Dagur - 16.11.1974, Blaðsíða 7

Dagur - 16.11.1974, Blaðsíða 7
7 Meðal þess markverðasta á þessu þjóðhátíðarári, var opnuii hringvegarins. Þá voru vígðar brýr “n ' "a stóranna á sunnlensku söndunum, er áður voru farartálmi *> Ei og arina i Á KJÖRDÆMISÞINGI fram- sóknarmanna á Húsavík í haust, voru samþykktar ýmsar álykt- anir og tillögur um landsmálin. Hafa þœr verið birtar hér í blaðinu. Á þinginu voru ennfremur samþykktar tillögur um ýmis þau mál, sem fyrst og fremst snerta kjördæmið, og líta má á, sem einskonar veganesti al- þingismanna flokksins í kjör- dæminu, er þeir taka til starfa á löggjafarþinginu. Fara nokkr- ar þeirra hér á eftir: TiIIögur um kjördæmismál. Þingið leggur áherzlu á að jöfnun lífsaðstöðu án tillits til þess, hvar menn búa í landinu, sé' undirstaða áframhaldandi uppbyggingar mannlífs og at- vinnulífs í kjördæminu. Skorar þingið á Framsóknarflokkinn og sérstaklega þingmenn hans í þessu kjördæmi að berjast ötul- lega fyrir jafnrétti þegnanna til að njóta sérhverrar þeirrar þjónustu og fyrirgreiðslu sem þjóðfélagið veitir. Til að ná slíku jafnrétti í lífsaðstöðu legg ur þingið áherzlu á, að unnið verði að eftirtöldum verkefn- um: 1. Stefnt verði að jöfnun á verði vöru og þjónustu m. a. með jöfnun flutningskostnaðar, jöfnun á raforkuverði, bættri pósts- og símaþjónustu og jöfn- un símkostnaöar, sjónvarpi verði komið til allra lands- manna og hljóðvarpsskilyrði bætt. Bætt verði úr brýnni þörf í uppbyggingu skólahúsnæðis í kjördæminu, áherzla verði lögð á bætta og aukna heilbrigðis- þjónustu og að aukakostnaður sjúklinga vegna fjarlægðar frá heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi verði greiddur. göngumálum á undanförnum árum, en minnir jafnframt á, að öruggar samgöngur þurfa að vera að hverju byggðu bóli all- an ársins hring og til að svo megi verða þarf á skömmum tíma að verja stórfé til upp- 2. Unnið verði sleitulaust að bættum samgöngum í kjördæm- inu. Þingið þakkar það átak, sem gert hefur verið í sam- byggingar vegakerfisins, bæta skilyrði til flugþjónustu og bæta hafnir bæði vegna almennra samgangna og í þágu sjávar- útvegsins. 3. Unnið verði að aukinni fjöl breytni atvinnulífs og stvrkari stoðum rennt undir þær at- vinnugreinar, sem fyrir eru. Þingið telur, að enn um sinn verði landbúnaður, sjávarútveg ur og iðnaður undirstöðu- atvinnugreinar kjördæmisins og þessar atvinnugr. verði að njóta eðlilegra vaxtarmöguleika. Til þess að svo megi verða þarf að gæta þess, að fjármun- um til uppbyggingar verði dreift réttlátlega. Minnir jiingið sérstaklega á fjármagnsþörf hafnanna í kjördæminu, en út- gerð hinna nýju fiskiskipa k'all- ar á skjótar og kostnaðarsamar fiamkvæmdir í hafnarbótum. Þingið minnir á þann ríka þátt, sem samvinnuhreyfingin hefur átt í atvinnulííi kjördæmisins og bendir á, að rétt er að efla það rekstrarform bæði í verzl- isþinginu un og ýmsum öðrum atvinnu- greinum. Þingið vekur athygli á nauðsyn þess að hlú að nýjum atvinnugreinum í kjördæminu, svo sem ferðamannaþjónustu, fiskirækt, nýjum greinum mat- vælaiðnaðar og aukinni þjón- ustustarfsemi, sem þingið telur nauðsynlegt að dreift sé sem jafnast um landið. Væntir þingið þess, að Stofn- ananefndin svokallaða geri sem fyrst grein fyrir starfi sínu, og að senn verði hafist handa um dreifingu ríkisstofnana um landið. 4. Þingið telur, að sjálfsagt sé að veita hærri og hagkvæmari lán til íbúðabygginga utan helstu þéttbýlissvæða og leggur jafnframt áherzlu á, að lög um byggingu 1000 leiguíbúða sveit- arfélaga komi til framkvæmda nú strax. Q ANNASÖMU sumri er nú lokið hjá Ungmennafélagi íslands og aðildarsamböndum þess. Undir- búningur og framkvæmd há- íðahalda héraðanna í ilefni af 11 hundruð ára afmæli íslands- byggðar var á mörgum stöðum að miklu leyti í höndum ung- mennafélaganna, auk hinnar hefðbundnu sumarsarfsemi svo sem íþróttamóta, landgræðslu, rekstur ungmennabúða og íþróttaiðkana. Sá þáttur starfseminnar sem teng'dur er samskiptum við • aðrar þjóðir hefur vaxið mjög á síðari árum og á það bæði við um þátttöku okkar á námskeið- um, ungmennabúðum og íþrótta leg samskipti. Þannig fóru nú í sumar á vegum UMFÍ alls fimm hópar til Norðurlandanna, og var stærð þeirra frá 20—140 manns, auk ferðalaga okkar fé- laga hefur UMFÍ tekið aukinn þátt í heildarsamtökum ung- mennafélaganna á Norðurlönd- um og hélt m. a. vel heppnaða fræðsluráðstefnu fyrir unga bændur á sl. vetri og voru þar saman komnir ungir bændur úr forystuliði ungmennafélaganna á öllum Norðurlöndunum. Eins og önnur félagasamtök er UMFl og aðildarfélög þess illa á vegi stödd fjárhagslega, vegna mjög aukins tilkostnaðar við allan rekstur, einkum kem- ur það mjög hart niður á félög- unum hvað kostnaður við íþróttaleg samskipti og ferðalög innanlands hefur aukist gífur- lega. UMFÍ hefur nú efnt til lands- happdrættis til að afla hreyfing unni tekna og selja ungmenna- félögin nú um land allt happ- drættismiða sem kosta 200 kr. og hafa þau í sölulaun kr. 100 af hverjum miða, og er vonast til að þetta verði til að hjálpa félögum yfir erfiðasta hjallann á þessu ári. Til samskonar happ drættis var efnt á síðasta ári og var því þá einkar vel tekið og vonum við að svo verði einnig nú. Fyrir dyrum er nú að skipu- leggja vetrarstarfsemina víðs- vegar um landið. Mikill hugur er í félögunum að mæta sem sterkust til leiks á 15. Lands- mót UMFÍ sem haldið verður á Akranesi dagana 11.—13. júlí fundur UMFÍ verður haldinn í félagsheimilinu Festi í Grinda- vík sunnudaginn 10. nóv. n. k. en þar mæta allir formenn aðildarsambanda UMFÍ ásamt starfsmönnum sambandsins, og bera saman bækur sínar varð- andi liðið starfsár og leggja á ráðin um áframhaldandi sókn Drykkjusjáklingar í Danmörku eru kelMÍugi fleiri en allir íslendingar EGILL Jensen, yfirlæknir við áfengisvarnastöð Kaupmanna- hafnar, segir nýlega í viðtali við Berlingske Tidende að milli 10 og 15% af fullorðnum Dönum séu drykkjusjúklingar. Áfengisvandamálin vaxa í öllum aldursflokkum og stétt- um. í Danmörku eru, að mati yfir læknisins, 380—575 þúsund drykkjusjúklingar. Það svarar til þess að drykkjusjúklingar á íslandi væru 15—22 þúsund. Þætti ýmsum án efa vá fyrir dyrum ef allt að tíundi hver íslendingur væri drykkjusjúkl- ingur. En Danir eiga að sjálfsögðu Norðurlandamet í drykkjusýki enda áfengi á boðstólum í mat- vörubúðum við hlið nauðsynja- varnings og sterki bjórinn föru- nautur margra, bæði við vinnu og í tómstundum. (1. 11. ’74. Heimild: Folket.) (Áfengisvarnaráð.) SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 7) íslenskum staðháttum og lífs- skilyrðum. Og þótt hann sé kominn í alla landshluta, er liann ennþá að nema land. Nú eru greiddar sjö hundruð krón- ur fyrir hvern unninn mink, sem þykir of lítil upphæð til þess að örva veiðimenn. Hvar- vetna þar sem minkurinn hefur náð einhverri fótfestu, hverfa fuglar af tjörnum og lækjum, ennfremur silungurinn og jafn- vel laxinn verður fyrir barðinu á þessu litla og grimma dýri. ÞJÓÐARNAUÐSYN Að kjördæmisþingi frainsóknar manna loknu, en það var haldið á Húsavík í haust, voru megin- lilutar stjómmálaályktunar, er þar var samþykkt, birtar hér í blaðinu. Óbirt var sú ályktun þingsins, að myndun núverandi stjórnar hafi verið nauðsyn, sem ekki mátti dragast lengur, þar sem ekki reyndist unnt að halda áfram vinstra samstarfi undir forystu Franisóknar- flokksins. LANDSBYG GÐ ARSTEFN AN Þingið fagnar því sérstaklega, segir í stjórnmálaályktuninni, að samkomulag náðist um að fylgja fram öflugri landsbyggð- ungmennafélaganna um land allt. Á komandi vetri mun UMFÍ eins og undanfarna vetur leggja höfuðáherslu á fræðslustarfsemi og leiðtogaþjálfun, en þar er stuðst við námsefni Æskulýðs- ráðs ríkisins og hefur það gefist mjög vel. Á síðastliðnum tveim vetrum hafa námskeið þessi verið haldin víðsvegar um land- ið og eru þau opin öllum, enda sótt af fólki á öllum aldri. Þessi námskeið fjalla um félagsstörf almennt, ræðumennsku, fundar tækni, hlutverk stjórnarmanna, fyrirkomulag funda, skipulags- mál félagasamtaka o. s. frv. Alls hafa sótt námskeiðin á þessu tímabili á sjötta hundrað manns. arstefnu og lialda áfram því upp bvggingarstarfi, sem hófst í tíð vinstri stjórnarinnar, með jafn- vægi í byggð landsins fyrir aug- um. Þingið minnir á, að alhliða landsbyggðarstefna er höfuð- baráttumál F ranisóknarfloklrs- ins. Því leggur þingið ríka áherslu á, að Framsóknarflokk- urinn fylgi þessu máli sérstak- lega eftir. LANDHELGISMÁLIÐ Um landhelgismálið segir svo í stjórnmálaályktuninni: Þingið fagnar því einnig sérstaklega, að núverandi ríkisstjórn heldur uppi sóknarstefnu í landhelgis- málinu á grundvelli þess árang urs, sem náðst hefur síðustu þrjú ár fyrir forgöngu fráfar- andi ríkisstjórnar, með sam- stilltan þjóðarvilja að baki. KONUR FARA UTAN Nýlega var frá því sagt, að tek- inn var farangur 30 kvenna, sem voru í innkaupaferð erlend is og keyptu þar meira cn lög leyfa, tollfrjálst. En fleiri eiga erindi en þessar kaupglöðu og vel stæðu konur, sem kjósa fremur að eiga sín viðskipti við verslanir erlendra borgara en Reykvíkinga. Það eru konur, sem fara utan til að láta eyða fóstri, að því er Rauðsokkur álíta. En Rauðsokkahreyfingin ritaði alþingismönnum bréf í tilefni af alþjóðadegi hreyfing- arinnar og vakti þá máls á frjálsum fóstureyðingum, sem hún hefur á dagskrá, og giskar á, að 100—200 íslenskar konur fari ár hvert til útlanda til að láta eyða fóstri, þar sem að- gerðin er minni erfiðleikum háð þar. ELSTI SAMVINNUSKÓLI í HEIMI í Tímatali, sem Alþjóðasam- band samvinnumanna gefur út, segir að fyrsti samvinnuskóli heims hafi verið stofnaður í Reykjavík 1918. Þetta mun ekki liafa verið kunnugt hér á landi fyrr en nú, segir í Sambands- fréttum. I kjölfar Samvinnu- skólans í Reykjavík sigldu árið 1919 samvinnuskóli í Lougli- borough í Englandi í Lundún- um. UNNIÐ AÐ HAFNARSTRÆTI 95 LOKIÐ er nú innréttingu nýja verzlunar- og skrifstofuhússins að Hafnarstræti 95, nema þeim hluta á 3. hæð sem ætluð er fyrir skrifstofur félagsins síðar meir. í september var lokið við að ganga frá húsnæði á 4. hæð fyrir göngudeild Fjórðungs- sjúkrahússins og tók hún til starfa í byrjun október. Enn- fremur voru innréttaðar á sömu hæð læknastofur fyrir nokkra sérfræðinga í ýmsum greinum læknisfræðinnar. Tilhögun aliri hefir verið hagað í samráði við læknana, sem þarna verða og er húsnæðið allt hið vistlegasta. Tvær lyftur verða í húsinu, fólkslyfta í anddyri að austan, og er verið að setja hana upp. Þá er og búið að kaupa lyftu, sem sett verður upp að vestan- verðu í húsinu og' verður eink- anlega notuð til vöruflutninga. (KEA-fregnir)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.