Dagur - 16.10.1974, Side 5

Dagur - 16.10.1974, Side 5
4 atiroi Miðgarðakirkja fær góðar gjafir Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar hí. oi,’gir bíða björgunar ÍSLENDINGAR hafa náð undra- verðum árangri á ýmsum sviðum síð- ustu áratugi. Þeir eru meðal hinna liæstu í heiminum, hvað snertir þjóð- artekjur á mann og þurfa engan kinnroða að bera fyrir nálægum þjóðum hvað snertir framkvæmdir og framleiðslu, og eru hlutgengir á vettvangi mennta og jafnvel lista. Þeir muna ekki lengur sult, hafa stækkað til muna, eru vélvædd þjóð utan húss og innan, trúa fremur á hagvöxtinn en Biblíuna og þui'fa enga að öfunda af þeim gæðum, sem gildir sjóðir geta veitt. Dugnaður fólks er ótrúlegur, og átján stunda vinnudagur þykir ekkert frásagnar- verður á meðan fólk er að byggja sér þak yfir höfuðið og fylla það hús- gögnum. Metnaði manna í því að eiga, eru lítil takmörk sett og lífs- þorstinn er slíkur, að margir lifa langa ævi á fáum árum. A síðustu tímum liinna miklu möguleika, senr engin fyrri kynslóð lét sig einu sinni dreyma um og á tímum núverandi kapplilaups um lífsins gæði, hefur þó eitt og annað gengið úr skorðum, svo sem breytt viðhorf fólks til hlutanna. Hið nýja gildismat hafnar hinu fábreytta, ein- falda og fastmótaða lífi feðranna, en kýs í þess stað lifnaðarhætti, sem stundum eru kenndir við nýríka menn. Þessi breyting lætur sig ekki án vitnisburðar og staðfesta það alvarlega vandamál, sem nú ógnar andlegri velferð þúsunda manna í þjóðfélaginu. Fólk þolir ekki ógurlegan hávaða á vinnustöðum og í heimahúsum, vinnuálagið og hið þrotlausa kapp- hlaup um veraldleg gæði. Taugarnar bila og þá er leitað á náðir áfengis og róandi lyfja. Taugaveiklunin er farin að tröllríða manneskunni í svo ríkum mæli, að segja má með nokkr- um sanni, að ískyggilega stór hluti þjóðarinnar gangi fyrir pillum, sprautum, áfengi, öskurtækjum og öðrum ímynduðum læknisdómum. Þeir eru áreiðanlega eins margir taugaveilir nú, og þeir sem sultu í harðindum fyrri tíma. Á sveltiámnum vildu góðar þjóðir gefa íslendingum brauð. Nú er ]»örf á allri góðri aðstoð til að reisa hæli fyrir þúsundir drykkjumanna og geð veila Islendinga, og einnig til að mennta fólk til þess að grafa það fólk úr rústum hins tæknivædda þjóð félags okkar, sem lifir án þess að lifa og bíður björgunar. □ EINS og áður hefur verið getið um voru haldnar hrútasýningar í öllum hreppum á svæði Bún- aðarsambands Eyjafjarðar nú í haust. Margt góðra hrúta kom á þessar sýningar og voru þær yfirleitt vel sóttar. Alls voru sýndir 677 hrútar þar af 278 veturgamlir Er það mun meiri þátttaka en var í sýningum 1970, en þá voru sýndir 447 hrútar, þar af 136 veturgamlir. Flokkun hrútanna var nokkru lakari nú en 1970. Af 2ja vetra og eldri hrútum hlutu 46% I. verðlaun, 27% II. verðlaun og 27% hlutu III. eða engin verð- laun. 1970 voru flokkarnir þannig að 69% hlutu I. verð- laun, 21% II. verðlaun og 10 III. verðlaun. Af veturgömlum hrútum hlutu 17% I. verðlaun og 25% II. verðlaun og 56% hlutu III. eða engin verðlaun. Að meðaltali var þungi full- orðinna hrúta 99,7 kg og önnur mál eru þessi: Brjóstmál 106 cm, spjaldbreidd 25,2 cm og leggur 137,6 mm. Mál á veturgömlum hrútum voru: Þungi 82,8 kg, brjóstmál 98,7 cm og leggur 138,2 mm og spjaldbreidd 23,4 cm. Jafnframt hrútasýningum voru haldnar nokkrar afkvæma sýningar á ám og hrútum. Hrút- ar sýndir með afkvæmum voru 9 og hlutu 2 I. verðlaun fyrir afkvæmi. Eigendur þeirra eru Sauðfjárræktarfélag Skriðu- hrepps og er sá hrútur ættaður frá Þorvaldi Þorsteinssyni, Hálsi í Dalvíkurhreppi. Eigandi hins er Stefán Þórðarson, Árbæ í Grýtubakkahreppi, en sá hrút ur er ættaður frá Öngulsstöð- um I. 4 hrútar hlutu II. verðlaun og 3 III. verðlaun. 15 ær voru sýndar með af- kvæmum og hlutu 4 I. verðlaun, 6 II. verðlaun og 5 III. verðlaun. Að loknum hrútasýningum var síðan haldin héraðssýning á Möðruvöllum í Hörgárdal sunnudaginn 13. okt. Þar komu 44 hrútar og voru það bestu hrútar hverrar sveitar og fer fjöldi þeirra eftir því hve margt fé er í hverri sveit, en einn hrútur kemur fyrir hverjar 1000 ær. Dómari á hrútasýningunum var Einar Eylert Gíslason ráðu- nautur og var hann einnig aðal- dómari á héraðssýningunni, en meðdómarar þar voru þeir Osk- ar Eiríksson bústjóri og Ævarr Hjartarson ráðunautur. Formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Sveinn Jónsson, setti sýninguna og bauð menn velkomna. Síðan tók til máls Ólafur G. Vagnsson ráðunautur og gerði hann grein fyrir niður- stöðum af hrútasýningunum, en síðan flutti Einar Eylert ræðu og lýsti dómum. Meðal annars sagði Einar að ennþá væri að mestu dæmt eft- ir þeim reglum sem þeir Jón H. Þorbergsson og Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri hefðu mótað. Hann lagði sérstaka áherslu á að rækta þyrfti upp í fjárstofn- inum góðan vel vöðvafylltan Hesti, allir lágfættir og hold- miklir, en það væri sannað með afkvæmarannsóknum að þessir hrútar gæfu góð sláturlömb og góð reynsla væri á dætrum þeirra. Auk þess ræddi Einar nokkuð um hirðingu og með- Gríinsey, 15. október. Gott veð- ur hefur verið síðasta hálfan mánuð. Þann tíma hefur verið róið og er aflinn sæmilegur. Enn eru menn með handfæri en taka brátt línuna. Nokkrir að- komubátar róa daglega hingað á miðin frá öðrum verstöðvum. Aflinn, það sem af er árinu, er mikill og meiri en um þetta leyti árs í fyrra. Þó voru mán- uðurnir júlí og september ógæftasamir. Við losnum við iiskinn svo að segja jafnóðum, og fóru síðast 1300 pakkar af saltfiski, nú fyrir skömmu. Sex hús eru að rísa hér af grunni og eru þrjú þeirra komin undir þak. Lagast þá húsnæðis- málin ofurlítið, en íbúðir hefur vantað hér að undanförnu. Séra Pétur Sigurgeirsson gaf saman hér í gær brúðhjónin Huldu Einarsdóttur, Miðgörð- um og Halldór Jóhannsson frá Akureyri. Brúðhjónin setjast að í Grímsey. Fagur dregill, kirkjunni gef- inn, var notaður við guðsþjón- ustu í fyrsta sinn í gær. Gefend- ur voru Jónína Símonardóttir og Ellert Jónasson og börn þeirra. Er gjöfin til minningar um foreldra þeirra hjóna. Þá gaf Eyfirðingafélagið í Reykjavík kirkjunni í sumar tvo blómavasa og tvo kerta- stjaka, fagra gripi. Kom félagið hingað í skemmtiferð og skart- aði Grímsey þá sínu fegursta. — S. S. Til viðbótar þessum fréttum má geta þess, að útgerðarmaður einn sagði blaðinu á mánudag- inn, að hann hefði farið í fjóra róðra á trillu sinni í síðustu viku og fengið alveg óvenjulega stóran þorsk. Aflaverðmæti úr þessum fjórum róðrum var eitt hundrað þúsund krónur. □ Bjartur írá Hálsi í Svaríaðardal, eigandi Friðrik Magnússon, stóð cfstur af heiðursverðlaunahrútum á héraðssýningunni á Möðru- Vefraráætlun Flualeiða völlum. afturpart, því að þar væri verð- mætasta kjötið. Einnig sagði hann að á hrútasýningunum hefði hann tekið mjög lítið til- lit til ullargæða enda væri ullin svo sáralítið brot af tekjum sauðfjárbóndans að ekki væri ástæða til þess að fara mikið eftir henni við flokkun á hrút- um. Á héraðssýningunni væri hins vegar tekið fullt tillit til ullarinnar í stigagjöf. Þá lagði Einar áherslu á gott skýrslu- hald og að menn vönduðu vel líflambavalið, það væri algengt að mönnum sæist yfir bestu ein staklingana, þá lágfættustu og holdmestu ef ekki væri vigtað. Stórir grófbyggðir hrútar gæfu oftast léttari lömb heldur en þeir minni og holdmeiri, en þetta kæmi oft ekki fram nema menn létu sérvigta í slátur-1 húsum. Þá varaði hann sérstak- lega við þeirri skoðun margra, að fé þyrfti að vera háfætt og grófbyggt til þess að vera mjólk urlagið og auðvelt til rekstrar, þessi skoðun væri hin mesta fjarstæða. Þá gat hann um það að væntanlegir væru á Sæðinga stöðina á Akureyri 3 hrútar frá (Ljósm.: Ævarr Hjartarson) ferð á fé almennt. Besti hrútur sýningarinnar var dæmdur Bjartur Friðriks Mag'nússonar á Hálsi í Dalvíkur hreppi. Hlaut hann 89,5 stig. Umsögn dómnefndar var þannig: Bjartur er hvítur, hyrndur með fremur langt höf- uð, bollangur, jafnvaxinn með framúrskarandi bringu, bakhold ágætt, malir óvenju breiðar og holdmiklar, læri afburðagóð, fætur sverir og réttir. Hrútur- inn er lágvaxinn og klettþung- ur miðað við stærð. Bjartur er alhvítur með mikla og góða ull. Hann er 3ja vetra og vegur 114 kg og hefur þessi mál: 115 — 28,0 — 131. Annar besti hrúturinn var einnig frá sama eiganda. Hann heitir Nonni og hlaut 88,0 stig. Þriðji besti hrúturinn var Hnykill Þórólfs Ármannssonar, Myrká í Skriðuhreppi. Hann hlaut 86,5 stig. Á annað hundrað manns sóttu sýninguna, sem þótti takast mjög vel og var margt rætt manna á meðal um sauðfjár- rækt í veðurblíðunni á sunnu- daginn. □ Vetraráætlun Flugleiða h.f. í aðalatriðum er flugáætlunin sem hér segir: Til Akureyrar verður flogið þrisvar á dag alla daga. Fyrsta brottför frá Reykjavík er kl. 09.00 á virkum dögum og kl. 11.00 á sunnudögum. Síðasta brottför frá Reykjavík er kl. 18.00 og kl. 19.25 frá Akureyri. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir á dag alla daga. Brottfarartímar frá Reykjavík kl. 08.30 og 15.00. Til ísafjarðar verða níu ferðir á viku. Daglegt flug kl. 10.30 frá Reykjavík og einnig kl. 12.00 á mánudögum og föstudögum. Til Egilsstaða berða níu ferð- ir á viku. Daglegt flug og tvær ferðir á mánudögum og föstu- dögum. Til Hornafjarðar verða fjórar ferðir á viku, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Brottför til Horna fjarðar frá Reykjavík er kl. 11.30 á virkum dögum en á sunnudögum kl. 17.00. Til Húsavíkur verður flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og einnig á laugar- dögum frá 16. nóv. til 18. janúar Fjáröflunardagur hjá Zonfaklúbbnum ZONTAKLÚBBUR Akureyrar heldur síðdegisskemmtun í Sjálf stæðishúsinu sunnudaginn 20. október. Þar verður dagskrá helguð þjóðtrúnni (sjá augl.). Þá verður veislukaffi, og einnig verður skyndihappdrætti. Klúbburinn hefur undanfarin ár haldið skemmtanir og varið ákóðanum til líknarmála. Að þessu sinni hefur verið ákveðið Héraðssamband ÞANN 31. október n. k. mun Héraðssamband Suður-Þingey- inga minnast 60 ára afmælis síns. Héraðssamband Suður- Þingeyinga var stofnað á Breiðu mýri í Reykjadal 31. október 1914. Stofnendur voru 8 ung- mennafélög í sýslunni. Af þeim eru 7 enn starfandi. Þrír þeirra manna er sátu stofnfundinn eru enn á lífi, en þeir eru Jóhannes Laxdal bóndi í Tungu á Sval- barðsströnd, Marteinn Sigurðs- son bóndi á Hálsi í Kinn og Jón Haukur Jónsson verslunarmað- ur á Húsavík. í tilefni þessa tímamóta í sögu sambandsins mun H.S.Þ. efna til hátíðahalda á Húsavík 2. nóvember n. k. íþróttasýningar munu fara fram í íþróttahúsinu á Húsavík um daginn og borð- hald hefst kl. 20.00 í Félags- heimilinu á Húsavík. Þar munu fara fram skemmtiatriði og dans að verður. Þess er vænst að sem flestir ungir og aldnir félagar H.S.Þ. sjái sér fært að sækja þetta hóf. Áskriftarlistar fyrir þátttakend- ur liggja frammi hjá formönn- um aðildarfélaganna og á Húsa- vík í nokkrum verslunum. (Fréttatilkynning) að allur ágóði renni til fjöl- skylduheimilis, sem starfrækt er á Hjalteyri. Þetta er nokkuð sérstætt heimili og er það rekið af hjónunum Beverley og Einari Gíslasyni. í fyrstu var aðeins gert ráð fyrir að heimilið yrði rekið sem sumardvalarheimili og þá ein- göngu fyrir munaðarlaus börn, eða börn sem af einhverjum ástæðum áttu við erfið kjör að búa. Það fór þó svo, að þegar þau áttu að fara heim um haust- ið, voru nokkur börn, sem höfðu ekki að neinu að hverfa. Var þá hafist handa um útvegun á leyf- um og öðru, sem til þurfti til að reka það allt árið. Eðlilega er mun umfangsmeira að reka slíkt heimili allt árið, kemur þar til skólaganga o. fl. Þetta heimili hefur ekki notið opinberra styrkja, utan þess meðlags, sem greitt er með hverju barni, þar til í fyrra að það fékk nokkurn styrk frá Akureyrarbæ, enda voru þá 10 börn héðan á heimilinu. Á meðan hér á landi eru börn, sem hvergi eiga höfði sínu að halla, á heimili sem þetta fullan rétt á sér og ber að þakka, að til skuli vera fólk, sem vill vinna slíkt kærleiksverk. Zontakonur vilja hvetja fólk úr bæ og byggð til að sækja þessa skemmtun og hjálpa á þann hátt til að styrkja það fórn fúsa starf, sem unnið er á fjöl- skylduheimilinu á Hjalteyri. AÐEINS EINN SÍMI MARGIR kvarta um hve ákaf- lega sé seinlegt og oft ógerlegt að ná í Læknamiðstöðina á Ak- ureyri. Hún hefur nú aðeins einn síma, en hóf starfið með fjórum. Þarna hafa bækistöðvar flestir eða allir heimilislæknar bæjarins og má nærri geta, að margir eigi erindi við þá sím- leiðis. Flestir munu læknar hafa sér símatíma á undan móttöku sjúklinga, sé það aðeins hálf- tími mun margur verða að bíða lengi til að ná sambandi við þá. Hitt tekur þó útyfir að ná ekki einu sinni í miðstöðina, sem gæti þá gefið upplýsingar um möguleikana. Ög rofið samtalið hjá lækni í algerum neyðartil- fellum. Það er vonandi að for- ysta símamála hér í bæ bæti sem fyrst úr þessum vanda, og færi í hið upphaflega horf. □ og frá 22. mars fram að sumar- áætlun. Til Sauðárkróks verður flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og einnig á laug- ardögum frá 16. nóv. til 18. jan. og frá 22. mars til 26. apríl. Til Patreksfjarðar verða þrjár ferðir í viku. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Norðfjarðar verða nú í fyrsta sinn þrjár ferðir á viku að vetri til og verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Raufarhafnar og Þórs- hafnar verða tvær ferðir á viku alla vetraráætlunina á þriðju- dögum og fimmtudögum og þriðja férðin á laugardögum frá 16. nóv. til 18. janúar. Til Þingeyrar verður flogið tvisvar á viku á miðvikudögum og laugardögum. Milli Akureyrar og Egilsstaða verða tvær ferðir á viku fram og aftur, á mánudögum og föstu dögum. Milli Akureyrar og ísa- fjarðar verður flogið á mánu- dögum og föstudögum fram og aftur. Milli Akureyrar og Rauf- arhafnar og Þórshafnar verður flogið á þriðjudögum og fimmtu dögum. Eins og á undanförnum miss- erum verða ferðir áætlunar- bifreiða milli ýmissa flugvalla og nærliggjandi byggðarlaga í sambandi við áætlunarflugið. Vöruflutningar í lofti. Auk þess að flytja vörur milli staða innanlands á hinn hefð- bundna hátt, þ. e. a. s. í áætlun- arflugi með farþega, verða nú teknar upp sérstakar vöruflutn- ingaferðir frá Reykjavík til Isa- fjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Áætlað er að þessir flutningar hefjist 1. nóvember. Þá verða vörur flutt ar á vörupöllum og verður hag- að þannig: Frá Reykjavík til Vestmanna eyja og Akureyrar verður flog- ið á þriðjudögum. Til Egilsstaða á miðvikudögum og til ísafjarð- ar á fimmtudögum. (Frá kynningardeild Flug- leiða h.f.) KENNSLA HEFST í LUNDARSKÓLA I DAG verður hinn nýi Lundar- skóli á Akureyri settur. Til- búnar eru sjö kennslustofur, en skólahúsið er enn í byggingu. Nemendur eru rúmlega 300 talsins. Skólastjóri er Hörður Ólafsson. I. Snorri Sigfússon, sá aldni hug sjónagarpur og síungi eldhugi, skrifar „Hugleiðingar um Hóla- stól“ í 37. tbl. Dags, þ. 21. ágúst sl. Þar tek ég feg'ins hugar und- ir hvert orð. Á langri ævi hefur Snorri aldrei þreytzt á að leggja góðu máli lið og sjálfur gerzt frumkvöðull margra. Er hann fáum mönnum líkur um vöku- mátt, þótt árin hlaðist hvert á annað ofan. Snorri getur þess, að margt hafi „verið gert á þessari öld til endurreisnar Hólum“ — og bæt ir síðan við: „En sjálfa kórónuna vantar á það endurreisnarverk, hinn virðulega biskupsstól. (Auðk. af Sn.). Hann verður að endur- heimta. Og það eiga Norðlend- ingar að sameinast um, gera að sínu máli, taka höndum saman við það félag, sem fyrir er og presta o. fl. hafa haldið uppi, ná samstöðu við það og stefna að því marki með festu og hygg indum, og vænta hins áhuga- sama og vinsæla vígslubiskups í forustuliðið. En eðlilegast mætti þi'kja, að hin andlega stétt norðanlands og Fjórðungs sambandið, tæki málið upp og fylgdu því eftir. Síðar myndi svo ríkið að sjálfsögðu taka við.“ Hér þykir mér rétt að geta afskipta Fjórðungssamb. Norð- lendinga af Hólastólsmálinu. Eigi man ég gerla hvenær Fjórðungssambandið tók málið fyrst upp, en Fjórðungsþing 1957 (haldið á Sauðárkróki 28. og 29. júní) samþykkir „að skora á alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir framgangi þessa máls“ — þ. e. endurreisn hins forna Hólastóls — „og tel- ur að slík skipan muni nú sem fyrr geta orðið norðlenzku kirkju- og menningarlífi til efl- ingar.“ Fjórðungsþing 1960 (haldið á Húsavík 11. og 12. júlí) „vill árétta fyrri samþykktir um endurreisn Hólastóls og skorar á þingmenn Norðurlands að vinna að því, að biskup með fullkomnu biskupsvaldi verði staðsettur á Hólum, og nái um- dæmi hans yfir Norðlendinga- fjórðung." Síðast gerir Fjórðungsþing Norðlendinga 1973 (haldið á Húsavík 21.—23. okt.) sam- þykkt í málinu og „lýsir fullum stuðningi við viðleitni Hóla- félagsins og tillögu sýslunefnd- ar Skagafjarðarsýslu um efl- ingu Hólastaðar sem kirkju- og menningarseturs," en eins og þarna kemur fram, hafa bæði sýslunefnd Sk.fjs. og Hólafélag- ið látið málið til sín taka, sem og einsætt var; sama er og um héraðsfundi í Skagafjarðarpró- fastsdæmi. Hins vegar verður eigi annað sagt, ef ég veit rétt, en eftir hafi légið hlutur hinnar andlegu stéttar. Það urðu mér sár von- brigði. Ég hafði vænzt þess, að norðlenzkir prestar mundu taka í sínar hendur og hafa forystu í því höfuðmáli norðlenzkrar kirkju og kristni, sem ég tel að endurreisn biskupsdóms á Hól- um sé og eigi að vera. Sú von brást. Mér þykir sem prestarnir hafi sýnt þarna undarlegt tóm- læti — og eiga þó eigi allir óskilið mál. Má vera að leiðinda klofningúr um staðarval hafi nokkru um valdið. Sumir hafa þeir viljað — og vilja víst enn — hafa biskupssetrið á Akur- eyri. í því sambandi skaut upp þeirri fáránlegu hugmynd, að Akureyrarbiskup gæti haft eins konar hjáleigu eða útibú á Hóla stað um hásumarið! Hvílík dauð ans firra- Mér er sérstaklega Ijúft að geta þes hér, að síra Páll Þorleifsson á Skinnastað, sá vitri og mæti maður, var mjög fýsandi þess, að Norður- landsbiskup sæti á Hólum; þótti raunar, a. m. k. á sínum síðari prestskaparárum, sem annað kæmi eigi til mála. II. Biskupsstóll á Hólum stóð ná- lega 700 ár. Hann var stofnaður að frumkvæði Norðlendinga sjálfra. En hann var ekki lagð- ur niður samkvæmt þeirra ósk- um. Norðlendingar voru sviptir stól og skóla af erlendu valdi — og alþýða manna eigi að spurð. Jafnvel dómkirkjan var rúin og rænd. En hvað um það. Hitt mætti merkilegt heita, ef við, norðlenzkir menn á tuttugustu öld, hefðum minni metnað fyr- ir hönd norðlenzkrar kirkju en forfeður okkar um aldamótin ellefu hundruð. En hér er um annað og meira að ræða en metnaðarsök eina, og á þó kirkjulegur og söguleg- ur metnaður vissulega hinn fyllsta rétt á sér. Á ytri högum og háttum ís- lenzkrar þjóðar hefur á fáum áratugum orðið þvílík bylting, þvílík umturnun á mati allra hluta, jafnvel einnig andlegra verðmæta, að til eindæma má telja. Það er véltæknin, sem lagt hefur undir sig land og þjóð — og auk heldur í hreinni skyndingu. Véltæknin er um marga hluti góð og raunar lífs- nauðsyn lítilli þjóð, sem halda vill til jafns við stærri þjóðir um ytri lífskjör. En véltækn- inni fylgir sá augljósi háski, að maðurinn sjálfur verði að meira eða minna leyti vélrænn, að hann týni sjálfum sér í öllum hinum yfirþyrmandi ys og hraða og hávaða. Frá þeim ósköpum verður að forða manninum. Og þar þurfa margir aðiljar til að koma, m. a. skólar — sem nú eru margir hverjir orðnir mikils til of fjöl- mennir — og kirkja. Hennar er ríkust skyldan að bjarga mann- inurn frá vélrænni tortímingu. Höfuðið er út hroðið af alls kon- ar „vísdómi," þörfum og óþörf- um. Hjartað verður útundan. En — sjálft höfuðið, þekking, hjaðnar sem blekking, sé hjartað ei með, sem undir slær.“ Þarna á kirkjan miklu og göfugu hlutverki að gegna. Og þar stoðar eigi sálarlaus og and- vana upplestur úr gömlum rit- um né heldur prédikun kreddu- bundinna kenninga, það er lif- andi boðun kærleikans í anda meistarans frá Nazaret, sem ein hefur varanlegt gildi. En til þess að kirkjan megi reynast sú andlega bjargvættur, sem henni er raunar áskapað áð vera, verður að fá henni m. a. þau ytri skilyrði, þann búnað, sem henni hæfir. Þá mun máttur hennar til andlegra áhrifa eflast og margfaldast. Eins og ég er sannfærður um það að kristin trú er, þegar öllu er á botninn hvolft, öruggastur grundvöllur undir „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,‘‘ svo viss er ég og um hitt, að éndur- reisn biskupsdóms á Hólum mundi reynast guðs kristni í Norðlendingafjórðungi til efling ar og Norðlendingum öllum til blessunar. Að því hníga bæði söguleg og huglæg rök. III. Um eitt skeið leyfði ég mér að vona, að biskupsstóll á Hól- um yrði endurreistur 1963, á 200 ára afmæli dómkirkjunnar. Enn vonaði ég að ákvörðun yrði tekin og framkvæmdir hæfust eigi síðar en 1974, á 11 hundruð ára afmæli byggðar á íslandi. En ég var of bjartsýnn, of bráð- látur. Að vísu er mér það líka löngu ljóst, að fleira þarf að gera en að skipa biskup og búa honum híbýli við hæfi. Það þarf m. a. að efla söngmennt og í því skyni fá dugandi organleikara, er fær sé um að nýta í þágu sönglífs og hljómlistar yfirburði hljóðfæris þess hins mikla, er ríkisstjórnin gaf dómkirkjunni á sínum tíma, en hefur nú beðið síns meistara árum saman. Slík um hljómlistarmanni þarf að búa góða aðstöðu og nýta lær- dóm hans og hæfileika á sem víðustu sviði. Má í því sam- bandi minna á skólana, bæði á Hólum og annars staðar í hér- aðinu, En þar er ástandið því- líkt, að til vanvirðu horfir og hreinna vandræða. Verður naumast metið af nokkru viti hversu mikils sú æska missir, sem litla eða enga tónlistar- fræðslu fær og þá að sjálfsögðu eigi heldur neina menntun eða þjálfun eyrans. Söngur á að vera og' verður að vera rikur þáttur í kennslu og uppeldis- starfi skólanna. Hann léttir af fargi daganna, lyftir huga og sál. IV. Fyrir nokkrum árum var okk ur það mikið áhugamál, Skag- firðingum allmörgum, að reist- ur yrði menntaskóli á biskups- setrinu, beinn arftaki hins gamla Hólaskóla. En ég er horf- inn frá þeirri hugmynd, að slík- ur skóli eigi að sitja í fyrirrúmi. Stúdentsmenntun er í sjálfu sér góð og gild. En nú um sinn eru nógu margir orðnir þeir skólar, sem laða menn út á lengri náms braut og gera marga hverja frá- hverfa framleiðslustörfum. Við erum þegar komnir þar út á hálan ís, íslendingar, líkt og frændur okkar á Norðurlönd- um, sem farnir eru að kvarta vegna offramleiðslu langskóla- manna, er of margir gangi svo atvinnulausir. En það er annars konar skóli, sem mér hefur lengi verið áhugamál að risi á Hólastað. Svo má kalla, að ís- lenzkt skólakerfi sé fast skorð- að, þar sem liggur bein braut frá upphafi vegar og endar við háskóladyr. Hér er áreiðanlega mikil þörf fyrir „frjálsa“ skóla, þar sem kennarar og nemendur eru ekki bundnir í báða skó um val á námsefni, um próf og einkunnagjöf fyrir kunnáttu í venjulegum skólafögum, en höfuðáherzla lögð á að glæða siðgæðisvitund, sjálfstæða hugs un og andlegan þroska nem- enda. Þess konar skólar skilst mér að lýðháskólarnir á Norður löndum séu og' hafi verið. (Orð- ið lýðháskóli er raunar eigi alls kostar heppilegt, enda bein þýðing úr dönsku; hins vegar liefur það löngu náð festu í málinu og verður ugglaust við að una). Slíkan skóla á að stofna á Hólum sem allra fyrst. Lýðhá- skóli er þegar risinn af grunni í Skálholti, góðu heilli. Þörfin er eigi minni á Hólum, nema síður sé. Hólar í Hjaltadal voru höfuðstaður Norðurlands um aldir. Þar sátu biskupar, þar var skóli, þar var prentsmiðja og stórmerk bókaútgáfa. Þar á að verða griðastaður og gróður- reitur fyrir blómlegt kirkjulíf og sönglíf, fyrir lýðmenntun og fjölþætta búmenningu. Kveikf á nýlum Ijósakrossi VIÐ guðsþjónustu sl. sunnudag í Lögmannshlíðarkirkju var tendrað á ljóskrossi Lögmanns- hlíðarkirkju, gefinn til minning ar um Sigurð Árna Sigurðsson og fyrri konu hans Sigríði Árna dóttur, svo og hjónin Þórkötlu Jónsdóttur og Jakob Guð- mundsson. Neon-rafljósagerðin í Kópa- vogi gerði krossinn. Uppsetn- ingu hans önnuðust Páll Frið- finnsson byggingameistari, Hall dór Baldursson, Hlíðarenda og Baldur Ragnarsson rafvirki. Viðstaddir voru margir gef- endanna. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.