskjörin? Um þau er það fyrst og fremst að segja, að lífskjör hér á landi hafa aldrei verið betri en nú. Atvinnuöryggi er meira en það hefur áður verið. Hver maður sem vill vinna, getur fengið atvinnu og vantar víða vinnukraft, svo erfiðlega geng- ur að fá fólk til starfa. Það verð ur viðfangsefni næsta þings og næstu ríkisstjórnar, að halda atvinnuuppbyggingunni áfram og tryggja atvinnuöryggið, og að hin góðu lífskjör, sem fólk býr við nú, geti haldist og farið batnandi eftir því sem ástæður leyfa. En ekki verður komist hjá vissum efnahagsaðgerðum, sem kunna að koma við menn í bili. Verðbólgan er meiri en svo, að atvinnuvegirnir geti undir risið að greiða tilkostnað- inn. Orsakir verðbólgunnar eru miklar hækkanir vara erlendis, sem við þurfum að kaupa, sum- ar komu óvænt svo sem olíu- hækkunin. Þá fóru kjarasamn- ingar sl. vetur fram úr því sem skynsamlegt var og síðast en ekki síst á svo vísitölukerfið sinn þátt í verðbólgunni. Allt þetta hefði stefnt að allt að 60% kauphækkun á þessu ári, en það er stærra stökk en nokkurt þjóðfélag getur búið við. Togara útgerðin og frystihúsin standa sjálfsagt tæpt, hvað rekstrar- grundvöll snertir, enda þótt gerðar hafi verið þær ráðstaf- anir, sem gerðar hafa verið og mönnum eru kunnar og felast í bráðabirgðalögunum um tíma- bundnar efnahagsráðstafanir. Þær eru í stuttu máli miðaðar við það, að halda atvinnuveg- unum gangandi, án þess um varanlegar úrlausnir sé að ræða. En ráðstafanirnar eru verðstöðvun og stöðvun vísitöl- unnar. Alþingi tekur svo þessi mál til meðferðar eftir kosning- arnar. Vamarmálin þykja mála við- kvæmust? Varnarmálin eru viðkvæmt mál, rétt er það. Um þau hafa ætíð verið skiptar skoðanir í Framsóknarflokknum. Þessi mál eru þannig, að menn láta gjarnan tilfinningarnar vísa veg inn meira en skynsemina. En ég tel að þær tillögur, sem utan- ríkisráðherrann, Einar Ágústs- son, hefur mótað í því máli og voru drög að viðræðugrundvelli við Bandaríkjamenn, séu skyn- samlegar Þar sé fullnægt þeim óskum manna, sem vilja binda endi á hersetuna og á hinn bóg- inn einnig óskum þeirra, sem fara vilja að öllu með gát í þess- um efnum. Þessar fyrirhuguðu breytingar verða í áföngum og byggjast á viðræðum og samn- ingum við Bandaríkjamenn. Jafnframt verðum við áfram í samtökum vestræima þjóða og veitum þeim þá aðstöðu, sem þeim ér nauðsynleg til eftirlits á norðurhöfum. í því efni vilj- um við standa við þær skuld- bindingar, sem á okkur hvíla samkvæmt sáttmálanum. En sjálfsagt mál er það, að standa við þessar skuldbindingar á meðan við tökum þátt í því bandalagi. Það- er mín trú, að mikill meirihluti Framsóknar- manna vilji að þjóðin -verði áfram í þeim samtökum, eins og nú horfir. En hvað viltu segja um „varið land“? Um þær undirskriftir, sem fram fóru í vetur og kallaðar hafa verið varið land vil ég segja það, að ég álít þetta ekki rétta leið til skoðanakönnunar. Ef skoðanakönnun ætti að fara fram, er þjóðaratkvæði eðlilegri leið. Mín persónulega skoðun er sú, að sú skylda hvíli á alþingismönnum, jafnhliða ábyrgðinni, að taka ákvörðun um mál sem þetta. Það er þess eðlis. Landhelgismólið? í landhelgismálinu hefur ver- ið framkvæmd sú stefna, sem stjórnarflokkarnir mörkuðu fyr ir síðustu alþingiskosningar og það var gert í samræmi við ályktun Alþingis, sem einróma var samþykkt á sínum tíma. Landhelgin var færð út í 50 sjó- mílur, bráðabirgðasamning'ur gerður við Breta, sem þeir hafa vel haldið. Samningar hafa ekki tekist við V.-Þjóðverja, en von mín er sú, að takast megi að ná þeim samningum innan skamms Aðgerðir okkar í landhelgismál- inu og þátttaka í alþjóðaráð- stefnum um það efni hefur að minni hyggju haft mjög mikil áhrif í þá átt, að þoka málum fram á þeim vettvangi. Eru nú verulegar líkur taldar á því, að á hafréttarráðstefnunni verði á sínum tíma gerð samþykkt um, að ríki hafi rétt til að taka sér 200 sjómílna efnahagslögsögu. Á Alþingi voru í vetur sam- þykkt lög, samkvæmt frum- varpi sem ríkisstjórnin flutti, þar sem ríkisstjórninni er heimilt, hvort sem er í dag eða á morgun, að færa landhelgina út í 200 sjómílur. Þess vegna er alveg 'vonlaust fyrir Sjálfstæðis flokkinn að ætla að gera sér eitthvert númer úr sinni tillögu um útfærslu í 200 mílur. Enda sýnir forsagan, að sá flokkur hefur alltaf verið miður áhuga- samur í því efni og nægir í því sambandi að minna á kyrrstöðu málsins á tólf ára valdaferli við- reisnarstjórnarinnar. Mátti nauðsyn útfærslunnar þó öllum vera ljós, eða svo hefði það átt að vera. Hvað segirðu um Iitlu, nýju flokkana? Ég held það geti ekki stýrt góðri lukku, að fjölga mjög flokkum í landinu eða kljúfa flokka. Það er hættulegt lýð- ræðinu og getur grafið undan grundvelli þess. Þetta er eins og fleira innflutt, sem íslend- ingum hefur stundum reynst óþarft. Það er mikil ringulreið víða um lönd nú, í þessum efn- um og ég held að það sé flestra manna mál, að þessi þróun sé óæskileg. i Okkur vantar raforku á Norðurlandi? Raforkumálin eru mikil vandamál hér á Norðurlandi. Þið búið við ónóga raforku hér. Nokkuð hefur verið um það deilt, hvernig leysa ætti þennan vanda. Gufuaflsvirkjun í Mý- vatnssveit er þó fyrsta stigið til að leysa þetta vandamál. Hún er ákveðin og undirbúningur hafinn, Þeir, sem kjörnir verða þingfulltrúar Norðurlandskjör- dæmanna, verða að herða mjög róðurinn. En óþarft er að fjöl- yrða um nauðsyn framorku- framkvæmdanna. Verður framhald vinstri stjórnar? Þessar kosningar snúast auð- vitað ekki hvað síst um stefnu og störf núverandi ríkisstjórnar og það er eðlilegt og sjálfsagt að ef sá dómur, sem felldur verður af kjósendum, verður henni hagstæður, sem ég vona, þá mun hún halda áfram ef hún hefur til þess afl, enda náist samkomulag um nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum, en það er forsenda fyrir því að stjórnarsamstarf, hvert sem er, geti tekist og haldist, að mínum dómi. Atvinnumálin? Það er raunar alveg -sama hvort litið er til landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, heil- brigðismála eða menntamála. í öllum þessum málefnum hafa orðið gagngerðar breytingar, með vissum hætti. Það hefur orðið stórkosleg uppbygging í landbúnaði, sjóvarútvegi og iðnaði. Ég býst við því að upp- byggingin í sjávarútveginum veki mesta athygli, t. d. kaup togaranna og dreifing þeirra út um landsbyggðina. En vissulega hafa framfarir átt sér stað í landbúnaði, bæði í byggingum, ræktun og vélakosti og það hef- .ur verið reynt að greiða fyrir þeim framförum af opinberri hálfu á ýmsan hátt. En það vil ég þó undirstrika í þessu sam- bandi, að þetta er og hefur verið samsteypustjórn, sem hefur ólík viðhorf til ýmissra mála og því er ekki að leyna að við Framsóknarmenn höfum ekki komið öllu fram varðandi land- búnaðinn, sem við höfðum ósk- að eftir,. þar á meðal ýmsum frumvörpum sem lágu fyrir síð- asta Alþingi og ekki voru af- greidd. í heilbrigðis- og mennta málum hafa margir hlutir gerst, t. d. skólabyggingarnar, þær hljóta að vekja sérstaka athygli og ennfremur hefur á báðum þessum sviðum verið sett merki leg löggjöf, sem ber ekki ávexti þegar í stað, en á vafalaust eftir að gera það. Gjaldeyrisstaðan? Gjaldeyrisstaðan hefur versn að. Innflutningur hefur verið gengdarlaus, það hefur verið kaupæði í landinu. Þetta stafar af óróleika í efnahagsmálunum og vissri ótrú á gengi íslenskrar krónu. Margir töldu að við myndum grípa til sömu úrræða og viðreisnarstjómin jafnan gerði, að fella gengið. Það höf- um við nú ekki gert. Aðeins lítil fjörlegt gengissig hefur átt sér stað. Það hafa verið gerðar ráð- stafanir, sem eiga að minnka þennan óhóflega og óþarfa inn- flutning, að mínum dómi, með því að taka upp þetta aukagjald sem menn verða nú að greiða inn, þegar þeir ætla að kaupa gjaldeyri, 25% gjald sem vita- skuld mælist nú misjafnlega Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra. fyrir. En þetta var að mínum dómi óhjákvæmileg ráðstöfun, til þess að stemma stigu við þessari óhóflegu gjaldeyris- eyðslu. Ég vona að hún beri nokkurn árangur. Þjóðarhagurinn? Þjóðarhagurinn er í sjálfu sér góður. En afstaðan út á við, gjaldeyrisstaðan, hefur versnað, en auðvitað er ekki sama af hvaða ástæðum það er. Það get- ur verið alveg réttmætt að taka lán, t. d. erlend lán til þess að kaupa framleiðslutæki sem skila svo aftur dýrmætum gjald eyri. Það mun t. d. sýna sig að þau lán sem tekin voru til tog- arakaupa eiga eftir að skila sér með góðum arði. En ef við- skiptakjörin versna þá hlýtur það að hafa áhrif á lífskjör hér og þjóðarhaginn og það er stað- reynd að á þessu ári hafa við- skiptakjörin nokkuð versnað. Lækkunin sem varð á mjöli, fiskimjöli og loðnumjöli, er auð- vita mjög tilfinnanleg og vonir þær sem menn eygðu í þeim efnum um áramót hafa brugðist mjög verulega og verðið hefur lækkað mjög frá því sem þá var gert ráð fyrir. Þetta eru auðvita atriði, sem hljóta að hafa áhrif á gjaldeyrisstöðu og stöðu lands ins út á við. En það eru veru- lega meiri birgðir til af útflutn- ingsafurðum heldur en var t. d. á sama tíma á fyrra ári. Það er síður en svo ástæða til nokk- urrar svartsýni um þjóðarhag og gjaldeyrisstöðu, segir Ólafur Jóhannesson að lokum og þakk- ar blaðið ágæt svör hans. E. D. - SkóIasEif (Framhald af blaðsíðu 8) Hinn 10. maí sl. heimsóttu skólann 10, 20 og 30 ára nem- endur hans og færðu honum góðar gjafir. Hefur gá skemmti- legi siður haldist í mörg ár. Einnig gáfu nemendurnir, er kvöddu skólann að þessu sinni, peningaupphæð til kaupa á nýrri ryksugu. Þann 11. maí var sýning á handavinnu nemenda og sóttu hana margir gestir. Alls voru unnir í saumum, handavinnu og vefnaði um 400 munir og í föhdri 100 munir. Föndur kenndi frú Hjördís Stefáns- dóttir. Hinn 12. maí sleit svo skóla- stjóri skólanum að viðstöddum öllum nemendum, kennurum og nokkrum gestum. Hæstu einkunn við brottfarar próf hlaut Sigríður Ingibjörg Daníelsdóttir úr Reykjavík, 8,90. Árlega viðurkenningu Lions- klúbbsins Náttfara, að þessu sinni fyrir bestan árangur í ís- lensku, hlaut Halldóra Þorgerð- ur Leifsdóttir, Pálmholti, Reykjadal, S.-Þing. Reynslan af þessu fjögurra mánaða námstímabili í hús- mæðrafræðslu var mjög góð. Námsmeyjar sýndu jafnan og vakandi námsáhuga og lögðu sig fram um að njóta þeirrar fræðslu, sem kostur var á. Ákveðið er að næsta skólaár verði Húsmæðraskólinn á Laug um rekinn með sama fyrirkomu lagi. Skólastjórinn, frú Hjördís Stefánsdóttir, húsmæðrakenn- ari, tekur á móti umsóknum og veitir allar upplýsingar varð- andi skólann. i (Fréttatilkynning) STEFNAN I VARNARMALUNUM: VarnaraSstöðu sérstakri eftirlifssföS fyrir Framsóknarflokkurinn vill samninga við Banda ríkjamenn og NATO á þeim grundvelli Aðild að NATO nauðsynlegt öryggismál Eigum samleið með vestrænum þjóðum, en ber að gæta sérstöðu okkar Viðtal við INGVAR GÍSLASON, sem skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. 1 — Ég vil taka það fram vegna sífelldrar mistúlkunar á stefnu Framsóknarflokksins í varnar- málum, að Framsóknarflokkur- inn telur aðild að NATÖ nauð- synlegt öryggismál og ekki kem ur til neinna mála, að íslend- ingar segi sig úr NATO. Við eigum samleið með vestrænum þjóðum í utanríkis- og varnar- málum. Hins vegar ber okkur að gæta sérstöðu okkar sem smáþjóðar. Þannig fórust Ingvari Gísla- syni alþm. orð í viðtali við Dag. — Framsóknarmenn vara al- varlega við því, að sá hugsunar- háttur festi rætur með þjóðinni, að erlend herseta á friðartímum sé eðlilegt ástand. Þótt Fram- sóknarflokkurinn hafi staðið að þvi, að varnarlið kæmi til lands- ins fyrir 23 árum, þá var gengið út frá því, að hersetan yrði til bráðabirgða. og ekki lengri en áhrif kalda stríðsins og Kóreu- styrjaldarinnar gæfu tilefni til. Það er löngu kominn tími til þess að endurmeta forsendurn- ar fyrir rekstri varnarstöðvar- innar í Keflavík. Það hafa Fram sóknarmenn gert að sínu leyti. Við viljum breytta skipan varn- armálanna. Á friðartímum vilj- urn við reka varnarstöðina sem óvopnaða lendingarstöð fyrir könnunarflugvélar NATO í Norðurhöfum. í því felst, að flugvélar Bandaríkjamanna hefðu víðtækan lendingarrétt á Keflavíkurflugvelli, eða alltaf þegar þurfa þætti vegna eftir- litsflugs yfir hafinu umhverfis fsland. Við viljum veita Banda- ríkjamönnum heimild til þess Húsnæði Tvær stúlkur óska cftir lítilli tveggja herbergja íbúð strax. Sími 2-22-39, ekki á kvöldin. íbúðarhús til leigu á Hjalteyri. Uppl. í síma 2-10-14 kl. 7 á kvöldin. Herbergi með fæði á sarna stað óskast til leigu sem fyrst. Reglusemi og góðri um- gengni 'heitið. Tilboð sendist fyrir 19. 6. í pósthólf 596 Akur- eyri merkt „Húsnæði 1974“, Ungur og reglusamur maður óskar eftir her- bergi á leigu strax. Uppl. í síma 1-24-63. að hafa tæknimenn sína á Kefla vikurflugvelli til þess að líta eftir flugvélum, sem af þessum ástæðum fara um völlinn. Þá viljum við þjálfa íslendinga til þess að vinna að gæslu og við- Ingvar Gíslason. haldi mannvirkja og annast nauðsynlega þjónustu á staðn- um. — Þú talar um breytta skipan varnarmála. En cr þessi „breytta skipan“ ekki lielst til róttæk miöað við núverandi skipulag varnarmálanna? — Nei, í rauninni ekki. Her- stöðin yrði að vísu her],aus á friðartímum, en eins og ég hef tekið fram, þá verður varnar- viðbúnaður áfram fyrir hendi og könnunarflugi haldið uppi frá Keflavíkurflugvelli. Það er inntakið í varnaraðgerðum eins og er og yrði áfrarrt, þótt breytt fyrirkomulag kæmist á. Þegar þess er gætt, að herliðið á Kefla víkurflugvelli er tæpast til bardaga búið, þá dugir það skammt sem varnarlið, éf' sVo ólíklega vildi til, að óvinaher réðist inn í landið. Hervarnir á íslandi felast því ekki í veru þessa svokallaða varnarliðs. Það væri lítil vörn í þvi, ef til styrjaldar drægi. Varnaröryggi íslendinga liggur í því, að þjóð- in er aðili að Atlantshafsbanda- laginu (NATO). Ef á okkur verður ráðist, er Atlantshafs- bandalagið skyldugt til þess að koma okkur til hjálpar. Við mundum einnig veita Atlants- hafsbandalaginu aukna aðstöðu í landi okkar, ef alvarlega ófrið- arbliku drægi á loft eða stríð skylli á í þessum heimshluta. Það liggur alveg ljóst fyrir, að íslendingar yrðu ekki hlutlaus- ir. Það fer því ekki milli mála, að Framsóknarmenn vilja áframhaldandi varnarsamvinnu við vestrænar þjóðir. En hitt er rétt, að við viljum ná samn- ingum við Bandaríkjamenn og NATO um breytt fyrirkomulag varna á friðartímum. — En eru friðartímar? — Já, það eru friðartímar, ekki síst í merkingu varnar- samnings okkar við Bandaríkja menn. Það vita allir, að sambúð austurs og vesturs fer batnandi og að styrjöld er ekki í aðsigi. Engum heilvita manni dettur í hug að halda því fram í alvöru, að innrás vofi yfir íslandi. — Hins vegar vil ég taka það fram, sagði Ingvar Gíslason að lokum, að við Framsóknarmenn leggjum mikið upp úr því, að hin breytta skipan varnarmál- anna eigi sér stað með góðu samkomulagi við samstarfsþjóð ir okkar í NATO. Við viljum gjarna semja um þessi mál og sannfæra þær um, að þeim beri að taka tillit til íslenskrar sér- stöðu í þessu sambandi. Q NIÐURRÖÐUN .j í LAUNAFLOKKA 1 KJARA SAMNINGANEFND Akureyrarbæjar hefur gert kjarasamning við Starfsmanna- félag bæjarins, STAK, um nið- urröðun í launaflokka, með fyrirvara um samþykki bæjar- stjórnar. En áður hafði verið samið um laun í hverjum launa- flokki. Gildir samningurinn frá 1. janúar 1974 til 30. júní 1976. Bifreiðir M Qofo Tilboð óskast í bifreið Til sölu CIOCAR skenunda eftir útafakst- barnavagn. ur. Tegund Morris Uppl. í síma 2-27-69. Marina árg. 1974. Bifreiðin er til sýnis á Til sölu vel með farinn Baug. PEGGY barnavagn.' - -1 Uppl. í síma 2-24-61. Uppl. í síma l-lí-21. KÝR TIL SÖLU! Volkswagen árg. 1967 til sölu. Til sölu eru 18 kýr,; , Sími 2-22-72. flestar vorbærar. Uppl. gefur Liiðvík Til sölu Taunus 17 M Jónsson Malastöðum, árg. 1967. Fljótum, sími um Uppl. í síma 1-14-96 Siglufjörð. eftir kl. 7 á kvöldin. Notað mótatimbur til Til sölu mjög góður sölu. Fíat station árg. 1972. Kristján Kristjánsson, Uppl. í símum 1-14-30 Hamragerði 31. og 1-15-09.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.