Dagur - 31.07.1974, Blaðsíða 2
2
HRAÐBRAUTAR-
FRAMKVÆMDIR?
Það mun hafa léttst brúnin á
mörgum, þegar framkvæmdir
hófust við svokallaða hraðbraut,
norður frá Akureyri, á áliðnu
sumri. En sennilega hefur hún
heldur verið að þyngjast aftur,
eftir því sem á hefur liðið. Og
FRÁ LÖGREGLUNNI
BROTIN var rúða í sýningar-
glugga verslunar hjá Jóni Eð-
varð rakarameistara í Strand-
götu 6, aðfararnótt sl. miðviku-
dags. Farið var inn í vgrslunina
og dýrmætri myndavél stolið.
Myndavélin fannst síðar undir
bát þar í nágrenni og einnig
hafðist upp á innbrotsþjónum,
sem meðgekk verknað sinn. Var
það ungur maður undir áhrif-
um áfengis.
Á laugardagsnóttina var rúða
brotin í afgreiðslu Drangs og í
gærmorgun var lögreglunni til-
kynnt um enn eitt rúðubrot á
Krókeyrarstöð. Þar hafði öku-
maður sýnilega verið að aka
umhverfis stöðina og ekki gæti-
lega. Tvö síðarnefndu rúðubrot-
in eru óupplýst ennþá.
Frá því á þriðjudaginn var til
mánudags höfðu fimm menn
verið teknir grunaðir um ölvun
við akstur.
(Samkvæmt viðtali við lög-
regluvarðstofuna á Akureyri á
mánudag).
- ÞJÓÐHÁTÍÐIN
(Framhald af blaðsíðu 1)
hías Jóhannessen. Forseti ís-
lands, dr. Kristján Eldjárn,
flutti hátíðarræðu, Halldór Lax-
ness flutti ávarp í minningu
bókmenntanna og Tómas Guð-
mundsson flutti frumsamið há-
tíðarljóð sitt. Erlendir fulltrúar
fluttu ávörp og síðan ágætar
gjafir. Biskupinn yfir íslandi,
herra Sigurbjörn Einarsson,
flutti ávarp. Olafur Jóhannes-
son forsætisráðherra sleit þjóð-
hátíð á Þingvöllum með ræðu.
Lögreglumenn, 150 að tölu,
voru að störfum á vegunum við
Þingvöll. Níu þúsund bílar
komu á Þingvöll á sunnudag-
inn og voru þá þangað komnir
þrjú þúsund bílar, eða samtals
tólf þúsund bílar.
Utvarpað var og sjónvarpað
jafnóðum frá hátíðarhöldunum
á sunnudaginn, og fylgdist þjóð-
in því með þessari einstæðu og
ágætu hátíð. □
wAtvinna
Óska eftir konu til
barnfóstrustarfa.
Uppl. í síma 2-18-45.
Fæst í kaupfélaginu
eftir framkvæmdahraðanum að
dæma, lítur út fyrir, að nálægir
staðir svo sem Dalvík, Olafs-
fjöldur eða Húsavík, verði að
lifa alllengi í veikri von, hvað
þá að hraðbraut til höfuðborg-
arinnar verði að veruleika.
Þetta skal þó ekki frekar rætt
hér, þó ástæða væri til, en aug-
ljóst er, að eigi þessum málum
verulega að miða, þarf til að
koma stórum burðameiri tækja-
kostur og hnitmiðaðri vinnu-
brögð.
Á þessu stigi væri, aftur á
móti, gaman að fá upplýst,
hvenær þessi torfærukafli frá
Lónsbrú að Blómsturvalla-
afleggjara, verður gerður ak-
fær, og hvernig á því stendur að
svo lengi hefur dregist að yfir-
keyra hann með fínni ofaní-
burði?
í öðru lagi: Hvers vegna er
vegurinn inn frá Lónsbrú ekki
heflaður við og við? Það virðist
engin afsökun, þó eitthvað sé
verið að gaufa þar utan vegar,
að vegurinn sjálfur sé illakandi.
Er ekki full ástæða til að leiða
vegfarendur í allan sannleika,
í þessum efnum?
Dagl. vegfarandi.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ.
Vegna greinar um hrakfarir
Vestur-íslendinga í Sjálfstæðis-
húsinu á Akureyri, sem birtist
í síðasta Degi, eru hér tvær
spurningar:
1. Hvað má selja mörgum
gestum inn í Sjálfstæðishúsið?
(Ef forstjóri hússins getur ekki
upplýst það, þá hefur kannski
bæjarfógeti einhverja hugmynd
um það og getur upplýst málið).
2. Sagt er að fólki sé hleypt
inn í Sjálfstæðishúsið án að-
göngumiða. Fær Sjálfstæðishús
ið það fé eða rennur það til
starfsfólks? Bæjarbúi.
SMÁTT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8)
ar Thoroddsen. Alþýðubanda-
lagsmennirnir skiptu þá um og
kusu Gylfa með Framsóknar-
mönnum og er hann því forseti
Sameinaðs þings.
GÓÐ VENJA BROTIN
Sú venja hefur víða skapast á
þjóðþingum, að stjórn og stjórn
arandstaða skipta með sér for-
setum og þykir það gefast vel.
Svo er það einnig á Alþingi ís-
lendinga. Sjálfstæðisflokkurinn
skarst þó úr leik að þessu sinni
og hafnaði óskum um samkomu
lág. Niðurstaðan er því sú, að
Sjálfstæðisflokkurinn tekur
ekki þátt í stjórn Alþingis, sem
nú situr. En þessar kosningar
henda ennfremur til þess, að
nokkur samstaða hafi myndast
milli þeirra fjögurra flokka,
sem stóðu að kjöri formanns
Alþýðuflokksins, sem er að vísu
fámennur flokkur á Alþingi, en
hefur sérstöðu þar.
MARGIR NÝIR ÞINGMENN
Á þingi því er nú situr, eru 15
nýir alþingismenn og hefur eng
inn þeirra átt þar sæti áður sem
aðalmaður, en nokkrir mætt þar
sem varamenn. í þingliði Fram-
sóknarflokksins eru nú 7 nýir
menn og er það mikil endur-
nýjun, þar sem þingmenn
flokksins eru 17 talsins. Af hin-
um nýju þingmönnum eru 4
bændur og einn hústjóri, allir
þekktir að miklum störfum í
félagsmálum og hafa helgað at-
vinnuvegunum starfskrafta
sína. Þá er það ekki síður at-
hyglisvert, að nýir menn skipa
nú fyrsta varaþingmannssætið í
öllum kjördæmum landsins hjá
Framsóknarflokknum. Verður
því ekki annað sagt, en að mikil
endurnýjun hafi átt sér stað.
Veiðimenn
Veiðileyfi í Dalsá á Flateyjardal og Flateyjar-
dalsheiði fást hjá Tryggva Stefánssyni Hallgils-
stöðum.
VEIÐIFÉLAG DALSÁR
Frá Krisfneshæli
Staða yfirþvottakonu er laus til umsóknar.
Laun samkv. 15. lannafiokki ríkisstar.fsmanna.
Staðan veitist frá og með 15. sept. n. k.
Upplýsingar gefur skrifstofa Kristneshælis,
sími 2-23-04. Umsóknir sendist skrifstofu Krist-
neshælis fyrir 31. ágúst n. k.
FORSTÖÐUMAÐUR.
Einbýlishús
Til sölu er gott einhýlishús við Fjólugötu.
Þrjú herhergi, eldluis með nýrri innréttingu,
góður kjallari, fallegur trjágarður.
FASTEIGNASALAN H.F.
Hafnarstr. 101. Opið milli kl. 5—7. Sími 2-18-78.
Moíatimbur
Mólakrossviður
Steypustyrktarstál
BYGGINGAVÖRUDEILD
GLERÁRGÖTU 36. - SÍMI 2-14-00.
Nýjar vörur, svo sem:
Reykelsi, reykilsisker, hálsfestar margar gerðir,
plattar undir heit föt úr hasti og bambus, bast-
töskur og innkaupanet.
FYRTR VERZLUNARMANNAHELGINA:
Myndavélar, filniur, flashkubhar.
Vorum að fá kvikmyndasýningarvélar.
PEDROmyndir
HAFNARSTRÆTI 98 (Hótel Akureyri).
SÍMI 1-15-20.
í FERÐALAGIÐ!
NÝKOMIÐ:
Útlent konfekt í kössum, pökkum og dósum:
ANTON BÉRG
JAMESONS
PASCALL
M ACKINT OSH’S
Franskar kartöflur í dósum og pokum.
Kartöfluflögur, margar tegundir.
Saltaðar hnetur.
Utlendur lakkrís.
<S> NESTIN
Veganesti — Krókeyrarstöð — Tryggvabraut 14
FASTEIGNASALAN
RÁÐHÚSTORGI 1. - SÍMI 2-22-60.
Höfum kaupendur að rúmgóðri 3ja herbergja
íbúð.
TIL SÖLU:
Raðhús á besta stað á brekkunni.
Nýstandsett eldri húseign á eyrinni.
Höfum kaupendur að ýmsum stærðum og geyð-
ura íbúða.
FASTEIGNASALAN
RÁÐHÚSTORGI 1. - SÍMI 2-22-60.
HEIMASÍMI: 1-17-85.
(Sami inngangur og Norðlenzk Trygging h.f.)
Steindór Gunnarsson lögfræðingur.
ATH.: Skrifstofan er opin allan daginn.
Tilboð óskast
í fclkhelda íhúð í raðhúsi. Ibúðin er 117 m2
auk kjallara sem er ca. 40 m2.
Upplýsingar í síma 1-17-89 milli kl. 7 og 8
næstu kvöld.