Dagur - 26.03.1975, Blaðsíða 8
Akureyri, miðvikudaginn 26. mars 1975
Dömu og
herra
eteinhringar.
MikiS úrval.
SMATT & STORT
V
Úndir þessari fyrirsögn reit ég
margar greinar í Dag fyrir
mörgum árum og fékk lof fyrir.
Nú hefur dagblaðið Vísir í
Reykjavík talið rétt að leggja
niður landbúnað hér á landi, en
flytja inn landbúnaðarvörur
eftir þöríúm þjóðarinnar. Þótt
; svona fjarstæða sé raunar ekki
svara verð, vil ég taka fram
! eftirfarandi:
| Landbúnaður er frumatvinnu
vegur og undirstöðuatvinnu-
j vegur þjóðarinnar. Án hans
gæti hún ekki haldist við og
, búið í landinu. Þjóðin hefur
engan gjaldeyri og ekki hægt
að sjá að hún hafi hann nokk-
urntíma, sem nema mundi ótrú
lega mörgum þúsundum millj-
óna króna árlega, til að kaupa
frá útlöndum landbúnaðarvör-
ur eftir þörfum. Með því sem
það vrði óframkvæmanlegt og
vörumar dýrari og verri. Segj-
um að á félli þriðja heimsstríð.
Hvernig væri þjóðin þá stödd,
e'f enginn væri lándbúnaður-
i inn? Hann hefur aðallega hald-
ið lífinu í þjóðinni frá önd-
verðu. Aðrir atvinnuvegir þjóð-
arinnar hafa fengið sinn aðal-
styrk til uppbyggingar frá land
búnaðinum, í fjármunum og
i fólki.
Nálægt einn fimmti hluti þjóð
1 arinnar lifir á landbúnaði í dag,
þótt hér sé fjölmennasta höfuð-
borg í heimi, samanborið við
fólksfjölda í landinu og sveit-
irnar þola mikla fólksfjölgun.
i ■ Höfuðstóll þjóðarinnar er
! landið, með gögnum sínum og
: gæðum. Verðmætast þar er
gróðurmoldin með sínum undra
krafti. Hún er þess valdandi, að
landbúnaðurinn er óhreyfanleg
1 undirstaða fyrir líf, athafnir og
1 afkomu þjóðarinnar í landinu.
Þjóðin á engra kosta völ nema
að búa í sínu eigin landi.
Bændafólkið er sterkasta
stétt þjóðfélagsins. Það vinnur
daglega eftir þörfum. Það er
aldrei í verkföllum eða atvinnu
leysi. Það spornar á móti
i dýrtíðinni. Það hefur ekki
þurft að lækka gengið á krón-
unni vegna bændanna. Þeir sjá
Akureyrarbær bauð fyrir
nokkru út smíði á 1550 rúm-
metra asfaltgeymi, sem bærinn
ætlar að reisa nálægt Slippstöð-
inni.
Tilboð þessi hafa nú verið
j opnuð og voru þau sjö talsins.
| Fjögur bárust frá Reykjavík,
I tvö frá Akureyri og eitt úr Þing
éyjarsýslum.
Síðasta fimmtudag opnaði
Kaupfélag Eyfirðinga Vöru-
markað í Glerárgötu 36, i Sjafn-
J arhúsinu (áður Valbjörk). Þessi
Vörumarkaður er að því leyti
frábrugðinn venjulegum sölu-
búðum, að vörurnar eru til sölu
í umbúðum sínum, beint frá
framleiðendum og ekki raðað í
hillur, á sama hátt og venja er
að 35 tíma vinnuvika og allir
þeir örðugleikar sem henni
fylgja og of mikill frítími, er
hégómi, sem eykur dýrtíð og
veikir þjóðina, ba?ði andlega og
efnalega. s
Við í sveitunum ottúmst ekki
60 tíma vinnuviku. Vinnan
göfgar manninn, segir gamalt
spakmæli. í sveita þíns andlits
Jón H. Þorbergsson.
skaltu þíns brauðs neyta, er
lagaákvæði frá skaparanum til
mannanna.
Innlend dýrtíð verður til í
margbýlinu. Þar er lifað um
efni fram. Hin margendurtekna
krónufelling fyrir sjávarútveg-
inn, aðallega, hefur gert bænd-
um erfitt fyrir um vélvæðing-
una o. fl. í sjávarútvegi og iðn-
aði þarf að gera miklu meira að
því að stofna samvinnufélög og
hlutafélög til að fækka í land-
inu hinu ábyrgðarlausa fólki,
gagnvart atvinnuvegunum og
jafna fjárhagsaðstöðu allra.
Bændur eru löngu komnir úr
þeirri aðstöðu að geta keppt við
aðra atvinnuvegi í landinu, í
fólkshaldi. Það segir sína sögu
um fjárhagsaðstöðu bænda.
Þeir leggja bara á sig meiri
vinnu sjálfir -— allt bændafólk
— og er jafnvel ótrúlegt hve
miklu það kemur í verk. Sveit-
irnar veita þúsundum unglinga
í þéttbýlinu atvinnu á sumrin
Lægsta tilboðið var 3,9 millj.
kr. og upp í tæpar 7 milljónir,
en kostnaðaráætlun var tæpar
4,4 milljónir. Innan fárra daga
mun bæjarstjórn ákveða hvaða
tilboði hún. tekur.
Útboðið náði t-il smíðinnar á
geyminum og að koma fyrir
lögnum. Einangrunarkostnaður
er ekki innifalinrí og ekki efni.
til. Þarna fást um 150 vöruteg-
undir, sem seldar eru með sjálfs
afgreiðslusniði og leggja kaup-
endur sjálfir til umbúðirnar.
Vöruafslátturinn er 10% frá
venjulegu búðarverði að örfá-
um vörum undanteknum.
Þetta virðist vera vinsælt
fyrirkomulag, því aðsókn varð
strax mjög mikil. □
og það er mikils virði fyrir alla
aðstandendur. Auk þess er
fjöldi barna frá þéttbýlinu í
sveitinni að sumrinu, bæði í
tengslum og á annan hátt.
Vísir 18. febrúar 1975 leggur
til, að ríkið kaupi jarðir af
bændum og leggi þær í eyði.
Sá er góður!!
Býlum sveitanna þarf að
fjölga og á að fjölga meðan rúm
er þar, sem er mikið enn. Þjóð-
inni fjölgar og hún þarf meiri
mat og það þarf meiri land-
búnaðarvörur til iðnaðarins.
Bændur þurfa að þreifa fyrir
sér um það, hvað best sé að
flytja út til sölu erlendis og
stefna að því að losna við upp-
bætur á útfluttar vörur og
fóðra fénað sinn á innlendu
fóðri. Niðurgreiðsla ríkisins á
landbúnaðarvörum er fjárhags-
leg stjórnarráðstöfun vegna vísi
tölu. Gott fyrir fátækt fólk!
Jarðræktarlögin eru 50 ára
gömul. Styrkur til bænda sam-
kvæmt þeim hefur komið að
góðu liði. Þó má raunar segja
að hann sé eins og krækiber í
ámu, á móti öllu því, sem bænd
ur hafa, á síðustu 50 árum, kom
ið í verk í ræktun, byggingum
og mörgu fleiru. Vegna þessara
framkvæmda er landið iorðið
stórkostlega byggilegra og
miklu meiri þjóðareign fyrir
komandi kynslóðir. Er gaman
og gleðilegt að litast um í sveit-
unum og sjá stórvirkin.
Þrátt fyrir annríkið í sveit-
unum, geta bændur ásamt kon-
um sínum lyft sér upp að sumr-
inu í bændafarir o. fl. Hin
mikla stytting heyannatímans
vegna véltækninnar, gerir þetta
mögulegt. Ég ferðaðist mikið
um landið í 10 ár, 1909—1919.
Framkvæmdir síðan eru stór-
kostlegar. Ég hef verið bóndi í
58 ár. Þakka bændum samstarf-
ið. Það er ekkert hægt að gera
betra, að öllu ólöstuðu, fyrir
þetta land, en að efla landbún-
aðinn. Hann er og verður undir
stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar.
Hlutur sveitarfólks er ágætur
í þjóðfélaginu. Það verður að
halda sér fast við þann sann-
leik og halda ótrautt að æðri
mörkum við að auka verðmæti
lands og þjóðar — auka tekjur
lands og þjóðar — auka atvinnu
í landinu, fæða og klæða þjóð-
ina að sem mestu leyti og efla
hagstæðan útflutning af vörum
framleiddum í sveitunum. Nóg
er verkefnið.
Bið bændum og búaliði og
allri þjóðinni árs og friðar.
Um síðustu helgi var loðnu-
veiðin orðin rúmar 430 þúsund
lestir, en var á sama tíma í
fyrra 450 þúsund lestir. Um 30
skip munu enn vera við þessar
veiðar, en þau voru rúmlega
100 talsins er þau voru flest,
eða mun færri en í fyrra og er
því meðalveiði á hvert skip
nokkru hærri en þá.
í vikulokin var Sigurður RE
4 aflahæsta loðnuveiðiskipið
GARÐYRKJUÞATTURINN
Hólnifríður Sigurðardóttir garð
yrkjudandídat ritaði garðyrkju
þátt í síðasta tölublað og mun
rita fleiri fyrir blaðið. Fólk hef-
ur látið ánægju sína í Ijósi yfir
því, að þetta mál hefur verið
tekið á dagskrá og líkar þessi
fyrsti þáttur vel. Flestir hús-
eigendur í bænum eiga ræktað-
ar lóðir við hús sín, og í sveit-
unum eru víða hinir fegurstu
garðar. Vorið kemur senn og
þá er að mörgu að hyggja, þar
sem hvers konar gróður á að
vera augnayndi í sumar. Enn-
fremur nota margir skjól það,
er húsin sjálf veita til matjurta
ræktar að einhverju leyti, og er
það ekki síður áhugaefni, að
hún takist vel.
OF SEINT, SAGÐI HANN
Slysin gera ekki boð á undan
sér og sum eru þannig, að ekki
virðist auðvelt að koma í veg
fyrir þau. í vaxandi umferð síð-
ustu ára eykst þörfin á um-
ferðarmenningu, aðgætni og til-
litssemi á öllum sviðum um-
ferðar.
Ungur maður, sem lengi er
búinn að þjást vegna umferðar-
slyss þar sem hann var á bif-
hjóli eða mótorhjóli, sagði ný-
lega, að ])að væri nú of seint
fyrir sig að hugsa um þau
gömlu og góðu ráð, að fara var-
lega í umferðinni og fylgja sett-
um reglum út í æsar. Manni
KIRKJUKVÖLD í
S V ALB ARÐSKIRKJU
Kirkjukvöld í Svalbarðskirkju
verður á annan páskadag kl. 9
e. h.
Séra Birgir Snæbjörnsson
flytur páskahugvekju, séra
Bolli Gústafsson leiðir söfnuð-
inn í bæn. Lilja Hallgrímsdóttir
syngur einsöng. Gammakórinn
frá Akureyri syngur. Félagar
úr Kirkjutónlistarsveitinni á
Akureyri leika verk eftir gamla
meistara. Hjálmar og Sveinn
Sigurbjörnssynir leika einleik
á kornett. Kirkjukór Svalbarðs
kirkju syngur undir stjórn
organistans Gígju Kjartans-
dóttur Kvam, sem einnig leikur
einleik á orgel.
Páskaguðsþjónusta verður á
páskadag kl. 2 e. h.
Sóknarnefndin.
Bæjarstjórn Akureyrar hefir
nýlega samþykkt þá ákvörðun
rafveitustjórnar að gefa raf-
magnsnotendum kost á nýjum
með 13.348 lestir. Börkur frá
Neskaupstað er næst hæst og
þriðja í röðinni er Gísli Árni.
Loðnu hefur verið landað á
20 stöðum á landinu auk
bræðsluskipsins norska, sem er
í Hvalfirði. Mest hefur verið
landað í Vestmannaeyjum eða
76.119 og bræðsluskipið hafði
tekið á móti nær 67 þúsund
lestum um síðustu helgi. □
verður stundum hugsað tll
þessa, þegar ungir menn þeysa
um á vélknúnum farartækjum
og hafa þau sem skemmti- eða
íþróttatæki, án fullrar virðing-
ar fyrir sjálfum sér eða öðrum
vegfarendum. Um þetta þykir
mörgum nægilegt nöldur í blöð-
uin og útvarpi, en þó er aldrei
góð vísa of oft kveðin.
ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ
Fyrsta hefti 1974 af Æskulýðs-
blaðinu kom út snennna á
þessu ári, en ekkert hefti kom
út á síðasta ári, þjóðhátíðarári.
Ritstjórinn, séra Bolli Gústafs-
son, segir af því tilefni, að þetta
sé samkvæmt ríkjandi tísku:
Jón Jónsson er 60 ára í dag.
Hann verður að heiman. Séra
BoIIi lætur nú af ritstjórn en
við tekur séra Birgir Ásgeirs-
son sóknarprestur á Siglufirði
og verður ÆskulýðsblaðiS
prentað þar.
LOPINN FLUTTUR
ÚR LANDI
Sagt er, að 140 tonn af lopa hafi
verið flutt út á síðasta ári. Út-
lendingar eru nú komnir upp á
lagið með að notfæra sér lop-
ann til að framleiða úr honum
eftirsóttar vörur og hafa í því
efni farið eftir íslenskum liug-
myndum.
Er það alvarlegt mál, að
flytja út þessa hálfunnu vöru,
í stað þess að fullvinna eftir-
sóttar tískuvörur úr lopanuin
hér heima og flytja þær þannig
úr landi. Það hefur opinberlega
komið fram, að íslcndingar eru
að missa úr höndum sér hönn-
un á ullarvörunum. Þannig
hafa Danir til dæmis unnið
vörur úr 30 tonnum af íslensk-
um lopa.
Vegir eru enn
vel færir
Vegurinn til Reykjavíkur var
opinn og greiðfær í gser, að því
er Vegagerðin tjáði blaöinu þá.
Var þá talsverð umferð um
Oxnadalsheiði. Vegurinn til Dal
víkur var einnig greiðfær, svo
og til Húsavíkur, en Múlavegur
aðeins fær jeppum og stórum
bílum. □
gjaldskrárlið fyrir húsahitun á
lægra verði en daghiti er seld-
ur á. Verðið, sem boðið er á
þessum nýja gjaldskrárlið, er
nú:te"i;75 á kWst.; eh það skil-
yrði fylgir sölu um þennán lið,
að rjúfa megi strauminn fyrir-
varalaúst um ótiltekinn tima,
vikur eða mánuði, ef nauðsyn
krefur.
Þetta þýðir í reynd að annar
fullnægjandi hitunarmöguleiki
þarf að vera fyrir hendi.
Hugmyndin með þessum nýja
gjaldskrárlið er að reyna að
nýta þá afgangsorku, sem til-
tæk er vissan hluta úr ári, og
sem nýtist ekki að öðrum kosti.
Allar nánari upplýsingar er
hægt að fá á skrifstofu rafveit-
unnar.
i Tilboð í asfalfgepsp opnyð
Vörumarkaður KEÁ fjölsóffur
Loðnuvertíð er senn lokið