Dagur - 11.09.1974, Síða 4

Dagur - 11.09.1974, Síða 4
1 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Stefnuyfirlýsingin I STEFNUYFIRLÝSINGU ríkis- stjórnarinnar, sem í mörgu er ábóta- vant, er þó stefnumótun allskýr í sumum málum. í þriðja kaflanum segir t. d.: Byggðasjóður verði efldur og verk- efni lians endurskoðuð í því skyni að samræma aðgerðir í byggðamál- um og sett verði heildarlöggjöf um þau efni. Framlag til sjóðsins nemi 2% af útgjöldum fjárlagafrumvarps. Endurskoðuð verði lög Fram- kvæmdastfonunar ríkisins og í því sambaildi mörkuð stefna um það, hvernig liaga skuli áætlanagerð skipa flotans, endurbætur hraðfrystihús- anna, uppbygging vinnslustöðva landbúnaðarins, þróun iðnaðar, skipan ferðamála, opinberar fram- kvæmdir, byggðaþróun í samráði við sveitarfélögin og samtök þeirra. Lögð verði áhersla á aukinn Inaða í virkjun íslenskra orkugjafa bæði til iðnvæðingar og í því skyni að gera íslendinga óháðari innfluttri orku. Meðal brýnustu verkefna eru: Að hraða stórvirkjunum og gera áætlun um virkjun vatns- og varmaorku landsins, þannig að næg orka verði fyrir hendi til almenningsþarfa og aukins iðnaðar og iðju. Að tnggja sem fyrst og með nýjum virkjunum næga raforku á Norðurlandi og í öðr- um landshlutum, sem eiga við orku- skort að búa. Að koma upp hitaveit- um hvar sem aðstæður leyfa en tryggja öðrum sem fyrst raforku til liúsahitunar. Endurskoða skal skipu- lag, stjórn og eignaaðild orkuöflun- ar og dreyfingarfyrirtækja. Um landhelgismálin segir: Ríkis- stjómin mun fylgja fram ályktun Alþingis frá 15. febrúar 1972 um rit- færslu landhelginnar í 50 sjómílur. Stefna ríkisstjórnarinnar er að færa fiskveiðilandlielgi íslands út í 200 sjómxlur á árinu 1975 og liefja þegar undirbúning þeirra útfærslu. Jafn- framt verði áhersla lögð á nauðsyn- lega friðun fiskimiða með skynsam- lega nýtingu veiðisvæða fyrir augum. I fimma kafla yfirlýsingarinnar er m. a. tekið fram, að fylgt verði því markmiði í utanríkismálum að varð- veita þjóðemi, sjálfsákvörðunarrétt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar. Haldið verði áfram þátttöku landsins í starfi Sameinuðu þjóð- anna, samstarfi norrænna þjóða og í varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Ör- yggi landsins tryggt með aðild að Atlantshafsbandalaginu. — Haldið verði áfram viðræðum um fyrir- komulag vamarmála. Ég horfi á þessa dásamlegu LANDSHLIITAÁÆTLANIR KRISTJÁN EINARSSON frá Djúpalæk, fyrrum bóndi, verka maður, blaðamaður og alltaf skáld, var einn af óþreytandi veiðimönnum við ár og vötn, en er nú veiðivörður, kemur mönn um í opna skjöldu við árnar, leiðbeinir og vandar um, og er sjálfur að mestu hættur að veiða. Að morgni dags að enduðum ágústmánuði, sem skildi eftir snjó í fjöllum, skemmd kartöflu grös og frosin ber, og að hey- önnum flestra bænda löngu loknum, bar fundum okkar .Kristjáns saman. Ekki bar þar skáldskap á góma, ekki heldur andleg mál og þaðan af síður dulræn og ný ríkisstjórn, for- sjá þjóðarinnar í veraldlegum málum, var heldur ekki á dag- skrá. Hvað er þér efst í huga, Kristján, sem eftirlitsmanni Eyjafjarðarár, Hörgár og Fnjóskár, og hve lcngi hefur þú annast eftirlitið? Það eru ein sjö til átta ár síð- an ég byrjaði hitamælingar í Hörgá, bæði í aðalánni og þver- ánum. En Hörgá, framan Bark- ár og Oxnadalsá hafa þarna sér- stöðu,. umfram aðal ána. Bæði Hörgá og Eyjafjarðará eru und- irlagðar þverám, sem koma úr jökulfönnum dalbotna og eru því kaldar. Þær valda því, að á heitum dögum, hlákudögum og dögum fjallaskúra, vaxa þessar þverár mjög og kæla þær ár, sem þær renna í. Barká er hinn mesti meinvættur og rennur í Hörgá, alger jökulá, oft mikil og ævinlega köld og sama er að segja um Tungudalsárnar, sem eru mjög kaldar og ennfremur er Bægisá mjög köld. En fram- an við Bægisá er Öxnadalsáin einkar skemmtilegt vatnsfall og nánast dragá, eins og Fnjóská. Hið sama á við um Eyja- fjarðará, sem er breitt fljót fram hjá Stokkahlöðum og rennur á sandeyrum. Þar hitnar hún mjög mikið á sólskinsdögum og e. t. v. gefa laugar á Hrafnagili og Kristnesi henni einhvern yl að auki. Algengt er, að hún er þrem til fjórum gráðum heitari hjá Teigi en hjá Stokkahlöðum. En framar falla í hana Finna- staðaá, Skjóldalsá og Djúpa- dalsá, oftast kaldari, einkum í hláku og síðan kemur Torfu- fellsá, mesta forað, bæði köld og vatnsmikil. Að austan renna í Eyjafjarðará Núpá, skikkan- legt vatnsfall, síðan Munka- þverá og Þverá og er engin þeirra eins háð jökulbotnunum og þær að vestan, og því venju- lega hlýrri. Ég held að Þverá gæti verið allgóð uppeldisstöð. Þess vegna er það svo, að þegar ég býst við mestum hita í Eyja- fjarðará, getur það brugðist verulega vegna kælingar frá þveránum. Þetta mun valda því, að Eyjafjarðará og Hörgá eru ekki heppilegar laxár. Norð menn telja ár, sem háðar eru síbráðnandi jökli, verði aldrei góðar laxár. En þetta mun ekki gilda um Fnjóská? Nei, Fnjóská er dragá og fær ekki í sig neina kælingu af þver ám, þótt Árbugsá renni í hana, eins oft kölluð Þverá. Hún á svo langan aðdraganda, að hún er lítt eða ekki kaldari en Fnjóská. Hitt er svo annað mál, að í stór- rigningum er allt vatnasvæðið kalt, eins og í ágústhretinu, þegar allt árvatn stóð í þrem gráðum. Hitasveiflurnar eru því miklar og allt er þetta auðvitað háð veðráttunni. if» £ „5 a .■swwíi »«• y -vm sköpun guðs SEGIR KRISTJÁN SKÁLD FRÁ DJÚPALÆK SEM BLAÐIÐ HAFÐI VIDTAL VIÐ Á því tímabili, sem ég hef mælt hitastig ánna, hafa verið hin köldustu sumur og einnig hlý sumur, svo að nokkur reynsla er komin í þessu efni, þótt sjálfsagt sé að halda mæl- ingum áfram. Skýrslur um þetta hef ég sent veiðimálaskrif stofu og viðkomandi landeigend um og veiðifélögum. Geturðu nefnt dærni uni mæl- ingar í Eyjafjarðará? Þegar ég mældi ána heitasta á þessu sumri, kl. 4—6 e. h. 9. júlí, var lofthiti 16 gráður og komst hærra og áin var ekki í vexti. Hjá Teigi var vatnshitinn 14 gráður, hjá Stokkahlöðum 10,5 gráður, en þá var Finna- staðaá 7,5 gráður, Skjóldalsá jafn heit og þá var Djúpadalsá 8 gráðu heit. Eyjafjarðará hjá Saurbæ var þá 10 gráður og hjá Tjörnum 9 gráður. Þennan dag var Torfufellsá kolmórauð og var aðeins 6,5 gráður. Að aust- an voru árnar með þessu hita- stigi: Núpá 8, Munkaþverá 8 og Þverá 8,2 gráður. Hörgá verður aldrei svona heit og er hún ævinlega jafnheit á Skipalóni og við ármótin, þar sem þær koma saman Hörgá og Öxna- dalsá. Getur þetta verið kunnug um umhugsunarefni, í sam- bandi við laxa- og silungsrækt. Þú lítur eftir veiðimönnum við allar þessar ár og fylgist með veiðunum? Já, það starf mitt er í því fólg- ið, að fylgjast með því, að allt sé í röð og reglu hjá veiðimönn- unum. Og maður fylgist einnig nokkuð með því hve mikið veið ist, þótt veiðiskýrslurnar fari ekki um mínar hendur. Bleikju- veiði í Hörgá hefur verið með betra móti í sumar en fáir laxar hafa veiðst þar í sumar. Veiðin í Eyjafjarðraá hefur einnig ver- ið sæmilega góð og Fnjóská hef ur verið full af axi í sumar. Veiðimönnum leiðbeini ég, fylg- ist með því, hvort reglum sé fylgt. Ég ek 150—200 km á dag og geri ekki boð á undan mér. Samskipti mín og veiðimanna eru góð, nær undantekningar- laust. Fyrirfram veit ég oftast hverjir hafa keypt leyfin fyrir þennan daginn eða hinn. Veiði- menn spyrja mig oft um tölu veiddra fiska í þessari eða hinni ánni. Þær tölur hefi ég aldrei, enda virðist áhugaverðara að vita, hvað hafi veiðst á þessum stað í gær eða í fyrradag. Hvað viltu segja um stærð bleikjunnar í ánuni? Bleikju hefur fækkað og hún smækkað, samkvæmt því sem við höfum sögur af og sannar sagnir. Sumir halda því fram, að bleikjan kunni best við sig í köldu vatni. Nú hafa jöklar og fanilir minnkað og árnar hlýn- að. Árnar eru e. t. v. ekki eins góðar bleikjuár og þær voru áður? í sumar veiddist 7 punda bleikja í Hörgá, en hvernig sem á því stendur, eru flestar stærri bleikjurnar, sem veiðast í ánni og fleiri ám, með netaförum, en nánar ræði ég ekki um það. Flestar eru bleikjurnar 1—2 pund í ánum öllum. Um 30 lax- ar munu hafa veiðst í Eyja- fjarðará á ári að undanförnu. Fnjóská er alveg í sérflokki? Hún er ákaflega falleg veiðiá og líkleg til að geta orðið enn betri. Hún er í sumar full af laxi, bakkar Fnjóskár yndisleg- ir og hvert veiðisvæði stórt, svo það er rúmt um veiðimennina. Neðan fossa er hentugt veiði- svæði fyrir þá, sem þungir eru til gangs. í ánni er mótstaða, þar sem heitir Brúnarlag og þar er laxastigi. Laxinn safnast þar saman og virðist ekki fara þar upp fyrr en við ákveðið Kristián frá Djúpalæk. vatnsmagn í stiganum. í sumar fór laxinn upp og fram alla á 6. júlí, en í fyrra 21. júlí. Nú í sumar hefur veiðin því verið jafnari á svæðunum en áður. Vegna þess hve laxinn safnast stundum mikið saman í Kol- beinspolli, hefur veiði á spón verið bönnuð þar á meðan það ástand ríkir. Þið viljið ekki láta „húkka“ laxinn eins og þeir gera í Blöndu? Nei, ég álít þá veiðiaðferð að- eins við hæfi barbara og hlýtur að hafa illt í för með sér hjá slíkum veiðimönnum, auk þess _ sem það er þeim vanvirða. Sannast að segja held ég, að meirihluti íslandinga, sem fara með veiðistöng, séu ekki ennþá orðnir sportveiðimenn í eðli sínu, heldur fiskimenn. Við einstöku mann hef ég sagt, að hann ætti fremur að stunda handfæraveiðar á sjó en að fara með veiðistöng. En þetta er að breytast mjög verulega og enn- fremur öll umgengni veiði- manna við árnar. Sportið er orð ið meiri þáttur í veiði en áður var. Sumir eru þegar orðnir mjög skemmtilegir veiðimenn og nota t. d. eingöngu flugu og ná þar góðum árangri með þjálfun og veiða ekki minna en hinir. Mín skoðun er sú, að það ætti eingöngu að véiða á flugu við lax- og silungsár. Almennt um hegðun veiði- manna? Samræmdar reglur fyrir veiði menn eru ekki til. En við höfum reynt að skapa ákveðnar hefðir. Veiðiþjófnaður er held ég úr sögunni og hefur sennilega aldrei verið mikill. Vandamálið liggur helst í því nú, að tveir menn eða jafnvel fleiri eru sam an og hafa aðeins eitt leyfi. Það er mikil freisting fyrir menn, sem hafa veiðistöng í höndum, að veiða og þetta getur orðið til þess, að tveir eða fleiri fari að veiða samtímis, þar sem aðeins er leyfð ein stöng. Slíkt nær auð vitað ekki nokkurri átt. Þá tel ég, þar sem svona hagar til, að ekki megi nota aðra stöng á meðan fiskur er á færi hjá öðr- um og ekki fyrr en honum hef- ur verið landað. Sennilega væri sú regla best, að aldrei væri nema ein samsett stöng við á, þar sem einn á að veiða. Ertu hættur að veiða sjálfur? Ég var alveg óður veiðimaður, en mér finnst ég hafa lært tals- vert af því að vera áhorfandi. Ég hef horft á þessa dásamlegu sköpun guðs, þar sem laxinn og silungurinn er, í vatninu, frjáls- an og áhyggjulausan. Ég hef einnig séð þá grípa flugu og stökkva fossa, og mér finnst þetta svo mikið undur og feg- urð, að ég veigra mér við að veiða þetta og eta, þrátt fyrir lögmálið um, að hver tegundin lifir á annarri, og við því er víst ekkert að segja. Trúlega væri meiri mannúð í því að taka fisk- inn í net, þótt það sé að mestu liðin tíð. Misnota menn ekki tímann? Nei, veiðimenn gæta klukk- unnar og misnota ekki tímann. Hins vegar myndi mér aldrei detta sú nákvæmni í hug, að maður hætti á mínútunni, ef hann hefði fengið fisk á öngul- inn fyrir tilskilinn tíma. Veiði- mþnnunum fer fram, bæði við veiðarnar og í öllum sinum hátt um. Það er t. d. alger undan- tekning að þeir misnoti vín við árnar. Einhverjir hafa pela til að hressa sig á, ef þeir blotna, en það hefur ekki komið að sök. Hins vegar er það til, að alls- gáðir menn, jafnvel hinir mestu hæglætismenn, verða naumast allsgáðir er þeir koma að veiðiá, vegna spenningsins. En þeir uppgefast fljótlega, veiða oftast lítið og eru óánægðir — af því þeir kunna ekki að njóta veið- anna, njóta dagsins og umhverf- isins við fagra veiðiá. Nokkrir furðufiskar í ánum? Nei, ekki nema rússneski hnúðlaxinn, sem er ljótur fisk- ur, enda skapaður af mönnum. Hann veiddist í þessum ám í fyrra en minna nú í sumar. Hængurinn er eins og koli, reistur upp á rönd en hrygnan líkist bleikju. Sem betur fer, dvelst þessi fiskur ekki í ánum nema um hrygningartímann, en heldur að því loknu á haf út. Nokkuð að síðustu, Kristján? Minkurinn er hinn mesti skað valdur við árnar og er mikið af honum nú. Hann eyðir bæði fugli og fiski. Þótt honum verði ekki útrýmt með skjótum hætti, er unnt að halda honum niðri og til þess verður að ætlast. Alveg sérstaklega vil ég minna veiðimenn á, að kasta ekki eða skilja eftir girni á árbökkum, þvf það er hörmulegt að sjá hvaða afleiðingar það getur- haft, er það festist um fætur á sauðfé og einnig fugla og skerst strax að beini. Vil ég svo að lokum senda öllum veiðimönn- um kærar kveðjur mínar með þökkum fyrir margar ánægju- stundir, og fyrir það einnig, að vera vaxandi veiðimenn. Dagur þakkar Kristjáni frá Djúpalæk svör hans og veiði- mönnum kveðju sína. E. D. Á FJÓRÐUNGSÞINGI Norð- lendinga voru gerðar margar ályktanir, sem sumar hafa verið birtar hér. í ræðum manna komu einnig fram athyglisverð- ar upplýsingar. Hér fer á eftir örstuttur kafli úr ræðu Áskels Einarssonar framkvæmdastjóra samtakanna um landshluta- áætlanir: Nú sem stendur er unnið að þrennum landshlutaáætlunum fyrir Norðurland. Þar er fyrst að nefna samgönguáætlun fyrir Norðurland, sem byrjað var á 1971 og enn er ekki frágengin. Raunverulegar ástæður til þess eru í rauninni þær, að hingað til hefur ekki verið hægt að ákveða fjárframlög til áætlunar innar, nema í eitt ár í senn og því mjög vafasamt, hve raun- hæft hefði verið að ljúka áætl- uninni. Eins og kunnugt er, tókst Alþingi ekki á síðasta vori að ljúka endurskoðun á vega- áætlun eða endurskoða fjár- magnsþörf samgönguáætlunar Norðurlands. • Nú þegar lokið er gerð Skeið- arársandsvegar, ætti því áð rýmkast verulega um fjáröflun til vegaframkvæmda. Með skýr- skotun til þessa eru skilyrði til að koma á fót sérstakri fjár- öflun til Norðurlandsáætlunar í samgöngumálum, t. d. með út- boði vísitölutryggðra happ- drættisskuldabréfa. Samkvæmt lauslégri áætlun Framkvæmda- stofnunar ríkisins, er hlutur Norðurlands um 32% af fram- kvæmdaþörf á vegum í landinu. Eftir þessu ætti þriðja hver króna, sem varið er til vegabóta í landinu, að koma í hlut Norð- urlands, ef fylgt er fram- kvæmdaþörfinni. Þetta sýnir ljóslega hve framkvæmdaþörf- in er mikil. Vegakaflar með 12% arðsemi og meira, (hrað- brautarstandard) eru áætlaðar að kosta kr. 1646 millj. eða 40% af framkvæmdaþörfinni á Norð urlandi. Fleira kallar að í samgöngu- málum á Norðurlandi. Nauðsyn legt er, að samgönguáætlunin geri ráð fyrir stórauknu fram- kvæmdafé til flugmála og enn- fremur lán til sveitarfélaganna til að fjármagna hennar hluta í hafnarframkvæmdum. Eftir síð- ustu upplýsingum að dæma má reikna með því að Fram- kvæmdastofnunin ljúki sam- gönguáætluninni um miðjan október n. k. Á vegum Framkvæmdastofn- unarinnar er nú unnið að lands- hlutaáætlun fyrir Norðurland vestra og Strandir í samvinnu við Fjórðungssambandið. Sigur- bjartur Jóhannesson vinnur að áætluninni á vegum Fram- kvæmdastofnunarinnar. Guð- mundur Óskarsson verkfræðing Áskell Einarssoii. ur vinnur að Norður-Þingeyjar- sýsluáætlun fyrir Framkvæmda stofnunina. Báðar þessar áætl- anir eru enn á frumstigi. Gunn- ar Gíslason fulltrúi hjá Fjórð- ungssambandinu hefur unnið að gagnasöfnun fyrir þessar áætlanir báðar og verið aðal- tengiliður milli Framkvæmda- stofnunar og heimaaðila um áætlunarstarfið. Því miður er ekki hægt að spá um hvenær þessar áætlanir komist á loka- stig. Það hefur komið áþreifanlega í ljós við landshlutaáætlanir á Norðurlandi að heita má ókleift að gera heildaráætlanir í at- vinnu- og félagsmálum fyrir ákveðin landssvæði, nema land- búnaðurinn sé einn áætlunar- þátturinn. Vegna þessa hefur Fjórðungssambandið krafist þess að fyrir a. m. k. jaðars- byggðir á Norðurlandi vestra og Norður-Þingeyjarsýslu verði gerðar sérstakar landbúnaðar- áætlanir. Þessu hefur Fram- kvæmdastofnunin synjað. Hins vegar hefur það áunnist, að Landnám ríkisins í samstarfi við heimamenn hefur hafið undirbúning að áætlun fyrir landbúnað í Norður-Þingeyjar- sýslu og byggð á Efrafjalli. Von andi tekst að knýja þessa áætl- un fram í sambandi við Norður- Þingeyjarsýsluáætlun. Þetta er ekki nægjanlegur áfangi. Nauð- synlegt er að samskonar áætl- anir verði gerðar fyrir þá sveita hreppa á Norðurlandi vestra, sem mest hafa dregist aftur úr um búsetu- og atvinnuþróun. Hér er heitið á stuðning alþing- ismanna úr Norðurlandi að hrinda áformum um landbún- aðaráætlanirnar í framkvæmd. TÓNLISTARSKÓLINN á Akur eyri hefur vetrarstarf sitt um næstu mánaðamót. Innritun í skólann fer fram á timabilinu 11.—18. september daglega kl. 16—19, nema laugar dag og sunnudag. Umsóknum er veitt viðtaka í húsi skólans, Hafnarstræti 81 (2. hæð), sími 21429. Vegna skipulagningar á skólastarfi þá þurfa umsóknir að berast skólanum á áður- Kennslugreinar vreða: píanó, orgel, fiðla, söngur, þverflauta, altblokkflauta, klarinett, málm- blásturshljóðfæri og tónfræði. Einnig er starfrækt forskóla- deild 6—9 ára barna við skól- ann, þar sem nemendur þjálfast í undirstöðuatriðum tónlistar í söng', hljóðfæraleik og dansi. Nemendum á barnastigi gefst kostur á ódýrri kennslu á fiðlu og selló, en með því er reynt að stuðla að uppbyggingu strengja sveitar, sem er eitt af brýnustu verkefnum skólans. Sú kennsla fer íram í fiðludeild. Lúðrasveit skólans er skipuð drengjum og stúlkum frá 10—11 ára gömlum, en þar er leikið á málmblásturshljóðfæri, klari- nett og ásláttarhljóðfæri. Tveir nýir kennarar hefja störf á þessum vetri, en þeir eru: Anna Málfríður Sigurðar- dóttir, píanó- og þverflautu- kennari, og Agnes Baldursdótt- ir, píanókennari. Að öðru leyti helst kennara- liðið óbreytt, en alls starfa 14 kennarar við skólann í vetur. Jakob Tryggvason skólastjóri lætur af skólastjórn á þessu hausti, eftir 25 ára starf, en við tekur Jón Hlöðyer Áskelsson. VETURLIDI SIGURÐSSON írá Veturliðastöðum F. 1. maí 1901 D. 10. ágúst 1974 í sunnanblæ, er sólin gyllir vcgi og signir mið, þú hefur för á heiðum, fögrum degi á hærri svið. Og englar Drottins rétta mildar mundir á móti þér. Þú áttir jafnan Ieið um lífsins stundir með ljóssins her. Því vegferð þín var sókn til sólarlanda í sannleiltsleit, og sumarást og sumarþrá þíns anda var sönn og heit. Þú gættir jafnan liófs í háttum þínum og hógværs brags. Og bókin þín var fögrum letruð línum til lokadags. Við þína hcimanför er húnx í ranni og hyggja klökk. En kveðjan, sem er lielguð heiðursmanni, er heit af þökk. Svo far þá, vinur, lieill til fegri heirna á Herrans fund, til vorsins, sem þér var svo ljúft að dreyma og vermdi lund. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. SEXTUGUR varð 6. þ. m. Ás- geir Bjarnason bóndi og alþing- ismaður í Ásgarði í Dölum. Hann er þjóðkunnur maður fyr ir þátttöku sína í félagsmálum bænda og í stjórnmálalífi sam- tímans. Ásgeir er formaður Búnaðarfélags íslands, alþingis- maður um langt skeið og forseti efri deildar Alþingis á tveim síðustu þingum. Flestum hugs-. anlegum trúnaðarstörfum gegn- - ir hann í heimabyggð sinni og meðal bændá-landsins og nýtur þar fyllsta trausts. Kona Ásgeirs er IngibjÖrg Sigurðardóttir frá Akureyri, en hún er reyndar ættuð úr Dala- sýslu, dóttir Sigurðar Lýðsson- ar, er bóndi var á Hvoli í Saur- bæ. Heimili þeirra hjóna er annálað fyrir gestrisni og mynd arskap og mega það margir sanna, bæði sýslungar þeirra og fjölmargir aðrir, sem heima eiga í öðrum landshlutum. Dagur flytur afmælisbarninu bestu hamingjuóskir og sendir þeim hjónum kveðjur vina og velunnara á Norðurlandi. □ JOKULDALUR OG JÖKULDALSKVÍSL Sprengisandur er nafn, sem flestir kannast við, og ekki hef- ur heyrst að nokkrum hafi dott- ið í hug að breyta því eða leggja það niður, þótt fjöldi örnefna sé á því mikla svæði, sem almennt er talað um, sem Sprengisand. Sprengisandsleið hefur verið farin frá því snemma á öldum og þekkjast ýmsar sagnir þar um. Einn er sá staður, sem ná- tengdur er Sprengisandsleið, þ. e. Jökuldalur við Tungnafells jökul. Að honum eru háar og brattar hlíðar og hamraveggir. Sérstæðar bergmyndanir eru þar og furðulegur gróður og blómstóð í dalbotninum. Um dalinn rennur Jökulsdalskvísl. Til síðari ára var farið á hverju hausti til fjárleitar á Jökuldal og fannst oftast fé. Þetta gerðu Bárðdælingar. Það voru bárðdælskir bændúr, sem þangað fóru fyrstir manna, svo vitað sé, eftir slæmar heimtur og fundu fé í þessum dal. Þessir bændur nefndu dalinn Jökul- dal. Um þessa ferð hefur áður verið skrifað. Sagt er, að þeir hafi til aðgreiningar talað um Nýja Jökuldal, en það nafn fest- ist aldrei við hann. Það var alltaf farið í Jökuldal, Jökuldals leit, Jökuldalsgöngur o. s. frv., og vatn það, sem úr dalnum kemur kallað Jökuldalskvísl. Á þessum nöfnum var aldrei hægt að villast, vegna þess umhverfis og leiðar, sem þau voru tengd. Mjög sér nú á, að maðurinn hafi haslað sér völl og nokkuð látið að sér kveða á þessum stað. Byggðir hafa verið tveir skálar eða hús. Þetta eru raunar stílhreinar byggingar út af fyrir sig, en fara miður vel þarna í mynni dalsins, hefðu farið betur nær annarri hvorri hlíðinni. Ekki er þó nóg að gert. Þvert ofan í alla venju, t. d. leiðakort o. fl., sem um þetta svæði hefur verið skrifað, er gerður mikill rugl- ingur á nafngiftum þarná. Þetta á ekki að gera. Þessi fyrstu heiti: Jökuldalur og Jökuldals- kvísl, á þessum stað, hafa aldrei valdið misskilningi, enda alltaf nefnd í sambandi við Spréngi- sandsleið á einhvern hátt. Það, sem hér hefur gei'st, er að upp hafa verið sett merki við veginn, annað sunnanmegin dalsins og beinist að skálanum. Á því stendu'r Nýjadalsskáli. Annað merki stendur við Jökul dalskvislina, þar sem farið er yfir hana. Á því er hið lítið frumlega nafn Nýjadalsá. Þessu verður að mótmæla og vænta þess að þeir aðilar, er að þessu standa, endurskoði sín verk. Ég trúi því illa, að þetta heyri til náttúruverndar eða einhverju slíku. Ég tók eftir því, að á vegg á skálanum í Jökuldal eru inn- römmuð fyrirmæli frá Náttúru- verndarnefnd, undirrituð af for- manni og framkvæmdastjóra. Þess vegna mætti spyrja: Telja þeir, að þarna hafi verið staðið vel að verki? Það verður áreiðanlega fylgst með hverju þessu verður svar- að, eða hvort því verður nokkuð svarað. Ætla má þó, að fólk norðan fjalla, er næst býr þess- um stað, fylgist öðrum betur með þessu máli og láti ekki sitja við orðin tóm, ef þui-fa þykir. Það, sem þarna á að gera, er að auðkenna þessa staði með þeim nöfnum, sem þeir hafa bor ið í áraraðir, frá því á öldinni sem leið, þ. e. Jökuldalur og Jökuldalskvísl. Skrifað eftir skemmtilega ferð yfir Sprengisand. Þórólfur Jónsson. Gjöf til Iðnskólans B í LGREINASAMBANDIÐ færði Iðnskólanum að gjöf 7. sept., bensínvél og drifás bifreið ar, einnig fyrirheit um aðra góða hluti. Munir þessir eru sérstaklega gerð kennslutæki, sem auðvelda nám og tilsögn á sviði bifvéla- virkjunar. Þakkar skólinn þessa kær- komnu gjöf, og þann skilning sem Bílgreinasambandið sýnir með framlagi til iðnmenntunar. Jón Sigurgeirsson, skólastjóri. Halldór Arason, form, skólan.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.