Dagur - 05.03.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 05.03.1975, Blaðsíða 8
T AíiTT Akureyri, miðvikudaginn 5. mars 1975 r fr Gunnarssíöðum, Þistilfirði, 3. mars. Jörð er orðin mikið auð en víða eru túnin svelluð, mis- I munandi eftir legu þeirra. Tún- | in, sem eru í skjóli fyrir austan i áttinni eru öll undir svellum, I einnig tún, sem liggja hærra i eða lengra inn til landsins. Vegir eru allgóðir. Sandvík- ] urheiði hefur ekki verið mokuð I en mun hafa verið farin á I jeppum. ] Það er nýlunda í héraði að I ær tóku upp á því að bera í | janúar. Fjórar ær báru á Þor- | valdsstöðum í Skeggjastaða- eru i hreppi og áttu sjö lömb, sú fyrsta þeirra bar 10. janúar. Þá bar ein ær í Kollavík í janúar. Á tveim bæjum í Þistilfirði er geitfé. Hjá Þorleifi bónda Gunnarssyni á Fjallalækjarseli báru fjórar geitur í fébrúar og ein þeirra tvíkiða. Þessi burðar tími stafai- af einhverri truflun í náttúrunni. Ingibjörg Þor- valdsdóttir á Völlum á einnig nokkrar geitur. Langnesingar fóru nýlega með efni í léitarmannakofa inn í Tunguselsheiði. Var Ágúst Guðröðarson á Sauðanesi þar nátfúrunni fremstur í flokki eins og oftar. Fóru þeir á tveimur dráttar- vélum með efnið, sem var þrettán klukkustunda ferð. Ferðamennirnir töldu mikinn snjó á hálendinu og mikinn missnjó. Aflinn er tregur nema í ein- um og einum róðri. Margir eru fremur svartsýnir yfir efnahags horfum og afkomu manna. Frelsi, sem orsakast af óstjórn eða vanstjórn, verður ekki lengi mikils virði sem frelsi. —- Ó. H. SMATT & STORT AFNOTAGJOLDIN HÆKKA MenntamálaráðuneytiS hefur ákveðið hækkun á afnotagjöld- um útvarps og sjónvarps. Út- varpsgjöld hækka úr 2.400 krón um í 3.800 og sjónvarpsgjöldin hækka úr 5.700 krónum í 8.400. Þá hefur verið ákveðið að fella niður afnotagjöld af útvarps- tækjum í atvinnubifreiðum. — Einnig hefur verið ákveðið að auglýsingataxti sjónvarpsins skuli hækkaður í áföngum upp í 52 þús. kr. á mínútu, en hann er nú 26 þús. á mínútu. NÝTT ÚTVARPSRÁÐ Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á útvarpslögum var samþykkt í neðri deild Al- þingis 28. febrúar, og er þar með orðið að lögum. Frum- varpið var samþykkt með 24 atkvæðum gegn 13. BreytingartiIIaga Magnúsar Kjartanssonar, sem fól í sér-, að starfsmenn erlendra stofnana, væru ekki kjörgengir í útvarps ráð, var felld með 21 atkvæði gegn 8, en ,9 þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Búast má við því, að nýtt út- varpsráð verði kjörið innan fárra daga. ÚTLANAAUKNING STÖÐVUÐ Seðlabankinn og viðskiptabank arnir hafa gert samkomulag um stöðvun útlánaaukningar fram til loka maímánaðar. í sam- komulaginu felst, að engin hækkun verður á þessu tíma- bili á útlánum viðskiptabank- anna, öðrum en endurkaupan- legum afurða- og birgðalánum, einkum til sjávarútvegs, iðnað- ar og landbúnaðar. Þá hefur Seðlanbankinn ákveðið að hækka hámarksbindingu inn- lána úr 22 í 23%, vegna hinnar auknu fyrirgreiðslu vegna afurða- og birgðalána. SÚ STUTTKLÆDDA Furðulegt er, að í útibúum aðal banka landsins, svo sem hér á Akureyri, skuli það vera undir geðþótta og ýmiskonar duttlung um eins manns, á hverjum stað, að ráðstafa hundruðimi milljóna af sparifé fólks. Þetta mikla og hættulega peningavald er stund um talið gróflega misnotað. Hér kom fyrir nokkru maður, sem fór í banka til að reyna að fá 100 þúsund króna lán til að geta keypt sér og fjölskyldu sinni litla íbúð. Þannig var frá þessu sagt: ÞAU BIÐU FULL EFTIRVÆNTINGAR Ásamt manni þessum beið ung og fríð kona viðtals við útibús- stjórann. Þau tóku tal saman. Maðurinn var að kaupa íbúð, konan þurfti að fá jafn háa upp- hæð að láni til að fara til Spán- ar með vinum sínum og gera eitthvað smávegis • fleira. Röðini kom fyrst að konunni. Hún fékk 100 þúsundin og kom til baka karfarjóð og brosandi og sagði manninum tíðindin. Þá fékk maðurinn áheyrn en enga fyrirgreiðslu. Hann spurði í fá- fræði sinni, hvort konan, sem var að ganga út, hefði átt meiri rétt á 100 þúsundum en hann. Bankastjórinn brást hið versta við og sagðist einfær um að stjórna peningamálum banka síns. LJÓTAR GRUNSEMDIR Stundum hringir fólk til blaðs- ins og lætur í ljósi vanþóknun (Framhald á blaðsíðu 2) ! Útgerðarfélag Akureyringa h.f. eignaðist fyrsta togara sinn, Kaldbak, árið 1947. Nú gerir félagið út fimm togara og á sjötta togarann í Þýskalandi og kemur hann síðar í þessum mánuði til heimahafnar. Sá síðastnefndi og nýi Kaldbakur eru þúsund lesta skuttogarar fl-á Spáni, og eru keyptir fyrir hálfvirði að heita má. Auk togaraútgerðarinnar rekur Ú.A. hraðfrystihús, saltfisk- og skreiðarverkun. Togaraútgerð- in er sú stærsta utan Reykja- víkur og hraðfrystihúsið hefur oft verið hið afkastamesta. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. er í raun bæjarútgerð. Hjá ] því vinna nú um 340 manns. | Síðasta ár greiddi félagið 337 milljón krónur í vinnulaun. Má því ljóst vera, hve þýðingar- mikið Útgerðarfélagið er í at- : vinnulífi bæjarins. Sverrir Valdimarsson er skip stjóri á nýja, spánska skut- togaranum Kaldbaki EA 301 og hefur nú farið tvær veiðiferðir. Blaðið hitti hann að máli á mánudaginn, er verið var að skipa á þriðja hundrað tonnum fiskjar úr togaranum við Tog- arabryggjuna á Oddeyri, og spurði hann um skipið. Skipið hefur reynst fullkom- lega eins vel og við var búist og engar bilanir hafa komið fram, sem heitið geti. Er gott að vinna um borð? Vinnuskilyrði um borð eru mjög góð og það fer vel um mannskapinn í þessu skipi, bæði í vinnu og hvíld, því Sverrir Valdimarsson, skipstjóri. mannaíbúðir eru skínandi góð- ar. Er skipið gott sjóskip, og í hverju er munurinn á þessu skipi og gömlu síðutogurunum einkum fólginn? Já, skipið er gott sjóskip. En borð er þannig, að samanburð- munurinn á allri vinnu um ur er nánast óhugsandi nema í löngu máli. Vinnuaðstaðan er miklum mun betri og fer öll fram undir þiljum nema þegar verið er að taka inn vörpuna. Á þessu skipi er einnig hægt að stunda veiðar í verra veðri, sem er mikils virði. Telur þú kaup á þessum {uis- und tonna skipum hagkvæm? Lengi má deila um heppileg- ustu stærð fiskiskipa. En ég tel að Útgerðarfélagið hafi gert góð kaup á þessum tveim nýju tog- urum, ef þeir reynast vel, svo sem vonir standa til. íslending- ar þurfa að eiga fiskiskip af sem flestum stærðum. Og þess- ir nýju skuttogarar eiga að geta stundað veiðar mcð flot- vörpu með góðum árangri, og e. t. v. fjölþættari veiðiskap og á meira dýpi en venja er. Það er dálítið þröngt um þennan stóra togara hér? Já, það er of þröngt hér við trébryggjuna, framan við hrað- frystihúsið og þyrfti að lengja þennan viðlegukant verulega til suðurs og dæla upp úr höfn- inni, svo það valdi ekki vand- ræðum í misjöfnum veðrum að athafna sig hér. Þá er fiskmóttakan hér allt (Framhald á blaðsíðu 2) Vopnafirði, 3. mars. Komin eru um 18 þúsund tonn af loðnu til verksmiðjunnar á Vopnafirði og hefur bræðslan gengið mjög vel. Vonandi fáum við enn meiri loðnu. Þetta er svipað magn og kom hingað í fyrra. Ekki hefur verið unnið í frystihúsinu síðan um áramót. Brettingur varð fyrir vélar- bilun og hefur verið í viðgerð, en er nú kominn á veiðar og fer væntanlega að skila hér afla á land á ný. Hann er í fyrstu veiðiferðinni, eftir við- gerðina. Hákarlaveiðar eru byrjaðar og hrognkelsaveiðar á næstu LOÐNUAFLINN 285 ÞÚS. LESTIR Loðnuaflinn var sl. laugardags- kvöld orðinn 284.734 lestir. 109 skip hafa fengið einhvern afla. Á sama tíma í fyrra var aflinn 340 þús. lestir. I gær var löndunarbið hjá öllum síldarbræðslum og Norglobal á leið til Hvalfjarðar til að taka á móti bræðsluloðnu flotans þar. □ grösum. f fyrra munu hafa veiðst um 50 hákarlar og menn hafa hug á að veiða meira nú. Hákarlinn verka Vopnfirðingar sjálfir og er engin sölutregða á honum. Svellalög eru allmikil og eru menn ætíð órólegir vegna kal- hættunnar, ef svellin liggja lengi á túnum. Vel fært er nú alla leið til Reykjavíkur á bif- reiðum. Að öðru leyti er tíðindalítið og þætti víst menningarneyslan grönn á mælikvarða sumra sunnanmanna. Það verður nú að sitja við það. Þ. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.