Dagur - 16.10.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 16.10.1974, Blaðsíða 1
Aflimi og flugvöllur- inn Iiér á Sigiufirði Siglufirði, 14. október. Hér í Siglufirði sitja ó skólabekk 650 Siglfirðingar eða meira en fjórði hver maður. f Barnaskólanum eru 290 nemendur, skólastjóri Jóhann Þorvaldsson, í Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar eru 160 nemendur, skólastjóri er Gunn- ar Rafn Sigurbjörnsson. Jóhann Jóhannsson lét af skólastjóra- störfum eftir meira en 30 ára starf. Tónlistarskólinn er með ■ 70 nemendur, skólastjóri Geir- ' harður Valtýsson. Iðnskólinn er með 30 nemendur í fyrsta og fjórða bekk, skólastjóri Jóhann Þorvaldsson, og Vélskólinn, fyrsta deild, hefur 14 nemendur, forstöðumaður er Markús Krist- jánsson. Til Siglufjarðar barst 731 tonn fiskjar í septembermánuði, sem er nokkru meira en sl. ár. Aflinn fyrstu níu mánuðina varð 5642 lestir, sem er 760 lest- um meira en á sama tíma í fyrra. Handfæraafli er mikið minni en í fyrra. Fjórir bátar stunda nú línuveiðar og er afli sæmilegur. Afli togaranna er tregur uin þessar mundir. í sumar voru framleiddar 600 lestir af saltfiski hér í Siglul firði. Er það mun meira en í fyrra. 4300 pakkar fóru um daginn í skip og á sá saltfiskur að fara til ítalíu. Lokið er við viðgerð á flug- vellinum og voru bornir 500 rúmmetrar af möluðu efni í völl inn. Völlurinn er 700 metrar. Næstu daga verður tekin í notkun ný farþegaafgreiðsla við flugvöllinn, sem er til stórbóta og öryggisauka. Símanúmer á vellinum verður 71470. Flugvall arstjóri er Steinar Jónasson. Áætlunarflug til Siglufjarðar er fjóra daga í viku, á þriðjudög- um, fimmtudögum, laugardög- um og sunnudögum. Flugfélagið Vængir sér um flugið. J. Þ. Sæljomö í reynsluför. (Ljósm.: M. Ó. G.) re ÞAÐ bar helst til tíðinda um helgina, að tveir drengir á tólf ára aldri fóru í óvænta sjóferð. Þeir brutu upp vélarhús á trillu bátum í Sandgerðisbót á sunnu- dagskvöldið og skemmdu þau nokkuð. Einni trillunni stálu þeir síðan. Á mánudagsmorgun var trilla þessi bundin við bryggju á Svalbarðseyri. Fóru drengirnir þar í land, lögðu sig útaf í hlöðu en tóku sér síðan far til Akureyrar, landleiðina. Brotist var inn í Borgarsöluna um helgina en ekki er neins saknað þar. Ennfremur var brotist inn í Randíóvinnustofu við Helgamagrastræti og þaðan stolið þrjú þúsund krónum í peningum og heyrnartæki, sem mun álíka mikils virði. Þar fyrir utan hefur verið talsverð ölvun í bænum og nokkrir minniháttar árekstrar. (Samkvæmt viðtali við varð- stióra á mánudagj LAUGARDAGINN 12. október afhenti Slippstöðin h.f. 150 lesta stálfiskiskip til „Friðþjófs li.f.“ á Eskifirði. Skipið hlaut nafnið „SÆLJÓN SU 104“. Sæljón er 11. skipið í röð 150 rúmlesta fiskiskipa, sem Slipp- stöðin h.f. hefur smíðað undan- fárin ár í raðsmíði. Skipið er útbúið til línu-, tog-, neta- og nótaveiða og er togbúnaður gerður fyrir skuttog. Aðalvél er af gerðinni Caterpillar D-398TA og tvær ljósavélar af gerðinni Caternillar D 330-NA. Fiskleitar tæki eru af gerðinni Simrad og tvær radsjár af gerðinni Decca. Talstöð er af gerðinni Sailor og einnig má nefna að í skipinu er örbylgjustöð, bylgjuleitartæki, miðunarstöð, lóran, sjálfstýring, símakerfi, útvarps og hátalara- kerfi, segulband og sjónvarp. í skipinu eru íbúðir fyrir 12 manns og eru þær bæði afurí og framí. Skipið reyndist vel í reynslu- ferð og var ganghraði 13 sjó- mílur. Skipstjóri á „Sæljóni" er Friðrik Rcsmundsson og 1. vél- stjóri Bjarni Stefánsson. Nú eru í smíði tvö síðustu 150 lesta fiskiskipin, sem fram- leidd verða að sinni. Þau eru byggð fyrir aðila á Ólafsvík og Stykkishólmi og er áætlað að afhenda þau seinni hluta vetrar. Um þessar mundir er verið að byrja á skuttogurum, sem verða aðalverkefni stöðvarinnar næstu tvö árin. Framundan eru því næg verk efni og skortur á vinnuafli, einkum plötusmiðum. Q NÆSTA mánudagsmynd Borg- arbíós cr Hvísl og hróp, áhrifa- mikil, snilldarvel leikin verð- launamynd frá hendi sænska snillingsins Ingimars Bergirtans, sem hefur einnig samið hand- ritið. Myndataka: Sven Nykvist. Tónlist eftir Chopin og Bach. Aðalhlutverk leika Harriet Andersson, Kari Sylwan, Ingrid Thulin og Liv Ullmann. Myndin er með íslenskum texta, Q FYRSTA BINGÓIÐ og það heldur K. A., verður í Sjálfstæðishúsinu 20. þ. m. Þar eru margir góðir vinningar. — Sjá nánar f auglýsingu á öðrum BLAÐIÐ ræddi litla stund við dr. Halldór Pálsson búnaðar- málastjóra á mánudaginn og spurði hann um ástand og horf- ur í landbúnaðarmálum, núna á haustdögum. Búnaðarmála- stjóri sagði þá meðal annars, efnislega: Þetta ár sýnist verða gott bú- skaparár. En Austurland og Norðausturland, allt til Eyja- fjarðar er þó verr sett en aðrir landshlutar, vegna erfiðrar hey- skapartíðar í sumar. Þegar á heildina er litið er heyforði bænda eftir sumarið sæmilegur, þótt hann sé allvíða minni en í fyrra, en þá var mikið heyskaparár. Kal í túnum á Suður- og Vesturlandi sunnanverðu dró verulega úr uppskeru. En kalið var þó ekki verra en það, að það gréri að mestu í sumar. Heyin eru mjög vel verkuð sunnanlands og vestan og einn- 7.. Jin segir dr. Ilalldór Pálsson bímaðarmálastjóri ig á Norðurlandi vestanverðu, allt austur fyrir Eyjafjörð. Vegna hagstæðrar veðráttu á öllu þessu landsvæði þornaði ia var eitthvað léttara en í fyrrahaust, en sauðfjárslátrunin stendur enn yfir. Á sumum stöðum á Snæfellsnesi og raunar víðar virðist féð þó vera vænna, þótt hitt sé algengara, að því er fregnir herma. Ymsir bændur hér á Suðvesturlandi tala um kílói minni meðalvigt nú en í fyrrahaust. Trúað gæti ég að hcildarmunurinn yrði svona hálft kíló yfir landið allt. í sumar var 1.7—1.8 milljón fjár á fjalli. Tvílembingar urðu með allra flesta móti, enda féð yfirleitt ágætlega fóðrað í fyrra vetur. Lömbin voru ágætlega væn um rúning á Suðurlandi og bændur áttu von á vænum dilk- um í haust. En dilkarnir voru smáir í haust og vita menn ógjörla hvað veldur. En líkleg örsök er sú, að grös hafi trénað venju fyrr að þessu sinni og því orðið tormeltari og ekki eins ii var el!d auðug af eggjahvítu. En dilk- arnir flokkast vel þótt þeir séu fremur léttir. Fé mun ekki fjölga verulega. Mörgum finnst þegar of mikið í högum, aðra vantar húsakost. Enn má nefna, að bændur eru uggandi yfir stórhækkun áburð arverðs. En veruleg fjölgun fjár krefst aukinnar beitar á ræktað land. Nautgripabúskapurinn hefur gengið vel á árinu, sérstaklega mjólkurframleiðslan. Mikið er um nautaeldi til slátrunar, en verðfall hefur orðið á þeirri vöru erlendis. Innanlands vant- aði þessa vöru tilfinnanlega á markað fyrir fáum árum. Nú er sá markaður fullnýttur og kjöt- fjall hefur myndast í Evrópu. Þessi grein nautgriparæktar- innar er að heita má ný hér á landi og bændur hafa ekki náð föstum tökum á framleiðslunni, ncma stöku menn. Á markaðinn koma skepnur, sem hvorki eru (Framhald á blaðsíðu 2) SMIÐAÐ I AROSUM OG HLAUT NAFNID TYR HINN 10. október var hinu nýja varðskipi Landhelgisgæslunnar lileypt af stokkunum í Árósum. Hlaut það nafnið Týr og gaf frú Dóra Guðbjartsdóttir, kona Olafs Jóhannessonar dómsmála- ráðherra, því nafn við hátíðlega athöfn. Meðal annars lék hljóm- sveit íslenska þjóðsönginn, er varðskipið rann í sjóinn við fögnuð viðstaddra. Týr er 600 tonna stálskip og samkvæmt samningi á skipið að kosta 30 milljónir danskra króna. Um 250 manns hafa unn- ið að smíðinni og er talið, að smíði skipsins ljúki í febrúar á næsta ári. Q Dr. Halldór Pálsson. heyið eftir hendinni og grasið varð því ekki úr sér sprottið að þessu sinni. Efnagreiningar liggja þó ekki fyrir á heyinu frá í sumar, en fréttir hafa borist af því suðvestanlands, að of lítið kunni að vera af steinefnum í töðunni. Meðalfall dilka mun verða Eldfjallasföðin formlega opnuð VILHJÁLMUR Hjálmarsson menntamálaráðherra opnaði formlega Norrænu eldfjallastöð ina með viðhöfn í Norræna hús- inu hinn 12. október sl. Stjórnar formaðurinn, prófessor Arne Nýgaard, flutti ávarp við það tækifæri. Eldfjallastöðinni voru settar reglur 1973. Hlutverk hennar eru rannsóknir á eld- fjöllum og að veita ungum jarð- fræðingum menntun og tæki- færi til starfa á sviði eldfjalla- rannsókna. Til húsa er hún í Jarðfræðideild Háskólans. Norðurlandaráð kostar rekst- ur stöðvarinnar á sama hátt og önnur sameiginleg verkefni. Forstöðumaður stöðvarinnar er Guðmundur Sigvaldason. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.