Dagur - 11.09.1974, Side 8

Dagur - 11.09.1974, Side 8
AUGLÝSINGASÍMI ASAHI PENTAX sjónaukarnir komnir. Akureyri, miðvikudaginn 11. sept. 1974 (Ljósm.: Fr. Vestmann). Iðnskólanum gjaí'ir gcínar, sjá grein þar um. UM helgina var fundur Bil- greinasambandsins haldinn og voru þátttakendur um 120. Fundarstaðurinn var Hótel KEA. Var þetta umræðu- og kynningarfundur. Gunnar Ás- geirsson er formaður þessara samtaka. Fundarstjóri var Sig- urður Jóhannesson. Fræðileg erindi fluttu Jón Bergsson verkfræðingur og Bjarni Bragi Jónsson. Umræður urðu miklar, og ýmsar ályktanir samþykktar varðandi stöðu bif- reiðaeignar og bílgreina á land- inu, ályktun varð gerð um síma mál, verðlagsmál og innflutn- ingsgjöld. Bílaeign landsmanna nú er um 70 þúsund bílar, og á þessu ári hafa verið fluttir inn 9—10 þúsund hílar. Konur fundarmanna fóru í kynnisför um Eyjafjörð og heim sóttu Skíðahótelið í Hlíðarfjalli. S A M B A N D dýraverndunar- félaga íslands gengst fyrir því, að á sunnudaginn kemur er Dagur dýranna. Er ákveðið að helga hann ellefu alda veru hús- dýranna í landinu og sambýli þeirra við okkur íslendinga. S. d. í. bendir á, að dýr og dýravernd sé ekki hátt skrifuð í íslensku þjóðlífi og þörf sé mikilla úrbóta í því efni. Einn Sýnd var á fundinum fræðslu mynd um fræðslukerfið, sem nú er að hefjast að sænskri fyrir- mynd í sambandi við nám iðn- aðarmanna í þessari grein. □ liðurinn í þeirri viðleitni hjá stjórn sambandsins er að efna til þessa dags. Bent hefir verið á, að Jón Þórarinsson fyrrum fræðslumálastjóri var mikill hvatamaður þess, að einn sunnu dagur á ári yrði helgaður dýra- vernd í kirkjum landsins. — Eins og fram kemur í messuboði á öðrum stað í blaðinu, er ráð- gert að svo verði í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn. □ DAGUR DÝRANNA r Söluaukning hjá Iðnaðardeild. Heildarsala fyrirtækja Iðnað- ardeildar SÍS fyrstu sex mán- uði þessa árs nam 783 milljón- um króna, en var 640 milljónir sama tímabil sl. ár og hefur því aukist um rúm 22%. Á sama tíma var framleiðsluaukning 25,7%. Utflutningur deildarinnar fyrstu sjö mánuði ársins var hins vegar 261,5 milljónir króna, sem er heldur minna en sama tímabil sl. ár, er hann var 276,8 milljónir. Skv. upplýsingum frá Harry Frederiksen framkvæmdastjóra heíur sala deildarinnar gengið greiðlega það sem af er árinu, og má heita að allar vörur hafi selst jafnóðum . og þær hafa verið framleiddar. Hins vegar hefur verið mikill skortur á iðn verkafólki á Akureyri, sem hef- ur háð verksmiðjunum veru- lega, sérstaklega í sambandi við framleiðslu á útflutningsvörum. Ilaustslátrun að hefjast. Skv. upplýsingum Skúla Olafssonar deildarstjóra hjá Bú vörudeild SÍS hefst haustslátr- unin núna upp úr 10. septem- ber hjá nokkrum stórum slátur leyfishöfum. Samtals var sl. haust slátrað í landinu 784.144 Dagum kemur næst út miðvikudaginn 18. septeniber. — Auglýsingar og efni þurfa að berast í tæka tíð. dilkum, en í ár er reiknað með að þeir verði 6—7% fleiri og að dilkakjötsmagnið aukist um 4— 500 lestir, en það var 11.717 lestir á sl. ári. Birgðir sjávarafurða eru nú miklu meiri í landinu en á sama tíma í fyrra, og af þeim ástæð- um er nú mikill skortur á geymslurými í frystihúsum um allt land. Þess vegna er að þessu sinni ráðgerður útflutningur á kjöti ■ þegar í sláturtíðinni, og fara 400 lestir til Noregs með Jökulfellinu nú síðast í septem- ber. Auk þess verða innyfli seld til Englands að venju í lok sláturtíðar, og verða það rúm- lega 300 lestir. 46% 'aukning smjörsölu. Fyrstu átta mánuði þcssa árs nam smjörsalan hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík um 1.050 lestum, skv. upplýsingum f'rá Oskari H. Gúnnarssyni fram kvæmdastjóra. Er það 46% aukning í magni frá sama tíma- bili árið á undan. Þá eru smjör- birgðirnar í landinu nú um 200 lcstir, sem er. allmiklu minna en á sama tima sl. ár, er þær voru 640 lestir. Að sögn Óskars er þó engin hætta á smjörskorti, því að mögulegt er að draga úr framleiðslu á ostum og auka smjörframleiðsluna hjá mjólkur búunum eftir því sem þörfin krefur hverju sinni. Þá hefur ostasalan haldið áfram að aukast, eins og verið hefur undanfarin ár. Fyrstu átta mánuði ársins nam sala Osta- og smjörsölunnar 650 lest- um, sem er um 5% aukning frá sama tímabili sl. ár. Breytingar hjá verksmiðjunúm. Axel Gíslason aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar, með aðsetri á Akureyri, tekur við starfi aðstoðarframkvæmda- stjóra sölufyrirtækisins Iceland Products, Inc., í Bandaríkjun- um frá og með 15. september. í stað hans hefur Kjartan B. Kristjánsson verkfræðingur ver ið ráðinn tæknilegur fulltrúi framkvæmdastjóra í verksmiðj- unum með aðsetri á Akureyri. Sömuleiðis hefur verið ráðinn sérstakur skrifstofustjóri verk- smiðjanna, og tekur við því starfi Jóhann Bjarmi Símonar- son, áður gjaldkeri þeirra. □ Ilrísey, 9. septcmber. Hér er alveg blankalogn og allir ó sjó í dag. Undanfarið hafa verið ógæftir og fiskafli lítill. Vinna er því alls ekki nægileg í hrað- frystihúsinu. Okkur vantar fisk og miklu meiri fisk. Við, sportmenn, förum stund- um á sjó og eru'm, ánægðir mcð minni afla en sjómennirnir sætta sig við. Vi'ð erum harð- ánægðir ef ekki beinlínis montn ir ef við fáum 100 kíló af fiski ó dag á handfæri. Engin frostnótt hefur enn komið hér á þessu sumri og kartöflugrösin eru því óskemmd hjá okkur og undirvöxturinn góður. Nýlega fluttu frá okkur átta manns og höfum við ekki fengið SMÁTT & STÓRT GONGUR OG RÉTTIR Víða eru göngur viku fvrr en ■ venja er og standa þær yfir þar scm fyrst er gengið. Enn sem fyrr eru göngurnar hið mikla ævintýri haustsins, oft með gleöibragði þegar vel viðrar, en karlntennskuraun í harðviðrum. Ilestar og hundar eru félagar gangnamanna þá daga. Stund- um er hestum ofboðið í göng- um, ef þeir eru sumarstaðnir og feitir, og ná þeir sér þá vart aftur. Er meiri hætta á þessu en fyrr, þar sem gangnahestar voru að jafnaði ýnlsu vanir og tóku því gangnaferðir ekki nærri sér. Er á þetta minnt að gefnu tilefni, ef verða mætti til umhugsunar. GÓÐ MEÐFERÐ Naumast þarf að niinna gangna- menn á, live nauðsynlegt er að fara gætilega með féð og forð- ast að ofbjóða því með liarka- legum rekstri. Þá er sú vísa aldrei og oft kveðin, að minna á marblettina, sem koma af hundbiti, girðingaslitrum, ónær gætni manna við sundurdrátt í réttum og við flutning á fé til slátrunar. Sagt er, að meðferð fjárins á haustin fari batnandi og er það gleðiefni, þótt enn sé úrbóta þörf. Þá er þörf að minna á gildandi reglur um flutning stórgripa, nautpenings og hrossa, sem stundum virðast brotnar. GÓÐUR AFLI Akureyrartogarinn Svalbakur EA 302 kom í síðustu viku með 280 tonn til heimahafnar eftir tíu daga veiðiferð. Aflinn var þorskur veiddur í flottroll. Verð mæti lians, miðað við fiskverð um sl. mánaðamót, var kr. 8.346.000,00 og munu aðrir tog- arar ekki hafa landað svo miklu verðmæti úr einni veiðiferð. Skipstjóri cr Halldór Hallgríms son. VEGFARENDUR I Foreldrabréfi Umferðarráðs segir: Skólarnir eru byrjaöir og nú stíga mörg börn sín fyrstu spor út á mcnntabrautina. Um leið vcrða þau sjálfstæðir vegfarend ur í umferðinni í fyrsta sinn, og þar af leiðandi eykst slysahætt- an verulega. Samkvæmt rann- sóknum, sem framkvæmdar nema þrjá í staðinn. Þetta er tiilulega óhagstætt fyrir okkur og við hefðum óskað eftir meiri jöfnuði í inn- og útflutningi fólks. Vonandi stendur þetta til bóta. S. F. hafa verið liér á landi undan- farin ár, er slysatíðni hæst meðal 6 og 7 ára barna, og flest börn slasast í SEPTEMBER OG OKTÓBER. Mestu erfiðleikar barnsins í umferðinni er hversu smátt það er, hversu sjón þess er óþrosk- uð, t. d. er sjón barns ekki full- þroskuð fyrr en það er 14—16 ára og börn undir sjö ára aldri eiga því erfitt með að greina hreyfingar útundan sér. UMERÐIN ER FYRIR FULLORÐNA Athafnir barnsins stjórnast af skyndiákvörðunum og á þann hátt verður það sljótt og blint á allt annað. Bam vill gjarnan líkjast hin- um fullorðnu. Það talar oft um „þegar ég verð stór“. Það þjálf- ar sig stöðugt fyrir fullorðins- árin og gerir það með leik sín- um. En umferðin er skipulögð FYRIR FULLORÐNA FÓLKIÐ og þar af leiðandi á barnið í erfiðleikum með að fóta sig í þeim flókna heimi, og nú, þegar þau þurfa skólans vegna að ger- ast vegfarendur á sama hátt og hinir fullorðnu, eykst hættan. !•*: v i> ■ * ihu.il ÞAÐ VAR ALVARA Ég minnist þess, að þegar nokkr ir alþingismenn fluttu um það tillögu að skora á ríkisstjórnina að afnema vínveitingar, var sagt á þessa leið: Þetta er nú engin alvara hjá þeim. Þeir eru bara að gera sig góða í augum bind- indismanna. Vilhjálmur Hjálm- arsson var fyrsti flutningsmað- ur tillögunnar. Hans fyrsta verk, er liann varð menntamála ráðherra, var að fyrirskipa vín- lausar móttökur á vegum ráðu- neytis síns. Hjá honum fylgdi hugur máli og hefur það nú komið í Ijós. Hann lilýtur al- menna og verðuga viðurkenn- ingu fyrir sitt fyrsta ráðherra- verk. LOÐIN SVÖR Blaðamenn veittu þessu atliygli, sem vænta mátti og lögðu þá spurningu fyrir aðra ráðlierra, hvort svipaðra aðgerða væri að vænta í þeirra ráðuneytum. Svörin voru loðin í meira lagi og í þeim fólust jafnvel ósann- indi. En vita mega þeir, að jafnt ’vínmenn sem bindindismenn myndu virða það og meta að verðleikum, ef þeir færu aö dæmi menntamálaráðherra, svo mjög sverfur áfengisbölið að þjóöinni. Og svo mjög finna menn tilr þess, þrátt fyrir mis- munandi. skoðanir . á notkun áfengis, að margir í liáum trún- aöarstöðum þjóðfélagsins ganga fcti framar í meðferð áfengra drykkja en almennt velsæmi leyfir. Húsavík, 9. september. Slátrun hefst í sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík fimmtu- daginn 12. september. Áætiað er að slátra um 44 þúsund fjár í haust og er það um 8% aukn- ing frá fyrra ári. Sæmilega hef- ur gengið að fá fólk til starfa í sláturhúsinu. Gert er ráð fyrir, að sauðfjárslátrun ljúki um 17. október. Stórgripaslátrun hófst í slátur húsinu' fyrir skömmu, og hefst á ný að sauðfjárslátrun lokinni. Verður lógað um eitt þúsund stórgripum samanlagt. Réttir héfjast senn í Þing- eyjarsýslu. Hraunsrétt í Aðal- dal er stærsta réttin í nágrenni Húsavíkur og þar verður réttað á laugardaginn, 14. þ. m. Þ. J.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.