Dagur


Dagur - 13.11.1974, Qupperneq 1

Dagur - 13.11.1974, Qupperneq 1
ODÝRA ISLENZKA TANNKREMIÐ r Á N\N K R E M LVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 13. nóv. 1974 — 49. tölublað FILMUhúsid akureyri Akureyri - Reykjavík Frumvarp um að byggja veginn upp á 3-4 árum með 1200 millj. kr. happdrættisskuldabréfum LAGT er fram á Alþingi frum- varp til laga um happdrættis- lán ríkissjóðs, fyrir hönd Vega- sjóðs, sem gerir ráð fyrir út- gáfu happdrættisskuldabréfa að fjárhæð 1200 milljónir króna. Fjármunum þessum skal varið til að kosta uppbyggingu Norð- urvegar, milli Akureyrar og Reykjavíkur. Skuldabréfin eru verðtryggð, undanþegin fram- talsskyldu, vextir og vinningar skattfrjálsir. Ráðherra setur reglugerð um framkvæmd út- boðsins að fengnum tillögum frá Seðlabanka íslands. Frumvarp þetta fluttu Eyjólf ur Konráð Jónsson o. fl. á síð- asta þingi, en það fékk ekki fullnaðarafgreiðslu þá vegna þingrofsins. Flutningsmenn nú eru: Eyj- ólfur K. Jónsson, Ingvar Gísla- son, Pálmi Jónsson, Páll Péturs son, Halldór Blöndal, Stefán Valgeirsson og Friðjón Þórðar- son. í greinargerð með frumvarp- inu kemur fram að ráðgert er að ljúka varanlegri gerð Norður vegar á 3—4 árum. Þar er þess og getið, að vegur þessi komi ekki einungis norðlenskum bvggðum að gagni, heldur einn- ig Vesturlandi, Vestfjörðum og Austfjörðum. í héruðum, sem þessi vegur liggur um, búa um 35.000 manns eða 40% lands- manna utan Reykjavíkur. Hann er helsta landsamgönguleið milli landshlutanna. □ Skíðahótelið í Hiíðarfjalli við Akureyri. Ferðainálaráðstefna Fi órðmigssambands Dagur kemur út á laugardaginn. — Ilúsavík, 11. nóvember. Laugar daginn 9. nóvember var haldin á Húsavík ráðstefna um ferða- mál á vegum Fjórðungssam- arsfofn unarinnor á Húsavík Húsavík, 11. nóvember. Hinn 8. nóvember sl. tók formlega til starfa á Húsavík útibú frá Haf- rannsóknarstofnun íslands. Hef ur það fengið góða aðstöðu á efstu hæð í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. í því tilefni efndi sjávarútvegsráðherra, Matthías Bjarnason, til hófs á Hótel Húsa vík. í ræðu sem ráðherrann flutti í hófinu, þakkaði hann bæjarstjórn Húsavíkur og stjórn og framkvæmdastjóra Fiskiðjusamlagsins fyrir góða fyrirgreiðslu við að koma úti- búinu upp og veita aðstöðu fyrir það. í ræðu, sem Jón Jónsson fiski fræðingur, iorstjóri Hafrann- sóknarstofnunar íslands, hélt í hófi þessu, gat hann þess, að Skjálfandaflói væri mikilvægur uppeldisstaður fyrir þorsk. Iiúsavík væri því mjög hentug- MELKORKA SÝND í LAUGARB0RG LEIKFÉLAGIÐ Iðunn í Hrafna gilshreppi hefur síðan í haust æft sjónleikinn Melkorku eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Er þetta sögulegt leikrit og hefur aldrei áður verið sýnt allt á leiksviði. Leikstjóri er Júlíus Oddsson frá Akureyri. Sjónleikurinn er í fimm þátt- um og leikendur eru 17 talsins. Með aðalhlutverkin, Melkorku og Höskuld Dalakollsson, fara frú Þuríður Sehiöt, Hólshúsum og Stefán Aðalsteinsson, kenn- ari í Hrafnagilsskóla. Frumsýningin verður í Laug- arborg á laugardaginn, 16. nóvember, og hefst klukkan 9 síðdegis. Önnur sýning verður kl. 2 á sunnudaginn. Q ur staður fyrir útibú frá Haf- rannsóknarstofnuninni. Verkefni útibúsins verður, að fylgjast með veiðum og stærð fiskistofna fyrir Norðurlandi. F orstöðumaður útibúsins er Vilhjálmur Þorsteinsson, dýra- fræðingur. Þ. J. í Tímanum á sunnudaginn er eftirfarandi grein: „Undirbúningi byggðalínunn- ar svonefndu, sem tengja á sam an rafveitukerfi Norður- og Suðurlands er nú lokið, að sögn Egils Skúla Ingibergssonar for- manns bygginganefndar bvggða linunnar. Búið er að kaupa 1300 slaura, sem fengust með tiltöln- lega góðum kjörum. Og útboðs- lýsingar á efni og vinnu eru tilbúnar. Næsta skrefið er, að endanleg ákvörðun um fjár- veitingu til iramkvæmda verði tekin og telur byggingarnefnd að þeir ráðamenn, sem málið heyrir undir, geri það mjög fljótlega. — Hver dagur er dýrmætur, ef takast á að ljúka tilskildum hluta verksins . fyrir áramótin 1975—76, eins og áformað hefur verið, sagði Egill Skúli Ingi- bergsson. Það ríður á að hraða endan- legri ákvörðun um fjármálin ef línan á að koma að einhverju bands Norðlendinga. Ráðstefn- an var haldin á Hótel Húsavík og sátu hana 64 manns. Undir- búning annaðist Áskell Einars- son, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambandsins. Ráðstefnu þessa setti Jón Illugascn, oddviti Skútustaða- hrepps, formaður ferðamála- nefndar Fjórðungssambandsins. Fundarstjóri var Guðmundur Bjarnason, forseti bæjarstjórn- ar Húsavíkur. Framsöguerindi fluttu: Lúðvík Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri, Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur, Ragnar Ragnarsson, hótelstjóri, Leopold Jóhannesson, veitinga- maður og Tómas Zöega, ferða- skrifstofustjóri. Stuttar greinargerðir um ferðamál í einstökum héruðum á Norðurlandi fluttu: Björn Friðfinnsson um Húsavík og Þingeyjarsýslur, Hermann Sig- tryggsson um Eyjafjörð og Ak- ureyri og Guðrún Ásgeirsdóttir um Skagafjarðarbyggðir. Fram kom tillaga til ferða- málanefndar Fjórðungssam- Dalvík, 12. nóvember. Þegar togarinn Baldur, eign Utgerðar félags Aðalsteins Loftssonar, kom sl. mánudagsnótt með 170 —180 tonn af fiski til Dalvíkur, tók liann niðri £ höfninni. Var sjór ókyrr en þó ekki neitt óláta bandsins um, að gefin verði út ferðabæklingur fyrir allt Norð- urland. Ennfremur kom fram illaga um, að í Fcrðamannaráði íslands, sem skipað er 9 mönn- um, eingöngu Reykvíkingum, verði a m. k. 3 Norðlendingar. Talið er eðlileg, að fjórðung- arnir hafi menn í ráðinu. Þ. J. veður. Togarinn sigldi til Akur- eyrar. Þangað voru menn og sendir til uppskipunar og afl- anum svo ekið á bílum til Dal- víkur. Ekki er togarinn talinn skemmdur. En auðséð er, að auka þarf dýpi hafnarinnar á Dalvík. Togarinn flúði inn fil Akureyrar Nú er örlítið snjóföl á Dal- vík og í sveitum hér í kring, en sæmilegt veður Karlakór Dalvíkur æfir af kappi, undir stjórn Gests Hjör- leifssonar söngstjóra síns. Mun hann síðar láta til sín heyra. V. B. Akureyrartogararnir gagni síðari hluta vetrar 1975— 76, en þegar er afgreiðslufrestur orðinn býsna langur á ýmsu efni til framkvæmdanna Áætlað er, að lagningu línu frá Anda- kílsvirkjun í Borgarfirði að Lax árvatnsvirkjun við Blönduós verði lokið fyrir áramótin 1975 —76, en hún verður 150 km að lengd. Þessi lína verður rekin á 66000 volta spennu til að byrja með, en það leyfir flutning á orku, sem nemur 4—6 Mega- wöttum, til Norðurlands. Áætlað er að línan verði full- gerð haustið 1976 og nái frá Andakíl í Varðahlíð. Eftir það verður spennan 132 þúsund volt og flutningsgetan vex upp í um 16 Megawött. Samkvæmt athugunum getur þessi nýja lína sparað í diesel- keyrslu fram undir áramót 1978 frá 75 milljónum kwh, ef allan tímann væri keyrt á 66 kíló- vatta spennu, en verði hún hækkuð í 132 kílóvolt, sem er stefnan og línan er búin til fyr- ir, þá væri hugsanlegur orku- vinnslusparnaður með diesel- vélum 120—130 milljón kwh. Byggingarnefnd byggðalín- unnar hefur lagt gögn sín fyrir fjárveitingavaldið, en ráðamenn eru nú að kynna sér málin áður en endanleg afstaða verður tek- in.“ Norðlendingar munu fylgjast vel með þessu máli. Q Sauðárkróki, 11. nóvember. Á Sauðárkróki eru hafnar fram- kvæmdir á fjórtán íbúða fjöl- býlishúsi. Það er Sauðárkróks- bær, -sem byggir þessar íbúðir, samkvæmt lögum um byggingu þúsund leiguíbúða með sér- stakri fyrirgreiðslu hins opin- bera. Samið hefur verið við byggingafélagið Hlyn á Sauðár- króki um þessar framkvæmdir. Ráðgert er að steypa grunninn FRÁ skrifstofu Útgerðarfélags Akureyringa h.f. Harðbakur landaði 82 tonnum 7. nóvember. Sólbakur landar um 90 tonn- um í dag. Svalbakur landaði 130 tonn- um 4 nóvember. Sléttbakur landaði um 120 tonnum í gær. Q í haust en halda síðan áfram að vori. í sumar var hafin bygging á heimavist við gagnfræðaskólann og er búið að steypa jarðhæð- ina. Einnig eru miklar fbúða- byggingar á Sauðárkróki og byrjað á allt að 25 íbúðum á þessu ári, og eru þær misjafn- lega langt komnar Meginhluti hinna nýju íbúða er á Sauðár- hæðum. G. Ó. búðsrhveríi á Sauðárhæðum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.