Dagur - 05.03.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 05.03.1975, Blaðsíða 2
í Helmsþing esperantlsta á íslandi Heimshreyfing esperantista hef ur ákveðið, að heimsþing hreyf ingarinnar verði haldið hér á landi árið 1977 og er ráð fyrir því gert, að á milli eitt og tvö þúsund manns sæki þingið. í>að má því gera ráð fyrir, að þetta verði fjölmennasta ráð- stefna, sem hér hefur verið haldin. Áhugamenn um esper- anto hafa því mikinn hug á að efna sem víðast um landið til kennslu í esperanto. Nú er liðið á aðra öld frá því Zamenhof kom fyrst fram með esperanto og bundu menn miklar vonir við, að það kynni að verða lausn á tungumála- glundroðanum í heiminum. Hreyfing esperantista hefur frá upphafi verið alþjóðleg og mið- að að því að efla friðsamleg tengsl þjóða í milli á jafnréttis- grundvelli. Esperanto er ekki ætlað, gagnstætt því, sem sumir álíta, að koma í stað annarra tungumála — heldur hefur því fyrst og fremst verið ætlað það hlutverk að leysa úr þeim vandkvæðum, sem orðið hafa í samskiptum þjóða í milli — verða nokkurs 'konar „annað mál“ — enda eitthvert auðveld- asta mál og þjálasta, sem um getur og því mjög auðlært og fljótlært. Hér í bæ eru esperantistar fáir en nú er ætlunin að fjölga þeim, því ákveðið hefur verið að efna til námskeiðs í esper- anto á vegum Námsflokka Akureyrar ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið verður með því móti að kenndar verða fjórar stundir á viku, tvö kvöld vikunnar. Innritun er hafin og stendur fram til 22. febrúar. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðunum eru beðn- ir að 'hafa sem fyrst samband við Námsflokkana eða Ólaf Halldórsson í síma 2-11-03. Áhugamenn um esperanto á Akureyri. - Kirkjuvika (Framhald af blaðsíðu 1) sonar. Ræðumaður verður Gísli Jónsson menntaskólakennari. Ljóð flytja Guðmundur Gunn- arsson og Jón Kristinsson. Kirkjukórinn syngur. Kirkjuvikunni lýkur með guðsþjónustu sunnudaginn 16. mars kl. 2. Þar predikar séra Þórhallur Höskuldsson, Möðru- völlum. Ávarp í messulok flyt- ur foiTnaður sóknarnefndar, Finnbogi S. Jónasson. Þeir, sem stjórna kvöldsam- komum, verða: Ólafur Daníels- son, Ingimar Eydal, Jónína Steinþórsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir og Rafn Hjaltalín. Orgelleikari kirkjuvikunnar er Jakob Tryggvason. Kirkjuvikur á Akureyri hafa farið fram annað hvert ár síðan 1959. Þær hafa verið vel sóttar og hlotið fastan sess í safnaðar- lífinu. Kjörorð kirkjuvikunnar er bæn um frið á jörð. Samein- umst um þá bæn og fjölmenn- um til kirkjunnar. Undirbúningsnefnd. SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) sína á einu og öðru og bendir stundum á það sem vel cr, og er blaðiö þakklátt fyrir þennan áhuga, þótt ábendingarnar kom ist ekki allar á prent. Fyrir nokkrum dögum var gerð sú fyrirspurn til blaðsins, hvort tryggt væri, að mælar olíubíl- anna, sem flytja gasolíuna til heimilanna, væru réttir. ER BENSÍNIÐ SVIKIÐ? Þá hefur þeirri fyrirspurn verið beint til blaðsins, hvort bensín- ið, sem selt er hér á landi og kemur frá Sovétríkjunum, sé kraftminna en gefið er upp. Þeirri spurningu er þá einnig beint til bensínsala, hvort oktan talan sé rétt upp gefin, og hver hún sé. UM MÁL OG VOG Blaðið spurði Guðmund Jóns- son, forstjóra Olíusöludeildar KEA, um framangreind atriði. Hann svarar þessu svo: Löggildingarstofa ríkisins hef ur árlegt eftirlit með mælum þeim, sem notaðir eru við af- liendingu á olíum og bensíni og eru þeir innsiglaðir. Olíu- mælar stimpla sjálfir á af- greiðslunóturnar. Um bensínið er það að segja, að það er 93 oktein, eins og það hefur verið og upp er gefið. BÖRN OG HUNDAR Og enn hefur verið á það bent að hundar gangi stundum lausir í bænum og hvernig það megi vera, að reglur þar séu marg- brotnar, án þess nokkur hreyfi hönd né fót. Ennfremur, hvort slík gæslulaus og flækingadýs séu ekki réttdræp. Þessu máli á lögerglan að svara og liún á einnig að gæta þess, að reglum um hundahald í bænum sé framfylgt. Vonandi móðgast enginn þótt börn séu liér nefnd í sömu andránni og á það bent, samkvæmt umkvörtunum, live mjög skortir á, að reglum um útivist barna sé framfylgt. FORELDRAR ÞURFA AÐ VERA SAMTAKA Hvað útivist barna snertir, er það höfuðnauðsyn, að foreldrar séu samtaka um að fara að sett- um reglum og leyfi ekki börn- um sínum kvöldráp. Það er mjög erfitt fyrir foreldra, sem fylgja vilja reglunum um úti- vist barna og unglinga, að fram fylgja þeim ef foreldrar í næstu húsum gera það ekki. Lögregla og barnaverndarnefnd geta ef- laust ráðið hér bót á, ef áhugi er fyrir hendi. Eftir því mega „reglusamir“ foreldrar ganga hjá þessum aðilum. NORDJASS Á Á miðvikudagskvöldið kemur Jasskvintettinn Nordjass fram hér á Akureyri — en þessi jass- kvintett var stofnaður á síðasta ári og eru í honum hljóðfæra- leikarar frá öllum Norðurlönd- um. NOMUS (Nordisk Musik- samarbejde), sem undanfarin ár hefur veitt fé til verðlauna á sviði tónlistar, samþykkti á síðastliðnu ári að veita engin tónlistarverðlaun, en verja í þess stað fé til þess að styrkja jasstónlistina — ekki með því að koma upp keppni milli hljóð færaleikara heldur með því að launa þá og styrkja til ferða- laga um Norðurlönd. Nordjasskvintett varð til eftir að fram hafði farið hæfnispróf og voru valdir úr stórum hópi fimm listamenn, sem síðan komu í fyrsta skipti fram í októ berbyrjun 1974 í Kaupmanna- höfn og sendu einnig skömmu síðai- frá sér breiðskífu, sem hlotið hefur frábærar viðtökur - HEIMSÓKN Eþíópía, er nafn, sem oft heyr- ist í fréttum um þessar mundir. Þar hefir ríkt hungursneyð. Stjórnmálaástand hefir verið þar ótryggt en viðburðarríkt og sér reyndar ekki fyrir endann á þeim átökum sem eiga sér stað á þeim vettvangi. Og fleira er að gerast í Eþíópíu. í héraði, sem heitir Konsó, starfa íslend- ingar, á samnefndri kristniboðs stöð. Þessir íslendingar eru reyndar jafnframt Akureyring- ar, Skúli Svavarsson og Jónas Þ. Þórisson. Hafa þeir getið sér mjög gott oi'ð í starfi sínu, ekki síst í sambandi við úthlutun matvæla meðan á hungursneyð inni stóð, en þá kom drengileg hjálp frá íslsndingum í góðar þarfir og má ssgja að hafi forð- að mörgum mannslífum. Þetta þakka Konsó-menn og hafa margoft beðið íyrir þakklæti til íslendinga fyrir þeirra góðu og skjótu lijálp. Sá íslendingur, sem hvað lengst hefir starfað í Eþíópíu, er Gísli Ai'nkelsson, núverandi formaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. — Starfaði hann og kona hans, Katrín Guðlaugsdóttir, um 10 ára skeið í Konsó. Þau hjón eru væntanleg í stutta heimsókn til Akureyrar um næstu helgi. Munu þau verða á fundum hjá Hel?i!eikur Á mánudagskvöld var guðs- þjónusta þriggja prestakalla í Stórutjarnarskóla. í Ljósavatns- skarði. Þjónuðu þar prestarnir Bolli Gústavsson, Sinar Sigur- björnsson og Jón Aðalsteinn Baldvinsson. Og sýndur var helgileikurinn Etíópía, sem Viktor Guðlaugsson skólastjóri hafði æft, ásamt fleiri kennur- um skólans. Á þriðja hundrað: manns sóttu þéssa” guðsþjón- ustu og var góður rómur ger að. - NÝI KALDBAKUR (Framhald af blaðsíðu 8) of lítil og ber brýna nauðsyn til þess að stækka hana. Ráðgert er að hún verði byggð sunnan við hraðfrystihúsið og mætti sú framkvæmd ekki dragast lengi. Þessar framkvæmdir er enn meiri þörf síðan fiskikassarnir komu til, því það þarf enn meira rými fyrir þá. Blaðið þakkar skipstjóranum svörin og óskar honum, áhöfn og skipi góðs gengis. jassunnenda á Norðurlöndum. Hljómsveitina skipa: Knut Riisnæs, saxófónleikari frá Noregi; Pekka Pöyry frá Finn- landi (flauta, alt- og sópran- saxófónn); Ole Kock Hansen, píanóleikari frá Danmörku; Kjell Jansson, bassaleikari frá Svíþjóð og Pétur Östlund, trommuleikai-i frá íslandi. Höf- undar tónlistarinnar, sem að nokkru leyti er sótt í norræn þjóðlög, eru Jukka Tolonen, Kock Hansen og pianóleikar- arnir Torben Kjær, Lars Jans- son og Bobo Stensson. Nordjass kemur hingað á vegum Norræna félagsins og Tónlistarfélagsins. H1 j ómsveitin leikur hér aðeins þetta eina kvöld. Aðgöngumiðar verða seldir í bókaversluninni Huld og á milli kl. 5 og 7 í Samkomu húsinu, þar sem tónleikarnir fara fram. Norræna félagið á Akureyri. Tónlistarfélag Akureyrar. Kristniboðsfélagi karla kl. 2 e.h. á sunnudag í kristniboðshúsinu Zíon. Einnig munu þau segja frá starfinu í Konsó, í máli og myndum á samkomu í Zíon kl. 8.30 á sunnudagskvöld. Eru bæjarbúar hvattir til þess að nota þetta tækifæri að kynnast betur starfi landa okkar í þess- ari fjarlægu heimsálfu. Rudolf Weissauer Málverkasýning er þessa viku í Varðborg á Akureyri. Þar sýnir Rudolf Weissauer fjöl- margar myndir sínar og eru þær allar til sölu. Aðgangur er ókeypis. Hér er um að ræða grafikmyndir, en það mvnd- form hans hefur veitt honum frægð, og vatnslitamyndir. Lista maðurinn er Akureyringum kunnur af sýningu, sem hann hélt hér nýlega við góða aðsókn. r - Akvörðun tekin .. • (Framhald af blaðsíðu 1) ræða, hvor staðurinn yrði fyrir valinu. En lögð áhersla á, að hafnar væru viðræður við hlut- aðeigandi landeigendur, vegna hugsanlegra landsskemmda vegna virkjunarframkvæmda. Með virkjun í Jökulsá eystri, munu þó ekki verða vatnsspjöll. Jón Birgir Jónsson flutti greinargerð um stefnumörkun i samgöngumálum og Benedikt Bogason ræddi um stofnkostn- að og rekstur á hreyfanlegri malbikunar- og hörpustöð á Norðurlandi vestra. Mikill áhugi hefur um árabil verið á bættum samgöngum milli Skagastrandar, Sauðárkróks og Blönduóss yfir Þverárfjall með brú á Laxá. Þetta mál var einnig rætt á fundinum og er mikilvægt, svo sem vegna dreifingar á fiski til vinnslu og á samgöngum yfirleitt. Sam- staða var um það hjá fundar- mönnum, að sveitarstjórnar- mennmenn kæmu saman til fundar hver hjá öðrum til að ræða hagsmunamál sveitar- félaga sinna og kjördæmisins. G. Ó. - Frá Kópaskeri . • . (Framhald af blaðsíðu 1) 4. Lögð verði öryggislína frá Kröfluvirkjun til Kelduhverfis og tengd þar háspennulínu frá Laxá. 5. Að gefnu tilefni bendir fundurinn á, að takmörkun raf- orku til húsahitunar kemur í veg fyrir eðlilega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í héraðinu. Leggur fundurinn áherslu á, að þeir sem standa í nýbygging- um, verði með einhverju móti heimiluð raforka til húsahitun- ar, þangað til næg raforka verð ur fyrir hendi. K. Á. Sala Til sölu 8 rása spólur! Sá sem stal segulbandi og hátölurum úr bíl sem stóð fyrir neðán Gerði, gettir fengið þær keypt- ar á góðum kjörum. Uppl. gefur Skarpliéð- inn Jóliannsson, Svein- bjarnargerði, Svalbarðs- strönd, sími við Akur- eyri. Til sölu nýlegur og mjög vel með farinn Silver Cross barnavagn. Verð kr. 18.000. Uppl. í síma 1-13-09. SUZURI 50 árg. 1973 til sölu. Selst ódýrt. Sími 1-11-22. Til sölu VAGNKERRA Shni 2-24-63. Evenrude snjósleði er til sölu. Sími 2-38-80 eftir kl. 7 Til sölu snjósleði Yamaha 440 b. Uppl. í síma 2-10-92 milli kl. 12 og 3 e. h. ÁRÁSIN Á LEIKFÉLAG AKUREYRAR Alþýðumaðui'inn birti um dag- inn grein um Leikfélag Akur- eyrar. Eftir þann lestur gat maður haldið, að L. A. væri hræðileg Mafíu-grúbba þar sem forhertir fjárglæframenn réðu, og þeim til handargagns væru stórhættulegur kommalýður, hrellandi sálir guðhræddra og góðra manna. Lýsingin var ekki fögur, og vel mátti skilja á höfundi greinarinnar, að ekki væri allt komið fram enn. Því miður setti ekki höfundur rit- smíðarinnar nafn sitt undir. Þau ár, sem ég starfaði með Leikfélagi Akureyrar var aldrei minnst á hvort þessi eða hinn væri í einhverjum stjórnmála- flokki. Allir voru taldir jafn- góðir, kommúnistar jafnt sem íhaldsmenn. Því að vekja nú upp pólitískan leikhúsdraug? Ekki er ég vinstri sinnaður í pólitíkinni, og hef aldrei spurt meðleikara mína, eða þá sem leikið hafa hjá mér, hvort væri nú alveg rétt að enginn væri kommi þar á meðal. Er ekki meira um vert, að góðir leik- arar séu til? í haust réðist til Leikfélags Akureyrar bæði sem leikhússtjóri og leikstjóri Ey- vindur Erlendsson, vel mennt- aður og duglegur leikhúsmað- ur. Á nú að flæma hann í burtu með rógburði og þvaðri? Því ekki að lofa Leikfélagi Akur- eyrar að starfa í friði, annað hvort springa þeir á limminu, og þá verður „leiklistarunn- andi“ ánægður, eða þeir sýna og sanna að þeir séu menn til að halda á lofti merki L. A., og það vona ég sannarlega að þeim takist. Hættið þessum pólitisku árásum og smáborgaraþrasi. Iiver og einn verður að hafa sínar pólitísku skoðanir í friði, og enginn mun trúa því, að öll þessi skrif um L. A. séu til komin af umhyggju fyrir hag Leikfélags Akureyrar. Ég skal gleðja „leiklistarunnanda" méð því að segja að ég er alls ekki sammála starfsemi L. A. í einu og öllu, en það er ekki vegna þess að ég sé hræddur við þá kommúnista er þar munu vera, kratar og fleiri góðar sálir munu eflaust vera þar líka, en ef allir flokkar eiga góða leik- ara og það eiga þeir, þá er allt í lagi, og sleppum að draga þá í dilka. En öll þessi nafnlausu níðskrif um L. A., bæði fyrr og nú, eru löðurmannleg og ekki hægt annað en að fordæma þau. Jóhann Ogmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.