Dagur - 16.10.1974, Side 2

Dagur - 16.10.1974, Side 2
2 -9- SJOTUG I DAG -VÍ! -Í'VÍ -5-fi) -i'V.'c -’r-Í! -í'-.-í -^ö -í-íí- -f- *- t- <3 4- SMÁTT & STÓRT PETREA Jónsdóttir, Grœnu- götu 12 á Akureyri, er sjötug í dag. Hún er Árskógströndung- ur, dóttir hjónanna Jóns Jóns- sonar og Maríu Þorsteinsdóttur, sem bjuggu að Stærra-Árskógi á árunum 1909—1918, og þar ólst Petra upp. Hún var annars löngum kennd við Brimnes, því að þar bjó hún með manni sín- um Jóni Níelssyni 1931—1947, en áður höfðu þau búið í Vall- holti í sömu sveit. Þau eignuð- ust sex börn og eru fimm þeirra á lífi, allt hið mennilegasta fólk, dugmikið og starfhæft í bezta lagi. Petra vakti snemma á sér athygli fyrir fríðleik og prúð- mennsku og alla tíð hefur hún verið hin ljúfa, góða og glað- lynda kona, sem alla hefur að sér laðað og verið bónda sínum og börnum einstök húsmóðir. Þau hjónin hafa verið mjög sam rýrrid og börn þeirra bera heim- ilinu glöggt og gott vitni. SJÁVARF ÞRIÐJA tölublað Sjávarfrétta er komið út, útgefandi er útgáfu fyrirtækið Frjálst framtak h.f. Tilgangurinn með útgáfu Sjávarfrétta er að veita alhliða upplýsingar um þau málefni, sem að sjávarútvegi lúta og gæta hagsmuna hans. Útbreiðsla Sjávrafrétta er mjög mikil og eru þegar gefin út á sjöunda þúsund eintök. Blaðið er eingöngu selt í áskrift. í þessu blaði, sem nú kemur út, er fjallað um verðhrun á fiskmjöli og horfur í því efni. Fiskiðnaði í Vestmannaeyjum eru gerð ítarleg skil og rætt er við forsvarsmenn fiskvinnslu- stöðvanna í Eyjum. Birt er grein um spærling og spærlings veiðar og möguleika á nýtingu hans til manneldis. Þá er sagt frá Vélskóla íslands og spjallað við Andrés Guðjónsson skóla- stjóra u mskólastarfið. í þættin- um „Rannsóknir, vísindi“ er sagt frá nýjungum í starfi Rann sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, þ. e. vöruþróunardeild og tækni deild. Skrifað er um sjótrygg- ingar, og fleira efni birtist í blaðinu. Sjávarfréttir koma út annan hvern mánuð. Ritstjórar eru Jóhann Briem og Þorleifur Olafsson. FLEIRI EN OFÐRYKKjUMENN BÍÐA HEILSUTJÓN AF VÖLÐUM ÁFENGISNEYSLU RANNSÓKNIR á áhrifum áfengis á mannslíkamann eru komnar hvað lengst á Norður- löndum og í Kanada. Vísindamaðurinn, dr. Jdrg M0rland, hefir um árabil unnið að rannsóknum á þessu sviði við lyfjafræðistofnun Oslóar- háskóla. Nokkrar niðurstöður sínar birtir hann í Folket í sumar. Þær eru í stuttu máli þessar: Svo að segja öll líffæri verða fyrir áhrifum af langvarandi notkun áfengis, og tíðni sjúk- dóma í flestum líffærakerfum eykst við slíka drykkju. Jafnvel mjög lítið magn af áfengi hefir bráð áhrif á mörg líffæri. Þessi áhrif hverfa um leið og áfengið. Samt virðast ýmiss konar leifar áhrifanna verða eftir í sumum líffærum, og þegar þær ná visu marki leiða þær af sér varanlegt tjón. (Þetta atriði hefir verið best rannsakað í lifur). Áfengisrannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós, að fólk, sem neytir áfengis í svo litlum mæli, að enginn mundi kalla mis- notkun, getur orðið fyrir heilsu- tjóni af völdum áfengisneyslu, og því jafnvel óbætanlegu. (Áfengisvarnaráð) ORÐSENDING HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjavðar- prófastsdæmis verður. haldinn á Akureyri sunnudaginn 20. okt. n. k. Fundurinn verður settur að lokinni guðsjjjónustu í Akureyrar- kirkju, en lnin hefst kl. 2 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðaffundar- 1 sambandi við héráðsfundinn er ráðgert að hafa sérstakan lund mcð sóknarnefndum prólastdæm- isins, Jiar sem rædd yrðu ýmis sameiginleg vandamál safnaðanna. Öllum sóknarnefndarmönnum er boðið lil fnndarins. hessi fundur mun hefjast í kapellu kirkjunnar kl. 10 f. 1,. Reikningshaldarar kirkna og kirkjugarða, sem ekki liafa Jjegar sent reikninga eru stranglega á- minntir um að senda Jjá tafar- laust. PRÓFASTUR (Fréttatilkynning). - Heifa vafnið á HveravöSlum (Framhald af blaðsíðu 8) Mælingar á hverunum á Hveravöllum, sem framkvæmd- ar voru er borholan hafði staðið opin í 10 daga sýndu enga breyt ingu á vatnsmagni þeirra með tilkomu borholunnar. Hitaveita Húsavíkur tók til starfa árið 1970. Hún hefur til þessa einungis notað vatn úr hverunum á Hveravöllum og . hefur vatnsmagnið verið um 45 lítrar á sekúndu. í frosthörkunum síðastliðinn yetur tók að bera á vatnsskorti Það vakti nokkra furðu sumra kunningja þeirra, er þau sneru sér allt í einu að verzl- unarstörfum og stofnuðu hús- gagnaverzlunina Kjarna hér á Akureyri. En það hefur sýnt sig, að þar voru þau bæði vel til starfa fallin, og hafa þau í þeim störfum getið sér hið bezta orð. Ég, sem hef Jjekkt þessi hjón frá barnæsku, mæli hiklaust fyrir munn gamalla sveitunga og allra annarra, sem þeim Jóni og Petru hafa kynnzt, að gott hefur jafnan verið með þeim að vera og við óskum þeim af alhug gæfuríkra ellidaga. Þau dvelja nú á þessum tímamót- um hjá dætrum og tengdafólki í Reykjavík, en ég vona að Petra kenni héðan að norðan þess hlýleika og vináttu, sem góð og göfug kona á ævinlega skilið. Ströndungur. (Framhald af blaðsíðu 8) mennska taki árlegum framför- um og kann það að vera rétt. En tamning hrossa hér á landi er eins fjölbreytt eins og tamn- ingamennirnir eru margir. VEIKUR HLEKKUR Til eru hér á landi listamenn á sviði tanminga. Hestar sem þeir temja að fullu, geta sér hvar- vetna gott orð. Það má slá því föstu, að þeir geri gæðing úr hverjum sæmilega röskum hesti. Þegar stóðhestar ganga undir dóm á hestamannamót- um, fá slíkir góða umsögn eða ágæta. Jafn eðlisgóðir stóðhest- ar, sem ekki hljóta eins góða tamningu, fá lakari dóma. En áunnir kostir reiðhestanna erf- ast ekki og er hér einn veikasti liíekkurinn í kynbótastarfinu. Til jjess að fá réttan samanburð tveggja eða fleiri stóðhesta, þurfa þeir að njóta samskonar meðferðar og tamningar, en því er sjaldnast eða aldrei til að - Bænámi íækkar ekki... (Framhald af blaðsíðu 1) kálfar eða naut og misjafnar að gæðum. Það er ekki nægilega mikið af Jjessari vöru úrvals- kjöt, svo sem það þyrfti að vera. Mikið af þessu kjöti hentar þó vel til hverskonar vinnslu. Grip irnir þurfa að safna góðum hold um og vera í mjög góðu ásig- komulagi er þeim er lógað, til þess að kjötið verði gott. Þetta er eins og áður sagði, ný grein í búskap bændanna. Hrossum hefur fjölgað of mikið, einkum í og við þéttbýli. Ég vona að markaður haldist erlendis fyrir gæðingana en ekki hef ég trú á, að mikið verð fáist erlendis fyrir gutlara. Hrossakjötið var áður aðal markmiðið með stóðeigninni. Þetta er nú mjög breytt. Menn horfa á útflutninginn sem tekju- lind. Kynbótum hefur miðað vel í þessari grein og góðum tamn- ingamönnum fjölgar stöðugt. Á Jjessu hefur orðið mikil breyt- ing síðustu árin og ber að fagna því alveg sérstaklega. Stefna ber að því að sérhæfa hross til útflutnings og að það verði gæðingar eða gæðingsefni, sem flutt verða út á næstu árum og áratugum. En grónu landi staf- ar víða hætta af of mikilli hrossabeit og verður að taka Jjað með í reikninginn. Því miður eru margir að ala upp hross um þessar mundir, sem ekki eru nægilega góð reið- hestaefni. Þeir geta orðið fyrir verulegum vonbrigðum með þá framleiðslu. Það eru fremur gæðin en fjöldinn, sem hér skiptir máli. Bændastéttin er yfirleitt bjart sýn og bændum hefur ekki fækkað síðan byggðastefnan var efld, sagði dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri að lokum og þakkar blaðið viðtalið. □ Eigum á lager nokkra bíla af hinum vinsælu MAZDA 818, 4ra dyra, 2ja dyra og station. GOTT VF.RÐ - HAGSTÆTT LÁN. Leitið upplýsinga. BIFREI9AVERKSTÆÐI BJARNA SIGURJÓNSSONAR KALDBAKSGÖTU, AKUREYRI, SÍMI 21861. í einstöku húsum á veitusvæði Hitaveitunnar. Með tilkomu bor holunnar tvöfaldast vatnsmagn Hitaveitu Húsavíkur næstum því, auk þess sem vatnið verður algjörlega sjálfrennandi að undanskilinni einni smádælu á dreifikerfinu á Húsavík. Því má vænta þess að rekstraröryggi Hitaveitu Húsavíkur sé nú tryggt um alllanga framtíð auk þess sem drjúgur varaforði er til að mæta þörfum örtvaxandi byggðar á Húsavík. (Frétt frá Húsavíkurkaupstað) Húsavík - Akureyri Frá 15. október breytast áætlunarferðir þannig, að fatið er á mánudögum, fimmtudögum og' laugardögttm frá Húsavík kl. 9 alla dagana og frá Akureyri kl. 5 sd. mánudaga og föstudaga og kl. 1 e. h. á laugardögum. Frá sama degi þarf að staðgreiða undir böggla, sem fara eiga með áætlunarbílnum. Afgreiðsla Akureyri, Ferðaskrifstofa Akureyrar, sínri 1-14-75. Afgreiðsla Húsavík, Bifreiðastöð Húsavíkur, sími 4-13-35. dreifa. Það íer því oft svo, að hesturinn fær það hrós, sem knapinn ætti að fá, og ágætir hestar eru settir til hliðar vegna Jiess að þeir nutu ekki góðrar tamningar. NÆG VERKEFNI Þess var fyrr getið, sem afsökun fyrir því að dýraverndarfélag á Akureyri dó drottni sínum, að meðferð á dýrum hefði ekki gefið félaginu lífsnauðsynleg verkefni. Nú þegar hefur það komið í ljós, að verkefni vantar ekki. Þegar hafa stjórn nýs dýra verndarfélags borist kærur og kvartanir, að því ér blaðinu hefur verið tjáð. Er þó vel að fólk á einhvern aðila til að snúa sér til. Væntir blaðið J>ess, að nýstofnað félag leiði margt á betra veg, bæði menn og tlýr. ■ r NEYÐARBÍLLINN Blaðamannafélag fslands hefur staðið fyrir söfnun og kaupum á framúrskarandi vönduðum sjúkrabíl í Reykjavík, í minn- ingu Hauks heitins Haukssonar blaðamanns. Blaðamannafélagið er að safna fyrir öðrum bíl á Norðurlandi og gerir það í sam- vinnu við Rauða krossinn. Það er þegar húið að panta bílinn og hann er bæði traustur og vel búinn og á eftir að bjarga mannslífum í þessum lands- hluta. Söfnun hefur farið liægt af stað, en nú þarf að leggja kapp á að safna talsvcrðum fjár munum og er til þess ætlast að Norðlendingar leggi fram fjár- muni með frjálsum framlögum til bílkaupanna, cnda eru þeir J)á að styðja eigið málefni. Söfn- unarlistar eru nú sendir út og tekið á móti gjöfum hjá Rauða krossinum, Degi og íslendingi. iHúsnæðjgm Óska eftir lítilli íbúð til leigu. Uppl. hjá Þyrí, sími 2-28-85. Til sölu er lítil þægileg íbúð nálægt verksmiðj- um S.I.S. á Akureyri. Uppl. í síma 2-14-35 frá kl. 8—9 á kvöldin. Ung barnlaus lijón óska eftir lítilli íbúð til leigu. Uppl. í síma 1-23-92. fMviima Barnagæsla. Kona óskast til að gæta 8 mánaða gamals drengs frá kl. 1,30 tilýj e. h. 5 daga vikumiar. , ; Steinar Þorsteinsson, Skipagötu 1, sími 2-17-40. Heimilisaðstoð óskast einn eða tvo daga í viku. Fernt fullorðið í heirn- ili. Sími 1-12-70. Kona óskast til að gæta eins og hálfs árs drengs frá 1. nóv. Uppl. í síma 2-12-44 milli kl. 9—5 mánudaga og föstudaga.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.