Dagur


Dagur - 24.07.1974, Qupperneq 5

Dagur - 24.07.1974, Qupperneq 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Nýft úfivistarsvæði OPNAÐ var á þjóðhátíð Eyfirðinga og Akureyringa um síðustu helgi nýtt útivistarsvæði syðst í landi Akur eyrar við landamerki kaupstaðarins og Hrafnagilshrepps. Þetta útivistar- svæði er rúmir 100 hektarar að stærð og nær frá Eyjafjarðarbraut upp í Hamrakletta. Þetta land er kennt við Kjarna, sem fyrrum var stórbýli og um allmörg ár sýslumannssetur, og í J)ví landi er Kjarnaskógur, að- eins tvítugur, en vex ört við friðun og góða umhirðu. Það var Skógræktarfélag Akur- eyrar, sem tryggði sér meirihluta J)essa lands til skógræktar og hóf þar gróðursetningu trjágróðurs og Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga, sem J)ar stofnaði skógræktarstöð og hóf bæði plöntuuppeldi og gróðursetningu undir stjórn Ármanns Dahnanns- sonar. Úr þeirri stöð voru fyrstu plönturnar gróðursettar árið 1951 niður við þjóðveginn, en J)ar er nú þegar sá birkiskógur, sem beinvaxn- astur er talinn ungra birkiskóga í landinu. Nú hefur Akureyrarkaupstaður samið við skógræktarfélögin um nýt- ingu þessa lands til almenningsnota. Þar fór þjóðhátíðin fram, og á J)eirri hátíð var svæðið formlega opnað sem útivistarsvæði. Síðan þetta 100 hekt- ara land var friðað og síðan plantað skógi, hefur það tekið ótrúlegum stakkaskiptum. Mýrarsund, mólar og melar, lækjargil og fagurgrænar tún- skákir mynda samfellda og fjöl- breytta heild, sem skógurinn setur sinn svip á. Tíu þúsund manns sáu J)etta land um helgina og nutu J)ess skjóls, er skógurinn veitir. Þessar þúsundir manna urðu vitni að einu J)eirra kraftaverka, sem hvarvetna verða, þar sem gróðurmáttur ís- lenskrar moldar nýtur fómfúsra handa ræktunannanna. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með starfi ræktunarmanna á þessum stað undanfarin ár og sjá hvernig landið breytist smám saman við ræktun skógarins og er nú þegar orðinn hinn ákjósanlegasti hvíldar- og útivistarstaður fyrir [>ær óteljandi fjölskyldur, sem í amstri daganna þrá snertingu við gróðurinn og nátt- úruna og geta nú á auðveldan hátt veitt sér það. Það fer vel á því á þjóðliátíðarári, og á því ári sem Alþingi íslendinga helgar gróðrinum hátíðarfund að Lögbergi, að hér nyrðra sé opnað fagurt útivistarsvæði, J)ar sem áður var lítilsvert land. □ Hrakfarir Vestur-Islendinga í ÁR hafa venju fremur margir Vestur-íslendingar lagt leið sína hingað á ættjarðarslóðir og munu þeir vonandi allir snúa heim aftur með margar skemmtilegar minningar héðan, og þó. A. m. k. einum stað, Sjálf stæðishúsinu á Akureyri, hefur auðnast að setja þar á nokkurn blett. Undirrituð, sem fengu í heim- sókn skyldfólk vestan um haf, vildu gera þeim og sér nokkurn dagamun að kvöldi þjóðhátíðar- dags Eyfirðinga, þ. 20. júlí sl., með því að fara á dansleik í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, sem þau hafa hingað til talið einn veglegasta skemmtistað norðan heiða og jafnvel þótt víðar væri leitað. Var tekið til óspilltra málanna og aðgöngu- miðar útvegaðir snemma svo að það skyldi ekki hindra inn- göngu. Var síðan lagt upp og komum við átta saman að aðal- dyrum hússins um kl. 23.15 með aðgöngumiðana tilbúna og var ekkert okkar undir áhrifum áfengis, en slíkt hið sama var ekki hægt að segja um marga aðra gesti sem þama fengu inn- göngu. Tókum við nú að þokast inn. En skyndilega kom babb í bátinn. Einn Vestur-íslending- anna, herra, var sum sé snyrti- lega klæddur í forkunnlega ís- lenska lopapeysu og hafði einn- ig hálsbindi einkarfagurt. Slík- ur klæðnaður virtist alls ekki samboðinn þessum veglega veit- ingastað og fékk gestur okkar vægast sagt óblíðar móttökur hjá öðrum dyravarðanna, sem ekki kvað koma til mála, að maðurinn færi inn í lopapeysu, flík, sem ekki virtist falla undir hinar margslungnu og síbreyti- legu reglur þessa æruverðuga skemmtistaðar, þ. e. a. s. þegar í henni var karlmaður, en í sama mund og þetta átti sér stað fékk kvenmaður í lopa- peysu inngöngu athugasemda- laust. Var nú reynt að hefja samn- ingaviðræður við téðan dyra- vörð, en þessu skilyrði með lopa peysuna varð alls ekki haggað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Okkur var hins vegar tjáð, að Vestur-fslendingnum yrði hleypt inn strax og við hefðum útvegað honum jakka. Vandað- ist nu málið enn, þar eð ekki áttum við hægt með að grípa upp jakka í næsta nágrenni á þessum tíma sólarhrings. Þegar hér var komið höfðum við, sem inn vorum komin, þeg- ar séð nokkra unga menn jakka lausa og bindislausa og höfðu þeir sýnilega fækkað fötum í hita leiksins, því ekki vildum við gruna hina ágætu dyraverði um að mismuna fólki hvað inn- gönguskilyrði snerti. Datt okk- ur þá það ráð í hug, að einn okkar fslendinganna, sem inn voru komnir, færi úr sínum jakka og kona hans færi með hann út og klæddi Vestur-ís- lendinginn í og bjargaði honum þannig inn í veitingahúsið veg- lega, enda var það alls ekki tek- ið fram af dyraverðinum hvern- ig jakkinn skyldi útvegaður, að- eins, að maðurinn yrði að vera í jakka til að komast inn. Var þetta þegar gert. En nú höfðu viðskipti okkar við dyravörðinn þegar greypt sig svo inn í vit- und hans, að þegar Vestur-ís- lendingurinn birtist á ný við dyrnar í hinum lánaða jakka, rann á hann æði nokkurt (var þó skap hans allþungt fyrir) og geystist hann nú inn í húsið, tók jakkaeigandann heldur ómjúkum höndum og setti hann út. Jafnframt lét dyravörðurinn sig ekki muna um að ausa þó nokkrum skammti af blóts- og fúkyrðum yfir okkur öll og var vart hægt að segja, að maður- inn væri einhamur þessa stund- ina. Nú fór okkur, sem úti urð- um einnig að hlaupa töluvert kapp í kinn og hug'ðum við, að þar sem skilyrði til inngöngu voru jafn hárnákvæm og ströng og hér, þá hlyti að vera eftir miklu að sækjast þegar inn væri komið. Var nú gerður út leiðangur og tókst að lokum að útvega vinnujakka, gamlan og slitinn og nokkuð blettóttan og virtist sú flík vera mun betur samboð- in staðnum, en hrein og snyrti- leg, íslensk lopapeysa. A. m. k. bauð nú dyravörðurinn, sem fyrir stundu var svo æstur, okk ur að gjöra svo vel, en jafn- framt lét hann sig hafa það að neita að biðja Vestur-íslending- inn afsökunar á þeirri rudda- mennsku, sem hann sýndi hon- um stundu áður. Nú mætti ætla, að við hefð- um getað varpað öndinni léttara að vera komin inn í fyrirheitna- landið og hugðum við nú gott til ,að ganga rakleiðis. að næsta bar, kaupa þar veitingar og njóta þeirra í þægilegum sætum við ennþá þægilegri borð og góða tónlist vegna þess að í grandaleysi okkar höfðum við haldið, að ekki væri hleypt fleirum inn í húsið, en sæti væru fyrir. En það var nú eitt- hvað annað. Ástandinu innan dyra verður best lýst msð orð- um villiniennska og hættu- ástand. Um síðir gátum við þó brotið okkur leið að bar á þriðju hæð hússins og eftir nokkra baráttu tókst okkur meira að segja að fá þar einu sinni keyptar veit- ingar. Um sæti var ekki að ræða og urðum við að neyta hinna dýru veiga úti á miðju gólfi að kalla, mitt í ringulreið drukkinna og oft á tíðum dóna- legra landa, en músíkin marg- rómaða, sem þessa stundina hljómaði aðeins af segulbandi, kafnaði að mestu í hávaða og drykkjulátum of margra sam- komugesta. Ofan á þetta bættist svo sóðaskapur, hitasvækja og loftleysi, sem gerði mörgum erfitt um andardrátt, en loft- ræstikerfi hússins megnaði eng- an veginn að bæta það ástand. Til þess að kóróna allt saman brutust svo út þarna uppi heift- arleg slagsmál milli tveggja sam komugesta, eins konar auka- númer á dagskránni, og áttum við og fleiri fótum fjör að launa, en slagsmálahundarnir fengu nægilegan tíma til að berja hvor á öðrum, þar sem löggæsla var í lágmarki og hinir ágætu dyra- verðir sáust ekki á bardaga- staðnum, a. m. k. ekki fyrr en allt var um garð gengið, enda var illmögulegt að komast upp sökum geysilegra þrengsla í stigaganginum. Skömmu síðar yfirgáfum við þennan veitingastað, sem við í fávísi okkar höfðum haldið, að væri boðlegur til að skemmta sér og öðrum í, en kom okkur nú fyrir sjónir sem þriðja flokks skemmtistaður og einhver sá mest óaðlaðandi sem við höfum augUm litið vegna villimensku þeirrar og ruddaskapar, sem þar viðgekkst. í samtali, sem eitt okkar átti við forstjóra Sjálfstæðishússins á Akureyri þ. 21. júlí sl. végna framangreindra atvika, kom fram, að engar prentaðar reglur varðandi klæðnað gesta hússins virtust vera til og var svo að skilja, að dyraverðir færu eftir því, sem þeir teldu vera.tísku í það og það skiptið. Sennilega hafa þeir þá beint samband við helstu ' tískufrömuði heimsins svo fyllsta réttlætis sé hér gætt! Sum sé, það eru engar reglur til varðandi þetta atriði nema í hugarfylgsnum dyravarða og eru þær sífelldum breytingum undirorpnar eftir anda tískunn- ar. Vonandi ber íslenska lopa- peysan, ættum við kannski held ur að segja lopajakkinn, gæfu til þess að finna náð fyrir þess- um margslungnu og óskráðu reglum. Því undarlegra er það, ef dyraverðir halda svo fast við eigin reglur, þá virðist þessi veitingastaður ekki veigra sér við því að brjóta aðrar. Sam- kvæmt áðurnefndu samtali við forstjóra hússins, er reynt að fylgja þar þeirri reglu að selja ekki inn fleirum, en sæti eru fyrir. Þetta kvöld hafði bersýni- lega gjörsamlega mistekist að framfylgja þessari sjálfsögðu reglu og leiddi það af sér aug- Ijóst hættuástand, ef t. d. eldur hefði brotist út, en í fljótu bragði var ekki hægt að koma auga á neina merkta neyðar- útganga í húsinu. Vonandi mun starfslið hússins ekki alltaf reynast það ofvaxið að telja þannig inn í húsið, að fjöldi sæta og gesta sé nokkurn veg- inn sá sami. Að lokum þetta til forráða- manna Sjálfstæðishússins á Akureyri: Væri það til of mikils mælst, að hinar óskráðu.reglur hússins um klæðnað gesta væru gerðar opinberar? Varla -breyt- ist tíska heimsins svo ört, að slíkt sé ókleift. Það hlýtur að teljast algjör lágmarkskurteisi við gesti, að þessar reglur séu til á prenti og vandlega aug- lýstar. Annars verður að líta svo á, að alls engar reglur séu til. Það verður að teljast rudda- skapur og siðleysi á hæsta stigi að vísa gestum frá á síðustu stundu samkvæmt einhverjum reglum, sem svo alls ekki er hægt að fá að sjá. Væri það einnig til of mikils mælst, að veitingastaðurinn reyndi að framfylgja betur sinni eigin reglu um fjölda gesta á staðn- um. Vonandi mun gróðahyggj- an ekki standa í vegi fyrir að úrbætur verði gerðar hér á. Ekki er að orðlengja, að hinir vestur-íslensku gestir okkar munu lengi minnast þessarar heimsóknar í Sjálfstæðishúsið á Akureyri vegna þess stirðbusa- háttar og dónaskapar, sem þar viðgekkst og hefur stofnunin þarna stuðlað að heldur óskemmtilegri landkynningu, svo ekki sé meira sagt. Skrifað í von um, að Sjálf- stæðishúsið á Akureyri færi . áðurnefnd atriði til betri vegar og aðrir staðir, sem líkt er ástatt um, fylgi eftir góðu for- dæmi. Indriði Hallgrímsson, Sigrún Klara Hannesdóttir, Jón Hallgrímsson, Sólveig Guðmundsdóttir. 100 ÁRA ÁFMÆLISGJÖF í TILEFNI af 100 ára afmæli Fjórðungssjúkrahússins á Akur eyri hafa fjórir þjónustuklúbb- ar á Akureyri, Kiwanisklúbbur- inn Kaldbakur, Lionsklúbbur Akureyrar, Lionsklúbburinn Hængur og Lionsklúbburinn Huginn, fært sjúkrahúsinu að gjöf nýja gerð magamyndavél- ar, sem notuð er við leit að sjúk dómum í maga, einkanlega krabbameini á byrjunarstigi. Kostuðu klúbbarnir einnig ferð stúlku til Danmerkur til að full- nema sig í meðferð myndavélar- innar. Að sögn Gauta Arnþórs- sonar, er nú notkun vélarinnar komin í fullan gang og hefir gengið mjög vel og gefið góða raun. Við afhendingu vélarinnar kom fram eindregin ósk frá gef- endum um að komið verði á fót krabbarleitarstöð hér á Akur- eyri og hefir stjórn Fjórðungs- sjúkrahússins heitið því að stuðla að því að komið verði á fót slíkri stöð til.hóprannsókna. Meðmylgjandi mynd er tekin við afhendingu vélarinnar. Frá vinstri: Gauti Arnþórsson yfir- læknir, Sólrún Sveinsdóttir hjúkrunarkona, sem fór til Dan- merkur til að læra á vélina, og formenn klúbbanna, Stefán Gunnlaugsson, Mikael Jónsson, Torfi Leósson og Aðalsteinn Júlíusson. (Fréttatilky nning ) Frá Ungmennasðmbandi Umf. Reynir sigraði í hraðkeppni. Hraðkeppnismót Ums. Eyja- fjarðar fór fram um míðjan júní. Fjögur lið tóku þátt í keppninni. Urslit urðu þau, að lið Umf. Reynis sigraði. Heildarúrslit: Umf. Reynir............ 5 stig Umf. Ársól og Árroðinn . 4 — Umf. Dagsbrún...........2 — Umf. Skriðuhrepps......1 — Drengjamót UMSE í frjálsum íþróttum. Mótið fór fram á Laugalands- velli 7. júlí og voru keppendur um 30 frá 8 félögum. Keppt var í 10 greinum og var árangur fremur lélegur. Stigahæsti ein- staklingur mótsins varð Viðar Hreinsson úr Dalbúanum, hlaut alls 24(4 stig. Besta afrek móts- ins vann Vignir Hjaltason úr Umf. Reyni, hljóp 400 m á 57,6 sek. Garðræklarféleg 70 ára Húsavík, 19. júlí. Miðvikudag- inn 17. júlí var þess minnst á Húsavík, að Garðræktarfélag Reykhverfunga varð 70 ára, en þá var haldinn aðalfundur fé- lagsins. Félag þetta var stofnað 17. júlí 1904 og hóf starfsemi sína næsta ár. Aðalfundurinn var haldinn á Hótel Húsavík og að honum loknum var veisla í tilefni af- mælisins. Veislustjóri var Finn- ur Kristjánsson, en ræðumenn Hrólfur Árnason, formaður fé- lagsstjórnar frá 1935, Jakob Frí- mannsson, Atli Baldvinsson, framkvæmdastjóri félagsins, Valur Arnþórsson, er færði stjórninni málverk Sveins Þór- arinssonar að gjöf, Jón H. Þor- bergsson, Jóhann Skaptason og Snorri Gunnlaugsson flutti kvæði. Frú Helga Alfreðsdóttir og Eiríkur Stefánsson sungu við undirleik Áskels Jónssonar. Sérstaklega var minnst Árna Sigurpálssonar, Skógum, sem er 96 ára og hefur setið alla aðal- fundi félagsstjórnar, nema einn, en þá var mikill heyþurrkur. Árni er einn þriggja stofnenda félagsins, sem enn eru á lífi, en hinir eru Sigtryggur Hallgríms- son, Reykjum og Jón Jónsson frá Kaldbak. Voru þeir síðar- töldu gerðir heiðursfélagar, en Árni var það áður. Stærstu hluthafar Garðrækt- arfélagsins eru Kaupfélag Ey- firðinga með rúmlega 50% hlutafjár, þá Kaupfélag Þing- eyinga og hjónin Steinunn Ólafsdóttir og Atli Baldvinsson, Hveravöllum. Fjárhagur félags- ins er mjög góður og fengu hlut hafar 10% arð, en reksturshagn- aður varð sl. ár 650 þúsund krónur, en þess utan ágóði af sölu heita vatnsins frá Baðstofu hver, 526 þúsurid kr., sem Húsa- víkurbær - er hitaður með. í landi félagsins eru nokkrir hverir, þeirra þekktastir eru Baðstofuhver og Uxahver. S t j ó r n Garðræktarfélags Reykhverfunga skipa: Hrólíur Árnason, - formaður, Finnur Kristjánsson, Atli Baldvinsson, Sigurður O. Björnsson og Valur Arnþórsson. Félagið stundaði fyrst kart- öflurækt en síðan gróðurhúsa- rækt og er flatarmál gróðurhús- anna yfir 3 þús. fermetrar og aðalfundurinn samþykkti að veita stjórninni heimild til að reisa 800 fermetra gróðurhús til viðbótar. Þ. J. Heildarstig félaganna: Bindindisfél. Dalbúinn . 28 stig Umf. Ársól og Árroðinn 28 — Umf. Reynir .......... 26 — Umf. Öxndæla.......... 17 — Umf. Svarfdæla ........ 10 — Umf. Möðruvallasóknar 4 — Umf. Framtíð............ 2 — Umf. Svarfdæla vann. Hið árlega kvennamót í frjáls um íþróttum var haldið á Lauga landsvelli 7. júlí. Keppt var í 8 greinum og voru keppendur um 20 frá 7 félögum. Besta afrek mótsins vann Sigurlína Hreið- arsdóttir, Umf. Ársól, kastaði kúlu 9,74 m, en í heild náðist ekki góður árangur á mótinu. Svanhildur Karlsdóttir, Umf. Svarfdæla, hlaut flest stig ein- staklinga á mótínu, alls 16(4 stig. Heildarstig félagánna: Umf. Svarfdæla .........48 stig Umf. Ársól og Árroðinn 15 — Umf. Skriðuhrepps .... 11 — Umf. Reynir ............ 8 — Umf. Æskan.............. 7 — Umf. Dagsbrún........... 4 — Umf. Narfi sigraði á sundniófi UMSE. Sundmót UMSE fór fram í Sundlaug Hríseyjar laugardag- inn 13. júlí. Þátttaka var mikil frá Umf. Narfa í Hrísey, en nær engin frá öðrum félögum. Narfi sigraði með miklum yfirburð- um, hlaut alls 114 stig, og vann annað árið í röð sundbikar þann, sem Kaupfélag Svalbarðs eyrar gaf á síðasta ári. Keppt var í 5 kvennagreinum og 5 karlagreinum. Fjóla Ottósdóttir hlaut flest stig í kvennagreinum og Sigurjón Sigurbjörnsson í karlagreinum. Þau eru bæði úr Umf. Narfa. Áður en sundkeppnin hófst fór fram skemmtileg fimleika- sýning ungra stúlkna úr Hrísey, undir stjórn Matthíasar Ásgeirs sonar íþróttakennara, sem verið hefur í Hrísey um mánaðar- skeið við íþróttakennslu. Úrdráffur úr nýúfkominni ska rðyrlandsumdæmis SKATTSKRÁ Norðurlandsum- dæmis eystra 1974 hefur verið lögð fram og koma þar fram m. a. eftirfarandi upplýsingar: Heildarfjárhæð álagðra gjalda í umdæminu er kr. 1.046.470.096 hjá 11.157 einstaklingum og 631 félagi og sundurliðast þannig í höíuðdráttum: Tekjuskattur kr. 467.357.284, gjaldendur 5.286. Eignarskattur kr. 29.598.181, gjaldendur 2.442. Aðstöðugjöld kr. 76.180.400, gjaldendur 1.641. Utsvör í 3 kaupstöðum og 12 hreppum kr. 350.067.500, gjald- endur 6.995. Atvinnurekstrargjald o. fl. kr. 123.266.731. Nettó skattafsláttur í um- dæminu er kr. 61.775.074. Hæstu gjaldendur í umdæm- inu eru: Einstaklingar: Tekju- skattur Útsvar Eignar- skattur Aðstöðu- gjald Samtals Pétur Stefánsson, skipstjóri, Húsavík 1.304.828 395.000 76.760 89.500 1.866.088 Baldvin Þorsteinsson, skipstjóri, Akureyri . 1.161.394 392.300 22.098 1.575.792 Hjörtur Fjeldsted, forstjóri, Akureyri 1.069.969 323.100 16.311 124.100 1.533.480 Pálmi G. Jónsson, bifreiðastjóri, Akureyri . 1.076.729 293.300 39.076 153.000 1.484.105 Gunnar Arason, skipstjóri, Dalvík 960.874 358.300 169 1.393.343 Gunnar Óskarsson, múrarameistari, Ak. . . 759.697 259.900 41.702 125.100 1.186.399 Hörður Þorleifsson, tannlæknir, Akureyri . 706.274 300.100 78.600 1.084.974 Tryggvi Helgason, flugmaður, Akureyri . . . 700.280 240.000 53.530 33.000 1.026.810 Ólafur Ólafsson, lyfsali, Húsavík 633.339 226.200 22.310 129.800 1.011.649 Snorri Ólafsson, yfirlæknir, Hrafnagilshr. . 731.162 .242.800 28.704 1.002.630 Þorsteinn Ágústsson, útg.m., Grýtubakkahr. 703.326 249.800 4.938 22.500 980.564 Sigurður Sigurðsson, skipstjóri, Húsavík . . 658.210 269.200 19.826 947.236 Ulfur Ragnarsson, læknir, Þórshöfn 658.495 • 247.200 13.069 2.700 921.464 Sigurður Ólason, læknir, Akureyri 674.574 227.900 12.463 2.900 917.837 Jóhann Ingimarsson, kaupm., Akureyri . . . 520.731 205.200 27.532 120.300 873.763 Félög á Akureyri: ^ekju- Eignár- Aðstöðu- skattur skattur gjald Önnur gjöld Samtals Umf. Reynir með flest stig. í F-riðli íslandsmótsins í knattspyrnu, 3. deild, er fyrri umferð lokið. Aðeins þrjú lið eru í riðlinum og hefur Umf. Reynir hlotið flest stig, alls 4, UMSE er með 2 stig og Umf. Magni hefur ekkert stig hlotið. Næsti leikur verður laugar- daginn 20. þ. m. milli Reynis og UMSE að Árskógi. □ Knaffspyrna Á LAUGARDAGINN léku Ak- ureyringar og Keflvíkingar hér á Akureyri, keppnisleik í 1. deild íslandsmótsins, og sigruðu þeir síðarnefndu með 2—0. Bæði mörkin voru skoruð í síð- ari hálfleik. Leikurinn var heldur tilþrifa- lítill, varnarleikurinn áberandi og lítið um spennandi augna- blik. Akureyringar eru enn í fallhæt'tu, en þeir eiga eftir fjóra leiki og mæta þeir Víking- um syðra næsta laugardag. Staðan í 1. deild er þessi: ÍA 16 stig, ÍBK 14, KR 10, ÍBV 9, Fram, Válúr og ÍBA hafa 8 stig, en Víkingur hefur 7 stig. Minningarleikur um Jakob Jakobsson fór fram á Akureyri á mánudaginn. Lið heimamanna lék þá við íslenska landsliðið í rigningu og kulda. Landsliðið skoraði fyrsta og eina markið í leiknum á síðustu mínútu. Q Kaupfélag Eyfirðinga 6.397.477 5.294.680 11.055.900 9.702.911 32.450.968 Samband ísl. samvinnufélaga 8.612.200 258.366 8.870.566 Slippstöðin h.f 1.916.200 3.794.082 5.710.282 Útgerðarfélag Akureyringa h.f 2.055.400 2.847.978 4.903.378 Kaffibrennsla Akureyrar h.f 1.786,617 156.148 941.100 648.531 3.532.396 Oddi h.f., vélsmiðja 373.853 124.106 946.000 1.473.642 2.917.601 Amaro h.f 495.734 1.133.200 384.618 2.013.552 Aðalgeir og Viðar h.f 269.791 54.636 706.800 828.390 1.859.617 Valgarður Steíánsson h.f 902.034 78.844 698.000 167.777 1.846.655 K. Jónsson & Co. h.f 512.100 1.318.156 1.830.256 Þórshamar h.f 57.535 720.100 893.804 1.671.439 Atli h.f., véla- og plötusmiðja 931.422 85.513 262.300 421.714 1.670.949 Prentverk Odds Björnssonar h.f. . . . 375.727 48.146 472.400 741.332 1.637.605 íspan h.f 1.052.988 54.891 245.700 218.946 1.572.525 Linda h.f 210.021 609.500 725.730 1.545.251 Smári h.f 75.423 10.958 600.000 828.193 1.514.574 Reglur um álagningu útsvara í hinum ýmsu sveitarfélögum eru að mestu samhljóða og eru sem hér segir: Utsvör eru lögð á samkvæmt IV. kafla laga nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. III. kafla reglugerðar nr. 118/ 1972, um útsvör. Samkvæmt 25. gr. nefndra laga, eru útsvörin reiknuð 10% af brúttó tekjum samkvæmt skattframtali með þeim frávik- um, sem lögin heimila, og sem hér greinir í meginatriðum: 1. Lagt er á hreinar tekjur af atvinnurekstri. 2. Eigin húsaleiga og skyldu- sparnaður eru undanþegin útsvarsálagningu. 3. Hvers konar endurgreiddur . kostnaður, sem talinn er til tekna, er dreginn frá brúttó tekjum. 4. Veittur er frádráttur fyrir námskostnaði barna innan 16 ára aldurs, þó ekki hærri en nemur tekjum barnsins. 5. Notuð er heimild í 4. málsgr. 23. gr. nefndra laga um að áætla þeim, sem stunda sjálf- stæða starfsemi, skyldar tekjur. útsvars- Samkvæmt ákvörðun sveitar- stjórnar, og með heimild í 27. gr. framangreindra laga, er veittur frádráttur á öllum bót- um samkv. II. kafla laga nr. 67/1971. Einnig er veittur frá- dráttur fyrir kostnaði vegna veikinda, slysa eða dauðsfalla, sem á gjaldendur hefur fallið, ef verulegan má telja, eða skerða gjaldgetu þeirra veru- lega. Veittur er frádráttur fyrir námskostnaði þeirra, sem stund að höfðu nám í skóla í sex mán- uði eða lengur á sl. ári, eftir sömu reglum og við álagningu tekjuskatts. Reiknuð útsvör, samkvæmt framansögðu, eru lækkuð sem hér segir: Hjá hjónum og einstæðum foreldrum, sem hafa fyrir heim- ili að sjá, um kr. 7.000. Hjá einstaklingum um kr. 5.000, og vegna barna innan 16 ára aldurs um kr. 1.000. Hafi gjaldandi fleiri börn en þrjú innan 16 ára aldurs á framfæri sínu, er útsvar hans ennfremur lækkað um kr. 2.000 fyrir hvert barn umfram þrjú. TILRAUNUM GEIRS LOKIÐ? (Framhald af blaðsíðu 1) ætla, að Framsóknarflokkur, A1 þýðubandalag, Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna séu reiðubúin að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar, er hafi stuðning þessara flokka. Framsóknarflokkurinn telur eðlilegt, að þessir flokkar fái tækifæri til að kanna möguleika á myndun slíkrar ríkisstjórnar og getur því ekki orðið við til- mælum yðar um stjórnarmynd- unarviðræður þær, er þér sting- ið upp á. Virðingarfyllst, Ólafur Jóhannesson.“ ' Samkvæmt þessu virðast til- raunir Geirs við stjórnarmynd- un ekki bera árangur, og hlýtur þá að koma til kasta Ólafs J óhannessonar. Björgvin varð Akureyrarmeistari HÉR SKAL ÉG TJALDA BJÖRGVIN Þorsteinsson varð Akureyrarmeistari í golfi á 292 höggum, sem er par vallar og jafnframt vallarmet. Hann setti einnig vallarmet á 18 holum, 72 högg, sem stóð eina klukku- stund, þar til Gunnar Þórðar- son setti þar nýtt með 71 höggi. Ðaginn eftir setti Björgvin annað vallarmet með 70 högg- um. Björgvin varð efstur í meist- araflokki, þá Gunnar Þórðarson en þriðji varð Árni Jónsson. í fyrsta flokki sigraði Eggert Eggertsson, næstur Hafliði Guð mundsson og þriðji Sigurður Ringsteð. í öðrum flokki sigraði Sig. H. Ringsteð, og í kvennaflokki Karólína Guðmundsdóttir. □ í SKAFTAFELLI bar það við fyrir fáum dögum, að hópferða- fólk stóð hjá tjöldum sínum. Það heyrði og sá eftirfarandi: Fólksbíl bar að og forsjá fjöl- skyldunnar hugðist einnig slá þar tjaldi. Umsjónarmanninn bar þar einnig að og tjáði hin- um nýja gesti, að hér fengi að- eins hópferðafólk að tjalda og vísaði honum á annan stað. Maðurinn sagðist hvergi fara og tjalda hér, hvað sem hver segði. Umsjónarmaðurinn sagði menn verða að fara að settum reglum, er hann sæi um að fram fylgja. Sagðist gesturinn álíta, að til þess að reka sig af þessum stað yrði hann að fá nokkurn liðstyrk. Ekki áleit umsjónar- maður það og hóf stafprik sitt á loft. Komu þá farþegar út úr bílnum, báðu afsökunar og sögð ust yfirgefa staðinn. Ekki var laust við, a, hópferðafólkið héfði gaman af þessum orðræðum. „ > ► t

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.