Dagur - 18.06.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 18.06.1975, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN FILMUhúsið pappw AKUREYRI Fjölmenni á íþróttaleikvanginum 17. júní. (Ljósmyndirnar tók E. D.) FRÁ IÖGREGLUNNI Síðasta helgi var róleg og 17. júní hátíðarhöldin voru slysa- laus. Enginn gisti „steininn", svo sem oft vill þó verða að lokinni hátíð og umferðin var óhappalaus. Það bar þó við er barn hand- lék loftbyssu, að skot úr henni hljóp í einn mann úr Lúðra- sveitinni, og varð af nokkur áverki. Er það furðuiegt gáleysi að leyfa börnum að hafa slík leikföng undir höndum í fjöl- menni. □ Leikfélag Dalvíkur íleikför Leikfélag Dalvíkur sýnir næsta miðvikudag og fimmtudag sjón- leikinn Hart í bak eftir Jökul Jakobsson og undir stjórn Jó- hanns Ogmundssonar í Iðnó í Reykjavík í boði Leikfélags Reykjavíkur. Verið er að undirbúa ferða- lagið og verður ein sýning á Dalvík á laugardaginn. Þá er ráðgert að sýna í Borgarfirði og Skagafirði á heimleið. Formaður Leikfélags Dalvík- ur er Halla Jónasdóttir. □ 'C Ulfur Ragnarsson flutti aðairæðuna. Á tímum hrossakynbóta og vax- andi áhuga á hesta- og reið- mennsku, eru stóðhestarnir valdir af kostgæfni, en reynt að útiloka óvanaða flækingshesta, sem áður rugluðu ættfærsluna. H r o s s a ræktarsambandið Haukur hefur auglýst stóðhsst- ana Blakk frá Kvíabekk, sem verður á Áshóli frá 15. júní í umsjá Bergvins Jóhannssonar, en sami hestur verður í Hvammi, Arnarneshreppi frá Hátíðarhöldin 17. júní fóru vel fram á Akureyri og voru að vanda fjölmenn. Þau voru í hefðbundnum stíl. Knattspyrnu félag Akureyrar annaðist undir búning og framkvæmd. Aðal hátíðin fór fram undir berum himni á tveim stöðum. Fyrst á Ráðhústorgi, þar sem fólk safnaðist saman og hlýddi á guðsþjónustu séra Birgis Snæ björnssonar og Lúðrasveitina, en síðan var farið í skrúðgöngu á íþróttavöllinn, með skáta og Lúðrasveit í broddi fylkingar. Samkomuna á íþróttavellin- um setti Knútur Otterstedt, að fánahyllingu skáta aflokinni. Hátíðarræðuna flutti Úlfur Ragnarsson læknir, en ávarp Fjallkounnar eftir Kristján frá Djúpalæk flutti frú Heiðdís Norðfjörð. Guðrún Jónsdóttir nýstúdent flutti ávarp og flokk- ur drengja sýndi fimleika undir stjórn Kára Árnasonar, Karla- kórinn Geysir söng, Bragi Snæ- dal sýndi listflug á svifflugu, keppt var í knattspyrnu og frjálsum íþróttum og Lúðra- sveitin lék á milli atriða. Stjórn andi hennar er Roar Kvam. Kynnir var Haraldur Sigurðs- son bankamaður. Síðdegis var barnasamkoma á ■Rarthnctr»r*cri n mrii’cí clrommti. atriði og um kvöldið var þar enn samkoma er stóð til klukk- an eitt eftir miðnætti. Hestamenn úr Létti skemmtu börnunum við íþróttavöllinn. Bílasýning var við Oddeyrar- skólann. Má það til tíðinda telj- ast, að þar var elsti bíllinn 56 ára, nú í eigu Oskars Osbergs, og bifreiðin enn gangfær. □ Vopnafiröi, 18. júní. Ekki hefur laxinn ennþá gert vart við sig, en hann fer að láta sjá sig um mánaðamótin og þá hefst veiðin hér í Vopnafjarðaránum. Kuldinn er þrálátur og lítið sem ekkert sprettur. Mun þetta einn allra kaldasti júnímánuð- ur, það sem af er. í kauptúninu er atvinna næg og bændur hafa að venju nóg að gera. Nokkurt kal er í túnum. Þ. Þ. Undanfarið hefur verið leitað að heitu vatni með borun í Ár- nesi í Aðaldal. Hermóður bóndi Guðmundsson sagði blaðinu um helgina, að borað hefði veríð niður á 1250 metra dýpi, án verulegs árangurs. Borholan skilar aðeins litlu af volgu vatni, en í botni hennar var þó hitinn orðinn yfir 100 gráður og er þarna því mikill jarðhiti þótt heita vatnið vanti. Borun er lokið að sinni, en eftir nokkurn tíma verður borholan rann- sökuð á ný og tekin ákvörðun um framhaldið, ef árangur þyk- ir líklegur. □ Ilciðdís Norðfjörö ílyíur ávarp Fjallkonunnar. 15. júlí í umsjá Þórðar Þórðar- sonar. Högni frá Sauðárkróki verð- ur á Svðra-Laugalandi frá 10. júní í umsjá Haraldar Þórarins- sonar á Hóli, og Tvífari frá Hesti verður frá 5. júlí á Kvía- bekk í Olafsfirði í umsjá Andrésar Kristinssonar s. st. Gjald fyrir hverja hryssu, sem undir þessa hesta eru leiddar, er 3.000 krónur. □ Guðsþjónustan á Ráðliústorgi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.