Dagur - 26.06.1974, Síða 7

Dagur - 26.06.1974, Síða 7
7 VEGLEG ÞJÓÐHÁTÍD i ÚLAFSFIRÐI Ólafsfirði, 19. júní. Þjóðhátíð okkar Olafsfirðinga hófst hér á laugardagskvöldið 15. júní með unglingadansleik fyrir 12—15 ára í Tjamarborg. Fór hann að öllu leyti hið besta fram. Sunnudaginn 16. júní klukk- an 8 árdegis voru fánar dregnir að hún og var bærinn allur orð- inn fánum skrýddur um níu- leytið. Á ljósastaurunum með- fram tveimur aðalgötum bæjar- ins blöktu þjóðfáninn og af- mælisfáni 1100 alda byggðar á íslandi tií skiptis. Klukkan 11 flutti sóknarprest urinn okkar, séra Úlfar Guð- mundsson, hátíðarmessu í Ólafs fjarðarkirkju. Víðavangshlaup á götum bæj arins hófst klukkan 13 á vegum íþróttafélagsins Leifturs. Keppt var í fjórum flokkum. Sigur- vegarar voru: í fyrsta flokki Ægir Ólafsson, í öðrum flokki Guðmundur Garðarsson, í þriðja flokki Gottskálk Konráðs son og í fjórða flokki Geirharð- ur Ágústsson. Klukkan 14 hófu hestamenn hópreið um bæinn og síðan vest ur Ósbrekkuflæðar, þar sem firmakeppni og kappreiðar hestamanna fóru fram. Fyrstu verðlaun hlaut Smári, eigandi Gunnar Eiríksson, knapi eig- andi, keppti hann fyrir Raf- magnsveitur ríkisins. Annar varð Sörli, eigandi Andrés Krist insson. Þriðji Fálki, eigandi Ingi V. Gunnlaugsson. Að lokum þennan dag kl. 17 fór fram knattspyrnukappleikur á íþróttavellinum á milli 21 árs og yngri og 21 árs og eldri. Yngri mennirnir sigruðu með 4 mörkum gegn 3. Selbúðir skáta á Skeggja- brekkudal voru öllum opnar til skoðunar milli kl. 13 og 16 þenn an dag í tilefni þjóðhátíðarinn- ar. Höfðu skátar komið upp miklum tjaldbúðum á dalnum og ýmsum fleiri útbúnaði, svo sem útsýnisturni, 7 metra há- um, og hengibrú yfir Garðsá, sem var röskir 20 metrar á lengd. Þennan frumlega útbún- að höfðu gestir hina mestu ánægju að skoða og reyna. Á mánudaginn 17. júní voru búð- irnar einnig opnar klukkan 16 til 19 og sóttu þær þá margir heim. Klukkan 22 um kvöldið var svo dansleikur í Tjarnarborg. Hljómsveitin Fjarkar lék og fór dansleikurinn hið besta fram. Var varla hægt að segja að sæist vín á nokkrum manni og er það óvenjulegt. Mánudaginn 17. júní voru fánar dregnir að hún kl. 8 að morg'ni eins og fyrri daginn. Kl. 14 var, vegna rigningar, hátíðargestum stefnt í félags- heimilið Tjarnarborg. Þar setti Akureyrartogararnir Svalbakur gamli landaði 18. júní á Akureyri, 85 tonnum. Harðbakur gamli landaði 13, júní, 140 tonnum. Sólbakur landaði 20. júní, 151 tonni. Svalbakur nýi landaði 24. júní, 175 tonnum. Sléttbakur nýi landar í dag, miðvikudag, ca. 200 tonnum. □ [ Það væri gæfuleysi | landsbyggðar ef fólkið | | skipfi um sfjórnar- I sfefnu. aÍ|MIMII|MMIIMIIIIIIIIIIIM|IIMIIIIIMIIIIMIIIf|IMMMIIIM formaður hátíðarnefndar, Krist- inn Jóhannsson, hátíðina með ávarpi. Næst flutti bæjarstjór- inn, Ásgrímur Hartmannsson, stutt ávarp. Kirkjukór Ólafs- fjarðarkirkju söng undir stjórn Franks Herlufsen söngstjóra. Þá flutti Sólrún Pálsdóttir ávarp Fjallkonunnar. Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri hélt hátíðarræðuna. Þá var þjóð dansasýning undir stjórn Birnu Friðgeirsdóttur kennara, Rögn- valdur Möller kvað rímur, Krist inn Jóhannsson las upp kvæði, sem ort var í gamansömum tón um fyrstu landnámsmennina hér í Ólafsfirði eftir Ingibjörgu Guðmundsdóttur á Syðri-Á. Þá söng kirkjukórinn þjóðsöng okkar undir stjórn söngstjórans. Að lokum fóru fram verðlauna- afhendingar. Að þeim loknum flutti Kristinn Jóhannsson nokkur lokaorð og sleit hátíð- inni. Stuttu síðar fór fram sund- keppni í Sundlaug Ólafsfjarðar á vegum íþróttafélagins Leift- urs. Þar kepptu stúlkur 10—12 ára í 25 metra bringusundi. í yngri hópnum sigraði Sigríður Jónsdóttir á 21,9 sek., en í þeim eldri sigraði Jónína Júlíusdóttir á 20,2 sek. Þá kepptu drengir í 50 metra bringusundi í 3 flokk- um, 10—12 ára, 12—14 og 14— 16. f yngsta flokki sigraði Snorri Olgeirsson á 54,7 sek., í öðrum flokki Sæmundur B. Jónsson á 48,8 sek. og í þriðja flokki Kol- beinn Ágústsson á 41,2 sek. Báða dagana var kaffisala í Tjarnarborg til ágóða fyrir byggingu sjúkrahúss Ólafsfjarð- ar. Fyrri hátíðisdaginn var sól- skin og besta veður, en 17. júní var þoka með norðankalda og súld öðru hverju. Óhætt mun að fullyrða að flestir hátíðar- gestir hafi notið hátíðarhald- ánna í ríkum mæli, enda voru þau með glæsibrag og öllum til sóma. B. S. HESTAMENN! HNAKKAR - REIÐSTÍGVÉL HJÁLMAR - HRINGAMÉL og ótal margt fleira fyrir hestamenn. ÍBÚÐIN HF. Rýmingarsala RÝMINGARSALA stendur yfir J^essa viku á margskonar efnum. — Mikil verðlækkun. VERZLUNIN RÚN NÝ VERZLUN! ÍBÚÐIN HF. GÓLFTEPPI - GÓLFDÚKAR VEGGFÓÐUR ELDHÚSINNRÉTTINGAR VEGGDÚKUR ALLT FRÁ LITAVER. ÍBÚÐIN HF. Strandgötu 13 B. — Opið alla virka daga. INGVAR INGVARSSON. Til sölu Foklieldar íbúðir í raðhúsi sem er í byggingu við Einholt. Upplýsingar gefur MARINÓ JÓNSSON í síma 2-13-47 eftir kl. 7 á kvöldin. HÚSBYGGIR S.F. PRENTSMIÐJAN VERÐUR LOKUÐ allan júlímánuð vegna sumarleyfis starfsfólks. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR HAFNARSTRÆTI 67. - AKUREYRI. ATVINNA! Laghentur og reglusamur maður getur fengið at- vinnu á næturvakt í prjónadeild verksmiðjunn- ar. Ráðningartími frá 12. ágúst næstkomandi. GÓÐ LAUN. Upplýsingar hjá verksmiðjustjóra, sími 2-19-00. FATAVERKSMIÐJAN HEKLA AKUREYRI. KOPRAL „LAN0LIN“ SHAMPO KOPRAL „EGGJA“ SHAMPO KOPRAL „SÁPU“ SHAMPO POPRAL „ÖL“ SHAMPO KJÖRBtTDIR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.