Dagur - 15.06.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 15.06.1974, Blaðsíða 8
Akureyri, laugardaginn 15. júní 1974 STÚ- /■>.. . GULLSMIOIP DENTA- V (iJ\ \ SIGTRYGGÓR SKEIÐAR J & PÉTÚR | AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Þegar íæreysku skuttogaramir koniu til Akureyrar í tyrsta sinn. (Ljósm.: Fr. V.). Sæmilega góð afkoma varð hjá Útgerðarfélagi Akureyringa AÐALFUNDUR Útgerðar- félags Akureyringa h.f. var hald inn í kaffistofu hraðfrystihúss félagsins að kveldi fimmtudags 13. júní sl. Formaður stjórnar félagsins, Jakob Frímannsson, setti fund- inn en Sverrir Ragnars var fal- in fundarstjórn og Pétri Hall- grímssyni fundarritun. Framkvæmdastjórar félags- ins.- Gísli Konráðsson og Vil- helm Þorsteinsson, lásu og út- skýrðu reikninga félagsins. Þar kom fram m. a.: Heildarafli skipanna reyndist 9631 tonn eða 2000 tonnum minni heldur en árið 1972. Meðalafli pr. veiðidag var held- ur betri árið 1973 eða 9296 kg. Farnar voru 76 veiðiferðir í stað 95 veiðiferða 1972. Siglt var til Bretiands með afla úr þrem- ur veiðiferðum. Framleiðslan var: Freðfiskur .... 2668 smál. Skreið ............ 20 — Saltfiskur .... 260 — Greidd vinnulaun: Sjómenn . . kr. 97.679.859 Landmenn — 93.611.398 Alls kr. 191.291.257 Afkoman varð sú, að halli var á rekstri Kaldbaks 2.337 millj., Svalbaks 1.614 millj, Slétt baks 2.898 millj. og Sólbaks 17.898 millj., en ágóði varð á rekstri Harðbaks 2.059 millj., hraðfrýstihúss 22.228 millj., skreiðarverkun 0.195 millj. og saltfiskverkun 2.321 millj. Ágóði varð því á heildar- rekstri félagsins að upphæð kr. 2.054.329,66, en þá er búið að afskrifa eignir þess um alls kr. 19.560 millj. Félaginu bættust tveir fær- eyskir skuttogarar á árinu, en þeir hófu eigi rekstur fyrr en í febrúar 1974. Sléttbakur EA 4 hætti rekstri um mánaðamótin janúar—febrúar 1973. Þá var skýrt frá því að Kaldbakur EA 1 hefði hætt rekstri um síðustu áramót og væri búið að selja hann ásamt Sléttbak EA 4 í brotajárn til Spánar. Þá var enn fremur skýrt frá því' að félagið eigi völ á tveim nýjum skut- togurum frá Spáni, en hvort af því verður fer eftir því hvort tekst að fá fé til kaupanna. F réttatilkynning. DÝRTÍÐ OG KAUPMATTUR LAUNA Fólk stynur undan verðhækk- unum á hinum ýmsu vöruflokk um á síðustu misserum og svo hefur það lengur verið í okkar verðbólgulandi. Stjórnarand- stæðingar taka vel undir þetta nú og gefa jafnvel tóninn. Víst er verðbólga mikil í okkar landi og hefur lengi verið, en líklega myndu sumir liugsa sig tvisvar um, áður en þeir stöðvuðu liana að fullu, þótt þeir hittu á óska- stundina. Fyrir einstaklinginn skiptir það meginmáli, að kaup hækki hlutfallslega svo kaup- máttur launa haldi sér eða vel það. Kaupmáttur verkamanna- launa í Reykjavík er hærri nú en nokkru sinni fyrr. Þessi kaupmáttaraukning er 51% hærri én verst var, undir „við- reisn“ og 20% aukning frá því er best áraði hjá þeirri íhalds- stjórn. AÐALFUNÐUR SPARISJÓÐA Aðalfundur Sambands íslenskra sparisjóða var haldinn í Félags- heimili Glæsibæjarhrepps 8. júní. Mættir voru yfir 30 full- trúar frá sparisjóðum landsins, en þeir eru alls 46. Fram kom, að innlög í sparisjóðina höfðu aukist um nær 30% á síðasta ári og lieildarlán voru í árslok 1973 orðin 4.873 milljónir króna. Ólafur Björnsson prófessor vreðtryggingu sparifjár. Kom flutti erindi á aðalfundinum um fram almennur áhugi á verð- tryggingu inn- og útlána. Stjóm Sambands ísl. sparisjóða skipa: Friðjón Sveinbjörnsson, Sól- berg Jónsson, Ingi Tryggvason, Ilörður Þórðarson og Guðmund ur Guðmundsson. SjóvinRináirskeið á Dalvík Immm í SÍDARA námstímabili Hús- mæðraskóla Þingeyinga að Lau.gum í Suður-Þingeyjarsýslu lauk 12. maí sl. Eins og kunnugt er af frétt- um stóð fyrra námstímabilið frá 15. september til 15. desember, en hið síðara frá 10. janúar til 12. maí. Nemendur hafa ráðið því, hvort þeir stunduðu nám bæði námstímabilinu, og hafa sumir notað sér það. Þessi skipting námstímans og um leið stytting námsins, hefur þótt gefast mjög vel. Námsgrein ar hafa verið venjuleg hús- mæðrakennsla, nema hvað vefn aður hefur verið valgrein og kenndur í stuttum námskeiðum við mikla gleði og áhuga nem- enda. Þá var kennd vélritun og fjölbreytt föndur. Nemendur ljúka prófum með venjulegum hætti. Á þessu síðara námstímabili hafa 20 nemendur verið í skól- 1. APRÍL sl. hófst sjóvinnunám- skeið á vegum stúkunnar. Þátt- takendur voru 12 á aldrinum 14—16 ára, allt drengir. Nám- skeiðið stóð í 20 daga og kennt í tvær stundir á dag. Kennari var Júlíus Kristjánsson neta- gerðameistari. B élagsmálanámskeið var hald ið fyrir meðlimi stúkunnar og stóð frá 22. apríl til 10. maí. Þátttakendur voru 10. Fram- sögu á námskeiðinu höfðu Hjör- dís Jónsdóttir og Elín Sigurðar- dóttir, er báðar voru þátttak- endur í námskeiðinu, Gunnlaug ur P. Kristinsson fræðslufull- trúi KEA, Guðlaugur Arason sjómaður og Valdimar Braga- son bæjarstjóri. Kennari var Þóroddur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri UMSE. □ anum. Auk hinna föstu hús- mæðranema hafa 25 nemendur gagnfræðastigs Héraðsskólans á Laugum notið þar kennslu í hússtjórnarfræðum 4 tíma í viku hver nemandi, jafnt piltar sem stúlkur og luku prófum í þeim greinum. Alls hafa 50 nem endur notið kennslu í skólan- um síðastliðinn vetur. Fastir kennarar skólans, auk frú Hjördísar Stefánsdóttur, skólastjóra, eru aðeins tveir, frú Fanney Sigtryggsdóttir handa- vinnukennari og frú Þórhildur Sigurðardóttir húsmæðrakenn- ari. Stundakennarar á þessu síð- ara námstímabili voru sr. Sig- urður Guðmundsson, sem kenndi íslensku og bókmennta- sögu, Björn Hólmgeirsson, sem kenndi vélritun, Sigrún Gunn- laugsdóttir, sem kenndi vefnað og Friðrik Jónsson, sem kenndi söng. Framhald á bls. 5 HITI VIÐ KOLBEINSEY Vart hefur orðið jarðhita á fleiri en einum stað í nágrenni Kol- beinseyjar, samkvæmt rann- Sæmundssyni og fréttum f rá sóknum vísindamanna á Bjarna H a f r a n n sóknarstofnuninni. Bentu rannsóknirnar til mikils jarðhita, því að þar var megn brennisteinslykt af sjó, teknum á 40 metra dýpi. Þar var og mikið uppstreymi af sjó og sam- fara gasuppstreymi. Sjómenn liafa ýmislegt um þetta mál að segja, þeir sem kunnugir eru miðum nálægt eynni, þótt hér verði ekki eftir haft að sinni. DULRÆN FYRIRBÆRI RANNSÖKUÐ Sálfræðirannsóknir Háskóla ís- lands vinna nú að því, að fá vitneskju um viðhorf fólks á dulrænum fyrirbærum og þeim kynnum, sem menn telja sig hafa haft af þeim. Tólf hundruð manna hópur verður í þessu sambandi spurður spjörunum úr. Fær hver og einn maður þessa hóps yfir 50 spurningar til að hugleiða og svara, eða hefur þegar fengið í hendur. Er þessi rannsókn sú fyrsta sinnar tegundar á landi hér. Dr. Er- lendur Ilaraldsson stendur fyrir rannsóknunum. Áhugi á dul- rænum efnum fer nijög vaxandi hér á landi, og itiunu mörg svör- in veita mikil umhugsunarefni. Einn nemenua sjóvmnunámskciðsins, Jóhann Gunnarsson, riðar net. flutf út að Möðruvöllum RANNSÓKNAR STOFNUN landbúnaðarins og landbúnaðar ráðuneytið hafa keypt fasteign- ir þær af Eggerti Davíðssyni bónda á Möðruvöllum í Hörgár- dal, sem hann átti á þeim hluta jarðarinnar, er hann sat, en rík- ið á Möðruvelli. Voru samning- ar um þetta undirritaðir í fyrra- dag og þar með endanlega ákveðið, að tilraunastöð sú, sem starfrækt hefur verið á Akur- eyri á vegum Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins, verður flutt að Möðruvöllum í sumar. Möðruvellir er landmikil kostajörð, vel í sveit sett og fornt höfuðból. Sýnist því margt mæla með því, að staðurinn sé hinn ákjósanlegasti. Þá hefur verið Um það rætt, að gtarfsemi SNE, sem einnig hefur verið á Akureyri, en er þar orðin fyrir, verði flutt að Möðruvöllum og verði- að ein- hverju leyti rekin þar í sam- vinnu við Rannsóknarstofnun- ina. Q I Sfarfsöm þjóð þarf j sfórhuga og drengi- j [ lega forystu fil að jbyggja landið og nýta I j auðlindir þess. |

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.