Dagur - 29.06.1974, Side 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti D0, Akureyri
Súnar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðannaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
í dag er kosið
í DAG lýkur kosningabaráttu stjórn-
málaflokkanna og á morgun gengur
þjóðin til kosninga og velur sér full-
trúa til að fara með umboð sitt á Al-
þingi næstu fjögur árin. Sagt hefur
verið, að kosningadagurinn einn sé
valdadagur þjóðarinnar. Að kosning-
um loknum kemur þing saman, og
ríkisstjórn verður mynduð. Vonandi
ber su stjórn, livort sem hún verður
kennd við hægti eða vinstri, gæfu til
góðra verka.
Sem ætíð áður er kosið um menn
og flokka og stefnur. Að þessu
sinni er um það kosið fyrst og fremst,
hvort fram verði haldið þeirri stjórn
arstefnu, sem fylgt hefur verið síð-
ustu þrjú ár, eða öðrum falin foryst-
an. Vinstri stefnan, sem byggðist á
málefnasamningi vinstri flokkanna
og fylgt hefur verið, er m. a. lands-
byggðarstefna í orði og á borði, sjálf-
stæðari stefna í utanríkismálum en
áður var, landhelgistsefna og land-
græðslustefna.
Kosningaloforðin eru af mörgum
léttvæg fundin. Hjá Framsóknar-
flokknum felast þau í þeim verkum
sem hver maður hefur fyrir augun-
um og unnin liafa verið síðustu árin.
Vera má, að þessari stjómarstefnu sé
best lýst mð því að minna á stöðvun
fólksflóttans til Faxaflóasvæðisins,
en sá flóttastraumur var lengi þung-
ur, á sama tíma og sveitir og þorp
tæmdust.
Engu er hér spáð um úrslit kosn-
inganna, en á það bent hver gæfa
það er Islendingum, að geta gengið
til frjálsra kosninga að hætti ágæt-
ustu lýðræðisþjóða, eftir sjálfstæða
skoðanamyndun, sem er grundvöll-
ur lýðræðisins, er við öll teljum við
okkar hæfi. En svo best þjónar frelsi
og lýðræði þörfum okkar og fullnæg
ir skapgerð okkar, að við njótum þess
með nauðsynlegri sjálfsafneitun hins
þroskaða manns.
í skjóli lýðræðis og frelsis og fyrir
áeggjan þessi, eiga hugsjónirnar, fjör-
egg þjóðanna, að fæðast og þroskast.
Þegar þær hugsjónir eru sprottnar af
virðingu fyrir fólkinu og ást á um-
hverfinu og landinu og mótast af
löngun til að auðga mannlífið feg-
urð og þroska, bera þær þúsundfald-
an árangur. í dag og á morgun bera
menn kannski mesta umhyggju fyrir
flokknum og framhjóðendunum, en
eftir kosningar stækkar sviðið. Við
skulum öll vona, að hugsjónirnar,
aflvali hinna mörgu og heillandi
viðfangsefna í okkar þjóð élagi, beri
sem mestan ávöxt. □
Stj órn tiinna vinnandi stétta
Gott kvöld, góðir hlustendur.
Á þeim stutta tíma, sem ég
hef yfir að ráða, vil ég minnast
á hvernig það þjóðfélag var,
sem viðreisnarstjórnin var búin
að móta þegar stjórnarskiptin
urðu, í júlimánuði 1971.
Framfærslukostnaður jókst
samkvæmt framfærsluvísitölu
um 62% frá 1. nóv. 1967 — 1.
nóv. 1970.
Launastéttirnar fengu þetta
ekki bætt nema að sáralitlu
leyti, og leiddi það til stórfelld-
ustu verkfalla, sem hér hafa
orðið. Verðlag á innfluttum vör-
um hækkaði sáralítið á þessum
árum, og var því hækkun fram-
færslukostnaðar því nær ein-
göngu af innlendum rótum
runninn.
Á áratugnum 1960 til 1970
hækkaði verðlag í viðskiptalönd
um okkar um 3% á ári að meðal
tali, en hér á landi á sama tíma
um 11,2%.
Verkföll voru hlutfallslega
meiri hér en í nokkru öðru
landi heims á þessum árum, og
ísland átti Evrópumet í atvinnu
leysi á sama tíma. Alls töpuðust
af þessum tveim orsökum yfir
600 þúsund vinnudagar að með-
altali á ári, þessi árin:
Vegna þessa ástands flúði
fólk land í stórum hópum.
Einna verst var ástandið í
ýmsum þéttbýlisstöðum hér
norðanlands. Eina úrræðið í
efnahagsmálum þá, var að fella
gengið.
Vanræksla og skipulagsleysi
ríkti varðandi uppbyggingu at-
vinnuveganna. Þá ræddi við-
reisnarstjórnin um að á næstu
árum kæmu stórir árgangar á
vinnumarkaðinn, sem hinir
hefðbundnu atvinnuvegir hefðu
enga möguleika að taka í þjón-
ustu sína.
Trúleysið á getu og mögu-
leika undirstöðuatvinnuvegi
okkar, spegluðust í gegnum orð
þeirra og aðgerðir.
Athygli þeirra beindist að
byggingu álvera sem erlend auð
félög skyldu eiga.
Á árinu 1969 urðu umræður
á Alþingi um aðgerðarleysi
stjórnvalda á að rannsaka virkj-
unarmöguleika til raforkufram-
leiðslu hér á Norðurlandi. Þá
lofuðu stjórnvöld að á næsta ári
skyldu veittar 5 milljónir króna
til rannsókna á Dettifossvirkj-
un. Þetta loforð var svikið, en
í þess stað var veitt veruleg
upphæð til rannsókna á að veita
Jökulsá á Fjöllum austur á
land. En nú er verið að rann-
saka Dettifoss, Kröflu og Skjálf
andafljót.
Eftir fimm ára baráttu stjórn-
arandstöðunnar fyrir uppbygg-
ingu togaraflotans, lagði við-
reisnarstjórnin loks fram frum-
varp á Alþingi árið 1970 um
byggingu 6 togara, en þessum
togurum var ráðstafað á Faxa-
flóasvæðið, en ekki á þá staði
sem þeirra var mest þörf í at-
vinnulegu tilliti.
í árslok 1971 var búið að
greiða 165 milljónir vegna þess-
ara togarakaupa eða sem svarar
verði eins þeirra.
Freðfiskmarkaður okkar var
kominn í verulega hættu t. d.
í Bandaríkjunum, vegna þess að
erlendir kaupendur töldu margt
ábótavant við okkar vinnslu-
stöðvar.
Á þessum árum var það nán-
ast viðburður ef íbúðarhús var
byggt á hinum smærri þéttbýlis
stöðum úti um land. Jafnvel á
Húsavík er stóð skárst í at-
vinnulegu tilliti var alger kyrr-
staða að þessu leyti sum árin.
I landbúnaði voru mildir
erfiðleikar, jarðir óseljanlegar
ÚTVARPSRÆÐA STEFÁNS VALGEIRSSONAR
SEM FLUTT VAR SL.
fyrir nokkurt verð, tekjur
bænda í engu samræmi við
tekjur viðmiðunarstéttanna,
þrátt fyrir atvinnuleysið í bæj-
unum, skuldasöfnun bænda
mjög mikil, svo tvívegis varð að
gera skuldaskil hjá mörgum
þeirra, bæði 1962 og 1969, t. d.
fengu 828 bændur að breytá
lausaskuldum sínum í föst lán
á árunum 1969 til 1972 og ríkis-
sjóður varð að greiða hluta af
vaxtabirgði sumra þeirra, sem
voru komnir í vonlausa að-
stöðu.
Á síðasta ári viðreisnar pínd-
um við Framsóknarmenn 10
milljónir í Dalvíkurveginn. Við-
reisnarstjórnin samdi við verk-
taka að gera þessar vegafram-
kvæmdir, en sjálfir urðu verk-
takarnir að útvega helminginn
að láni, sem siðar kom á vinstri
stjórnina að greiða.
í sumar verður unnið fyrir 74
milljónir króna á veginum milli
Akureyrar og Dalvíkur og 71,7
millj. í veginum milli Akureyr-
ar og Þórshafnar. Stjórnarand-
staðan kom í veg fyrir af-
greiðslu vegalaga á síðasta
þingi, og því verður að ganga
frá henni á sumarþinginu.
Hvernig er umhorfs nú eftir
að ríkisstjórn Olafs Jóhannes-
sonar hefur setið að völdum í
tæp 3 ár? Hvar er atvinnuleysi,
þrátt fyrir það að engin álver
hafa verið byggð? Þó hafa hinir
stóru árgangar komið á vinnu-
markaðinn og þeir sem flúðu
land á viðreisnarárunum hafa
komið heim aftur. Straumurinn
til þéttbýlissvæðisins við Faxa-
FIMMTUD AGSKV OLD
flóa er stöðvaður og fólk'ið það-
an farið að flytja út á landið
aftur.
Framkvæmdir og framfarir
eru hvar sem menn koma, hvert
sem menn líta.
Og þó hefur ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar aðeins setið í
tæp 3 ár. En á þessum tíma
hafa orðið meiri framfarir í
landinu, en áður hafa þekkst.
Stefán Valgeirsson.
Á þessum tíma hafa 47 skut-
togarar verið keyptir, til við-
bótar þeim 6, er ég áður nefndi,
40 þeiria fóru út fyrir Faxaflóa-
svæðið og 10 í þetta kjördæmi.
Rúmum þremur milljörðum
hefur verið varið til uppbygg-
ingar hraðfrystihúsanna þessi
ár og hér í kjördæminu verður
þessu verkefni að mestu lokið
um næstu áramót.
Utlán Stofnlánadeildar land-
búnaðarins hafa fjórfaldast, mið
að við útlán síðasta ár viðreisn-
ar og árið 1973.
Vigfús Jónsson sagði, að það
væri búið að verðtryggja lán til
bænda. Þetta er rangt, en við
lengdum lánin til ýmsra fram-
kvæmda og leiðréttum matið á
þeim sem var orðið svo óraun-
hæft að það varð að hækka það
um 50%, en byggingavísitalan
hækkaði á því ári um 23%.
Nú er farið að byggja íbúðir
á þeim stöðum, þar sem engin
íbúð var byggð öll viðreisnar-
árim
Á sama tíma sem framfærslu-
vísitalan hækkaði um 58% hafa
örorku- og ellilaun hækkað um
285% til þeirra sem ekki hafa
aðrar tekjur. En þetta kölluðu
viðreisnarflokkarnir veisluborð.
Lífskjör almennings hafa
aldrei verið eins góð og síðan
þessi ríkisstjórn tók við stjórn-
artaumum. Og ísland er nú í
hópi þeirra landa, sem lífskjör
eru best.
Hverjum dylst að stjórn
Ólafs Jóhannessonar er stjórn
hinna vinnandi stétta, ekki
stjórn útvaldra auðmanna?
Hverjum dylst að skattalækk
unarstefna Sjálfstæðisflokksins
myndi koma fyrst og fremst
niður á lélagslegri uppbyggingu
út um land?
Það ætti að vera öllum ljóst
að það fer eftir styrk Fram-
sóknarflokksins, hvort framfara
stefnunni verður haldið áfram.
Hann hefur stjórnarforystuna.
Hann hefur frumkvæðið.
Verðbólgan veldur áhyggjum
en atvinnuuppbyggingin síð-
ustu árin ætti að gera það auð-
veldara en ella, að leysa þann
vanda án þess að rýra kjör
aimennings.
Á síðustu árum hafa orðið
Fólkið hefur öðlast trú á framfíðina
ARI Friðfinnsson trésmiður frá
Baugaseli í Hörgárdal er 36 ára
gamall og hefur verið búsettur
á Akureyri síðustu níu árin, en
stundar nú brúarsmíði í S.-Þing
eyjarsýslu. Hefur tekið mikinn
þátt í félagsmálum.
Hvaða álit hefur þú á nýju
stjórnmálasamtökunum, Ari?
Ég vona, að þessar kosningar
sýni í eitt skipti fyrir öll, að
hinir almennu kjósendur hafni
hinum ýmsu klofningsframboð-
um, því að þau eiga engan rétt
á sér, þótt þó séu að sjálfsögðu
lögleg. Þessi klofningsframboð
styðja engan nema íhaldið, og
því eiga íhaldsandstæðingar
ekki að ljá þeim lið.
En áróðurinn um umfram-
atkvæðin?
Sá áróður er herfileg blekk-
ing og ég vara alvarlega við
honum, vegna þess að kjörinn
maður Alþýðubandalagsins hér
í kjördæminu myndi aðeins
verða til þess, að sá flokkur
missti uppbótarsæti í staðinn.
Ég hef orðið þess var, að í kjör-
dæminu er rekinn harður kosn-
ingaáróður um umframatkvæð-
in, sem Framsóknarflokkurinn
þurfi ekki að nota. Það veit
enginn á þessari stundu og ekki
fyrr en talið verður upp úr
atkvæðakössunum, hvað sex
þingkjörnir menn hafa mikið
atkvæðamagn á bak við sig.
Samkvæmt síðustu kosningum
vantaði Framsókn lítið á, að fá
Daguk
kemur næst út á miðvikudag-
inn, 3. júlí.
hér fjóra þingmenn kjörna og
bið ég fólk að athuga það vel.
Hvað er þér efst í huga, cr þú
berð saman „viðreisn“ og
vinstri stjórn?
Þar er af miklu að taka og
hafa margir minnt á útfærslu
landhelginnar, nýja togaraflot-
ann, atvinnuöryggið og hinar
öru framfarir til sjávar og
sveita. Af öllu er mér þó efst í
huga það neyðarástand fólks,
sem flúði land sitt þúsundum
saman í atvinnuleit á viðreisnar
Ari Friðfinnsson.
árunum, sumt til annarra heims
álfa, ennfremur ráðagerðir enn-
þá fleira fólks, sem var að hugsa
um að hverfa a flandinu, undir-
bjó það jafnvel, en fór þó
hvergi. Landflóttinn stafaði
bæði af atvinnuleysinu og þeirri
vantrú fólks á framtíð landsins
og atvinnuvegum þess, sem þá
ríkti í landinu og vonleysinu,
sem „viðreisnar“-viðhorf stjórn-
valda magnaði með misheppn-
aðri stjórn.
Nú hafa þau tímamót orðið,
að fólk hugsar ekki til slíkra
búferlaflutninga úr landi, en
þess í stað vilja margir flytjast
til hinna dreifðu byggða. Þetta
er tvöfaldur sigur hinnar nýju
stjórnarstefnu, byggðastefnunn
ar. Og þetta hafa allir lands-
menn fyrir augum sér og geta
því auðveldlega borið saman
„viðreisn“ og vinstri stjórn.
Nokkuð að loktím?
Eftir þriggja ára valdatima
vinstri stjórnar undir forsæti
Olafs Jóhannessonar trúir lands
fólkið á ný á framtíð lands síns
og atvinnuvegi þess, og um leið
á eigin framtíð í landi sínu, um
dreifðar byggðir, í sveit og við
sjó. Ég' hef ekki lifað aðra eins
hugarfarsbreytingu eða jafn-
mikið framfaraskeið. Allt hefur
þetta gerst undir farsælli stjórn
arforystu Olafs Jóhannessonar
forsætisráðherra, sem vex við
vanda hvern og fáir landsmenn
draga í efa að sé mesti stjórn-
málaforingi, sem þjóðin á. Ungu
fólki, sem kýs nú í fyrsta sinn
vil ég benda á að kynna sér
feril íslcnskra stjórnmálaflokka
í gegnum árin. Dómur sögunn-
ar er sannari en yfirborðs-
mennska og gylliboð lítt ábyrgr
ar stjórnarandstöðu. Láta síðan
samvisku og sannfæringu ráða
vali s,nu á milli íhaldssamrar
afturhaldsforystu sérhyggju-
manna og forystu Ólafs Jó-
hannessonar og hinna ötulu
þingmanna Framsóknarflokks-
ins. Það val er að mínu mati
auðvelt.
Dagur þakkar svörin. E. D.
5
stórfelldar hækkanir á innflutt-
um vörum. T. d. hafa olía og
bensínvörur fjórfaldast í verði,
timbur og járn þrefaldast, og
ýmsar aðrar nauðsynjar tvö-
faldast til fjórfaldast í verði síð-
ustu þrjú árin.
Og enginn þarf að halda að
Vestmannaeyjagosið hafi ekki
liaft veruleg verðþensluáhrif.
Það var forysta Framsóknar-
flokksins, sem hafði veg og
vanda af landhelgismálinu á
þann veg, að 200 mílna efnahags
lögsaga er nú innan seilingar.
Þegar saga tuttugustu aldar-
innar verður skráð, verður
fyrst og fremst minnst á sigra
okkar í sjálfstæðisbaráttunni og
einnig ósigra. Þar verða ártölin
1918, 1944, 1951, 1958 og 1972
skráð gullnu letri.
í öllum þrem tilvikunum, er
fiskveiðilandhelgin var færð út,
fór Framsóknarflokkurinn með
stjórnarforystuna í landinu.
En einn mesti ósigur okkar á
öldinni varð 1961, þegar samn-
ingurinn við Breta og Vestur-
Þjóðverja var gerðuj. Hver fór
þá með stjórnarforystuna?
Nú stendur líkt á og þá, með
landhelgismálið.
Væri nú ekki líklégra, að þjóð
in treysti Framsóknarflokknum
betur en viðreisnarflokkunum,
í ljósi reynslunnar, að koma því
máli heilu í höfn?
í varnarmálunum viljum við
gæta öryggis landsins, standa
við samninga og vera í sam-
vinnu við vestrænar þjóðir.
En við viljum ekki hafa er-
lendan hér í landi okkar á frið-
artímum. Að okkar mati eru
friðartímar nú.
Ég minni á það, að þetta var
sú stefna, sem Ólafur Thors,
Bjarni Benediktsson og Emil
Jónsson höfðu í varnarmálum
okkar.
En nú hafa flokkar þeirra
tekið upp aðra stefnu.
Ég held að það sé ekkert of-
sagt, að Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra sé nú viður-
kenndur, sem mesti stjórnmála-
foringi þjóðarinnar. Nú er kosið
um forystu hans, eða forystu
Geirs Hallgrímssonar, sem er
einn mesti auðmaður landsins.
Það ætti að vera auðvelt að
velja þarna á milli, ekki síst
fyrir landsbyggðarfólkið — fyr-
ir hinar vinnandi stéttir.
Styrkur okkar til að koma
málum fram, er það fylgi, sem
bak við okkur er. Dæmið flokka
eftir verkum þeirra. Tryggið
vinstri stjórn í landinu næsta
kjörtímabil.
Það verður aðeins gert með
því að efla forystuflokkinn —
efla Framsóknarflokkinn. □
Treystum ckkar
FREYSTEINN Sigurðsson, úti-
bússtjóri KEA í Ránargötu 10,
kýs nú í fyrsta sinn. Hann er
25 ára, kvæntur Kolbrúnu Sig-
urpálsdóttur og eiga þau eitt
barn. Hann svarar nú spurning-
um blaðsins.
Frcysteinn Sigurðsson.
Unga fólkið hefur orðið
Bátmium fjölgar - Landheígin stækkuð - herinn burt
blómlegt atviimulíf
GARÐAR Ólason er fæddur í
Grímsey 21. janúar 1945. Kona
hans heitir Áslaug Alfreðsdótt-
ir, fædd 1948, og eiga þau 2
börn.
Hvernig gengur lífið hér
almennt?
Það er blómlegt, bátum fjölg-
ar og þeir stækka. í sumar róa
héðan 14 bátar og er fiskurinn
saltaður. Höfnin er allgóð síðan
viðbótin kom við gamla hafnar-
garðinn 1972. Nú er þó svo
kömið, að hún er orðin of þröng
fyrir bátana okkar.
Þú ætlar að kjósa Fram-
sóknarflokkinn?
Já, það ætla ég að gera. Hér
er nú ör uppbygging á ökkar
mælikvarða. Verið er að byggja
3 ný íbúðarhús og byrjað verð-
ur á þremur öðrum á þessu ári.
Við viljum fá að búa áfram hér
í Grímsey og við treystum Pram
sóknarflokknum betur en
nokkrum öðrum stjórnmála-
flokki til þess að vinna fyrir
okkur dreifbýlismenn. Þess
vegna teljum við sigur Fram-
sóknarflokksins í þessum kosn-
ingum sigur okkar, — sigur
þeirrar byggðastefnu, sem fært
hefur okkur á ný trú á framtíð
Grímseyjar.
Blaðið þakkar svörin. □
Garðar Ólason.
ÞORLEIFUR Ananíasson er 25
ára Akureyringur og vinnur
skrifstofustörf hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa h.f. Kvænt-
ur er hann Ingveldi Jónsdóttur
og eiga þau eitt barn.
Viltu ræða bæjarmál. eða
landsmál, nú fyrir kosningarn-
ar?
Fyrst vil ég láta það álit mitt
í ljósi, að ég er ánægður með
það, að vinstri menn náðú sam-
stöðu um stærstu bæjarmálin
hér á Akureyri. Ég þykist mega
treysta því, að bygging íþrótta-
hússins þurfi ekki lengur að
vera kosningaloforð, og ég veit
að ég tala þar fyrir munn
margra. Þá lýsi ég ánægju
minni yfir því, að lög, sem nú-
verandi ríkisstjórn setti, gerði
Akureyringum mögulegt að
hefja framkvæmdir við nýja
sjúkrahúsið. En þetta mál
komst ekkert áfram í tíð fyrr-
verandi stjórnar. Þá fagna ég
því, að norðlensk virkjun er
ákveðin.
En landsmálin?
Við verðum að vinna að því í
kosningunum að vinstri stjórn
verði áfram í landinu, öflugri
en áður og undir forystu Ólafs
Jóhannessonar, sem nú er að
flestra áliti mestur stjórnmála-
foringi landsins.
Til hvers vinstri stjórn?
Svo atvinnuuppbyggingin
megi halda áfram og atvinna
Nú eru menn reynslmini ríkari
BIRGIR Jónsson er 21 árs og
er bóndi á Grýtu í Öngulsstaða-
hreppi, hóf búskap þar í fyrra,
og er sennilega yngsti þóndinn
frammi í Eyjafirði. Hann keypti
bústofn og vélar, leggur sig all-
an fram við búskapinn og vinn-
ur sig fljótt upp ef svo heldur
sem horfir. Nú er hann að verða
hálfnaður með heyskapinn og
gengur þar þó að mestu einn
að verki. Kona Birgis er Hulda
Aðalbjörg Kristjánsdóttir frá
Austurhlíð.
Þú kýst nú í fyrsta sinn til
Alþingis, Birgir-
Já, og geri það ekki með hang
andi hendi. Ég tel Framsóknar-
flokkinn undir forystu Ólafs
Jóhannessonar forsætisráðherra
hæfastan til að hafa stjórnar-
forystuna í nýrri ríkisstjórn og
forsætisráðherrann mesta
stjórnmálamanninn, sem þjóðin
eigin framfíð
Finnst þér aöstaða unga fólks
ins hafa breytst?
Það er mikil hreyfing meðal
ungs fólks, utan þéttbýlisins við
Faxaflóa. Þessa hreyfingu þarf
að styðja, og styrkja þetta unga
fólk til sjálfsbjargar, hvar sem
það vill hasla sér völl í atvinnu-
lífi landsbyggðar.
Nú hyggja fleiri en áður til
búsetu í strjálbýli?
Svo sannarlega og ég treysti
Framsóknarflokknum best til
þess hlutverks að greiða götu
hinna mörgu, sem hefja vilja
störf í hinum ýmsu landshlut-
um. Ég vil skora á ungt og hugs
andi fólk að fylkja sér undir
merki Framsóknarflokksins í
þessum kosningum. Með því
eflum við hinar dreifðu byggðir
landsins og styrkjum jafnframt
okkar eigin framtíð.
á nú, — stjórnmálamann, sem
stækkar með vandanum og hef-
ur bæði djörfung og þrek til að
fylgja sannfæringu sinni.
Finnst þér munur á fyrri
stjórn og vinstri stjórninni?
Mér finnst engum ofvaxið að
bera saman stjórnarstefnurnar
Birgir Jónsson,
í verki, og það er það, sem gild-
ir. Á síðustu þrem árum hafa
framkvæmdir farið vaxandi úti
á landsbyggðinni vegna þess að
meira fjármagni er veitt þang-
að til atvinnulegrar uppbygg-
ingar en áður. Nú hafa allar
vinnandi hendur nægileg verk-
efni, hvar sem er, nýju togar-
arnir skila miklum og verðmæt-
um afla á land og miðin eru að
mestu laus við ágang fiskiflota
erlendra þjóða. Og mér finnst
bjart yfir landbúnaðinum.
Reynsla mín er auðvitað stutt,
en það fer ekkert á milli mála,
að bændur líta nú bjartari aug-
um til framtíðarinnar en áður
og ber tvennt til: Góðæri og
byggðastefna í framkvæmd.
Bændastéttin og allur almenn-
ingur hefur fengið nýja og vax-
andi öryggiskennd vegna
breyttra stjórnarhátta.
Nokkuð sérstakt að lokuni?
Aðeins það, að ég skora á
unga fólkið að bera saman
stjórnarhætti fyrr og nú, hyggja
að viðreisnarárunum og svo að
þrem síðustu árunum. Við þann
samanburð hygg ég að flestir
komist að þeirri niðurstöðu, að
raunveruleg byggðastefna Kafi
þegar valdið straumhvörfum í
atvinnu- og framfaramálum
landsbyggðarinnar síðustu þrjú
árin. Ef mönnum líkar byggða-
stefnan eiga þeir að styðja þann
flokk, sem framfylgir henni.
Dagur þakkar svör unga
bóndans. E. D.
Þorleifur Ananíasson. ; 1
verði trygg um land allt. Til
þess einnig að hafa vissu fyrir
því að landhelgismálinu verði
fylgt eftir af festu, svo sem gert
liefur verið. Einnig treysti ég
vinstri stjórn til þess að láta
herinn fara. Herinn á að fara,
annað er ekki sæmandi. Svo
minni ég á togarakaupin og at-
vinnuöryggið. Og svo treysti ég
vinstri stjórn miklu betur en
hugsanlegri íhaldsstjóm, til
þess að standa vörð um hag
launþega, þegar næstu efnahags
aðgerðir verða ákveðnar.
Hvað viltu segja um aðra
flokka?
Ég vara fólk við íhaldinu og
í því efni minni ég á ástandið í
landinu í tíð „viðreisnar". Ég
held að Alþýðuflokkurinn eigi
enga framtíð í þessu landi. Því
ættu kjósendur að ljúka við
verk Sjálfstæðisflokksins og
veita honum nábjargirnar. Um
Möðruvellingana er það að
segja, að eftirsjá er þar að mörg
um góðum manninum. En þeir
munu hljóta þá reynslu í kosn-
ingunum, að þeir verði menn
vitrarí og skilji þá til fulls, að
þeir eiga hvergi heima nema í
Framsóknarflokknum. í lokin
vil ég segja það álit mitt, að
Framsóknarflokkurinn sé eini
raunverulegi samvinnu- og jafn
aðarmannaflokkurinn á íslandi
— í raun.
Dagur þakkar svörin. E. D.
Hinar sniklu framfarir blasa við
í VIÐTALI við Dag sagði Sæ-
valdur Valdimarsson bóndi í
II......IHIIIIIII
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH
Blaðið þakkar svörin.
□
I Unga fóikið mun fylkja |
[ sér um þann stjórn-
Imálaflokk, sem trúir á|
j framfíð lands og þjóð- [
f arog vinnur fyrir
I þjóðina alla.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii
Sigluvík, Svalbarðsströnd, að
hinar miklu framfarir í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar undir for-
ystu Framsóknarflokksins
blöstu við öllum þeim, sem
vildu sjá og heyra. Svo augljós-
ar væru þær. í hans héraði færi
ekki á milli mála, að mikil
stakkaskipti hefðu orðið og
þessi framfarasókn héldi ekki
áfram, nema Framsóknarflokkn
um væri veitt gott brautar-
gengi. Sævaldur sagði að lok-
um: „Ég vil skora á alla góða
íslendinga að styðja Framsókn-
arflokkinn í þessum kosningum
— á þann hátt einan tryggjum
við áframhaldandi framfarir og
raunhæfa byggðastefnu.“
Sævaldur Valdimarsson.
Dagur þakkar svörin.
□