Dagur - 03.04.1975, Blaðsíða 5

Dagur - 03.04.1975, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Gæluleikir stjórnvalda Það er Norðlendingum bæði sorgar- efni en um leið aðhlátursefni hvern- ig stjórnvöld landsins flögra til og frá í virkjunarmálum þessa lands- liluta. Eitt árið er það Dettifoss- virkjun, síðan Blanda og Jökulsá eystri í Skagafirði, Skjálfandafljót og Krafla, sitt á hvað. Kröfluvirkjun er nú loks ákveðin af Alþingi, en ekki stærri en svo, að ef nota ætti orku hennar til húsahitunar í Norð- urfandskjördæmi eystra, yrði ekki teljandi orka afgangs, til annarra almennra nota og vaxandi iðnaðar. Síðustu yfirlýsingar stjórnvalda eru gælur við Húnvetninga um Blöndu- virkjun og jafnvel urn ákvarðana- töku þeirrar virkjunar á þessu ári, en það er einmitt það norðlenska vatnsfallið, sem skemmst er á veg komið í virkjunarrannsóknum. Menn velta því fyrir sér, hvaða byggðarlag verði næsta gæludýr stjórnvalda í virkjunarmálum. Sem betur fer er Norðlendingum nú orð- ið alveg sama um hvar virkjað er í þessum landsfjórðungi, því byggðir hans em þegar samtengdar og skipt- ir því engu máli hvar orkan er fram- leidd, verði hún næg og trygg. En á meðan ráðamenn þjóðarinnar flögra tnilli virkjunarstaða á Norðurlandi, án stefnu og ábyrgðar, rekur hver stórvirkjunin aðra á Suðvesturlandi og skortir þar ekki fjármuni. Annar svipaður leikur er svið- settur í flugvallarmálum. Norður- land átti að öðlast alþjóðlegan flug- völl, öryggisvcill vegna flugferðanna yfir norðanvert Allantshaf. Munnleg loforð og hálfloforð voru gefin um flugvöllinn í Aðaldal, að hann yrði þessarar blessunar aðnjótandi, síðan var það Sauðárkróksvöllur og loks Egilsstaðaflugvöllur. Það var bók- staflega kveikt í tilheyrandi héruð- um með þessum hálfgildingsloforð- um til skiptis. Nú síðast í vetur er svo Sauðárkróksflugvöllur aftur á dagskrá og menn spyrja: Hvar ætli liann verði næst þessi alþjóða vara- flugvöllur á íslandi? Þótt leiklist sé í hávegum höfð og iðkuð og dáð, bæði fram til dala og út til stranda, svo að segja um land allt, em gæluleikir stjómvalda í orkumálum orðnir leiðinlegir, svo ekki sé meira sagt. Ö Dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálasíjóri, svarar spiirningmn Dags Dr. Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri, flutti erindi á bænda klúbbi Eyfirðinga á Hótel KEA á miðvikudaginn, 26. mars. Hann leit þá inn á skrifstofur Dags, ásamt konu sinni, frú Sigríði Klemensdóttur. Á með- an frúin þáði svart kaffi í kaffi- horninu okkar, lagði ég nokkr- ar spurningar fyrir búnaðar- málastjórann og svaraði hann þeim efnislega svo sem hér fer á eftir.. • • Hvernig er ástand og horfur í landbúnaðinum? Horfurnar eru tvísýnar um þessar mundir. Síðasta ár var fremur gott ár þótt veturinn hafi verið þungur víða á land- inu. En menn voru vel undir hann búnir, að þeim fáu undan- teknum, sem setja alltaf illa á. Það var dálítið um kal í fyrra, á Suður- og Suðausturlandi, en flestir bættu sér það upp með heykáupum í haust og einstaka maður í vetur. í heild eru næg hey í landinu. Framleiðslu- og verðlagsmál? Þau mál eru alvarlegust. Áburðarverðhækkunin er geig- vænlega mikil og nemur e. t. v. allt að 130%. En þetta er hlut- ur, sem við verðum að draga okkar lærdóm af. Áburður hef- ur verið tiltölulega ódýr. Ég tel ráðlegast að greiða áburðar- verðið verulega niður strax, til þess að það komi ekki með fullum þunga inn í verðlagið. Eins og nú er ástatt mega bænd ur þó ekki draga um of úr áburðarnotkun. Meiri ástæða er til þess en nokkru sinni áður, að bera rétt á og hóflega og að fara vel með allan áburð, bæði tilbúinn áburð og heimafeng- inn. Nokkur brögð hafa verið að því, að bændur notuðu ekki húsdýraáburð búa sinna að fullu. Þetta verður að breytast nú. Líklega er hægt eða rétt- mætt að draga eitthvað lítils- háttar úr áburðarnotkuninni, en of mikið má það ekki vera því þá verður framleiðslurýrn- unin tihinnanleg, enda ekki skynsamle’gra að kaupa kjarn- fóður í stað tilbúins áburðar. Er vélvæðignin of ör í land- búnaði? Því er oft haldið fram, að stundum kaupi bændur nýja vél og betri í stað þeirrar sem þeir eiga nothæfa. Verðbólgu- þenslan er á öllum sviðum þjóð félagsins og það er hún, sem er Dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. að eyðileggja fjárhag þjóðfélags ins. Allir vilja gera allt í ár, því menn vita, að lélegt stjórnarfar eyðileggur þá fjármuni, sem menn hafa handa á milli. Þetta gildir um kaup búvéla eins og margt annað. Kjarnfóðrið? Nú verða bændur að keppa að því að nota sem allra minnst af kjarnfóðri eða yfirleitt inn- flutt fóður og ekki meira en nauðsynlega þarf. Skýrslur og búreikningar sýna, að kjarn- fóðurnotkun er hjá mörgum alveg gífurlega mikil. Kjarn- fóður var ekki dýrt þótt það hafi hækkað verulega síðustu árin og er orðið nokkuð dýrt nú, miðað við mjólkurverð. En sé það skynsamlega og rétt notað, er sjálfsagt að gera það. En ég hef grun um, að margir bændur noti það í meira mæli en þörf er á. Það hefur komið í ljós, að vegna aukins rekstrar- vörukostnaðar búanna, hefur bóndinn fengið minni og minni hlut fyrir vinnu sína, af þeim tekjum sem búið gefur af sér. Þetta kemur af auknum áburð- ar- og kjarnfóðurkaupum og auknum vélakostnaði. aði er mikil og framkvæmdaþrá bændanna er jafnan fyrir hendi. Það er mesta ánægja bóndans að byggja upp og rækta jörð sína. Framkvæmdir I byggingum hafa orðið geysi- lega miklar síðustu áratugina, en auðvitað er þetta kostnaðar- samt og skapar fjárhagsleg vandamál á erfiðum tímum. Vegna örðugs fjárhags ríkisins hef ég ekki ti'ú á því, að nægi- lega miklu fé takist að ná handa Stofnlánadeild á þessu ári. Þess vegna verður hver sá bóndi, sem nú vill hefja einhverjar framkvæmdir, að gjörhugsa þær og tryggja sér fjármagn áður en í þær er ráðist. En ekki dreg ég úr því, að menn hefji framkvæmdir fyrir eigið fé. Maður sem þarf að byggja hlöðu og á fyrir veggjunum, gerir rétt í því að byggja þá, því einhverntíma auðnast hon- um að koma þakinu á. En því nefni ég hlöðu, að hlöðubygg- ingar eru hið allra nauðsynleg- asta sem byggja þarf. Það þarf að byggja hlöður fyrir allt hey, svo mjög rýrna hey, sem úti standa, einkum sunnanlands. Bændur þurfa að eiga hey fyrir þriðjungi meira hey en nota þarf í meðalári, það er góð fjár- festing og kemur ætíð að mikl- um notum. Hvað segir þú, búnaðannála- stjóri, um skipidag í landbúnað- inum? Er offramleiðsla búvara mik- ið vandamál? Búvöruframleiðslan í landinu er miðuð við þarfir þjóðarinnar og því miður höfum við ekki náð framleiðslukostnaðarverði fyrir þær búvörur, sem út hef- ur þurft að flytja, en það er aftur verðbólgunni að kenna, enda er gengið ætíð fellt vegna annarra atvinnuvega en land- búnaðarins. Framleiðsla búvara er komið í þetta svokallaða 10% mark og þurfa bændur að gæta hófs í aukinni framleiðslu, og á yfirstandandi framleiðsluári er nokkurn veginn víst, að útflutn ingsuppbæturnar nægja ekki. Framleiðsluaukning nú, er því ekki verðugt eða skynsamlegt markmið að stefna að. Ein er sú búgrein, sem ástæða er til að nefna sérstaklega og það er nautak j ötsf ramleiðslan, sem bændur hafa stóraukið á skömmum tíma í von um góðan árangur, enda skorti þetta kjöt fyrir nokkrum árum. í Evrópu er allt yfirfullt af þessu kjöti og of mikið af því hér heima. Þetta kjöt er lítið reiknað í vísitöluna og því ekki greitt niður. Það er því selt út fyrir allt of lágt verð. Það væri holt fyrir þjóðfélagið og bændur sjálfa, að þeir drægju aðeins úr nautakjöts- framleiðslu, án þess ég sé að mæla með snöggri breytingu í búskap, því hún er oft óskyn- samleg. Framkvæmdir í landbúnaði? Framkvæmdaþörf í landbún- um vinnukrafti. Sá vinnukraft- ur hefur komið sér vel og bjarg að miklum verðmætum í afla- hrotum sjávarplássanna, án þess að það hafi valdið röskun í búskapnum, og er þetta mikils virði. Já, ég er oft spurður að því, hvort að það sé ekki alltof lítið skipulag í landbúnaðinum, hvort ekki eigi að framleiða mjólk í þessum landshluta og sauðfjárafurðir í öðrum, eftir fyrirskipunum eða skipulagi. Ég er þeirrar skoðunar, að bændur sjálfir séu ótrúlega snjallir skipuleggjendur fram- leiðslu sinnar, og það sést gleggst á því hve framleiðslan hefur aukist lítið, fram yfir 10% mörkin. Það er eins og þeir hafi það á tilfinningunni, hve langt þeir megi ganga í því efni. í annan stað eru bændur svo ólíkir að allri gerð, einn er snillingur í því að framleiða mjólk, öðrum hæfir sauðfjár- rækt, og svo eru jarðirnar ákaf lega mismunandi. Ein jörð er vel fallin til sauðfjárræktar, önnur til nautgriparæktar o. s. frv. En á aískekktari stöðum þarf fyrst og fremst að hugsa um, að landbúnaðurinn full- nægi byggðarlagi sínu og hef ég þá einkum Vestfirði í huga. Þar verður landbúnaðurinn að standa við bakið á sjávarútveg- inum og lífinu. í þorpunum. Hvorugt getur lifað án hins, og svona er þetta víða. Spurning- unni um skipulagningu fram- leiðslunnar svara ég því neit- andi og er engin ástæða til stórra aðgerða í því efni eins og er. Það er alveg nauðsynlegt að nytja landið allt, bæði sér- stök hlunnindi og gróður þess og það verður að gera með bú- setu, hvað sem hagfræðingar segja. Á það er einnig að líta, að sveitirnar hafa verið upp- spretta af framúrskarandi góð- Sauðfjárræktin? Hún er nú okkar gamli at- vinnuvegur. Hún er ekki, í krónum reiknuð, eins stór í sniðum og nautgriparæktin, en hún er okkar hagkvæmasta bú- grein, eftir að fullnægt er þörf mjólkur og mjólkurvara. Það er athugandi, að allar okkar sauð- fjárafurðir framleiðum við yfir sumartímann þegar við höfum grænt gras, en mjólk verður að framleiða að verulegu leyti í húsi með fullri gjöf. Ég held að auðveldara sé að framleiða hvert tonn af kindakjöti en nautakjöti, miðað við verð er- lendis. Auk þess eru ull og gærur af sauðfénu ákaflega mikils virði fyrir þjóðarbúið, þótt bændur njóti þess ekki sem skyldi. íslenska ullin er alveg sérstök ull með sín sér- einkenni, sem gerir hana eftir- sótta. Ullarvörur eru í háu verði erlendis. Eiginleikum ís- lensku ullarinnar þurfum við að halda. Við eigum ekki að flytja inn erlend fjárkyn. Við getum framleitt gott kindakjöt með réttu fjárvali og úrvals ullar- og skinnavörur með eigin fjárstofni. Ullarverð til bænda hefur verið miðað að mestu við heimsmarkaðsverð og hlutur ullar er miklu minni hundraðs- hluti sauðfjárafurða en áður var og því er ekki eins mikil rækt lögð við ullargæðin og æskilegt væri. Fyrir 50 áruip var ullin í smjörverði, og ef svo væri nú, myndu bændur á Austurlandi rýja fé sitt. En það er blettur á bændum að láta fé ganga í ullinni. Á þann hátt er ull eyðilögð fyrir margar millj- ónir króna á ári. Ég vil láta leysa málið þannig, að ríkið kaupi alla ull af bændum á háu verði og má lækka kjötverðið sem því nemur, en selji svo ullarverksmiðjunum ullina við því verði, sem verksmiðjurnar telja sig ráða við. fjárfesting, sem að mínum dómi er víða alveg óþörf, en. hins . vegár nauðsynleg ef hey ér flutt um langan veg, t. d. milli landshluta eða úr landi. vYfír-'^ leitt verkast heyið verr á þenn- an hátt, nema það sé sérstak- lega vel þurrt áður en það er bundið, sem er sjaldgæft. Vél- bundið hey, sem rignir í á tún- um, skemmist miklu meira en ef það er í beðjum. Það er fljót- legra að gefa vélbundið hey á vetrum og það tekur heldur minna rúm í hlöðum, en það er verra fóður og kostar mikið. Ekki fordæmi ég þessa nýjung alveg, en bændur ættu að íhuga hana vel, áður en þeir ákveða vélakaup til heybindingar. Mað- ur sér börn, vanfærar konur og fíleflda karlmenn með þessa heybagga á fmaganum, þegar verið er að hlaða á vagnana. Það er ekki aðeins heybindi- vél, sem þarf, heldur einnig lyftari, til að sæmilega auðvelt verði að fást við þetta. Þetta er samanlegt stór fjárfestingar- eining. Ert þú enn á móti vélbind- ingu á heyi? Já, vélbinding heys er dýr Hrossaeign og útflutningur? Ég veit ekki hve mikill hrossaútflutningur verður í ár. Það er farið að rækta mikið af íslenskum hestum erlendis. Það torveldar sölu héðan þegar ræktunin tekst sæmilega ytra, en þó verður alltaf að sækja nýtt blóð hingað. íslensk hross, alin upp hér á landi, verða sam kvæm sjálfum sér, en það verða þau tæplega ytra, þar sem þau taka út vöxtinn á skömmum tíma og verða stór og þung. En víst er, að Þjóðverjum, Hollend ingum, Svisslendingum og fleiri þjóðum, líkar ákaflega vel við íslenska hestinn, Norðmönnum einnig. Það þarf enginn að lýsa því fyrir okkur hve skemmtileg skepna hesturinn er og ég held að það verði nokkur markaður áfram. Vafasamt er að fjölga hrossunum mikið, en vanda þess betur vöruna. Menn þurfa að vanda bæði uppeldi og tamn ingu og selja aðeins gæðinga fyrir hátt verð úr landi. Hins vegar er það mesti ósiður hjá bændum, að ala upp mikið af hrossum til slátrunar eingöngu, því það er eins gott eða betra að hafa nautgripi eða sauðfé til kjötframleiðslunnar. Þó er gott á sumum bæjum að eiga hross til að hreinsa sinuna, ef beitinni er vel stjórnað. Margir kaup- staðarbúar og ýmiskonar lausa- menn eiga hross, án þess að eiga land fyrir þau. Hross þess- ara manna geta orðið plága og eru það á sumum stöðum. Hins vegar veita gæðingarnir eig- endum sínum yndisstundir, sem vart verða metnar til fjár, og þá flestar, að aðstaða sé góð. Við látum hér staðar numið og þökkum búnaðarmálastjóra, dr. Halldóri Pálssyni, svörin. E. D. SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) ar og þau voru nokkuð ljós og nokkuð há, en teknamegin voru svo gjafirnar, sem voru öllu óvissari! um. Já, þeir voru nú ckki allir) orðnir sex ára, sem voru í Hlíðarf jalli um páskana og virt- ust þola kulda og erfiði ekki síður en þeir, sem eldri voru. A SKÍÐUM Fjöldi fólks var á skíðum und- angengna lielgidaga og er það vel. f Illíðarfjalli við Akureyri voru þúsundir. Þar var nægur snjór og stundum bjart. f stuttu ávarpi Eysteins Jónssonar al- þingismanns á fimmtudaginn, ræddi hann um skíðaíþróttina og þó einkum um útiveruna á skíðum. Ef ég liefði byrjað á skíðmn sex ára, sagði hann, hefði ég verið búinn að njóta þess í sextíu ár að vera á skíð- FLUGMÁL A1 þ j ó ð a flugmálastofnunin grciðir íslendingum 299 millj. króna á þessu ári fyrir alþjóð- lega flugþjónustu. Reiknað er nieð að Reykjavíkurflugvöllur verði notaður í 25 ár í viðbót. Flugbrautin á Sauðárkróki verður lengd í tvö þúsund metra og verður varavöllur fyrir Bocing 727. Búið er að hanna nýjan flugvöll á Egils- stöðum, en sá gamli verður notaður að minnsta kosti næstu fimm til sex ár. UNGLINGAMEISTARAMÓT ís lands í Alpagreinum fór fram á Akureyri um páskana. Veður og færi var,. ágætt og keppendur óvenjulega margir, eða alls skráð- ir 116. Keppendur hér á Akureyri voru frá Dalvík, Ólafsfirði, Siglu- firði, Isafirði, Reykjavík, Húsavík, Austurlandi og Akureyri. Á ísafirði var háð Skíðamót ís- lands og stóöu Akureyringar sig Jrar mjög vel. Alls fengu þeir 14 íslandsmeistaratitla á Jiessum tveim mótum. í Ólafsíirði fór fram unglinga- meistaramót unglinga í norræn- um greinum, og höfðu heimamenn þar mikla yfirburði. Nokkrir ung- ir drengir frá Akureyri kepptu Jiar. Á ísafirði voru Halldór Matt- híasson og Tómas Leifsson menn mótsins. Halldór lilaut þrjá ís- landsmeistaratitla, sigraði með yfirburðum í 15 og 30 km skíða- göngu og var þvi sigurvegari í tvíkeppni. Tómas Leifsson sigraði í svigi karla, .éftir að liafa verið nr. 7 í röð fyrri ferðar. 2. Ingvar Þóroddsson A: 78,1 og 78,5 sek. = 156,6 sek. 3. Karl Frímannsson A: 79.6 og 77,2 sek. = 156,8 sek.. 4. Ólafur Gröndal R: 79.7 og 77,2 sek. = 156,9 sek. Úrslit i flokkasvigi stúlkna 13—15 ára (tíminn í sekúndum): 1. Sveit Akureyrar 391,03 sek. 2. Syeit Reykjavíkur 394,54 sek. 3. Sveit ísaljarðar 437,24 sek. 2. Sveit Húsavíkur 374,89 sek. 3. Sveit Isafjarðar 379,76 sek. Úrslit í svigi stúlkna 13-15 ára: 1. Ivatrín Frímannsdóttir A: 41,94 og 44,78 sek. = S6,72 sek. 2. Steinunn Sæmundsdóttir R: 43,75 og 44,31 sek. = 88,06 sek. 3. Aldís Arnardóttir A: 44,46 og 48,00 sek. = 92,46 sek. 4. María Viggósdóttir R: 46,73 og 48,90 sek.=95,63 sek. Úrslit í .fl.svigi drengja 13—14 ára: 1. Sveit Reykjavíkur 362,80 sek. Úrslit i flokkasvigi drengja 15—16 ára: 1. Sveit Akureyrar 400,18 sek. 2. Sveit ísafjarðar 414,38 sek. Úrslit í svigi drengja 13-14 ára: 1. Kristinn Sigurðsson R: 43,35 og 41,45 sek. = 84,80 sek. 2. Kristján Olgeirsson H: 45,01 og 45,36 sek.=90,37 sek. 3. Finnbogi Baldvinsson A: 46,30 og 44,98 sek.=91,28 sek.' 4. Þórður SvanbergssonA: 46,00 og 46,26 sek.=92,26 sek. í stigakcppni unglingameistara- móts íslands varð Akureyri stiga- liæsta héraðið, hlaut 77 stig, Ólafs- fjörður var í öðru sæti með 57 stig, Reykjavík varð í Jniðja sæti með 37 stig. í Alpagreinum varð Akureyri einnig stigahæst með 72 stig, Reykjavík var með 37 stig og í þriðja sæti varð ísafjörður með 9 stig. Norræna bikarinn unnu Ólafs- , 1 , ftrðingar, í öðru sæti varð Isa- fjörður nteð 13 stig og Siglufjörð- ur og Akureyri hrepptu 5 stig. Úrslit i svigi drcngja 15—16 ára: 1. Björn Víkingsson A: 50,94 og 52,21 sek.= 103,15 sek. 2. Otto Leifsson A: 51,18 og 52,63 sek. = 103,81 sek. 3. Ingvar Þóroddsson A: 52,67 og 51,46 sek.= 104,13 sek. 4. Gunnar B. Ólafsson í: 52,99 og 51,64 sek. = 104,63 sek. Úrslit í Alpagrcimnn Unglinga- mcistaramóts fslands 1975 á Akureyri Úrslit í Alpatvikeppni stúlkna 13-15 ára: Tölurnar merkja sekúndur. 1. Katrín Frímannsdóttir A: Stórsv. 0,00. Svig 0,00. = 0,00 2. Steinunn Sæmundsdóttir R: Stórsv. 10,76. Svig 8,78=19,54 3. Aldís Arnardóttir A: Stórsv. 36,33. Svig 35,29=71,62 4. María Viggósdóttir R: Stórsv. 44,94. Svig 53,30=98,24 S’gursveit Akureyringa í flokkasvlgi stúíkna 13—15 ára. — vinstri: Slgurlaug Vilnelmsdóttir, Sigríður Jónasdóttir, Katrín mannsdótt r og Aldis Arnardóttir. (Ljósm.: H. Frá Frí- S.) Úrslit i stórsvigi stúlknal3—15ára: 1. Katrín Frímannsdóttir, A: 69,74 og 71,34 sek.= l 41,08 sek. 2. Steinunn Sæmundsdóttir R: 76,64 og 72,75 sek.= 143,39 sek. 3. Sigríður Jónasdóttir A: 72,31 og 75,46 sek.= 147,77 sek. Úrsl. i stórsvigi drengja 13-14 ára: 1. Kristinn Sigurðsson R: 75,1 og 76,9 sek. = 152,0 sek. 2. Finnbogi Baldvinsson A: 77,5 og 79,1 sek. = 156,6 sek. 3. Villijálmur Ólafsson í: 79,3 og 77,5 sek. = 156,8 sek. 4. Gísli Dan FI: 77,9 og 79,5 sek. = 156,8 sek. Úrslit i Alpatvikeppni drengja 13—15 ára (tölurnar merkja sek.): 1. Kristinn Sigurðsson R: Stórsv. 0,00. Svig 0,00=0,00 2. Finnbogi Baldvinsson A: Stórsv. 19,56. Svig 39,54 = 59,10 3. Ólafur Grétarsson A: Stórsv. 28,90. Svig 45,64 = 74,54 4. Þórður Svanbergsson A: Stórsv. 47,94. Svig 45,12=93,06 Úrs. i stórsvigi drengja 15—16 ára: 1. Björn Víkingsson A: 78,0 og 76,6 sek. = 154,6 sek. Úrslit i Alpatvikeppni drengja 15—16 ára (tölurnar rnerkja sek.): 1. Björn Víkingsson A: Stórsvig 0,00. Svig 0,00=0,00 2. Ingvar Þóroddsson A: Stórsv. 8,70. Svig 5,10=13,80 3. Gunnar B. Ólafsson í: Stórsv. 11,22. Svig 7,60=18,82 4. Ottó Leifsson A: Stórsv. 16,68. Svig 3,43=20,11. Sígursveit Akureyringa í fiokkasvigi 15—16 ára. — Frá vinstri: Ingvar Þóroddsson, Ottó Leifsson, Björn Víkingsson og Karl Frí- niannsson. (Ljósm.: H. S.) Sainkoiniilagið IVS í sér 10-13% liækkun í Á miðvikudag fyrir páska voru nýir kjarasamningar undirritað ir með fyrirvara um samþykki einstakra verkalýðsfélaga. Þetta samkomulag á að gilda í þrjá mánuði og til þess ætlast að samningaviðræðum verði fram haldið nú á næstunni til varan- legri lausnar á samningamál- um. Samningar þeir, sem undir- ritaðir voru fela í sér, að mán- aðarlaun lægri en 69 þúsund krónur fyrir dagvinnu hækka um 4900 krónur og yfirvinna hækkar samsvarandi. Er Jietta hækkun á Dagsbrúnartaxta um 10—13%. Ríkisstjórnin gaf út yfirlýs- ingu 26. mars til aðila kjara- samninganna. Þar er gefið fyrir heit um lækkun skatta, sem numið geta allt að 2000 krón- um, sem komi þeim helst til góða, er lægstar tekjur hafa. Þá heitir ríkisstjórnin því, að tekjutryggingarmark almanna- trygginga liækki í sama hlut-' falli og lægstu kauptaxtar. Hækkun almenns lífeyris verð- ur einnig ákveðin í samræmi við niðurstöður almennra samn inga og verður við þá ákvörðun m. a. tekið mið af öðrum tekj- um þeirra, sem lífeyris njóta. Dagur kemur næst út á miðvikudag- inn, 9. apríl. Efni og auglýsing- ar berist blaðinu í tæka tíð. Sigursvelt Reykjavíkur í flokkasviði 13—14 ára. — Frá vmsíri: Trausti Sigurðsson, Kristlnn Slgurðsson, Ilclgi Geirharðsson og Ámi Ámæon. (Ljósm.: II. S.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.