Dagur - 03.07.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 03.07.1975, Blaðsíða 2
2 LEIGUPENNl HEILDSALA SMÁTT & STÖRT Blað heildsalanna í Reykjavík, Vísir, hefur haldið uppi liat- römmum árásum á landbúnað- inn í allan vetur og það sem af er þessu sumri. Hver leiðarinn eftir annan hefur verið með lúa legar dylgjur og svívirðingar um þennan elsta atvinnuveg þjóðarinnar. Því er haldið fram, að land- búnaðurinn standi í vegi fyrir bættum lífskjörum í landinu og því beri að stefna að því, að leggja hann niður og flytja þess í stað alla búvöru inn frá ná- grannalöndum. Þegar því þráða marki verði náð, muni þjóðin geta lifað í allsnægtum — þá verði setið að veisluborði um alla framtíð. Svona einfalt er það, að sögn þessa blaðs. Þessi einstæðu og undarlegu skrif eru merkt með fanga- marki Jónasar Kristjánssonar. Ýmsir hafa gripið til pennans og svarað furðuskrifum Jónas- ar. En það á ekki að eyða orð- um á mann eins og Jónas Kristjánsson. Hann er aðeins leigupenni, eins og leiðarar hans bera vitni. Það eru eig- endur blaðsins, sem á að sækja til ábyrgðar. Það er á þeirra ábyrgð, sem leigupenni þeirra skrifar. Þessir menn hafa kom- ist yfir ótrúlega miklar eignir, með því að flytja til landsins vörur og selja þær þjóðinni. BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 2-30-46. Til sölu ný jakkaföt stærð no. 42 (ensk stærð) og einnig oranslitaður bakstóll. Uppl. í síma 2-11-84. Bifreiðaeigendur! Hef fengið Idna vinsælu Hóllensku heilsóluðu ■hjólbarða á mjög hag- stæðu verði. Hjólbarðaviðgerð Arthúrs Benediktssonar. Sófasett og borð ásamt bjónarúmi með dýnum til sölu. Uppl. í síma 2-35-54. Til sölu HONDA SS 50. Arni Sigurðsson, Höskuldsstöðum. Til sölu barnarúm. Sími 1-11-92. Sprite Alphine hjólhýsi til sölu. Uppl. í síma 2-23-13. Mjög fallegur barnavagn og bílstóll til sölu. Uppl. í síma 2-22-98. Til sölu tækifæris- fatnaður. Uppl. í síma 1-11-13 eftir kl. 7 á kvöldin. Notuð innrétting til sölu. Uppl. í síma 2-21-78 milli kl. 7—8 á kvöldin. Hverra hagsmunum þjónar það, ef landbúnaður yrði lagður niður á íslandi og horfið að því ráði heildsalanna að flytja bú- vörur inn í landið Þessi pen- ingasjúka stétt telur sig sjálf- sagt afskipta á meðan nokkur framleiðsla er til í landinu og ekki þarf að flytja inn allar vörur! Þeirra áhugamál er, að allar vörur, sem framleiddar eru hér á landi, skuli flytja út á þeirra vegum því annars væri tilganginum ekki náð. Það sem þjóðin þarf að kaupa frá öðrum löndum, eiga sömu aðilar auð- vitað að flytja inn fyrir hæfi- lega þóknun. Þannig hugsar for réttindastéttin- Og að þessu er stefnt þæði leynt jog ljóst. Þótt kenningar þessara manna stríði á móti allri heil- brigðri skynsemi, lrelgar tilgang urinn, auðsöfnunin, meðalið. Og að segja vitleysuna nógu oft, er talið allgott ráð til þess að ein- hverjir fari að trúa henni. Nú er sölutregða á erlendum mörkuðum . fyrir flestar okkar framleiðsliivörúr, og af því leið- ir að við búum við erfið við- skiptakjör. Á síðasta ári varð viðskiptahallinn 15,5 milljarðar króna. Á sama tíma heldur heildsalablaðið því fram, að lífs kjörin eigi að bæta með því að auka enn innflutninginn! Væri nú ekki líklegri leið til að bæta lífskjörin í landinu, að þjóðin reyndi að búa sem mest að sínu, meira en hið gagn- stæða? Ætli heildsalarnir óttist það, að þjóðin vakni til með- vitundar um það, að eina leiðin til að halda uppi góðum lífs- kjörum, sé sú að þjóðin noti í eins ríkum mæli og mögulegt er, eigin framleiðslu, hvort sem um er að ræða iðnaðarvörur - eða búvörur. Ef slík þjóðar- vakning yrði, myndi það auka atvinnu í landinu til muna og meira yrði til skiptanna en nú er. Hins vegar myndu heild- salarnir ekki hafa ágóða af slíkri þjóðarvakningu. Það ligg- ur í augum uppi. Hvernig yrði nú umhorfs t. d. hér við Eyjafjörð, ef landbún- aðarframleiðslan væri horfin úr héraðinu? Og hvernig yrði um- horfs í öðrum héruðum hér noi'ðanlands? Ætli ullar- og skinnaiðnaðui'inn starfaði lengi, eftir að landbúnaðarframleiðslu væri hætt? Hvernig færi þá um atvinnuástandið hér á Akur- eyri? Heildsalarnir hafa kastað stríðshanskanum framan í bændastéttina. Þeir virðast gleyma því, að þeir verða einn- ig að berjast við heilbrigða skynsemi. Þeir vita sem er, að máttur peninganna er mikill, en ofmeta þeir hann ekki í þetta skipti? Reynslan ein leiðir það í ljós. Bændur eiga eftir að svara heildsalastéttinni á þann eina hátt sem hún skilur. S. ÞÖRF ÞJÓNU8TA Hér á Akureyri hefur verið stofnuð skrifstofa skemmti- krafta- Er það til hagræðingar fyrir báða aðila, þ. e. a. s. skemmtikraftana og þá sem að leita eftir slíku, að hafa allt á einum stað. Markmiðið með þessu er einnig að koma á fi'am- færi ungu og efnilegu listafólki á ýmsum sviðum svo og hljóm- sveitum. □ Þ ý s k a skemmtiferðaskipið Regina Maris lagðist að Torfu- nefsbryggju á Akureyri í gær. Það er fyrsta skemmtiferða- skipið, sem hingað kemur í ár, en þetta skip virðist öðrum kær komnara hingað. Með Reginu Maris komu 240 farþegar og fóru. þeir austur að Mývatni og munu hafa fengið hið fegursta veður. □ (Framhald af blaðsíðu 8) Annars er greinargerð nefndar- innar í 41 lið, þótt þetta eina atriði í hugsanlegum breyting- um sé einna mest áberandi. ERLENDAR KARTÖFLUR Fyrir sunnan eru að koma á markaðinn útlendar kartöflur, fyrst fró Hollandi, síðan í fyrra. Litlu síðar koma nýjar ítalskar kartöflur á markaðinn hér á landi, þar sem innlendar kart- öflur eru að verða búnar. Innlendar kartöflur hafa ver- ið með versta móti í vetur og liafa bæði ræktunarmenn og fræðimenn reynt að finna skýr- ingu á því. Vonandi verða þær betri, sem vaxa á þessu sumri- FÁLKAORÐAN TÍL SÖLU Allir þeir, sem liljóta Fálkaorð- una, skrifa undir skuldbindingui um, að gera ráðstafanir til þess að orðunni verði skilað við and- Iát. Viðkomandi menn eiga því ekki orðuna, en hafa aðeins rétt til að bera hana til dauðadags og þeim er algerlega óheimilt að ráðstafa henni á annan hátt en að framan greinir. Nú hefur verið upplýst, að Fólkaorður ganga kaupum og sölum eins og hver annar varningur, að minnsta kosti tvær og grunur leikur á, að fleiri séu falar. BARNABÆTUR Að enduðum júnímánuði lauk greiðslum þeirra fjölskyldubóta, seni greiddar hafa verið í gömlu formi. Nýtt form er innleitt. í staðinn fyrir fjölskyldubætur koma svokallaðar barnabætur og greitt 30 þús. kr. með fyrsta barni á óri en 45 þús. kr. með öðru barni á ári. Tölulega verð- ur fjárhæð barnabótanna hin sama og fjölskyldubótanna, scgja fróðir menn. HÚSMÆÐRASKÓLINN A LAUGALANDI í síðustu viku sat skólanefnd Kvennaskólans ó Laugalandi á rökstójum um framtíð skólans, ásarnt menntamálaráðherra, Vil hjálmi Hjálmarssyni. Skólinn hefur verið lítið sóttur, svo seiH wAtvinna^m Þessari miklu keppni lýkur með, , júlímánuði og er því skammur tími til stefnu. Akur- eyringar hafa alltaf sigrað í keppninni við Reykvíkinga og Hafnfirðinga í norrænum sund- keppnum. En nú er þátttakan dauf, segja forráðamenn sund- keppninnar hér og una því miður vel. En þó sundaðstaðan sé góð, hefur aðeins um eitt þúsund manns synt, en voru nær fjórum sinnum fleiri síðast. Heitið er verðlaunum. Þeir Svelnjioki o. fl. í sjópoka tajiaúist á leiðinni Ak.— Herðubreiðalindir. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 1-14-60. Sú sem tók kvenúr í mis- grijnim í íþróttavallar- húsinu 17. júní hafi samband við síma 2-34-80 eftir kl. 18. tíu, sem oftast synda 200 metr- ana í júlí, hljóta verðlaun. Er um þetta auglýsing við sund- laugina. Akureyringar ættu ekki að láta sinn hlut eftir liggja í þessari „gulli betri“ íþrótt. □ Stúlka eitthvað vön skrifstofustörfum óskast í hálft starf nú þegar. Olíuverslun Islands, sími 1-11-85. LÍFTÓRAN KRAMIN ÚR UNGANUM Nei, þetta er nú ekki hægt, svona rétt við nefið á manni, varð mér að orði á sunnudag- inn, þegar ég ók með börn mín eftir Drottningarveginum til að sýna þeim rómaða fegurð fugla lífsins á Leirunum. Endur með unga sína voru bæði á tjörninni vestan vegar og þó meira aust- an vegar, í fjörunni. Eina anda- mömmu sáum við með aðeins einn unga, en aðrar voru með 4 og allt upp í 8 unga. Þegar við höfðum virt fyrir okkur þessar litlu fallegu verur, vissum við ekki fyrri til en svartbakur renndi sér niður ör- skammt frá okkur, að ungahóp og greip einn ungann, sem var þó orðinn ofurlítið stálpaður. Unginn barðist um og gaf frá sér nístandi hræðslu- og sárs- aukahljóð þegar svartbakurinn var að murka úr honum lífið- En ég flýtti mér burt, gat ekki horft né látið horfa upp á þetta. Mér leið illa lengi á eftir. Og þessi mynd kemur aftur og aftur í hugann. Einnig tugir af svartbökum, sem í þetta sinn sátu á Leirunum og hafa eflaust gleypt margan andarungann og eiga eftir að taka fleiri. Til þess að endur og aðrir fuglar, sem okkur eru kærir, eiga að geta þrifist í bæjarland- inu og notið þeirrar verndar, sem við eigum að veita fuglun- um, þarf að fá góða skyttu til að skjóta svartbakinn, þennan vargfugl. Ef ekkert verður að- hafst í því máli, mun þess ekki langt að bíða, að það heyri til undantekninganna að sjá anda- mömmur með unga sína við Drottningarveginn. X. flestir aðrir húsmæðraskólar landsins undanfarin ár. Mun nú gengið úr skugga um það á næstu vikum, hversu horfir um aðsókn húsmæðraefna, en að því loknu tekin ákvörðun um framtíð skólans. Menn hafa jafnvel borið sér í munn, að nýta hið mikla og góða húsnæði á annan liátt en verið hefur. GÓÐ REYNSLA AF UMFERÐ ARL J ÓSUM Nú eru um það bil tvö ár síðan umferðarljósin, þau fyrstu á Akureyri, voru sétt uþp- Þar hafa síðan ekki orðið teljandi slys í umferðinni, svó vel liafa þau gefist. Ymsum þóttu þau dýr á þeim tíma, en fáir nninu nú finnast, sem ekki viður- kenna góða reynslu af þeim. Enginn vegfarandi hefur slas- ast þar sem þessi umferðarljós eru, síðan þau voru sett upp. Nokkur seinagangur hefur ver- ið á því hjá yfirvöldum bæjar- ins, að setja upp fleiri nauðsyn- leg umferðarljós í bænum. HVENÆR VERÐA ÞAU SETT UPP? Blaðið hefur frétt, að umferðar- Ijós, sem setja á upp á mótum Þingvallastrætis og Þórunnar- strætis, séu komin í bæinn en ekki munu þau hafa verið leyst úr tolli. En þau kosta líklega á fjórðu milljón króna og hefðu betur verið keypt fyrr og þá einnig verið fleiri, til að setja upp á hættulegustu umferðar- stöðum í bænum. Manni verður á að spyrja: Hvenær verða nýju umferðarljósin sett upp? ÞAÐ GETUR ORÐIÐ DÝRT AÐ BÍÐA Á síðustu fjóru og hálfu ári liafa sjö manns slasast á þeim einu g a t n a m ó t u m, sem ógreiddu umferðarljósin verða væntanlega sett upp. Á sama tíma hafa 75 ökutæki skemmst í umferðinni á þessu sama götu- horni og þar af ónýttust að mestu eða algerlcga 16 bifreiðir, Þessar tölur tala svo Ijósu máli, að tjónareikninga út frá þessu getur hver og einn gert. Þessar tölur segja okkur ennfremur, að það getur orðið nokkuð dýrt að draga það enn að setja upp nauðsyrdeg umferðarljós. HEIÐURSTÓNLEIKAR Komin er út hljómplata með sönglögum Maríu Markan, sem varð sjötug 24. júní. Nokkrir vinir og aödáendur söngkon- unnar efndu til tónlcika til heiðurs henni í Austurbæjar- bíói 25. júní. Aðgöngumiðarnir seldust upp á svipstundu. Um 20 einsöngvarar skemmtu á þessum heiðurstónleikum. María Markan óperusöng- kona er meðal þeirra Islend- inga, sem lengst hafa komist á listabrautinni. Hún á hvarvetna aðdáendur. VONBRIGÐI MEÐ FULLORÐNA Kona ein í bænum hringdi til blaðsins og bar fram kvörjun yfir því hve sýningu Leikfélágs Reykjavíkur í Samkomuhúsínu á Akureyri 24. júnl hefði verið spillt með ýnisu móti. Nefndi hún mikið skrjáfur í sælgætis- pokum, samtöl leikhúsgesta, óviðeigandi skelli-hlátra, traðk o. s. frv. Hefði þetta verið eðli- legra og fyrirgefanlegra á leik- sýningu fyrir börn, en í leik- húsinu hefðu eingöngu verið fullorðið fólk- Konan sagðist ekki hafa notið leiksýningarinn ar af þessum sökum og var sár yfir liinni óhefluðu framkomu margra lcikhúsgesta. Þessari umkvörtun er hér með komið á framfæri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.