Dagur - 22.06.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 22.06.1974, Blaðsíða 1
K O P R A L i LVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 22. júní 1974 — 28. tölublað Vegdframkværndirnar í Noriurlandskjörd. eysfra VEGAFRAMKVÆMDIR skorn ar niður um helming og ekki einu sinni unnið fyrir það fé sem veitt var til vegamálanna, segir síðasti íslendingur. Þar sem íslendingur segir stundum satt og stundum ekki, er rétt áð upplýsa, að sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um, sem blaðið hefur aflað sér, verður meira en hálft annað hundrað milljónum varið til vegaframkvæmda í ár, hér í kjördæminu. Skulu nú nefnd nokkur dæmi um þetta, til um- hugsunar fyrir þá, sem segja ósatt. Þetta.árið verður unnið fyrir 74 millj. kr. á leiðinni frá Akur- eyri til Dalvíkur. Á þeim vegi var unnið fyrir 10 milljónir hjá „viðreisn“ á síðasta árinu sem hún tórði. Á leiðinni Akureyri—Húsa- vík verður í ár unnið fyrir 47 milljónir króna (sumt af því geymslufé). Hún nam ekki mörgum milljónum sú upphæð, sem ,,viðreisn“ lét vinna á þeirri leið, áður en hún hrökkl- aðist frá völdum. Til vegarins milli Húsavíkur og Þórshafnar verður í ár unnið fyrir 25,7 milljónir króna og í Oxnadal fyrir 15 milljónir. En alls á að vinna að vega- framkvæmdum í Norðurlands- kjördæmi eystra á þessu ári fyrir 150—160 milljónir króna. Frá fimleikasýningunni 17. júní á Akureyri, er þótti skemmtileg. (Ljós.m.st. Páls) Þjóðháfíðin heldin í Kjarnaskógi 20. og 21. júlí ÞJÓDHÁTÍÐ Akureyringa og Eyfirðinga verður haldin í Kjarnaskógi dagana 20. og 21. júlí. Dagskráin er að mestu full mótuð. í stórum dráttum verð- ur hún þannig: „Galtómir sjóðir og skuldabaggarnir” BLÖÐ Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarið verið áð hræða landsfólkið á því, að efnahags- hrun sé alveg á næsta leiti, allir sjóðir séu ýmist galtómir eða með skuldabagga. Þetta berg- málar síðasta íslendingsblað eft- ir mætti, með fyrirsögninni: „Galtómir sjóðir og skuldabagg- ar,‘ og nefnir marga sjóði í því sambandi, þar með ríkissjóð og gjaldeyrissjóð. Það er skemmtilegt að fá enn .einu sinni tækifæri til gð minna á eftirfarandi, þótt íslendingur sé þannig í stakk búinn, að menn láti sig litlu skipta hvað hann segir: Þá er fyrst að nefna gjaldeyris sjóðinn. Hann hefur aldrei ver- ið hærri en um síðustu áramót eða 7 milljarðar og 946 milljónir króna. Staða hans hefur batnað um 2 milljarða síðan, þegar til- lit er tekið til birgða, Þannig er nú „galtómi“ sjóðurinn þar. Þá er það að segja um stöðu ríkissjóðs hjá Seðlabankanum í maílok, að skuld ríkissjóðs þar var 1107 millj. kr., eða 3,8% af útgjöldum fjárlaga. í maílok 1971, undir „viðreisn" var sam- svarandi skuld 1154 millj. kr., það er að segja 10,5% af heildar- útgjöldum fjárlaga. Þessar tölur sýna sannleiksást íslendings. Það er einnig gott að minna á byggingasjóð ríkisins, sem Morgunblaðið og íslendingur vilja hafa bæði tóman og úr- ræðalausan. Sannleikur málsins er sá, að fjármagn til sjóðsins hefur stóraukist og lánamögu- leikar hans aukist að sama skapi. En ástæðan fyrir því, að ekki hefur farið fram úthlutun lána til þeirra, sem fengu fyrri- hlutalán í september, er fyrst og fremst sú, að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Húsnæðismála stjórn þverskölluðust við að taka á móti því fjármagni, sem samið hafði verið um frá líf- éyrissjóðunum og komið hefur fram í fjölmiðlum. Einnig þetta atriði er miður vel valið til fram dráttar íhaldinu. Þá er það Stofnlánadeild land búnaðarins, sem á að vera „gal- tóm“ o. s. frv. Stofnlánadeildin lánaði 141 milljón kr. síðasta ár „viðreisnar“, í fyrra lánaði hún 574 milljónir og í ár er lánsfjár- þörfin talin 1 milljarður króna. Þessar tölur ættu að vera nægileg svör við blekkingar- og hræðsluskrifum Mbl. og skó- sveina þess. Á laugardag verða íþróttir á íþróttavellinum á Akureyri, þar á meðal 1. deildarleikur í knatt- spyrnu, sem verður aðaluppi- staðan í þeirri dagskrá. Um kvöldið verður kvöldvaka í Kjarnaskógi á nýja útivistar- svæðinu, sem tekið verður form lega í notkun á þessari þjóð- hátíð. Efni kvöldvökunnar verð- ur sniðið við hæfi allrar fjöl- skyldunnar, þar að auki verður gengist fyrir dansleikjahaldi á Akureyri fyrir yngri og eldri. Dagskrá sunnudagsins hefst með messu í Akureyrarkirkju og klukkan 1.30 hefst hátíðar- dagskrá í Kjarnaskógi, sem samanstendur af þjóðlegu efni, hátíðarræðu, kórsöng og síðan efni af léttara tagi, sem flutt verður síðdegis. Það er gert ráð fyrir að hátíðinni verði slitið fyrir kvöldmat á sunnudaginn. Við viljum leggja á það ríka áherslu að á þessari hátíð verði áfengi ekki haft um hönd og við munum vona að við getum gefið líkar yfirlýsingar og komu núna eftir 17. júní hátíðarhöld- in. Sömuleiðis leggjum við ríka áherslu á það að fólk fegri um- hverfi sitt og híbýli og geri á þessu þjóðhátíðarári sérstakt átak í þessu efni. Ég vil líka koma því á framfæri að á þessa hátíð fáum við í heimsókn hóp Vestur-íslendinga, samtals um 130 manns, sem að verður hér bæði á laugardag og sunnudag. Þjóðhátíðarnefndin hefur lát- ið gera ýmsa gripi í tilefni þess- arar hátíðar, sem að annars veg- ar er ætlað að standa undir kostnaði við hátíðarhöldin og hins vegar gefa fólki tækifæri á að eignast eigulegan grip til minningar um hátíðina. Þessir gripir eru nú komnir í verslanir hér á Akureyri og ég vil hvetja fólk að draga ekki að festa kaupa á þeim. (Frá framkvæmdastjóra þjóð- hátíðarnefndar) ÍHALDIÐ SELDI RAFORKUNA FULL nýting vinnuaflsins er undirstaða góðra og batnandi lífskjara. Þetta hefur sjaldan eða aldrei komið eins vel í ljós hér á landi og einmitt nú. Fyrri ríkisstjórn vanrækti þennan þátt vegna þess að hún trúði því ekki, að íslenskir atvinnu- vegir gætu staðið undir batn- andi lífskjörum fólks og alls Allir sem vilja samvinmilireyf■ ingumii vel styðja Framsókn ENN á ný ganga Framsóknar- menn til kosninga eftir við- burðaríkt þing og þriggja ára stjórnarforystu Framsóknar- flokksins. Enn sem fyrr leggja Framsóknarmenn áherslu á byggðastefnuna, stuðning við samvinnuhreyfinguna og hina víðtæku starfsemi samvinnu- manna um allt land. Sérstök ástæða er til að skora á alla, sem vilja samvinnuhreyf- ingunni vel að styðja Fram- sóknarflokkinn vel í þessum kosningum. Vara ber sérstak- lega við hinum ýmsu flokksbrot um, sem nú koma fram í dags- ins ljós og gætu stórlega skaðað framfarastefnu Framsóknar- flokksins og samvinnuhreyfing- arinnar, ef þau fengju nokkuð fylgi. Slíkri starfsemi geta engir samvinnumcnn Ijáð lið. í utanríkismálum ber að leggja áherslu á forystu Fram- sóknarflokksins í hinu mikil- væga landhelgismáli og eðlilegu áframhaldi í þeirri sókn. í öðr- um utanríkismálum ber að við- halda samvinnu við aðrar vest- rænar þjóðir í öryggismálum, en slík samvinna innan Atlants- hafsbandalagsins hefur reynst íslandi vel og má alls ekki skera á þau bönd. Jakob Frímannsson. ekki séð fjölmennum árgöngum, sem á vinnumarkaðinn kæmu, fyrir nægum verkefnum. Við reisnin trúði ekki á landið eða gæði þess. Þess vegna var engin byggðastefna, lítil uppbygging í atvinnuvegunum og atvinnu- leysi. En trúlaus var sú ríkis- stjórn ekki, því að hún trúði á erlent fjármagn, erlendar verk- smiður, reistar hér á landi, og hún treysti á að íslendingar gætu fengið vinnu hjá þeim Slíka ofurást bar íhaldið í brjósti til erlendra aðila, að það seldi helming allrar raforku landsmanna fyrir aðeins tíunda hluta orkuverðsins. Þessi samn- ingur gildir til 1997. Hve mörg- um milljörðum króna ætli ís- lendingar verði búnir að tapa á þessu árabili, vegna vantrúar íhaldsins á íslenska atvinnuvegi og ástar sinnar á erlendu auð- valdi? □ Jakob Frímannsson. SÍDASTA föstudag, 14. júní, kl. 4 var annar fundur nýkjör- innar bæjarstjórnar Ólafsfjarð- ar haldinn á óvenjulegum stað, væntanlegri sjúkrahúslóð, þar sem einnig á að rísa heilsu- gæslustöð og elliheimili. Þar var samþykkt samhljóða að hefj ast þegar handa um fram- kvæmdir, enda barst þann dag leýfi heilbrigðisyfirvalda til að byrja. Þessu til staðfestingar tók Ásgrímur Hartmannsson, bæjar stjóri, fyrstu skóflustunguna. ingarstðð Var fundi svo fram haldið í Tjarnarborg. Bæjarstjórnar- menn lögðu á það ríka áherslu að hefja þessa nauðsynlegu framkvæmd sama daginn og afmælishátíð vegna ellefu alda íslandsbyggðar hófst í Ólafs- firði. Á þeim stað, sem nú eiga að rísa byggingar, áður nefndar, var steyptur grunnur, nokkurra ára og átti þar að reisa elli- heimili. Hinni gömlu teikningu var breytt og við hana aukið, svo sem nærri má geta. B. S,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.