Dagur - 26.03.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 26.03.1975, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðannaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Verkfalls- i ; ; '-v hættan Um eitt hundrað verkalýðsfélög eru þessa dagana að afla sér heimilda til að boða vinnustöðvanir og hafa mörg þeirra þegar gert það og miða við 7. ajníl, liafi samningar ekki tekist. Sáttasemjari ríkisins liefur haldið marga og alllanga fundi með fulltrúum Alþýðusambands íslands og atvinnurekenda, en lítt virðist enn hafa þokað í sanrkomulagsátt. Má því segja, að verkföll kunni að vera yfirvofandi. Kjarasamningar þeir, sem fyrir rúmu ári voru gerðir, voru taldir launþegum hagstæðir, einkum fyrir iðnaðarmenn. Senr kunnugt er voru samningar þessir með nokkrum hætti felldir rir gildi nreð kaupbind- ingu, sem enn stendur. Hins vegar jókst verðbólgan nrjög og kaup- máttur launa rýrnaði að sama skapi, svo að láglaunabætur og hin marg- umtöluðu 3% jöfnuðu að litlu leyti kjararýrnunina. En þær ástæður liggja að baki þessari þróun launamála, að við- skiptakjör þjóðarinnar fóru mjög versnandi á liðnu ári, bæði hvað snerti verð innkeyptra vara og út- fluttra. Alþýðusamband íslands hefur lýst því yfir fyrir hönd umbjóðenda sinna, að takmark þess sé að vinna upp kjaraskerðinguna frá síðustu samningum, í föngum. Atvinnurek- endur hafa lýst yfir algem getuleysi atvinnuveganna að greiða liærra kaupgjald og liafa enn ekki lagt fram sáttatillögur, sem viðsenrjendur þeirra liafa talið umtalsverðair samn- ingsgrundvöll. Hin boðuðu verkföll, sem stöðva myndu nrarga veigamestu fram- leiðsluþættina í landinu, ógna bæði hag einstaklinga og þjóðarinnar um þessar mundir. Ríkisstjórnin lrefur lagt fram á Alþingi frumvarp, sem hún telur að komi mjög á móti ósk- um launþega og auðveldi kaup- og kjarasamningana, tneðal annars vegna skattalækkana sem í frum- varpinu felst. Launþegum virðast stjórnvöld hins vegar heldur smástíg í þessu efni og ganga þeirra reikul og óráðin, m. a. vegna lrinna mörgu lreimildarákvæða frumvarpsins. Rík- isstjórnin þyrfti að taka ákveðnari og lítið eitt stærri skref í afgreiðslu þessa frumvarps, ef ]>að mætti verða til þess að forða þjóðinni frá ógæfu harðra átaka í kjaramálum og síðan vinnustöðvana. □ Mannfjöldaþróunin Mest fólksfjölgun umliverfis Reykjavík. Samkvæmt bráðabirgðamann tali 1/12 1974 hefur þjóðinni fjölgað um 2673 'manns eða 1,25%. íbúaaukningin hefur ver ið mest í Mosfellssveit eða 21%. í Reykjavík fjölgaði um 332 íbúa, sem er innan við meðal- fjölgun. Hcildar-fjölgunin á Stór-Reykjavíkursvæðinu er 1680 manns, sem er__63% af íbúaaukningu í —landinu. í Garðahreppi og Kópavogi hvor um um sig er álíka fjölgun íbúa eins og í Reykjavík. Mikill byggðavöxtur á Suðumesjum. Fyrir utan höfuðborgarsvæð- ið er áberandi byggðavöxtur í Grindavík með 9,7% aukningu, Gerðahreppi með 7,4% aukn- ingu. í Keflavík er aukningin hægari eða 2%, sem er meira en landsmeðaltal. Samdráttur úti á lands- byggðinni. Það sem einkennir mest mannfjöldatölur 1974 er að dregið hefur úr búsetuþróun utan Reykjanessvæðisins. Á síð asta ári fjölgaði íbúum á Vest- urlandi um 1,02% 1974, en 1973 um 1,84%. Á Vestfjörðum er örlítil íbúafækkun 1974, en þar var fólksfjölgun 1973. Á Norður landi er fjölgun 1,13% en var 1973 1,85%'. Á Austurlandi var aukning 1,14%, en var 2,45% árið 1973. -Þessi þróun lofar ekki góðu. í fyrra var íbúaaukn ingin á Vesturlandi, Norður- landi og Austurlandi meiri en meðaltalsfjölgunin. Þetta var í fyrsta sinn um áratugi að svo var. íbúaröskun landsbyggðar- innar á þessu ári til Reykjanes- svæðisins er 433 manns, sem er 16,2% af íbúaaukningunni. Til- færsla landsbyggðarinnar til Reykjanessvæðisins svarar til 130 kjarnafjölskyldna á einu ári. Samdráttur undir Jökli. Svo virðist. sem fólksfækkun hafi orðið í Ólafsvík og Sandi um 49 manns milli óra. Athyglis vert er að Búðardalur og Grundarfj örður, ásamt Stykkis hólmi hafa forystu f búsetu- aukningu á Vesturlandi. \ : _ --..........!]l jj Aukning í sjávarþorpum á Vestfjörðum. Áberandi er á Vestfjörðum að íbúaaukning er mest á Suð- ureyri, næst keniur Hólmavík, síðan Bolungarvík og Patreks- fjörður. Þetta eru hreinir sjáv- arstaðir. Búsetuaukning á Hólmavík er athyglisverð eftir margra ára samdrátt. Hins veg- ar er um beina fækkun að ræða á ísafirði um 68 manns. Það sem er athygiisvert á Vestfjörð- um er nokkur búsetuaukning í sveitarhreppum við Djúpið og í kringum Reykhóla. Búsetuaukning á Skagaströnd og Hofsósi. Hlutfallslega mesta fjölgun í þéttbýli á Norðurlandi er á Skagaströnd um 4,6%, Hofsósi um 4,2%, Blönduósi um 3,8%, Dalvík 3,3% og Þórshöfn 3,2%. Á Akureyri fjölgaði um 1,42% eða 163 íbúa. Hvorki Húsavík eða Sauðárkrókur náðu meðal- fjölgun. Þessir staðir hafa oft verið með mesta íbúafjölgun á Norðurlandi. Siglufjörður er nú í fyrsta sinn með álíka aukn- ingu eins og Húsavík. Aukning hefur orðið í svonefndum blönd uðum hreppum, þar sem bæði eru þéttbýli og sveitabyggðir. Mest er aukningin í Seylu- hreppi (Varmahlíð) 4,9%, Sval- barðsstrandarhreppi (Svalbarðs eyri) 4,7%, Arnarneshreppi (Hauganes) 4,6%, Ytri-Torfu- staðahreppi (Laugabakki) 4,1% og Presthólahreppi (Kópasker) 3,2% aukning. Höfn í Hornafirði hefur forystuna. Fækkun er á Neskaupstað um 21 íbúa. Mesta aukningin er á Höfn í Hornafirði um 70 manns eða 6,5%. Næstir eru Egilsstaðir með 40 íbúaaukn- ingu. Hlutfallslega mesta aukn- ingin er í Fellahreppi 10,8% og í Breiðdalsvík 4,8%. Fjölgun á Selfossi og Þorláksliöfn. Ljóst er að mesta fjölgunin er á Selfossi um 185 manns og í Þorlákshöfn um 118 manns. Fólki fækkaði í Vestmannaeyj- um vegna leiðréttingar á mann- tali. Þá hefur orðið íbúafjölgun í Ásahreppi og Rangárvöllum vegna virkjunarframkvæmda við Sigöldu. Drcifbýlið hefur tapað forskotinu. Manntalstölur 1974 sýna það Ijóslega að dreifbýlu landshlut- arnir hafa misst niður forskot það, sem vannst upp 1973. Ljóst er að landsbyggðin þarf að vera mjög á verði, ef sá mikli sam- dráttur sem nú er í þjóðfélag- inu á ekki að valda nýrri bú- seturöskun. (F réttatilkynning) Garðyrkjufélag íslands hélt aðalfund sinn 3. mars sl. í árs- skýrslu félagsstjórnar kom greinilega fram að mikið og fjöl breytt starf hefur verið unnið í félaginu á sl. starfsári. Er þar eingöngu um sjálfboðavinnu að ræða sem engin laun koma fyrir önnur en ánægjan að hafa unn- ið að góðu málefni. í félags- starfinu ber fræðslustarfsemina hæst og voru á árinu haldnir 4 fræðslufundir þar sem sýndar voru og útskýrðar myndir, fyrir spurnum svarað og efnt til um- ræðna um garðyrkjumál. Utan Reykjavíkur tóku fulltrúar frá „08Ð GUÐS TIL ÞlK rr Dagana 6,—-12. ágúst mun verða haldið mikið norrænt kristilegt stúdentamót í Reykjavík, með yfirskriftinni „Orð Guðs til þín“. Búist er við milli 600— 1000 norrænum stúdentum og gestum til þessa móts, sem Kristilegt stúdentafélag heldur í samvinnu við systurhreyfing- kúpubrofnar í gær varð það slys á Akur- eyri, að maður, sem reiddi dreng fyrir framan sig á reið- hjóli, féll á götuna og er talinn hafa höfuðkúpubrotnað. Dreng- inn sakaði lítt eða ekki. Orsök slysins er sögð sú, að maðurinn festi fót í pilum hjólsins. □ ar sínar á Norðurlöndunum. Margir þekktir ræðumenn munu tala á móti þessu og má í því sambandi nefna Sigur- björn Einarsson biskup og sænska biskupinn Bo Giertz, sem þekktur er af bókum sín- um, sem sumar hafa verið þýdd ar á íslensku. Mótsstaðurinn er skólaþyrpingin umhverfis Menntaskólann í Hamrahlíð. Ekki verður þó einungis staldr- að við þar, því skipulagðar hafa verið ýmsar ferðir fyrir móts- gesti um ísland og nokkrir hóp- ar munu ferðast um, með sam- komuhald fyrir augum. Nýútkominn er bæklingur, sem ætlað er að kynna mótið. Einnig eru upplýsingar veittar á skrifstofu Kristilegs stúdenta- félags í Reykjavík. Þátttaka til- kynnist fyrir 15. maí. (Fréttatilkynning frá Kristi- legu stúdentafélagi) félaginu þátt í tveim fræðslu- fundum, þ. e. á Akranesi og í Leirárskóla. Ljóst er að fólki út um land þykir mikill fengur að slíkum fundum og væntir félags stjórnin þess að geta stuðlað að slíkum fundahöldum í náinni framtíð. Deildir í félaginu eru á Akureyri, Akranesi, Borgar- nesi, Suðurnesjum og í Vest- mannaeyjum. Er í athugun að stofna fleiri slíkar deildir enda mjög æskileg þróun. Á árinu voru farnar tvær kynnisferðir, önnur í grasagarðinn í Laugar- dal, hin í ýmsa garða í Kópa- vogi og Garðakauptúni. Einn liðurinn í fræðslustarf- semi félagsins er útgáfa Garð- yrkjuritsins og fréttabréfsins Garðsins, sem nýtur síaukinna vinsælda hjá félagsmönnum. Bæði þessi rit eru innifalin í árgjaldinu sem nú er kr. 600,00. Þá má benda á það að á vegum G. í. er nýlega farið að birta í Morgunblaðinu stutta pistla undir nafninu BLÓM VIKUNN AR og er þeim ætlað að vera til fróðleiks um eitt og annað er að garðrækt lýtur. G. í. hefur að undanfömu annast fræskipti meðal félags- manna og einnig séð um útveg- un á blómlaukum. Hafa þau umsvif kostað mikla vinnu sem hefur farið fram á skrifstofu félagsins undir stjórn Guðrún- ar Jóhannsdóttur sem jafnan hefur fjölda sjálfboðaliða í þjón ustu sinni. Skrifstofan er á Amtmanns- stíg 2 og er opin á mánudögum og fimmtudögum kl. 14—18 og á fimmtudagskvöldum kl. 20— 22, og geta þeir sem hug hafa á að ganga í félagið snúið sér þangað, síminn er 27721. Garðyrkjufélag íslands er meðal elstu starfandi félaga hér á landi, en á vori komanda eru 90 ár liðin frá stofnun þess. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög ört hin síðustu ár og eru þeir nú hátt á 3. þúsund. Stjórn Garðyrkjufélags fs- lands skipa: Jón Pálsson for- maður, Selma Hannesdóttir varafonnaður, Olafur Bjöm Guðmundsson ritari, Gunnlaug ur Olafsson gjaldkeri, Einar I. Siggeirsson meðstjórnandi. — Varastjórn: Ágústa Bjömsdótt- ir, Martha Björnsdóttir, Hall- dóra Haraldsdóttir. □ Umf. Svarfdæla sigraði Tjón af völdum hrafns og svarfbaks í fréttabréfi B. í. segir Árni G. Pétursson ráðunautur m. a.: Könnun Árna Heimis leiðir ótvírætt í ljós, að flugvargi fer mjög fjölgandi um land allt og veldur síauknum búsifjum. Má þar til nefna, áð 46,8% bænda, sem könnun náði til og létu ær bera úti, urðu fyrir fjártjóni af völdum flúgvargs um vorið. Fyrir 10—20 árum fór sauð- burður fram utanhúss að mestu um land allt, og var þá sjald- gæft að heyra, að flugvargur væri vágestur í lambfénaði. Tveimur hryssum varð að lóga á síðasta vori vegna áverka sem þær urðu fyrir af völdum flug- vargs við köstun, og hafði gagna safnari ekki heyrt þess dæmi áður. Eins og fram kemur í skýrslu Árna Heimis náði hans könnun til 6,7% bænda. En gagnasöfnun er tímafrek og sumarið entist ekki til þess að ná til allra hér- aða og urðu m. a., því miður, útundan sum héruð, sem mest höfðu kvartað undan ágangi Bifrösf verður að oriofsheimili Tilkynnt hefur verið, að Bif- röst, húsakynni Samvinnuskól- ans verði nú dvalarheimili sam- vinnumanna en ekki veitinga- og gistihús á sumrin, svo sem verið hefur frá árinu 1955. Sumarstarfið í Bifröst verður í nánum tengslum við orlofshús samvinnuhreyfingarinnar, sem byggð hafa verið þar í grennd- inni og mun fjölga mjög í sumar. Sú breyting verður og gerð, að framreiðsla verður nú fljót- legri og einfaldari og um leið verða veitingar ódýrari en áður. Bifröst getur tekið á móti 64 gestum í einmenningsherbergj- um og tveggja manna herbergj- um. Á staðnum er einkar góð og skemmtileg aðstaða til hvíld ar og hressingar og umhverfið er óvíða fegurra. Og skoðunar- ferðir freista þar marga. Guð- mundur Arnaldsson mun veita sumarheimilinu forstöðu, en hann er einn af kennurum Sam- vinnuskólans. □ flugvargs. Má þar til nefna t. d. Strandasýslu, en þaðan kom erindi til Búnaðarþings 1974, . sem leiddi til þess, að þessi könnun fór af stað. Samkvæmt úrtaki Árna Heimis er meint tjón bænda af völdum flugvargs á sauðburði 6,5 millj. kr. í þess- ari könnun var ekki metið tjón af völdum flugvargs, sem varð hjá skreiðarframleiðendum, á fiskeldi í ám og vötnum, fisk- mjölsverksmiðjum og mengunar hættu á fiskverkunarstöðvun- um á aðalútflutningsverðmæt- um þjóðarinnar, að ógleymdu þverrandi mófuglalífi. Könnun Árna Heimis Jóns- sonar leiddi í Ijós, að svartbak- ur, hrafn og minkur eru helstu skaðvaldar í æðarvörpum. En dúntekja yfir landið hefur minnkað um meira en helming frá því sem mest var. Hjá 67 bændum, sem könnun náði til, var samdráttur í varpi hjá 53,7%, stóð í stað hjá 16,4%, í vexti hjá 19,4% og 10,4% höfðu nýhætt að nytja varp, þar sem þeir töldu það ekki svara kostn aði. Hjá þeim, er stunduðu æðar rækt í vor, var varp í samdrætti hjá 60%. Könnun Árna Heimis og tilraunir með eyðingarlyf til fækkunar vargfuglum leiddi í Ijós, að fenemal er hentugasta lyfið. íblöndun í egg gefur lé- legan árangur, miðað við að setja lyfið í hræ eða kjötsag. Einnig að stórlega má fækka vargfugli með eyðingarlyfjum. Á einum stað segh- í skýrslunni, að á Vestfjörðum hafi menn náð mestum árangri við fækkun vargfugla, en síðar kemur fram, að um Dýrafjörð er aðeins að ræða. Margt athyglisvert leiddi könnunin annars í ljós. Má þar nefna, að vargurinn er ágengari við búfé bænda í næsta ná- grenni sorphauga frá þéttbýli og úrgangshauga sláturhúsa og fiskvinnslustöðva. Er því ljóst, að hlutaðeigendum ber skylda til, að vargurinn nái ekki til slíkra hauga, og gera verður forráðamenn ábyrga um fækk- un flugvargs á þeim stöðum. □ Héraðsmót UMSE í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í íþróttahúsi Dalvíkur sunnudag inn 23. mars. Þátttaka var góð í mörgum greinum, Átta félög sendu keppendur á mótið. Umf. Svarfdæla varð sigurvegari mótsins. Helstu úrslit. Telpnaflokkur, 14 ára og yngri. Langstökk án atr. m Guðrún E. Höskuldsd., R. 2.38 Sigurbjörg Karlsdóttir, Sv. 2.21 Hástökk með atr. m Guðrún E. Höskuldsd., R. 1.40 Jónína Júlíusdóttir, Sv. 1.25 Kvennaflokkur, 15 ára og eldri. Langstökk án atr. m Hólmfríður Erlingsd., Skr. 2.42 Vilborg Björgvinsd., Dbr. 2.37 Hástökk mcð atr. m Jónína Sigurðardóttir SANDGERÐI, GLERÁRHVERFI EÆDD 27/2 1900. - DÁIN 10/12 1974. KVEÐJA ERÁ DÓTTUR-DÓTTUR, AGNESI. Nú ertu liorfin, clsku amma mín aldrei framar strýkur höndin þín, ljúft og blítt um dótturdóttur kinn dapur að vonum, enn er Iiugur minn. Blcssunar Guðs, ég bið þér, farðu vel blómhliðar fagrar, opnast bak við hcl. Þar áttu góða dvöl við Drottins náð, dýrð friðar kærleiks, ertu núna liáð. Sendi ég kveðju mína í himins liöll hjartkærar þakkir, — engin hávær köll, ■ dapur er hugur, dauðinn engan spyr, dagur er liðinn, stendur ekki kyr. Enn vil ég þakka, gleymt þér aldrei get, Guði sé lof, þín urðu dásöm fet. Kærleik og blíðu, deildir sérhvert sinn sólhlýr og fagur reyndizt hugur þinn. (J. G. P.) Svanhildur Karlsdóttir, Sv. 1.25 Hólmfríður Erlingsd., Skr. 1.25 Sveinaflokkur, 16 ára og yngri. Langstökk án atr. m Jónas Antonsson, Sv. 2.63 Stefán Magnússon, M. 2.58 Hástökk án atr. m Björgvin Hjörleifsson, Sv. 1.15 Stefán Magnússon, M. 1,10 Hástökk með atr. m Friðrik Helgason, Sv. 1.50 Stefán Magnússon, M. 1.45 Þrístökk án atr. m Friðrik Helgason, Sv. 7.80 Stefán Magnússon, M. 7.70 Karlaflokkur. I’ Langstökk án atr. m Aðalsteinn Bernharðss., F. 3.03 Jóhann Jónsson, D. 2.99 Hástökk án atr. m Felix Jósafatsson, R. 1.45 Gísli Pálsson, Skr. 1.30 Hástökk með atr. m Jóhann Jónsson, D. 1.60 Gísli Pálsson, Skr. 1.55 Þrístökk án atr. m Aðalsteinn Bernharðss., F. 9.06 Felix Jósafatsson, R. 9.75 Stig milli félaga. Stig Umf. Svarfdæla 42 Umf. Reynir 32% Umf. Skriðuhrepps 18 Umf. Möðruvallasóknar 12 Umf. Framtíð 10 Bindindisfél. Dalbúinn 8 Umf. Dagsbrún 5 Umf. Narfi 1 % Flest stig í telpnaflokki fékk Guðrún E. Höskuldsdóttir úr Reyni, í kvennaflokki varð Hólmfríður Erlingsdótth- Umf. Skriðuhrepps stigahæst, í sveinaflokki Stefán Magnússon umf. Möðruvallasóknar, og í karlaflokki hlaut Felix Jósafats son umf. Reyni flest stig. □ Varið ykkur á tæknínni Fyrstu skíðin mín kostuðu tvær kr. og 25 aura. Skólabróðir minn í barnaskólanum í sveit- inni var orðinn leiður á gömlu skíðunum sínum og gerði sér von um önnur betri, en aurar, hvað þá krónur, sjaldfundnir í vasa hans! Skíðin voru orðin þunn og beygjulaus að kalla og bara með einföldu bandi úr hrossleðri yfir ristina. En sterk- legt stafprik fylgdi, og skíðin voru létt, og ég gat gengið á þeim heim úr skólanum, rennt mér ofan Illahólinn og stokkið á þeim ofan af fjóshlöðuþakinu, nær tveggja metra stökk- Það var stórkostlegt, og ég var sæll ög glaður yfir „nýju“ skíðun- um mínum. En kröfurnar uxu smátt og smátt, og tæknin hélt innreið sína í þessari grein: tá- bönd með fótlappa og bandi aftur fyrir hælinn, tveir stafir með kringlu. Og nokkuð lærð- ist að sveifla sér í brekku og fá meira vald yfir skíðunum. Ung- mennafélögin efndu til skíða- móta í stökki, göngu og bruni meðan enn vor notaður einn stafur, vel sterkur, allt að 1,5 metra löng stöng, sem ýmist jók hraðann með spyrnu eða dró úr honum sem bremsa í bratta og glannalegu bruni. Og sömu skíðin voru notuð til alls; göngu á jafnsléttu, upp og ofan brekkur og stökk fram af þriggja til fimm m háum snjó- hengjum! Eftir hópferð ungmenna- félaga á skíðum einn fagran dag um heiðar, lægðir og fjöll skil- aði einn úr hópnum löngu kvæði um ferðina í félagsblað- inu. Þar segir m. a.: Já, slíkir dagar eru sannar- lega góðir, með sína fjölbreyttu þjálfun fyrir líkamann, og hann geymist í vitundinni um ára- tugi, með birtu og hlýju. „En tímarnir breytast og mennirnir með.“ Nú er öldin önnur, hvað viðkemur skíðum og notkun þeirra, a. m. k. hér í höfuðstað Norðurlands, enda miðstöð vetraríþrótta íslend- inga ákveðin þar. Og þar, í Hlíðarfjalli, er aðstaða til skíða- ferða alveg 1. flokks á margan hátt: víðátta mikil, mjög fjöl- breytilegar skíðabrekkur og líka skemmtilegar leiðir til skíðagöngu. Þetta er svo frá náttúrunnar hendi, og svo bæt- ist tæknin við. Skreppum „í fjallið"! Bíllinn flytur okkur auðveldlega á stað inn, upp í nál. 600 m hæð, skíð- in eru á þakinu, skíðaskórnir, 3,2 kg, í bakpokanum. Þar efra verður að skipta um skó, á skíðaskónum er ekki hægt að ganga, og eftir það að á skíðin er stigið og þau spennt tekur ekki betra við, hvað göngu á tveimur jafnfljótum snertir. En togbrautir og lyftur eru til stað- ar, og þar eru oft biðraðir lang- Jónas Jónsson. ar, bíðandi fólk, sem ekkert getur, nema með hjálp rafork- unnar til þess að komast næsta áfangann, 1—2 km áfram í bratt ann og jafnvel næstum til efstu brúna. En við „Stromp“ er þó hægt að „setja í gang“ láta skíð in renna. Og ferðin niður getur orðið unaðsleg, ef færi er gott, skíðin orðin vel viðráðanleg og sloppið við byltu eða meiðsli. Og svo er bezt að flýta sér í bið- röðina á ný. En þar getur þó betra að veðrið haldist; ef orðið þreytandi að bíða, kul- samt líka, en það þó enn frekar, þegar sezt er í stólana, og þeir bera mann upp á ný. Flestir virðast þó núorðið vel til svona fjallferðar búnir, kai'l- ar, konur og börn eiga góðan skíðabúning (sumir jafnvel „föðurlandið" nær sér), skíðin með öryggislásum í fótabúnaði og tilheyrandi skó, fastreimaða upp á miðjan sköflung, tvo fína stafi, togbrautarbelti, skíðagler- augu o. fl. „ómissandi“. Slíkur útbúnaður kostar án efa marga tugi þúsunda. Og enn meh'a þarf til: ein ferð í lyftustól upp í „Stromp“ kostar kr. 85,00 f. fullorðna. En með því að kaupa dagskort, eiga að fást betri kjör, t. d. kr. 400,00 f. % dag, og má þá fara ferð eftir ferð, eftir því sem tími vinnst til. En þá er nú nokkuð verulega fer að blása, ræður lyftan ekki við sitt hlut- verk. Kortið er þér þá ónýtt og gamanið búið! En í veitinga- salnum er margt á boðstólum til hressingar, og með áætlunar- bílnum getur þú komist í bæ- inn, ef þú átt ennþá kr. 120,00 í veskinu. Komum við nú hress, glöð og endurnærð heim úr svona skíðaferð, jafnvel þótt dagskortið hefði enst okkur til fleiri ferða upp og niður? Spyr sá, sem ekki veit. Sl. vetur var efnt tli íslands- skíðagöngu; í því sem fleiru skyldi minnst hins merka af- mælis. í páskavikunni voru þúsundir Akureyringa í Hlíðar- fjalli, en engin göngubraut var lögð eða merkt og engin þátt- taka í þessari mei'ku keppni hér, í höfuðstað vetraríþrótt- anna! . Fyrir nokkrum árum var efnt til samskonar landskeppni, a . m. k. tvívegis og ég minnist þess með ánægju, hve margir Akureyringar, af báðum kynj- um og á öllum aldri, voru þar með, og þá oft úti á skíðum endranær. Skíðaíþróttin gefur marga möguleika. Myndir þessarar smágreinar sýna ekki allt, og eru e. t. v. ekki án hlutdrægni, en þó sannar. En athugið: Erum við ekki að villast á vegi, í þess- ari ágætu íþrótt, tæknin að af- manna okkur. „Tak skíðin og gakk.“ „Brekknakoti11 Ak. 23. marz ’75. Jónas Jónsson. BLÁSKJÁR í4. útgáfu 11 barnabækur BSE Bókaverslun Sigfúsar Eymunds sonar hefur fyrir nokkru sent frá sér 11 barnabækur, þar a£ eru 10 í samfelldum flokki, sem nefnist Litlu biblíusögurnar. Árið 1915 kom barnasagan BLÁSKJÁR í fyrsta sinn út á íslensku hjá Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar. Sagan, | sem síðan hefur verið endur- prentuð þrisvar 1943, 1955 og i 1973, vann sér strax mikla hylli meðal yngstu lesendanna og , segja má, að hún hafi fylgt hverri nýrri kynslóð þessarar aldar. Höfundur Bláskjás er Franz Hoffman en Hólmfríður Knudsen íslenskaði söguna. í fjórðu útgáfu hefur broti bókar innar og útliti verið breytt og Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, ungur teiknari, hefur teiknáð nýjar myndir í söguna. 'í' Bókin er sett í Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð í Off- setmyndum og bundin í Félags- bókbandinu. í bókaflokknum Litlu biblíu- sögurnar koma út 10 bækur: Guð skapaði heiminn, Fyrstu jólin, Drengurinn, sem gaf, Góði hirðirinn, Góðu vinirnir, Jesús hjálpar litlu stúlkunni, Góði faðirinn, Brúðkaupsveizl- an, Maður uppi í tré, Miskunn- sami Samverjinn. Allar bækurnar eru í litlu broti og skreyttar litmyndum. Sr. Bernharður Guðmundssön endursagði sögurnar úr ensku og samdi skýringar á bókar- kápu, sem ætlaðar eru foreldr- um og kennurum til að auð- velda þeim að skýra efni hverrar bókar fyrir börnum sínum og nemendum. Bækurnar eru gefnar út í samvinnu við breska útgáfu- fyrirtækið Saripture Union, sem sérhæfir sig í útgáfu bóka um kristna kenningu. Bækurn- ar eru settar hér á landi af Prentstofu G. Benediktssonar en prentaðar í Bretlandi. Q „Tak skíðin og gakk! í fjallanna útbreiddan faðm, sem fullur af sólskini æskunni til sín býður. Svo jafnt og svo þétt liggur fönnin um foldar baðm. Og frostið er vægt og himininn blár og víður. En við skulum bara’ ekki fara neitt flumósa’ af stað en færast í aukana’ um nónbilið myndi’ ekki saka; að þenja sig strax, sem fæst lát þér finnast um það. Stíg fastar til jarðar, svo skíði þín renni ’ei til baka. Nei, sko! Hér er brekka svo brött og há. Það er barasta kjarkleysi’ að velja alltaf það slétta. Við Alpasveiflunni ættum að reyna að ná. Það er alls ekki nærri því víst að við þurfum að detta!“ Og bjartur dagur líður, við háfjallasól, silkifæri, gaman. „Nú blánar af skuggum við heiðanna mjúku mjöll, og máninn er hálfur við Kistufjallsbrúnir á gægjum. Og nú máttu stika sem flýir þú ferleg tröll, er á flughálum skíðum snjóinn á heimleið við plægjum.' Og hvert stefnir: „ — Við þjótum síðustu brekkuna hlið við hlið og höldum svo rakleitt í bað undir sundlaugar þaki. Loks göngum við héðan og heim, þar úr gluggum skín ljós, og hlýtt er í stofu. En gott er að líta til baka, því þessi dagur á skilið vort hjartanlegt hrós, svo hressandi svalui' og bjartur sem Jónsmessuvaka.“ »

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.