Dagur - 16.11.1974, Side 3
3
Fæst í kaupfélaginu
wHúsnæðim
Tæknifræðingur óskar
eftir 2ja—3ja Iierbergja
íbúð frá næstu áramót-
um. Þrennt í heimili.
Uppl. í símuin 1-14-07
og 2-35-14.
Eldri kona óskar eftir
lítilli íbúð eða lierbergi
til leigu.
Uppl. í síma 2-38-94.
Fundið
SVÍN hefur fundist.
Uppl. hjá Jóni V. Árna-
syni Lækjagötu 11,
Akureyri.
wSala '
Vönduð harmonikka
(Axelcure) til sölu.
Til sýnis hjá Pálma í
Tónabúðinni á Akur-
eyri.
Baldur Baldvinsson,
Hnjúki.
Til sölu Suzuki vélhjól,
vel með farið árg. 1973
ekið rúma 5.000 km.
Uppl. í síma 2-33-33.
r
NORÐURL
RÆKTUNARFÉLAG Norður-
lands var stofnað 1903 og er
það því komið á áttræðisaldur.
Tilgangur þess var í upphafi og
er enn, að styðja alls konar til-
raunir og framfarir í landbún-
aði á Norðurlandi og útbreiða
meðal almennings þekkingu á
öllu því, er að landbúnaði lýtur
og líkindi eru til að geti komið
að gagni. Lengi framan af var
félagið opið einstaklingum en
1952 var lögum þess breytt á
þann veg, að aðalfélagar frá
þeim tíma eru búnaðarsambönd
in í Norðlendingafjórðungi.
Skyldi félagið starfá sem tengi-
liður milli búnaðarsamband-
anna. Árið 1965 stofnsetti Rækt
unarfélagið rannsóknarstofu,
sem það hefur rekið síðan Á
rannsóknarstofunni hefur verið
unnið að þjónustu fyrir bændur
á Norðurlandi; efnagreind mold
úr túnum og rannsökuð gæði
töðunnar. Leiðbeiningar út frá
þessum efnagreiningum, bæði
um áburðarnotkun og fóðrun,
eru síðan sendar bændum.
Þessi efnagreiningaþj ónusta við
bændur er unnin í nánu sam-
starfi við búnaðarsamböndin og
ráðunauta þess. Hafa á þann
hátt skapast tengsl hjá leiðbein
ingaþj ónustunni hér á Norður-
landi. Er það í samræmi við til-
gang Ræktunarfélagsins.
Aðalfundur Ræktunarfélags-
ins er haldinn árlega. Á aðal-
fundi eiga fulltrúarétt allir bún-
aðarþingsfulltrúar í Norðlend-
ingafjórðungi og auk þess er
einn fulltrúi frá hverju búnaðar
sambandi kosinn á aðalfundi
þess. Venja er orðin að bjóða
sérstaklega á þessa fundi öllum
ráðunautum fjórðungsins og
þeim formönnum búnaðarsam-
bandanna sem ek-ki erú full-
trúar. Aðalfundirnir eru, auk
þess að vera æðsta vald í mál-
efnum félagsins, einkar vel til
þess fallnir að auka tengsl á
milli búnaðarsambandanna. Á
fyrstu árum Ræktunarfélagsins,
var aðalfundur 'þess haldinn til
skiptis í hinum ýmsu héruðum
fjórðungsins, en nú um alllangt
árabil hafa þeir. verið haldnir á
Akureyri. Á liðnu hausti ákvað
stjórn félagsins að breyta út af
þessari venju og hefja upp aftur
gamlan sið og halda fund i öðru
héraði. Varð Húnavatnssýsla
fyrir valinu og aðalfundurinn
haldinn í Húnavallaskóla við
Svínavatn 6. sept. sl. Fulltrúar
fjölmenntu á fundinn og tókst
þessi nýbreytni með ágætum.
Á aðalfundinum voru lagðar
fram skýrslur starfsmanna fé-
lagsins, þeirra Jóhannesar Sig-
valdasonar og Þórarins Lárus-
sonar. í skýrslunum kom fram
að efnagreind höfðu verið 1775
jarðvegssýni og 1200 heysýni
fyrir bændur á starfsárinu
1973—74. Voru jarðvegssýnin
frá 204 bændum en heysýnin
frá 365 bændum. Búið er nú að
taka jarðvegssýni úr túnum
flestra bænda á Norðurlandi
nema V.-Hún. og N.-Þing., en
þar eru nokkrir hreppar eftir
enn. Þá var á fundinum að
venju gengið frá fjárhagsáætl-
un fyrir næsta ár og eru niður-
stöðutölur hennar 5,6 milljónir,
hvar af er reiknað með að 1,7
millj. fáist fyrir efnagreiningar,
1,5 millj. er beinn styrkur frá
búnaðarsamböndunum en af-
gangurinn er úr ríkiskassanum.
Frá áramótum 1973—74 urðu
Jóhannes Sigvaldason og Þór-
arinn Lárusson ráðunautar fé-
lagsins og komust þannig á
sömu launakjör hjá ríkinu og'
aðrir héraðsráðunautar. Var
það mikill fjárhagsléttir fyrir
Venja er að hafa fyrirlestur
um eitthvert efni búskap tengt
á aðalfundum Ræktunarfélags-
ins. Að þessu sinni hélt Magnús
B. Jónsson, skólastjóri á Hvann
eyri, erindi um nautgriparækt.
Fjallaði erindið um nýskipan
kynbóta í nautgriparækt hér-
lendis. Var erindið hið athyglis-
verðasta.
Nokkrar umræður urðu á
fundinum um leiðbeiningar
meðal bænda og þá einkum og
sér í lagi fyrirkomulag bænda-
námskeiða sem áætlað er að
reyna að endurvekja. Ýmis
önnur mál voru og rædd.
Kvenfélagið í Torfalækjar-
hreppi sá um veitingar á fund-
inum og eiga þær konur úr
félaginu, er að þeim stóðu,
miklar þakkir skildar fyrir góð-
an mat og framreiðslu hans.
í stjórn Ræktunarfélags Norð
urlands eru: Egill Bjarnason,
ráðunautur, formaður, Helgi
Jónasson, Grænavatni, ritari og
Bjarni Guðleifsson, tilrauna-
stjóri, meðstjórnandi. |)
(Fréttatilkynning)
Sjálfvirki ofnkraninn
Ný gerö ■ öruggur ■ einfaldur • smekklegur
Kraninn með innbyggt.þermóstat er hvíldarlaust á
verði um þægindi heimilisins, nótt og dag afstýrir hann
óþarfa eyðslu og gætir þess, aö hitinn sé jafn og
eðlilegur, þvf aö hann stillir sig sjálfur án afláts eftir ;
hitastigi loftsins í herber-ginu. Fyrir tilstilli hans þurfið
þér aldrei aö kvíöa óvæntri upphæö á reikningnum, né
þjást ti! skiptis af óviðráðanlegum hita og kulda í eigin i
ibúö, af þvi að gleymdist aö stilla krana eða engjnn vai,
til aö vaka yfir honum. -
KAUFÉLAG EYFIRÐINGA
BYGGINGAVÖRUDELD AKUREYRI
<