Dagur - 26.03.1975, Blaðsíða 7

Dagur - 26.03.1975, Blaðsíða 7
7 Tökum að okkur byggingar, innréttingar á íbúð- um, smíði glugga og útihurða. HÚSBYGGIR SF. MÁRINÓ JÓNSSON. - SÍMI 2-13-47. RAUÐKÁL í glösum RAUÐRÓFUR í glösum og dósum PICKLES í glösum SWEEET RELISH í glösum GÚRKUR í glösum ASÍUR í glösum ASPARGUS ídósum SVEPPIR í glösum og dósum KAPERS íglösum TÓMATAR í dósum GRÆNAR BAUNIR ídósum BLANDAÐ GRÆNMETI ídósum GULRÆTUR ídósum !Yn 6RÆNMETI s i HVÍTKÁL RAUÐKÁL RAUÐRÓFUR CELLERY STEINSELJA Fréttir frá Biinaðarþiiiginu Búnaðarþingi er lokið að þessu sinni. Á síðasta degi þess voru samþykktar 3 ályktanir. Ein var um laun héraðsráðunauta, önnur ályktun var áskorun til stjórnvalda um að greiða niður verð á tilbúnum áburði. Síðasta ályktunin sem samþykkt var á þessu Búnaðarþingi var frá alls herjarnefnd, vegna erindis Jón- asar Jónssonar og Hjartar E. Þórarinssonar, varðandi eignar- a-étt á landinu og almannarétt til lands. Búnaðarþing minnir á fyrri samþykktir sínar varðandi eignarrétt á hálendi og óbyggð- um landsins. Til frekari stuðn- ings þeim rökum, sem þar hafa verið sett fram gegn þeim við- horfum nokkurra manna, að ríkið eigi allan rétt á hálendi landsins og óbyggðum að undan skildum beitarnotum, felur þingið stjórn Búnaðarfélags ís- lands að leita samstarfs við Stéttarsamband bænda, að sam- tökin láti í sameiningu fara fram söfnun á sögulegum og lagalegum gögnum um eignar- rétt bænda, sveitarfélaga og upprekstrarfélaga á afréttum og öðru hálendi landsins. Ennfremur telur þingið, að ástæða sé til að taka saman yfir ht yfir þau lagaákvæði, sem í gildi eru um rétt manna til um- ferðar, dvalar og landgæðanýt- ingar á annarra landi og um þær venjur, sem um slíkt hafa ríkt frá fornu fari. Þá telur þingið rétt að taka til athugun- ar lagaákvæði, sem óljós kunna að vera eða ófullnægjandi í þessu efni. Felur þingið stjórn Búnaðarfélags íslands að leita samvinnu við Stéttarsamband bænda og Náttúruverndarráð um þessa athugun og tillögur til breytinga, ef ástæða þykir til. Forseti Búnaðarþings Ásgeir Bjarnason í Ásgarði sleit Bún- aðarþingi með eftirfarandi ræðu: „Störfum þessa Búnaðarþings er lokið. Það hefur starfað í 16 daga, haldið 17 fundi, afgreitt 29 mál af 30 málum sem þinginu bár- ust. Hér verða aðeins örfá mál nefnd af þeim er afgreidd voru. Frumvarp um búnaðarmennt- un var afgreitt frá þinginu, en menntun bænda hefur verið til umræðu á Búnaðarþingum síð- ustu ára og milliþinganefnd Búnaðarþings starfaði í þessu máli og skilaði hún áliti, þar sem lagður var grundvöllur að frumvarpi þessu er felur í sér m. a. landbúnaðarháskóla að Hvanneyri, auk þess fjölþætta almenna og hagnýta búnaðar- menntun á bændaskólum og með búnaðarnámskeiðum og við aðra skóla, þar sem kostur er á að kynna og kenna land- búnað. Búnaðarþing ályktaði að kom ið verði á samstarfsnefnd Bún- aðarfélags íslands, Stéttarsam- bands bænda og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Skal nefndin afla upplýsinga um stöðu landbúnaðarins, með til- liti til framleiðslukostnaðar, markaðsaðstöðu og þjóðhags- legs gildi hans og gera síðan til- lögur um heildarstefnu í fram- leiðslumálum landbúnaðarins. Fyrir þinginu lá nefndarálit kjötmatsnefndar Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, og lýsti þingið ánægju sinni yfir tillög- um þeim er það felur í sér. Þar er lögð höfuðáhersla á vöru- gæðin, og fjalla tillögurnar um flokkun kjöts af sauðfé, naut- gripum og svínum. Rætt var um brunatryggingu á heyi, búfé og útihúsum. Gert er ráð fyrir að til greina komi skyldutrygging á þessu sviði, ef hagkvæm tilboð fást hjá tryggingarfélögum og ef bænd- ur verða því fylgjandi. Samþykkt var tillaga um at- hugun á stækkun áburðarverk- smiðjunnar og jafnframt gerð ályktun um að draga verulega úr þeirri hækkun sem yfir vofir á áburðarverði. Ennfremur má nefna tillögur um rekstrarlán og stofnlán til landbúnaðar, til- lögu um snjómokstur og vega- gerð og síðast en ekki síst til- lögur um eignar og almennings rétt á landinu. Oll hafa mál þessi sem og önnur mál Búnaðarþings mikla þýðingu fyrir landbúnaðinn og þj óðarheildina. Þingfulltrúar hafa lagt mikla vinnu í það að kynna sér málin og bera álykt- anir og greinargerðir þess vott. Rökræður hafa verið miklar og fróðlegar. Það ér von mín að ályktanir og óskir þingsins megi verða bændastéttinni, landbúnaðinum og þjóðinni til Dagana 11. Og 12. febrúar 1973 hélt Bygginganefnd ménnta- skóla á Austurlandi fundí á Egilsstöðum með árkitektum væníanlegs fjölbrautaskóla þar og kynníi svéítarstjörn Egils- staðahrepps og flélrí heima- aðíiúfn stöðu byggingaímálsins. Árkitektar skó'lans eru þeir Ormar Þór Guðmúndssoh ög Örnóífur Haíl. Búið er að ganga í aðalatrið- um frá skipulagi skólasvæðis fyrir allt að 400 manna skóla í Egilsstaðakauptúni, og nú fyrir skemmstu hefur menntamála- ráðuneytið veitt heimild til að fullhanna hluta af fyrsta bygg- ingaáfanga skólans, þ. e. mötu- neyti og heimavistir. Verður væntanlega unnt að bjóða þær framkvæmdir út á komandi sumri, en fjárveitingar til þeirra nemur um 60 milljónum króna, þar af er helmingur veittur á fjárlögum yfirstandandi árs, en 'hinn hlutinn er geymslufé frá fyrri árum. Stærð mötuneytis og heima- vistaráfangans er um 800 fer- metrar á 1—4 hæðum, gólfflatar mál samanlegt 2500 fermetrar og heildarrúmmál um 8200 rúm metrar. í þessum fyrsta heima- vistaráfanga verður rými fyrir 80 nemendur í tveggja manna herbergjum, og fylgir snyrting með sturtu hverju herbergi. Eru herbergin og fleira hannað með tilliti til hótelsjónarmiða, auk þeirra þæginda sem við þetta skapast fyrir nemendur. Jafnframt þessum fyrsta fram kvæmdaþætti þarf í ár að hanna kennsluhúsnæði og starfsmanna íbúðir, svo að unnt verði að hefja framkvæmdir einnig við í fréttatilkynningu Sambands ísl. samvinnumanna segir m. a. að Othar Hansson hafi látið af framkvæmdastjórastarfi hjá Ice land Products, Inc í Bandaríkj- unum, sameignarfyrirtæki Sam bandsins og frystihús. Guðjón B. Olafsson tekur við fulltrúa- starfi stjórnar félagsins, með búsetu í Harrisburg. Hann var framkvæmdastjóri Sjávar- afurðadeildar SÍS frá 1968. Við framkvæmdastjórastörfum í stað Othars tekur Geir Magnús- son. Framkvæmdastjóri Sjávar- afurðadeildar SÍS verður Sig- urður Markússon. gagns og styrkja þar með stöðu atvinnulífsins í framtíðinni. Að lokum þakka ég þingfull- trúum prýðileg störf. Varafor- setum, skrifurum, skrifstofu- stjóra og ritara þakka ég ómet- anlega aðstoð og umburðar- lyndi í minn garð. Þá þakka ég búnaðarmálastjóra, ráðunaut- um og öllu starfsfólki Búnaðar- félags íslands ágæta þjónUstu, svo og öllum öðrum sem greitt hafa fyrir störfum þingsins og veitt því margháttaða aðstoð og sýnt því vinsemd og virðingu. Ég óska búnaðarþingsfulltrúum góðrar heimferðar og heim- komu, bændastéttinni farsæld- ar í störfum og þjóðinni góðs gengis.“ 57. Búnaðarþingi er slitið. Að lokinni ræðu Ásgeirs kvaddi Gísli Magnússon í Ey- hildarholti, aldursforseti Bún- aðarinþs sér hljóðs, þakkaði for seta, drengilega og skörulega stjórn og árnaði honum og þing fulltrúum allra heilla. þá þætti fyrsta byggingaráfanga skólans á næsta ári, því að sjálf- sögðu eiga allir þessir þættir að hluta til að vera tilbúnir sam- tímis, er skólahald hefst. Sumarið 1973 ákvað mennta- málaráðuneytið með samþykki sveitarstjómar Egilsstaðahrepps að stefna að sameiginlegu íþróttahúsi með leikfimisal og sundlaug fyrir skóla á Egilsstöð- um, og jafnframt skyldi tekið tillit til þarfa almennrar íþrótta starfsemi á Austurlandi, eftir því sem samstaða tækist um. Var bygginganefnd menntaskól ans falið að vinna að framgangi þessa máls, og hefur slík íþrótta miðstöð verið forhönnuð af arkitektum skólans. Enn er þó beðið ákvarðanna ráðuneytis um staðla (norm) fyrir slíkt 'húsnæði og þar með um kostn- aðarhlut ríkis og heimaaðila. Síðan er eftir að leita samstöðu meðal Austfirðinga um fjár- mögnun til slíks mannvirkis, ef unnt á að reynast að koma upp stærri aðstöðu en skólanorm kveða á um. Þarna er um að ræða íþróttasal af stærðinni 22x44 metrar og sundlaug 25x11 metrar. Bygginganefndin treystir á stuðning menntamálaráðuneytis og fjárveitingavalds og atfylgi þingmanna kjördæmisins, og sveitarstjóma og almennings á Austurlandi við bætta alhliða menntunaraðstöðu, og væntir að ekki líði mörg ár áður en menntaskóli á Egilsstöðum geti tekið til starfa við góðar að- stæður. (Úr fréttatilkynningu bygg- inganefndar) Fyrir nokkrum dögum tóku til starfa tveir nýir fram- kvæmdastjórar og eru það Hjörtur Eiríksson, sem í stað Harry O. Frederiksen, er ný- lega andaðist, verður nú fram- kvæmdastjóri íðnaðardeildar SÍS og hefur búsetu á Akur- eyri. Og Axel Gíslason verður framkvæmdastjóri Skipulags- og fræðsludeildar Sambandsins í stað Sigurðar Markússonar. Báðir síðasttöldu framkvæmda- stjórarnir taka sæti í fram- kvæmdastjórn SÍS. □ (Fréttatilkynning 11. mars) a Mannaskipti lijá SÍS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.