Dagur - 31.07.1974, Page 8
Bagtjk
Akureyri, miðvikudaginn 31. júlí 1974
ASAHl
PENTAX B Á-tí mmm
sjónaukarnir %. // Jz
komnir.
> i 1; 1 ■gjgg—
SMÁTT & STÓRT
Þessi myncJ er af nýja skuttogaranum Balúri EA 124, sem kom til Dalvíkur fyrir hálfri annarri
viku. Eigantli er Aðaísteinn Loftsson. (Ljósm.: E. D.)
<$X*XjX*X$X$><*X*X*Xjx$X$X*X$«*XjXjX§X*>3Xj>^x$>^X*X$>3x*xSx$X$><$X*X$*3xSxjXjXjX*X$>^>^XÍX*X*>^.^^X*>3>3xíX$X*x$> <$X*XjX*X$X$>3x$>^X$x$x*><*>3x£><.
Stórutungu, 22. júlí. Hinn 11.
júlí átti sjötugsafmæli Guðrún
Pálína Jónsdóttir á Bólstað.
Margir heimsóttu hana þann
dag og glöddust með henni og
þágu rausnarlegar veitingar.
Maður hennar er Höskuldur
Tryggvason, og er hann 72 ára.
Bæði ganga þau ötul að verki
þótt aldur sé sá, er hér segir.
Bólstaður er nýbýli, byggt á
þriðjungi jarðarinnar Mýri. Þar
býr einnig sonur þeirra, Héð-
inn, ásamt konu sinni, Ingileifu
Olafsdóttur. Á Mýri býr annar
sonur þeirra, Tryggvi, og kona
hans, Guðrún Sveinbjörnsdóttir
frá Óíeigsfirði.
Nú má segja, að bæir þessir
séu orðnir í þjóðbraut yfir sum-
arið, því þar um liggur Sprengi-
sandsleið, um hlaðið á báðum
bæjunum. Mikil umferð er um
Sprengisand og byrjaði hún
óvenjusnemma í suraar.
A leiðinni uppúr Bárðardal
er sjálfsagt fyrir ferðafólk að
fara að Aldeyjarfossi, vegna sér
stæðrar náttúrufegurðar. Að
fossinum eru himingnæfandi
björg og er nánast ekið á brún
þeirra. Á brúninni þyrfti að
setja upp girðingu til öryggis.
Nokkuð er unnið að vegabót-
um í dalnum, byggð brú á Kálf-
borgará og vegir hækkaðir. Jarð
fræðingar hafa í sumar unnið að
rannsóknum á berglögum vegna
mögulegrar virkjunar Skjálf-
andafljóts úr íshólsvatni. í sum-
ar voru hér á ferðinni bók-
menntafræðingar frá Svíþjóð og
dreifðu sér á bæina og gistu
eina nótt. Góður rómur var
gerður að gestkomunni.
Spretta er allgóð. Sláttur
hófst um miðjan júlí. Nokkuð
er búið að hirða.
24. júlí. Hingað í dalinn kom
hópur ungmenna frá Kanada.
Kvenfélagið Hildur veitti þeim
allan beina ókeypis í skólanum,
mat og þessháttar, og þar gisti
hópurinn. Síðan hélt hópurinn
sem leið liggur suður dalinn og
Sprengisandsleið og ætlar í
Landmannalaugar í kvöld.
Lax veiddist nýlega á stöng
í Hrúteyjarkvísl, 6 pund. Aðra
tvo laxa varð vart við á sama
stað. Sigurður Már Pétursson
frá Kópavogi veiddi laxinn. Þá
hefur einn lax veiðst í Djúpá,
aðeins vænni, en þar var byggð-
ur laxastigi. Árni Jónsson í
Fremstafelli veiddi þann lax.
Væntanlega verður þannig að
unnið áfram, að laxgengt verði
fram allan Bárðardal og einnig
upp í Svartá. Þ. J.
„HEIMATILBÚINN VANDI“
Einn ósvífnasti kosningaáróður
Sjálfstæðisflokksins, var sá, að
svokallaður efnahagsvandi væri
„heimatilbúinn vandi“ og
vondri stjórn að kenna. Þessi
áróður gekk í margar frómar og
sauðtryggar sjálfstæðissálir. Erj .
Morgunblaðið og önnúi: . löál- •
gögn flokksins, svo Jgg. aðrnr
máipípur gátu liins 'vegar lítt
um það, af hvaða orsökunv sá
vandi væri. Ekki var þess Um
leið getið, áð fiskimjöl lækkaði
um helming á heimsmarkaðin-
um og þorskblokkin um þriðj-
ung. Og það var þá heldur ekki
verið að minnast á smáræði eins
og uppbygginguna í Vestmanna
eyjum, eða þá ofsalega verð<
hækkun á mjög mörgurrt erlend
um vörum, sem flytja vérður til
landsins og olíuhækkunin er
eiít dæmi um. En auðyitað
veikja öll þessi atriði stöðu at-
vinnuveganna og þjóðarbúsins.
AÐGERÐA ÞÖRF
Þjóðin hefur veitt því verðskuld
aða athygli livernig stjórnmála-
menn standa að opinberum mál
um í ræðu og riti fyrir hverjar
kosningar. Fyrir síðustu kosn-
ingar lagði Ólafur Jóliannesson
fram á Alþingi staðreyndir í
efnahagsmálum og tillögur til
lausnar vandans. Tillögumar
fengust livorki ræddar né af-
greiddar, hvað þá að stjórnar-
andstaðan sýndi áhuga á mál-
inu með tillöguflutningi, svo
mikið lá henni á að fella ríkis-
stjórnina, og stefna stjórnarand
stöðunnar í efnaliagsmálum
fyrirfinnst engin, þegar frá eru
skilin liin marklausu slagorð um
sccrau
EINS og frá var sagt í síðasta
blaði, fékk flutningaslcipið ís-
borg á sig brotsjó á heimleið frá
Álaborg og var skipið þá statt
við Tjörnes, laskaðist og fékk
slagsíðu. Skipstjórinn, Harry
Steinsson, renndi skipinu þá
upp í fjöru Flateyjardals og
þykir það hafa verið vel ráðið.
Þar var dælt úr því sjó, en síð-
an komst það á flot og hélt til
Akureyrar. Þar hófst þegar við-
gerð og jafnframt uppskipun.
Á mánudagskvöld var viðgerð
lokið. Þá hafði um eða yfir 1000
tonnum verið skipað í land af
sementinu. Skipið hélt þegar til
Húsavíkur og fer þaðan til Sauð
árkróks með sement, sem brýn
þörf er fyrir, og kemur svo á
ný til Akureyrar með afgang-
inn. Alls hafði skipið 2470 tonn
af sekkjuðu sementi um borð.
Sá hluti farmsins, sem kominn
er í land, var ekki skemmdur
af sjó, en sekkirnir voru nokkuð
riinii.
Eigandi fsborgar er Guðmund
ur A. Guðmundsson h.f. í Kópa-
vogi, og er þetta önnur ferð
skipsins með erlendan farm til
landsins, eftir að skipið komst
í eigu íslendinga. □
„hin föstu tök“ efnahagsmála.
íslendingar eiga því ekki að
venjast að stjórnmálaforingjar
leggi „spilin á borðið“ um vanda
málin, rétt fyrir kosningar, en
þáð gerði Olafur Jóhannesson
forsætisráðherra.
; ÞÁ VAR BREITT YFIR
Annar háttur var á hafður fýrir
kpsningar -1967. Þá var -við mik-
inn efnahagsvanda að etja og þá
lokuðu íhald og kratar skýrslur
efnahagssérfræðinganna niður í
skúffur og létu sem þær væru
ekki til, né heldur neinn vandi
á ferðinni — allt væri í stakasta
lagi, og í svo ágætu lagi, að kjör
fólksins myndu bráðlega stór-
hatna. Svo var kosið og ósann-
•indin komu í ljós og svikin lof-
orð létu ekki á sér standa. Gripið
var til stórkostlegrar kjaraskerð
inga rog samdráttar á öllum svið
um. Gengi krónunnar var fellt
skömmu eftir að búið var að
kjósa, og verð á Bandaríkjadal
hækkaði um 104% á aðeins
ellefu mánuðum.
HANN GAFST UPP
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, gafst form-
lega upp við myndun nýrrar
ríkisstjórnar hinn 24. júlí, og
stóð þessi vonlitla tilraun lians
í 19 daga. Forseti íslands fól
Ólafi Jóhannessyni sanidægurs
að gera tilraun til stjórnarmynd
unar. Hvernig það gengur, skal
ósagt látið, en fyrir liggur staða
efnahagsmála þjóðarinnar í
veigamiklum atriðum svo unnt
er að leggja hana til grundvall-
ar nauðsynlegum efnahagsað-
gerðum. En um mörg fleiri mál
_og sum stór, þurfa flokkar vænt
anlegrar stjórnar að fjalla og
komast að sameiginlegri niður-
stöðu um, hvernig að þeim
vcrði staðið.
A TAFLBORÐI STJÓRN-
MÁLANNA
Mörgum þótti undarlegt og jafn
vel broslegt, er aukaþingið kom
saman á dögunum, hvernig að
kosningu íórseta Sameinaðs
þings var staðið. Sjálfstæðis-
menn kusu auðvitað sjálfa sig,
eins og þeirra er vandi. Fram-
sóknarmenn kusu Gylfa Þ. en
Alþýðubandalagsmenn Bjarna
Ásgeirsson í fyrstu og annarri
umferð. Þá var kosið um þá tvo
er flest atkvæði höfðu lilotið,
en það voru þeir Gylfi og Gunn-
(Framhald á blaðsíðu 2)
Jóhannes Öm Vigfússon.
ikill námsmaður
UNGUR Akureyringur, Jó-
hannes Orn Vigfússon, lauk í
maí í vor lokaprófi í íræðilegri
eðlisiræði við háskólann í
Zurich í Sviss, og hlaut hann
hæstu einkunn í öllum grein-
um lokaprófs og að auki sér-
staka viðurkenningu fyrir próf-
ritgerðina. Fjallaði ritgerð Jó-
hannesar um grundvallarvanda-
mál innan statistískrar eðlis-
fræði.
Jóhannes vinnur nú að
doktorsritgerð við eðlisfræði-
stofnun sama skóla, en mun
einnig hafa í huga að ljúka loka
prófi í píanóleik. Áður hafði
hann lokið brottfararprófi við
Tónlistarskóla Akureyrar. Geta
má þess, að í vetur skipti hann
fyrstu verðlaunum í samkeppni
í píanóleik með pólskri stúlku
úti í Sviss og bendir það til
þess, að hann hafi á því sviði
einnig mikla hæfileika.
Jóhannes Orn dvelur nú hér
á Akureyri. □
SAMKVÆMT viðtali við Ævarr
Hjartarson ráðunaut Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar, hefur
heyskapur gengið vel í sumar.
Nýting er yfirleitt mjög góð
og grasspretta meiri en í fyrra.
Nokkuð hefur þó borið ó kali í
G rý tubakka!íreppi og rýrir það
hc yíenginn nokkuð þar í sveit.
Þeir eyfirsldr bændur, fram-
an Akureyrar, sem fyrstir hófu
slátt og fljólastir voru, luku hey
skap sínum um miðjan júlí-
mánuð, en flestir bændur
munu ljúka heyskap um þessi
mánaðamót.
Lítið er um það, að bændur
tvíslái tún sín, heldur beita þeir
þau, enda taka mjólkurkýr mest
af sumarfóðri sínu á ræktuðu
landi hin síðari ár, svo sem á
Svalbarðsströnd og í Hrafna-
gils- og Öngulsstaðahreppi.
Nýræktir eru ekki mjög mikl-
ar í ár, sagði ráðunauturinn,
enda stækkuðu bændur tún sín
mjög mikið á kalárunum, til að
mæta þeim uppskerubresti, sem
kalið olli. En nú og í fyrra er
mikið byggt í sveitum, einkum
40—80 bása fjós og lausgöngu-
fjós fyrir geldneyti. □
FRÁ skrifstofu Útgerðarfélags
Akureyringa h.f. á mánudag:
Svalbakur gamli landaðí síð-
ast 18. júlí á Akureyri, 147 tonn
um, en hafði áður úr scmu.veiði
ferð landað 43 tonnum í Hrísey.
Svalbaltur nýi landaði 22. júlí,
220’tonnum.
Harðbakur landaði 115 tonn-
um hinn 24. júlí. en daainn áður
landaði hann 72 tn. á Siglufirði.
Sléttbakur landar 250 tonnum
fiskjar í dag og er aflinn að
stærstum. hluta karfi.
Sólbakur landaði 15. júlí 217
tonnum og kemur með góðan
afla til löndunar nú um miðja
vikuna. □