Dagur


Dagur - 26.06.1974, Qupperneq 2

Dagur - 26.06.1974, Qupperneq 2
2 Vinstra samstarf á Húsavík KOSNINGABARÁTTAN er í fullum gangi og um allt kjör- dæmið búagt Framsóknarmenn undir átökin 30. júní n. k. Blaðið hafði fyrir skömmu samband við Egil Olgeirsson, raftæknifræðing, nýkjörinn bæj arfulltrúa Framsóknarflokksins á Húsavík. Egill er fæddur á Húsavík 24. ágúst 1949 og er því með yngstu bæjarfulltrúum flokksins (ath. ef til vill yngst- ur). Egill er uppalinn á Húsa- Egill Olgeirsson. vik en stundaði nám sitt í Noregi. Síðan var hann tvö ár búsettur í Reykjavík, en er nú sestur að í sinni heimabyggð, á Húsavík, og starfrækir þar raf- tækniþjónustu. Auk þess stund ar hann kennslu við Gagnfræða skóla Húsavíkur og Iðnskóla Húsavíkur. — Egill er giftur Pálínu Stefánsdóttur frá Djúpa- vogi og eiga þau þrjá syni. Hvað vilt þú segja um úrslit bæjarstjórnarkosninganna á Húsavík? Þau eru fagnaðarefni, at- kvæðalega séð, fyrir allt Fram- sóknarfólk. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum kjósendum sem veittu okkur brautargengi svo og öllu því stuðningsfólki sem með óeigin- gjörnu starfi veitti okkur lið í baráttunni. Framsóknarflokkur inn vann mann á Húsavík og varð aftur stærsti flokkurinn í kaupstaðnum. Var það því skoð un flokksmanna að rétt væri og eðlilegt að flokkurinn stæði fyrir myndun meirihluta. Fram sóknarflokkurinn bauð þá öll- um listum upp á viðræður um myndun meirihluta á breiðum grundvelli. Þessu hafnaði Sjálf- stæðisflokkurinn og vil ég hér með leiðrétta þau ummæli Jóns Á. Árnasonar, annars af bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, er hann viðhafði í samtali við íslending skömmu eftir kosning ar og sagði þar að Framsóknar- flokkurinn hefði hafnað sam- starfinu. Sjálfstæðismenn hafa látið í það skína síðar, að þeir h&fi verið aiidvígir samstarfi vflT „kornmúnista", en viljað mynda meirihluta með fulltrú- um Framsóknarflokksins. Hin- ir listárnir tóku boði okkar og upp úr viðræðum mynduðu vinstri menn meirihluta með sjö .bæjarfulltrúum af níú. Á Húsavík hefur verið álhliða uppbygging undanfarin ár, og ríkt mikil bjartsýni meðal fólks í tíð núverandi vinstri stjórnar í landinu. Við erum að vinna að stórverkefnum við uppbygg- ingu Húsavíkurhafnar, varan- legri gatnagerð o. fl. Ég tel eðli- legt að ríkið veiti þeim bæjar- félögum sem standa í stórfram- kvæmdum s. s. hitaveitu og varanlegri gatnagerð, alla hugs- anlega aðstoð í tækni- og fjár- málum. Og til slíks treystum við best vinstri stjórn undir for- ustu Framsóknarflokksins, því það er sú stjórn sem sýnt hefur á sl. þrem árum að hún er ríkis- stjóm landsins alls. Hvað vilt þú segja um þing- kosningarnar 30. júní n. k.? Ég held, að það sem fólk taki mið af í þessum kosningum sé fyrst og fremst, hvort það vill áfram vinstri stjórn í landinu, sem fylgir markvissri uppbygg- ingarstefnu í byggðamálum og tekst á við verkefnin af ábyrgð og árverkni, eða „viðreisnar- stjórn“ afturhalds, atvinnuleys- is, landflótta og gengishruns. Ég er þeirrar skoðunar að baráttan hér í kjördæminu verði nokkuð hörð og standi milli höfuðafl- anna í landspólitíkinni, þ. e. íhaldsaflanna annars vegar og hins vegar Framsóknar, forustu flokks framfara, uppbyggingar og bjartsýni. Þess vegna álít ég að stuðningur við Framsóknar- flokkinn sé einn þess megnugur að tryggja okkur áframhald vinstri ríkisstjórnar. Sá boðskapur sem Framsókn- arflokkurinn hóf fyrir meira en hálfri öld um byggðastefnu, (Framhald af blaðsíðu 8) þega verið hrint í framkvæmd og málefni aldraðra og öryrkja verið tekin nýjum tökum. Ég nefni m. a., að skattabreytingar hafa orðið launþegum og lág- launafólki í hag. Tekjuskattur er nú t. d. lægri en hann hefur nokkru sinni verið, og var í því efni mjög komið til móts við óskir launþegasamtakanna, Það er ekki minnsta kjarabótin, að fclld hafa verið niður þungbær persónubundin gjöld eins og almannatryggingargjald og ið- gjald til sjúkrasamlags. Hafa menn hugleitt, hversu mikil kjarabót er fólgin í afnámi slíkra gjalda? Ef slík persónu- gjöld væru enn við lýði, myndi það þýða tugi þúsunda í skatt fyrir fjölmennar fjölskyldur. Má ætla, að slík gjöld hefðu þurft að vera um 20 þús. kr. á mann, ef í gildi væru. En e. t. v. er mesta kjarabótin fólgin í at- vinnuörygginu og hinni miklu eftirspurn eftir vinnuafli, þann- ig að atvinnuleysi hefur verið gert útlægt á íslandi, en áður en núverandi stjórn tók við hafði verið langvinnt atvinnu- leysi, þannig að þúsundir manna lifðu af atvinnuleysis- styrk eða flýðu land í atvinnu- leit. — Þannig hafa kjaramál vinnandi fólks tekið algerum stakkaskiptum síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. samvinnu og jöfnuð á enn fullt erindi til þjóðarinnar. Hann er í fyllsta samræmi við kröfur og þarfir samtímans og framtíðar- innar. Því hefur efling Fram- sóknarflokksins aldrei verið mikilvægari en einmitt nú, vegna þeirrar þróunar sem orð- ið hefur í tíð ríkisstjórnar Olafs Jóhannessonar, sem nú hlýtur að verða kosið um. Því vil ég skora á ykkur með- bræður og velunnarar vinstri stjórnar, kastið ekki atkvæði ykkar á glæ 30. júní n. k. Kjósið B-listann. □ Bætt afkoma aldraðs fólks. Ríkisstjórn Olafs Jóhannes- sonar hefur stuðlað að stórbætt um kjörum elli- og örorkulíf- eyrisþéga og tryggt meiri jöfn- uð meðal þessa fólks og bætt fjárhagsafkomu þess. Nú þurfa menn ekki að kvíða fjárhags- erfiðleikum í ellinni eins og áður var. Möguleikar fólks til sjálfsbjargar á ellidögum hafa verið stórbættir með sérstökum aðgerðum Alþingis og ríkis- stjórnar. Þessara kjarabóta nýt- ur eðlilega fyrst og fremst það fólk, sem ekki hefur tryggt sér lífvænlegar tekjur með þátt- töku í lífeyrissjóðum eða á ann- an hátt. Þótt vissulega standi enn margt til bóta í þessum efn- um, þá verður því ekki móti mælt, að núverandi ríkisstjórn hefur umbreytt tryggingakerf- inu frá því sem var á stjórnar- árum íhlads og krata. Framsóknarflokkurinn hefur unnið að öllum þessum málum í samvinnu við samstarfsflokka sína síðasta kjörtímabil. Lífs- kjarabætur til handa almenn- ingi og atvinnuöryggi eru grund vallarstefnumál Framsóknar- manna. Reynsla síðustu ára er gleggsti vottur þess, að engum flokki er betur treystandi en Framsóknarflokknum til þess að hafa forystu fyrir hagsmuna- málum hinna vinnandi stétta. Ingvar Gíslason. Sala BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 2-19-71. TÚNÞÖKUR til sölu. Uppl. í síma 1-19-47 milli kl. 19—20 og á Leifsstöðum. Til sölu nýlegur 4ra tonna bátur. Nánari uppl. í síma 2-23-12 eftir kl. 7. Þovttapottur til sölu , kr. 2.500. Uppl. í síma 2-13-26. BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 1-19-81 eftir hádegi. Til sölu JF vagn með sjálfvirkum losunar- útbúnaði fyrir þurr- liey og vothey. Hentar vel sem búfjár- áburðardreifari. Bergvin Tóhannsson, Áshóli, sími um Grenivík. BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 2-14-33. Til sölu HONDA SS 50 árg. 1973 í mjög góðu standi. Uppl. í síma 2-26-51 milli kl. 7—8 á kvöldin. GÓÐ AUGLÝSING GEFUR GÓÐAN ARÐ Bifreidir FIAT 1100 1967 til sölu Afar góð bifreið. Uppl. í síma 2-22-52 eftir kl. 18 á kvöldin. Skoda station árg. 1964 til sölu nú þegar. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-23-46 eftir kl. 5 e. h. Bíllinn A-1038 Opel station árg. 1966 er til sölu, ekinn aðeins 51.000 km. í m jög góðu lagi. Heimasími 2-26-35. Á vinnustað 1-11-97. Gunnlaugur Einarsson. Til sölu mjög góður SAAB 96 árg. 1974. Gott verð. Uppl. í síma 2-18-61 og á kvöldin í 2-16-61. KJORSTAÐUR við Alþingiskosningar, sem fram eiga að fara 30. þ. m., verður í Oddeyrarskólanum. Bænum hefur verið skipt í kjördeildir, sem hér segir: I. KJÖRDFJLD: Aðalstræti, Akurgerði, Álfabyggð, Ásabyggð, Ás- hlíð, Ásvegur, Austurbyggð, Barðstún, Beyki- lundur, Byggðavegur, Birkilundur. II. KJÖRDEILD: Bjarkarstígur, Bjarmastígur, Brekkugata, Dals- gerði, Eiðsvallagata, Einholt, Einilundur, Eyrar- landsvegur, Eyrarvegur, Engimýri, Espilundur, Fjólugata, Fróðasund, Geislagata. III. KJÖRDEILD: Gilsbakkavegur, Gleráreyrar, Glerárgata, Goða- byggð, Gránufélagsgata, Grenivellir, Grundar- gata, Grundargerði, Grænagata, Grænamýri, IJáagerði, Hafnarstræti, Hamarstígur. IV. KJÖRDEILD: Hamragerði, IJelgamagrastræti, Hjalteyrargata, Hlíðargata, Ilólabraut, Hólsgerði, Holtagata, Hrafnagilsstræti, Hríseyjargata, Hvannavellir, Höfðahlíð, Kaldbaksgata, Kambagerði, Kambs- mýri, Kaupvangsstræti, Klapparstígur, Kleifar- gerði, Klettaborg, Klettagerði, Kotárgerði, Krabbastígur, Kringlumýri. V. KJÖRJJEILD: Kvistagerði, Langahlíð, Langamýri, Langholt, Laugargata, Laxagata, Lerkilundur, Lyngholt, Lundargata, Lækjargata, Lögbergsgata, Miðhúsa vegur, Mýrarvegur, Munkaþverárstræti, Möðr-u- vallastræti, Norðurbyggð. VI. KJÖRDEILD: Norðurgata, Oddagata, Oddeyrargata, Ráðhús- stígur, Ráðhústorg, Ránargata, Rauðamýri, Reynilundur, Reynivellir, Skarðshlíð 1 til Skarðs hlíð 21. VII. KJÖRDEILD: Skarðshlíð 23 til 40, Skipagata, Skólastígur, Snið- gata, Sólvellir, Spítalavegur, Stafholt, Steinholt, Stekkjargerði, Stórholt, Strandgata, Suðurbyggð, Vanabyggð. VIII. KJÖRDEILD: Víðilundur, Víðimýri, Víðivellir, Þingvallastræti, Þórunnarstræti, Þverholt, Ægisgata, Býlin. Kjörfundur hefst kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 11.00 síðdegis. Akureyri, 24. júní 1974. KJÖRSTJÓRN AKUREYRAR. - Atviimuöryggi, kjarabætur verkamanna . .

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.