Dagur - 22.05.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 22.05.1975, Blaðsíða 1
ate.ste-af®0'1"'"' EESa EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN LVIII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 22. maí 1975 — 22. tölublað FILMUhúsið akureyri FYRST TVO LOMB 06 SIÐAR ONNUR TVO Hjá Tryggva bónda Aðalsteins- syni á Jórunnarstöðum í Eyja- firði bar fimm vetra ær, Hosa að nafni, tveim lömbum og Laxveiðin hafin Laxveiðibændur við Hvítá máttu leggja net sín 20. maí, en um veiðina er ekki kunnugt. Síðan hefjast veiðar í net í öðr- um ám og innan tíðar hefst svo stangveiðin, fyrst sunnanlands en síðan í öðrum landshlutum. Víða var veiði treg í fyrra- sumar, en mikill lax í ánum, sem nú gengur til sjávar og er þunnur í roðinu eftir vetrar- dvöl í ferskvatninu. Nú er unnið að ýmsum rann- sóknum í sambandi við lax og silung, á vegum Sameinuðu þjóðanna. □ þykir ekki í frásögur færandi. Þau voru hvít að lit. En þrem dögum síðar bar hún aftur tveim lömbum og voru þau bæði krögótt. Öll eru lömbin væn, lik að stærð og vel frísk. í vetur hélt bóndinn Hosu sinni undir hvítan hrút, en sleppti síðan krögóttum hrút í ærnar. Telur Tryggvi líklegt, að feður lambanna séu tveir. En á fæðingu lambanna fjög- urra leikur enginn vafi því þar var fólk nærstatt. □ tSlf' 'ÉMi Á skeiðvelli Léttis þar sem firmakeppnin fór fram, (Ljósm.: E. D.): Firmakeppni hestamannafélags ins Léttis á Akureyri fór fram á skeiðvelli félagsins á bökkum Eyjafjarðarár á laugardaginn. Völlurinn var þéttur og góð- ur, sólskin og hæfilega svalt fyrir hestana. Áhorfendur voru Fyrirlesfrar om myndlis! Jm næstu helgi mun Aðal- ;teinn Ingólfsson, listfræðingur, lytja tvo fyrirlestra um mynd- ist, á vegum Mindlistaskólans i Akureyri, Gránufélagsgötu 9. föstudaginn 23. maí kl. 8.30 nun Aðalsteinn fjalla um þrjá slenska nútímalistamenn, þá íinar Hákonarson, graflistar- nann, Leif Breiðfjörð, gler- nyndasmið og Hring Jóhannes- lon, listmálara. Hinn síðari jallar um nútímalist og verður luttur laugardaginn 24. maí kl. 2 e. h. Með báðum fyrirlestr- unum verða skuggamyndir. Aðalsteinn Ingólfsson kennir við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Háskóla íslands. Auk þess hefur hann haft með höndum umsjón Vöku, þáttar um bókmenntir og listir, í sjón- varpinu og skrifað um myndlist í dagblaðið Vísi. Fyrirlestrarnir verða fluttir í húsnæði skólans, Gránufélags- götu 9. Áhugafólk um myndlist er hvatt til að fjölmenna. allmargir og skemmtu sér vel við að virða fyrir sér gæðinga bæjarbúa og knapa þeirra. Knaparnir voru flestir klæddir reiðfötum af sérstakri gerð, sem félagið hefur tekið í notkun. Jakkinn er rauður og buxur ljósar. Er þetta mikið smekk- legra og skemmtilegra fyrir augað og minnir á aðra íþrótta- búninga. Þátttakendur í þessari firma- keppni voru 62, sem kepptu fyrir jafn mörg fyrirtæki á Ak- ureyri. Hestarnir voru flestir mjög álitlegir og vel hirtir gæð- ingar. Hlutskörpust í keppninni varð Gefjun, keppandi var Ragnar Ingólfsson á Jarp, sjö vetra stóðhesti. Næst varð íbúðin, keppandi Reynir Hjart- arson á Eldingu. Þriðji í röð- inni varð Aðalgeir og Viðar, keppandi Árni Magnússon á Ýra. Dómarar voru Sigurjón Gests son, Magni Kjartansson og Jó- hann Ingólfsson. í barnaskólum Akureyrar fór fram ritgerðasamkeppni um ís- lenska hestinn, á vegum Léttis. Fyrstu verðlaun er gæðingsefni og reiðskóladvöl, en önnur og þriðju verðlaun er reiðskóla- dvöl. Verið er að dæma rit- gerðirnar. Þá má geta þess að hinar ár- legu kappreiðar Léttis munu verða laugardaginn 31. maí á velli félagsins við Eyjafjarðará. Þar verður keppt í 250 m skeiði og 250, 300 og 350 m stökki, og í A og B flokki gæðinga. Er gert ráð fyrir mikilli þátttöku bæði héðan úr bænum og einn- ig aðkomuhrossum. Stjórn Léttis skipa: Árni Magnússon, formaður, Bjarni Jónsson, Aðalgeir Axelsson, Páll Alfreðsson, Hólmgeir Páls- son og Ragnar Ingólfsson. □ fer til Skotlands Hinn 27. júní n. k. er gert ráð fyrir að 15—25 manna hópur skólanemenda á aldrinum 15— 20 ára fari frá Akureyri til Skot raðbíiturinn frá Slippstöðinni Hinn 15. maí afhenti Slippstöð- in á Akureyri fjórtánda rað- smíðaða, 150 tonna fiskibátinn til Þórsness h.f. í Stykkishólmi. Báturinn hlaut nafnið Þórsnes II SH 109, og er útbúinn til línu-, neta-, nóta- og togveiða. Aðalvélin er Mannheim 765 hestöfl. Tvær hjálparvélar eru af gerðinni Volvo. í skipinu eru öll hin vönduðustu fiskileitar- tæki og má þar meðal annars nefna höfuðlínumæli, og sigl- ingartæki af vönduðustu gerð. Báturinn gekk 12,5 sjómílur í reynsluferð. Lénharður fógefi Fólk fór ekki dult með óánægju sína yfir kvikmyndinni Lén- harður fógcti, sem sjónvarpið sýndi og beðið var með óþreyju. Margir hafa hringt til blaðsins, en aðiir komið á skrifstofuna til að láta álit sitt í Ijósi, og mjög á einn veg. f gær hafði Reykjavíkurblað samband við allmargt fólk, sem flest lýsti vonbrigðum sinum yfir þessari 20 milljón króna kvikmynd. □ Skipstjóri á Þórsnesinu er Kristinn Ó. Jónssin og Baldur Agnarsson er fyrsti vélstjóri. Við afhendingu þessa 150 lesta stólfiskibáts, sem nú er kominn til heimahafnar, þar sem tekið var á móti honum með viðhöfn, er lokið raðsmíði báta af þessari gerð í Slippstöð- inni h.f. á Akureyri að sinni. Nú er unnið að því að reisa 470 lesta skuttogara, sem jafn- framt er ætlaður til nótaveiða og gengur það verk samkvæmt áætlun. □ ■ : Þórsnes II SIl 109 í reynsluför. (Ljósmyndastofa Páls) lands og dveljist þar í hálfan mánuð, í skiptum fyrir hóp skota sem hingað komu um síð- ustu páska. Þar sem ferð þessi er liður í samkomulagi á milli Glasgow- borgar annars vegar, og Akur- eyrarbæjar hins vegar (en í því samkomulagi er gert ráð fyrir skiptum sem þessum árlega), hafa náðst mjög hagstæð kjör með alla fyrirgreiðslu og er verð ferðarinnar aðeins kr. 33.000, en þar í er innifalið ferðir frá Akureyri og heim aftur, gisting, fæði, í stuttu máli allt nema vasapeningar. I Skotlandi verður margt til skemmtunar, og má þar nefna skoðunarferðir um Glasgow og til Loch Lomond, ferð upp í skosku hálöndin, siglinganám- skeið fyrir þá sem þess óska, discoteque-kvöld, og fleira og fleira. Það skal tekið fram, að farar- stjóri verður að sjálfsögðu ís- lenskur. Skrifstofa F. í., Kaupvangs- stræti 4, Akureyri, annast bók- un í þessa ferð og veitir allar nánari upplýsingar (símar 22005 og 22000). (Fréttatilkynning) i GÓÐIR SAMBORGARAR: Vor ið er komið og gróðurinn að lifna — bæði jörðin og dýrin — því er nauðsynlcgt að allir sýni þessum góðu gestum okkar fyllstu varfærni. Dýraverndunarfélag Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.